Aftur Á dýrahornið

Dýr

Chicken Chicken

 

 

 

 

 

Upp aftur

Bleu moyen

Vissir þú að:

Hænsnin fara að sofa við sólarlag. Oft standa þau á slá og halla sér hvert að öðru sér til hita. Þau vakna í dögun við gal hanans og við kjúklingana í eftirdragi tippla þau umhverfis býlið í leit að fræjum og ormum.
Gamli íslenski hænsnastofninn er skrautlegur á litinn, og sérstaklega hanarnir, sem hafa kamb og stélfjaðrir þeirra eru lengri en á hænunum, einnig hafa þeir aukakló á fótunum. Þær hænur sem mest eru ræktaðar í dag eru hvítar á litinn.

 

Hænsni

Nytjahænsni nútímans eru komin af bankívahænsnum (Gallus gallus) sem er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar kambhænsna (Gallus).

Íslensku landnámshænsnin eru smávaxin, dökk eða dröfnótt.
 Íslenska landnámshænan er núorðið fremur sjaldgæf sjón og telur aðeins nokkur hundruð fugla. Þeir eru meðal annars hafðir á Hvanneyri, nokkrar hænur eru til sýnis í Húsdýragarðinum í Laugardal auk þess sem örfáir bæir hér og þar um landið hafa þetta kyn. Eigendur og ræktendur landnámshænsna stofnuðu fyrir nokkru ræktunarfélag landnámshænsna. Hænsni eru höfð við mismunandi aðstæður. Þau eru höfð í hænsnakofum og vappa um og éta orma, fræ og annað sem til fellur. Hænurnar verpa í varpkassa í kofunum. svona gamaldags hænsnarækt tíðkast þó óvíða lengur hjá iðnvæddum þjóðum. Þar eru hænsnin alin í þröngum búrum og geta ekki hlaupið um og krafsað eftir fæðu eins og þeim er eiginlegt. Fóðrið, hitinn og lýsingin í húsunum miðast við það að hver varphæna geti verpt allt að 300 eggjum á ári. Þar sem eggjaframleiðsla er vistværn eru hænum hafðar á gólfi og verpa í varpkassa.
Landnámsmenn fluttu með sé hænsni til Íslands en trúlega hefur hænsnarækt alldrei verið mjög útbreitt. Reynt er að varðveita Íslenska hænsnastofnin, en hann er fjölbreittur að lit, oft svartur og smávaxinn. Hér á landi eru nú hvítar hænur algengar. þær eru frá Ítalíu og eru álitnar besta varphænukynið.

 

white

 Upp aftur

Hænsn eru fuglar. Fuglar eru vængjuð og fiðruð dýr sem verpa eggjum og hafa heitt blóð. Hænsn eru alætur.

Hænsn eru fremur stórir fuglar og eru klæddir fiðri. Fiðrið skiptist í fjaðrir og dún og liggur dúnninn við kroppinn, hann skýlir hænunni mjög vel. Á fiðrinu er feiti sem ver hænuna gegn vætu. Hænur fella fiðrið eins og spendýr fara úr hárum. Þær hafa litla vængi miðað við stærð og geta því lítið flogið.

Hænsn eru tannlaus, þess vegna gleypa þau fæðuna ótuggða. Fæðan safnast fyrst í sarpinn og þar mýkist hún. Þaðan fer hún í kirtilmagann þar sem hún blandast meltingarvökva og síðan fer fæðan í fóarnið sem mylur hana.

Hænan verpir eggjum. Utan um eggið er skurn og undir henni er himna sem nefnist skjall. Síðan kemur hvítan og innst í egginu er rauðan. Góð varphæna getur orpið allt að 300 eggjum á ári en þær byrja að verpa þegar þær eru orðnar fjögurra mánaða gamlar.

Hænur fá oft nöfn vegna lits og einkenna sinna svo sem Doppa, Frekja, Gul og Toppa.

Karldýrið nefnist hani, kvendýrið hæna og afkvæmin hænuungi eða kjúklingur

Þyngd hænsna er á bilinu 1,5–2,0 kg og hljóðin sem þau gefa frá sér eru: Gagg, gal og tíst.

Fengitími hænunnar er allt árið en hænan gengur með í tuttugu og einn dag. Hænan getur ungað út 10–12 eggjum í einu.



Ungi verður til þegar hani frjóvgar eggið áður en hænan verpir því. Ef hænan á að unga út eggjum liggur hún á þeim í þrjár vikur. Þegar hænur á útungunarbúi verpa eru eggin tekin strax frá þeim og sett í hitaskáp sem kallaður er útungunarvél. Þegar ungarnir eru eins dags gamlir eru þeir sendir til bænda. Hænuungar sem eiga að verpa eggjum fara á eggjabú. Ungar sem eru aldir til slátrunar fara hins vegar á kjúklingabú.

Hænsnin gefa okkur egg og kjöt.
Hér áður fyrr fengu neytendur oft gölluð egg svonefnd fúlegg eða stropuð egg. Nú kemur það varla fyrir því eggin eru gegnumlýst og gölluð egg tekin frá.

Hægt er að nota egg á marga vegu, svo sem sjóða þau, linsjóða eða harðsjóða, spæla þau á pönnu og í bakstur.

Úrgangur frá hænsnum kallast hænsnaskítur en hann þykir góður áburður og er borinn á túnin á vorin til ræktunar.

 

 

Hænur geta verpt allt að 300 eggjum á ári.

Upp aftur

Hænsna hljóð og ÓHLJÓÐ

  

Upp aftur

chickens

 

 

 

 

©2006 Globalsig./Sigfús Sig. Iceland@Internet.is