Íslenskir fuglar
Fuglalíf Íslands er að mörgu leyti frábrugðið því sem er
í nágrannalöndunum. Þetta kemur í ljós þegar horft er
til fjölda tegunda og til hvaða ætta þær teljast. Það
hve lítið er um litla spörfugla og söngfugla
endurspeglar skógleysi landsins og einangrun en fjöldi
vatnafugla bendir til góðra aðstæðna fyrir þær tegundir.
Síðast en ekki síst skapar hafið afar góð skilyrði fyrir
hinn mikla fjölda sjófugla sem hér finnst svo að það sem
á skortir í fjölbreytni tegunda á Íslandi vinnst upp með
fjölda einstaklinga. Ísland er paradís fyrir
fuglaskoðara vegna þess hve margir fuglar finnast og
líka vegna þess hversu auðvelt er að finna þá.
Sjófuglabyggðirnar fyrir vestan land eru til dæmis
aðsetur milljóna svartfugla. Lundann, algengasta fugl
landsins, má finna í þéttbýlum lundabyggðum allt í
kringum landið. Þær tegundir sem mest er sóst eftir að
skoða hér á landi eru íslenski fálkinn, sem er stærsta
fálkategund í heimi, óðinshaninn og lundinn, en allar
þessar tegundir er auðvelt að finna með örlítilli
reynslu eða leiðsögn kunnugra. Ef á heildina er litið er
fuglaskoðun á Íslandi hentug fyrir alla, byrjendur jafnt
sem kunnáttufólk.
Íslandsvefurinn.
|