Hann gaf eitt sinn vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf og þar sem þessi hægláti náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað “gleðileg jól” á aðra buxnaskálmina en “gleðilegt nýtt ár” á hina. Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:

Kæri Óli. Vertu velkominn á milli jóla og nýárs. Þín Nína