> Innskot frá vefstjóra/pabba <

 

> Vefstjóri <

 

 

 

Smá um mig

Ég fæddist á Vökudeild Landsspítalans í Rvk. sólríkan dag þann 18 apríl árið 2000 kl. 14.32.
Ég fæddist þremur mánuðum fyrir tímann, og var því þar i tæpa þrjá mánuði.
Hæð/lengd var:  36 cm.
Þyngdin var: 1053 gr. (eða um 4 merkur)
Nýjasta mæling: 7 sept. 2013 var ég 149.0 cm og 39 kg
 
Pabbi minn heitir Sigfús, mamma mín heitir Þórhildur.
Skildu um áramótin 2003/2004, og hef ég búið hjá honum pabba mínum síðan, sem og áður.
Við pabbi búum í Hafnarfirði, og hef ég átt þar heima frá fyrsta ári

											
 
 
Nöfnin Guðbjörg Sól:
Guðbjörg: í höfuðið á föður ömmu minni, Guðbjörgu Gísladóttur f.12/5 1918 - d.18/2 1996
Sól: einfaldlega vegna þess að það var glampandi sól þegar ég fæddist.

 

 

Það sem mér finnst vænst um:

Pabba, Önnu Jónu ömmu og Daníel afa, vini mína "og ættingja", og fólk yfirleitt, en ekki þó allt.

Og svo sjúkraþjálfarann minn, læknana mína, iðjuþjálfarann, dúkkurnar og dótið mitt, hestar eru mín uppáhalds dýr, en ég ELSKA hesta kisur og hunda og reyndar flest dýr, og svo fiskana mína.

Ég á og hef átt td.; Kisur, fullt fullt af fiskum (Sjá HÉR), froska, eðlur, 11 páfagauka (Gára), stökkmús og nokkra hamstra , sjá HÉR

 

Það sem mér finnst skemmtilegast:
Að ferðast um ísland og HÉR) og fara erlendis.
Að gefa hestum gras sjá HÉR og HÉR.
Að fara í leikhús, sjá td. HÉR , HÉR og HÉR
Að fara í sund.
að leika mér í snjónum.
Ferðalög, og að fara með pabba í sveitina.
Að fara með pabba og gefa Bra bra.
Að sulla í drullupollum, og leika í vatni.
Að leika með Bradz og Pet Shop(ég á Bradz herbergi)
Að leika mér í tölvunum mínum (á 4 tölvur sjálf )
Ofl ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. og svo framvegis.

 

Uppáhalds dýrin mín:

1. Hestar.

2. Hundar.

3. Kindur og lömb.

4. Kisur.

5. Fiskar.

6. Brabra, Gæsirnar og  Álftirnar á tjörnunum.

7. Hamstrar.

En ég hef líka ofsalega gaman af villidýrum, er alveg sjúk í að horfa á myndbönd með villtum dýrum, er alltaf inn á Dýrahorninu mínu, pabbi segir að ég fái að sjá fullt af villtum dýrum þegar við við förum til Florida . (Og farið var til Florída í október 2010)

 

 

Sáning:

 

Rétta hugarfarið, horfðu EINGÖNGU á það jákvæða,

og verður lífið þá margfalt skemmtilegra.

Trasinger Warter.

 

Dæmdu ekki daginn af því sem þú hefur uppskorið, heldur
af fræjunum sem þú hefur sáð.
- Robert Louis Stephenson.

 

Gefðu manni fisk, og mettu hann í einn dag.

Kenndu manni að veiða, og mettu hann að eilífu.

Zhuangzi

 

Það er enginn auður eins og þekking, og engin fátækt eins og vanþekking.

Ali ibn Abi-Talib

 

 

 

 

Saga ein sem gerðist fyrir margt löngu.

(Þessi saga er einnig inn á Gestabókarsíðunni)

 

Maður nokkur refsaði 3ja ára gamalli dóttur sinni fyrir það að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á jóladagsmorgun og sagði: "þetta er handa þér pabbi". Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar, "veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?" Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: "Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi." Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrirgefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.

Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.

Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum.

Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.

 

 

 

 

 

 

Innskot frá mér og pabba sem er umsjónamaður og vefstjórinn

Árið 2001 þegar ég var innan við eins árs, byrjað pabbi að dunda við heimasíðurnar mínar, og kunni karlinn(pabbi) nákvæmlega ekkert í heimasíðugerð enda ekki komið nálægt slíku námi, nema það sem hann lærði með fikti og endalausum mistökum :) , og þó eitthvað sé búið laga af þessum eldri síðum má auðveldlega finna að uppsetningu og þvíumlíku, ef sá gallinn er á gesti/um, en það er einmitt það sem við viljum, sérstaklega ef sá aðili lætur okkur vita hvað má betur fara , eða laga (tengill á form er hér neðar), og ekki síst ef eitthvað er ekki að virka rétt.

Muna bara að vefhönnuðurinn (pabbi) hefur ALDREI lært vefhönnun.

 

Pabbi fór að dunda við þessar síður fyrir mig eins og áður segir árið 2001,  núna (sept. 2010) eru þetta orðnar hátt í 2000 síður og þónokkuð fl. með síðum sem við hýsum annarstaðar, en eru með tengingar  http://GamanOgAlvara.is ( http://sol.heimsnet.is ).

Tilgangur með heimasíðunum:   Thjaaaaaa, enginn sérstakur, nema áhugamál og til að geyma minningar,,,, (um mig hahahaha), aðalatriðið er að hafa bara gaman af.

 

Nokkrar myndir eru inni á fleirum en einum stað og vonum við að það pirri þig ekki. OG ANNAÐ, mikið af elstu myndunum eru mikið skemmdar vegna þess að tölvukerfið bilaði hjá þjónustuaðilanum þar sem síðurnar voru hýstar, og misstu margar myndirnar mikil gæði og flestar reyndar alveg ónýtar og ekki til lengur í okkar fórum, eitthvað er þó enn inni, einnig eru slæmar myndir einhverstaðar vegna þess að léleg myndavél hefur verið notuð.

 

Þar sem tölvukerfið hrundi þar sem við hýstum vefsíður okkar árið 2002/3 glötuðust nánast allar myndir sem þá voru komnar inn eins og áður er getið, og væri vel þegið ef þú átt myndir af mér frá árunum 2000 til 2002 að senda okkur þær á sol@heimsnet.is eða Iceland@Internet.is

Varist lélega og ótrygga þjónustuaðila,  og ótrausta mynda varðveislu.


ATH:

Margar síður okkar eru í þróun og við pabbi myndum þiggja með þökkum ef þú rekst á eitthvað sem ekki er að virka rétt að hringja eða senda lýsingu á því td. HÉR , einnig ef þér finnst vanta eitthvað efni sem gaman væri að hafa á einhverjum síðunum, og þetta á við hvort sem þú ert ættingi, vinur eða ókunnug/ur, eins getur þú sent tölvupóst á Iceland@Internet.is
Pabbi sér um síðurnar mínar eins og reyndar fyrir fleiri.

Ýmis form HÉR til að koma til okkar skilaboðum.

Kveðja:

Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir og Sigfús Sigurþórsson

sol@heimsnet.is - Iceland@Internet.is

MSN: iceland@internet.is (pabbi)

MSN: sol@hn.is (mitt) (Webcam)  (Tölva 1)

MSN: sol2000@isl.is  (mitt)  (Tölva 2)

MSN: gsols2000@gmail.com  (mitt)  (Tölva 3)

MSN: gamanogalvara@gamanogalvara.com  (mitt)  (Tölva 4)

 

 

©SigfúsSig. Iceland@Internet.is