Vel klæddur lögfræðingur fór inn á bar og pantaði
martini og sá að við hliðina á honum sat róni sem
muldraði og glápti á eitthvað í hendinni á sér.
Lögfræðingurinn hallaði sér lengra að honum og
heyrði að róninn sagði, þetta lítur út eins og
plast, síðan rúllaði hann því á milli fingranna á
sér og sagði síðan, en þetta er eins og gúmmí
viðkomu. Lögfræðingurinn spurði forvitinn, hvað ertu
með þarna manni. Róninn sagði, Ég hef ekki hugmynd
en það lítur út eins og plast en er eins og gúmmí
viðkomu. Má ég sjá, sagði lögfræðingurinn og róninn
lét hann fá þetta. Lögfræðingurinn rúllaði því milli
fingranna á sér og skoðaði þetta gaumgæfilega. Já,
þetta lítur út eins og plast en er eins og gúmmí
viðkomu en ég veit ekki hvað þetta er,
hvar fékkstu þetta eiginlega?
Bara úr
nefinu á mér, sagði róninn. |
|
Hann gaf eitt sinn vinkonu
sinni gallabuxur í jólagjöf
og þar sem þessi hægláti
náungi vildi vera dálítið
frumlegur hafði hann skrifað
“gleðileg jól” á aðra
buxnaskálmina en “gleðilegt
nýtt ár” á hina. Eftir að
vinkonan hafði tekið upp
gjöfina sendi hún gefandanum
svohljóðandi kort:
Kæri Óli. Vertu velkominn á
milli jóla og nýárs. Þín
Nína
|
|
Á spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á
biðstofunni þar sem einn fjölskyldumeðlimur lá mjög
veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og dapur.
"Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi"
sagði hann og horfði upp á áhyggjufull andlit
ættingjanna. "Eina von ástvinar ykkar er sú að hann
fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki ennþá
verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er
jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar
greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að
greiða sjálf fyrir heilann". Ættingjarnir sátu
hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir
dálítinn tíma spurði einn þeirra. "Hvað kostar
heili?" Læknirinn svaraði strax. "Karlmannsheili
kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað
og fimmtíu þúsund". Allir ættingjarnir urðu frekar
vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að horfast
í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið
og glottu og jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó
ekki hamið forvitni sína og spurði þeirrar
spurningar sem öllum langaði að spyrja að. "Af
hverju er karlmannsheilinn svona mikið dýrari"?
Læknirinn brosti umburðarlyndur af einfeldni
mannsins og útskýrði þetta fyrir öllum hópnum.
"Þetta er bara þetta venjulega verð sem sett er upp,
við getum ekki selt kvenmannsheila dýrari en þetta
því þeir eru notaðir"!!!
SENDIÐ ÞETTA TIL ÞEIRRA GÁFUÐU KVENNA SEM ÞURFA Á
HLÁTRI AÐ HALDA Í LÍF SITT OG ÞEIRRA KARLMANNA SEM
ÞIÐ HALDIÐ AÐ GETI HÖNDLAÐ ÞETTA!!!! |
|
Ljóskan var að keyra í Hafnarfirði þegar löggan
stoppaði hana og bað um að fá að sjá ökuskírteinið
hennar.
Hvað er það? - spurði hún.
Það er svona bleikt með mynd af þér.
Hún leitaði í veskinu þangað til hún fann bleika
púðurdós, tók hana upp og opnaði og leit í
spegilinn.
Er það þetta? spurði hún.
Löggan tók dósina og leit í spegilinn og segir svo.
Nú! Ekki vissi ég að þú værir í lögreglunni!! |
|
Ég og
bóndinn vorum stödd á nautgripasýningu og voru þar
nokkur naut í röð. -Hjá fyrsta nautinu stendur á
skilti :
Þessi
hefur gert það 130 sinnum yfir árið, ég gaf bóndanum
olnbogaskot.... -næsta naut er með skilti sem á
stendur 210 sinnum yfir árið, og aftur fékk bóndinn
olnbogaskot ... -á þriðja stendur svo 365 sinnum
yfir árið, og þá hnippti ég nú almennilega í
karlinn.....
Já.. já..
segir sá gamli.... það er nú ekki eins og þau séu
alltaf með sömu helvítis beljunni |
|
Einu sinni var Hafnfirðingur fastur á eyðieyju og var
búinn að vera þar í nokkurn tíma. En það var líka
ein geit sem hann var alltaf að reyna að ná. Einn
daginn kemur ein kynbomba á eyðieyjuna og segir: Ég
skal gera hvað sem þú vilt. Þá kemur
Hafnfirðingurinn: Já heyrðu. getur þú náð geitinni
fyrir mig!!! |
|
Fangi sleppur úr fangelsi þar sem hann hefur verið í
15 ár. Á flóttanum finnur hann hús og brýst inn í
það til að leita af peningum og byssum, en hann
finnur bara ungt par í rúmi. Hann skipar
stráknum að fara úr rúminu, og bindur hann fastann á
stól. Á meðan hann er að binda stelpuna upp í
rúmi....þá fer hann uppá hana, kyssir hana á hálsinn
og fer svo inná baðherbergi. Á meðan hann er þar
segir strákurinn við stelpuna: Hey þessi gaur er
fangi sem hefur flúið, sjáðu bara fötin hans!
hann hefur örugglega verið lengi í fangelsi og
hefur ekki séð konu í mörg ár. Ég sá hvernig hann
kyssti á hálsinn á þér. Ef hann vill kynlíf ekki
segja nei eða neitt gerðu bara það sem hann segir
þér að gera, veittu honum fullnæingu Þessi gaur
hlýtur að vera hættulegur og ef hann verður reiður
drepur hann örugglega okkur bæði. Verstu sterk
elskan, ég elska þig! Konan svarar "Hann var ekki að
kyssa á mér hálsinn, hann var að hvísla að mér og
sagði að hann væri hommi og fannst þú vera mjög sexy
og spurði hvort við ættum eitthvað vaselín inná
klósetti. Vertu sterkur ég elska þig líka!!! |
|
Kona var að halda framhjá manni sínum og var í rúminu
með elskhuganum. Allt í einu heyra þau sér til
mikillar skelfingar að eiginmaðurinn stingur
lyklinum í skrána á útidyrahurðinni. Konan
reynir að finna eitthvað ráð í flýti. Hún tekur fram
flösku af nuddolíu og púður. Hún hellir olíunni yfir
elskhugann og hellir svo púðrinu yfir hann þannig að
hann lítur út eins og stytta. "Ekki hreyfa þig fyrr
en ég segi að þú megir það," segir hún og klæðir sig
í flýti. "Stattu bara þarna grafkyrr."
Maðurinn kemur inn í svefnherbergið og spyr: "Elskan
hvað er nú þetta?" "Þetta, æji þetta er bara
stytta," segir konan kærulaus.? Gunna og Jón fengu
sér eina fyrir stuttu þannig að ég ákvað að redda
mér einni líka, þetta er svo smart." Ekkert er rætt
meira um "styttuna", ekki einu sinni yfir
kvöldmatnum. En klukkan 3 um nóttina læðist maðurinn
fram úr rúminu, fer fram í eldhús, nær í samloku og
mjólkurglas og réttir styttunni. "Gjörðu svo vel,"
segir hann. "Ég stóð eins og hálviti hjá Jóni og
Gunnu í heila tvo daga og enginn bauð mér vott né
þurrt." |
|
Þrír vísinda menn
fóru að velta fyrir sér hvað myndi gerast ef að þeir
myndu setja tappa í afturendann á fíl og ásamt því
að troða í hann mat í tvær vikur. Sökum þess að
þessi tilraun hafði aldrei verið framkvæmd og að
hugmyndinn væri of erfið til að ímynda sér ákváðu
þeir að prófa. Viku eftir að tilraunin hófst þá fóru
þeir að sjá afhverju enginn hafði gert þetta áður,
núna þurfti að fá einhvern til að taka tappann úr
aftur.
Einn að vísinda mönnunum kom með þá
hugmynd að fá þjálfaða apa til að taka tappann úr,
þannig að þeir eyddu næstu viku við að þjálfa apann
svo að þegar hann myndi heyra bjöllu hringja þá
myndi hann taka tappann úr. Stóri dagurinn rann upp,
þeir settu upp allan búnaðinn í öruggri fjarlægð.
Fyrsti vísinda
maðurinn var í 1 kílómetersfjarlægð sá næsti var í 2
kílómeters fjarlægð og sáþriðji var í 3 kílómeters
fjarlægð. Þegar þeir voru allir tilbúnir þá hringdi
fyrsti vísinda maðurinn bjöllunni.
BBBBAAAANNNNGGGGG!!!!!!!!!
Vísinda maðurinn
sem var í 3 km fjarlægðstóð í skít upp á ökkla, sá
næsti sem var í 2 km fjarlægð var í skít upp á hné
og sá sem var í 1 km fjarlægðvar í skít uppá mitti.
Þegar hinir tveir komu til þess að athuga þann sem
var næst fílnum þá tóku þeir eftir því að hann var
að springa úr hlátri.
"Hvers vegnaí #%&$#* ertu að hlæja"
"Þið hefðuð át að
sjá andlitið á apanum þegar hann var að rembast við
að koma tappanum aftur inn"
|
|
Einn mánuð fram yfir
Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur
konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls
honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð fram
yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk,
heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki
fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr
rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þess
þangað til. Að morgni næsta dags kom maður frá
Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið, þar
sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning.
Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom
til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram
yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" Spurði
unga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í
tölvukerfi Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta
sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við
manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa
samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og
skellti hurðinni. Þegar eiginmaðurinn kom heim
fékk hann að heyra allt um persónunjósnir
Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á
fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu
Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað
eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með
það í skrám ykkar að við séum kominn mánuð fram
yfir, hvern andskotann að kemur ykkur það við?".
"Slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur
bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði
Alfreð. "Borga ykkur ert ekki í lagi, nú ef ég hafna
því hvað þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig
úr sambandi." "Og hvað á þá konan mín þá að gera?"
"Nú hún verður þá bara að nota kerti." Svaraði
Alfreð. |
|
Kæri Guð, ég er trúfast lamb þitt!
Ég er orðinn svo þreyttur á þessari sífelldu endalausu
vinnu og vildi óska þess eins að ég gæti skipt við
konuna mína!!! Konur þurfa ekkert að gera nema dunda
sér heima og snýta börnunum af og til! Gerðu það,
kæri Guð,leyfðu mér að skipta!!!"
Maðurinn var góður og kristinn maður sem bað Guð
ekki oft bóna líka þessari. það kom honum því ekki
mikið á óvart þegar hann vaknaði fyrir allar aldir
morguninn eftir og uppgötvaði að Gup hafði bænheyrt
hann. Hann var himinlifandi, allt þar til hann kom
fram á klósett og rakst á skilaboð frá himnaföðurnum
skrifuðum eldskrift í klósettpappírinn. þar stóð:
"Ég hef ákveðið að uppfylla ósk þína. Nú skaltu
drífa þig að mála þig óaðfinnanlega og leggja hárið,
vera komin fram í eldhús kl hálfsjö, hita kaffi,
vekja manninn þinn og börnin, útbúa morgunverð fyrir
fjölskylduna sem og nesti fyrir þá sem það þurfa.
því næst skaltu reka á eftir öllum að koma sér í
fötin og koma öllum út í bíl. þú skalt keyra manninn
þinn í vinnuna og börnin í leikskóla og skóla og
fara svo heim með yngsta barnið og skipta á
bleyjunni þess. þú skalt svo vaska upp eftir
morgunmatinn, setja í þvottavél, brjóta saman af
snúrunum frá því í gær, strauja það sem þarf að
strauja, skipta aftur um bleyju á barninu, gefa því
brjóst búa um rúmin, taka úr þvottavélinni, hengja
upp á snúru, rétta barninu snuðið sitt, setja aftur
í þvottavélina, láta barnið leggja sig og nota
tímann meðan það sefur til að ryksuga, skúra, þurrka
af og skrúbba klósettið. þegar barnið vaknar skaltu
skipta um bleyju á því, skipta líka um föt á því af
því að það mun hafa kúkað sig allt út og gefa því
síðan aftur brjóst. þá verður kominn tími til að
sækja barn á leikskólann. Gerðu það og komdu með það
heim. Skiptu um föt á eldra barninu því það kom
gauðaskítugt úr leikskólanum. Taktu úr
þvottavélinni, hengdu upp, taktu niður þurran þvott
og settu aftur í vélina. Brjóttu saman þvott. Gefðu
eldra barninu eitthvað að borða og ruggaðu yngra
barninu á meðan. þá verður komið að því að sækja
elsta barni? í skólann. Gerðu það og komdu með það
heim. Láttu það taka til við heimalærdóminn og hafðu
yfirumsjón með því á meðan þú skiptir á yngsta
barninu, klæðir miðbarnið í útiskóna sína og gerir
innkaupalista. þegar elsta barnið hefur lokið
heimalærdóminum kallar þú miðbarnið inn, gefur
börnunum vel samsettan og heilsusamlegan drekkutíma
og kemur því næst öllum í útiföt, því nú áttu að
fara að versla. Gerðu innkaupin án þess að garga á
börnin þín eða beita þau harkalegu ofbeldi, því þau
munu gera hvað þau geta til að ergja þig.
Komdu vörunum, börnunum og sjálfum þér að kassanum
og borgaðu. því miður þá muntu komast að því að
færslan verður ekki heimiluð á kortið þitt, svo þú
verður að biðja afgreiðsludömuna að hinkra á meðan
þú hringir í bankann og leysir flækjuna. Á meðan þú
bíður eftir að komast í samband við þjónustuver
bankans þá muntu taka eftir því að yngsta barnið er
búið að kúka og það byrjar að öskra. þér mun takast
að fá yfirdráttarheimildina framlengda í gegnum
símann, greiða fyrir vörurnar og fara með þær út í
bíl. þá skaltu fara með börnin heim í snarhasti og
skipta á því yngsta. þú munt ekki hafa mikinn tíma,
því innan skamms verðurðu að sækja manninn þinn í
vinnuna, svo vertu snögg!! Nú skaltu sækja manninn
þinn og passa þig að verða ekki of sein. Og mundu
enn og aftur að það er ekki börnunum þínum að kenna
að umferðin er svona brjáluð, svo ekki láta það
bitna á þeim að það pirri þig! þegar þú hefur sótt
manninn þinn þá skaltu taka til við að útbúa
kvöldmatinn. þegar allir hafa borðað er kominn tími
til að koma miðbarninu í háttinn og skipta enn og
aftur á yngsta barninu. þú þarft jafnframt að þrefa
við elsta barnið, því það á eftir að biðja þig um að
fá að gista hjá félaga sínum, sem þú vilt ekki
að það geri, því þú veist að það er mikið
áfengisvandamál á því heimili og þar fyrir utan þá
þarf krakkinn að mæta í skólann á morgun! Nuðaðu í
manninum þínum í hálftíma til að fá hann til að
lagfæra dyrakarminn sem brotnar þegar barnið skellir
hurðinni. þegar hann hefur gert það þá skaltu skikka
elsta barnið í rúmið, skipta á yngsta barninu, setja
það í náttfötin, gefa því brjóst og koma því í
svefn. þegar því er lokið þá skaltu taka úr vélinni,
hengja upp úr henni, taka niður þurran þvott og
setja aftur í vélina. Brjóttu saman þvottinn. Nú
skaltu vaska upp og ganga frá eftir kvöldmatinn. Nú
muntu anda léttar, því ró verður komin yfir
heimilið. En bíddu hæg. Nú þarft þú að þóknast
manninum þínum í rúminu, hvort heldur þú vilt það
eður ei. Ef þú verður heppin (sem ég veit að þú
verður ekki, því ég er Guð) þá tekur það bara stutta
stund. þegar hann er sofnaður eftir
gleðistundina þá skaltu fara fram á bað og skola þig
vel og þvo þér á meðan þú bíður eftir að þvottavélin
klári að þvo. þegar hún er búin skaltu hengja upp úr
vélinni, taka niður af snúrunni það sem er orðið
þurrt og brjóta það saman, setja aftur í vélina og
gera svo skólatösku elsta barnsins klára fyrir
morgundaginn, gera tilbúin föt fyrir yngri börnin og
klára að ganga frá eftir daginn. Gangi þér vel."
Maðurinn (konan) sat agndofa á klósettinu stutta
stund en tók svo til við verkin. Hann komst
örþreyttur gegnum daginn og sofnaði áður en hann
náði að leggja höfuðið á koddann um kvöldið,
gersamlega búinn á taugum og með aum kynfæri eftir
kynlífið. Hann náði tveimur þriggja tíma svefnlotum
milli þess sem yngsta barnið vaknaði og vildi drekka
og hans fyrsta verk þegar hann vaknaði eldsnemma
morguninn eftir var að falla á kné á baðherberginu
og grátbiðja Guð um að fá að verða karlmaður aftur.
Eldskriftin birtist samstundis á klósettpappírnum:
"Kæri sonur. Ég er stoltur af því hvað þér gekk vel
í gær og ég vildi svo gjarnan verða við bón þinni í
annað sinn. En því miður þá er mér það ekki
mögulegt. þú verður að bíða í um það bil níu mánuði,
því maðurinn þinn gerði þig víst ófríska í gær!"
|
|
Unga parið hafði nú verið saman í nokkra mánuði og sáu
ekki sólina hvort fyrir öðru. Þau ákváðu að færa
sambandið á næsta stig, og hann fór í apótekið til
að kaupa verjur. Þar sem hann hafði aldrei verslað
eða notað verjur áður bað hann apótekarann að
útskýra fyrir sér notkunarleiðbeiningarnar sem hann
og gerði af kostgæfni. Allt gekk svo vel hjá unga
parinu og því ákváðu þau að færa sambandið á næsta
stig og þá var komið að því að kynna hvort annað
fyrir foreldrum hins aðilans. Fyrst bauð hún honum í
mat til foreldra sinna. Við matarborðið var ungi
maðurinn eldrauður í framan og horfði niður á
diskinn sinn án þess að segja nokkuð. Unga konan
hvíslaði undrandi að honum: "Ég vissi ekki að þú
værir svona feiminn." Hann svaraði um hæl: "Ég vissi
ekki að pabbi þinn væri apótekari...." |
|
Hjón voru á leið austur fyrir fjall. Á miðri
Hellisheiði valt bíllinn og karlinn lenti undir
bílnum, töluvert slasaður. Bílinn hafði lent við
álfahól. Út úr hólnum kom álfur. Eitthvað hefur
álfurinn vorkennt karlinum svo hann sagðist gefa
karli tvær óskir. Æ, ég vildi nú komast undan bílnum
heill heilsu, stundi karlinn. Ekkert mál, sagði
álfurinn og undan komst karlinn heill heilsu. Hver
er hin óskin? spurði álfurinn. Ja, mikið vildi ég
geta pissað dýrindis kampavíni í hvert skipti sem ég
þarf að pissa, sagði karlinn. Ekkert mál, sagði
álfurinn og hvarf á braut. Hjónin komust með hjálp
aftur í bæinn og þegar karlinn fór næst á klósettið
heima hjá sér, þá mundi hann eftir síðari óskinni
svo hann hrópaði "Magga, Magga komdu með glas. Síðan
pissaði karlinn í glasið og fékk sér sopa. Jú,
dýrindis kampavín var í glasinu. Magga bað nú um að
fá að smakka og rétti karlinn henni glasið og fékk
Magga sér sopa. Karlinn hélt síðan áfram að sötra
þetta eðalvín og var duglegur að bæta í glasið. Nú
vildi Magga fá meira kampavín úr glasinu > að drekka
en karlinn leit á hana yfir glasbarminn og sagði:
Nei, Magga mín,ef þig langar í meira þá drekkur þú
af stút !!!!! |
|
Það voru einu sinni kanína og björn á gangi í skógi
einum. Á gangi þeirra rekast þau á lampa. Þau ákveða
að nudda hann og það kemur út andi ( náttúrulega )
og segir: Ég er búinn að vera innikróaður hér inni
og í verðlaun ætla ég að gefa ykkur þrjár óskir.
Björninn fékk að byrja og segir: Ég óska þess að ég
væri bara eini karlkyns björninn í skóginum ".
Andinn varð að ósk hans.
Kanínan: Jáh, mig langar í mótorhjóla hjálm. Andinn
gerði það
Björninn. Ég óska þess að vera ein karlkyns björninn í
landinu. Andinn smellti fingrunum og það varð svo.
Kanínan: Jáh, mig hefur alltaf langað í mótorhjól.
Andinn gerði það og kanínan með hjálminn á hausnum
var allt í einu komin á rosaflott mótorhjól.
Birnur fara að flykkjast að birninum, verður hann mjög
spenntur og segir: Ég óska þessa að ég væri eini
karlkyns björninn í HEIMINUM. Andinn gerði það.
Kanínan setti hjólið í fyrsta gír og segir: Ég óska
þess að björninn væri HOMMI! " og keyrði á ofsahraða
í burtu. |
|
Jónas og
Magga eru sofandi þegar allt í einu heyrist bankað
dyrnar hjá þeim. Jónas veltir sér við, og lítur á
klukkuna: hún er hálf fjögur.
"Ég ætla sko ekki að fara á fætur á þessum óguðlega
tíma," hugsaði Jónas og hallar sér aftur.
Þá er aftur barið og nú fastar en áður. "Ætlar þú
ekki að fara til dyra?" spyr Magga. Svo Jónas
drattast framúr og að útidyrunum.
Hann opnar og þar stendur maður, greinilega mjög
drukkinn.
"Góða kvöldið," drafar sá drukkni. "Mætti ég biðja
þig um að ýta mér dálítið??" " Nei, farðu til
fjandans. Klukkan er hálf fjögur. Ég var sofandi!"
segir Jónas og skellir hurðinni aftur.
Hann fer upp í rúm og segir Möggu hver þetta var.
Magga segir:
"Þetta var nú ekki sérlega kurteislegt af þér.
Manstu kvöldið þegar bíllinn okkar bilaði í
rigningunni og þú þurftir að banka hjá manninum og
fá aðstoð við að koma honum í gang aftur? Hvað
heldurðu að hefði gerst ef hann hefði sagt þér að
fara til fjandans?" "En hann er blindfullur,"
mótmælir Jónas.
"Það skiptir ekki máli," segir Magga. "Hann þarfnast
hjálpar og
það væri ómannúðlegt að bjóða honum ekki aðstoð."
Svo að Jónas neyðist til að klæða sig og fara fram.
Hann opnar dyrnar, en þar sem hann sér ekki manninn,
þá kallar hann.
"Hey, viltu ennþá láta ýta þér?" Og hann heyrir rödd
sem drafar
"Já takk!"
Jónas getur enn ekki komið auga á manninn, svo hann
kallar "Nú, hvarertu þá?" Og maðurinn svarar "Ég er
hérna í rólunni þinni."
|
|
Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin
og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og
fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina. Hún stóð
á hafnarbakkanum og þegar hún ætlaði að stökkva
kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers
vegna hún væri að gráta. Hún sagðist ætla að
fyrirfara sér. Honum fannst það synd og sagði við
hana að hún hefði mikið að lifa fyrir. Skipið mitt
siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég
lauma þér með. Hann færði sig nær stúlkunni og tók
utan um hana og hvíslaði að henni,"ef þú verður góð
við mig verð ég góður við þig". "Já" sagði stúlkan
hverju hef ég að tapa. Um nóttina laumaði hann henni
um borð í skipið og faldi hana í einum
björgunarbátnum. Hann færði henni annað slagið mat
og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og
innilega. Þrem vikum seinna var skipstjórinn á
venjulegri eftirlitsferð og fann hana í
björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að
gera þarna. Hún sagði honum eins og var að
sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í
staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn
"Þú hefur verið plötuð laglega núna þetta er
Akraborgin" |
|
Tveir starfsmenn spilavítis stóðu við spilaborð þegar
ákaflega hugguleg ljóska kom aðsvífandi og kvaðst
ætla að veðja 20.000 dollurum á eitt númer í
borðinu. "Ég vona að ykkur sé sama" sagði ljóskan,
"en ég er alltaf heppnari þegar ég er nakin" og þar
með svipti hún sig klæðum, studdi á spilahnapp og
skrækti "nú er lag, mig vantar ný föt!"
Síðan hoppaði hún hæð sína og hrópaði: "Yes, yes, ég
VANN, ÉG VANN!", þreif fötin sín ásamt öllum
peningunum sem voru á borðinu og hvarf á braut.
Gjafararnir störðu undrandi hvor á annan, að endingu
gat annar þeirra stunið upp: "Á hvaða tölu veðjaði
hún?"
Hinn svaraði: "Það veit ég ekki, varst þú ekki að
fylgjast með því?"
LÆRDÓMUR: Ljóskur eru ekki allar heimskar, EN karlmenn
eru og verða KARLMENN! |
|
Eiginkonan kom með manninum sínum til læknis. Efir að
hann hafið farið í rannsókn þá kallaði læknirinn
konuna inn til sín. Og sagði við hana: "Maðurinn
þinn þjáist af mjög slæmum sjúkdóm og skelfilegu
stressi. Ef þú geri ekki eftirfarandi þá mun
maðurinn þinn deyja." "Á hverjum morgni: Býrðu til
hollan og góðan morgunmat fyrir hann, vertu góð við
hann og vertu viss um að hann sé í góðu skapi. Í
hádegismat útbúðu þá fyrir hann orkumikinn mat. Í
kvöldmat útbúðu þá fyrir hann ljúffenga máltíð. Ekki
gera honum lífið leitt með að láta hann vinna
heimilsverk eftir erfiðan dag. Ekki ræða þín
vandamál við hann, það mun eingöngu auka við
stressið hjá honum. En mikilvægast af öllu er að þú
verður að njóta ásta með manninum þínum oft í viku
og að fullnægja öllum þörfum hans. Ef þú gerir þetta
í næstu 10 - 12 mánuði þá er ég viss um að hann mun
ná sér fullkomlega." Á leiðinni heim þá spurði
maðurinn konuna: "hvað sagði læknirinn svo?" "Þú ert
dauðvona" svaraði hún um hæl. |
|
Ég verð að segja hér svolitla sögu sem mér skilst að
sé sönn og hafi átt sér stað fyrir fáum vikum í
stórum kaupstað við langan fjörð á miðju
Norðurlandi. Svo bar til að maður nokkur kom að
bílalúgu. Stúlkan sem var þar við afgreiðslu spyr
hvað megi gera fyrir hann. "Áttu sundsmokka?" segir
maðurinn. Hún jánkar því, fer og leitar, en finnur
ekki neina sérstaka sundsmokka, spyr starfssystur
sína, sem er ekki viss, en bendir henni á að taka
bara smokkakassann og láta manninn velja, hann þekki
þetta sjálfsagt betur. Stúlkan tekur smokkakassann,
opnar lúguna og réttir manninum og spyr hann hvort
vilji eitthvað af þessu. "Hvað ertu að meina? spyr
maðurinn forviða. "Nú, varstu ekki að spyrja um
sundsmokka?" segir stúlkan. "Ég var að biðja um
Sunnudagsmoggann!" sagði maðurinn þá. Stundum tala
Íslendingar of hratt. |
|
Sagan segir af tveim bræðrum, sem fóru út að skemmta
sér. Sá eldri vildi kenna þeim yngri eitthvað um
unaðsemdir ástarlífsins og sagði honum undan og ofan
hvernig standa skildi að málum þegar á hólminn væri
komið. Á ballinu gekk allt ágætlega, nema að þeim
eldri gekk illa að ná sér í dömu, en hinum tókst
ágætlega upp í þeim efnum. Sá eldri ákvað því að
fara heim á undan hinum og fylgjast með hvort
kennslan hefði borið árangur. Er heim kom faldi hann
sig inni í skáp. Á heimleiðinni steig sá yngri ofan
í hundaskít. Hann reyndi að hrista skítinn af skónum
sínum og þrífa hann eins vel af og hann gat og hélt
síðan áfram heim. Þegar hann kom svo loks heim með
dömuna settust þau niður og fóru að spjalla saman.
Þá varð honum litið undir skóinn sinn og sagði: "Hér
er allt fullt af skít" Þá heyrðist úr skápnum:
"Snúð'enni við, snúð'enni við maður" |
|
Tveir
veiðimenn eru á veiðum í skógi
þegar annar
fellur niður og virðist hætta að anda.
Félagi hans
grípur farsímann og hringir í neyðarlínuna.
"Félagi minn
er dauður. Hvað á ég að gera?" æpir hann í símann.
Viðmælandinn
biður hann að róa sig niður.
"Gakktu fyrst
úr skugga um að hann sé örugglega látinn.
" Þá kemur
þögn og svo skothvellur.
"Og hvað svo,"
segir maðurinn svo í símann." |
|
Ítalskur ferðamaður sem var staddur í Madrit á
Spáni,
fékk skyndilega þá hugdettu að skella sé á nautaat
sem átti að vera í nágreninu seinna um daginn.
Hann skemmti sér konunglega og dáðist að því við vin
sinn hvað nautabaninn fór létt með að stúta nautinu.
Um kvöldmatarleytið fer hann svo inn á nálægðan
veitingastað og biður þjóninn um rétt dagsins og vín
hússins.
Hann hafði ekki beðið lengi þegar þjónninn kemur með
veitingarnar.
Þegar hann þakkar þjóninum fyrir frábæran mat, spyr
hann þjóninn að því hvað þessi indæli réttur heiti.
"Hann heitir ojabjakk" svarar þjónninn um hæl.
Hvaða hráefni er notað í svona góðan mat spyr
Ítalinn aftur. Það eru eistu nautsins sem féll í
hringnum í dag.
Ítalinn sætti sig við þetta og þakkaði fyrir sig og
kvaddi.
Daginn eftir kemur Ítalinn aftur og pantar sama rétt
og kvöldið áður.
Þegar hann hefur lokið við matinn, spyr hann þjóninn
af hverju skammturinn hafi verið svona lítill,
því hann hafi verið svo vel útilátinn í gær.
"Það er út af því að nautið tapar ekki alltaf"
svaraði þjónninn. |
|
Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar
hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum
jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og
veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að
bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan
jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann"
svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan
jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í
ósköpunum?"
"Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur.
"Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi
sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti
jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út
í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og
hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr
öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi
minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann."
"Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli.
"Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig. |
|
Nunna stígur
upp í leigubíl. Á leiðinni tekur hún eftir því að
leigubílstjórinn, sem er hrikalega myndarlegur, er
stanslaust að horfa á hana.
Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar:
"Sko, mig langar svo að spyrja þig að einu, en ég er
svo hræddur um að þú verðir reið." Hún svarar:
"Sonur minn, ég verð ekki reið. Þegar maður er orðinn
svona gamall og hefur verið nunna í svo langan tíma
sér maður og heyrir ótrúlegustu hluti. Ég er viss um
að ég reiðist ekki."
"Ja, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu."
Hún svarar: "Hmm, sjáum til hvað við getum gert í því.
En það eru tvö skilyrði: Þú þarft að vera einhleypur
og kaþólskur." Leigubílstjórinn er mjög spenntur og
segir: "Já, ég er einhleypur og kaþólskur." "Ókei",
segir nunnan," stoppaðu á næsta stæði."
Nunna uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem
er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar
þau eru komin aftur af stað byrjar hann að gráta.
"Elsku barnið mitt," segir nunnan, "því ertu að
gráta?" "Fyrirgefðu mér, en ég hef syndgað. Ég laug
og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur."
Nunnan segir: "Það er ekkert mál. Ég heiti Hjalti og
er að fara í grímuball." |
|
Maður nokkur
var staddur í Bónus að kaupa sér heitan kjúkling
þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði
í hann og brosti til hans. Hann varð
hálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði
hvort þau þekktust. "Já, ég er ekki frá því að þú
sért pabbi eins stráksins míns" svaraði hún.
Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur,
hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér
"ha... ert þú stripparinn á Bóhem sem ég dúndraði í
steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og
spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku
upp í rassgatið á mér... ó mæ god, ég þekkti þig
ekki!"
Konan svaraði svipbrigðalaust:
"Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!" |
|
Lögfræðingur
einn hafði keypt sér glænýjan BMW og gat ekki beði
eftir að sýna félögum sínum gripinn.
Allt í einu þegar hann opnar hurðina á bílnum fyrir
utan skrifstofuna sína kemur trukkur á fullri ferð
og rífur hurðina af bílnum, lögfræðingurinn stekkur
út og öskrar, NEEEIIIII! Hann vissi að sama hversu
góður viðgerðar maður reyndi að gera við hann þá
myndi hann aldrei verða jafn góður aftur.
Loks kom löggan og lögfæðingurinn hljóp að henni og
öskraði HELVÍTIS FÍFLIÐ Á TRUKKNUM KEYRÐI HURÐINA AF
BMWinum MÍNUM!!
"Þú ert lögfræðingur er það ekki" sagði löggan, "jú
hvernig vissir þú það" svaraði lögfræðingurinn, "ja
það er nú bara það að þið lögfræðingar eruð svo
uppteknir af veraldlegum gæðum, að þið hugsið bara
um peninga og eignir, ég þori að veðja að þú tókst
ekki einu sinni eftir því að það vantar á þig
vinstri hendina,lögfræðingurinn leit á hliðina á sér
og öskraði, "NEEEEII! ROLEX ÚRIÐ MITT!" |
|
Fjórir félagar, giftir og ráðsettir, voru búnir að
ákveða að fara á gæsaveiðar. Á föstudagskvöldið
ætluðu þeir að hittast við Select Vesturlandsveg og
leggja saman af stað og það yrði að vera ekki seinna
en 23.00.
Sá fyrsti mætir og sér að hann er einn mættur og
klukkan rétt að slá ellefu. Stuttu síðar kemur annar
og þá er klukkan orðin ellefu. "Ég ætlaði aldrei að
komast út maður, konan var sko ekki sátt við þetta
svo ég varð að lofa því að fara með henni á
jólahlaðborð í Perlunni."
Sá þriðji er rétt að renna í hlað og segir farir sínar
ekki sléttar. "Ég átti nú bara ekki að fá að koma
með ykkur strákar því konan var alveg óð að ég skuli
taka jeppann. Ég varð að lofa henni að skipta út
fólksbílnum og kaupa jeppling handa henni."
Sá fjórði kemur þegar klukkan er rétt um hálf tólf.
"Æ,æ, æ... ég er svo aldeilis hissa á þessum konum.
Ég varð að lofa helgarferð til Glasgow fyrir jólin
til að komast í þessa ferð
strákar....helgarferð...hvorki meira né minna."
Þá segir sá sem fyrstur mætti. " Strákar, það er
ömurlegt að heyra í ykkur vælið. Ég var mættur hér
tímanlega og það var ekkert mál með mína konu."
"Nú...hvað er þetta, rosalega ertu heppinn," segja
þeir þrír í kór.
"Nei, strákar þetta er ekki heppni!"
"Nú hvað þá?" spyrja strákarnir vin sinn.
"Þegar hún var að fara sofa mætti ég nakinn í
svefnherbergið og sagði við hana, Do-do eða ég að
skjóta gæs?"
"Og hvað sagði hún?"
"Hún sagði bara, klæddu þig vel og farðu varlega ástin
mín!" |
|
Maður og sínaggandi kona hans fóru í sumarfrí til
Jerúsalem. Á meðan þau dvöldu þar, lést konan.
Eftirlifandi eiginmanninum var sagt : "Þú getur
fengið hana senda heim fyrir 5000 dollara, eða þú
getur jarðað hana hér, í okkar helga landi, fyrir
150 dollara." Maðurinn hugsaði sig um í skamma stund
og sagðist myndu vilja fá konuna senda til síns og
þeirra heimalands.
Maðurinn
var umsvifalaust spurður.. "Afhverju viltu eyða 5000
dollurum til að koma konu þinni heim, þegar að það
er frábært að jarða hana hér og aðeins fyrir 150
dollara?"
Maðurinn
svaraði, "Fyrir löngu síðan dó maður hérna, var
jarðaður hér, og þrem dögum síðar reis hann upp frá
dauðum. Ég tek ekki þá áhættu." |
|
Vasahandbók
piparsveinsins
Vanti þig konu, og viljirðu ráð
þess vitra í alvöru heyra,
þá hef ég á bréfsnifsi heilræði skráð,
um hárlit kvenna, og fleira.
Ef
svarthærða eignast, þá undrar ei mig,
þó indælt sé brjóstið og maginn,
að setj’ ‘ún í rúminu rassinn í þig
og ræn’ af þér veskinu á daginn.
Þær ljósu oss heilla, en lítum með sann
á leyndadóm traustustu raka:
Þær elska jú gjarnan hvern einhleypan mann,
en ekki sinn löglega maka.
Þær rauðhærðu eiga sitt ólgandi blóð
og ástina heita þér sverja,
en skapið er eimyrju ólgandi glóð
og eiginmenn sína þær berja.
En
láttu ei hugfallast, loks kemur sú,
er ljá mun þér tryggð sína alla,
og fer ekki í burt, verður falslaus og trú,
já, fáðu þér konu með skalla. |
|
Kona ein var að steikja egg handa sínum heittelskaða
eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í
eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör!
Guð hjálpi mér...! Þú ert að steikja Of mörg
egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!"
"Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM
MEIRA SMJÖR!
Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA! Ég sagði
VARLEGA!
Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu
þeim! Drífðu þig!
Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma
að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota
salt. NOTA SALT! S A L T!" Konan horfði á hann
og sagði. "Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú
virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"
Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að
leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með
þig í bílnum.".... |
|
Þrír karlar sátu saman yfir glasi. Þeir fóru að ræða
um eiginkonur sínar.
Fyrst segir sá dökkhærði -
konan mín er svo undarleg, það var nautakjötsútsala
í Hagkaup um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og
við sem eigum ekki einu sinni frystikistu. Nú liggur
allt þetta kjöt í þvottahúsinu og við komumst
örugglega ekki yfir að éta það áður en það skemmist.
Þá segir sá rauðhærði - konan
mín er svo klikkuð, það var útsala á notuðum bílum
um daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki
einu sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn bara
framan við húsið okkar óhreyfður.
Þá var ljóshærði karlinn
farinn að veltast um af hlátri og segir við félaga
sína - ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar,
þið ættuð þá að vita hvernig mín er. Hún er úti á
Grikklandi með saumaklúbbnum sínum, ha, ha, ha, og
hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha,
ha. Hún tók með sér 50 pk af smokkum og hún sem er
ekki einu sinni með typpi. |
|
Ekki deyja ráðalaus!
Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum. Hann langaði til
þess að stinga upp kartöflugarðinn sinn, en það var
mikil erfiðisvinna. Bubbi sonur hans, var sá
eini sem hann hafði getað fengið til að hjálpa sér.
En Bubbi var lokaður inni á Hrauninu. Gamli
skrifaði honum bréf og sagði honum frá vandræðum
sínum:
Elsku Bubbi minn,
Æ, mér líður hálf-illa, því það lítur út fyrir að ég
geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn
þetta árið. Ég er bara að verða of gamall til
þess að vera að stinga upp beðin. Ef þú værir
hérna, ætti ég ekki í neinum vandræðum, því ég veit
að þú mundir stinga upp beðin fyrir mig.
Kær kveðja til þín, elsku sonur
Pabbi
Eftir örfáa daga, fékk hann bréf frá syni sínum :
Elsku Pabbi
Í GUÐANNA BÆNUM, ekki stinga upp garðinn ! Ég
gróf ránsfenginn og byssurnar þar !
Þinn
Bubbi
Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna
frá embætti Ríkislögreglustjóra og
Selfosslögreglunni og umbyltu öllum beðunum, > en
fundu hvorki þýfi né byssur. Þeir báðu gamla
manninn afsökunar og hurfu á braut. Sama
daginn fékk hann annað bréf frá syninum :
Elsku pabbi
Drífðu nú í því að setja niður kartöflurnar. Við
núverandi aðstæður get ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur
Bubbi |
|
Þegar þér
líður illa á vinnustað...
Ef
vinnudagurinn hefur verið hræðilegur prófaðu þá
þetta:
Farðu í
apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson
hitamæli, enga aðra tegund. Þegar þú ert komin/n
heim lokaðu þá að þér, dragðu gluggatjöldin fyrir og
taktu símann úr sambandi. Farðu í mjög þægileg föt,
t.d. íþróttagalla, og leggstu upp í rúmið þitt.
Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið.
Taktu bæklinginn sem fylgir og lestu hann. Þú munt
sjá að neðst stendur með litlum stöfum : Allir
endaþarmsmælar frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru
persónulega prófaðir. Lokaðu nú augunum og segðu
upphátt : " Eg gleðst af öllu hjarta yfir því að ég
vinn ekki á prófanadeildinni hjá Johnson & Johnson
fyrirtækinu." Endurtaktu þetta fjórum sinnum. Hafðu
það svo gott og mundu að það er alltaf einhver sem
er í verra starfi en þú. |
|
Maður og kona sem höfðu aldrei hist áður, en voru
bæði gift öðrum aðilum, höfðu verið bókuð í sama
lestarklefann á ferðalagi.
Eftir frekar vandræðalega stund og óþægilegar
mínútur yfir því að þurfa að deila klefa, voru þau
bæði orðin mjög þreytt og sofnuðu fljótlega. Hann í
efri koju og hún í neðri kojunni. |
|
Kúreki sem
var búktalari kemur gangandi inn í smábæ og sér þar
indíána sitjandi á bekk.
Kúreki: Hey, flottur hundur. Er þér sama þó ég tali
við hann?
Indíáni: Hundur ekki tala.
Kúreki: Heyrðu hundur, hvernig hefurðu það?
Hundur: Ég hef það fínt !
Indíáni: [Undrunarsvipur]
Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]
Hundur: Jamm.
Kúreki: Hvernig fer hann með þig?
Hundur: Mjög vel. Hann fer með mig út að ganga tvisvar
á dag, gefur mér góðan mat og fer með mig niður að
vatninu einu sinni í viku og leikur við mig.
Indíáni: [trúir ekki eigin eyrum]
Kúreki: Er þér sama þó ég tali við hestinn þinn?
Indíáni: Hestur ekki tala.
Kúreki: Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?
Hestur: Komdu sæll kúreki.
Indíáni: [Undrunarsvipur]
Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]
Hestur: Jamm.
Kúreki: Hvernig fer hann með þig?
Hestur: Nokkuð vel, þakka þér fyrir. Hann fer
reglulega í útreiðartúra, kembir mér oft og lætur
mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.
Indíáni: [Gjörsamlega hissa]
Kúreki: Er þér sama þó ég tali við kindina þína.
Indíáni: Nei nei kind ljúga , kind ljúga !!!
|
|
Heilladísin sagði við gift par : Þar sem þið hafi
verið hamingjusamlega gift í 35 ár ætla ég að veita
hvoru ykkar eina ósk.
Eiginkonan sagði: Ég vil fara í heimsreisu ásamt mínum
ástkæra eiginmanni.
Heilladísin veifaði sprotanum sínum og AKRADABADRA það
birtust tveir farseðlar með það sama.
Nú var komið að manninum og hann hugsaði sig um í smá
tíma og sagði svo,tja.. þetta er nú rómantísk stund
en svona tækifæri gefst bara einu sinni á
æfinni,............. því miður mín kæra, mín ósk er
að eiga konu sem er 30 árum yngri en ég. Konan varð
að vonum skúffuð en ósk er ósk.
Heilladísin veifaði töfrasprotanum
....................... og
AKRADABADRA..........maðurinn varð 90 ára með það sama |
|
Tveir gamlir kallar voru að labba um í Rauða hverfinu
í Amsterdam, þegar annar þeirra segir við
hinn..."Jæja, hvernig væri nú að skella sér á
hóru, úr því að við erum komnir hingað?"..."Ha já",
segir hinn, "það er soldið sniðug hugmynd og mig
hefur alltaf langað að prófa"...
Þeir labba inn á næsta stað, þar sem verið er að
auglýsa konur "til sölu" og þar mæta þeir
eldri konu, sennilega "pimpinn" og hún spyr þá hvað
þeir vilji, "Já okkur langar að prófa að vera með
hóru" ..."Jæja og hvað eruð þið gamlir?..."Við erum
áttræðir"..."Jæja ok komiði inn"...þeim er vísað til
sætis og konan kallar á eina unga og fallega stúlku
og hvíslar að henni, "Láttu þá bara fá uppblásnu
dúkkurnar, þeir eru svo gamlir og taka ekki eftir
neinu"...
Svo fara þeir upp og inní sitthvort herbergið....
Svo hittast þeir fyrir utan skömmu síðar og segja
fátt, þangað til annar segir, "Jæja hvernig fannst
þér þetta svo?"..."Ja sko, ég held að mín hafi verið
dáin, hún hreyfði sig ekkert og lá bara þarna"!!!
...en hvernig fannst þér?..."Ég held að mín hafi
verið norn"..segir hinn þá..."Nú af hverju"?
"Af því að í hita leiksins, þá beit ég aðeins í
geirvörturnar á henni, og þá rak hún svona
heiftarlega við, og flaug svo bara útum gluggann og
hvarf"!!!!! |
|
Það verður
að taka breytingunum!!!!!!!!
Þegar
tannlæknirinn hennar Kristínar lét af störfum þurfti
hún eðli málsins samkvæmt að verða sér úti um nýjan
tannlækni til að taka við skoðunum og viðgerðum.
Þegar hún beið á biðstofunni hans á leið í fyrsta
tímann lét hún augun reika um biðstofuna og rak
augun í vottorð tannlæknisins sem bar m.a. fullt
nafn hans.
Skyndilega mundi hún eftir þessum hávaxna og
myndarlega strák er bar sama nafn og hafði verið með
henni í bekk í gagnfræðaskóla um það bil 40 árum
fyrr. Hún var því orðin nokkuð spennt þegar henni
var boðið inn en þegar hún barði manninn augum varð
henni ljóst að ekki var um sama mann að ræða.
Þessi gráhærði maður, sem aðeins var byrjaður að fá
skalla, og skartaði djúpum hrukkum í andlitinu, var
alltof gamall til að hafa getað verið með henni í
bekk.
Kristín gat þó ekki hætt að hugsa um þetta og þegar
hann hafði lokið við að hreinsa tennur hennar spurði
hún hann hvort hann hefði gengið í gagnfræðiskólann
í hverfinu. Hann játti því. "Hvenær útskrifaðistu?"
spurði Kristín þá. "Árið 1962," svaraði hann að
bragði.
"Nú?" hváði hún. "Þú hefur þá verið í bekknum mínum."
"Nú já," sagði hann og horfði rannsakandi á Kristínu.
"Og hvað kenndir þú?" |
|
Í síðustu viku fórum við
með nokkrum vinum út að borða á vinsælum
veitingastað. Ég tók eftir því að þjónninn sem tók
pöntunina okkar var með skeið í skyrtuvasanum. Þetta
var nú frekar óvenjulegt en ég leiddi það hjá mér.
Þegar "glasabarnið" kom með vatnið til okkar, tók ég
eftir því að hann var einnig með skeið í
skyrtuvasanum og þegar ég leit í kringum mig tók ég
eftir því að allt starfsfólkið var með skeiðar í
vösunum sínum. Þegar þjónninn kom aftur með súpuna
til okkar spurði ég hann: "Hvað er með skeiðina?"
"Sko...", útskýrði hann, "eigendur
veitingastaðarins réðu ráðgjafafyrirtækið
Greiningavinnsluna, sem eru sérfræðingar í
skilvirkni og afköstum, til að endurskipuleggja alla
verkferlana okkar. Eftir margra mánaða
greiningu og tölfræðilegar rannsóknir komust þeir að
þeirri niðurstöðu að skeiðin væri það áhald sem
oftast dettur í gólfið. Gera má ráð fyrir að tíðnin
sé 3 skeiðar á hvert borð á klukkustund. Ef
starfsfólkið okkar er tilbúið til að mæta þessu
vandamáli, þá getum við fækkað óþarfa ferðum í
eldhúsið og sparað sem svarar 15 mannstundum á
hverri vakt."
Eins og örlögin kusu þá missti ég skeiðina í gólfið
og hann gat skipt henni út fyrir þá sem hann hafði í
vasanum. "Ég næ í aðra skeið næst þegar ég fer inn í
eldhús í stað þess að gera mér auka ferð þangað
núna."
Ég var nú frekar "impressed" af þessu öllu saman.
Ég tók eftir því að það var lítill spotti hangandi
út úr buxnaklaufinni hjá þjóninum. Þegar ég leit
betur í kringum mig tók ég eftir að allir þjónarnir
höfðu svona bönd hangandi út úr buxnaklaufunum.
Þetta vakti forvitni mína á ný og áður en hann komst
í burtu spurði ég þjóninn:
"Afsakið, en geturðu sagt mér af hverju þið hafið
þessa spotta
hangandi þarna...". "Já, það...", sagði hann
vandræðalega og lækkaði röddina "það eru ekki allir
eins athugulir og þú. Þeir hjá ráðgjafafyrirtækinu
sem ég nefndi áðan, fundu einnig út að við gætum
sparað tíma sem eytt er á klósettinu."
"Hvernig þá?"
"Sko", hélt hann áfram, "með því að binda þennan
spotta á þú veist ..., getum við togað hann út án
þess að snerta hann og með því móti eytt þörfinni
fyrir að þvo okkur um hendurnar og þar með stytt
tímann á klósettinu um 76.39%."
"En eftir að þú nærð honum út, hvernig seturðu hann
þá inn aftur?"
"Ja...", hvíslaði hann jafnvel enn lægra, "ég veit
ekki um hina, en ég nota nú bara skeiðina." |
|
Tvær konur eru að bíða á biðstofunni við Gullna
hliðið og eru að bera saman sögurnar af því hvernig
þær dóu.
Sú fyrri segir: "Ég fraus til
bana."
"En hræðilegt," segir hin,
"að frjósa til bana. Það hlýtur að hafa verið
kvalarfullt?"
"Ekkert svo," segir sú fyrri,
"þegar maður er hættur að skjálfa af kulda verður
maður bara syfjaður og finnur fyrir hlýju. Loks
dettur maður bara út. Hvað með þig? Hvað gerðist?"
"Ég fékk hjartaáfall. Mig var
búið að gruna manninn minn lengi um framhjáhald og
ákvað að koma snemma heim úr vinnunni einn daginn.
En þegar ég kom heim, sat hann bara inni í stofu og
horfði á sjónvarpið."
"Nú?" spyr sú fyrri. "En hvað
gerðist?"
"Ég var alveg viss um að það
væri önnur kona í húsinu, svo ég hljóp um allt að
leita. Upp á háaloft, niður í kjallara, inni í alla
skápa og undir öll rúm. Ég hélt þessu áfram þar til
ég var búin að kemba allt húsið. Þegar því var lokið
var ég svo örmagna að ég hné niður, fékk hjartaáfall
og dó."
"Hmm," segir sú fyrri, "leitt
að þú skyldir ekki kíkja í frystikistuna. Þá værum
við báðar á lífi." |
|
Anna , skipaði Kalla sínum til Dr Lárusar læknis því
henni fannst hann drekka of mikið og illa.
Kalli fór á endanum til læknisins.
Dr Lárus sagði honum að ef hann héldi svona áfram þá
yrði hann ekki gamall.
Þegar Kalli kom heim spurði Anna hvað læknirinn
hefði sagt:
“Ja hann vill að ég haldi bara áfram drykkjunni, það
heldur mér víst ungum”!! |
|
Ítalskur
maður gengur inn á uppáhalds veitingastaðinn sinn og
meðan hann situr við sitt borð tekur hann eftir því
að gullfalleg kona situr á næsta borði...alein.
Hann kallar á þjóninn og biður hann um að fara með
dýrasta rauðvín hússins til hennar, vitandi það að
ef hún þiggur það sé nú eftirleikurinn auðveldur.
Þjónninn fer með rauðvínið til konunnar og segir
henni að þetta sé frá herramanninum á næsta borði,
hún lítur á hann og ákveður að senda honum bréf.
Í bréfinu stóð: " Ef ég á að þiggja þessa flösku
verður þú að eiga Mercedes í bílskúrnum, milljón á
bankareikningi og 7 tommur í nærbuxunum þínum!!"
Eftir að maðurinn las orðsendinguna ákvað hann að
senda henni bréf til baka, og í því stóð: " Bara
svona til að þú vitir það þá vill svo til að ég á
Ferrari Testarosa, BMW 850iL og Mercedes 560SEL í
bílskúrnum, plús að ég á milljarða inn á
bankareikningi, en jafnvel fyrir svona fallega konu
eins og þig myndi ég aldrei láta taka af 3 tommur,
sendu bara flöskuna til baka!!!" |
|
Draumur
konu
Kona ein sat á bar ásamt vinkonum sínum eftir
vinnudag ,þegar hrikalega myndarlegur og rosalega
sexy ungur maður gekk þar inn.Hann var svo
eftirtektarverður að konan gat með engu móti hætt að
stara á hann.
Ungi maðurinn tók eftir athyglinni sem hann fékk frá
konunni, gekk beint til hennar og sagði. Ég
skal gera hvað sem ,HVAÐ SEM ER og hversu
afbrigðilegt sem það er fyrir 2000 kr.með einu
skilyrði.
Orðlaus af undrun spurði konan hvað þetta skilyrði
væri. Ungi maðurinn svaraði:Þú verður að segja mér
hvað þú villt að ég geri í aðeins 3 orðum.
Konan hugsaði tilboð hans um stund ,byrjaði svo að
telja peningana upp úr buddunni sinni og rétti unga
manninum.Hún horfði djúpt í augu hans og hægt og
rólega svaraði hún:
ÞRÍFÐU HÚSIÐ MITT!!!!!!!! |
|
Lengi getur
vont versnað ...
Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að
eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í
náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við
eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann
virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn.
Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á
kaffinu. - "Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu
hér einn um miðja nótt," spurði hún. Addi leit upp
og sagði:
"Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20
árum, aðeins 16 ára gömul." - "Já, ég man vel eftir
því," sagði Bimba. - "Manstu þegar pabbi þinn kom að
okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í
bílnum mínum?" - "Já, ég man líka vel eftir því."
-"Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi
henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort
giftist þú dóttur minni eða verður næstu 20 árin í
fangelsi." - "Já, ég man vel eftir þessu elskan
mín," sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins.
Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði: "Veistu...
ég hefði losnað út í dag!" |
|
Kona nokkur var að versla í Bónus-verslun í hverfinu.
Hún var búin að setja 3 lítra af létt mjólk í
körfuna ásamt 1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra
af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og
bréfi af beikoni. Ölvaður maður fyrir aftan hana í
röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum
á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til
að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn
hæglátlega:
"Þú ert örugglega einhleyp"! Konunni gramdist þessi
ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni
athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt,
hún var einhleyp. Hún virti fyrir sér þessa sex
hluti á bandinu og furðaði sig á hvernig í ósköpunum
hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum
ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um
megn svo hún sagði: " Þetta er vissulega hárrétt hjá
þér.
Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??" . . .
og drukkni maðurinn svaraði: . . . . . . . . . ... "af
því að þú ert ljót"!!! |
|
Maður sem var heimilislæknir stóð í hörkurifrildi við
konuna sína einn morguninn. Í hita leiksins missti
hann út úr sér: "Og svo ertu bara léleg í rúminu í
þokkabót".
Við svo búið rauk hann í vinnuna á
heilsugæslustöðinni.
Síðar um daginn fannst honum ekki annað hægt en að
biðjast fyrirgefningar og hringdi því heim. Konan
svaraði mjög seint.
"Hvers vegna varstu svona lengi að svara?" spurði
maðurinn.
"Ég var uppi í rúmi"
"Hvað varstu að gera þar?" spurði hann.
"Fá álit sérfræðings." |
|
Raggi keypti sér nýjan riffil og ákvað einn daginn að
fara á bjarnaveiðar. Hann ferðaðist til Alaska
sá lítinn brúnan björn og skaut hann. Stuttu síðar
var komið við öxlina á honum, og þegar hann sneri
sér við sá hann stóran svartan björn.
Svarti björninn sagði: "Þetta voru mjög slæm mistök
hjá þér, björnin sem þú skaust var frændi minn".
Ég ætla að gefa þér 2 valmöguleika. Annaðhvort lem
ég þig til dauða, eða ég fæ að misnota þig."
Eftir stutta umhugsun, ákvað Raggi að samþykkja seinni
valmöguleikann. Þannig að svarti björnin
sinnti þörfum sínum á honum. Jafnvel þótt hann
væri aumur í 2 vikur, náði Raggi sér bráðlega og
lofaði sjálfum sér að ná fram hefndum.
Hann fór í aðra ferð til Alaska þar sem hann fann
svarta björninn og skaut hann til bana. Strax á
eftir var komið við öxlina á honum. Í þetta
skipti var risavaxinn skógarbjörn sem stóð við
hliðina á honum. Skógarbjörninn sagði: "þetta
voru slæm mistök, Raggi. Þetta var frændi minn og
núna hefurðu 2 valmöguleika. Annað hvort lem
ég þig til dauða eða við stundum gróft kynlíf."
Aftur hugsaði Raggi sig um og ákvað að það væri betra
að vera samvinnufús frekar en að vera barinn til
dauða. Þótt hann hefði lifað af tók það þó
nokkra mánuði fyrir Raggi að ná sér í þetta skipti.
Núna var Raggi gersamlega brjálaður, þannig að hann
fór aftur til Alaska tókst að finna skógarbjörninn
og skaut hann til bana. Hann fann fyrir
sælutilfinningu fyrir að hafa fengið fram hefndir,
en örfáum augnablikum seinna var bankað á öxlina á
honum.
Hann sneri sér við og sá risastórann ísbjörn fyrir
aftan sig. Ísbjörninn leit á hann og sagði að
lokum "Viðurkenndu það Ragnar... þú kemur ekki
hingað til að veiða, er það?" |
|
Hjón nokkur eru á mjög fínu veitingahúsi að borða
þegar allt í einu birtist gullfalleg stúlka við
borðið þeirra og gefur manninum svakalegan koss,
beint á munninn, segist ætla að hitta hann seinna og
hverfur jafn skyndilega og hún birtist.
Konan hans starir á hann og segir: "Hver í veröldinni
var þetta??"
"Ó, þessi ? Þetta var viðhaldið mitt, " segir hann
rólegur.
"Jæja já !! Þetta fyllir mælinn. Ég heimta skilnað."
"Ég get skilið það," svara eiginmaðurinn, "en mundu
eitt, ef við skiljum þá þýðir það að þú ferð ekki
fleiri verslunarferðir til Parísar, ekki fleiri
vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir
til Toscana og það verða ekki lengur BMW og Porsche
í bílskúrnum þínum. Þú missir klúbbskírteinið í
skútuklúbbnum og þú þarft ekki mæta meira í golf, en
ákvörðunin er þín."
Einmitt þá kemur inn sameiginlegur vinur þeirra inn á
veitingahúsið með rosa gellu uppá arminn.
"Hver er þessi kona með Svenna?" spyr konan.
"Þetta er viðhaldið hans, " svarar eiginmaðurinn.
Þá segir konan: "Okkar er sætari!" |
|
Karl
var standandi fyrir utan stórt hótel í Varsjá
og hann var allsnakinn. Lögregluþjónn greip hann
glóðvolgan.
"Jæja gæskur" sagði löggan. "Best að
vefja einhverju utan um þig og svo förum við á
stöðina."
"Bíddu aðeins" æpti Karl.
"Já en þú
getur ekki staðið hérna allsnakinn!"
"Já en ég er
að bíða eftir kærustunni minni" sagði
Karl
með
tárin í augunum. "Áðan vorum við heima hjá mér uppi
í sófa og þá fór hún að stynja svo undarlega og
sagði að við skyldum drífa okkur úr fötunum og gera
eitthvað skemmtilegt. Mig langaði að fara í bæinn og
sennilega hef ég verið á undan henni..." |
|
Það sem fer
hér á eftir er spurning sem sett var fram á
miðvetrarprófum í efnafræði við University of
Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo
stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að
njóta þess.
Aukaspurning:
Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til
sín hita.
Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu
að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles
sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en
hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi
skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þá þurfum við vita hvernig massi
helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum
við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti
og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að
við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni
inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með
sleppi engar sálir úr helvíti. Hinsvegar til
að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er
rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í
dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef
þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til
helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í
heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en
einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar
sálir fari til helvítis.
Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag
má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með
ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð
helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti
og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður
stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna
sem bætast við.
Þetta gefur okkur tvo möguleika:
1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni
sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýsingur að
hækka þar allt fer til helvítis.
2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna
sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í
helvíti að minnka þar til helvíti frýs.
Þannig, hvort er það ?
Ef við skoðum staðhæfingu sem Guðrún bekkjasystir mín
setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það
verður kaldur dagur í helvíti áður en ég sef hjá
þér", og ef tekið er tillit til þeirrar staðreyndar
að hún svaf hjá mér í gær þá hlýtur númer 2 að vera
svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi
frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin
hliðin á þessari kenningu er að þar sem helvíti er
þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er
eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna
og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það
útskýrir að í gærkvöldi kallaði Guðrún hvað eftir
annað "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A. |
|
Kálbjarnarhjónin þrömmuðu til
séra Jimmy´s og fóru fram á
skilnað."Jahá og hver er
ástæðan" fyrir skilnaðinum í
þetta sinn " spyr séra
guðsmaðurinn ."Grimmdarleg og
ómanneskjuleg hegðun hanns segir
Miu. Prestur biður hana að
útskýra þetta nánar."Sko"
kjökrar Mia "Alltaf þegar hann
dettur í það o...g fer á fyllerí
, dettur honum eitthvað
fáránlegt í hug, en núna fór
hann yfir öll mörk !Um síðustu
helgi datt hann í það , þá batt
hann mig við rúmið, setti á mig
hænugogg, smurði mig með lýsi og
neyddi mig til að syngja
"Gleðibankann"!! Mörgum mörgum,
sinnum !!!" Guð hjálpi mér !!!
". hrópar séra presturinn upp .
þetta er skelfilegt að heyra !"
Já segir Mia kjökrandi... hann
veit sko alveg að ég HATA ÞETTA
LAG !!!
|
|
|
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög
mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum. Hann
lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti
útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu.
Hann bætti svo við að hann myndi fara ítarlega
í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar
fyrir því að mæta of seint væri ef dauðsfall
hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur
myndi leggja einhvern í rúmið. Mesti gæinn í bekknum
rétti upp höndina og spurði:,, En hvað ef maður er
gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf, kennari?"
Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með
að hafa valtað yfir kennarann. Þegar nemendurnir
höfðu jafnarð sig eftir hláturinn , leit
kennarinn á gæjann og sagði: ,,Ég býst við að þú
þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni
hendinni." |
|
Maður nokkur var í leigubíl og pikkar í öxlina á
bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar.
Leigubílstjórinn öskrar upp yfir sig, missir stjórn á
bílnum, næstum því búinn að keyra í veg fyrir
strætó, fer upp á gangstétt og stoppar örfáum
sentímetrum frá búðarglugga.
Í nokkrar sec. er allt hljótt í bílnum. Síðan segir
bílstjórinn: "Heyrðu félagi, þetta skaltu aldrei
gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna!"
Farþeganum er illa brugðið en segir að lokum:
"Fyrirgefðu ég vissi ekki að smá pikk í öxlina myndi
valda þessum viðbrögðum.."
"Æj, fyrirgefðu" segir bílstjórinn, "þetta er nú
reyndar ekki þín sök.
Í dag er fyrsti dagurinn minn sem leigubílstjóri, ég
er búinn að vera að keyra líkbíl í 25 ár..."
|
|
Hjón ein áttu í erfiðleikum heima fyrir og voru með
hvort annað í þagnarmeðferð. Allt í einu fattar
maðurinn það að hann þarf á konunni sinni að halda
til þess að vekja hann kl. 5 morguninn eftir til
þess að ná flugi á mikilvægan viðskiptafund. Þar sem
hann vildi ekki vera fyrstur til þess að rjúfa
þögnina (og þar með tapa rifrildinu), skrifaði hann
á blað, Viltu vekja mig klukkan 5 í fyrramálið, og
skildi blaðið eftir þar sem hann vissi að hún myndi
finna það.
Næsta morgun vaknar maðurinn og sér að klukkan er
orðin 9 og hann er búinn að missa af fluginu. Hann
fer bálreiður fram úr og ætlar að athuga af hverju
konan hans vakti hann ekki, en tekur þá eftir blaði
við rúmið. Á blaðinu stóð, Klukkan er 5 – Vaknaðu!!
Þetta sýnir að karlmenn eru ekki í stakk búnir fyrir
svona keppni! |
|
Á
spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á
biðstofunni þar sem einn
fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom
læknirinn þreytulegur og dapur. "Ég er hræddur um að
ég færi ykkur slæm tíðindi" sagði hann og horfði upp
á áhyggjufull andlit ættingjanna.
"Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái
heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki ennþá verið
prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er
jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar
greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að
greiða sjálf fyrir heilann".
Ættingjarnir sátu hljóðir og meltu með sér þessar
fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn þeirra.
"Hvað kostar heili?" Læknirinn svaraði strax.
"Karlmannsheili kostar eina milljón en
kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund".
Allir ættingjarnir urðu frekar vandræðalegir en
karlmennirnir forðuðust að horfast í augu við
konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og
jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið
forvitni sína og spurði þeirrar spurningar sem alla
langaði að spyrja að. "Af hverju er karlmannsheilinn
svona mikið dýrari"?
Læknirinn brosti
umburðarlyndur af einfeldni mannsins og útskýrði
þetta fyrir öllum hópnum. "Þetta er bara þetta
venjulega verð sem sett er upp, við getum ekki selt
kvenmannsheila dýrari en þetta því þeir eru
notaðir"!! |
|
Sturla litli.
Sturla litli er sá
klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að
klára prófin og spurningarblöðin. Svo að hann
hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var
fyrstur búinn að svara spurningarblaði
kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann
aukaspurningar. " Sturla minn, þú ert nú svo
klár, að ég ætla að spyrja þig einnar
aukaspurningar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert
með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá
margir fuglar eftir?" "Enginn", svarar Sturla.
"Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan?
"Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir
fljúga í burtu" segir Sturla
Kennslukonan kinkar kolli
og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar
hvernig þú hugsar"
Örstuttu seinna réttir
Sturla litli upp hendi. "Já Sturla " "Má ég
spyrja þig einnar spurningar?" "Endilega" segir
kennslukonan. "Ókei, 3 konur standa við ísbíl,
og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim
sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein
af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr
Sturla Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég
veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur
ísinn?....eða eitthvað" "Neeiiii" segir Sturla
litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn,
en mér líkar hvernig þú hugsar"
|
|
Ja hann Alfreð.
Einn mánuð fram yfir !
Þegar ungur eiginmaður
kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum
með því að hlaupa upp um háls honum og segja;
Ástin ég er kominn einn mánuð fram yfir. Ég er
viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn
okkar sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um
fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á
morgun og við skyldum þegja yfir þessu þangað
til.
Að morgni næsta dags kom
maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir
rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt
síðasta reikning. Hann hringdi dyrabjöllunni og
þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú
ert kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í
ósköpunum veist þú það?" spurði unga frúin. "Nú
það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi
Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta sætti
ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við
manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa
samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og
skellti hurðinni.
Þegar eiginmaðurinn kom
heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir
Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á
fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir.
"Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött.
Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið
eruð með það í skrám ykkar að við séum komin
mánuð fram yfir, hvern andskotann kemur ykkur
það við?".
"Slakaðu nú á þetta er
ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við
þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð. "Borga
ykkur, ertu ekki í lagi, nú ef ég hafna því hvað
þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr
sambandi." "Og hvað á konan mín þá að gera?" "Nú
hún verður þá bara að nota kerti." Svaraði
Alfreð.
|
|
Lítill gutti
við pabba sinn yfir sjónvarpinu: Pabbi! Mamma
var næstum dáin í dag. Nú segir pabbinn; af
hverju heldur þú það? Jú mamma lá í rúminu,
spriklaði þessi ósköp og öskraði; ó guð minn
góður, ég er að koma. Og hún hefði örugglega
farið upp til guðs ef Stebbi frændi hefði ekki
legið ofan á henni og haldið henni niðri. |
|
Ég var nýlega á salerninu á Mokka Cafe - Ég var
varla sestur þegar ég heyrði rödd í næsta klefa:
"Hæ, hvernig hefur þú það?"...
Ég: vandræðalegur,
"hef það'fínt!"
Hinn: "Svo hvað ertu
að gera?"...
Ég: "uh, sama og og
þú, bara sit hér."..Hinn: "Get ég komið yfir?" .
Ég: "uh"Nei, ég er
svolítið upptekinn núna!"
Hinn: "Heyrðu Magga,
ég ætla að hringja í þig aftur, Það er hálfviti
í hinum klefanum sem svarar alltaf öllum
spurningum mínum |
|
Ég og bóndinn
vorum stödd á nautgripasýningu og voru þar
nokkur naut í röð.
-Hjá fyrsta nautinu
stendur á skilti : Þessi hefur gert það 130
sinnum yfir árið, ég gaf bóndanum
olnbogaskot....
-næsta naut er með
skilti sem á stendur 210 sinnum yfir árið, og
aftur fékk bóndinn olnbogaskot ...
-á þriðja stendur svo
365 sinnum yfir árið, og þá hnippti ég nú
almennilega í karlinn.....
Já.. já.. segir sá
gamli.... það er nú ekki eins og þau séu alltaf
með sömu helvítis beljunni . |
|
Ljóskan gekk framhjá
ljósastaur og sá miða á honum, sem auglýsti íbúð
til
leigu. Ljóskan bankaði
á staurinn. Önnur ljóska kom og spurði af
hverju hún væri að
banka á staurinn. Hin svaraði: "Hér er verið
auglýsa íbúð
til leigu en enginn
svarar." Þá sagði hin: " Enn skrítið...það er
ljós uppi" |
|
Lára
fór inn í gæludýrabúð og rak strax augun í
glæsilegan páfagauk sem kostaði 5.000 krónur.
,,Af hverju er hann svona ódýr? spurði Lára.
Gæludýrabúðareigandinn leit á hana og sagði:,,
sko. Málið er að þessi páfagaukur hefur verið í
mörg ár í vændishúsi og getur verið ansi
orðljótur. Hreint hroðalega. Þess vegna er hann
á útsöluprís. Lára ákvað samt sem áður að kaupa
gauksa, fór með hann heim og hengdi búrið upp í
borðstofunni. Fuglinn leit í kringum sig, síðan
á Láru og sagði:,,Nýtt hús, ný húsfrú . Konunni
varð brugðið en fannst þetta síður en svo ljótt
orðbragð. Nokkru síðar komu dætur Láru heim úr
háskólanum og fuglinn sagði um leið: ,,Nýtt hús,
ný húsfrú og nýjar hórur. Stelpurnar voru
dálítið móðgaðar en byrjuðu svo að hlæja að
þessum fyndna fugli. Augnabliki síðar kemur
eiginmaður Láru heim úr vinnunni. þá seigir
páfagaukurinn, Nýtt hús, ný húsfrú, nýjar hórur,
hæ Helgi!, hverja tekur þú í dag ? |
|
Jói fór mjög í taugarnar á vinum sínum þar sem
hann var alltaf svo óþolandi bjartsýnn.
Það var alveg sama hve slæm staðan var, alltaf
gat hann sagt.
“Það gæti verið verra”.
Vinir hans Siggi og Gunnar ,ákváðu að gera
eitthvað í málinu og reyna að venja hann af
…þessum “leiða” vana.
Þeir ákváðu að finna upp einhverja atburðarrás
sem væri svo hræðileg og svo svört að hann gæti
með engu móti fundið neitt jákvætt við hana.
Þeir komu til hans á hverfispöbbinn eitt kvöldið
og sögðu,
“Jói, ertu búinn að heyra þetta með hann Pétur?
Hann kom heim í gærkvöldi og kom þá að konunni
með öðrum manni og skaut þau bæði og síðan
sjálfan sig!”
“Þetta er hræðilegt,” sagði Jói,
“En það gæti verið verra.”
Nú urðu vinirnir hlessa. “Hvernig í ósköpunum
gæti þetta verið verra?” spurðu þeir.
“Ja, sko,” sagði Jói…..
“Ef þetta hefði gerst í fyrrakvöld þá væri það
ég sem væri dauður!” |
|
Maðurinn fór
snemma heim úr vinnunni og þegar hann kemur heim
heyrir hann músík úr hjónaherberginu, þegar hann
lítur þar inn er kona hans að gamna sér með
dverg.Hann snýst ókvæða við og segist hafa tekið
loforð af henni fyrir viku að hætta öllu
framhjáhaldi.
Konan svaraði vertu
ekki að æsa þig elskan sérðu ekki að ég er að
reyna að minnka við mig |
|
Þrír menn biðu spenntir á ganginum á
fæðingarheimili LSH. Læknirinn kom fram og sagði
við þann fyrsta að hann hefði fengið tvíbura.
Maðurinn hló og sagðist vinna hjá fyrirtæki sem
héti 2 fyrir 1. Svo leið tíminn og læknirinn kom
og sagði við annan manninn að það hefði fæðst
þríburar. Hann hló og sagði "Það er skrítið, ég
vinn hjá 3 frökkum. Þá leið yfir þann þriðja.
"Hvað kom fyrir hann" spurði lækninn? Þá svöruðu
hinir tveir: "Hann vinnur hjá 10/11". |
|
Eiginmaðurinn
spyr konuna: "Hvað myndir þú gera ef að ég myndi
vinna í lottó?" Konan: "Nú, taka helminginn og
flytja út!"
Eiginmaðurinn:
"Frábært, ég var að vinna 1.200 kall. Hér er 600
og drullaðu þér svo út!" |
|
Sturla
litli er sá klárasti í
bekknum, og er alltaf
fyrstur að klára prófin og
spurningarblöðin. Svo að
hann hafi nú eitthvað að
gera, eftir að hann var
fyrstur búinn að svara
spurningarblaði kennarans,
ákvað kennarinn að spyrja
hann aukaspurningar. "
Sturla minn, þú ert nú svo
klár, að ég ætla að spyrja
þig einnar aukaspurningar.
Það eru 5 fuglar á grein, þú
ert með byssu og skýtur einn
fuglinn, hvað eru þá margir
fuglar eftir?" "Enginn",
svarar Sturla. "Hvað meinar
þú. enginn?", spyr
kennslukonan? "Já, einn
drepst, dettur til jarðar og
hinir fljúga í burtu" segir
Sturla
Kennslukonan kinkar kolli og
segir "svarið átti nú að
vera 4, en mér líkar hvernig
þú hugsar"
Örstuttu seinna réttir
Sturla litli upp hendi. "Já
Sturla " "Má ég spyrja þig
einnar spurningar?"
"Endilega" segir
kennslukonan. "Ókei, 3 konur
standa við ísbíl, og allar
eru búnar að kaupa sér ís,
ein af þeim sleikir ísinn,
ein af þeim bítur í ísinn og
ein af þeim sýgur ísinn.
Hver þeirra er gift?" Spyr
Sturla Kennslukonan roðnar
og segir, "Eee..ég veit ekki
alveg, ætli það sé ekki sú
sem sýgur ísinn?..eða
eitthvað" "Neeiiii" segir
Sturla litli, "það er sú sem
er með giftingarhringinn, en
mér líkar hvernig þú hugsar"
|
|
|
Ef ég þyrfti að velja á milli Parkinson eða
Alzheimer þá myndi ég velja Parkinson því það er
pottþétt skárra að sulla niður smá bjór en
Gleyma hvar þú lagðir hann frá þér. |
|
Í veislu einni
snýr kona sér að sessunauti sínum og spyr “Hver
er hann
þessi einstaklega
ófríði maður þarna við hinn endann á borðinu?"
Þetta er bróðir
minn”
Úff, konan blóðroðnar
og leitar í örvæntingu að
einhverju til að
segja. Svo kemur:
“Ó fyrirgefið, ég
hefði átt að sjá
svipinn |
|
6 ára : "mamma , ég elska þig"
12 ára: mamma whatever !!"
16 ára: "mamma mín er svo pirrandi"
18 ára: "langar að flytja að heiman !"
25 ára: "mamma, þú hafðir rétt fyrir þér |
|
Þar sem Jesú hangir á krossinum færir hann
höfuðið hægt til hægri og segir við barbarann
Getur þú fært þig
aðeins nær,,,, Nei segir barbarinn ég er fastur
á krossinum
Þá snýr Jesú höfðinu
hægt til vinstri og segir við barbarann sem þar
er
En þú getur þú fært
þig aðeins nær,,,, Nei segir barbarinn ég er
fastur á krossinum,,,,,
Jæja segir þá Jesús,,,
ég verð þá bara einn á myndinni |
|
Maður var á gangi á ströndinni og tekur upp
flösku. Þurrkar af henni, og upp kemur andi og
segir: "Fyrir að frelsa mig færðu eina ósk."
Maðurinn: "Ég vill að þú byggir varanlega brú á
milli Íslands og Evrópu" Andinn: "Ertu eitthvað
verri, ég þyrfti milljón tonn af malbiki. Og
sementi til að byggja risastólpa niður á fast
berg. Óskaðu einhvers annars" Maðurinn: "Hm.
Veittu mér þá visku til að skilja konur" Andinn:
"Tvær akreinar eða fjórar.?".. |
|
Nýgifti eiginmaðurinn hann Jón var í heimsókn
hjá Sigga gamla og Gunnu konunni hans.
Þegar Gunna fór fram fór Jón að dást að því við
Sigga gamla hvað hann væri sérlega elskulegur og
góður við konuna sína, segði alltaf elskan mín
og ástin mín. ….. það er svo hjartnæmt að heyra
þetta , eins og þið eruð nú búin að vera gift í
mörg, mörg ár.
Það kemur nú ekki til af góðu hnussaði Siggi
gamli,….ég er sko fyrir löngu búinn að gleyma
hvað hún heitir! |
|
Um kl 1.00 um nóttina hallaði maðurinn sér yfir
kojuna og vakti konuna blíðlega. Pst...pst....
sagði hann. Fyrirgefðu frú að ég sé að trufla
þig en viltu vera svo væn að opna skápinn fyrir
mig og rétta mér annað teppi, mér er svo kalt. |
|
Vinkonur einar fóru á bar og drukku sig fullar
eins og kvenna er siður þegar þær eru ekki með
karlana með sér. Þegar þær voru að labba heim
þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru
hjá kirkjugarðinum og ákvaðu að pissa bakvið
einhvern legstein þar.
Sú sem fyrst pissaði
þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim
eitthvað út í loftið að því loknu. Vinkona
hennar var aftur á móti í rokdýrum nærum sem hún
vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat
teigt sig í borða af kransi á næsta leiði og
þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið
ferð sinni áfram og komust heim heilar á húfi.
Daginn eftir hringdi
eiginmaður annarrar þeirra í hinn og sagði;
“Þessum kvennakvöldum
þarf að fara að ljúka. Konan mín kom
nærbuxnalaus heim í nótt.”
“Það er nú ekkert,”
sagði hinn, “Mín kom heim með samúðarkort á
milli rasskinnanna og á því stóð, Frá okkur
öllum á Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma
þér |
|
Nýr prestur var við sína
fyrstu messu og var svo hræddur að hann gat
varla komið upp orði.
Eftir messuna spurði hann
biskupinn hvernig sér hefði gengið?
Biskupinn sagði að honum
hefði farnast ágætlega en bætti síðan við að það
gæti hjálpað honum með næstu messu að setja
örlítið vodka út í vatnsglasið sitt, gamli
presturinn hefði gert það til að slappa af.
Næsta sunnudag setti presturinn vodka í glasið
sitt og það kjaftaði á honum hver tuska.
Eftir messuna beið
hans bréf frá biskupi, það væru nokkrar
staðreyndir sem hann þyrfti að hafa á hreinu:
1.Næst skaltu
sötra, ekki þamba.
2.Boðorðin eru 10
ekki 12.
3.Postularnir eru
12 en ekki 10.
4.Davíð felldi
Golíat,, hann buffaði hann ekki.
5.Við minnumst
ekki á Jesú krist sem Jonna Kristjáns
6.Við tölum ekki
um krossinn sem helvítis plankann
7. Faðirinn,
sonurinn og hinn heilagi andi eru ekki nefndir
Gamli, Djúnijor og Draugurinn.
8.Í næstu viku
söfnum við fyrir fátæka, ekki andskotans rónana
9.Næst skaltu
ganga niður frá altarinu, ekki renna þér á
handriðinu. |
|
Í þorpi einu birtist einu sinni maður og kvaðst
vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur
stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni
þorpsins, fóru þorpsbúar að veiða apana og selja
manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af
þorpsbúum á 1000 krónur, en þegar framboðið fór
að minnka, bauðst maðurinn til að borga 2000
krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um
tíma, en síðan minnkaði það ...............enn
frekar og hætti síðan alveg, þar sem erfiðara
var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að
selja. Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga
5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en
hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og
aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan.
Eftir að maðurinn var farinn, hóaði
aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til
að selja því apana, sem voru geymdir í búrum, á
3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo, þegar
maðurinn kæmi aftur, selt honum apana á 5000
krónur. Þorpsbúar söfnuðu því saman öllu sínu
sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum.
Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða
aðstoðarmannsins. Núna veistu allt um hvernig
hlutabréfamarkaðurinn virkar! |
|
Gamla konan staulaðist inn
til læknisins og settist niður. Það er kynlífið,
sagði hún. Ég og maðurinn minn fáum ekki eins
mikla ánægju út úr því og hérna áður fyrr. Mér
kom til hugar að læknirinn gæti hjálpað upp á
sakirnar. Hvað ert þú gömul ? Sjötíu og sex. En
hvað er hann gamall ? Áttatíu og eins. Hvenær
tókst þú fyrst eftir erfiðleikum í þessu
sambandi ? Tvisvar í gærkvöldi og svo einu sinni
í morgun. |
|
Þór gamli lenti í
hræðilegu bilslysi og missti "vininn" (þennan
milli fóta hans). Læknirinn hans fullvissaði
hann um að nútíma læknavísindi væru svo
fullkominn að hann gæti fengið
millifótakonfektið aftur. Það kallaði hinsvegar
á lýtaaðgerð þannig að hann þyrfti að borga
fyrir hana. "Lítill mun kosta þig 380.000 ,
miðlungs 650.000 og stór 1.000.000" segir
læknirinn við Þór.
Þór var handviss um að
hann langaði í stóran
en læknirinn hvatti hann til að tala um það við
konuna sína áður en hann tæki stóru ákvörðunina.
Þór hringdi í konuna sína og sagði henni frá
valkostinum.
Á meðan yfirgaf
læknirinn stofuna þegar hann kom aftur sá hann
að Þór var djúpt hugsi. "Hvað sagði konan?"
spurði læknirinn.
Þá sagði Þór
"Hún vill frekar
taka eldhúsið í gegn... |
|
Lögreglan stöðvaði bíl
sem var ekið af ljósku. ”Af hverju keyrirðu
svona hægt ? Það er 80 km hámarkshraði hérna”.
”En ég er búin að sjá
fullt af skiltum sem stóð 25 á”.
”Það er vegnúmerið,
hámarkshraðinn er 80”.
”Ó, ég skal passa mig
á þessu og ekki ruglast aftur”.
Lögregluþjóninum varð
nú litið í aftursætið þar sem sátu tvær
manneskjur, fölar sem lík og virtust stjarfar.
”Hvað er að vinum
þínum afturí, þeim virðist vera brugðið ?”
spurði hann ljóskuna.
”Við vorum að koma af
vegi 235”. |
|
Í heimsókn
sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn
deildarstjórann hvaða aðferðum læknarnir beittu
til að ákvarða hvort leggja ætti sjúklinginn inn
á hælið eður ei. "Sko" sagði deildarstjórinn,
"við fyllum baðker af vatni og svo bjóðum við
sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að
tæma baðkerið."
"Aaa, ég skil," sagði gesturinn, "heilbrigð
manneskja mundi þá velja fötuna, þar sem hún er
stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast
að tæma baðkarið þannig."
"Nei"... sagði deildarstjórinn, "heilbrigð
manneskja mundi taka tappann úr! Má bjóða þér
herbergi með eða án glugga.? |
|
Tvær ljóskur voru að taka próf og það fór ekki á
milli mála að þær svindluðu. Spurningin var.
“Hvaða spendýr lifir í sjó og kemur reglulega í
land til þess að eðla sig?” Sama svarið kom frá
þeim báðum.
-------- Sjómenn |
|
Geiri gamli
kemur til sálfræðings og segir "Læknir mér
finnst einsog allir séu að tala um að ég sé með
svo stóra fætur"
Svona,svona vinur farðu úr skónum og leggðu þeim
á bílastæðið og komdu svo og ræddu við mig |
|
Kona nokkur hélt
fram hjá manni sínum á daginn meðan hann var í
vinnu.
Einn dag þegar
konan í rúminu með elskhuganum kemur húsbóndinn
á heimilinu óvænt akandi heim að húsinu.
Konunni brá að
sjálfsögðu í brún og skipar elskhuganum að grípa
fötin sín og hoppa út um gluggann.
Elskhuginn lítur
út um gluggann og segist ekki geta farið út því
það sé grenjandi rigning. Ef maðurinn minn sér
okkur hérna drepur hann okkur bæði, segir konan.
Elskhuginn hefur því engin önnur ráð en að hoppa
út um gluggann og hraða sér á brott frá húsinu.
Þegar hann kemur út á götu lendir hann í flasinu
á hóp af skokkurum. Hann ákveður að slást í
hópinn þótt hann sé nakinn því hann vill komast
óséður frá húsinu. Hinum hlaupurunum verður
starsýnt á nakta manninn og einn þeirra spyr að
lokum hvort hann hlaupi alltaf nakinn.
Já, sagði hann.
Það er svo notalegt að láta ferskt loftið leika
um sig meðan maður er að hlaupa.
En hleypur þú
alltaf með fötin undir hendinni? spyr
skokkarinn. Já, svo ég geti klætt mig þegar ég
er búinn að hlaupa, áður en ég tek strætó heim,
sagði sá nakti. En hleypur þú alltaf með smokk?
spyr hlauparinn. Nei, segir sá nakti, bara þegar
það er rigning. |
|
Fangi sleppur úr fangelsi þar sem hann hefur
verið í 15 ár. Á flóttanum finnur hann hús og
brýst inn í það til að leita af peningum og
byssum, en finnur bara ungt par í rúmi. Hann
skipar stráknum að fara úr rúminu, og bindur
hann fastann á stól. Síðan fer að hann að
stelpunni til að binda hana. Á meðan hann er að
binda stelpuna upp í rúmi fer hann uppá hana,
kyssir hana á hálsinn og fer svo inná
baðherbergi. Á meðan hann er þar segir
strákurinn við stelpuna: Hey þessi gaur er fangi
sem hefur flúið, sjáðu bara fötin hans! hann
hefur örugglega verið lengi í fangelsi og hefur
ekki séð konu í mörg ár. Ég sá hvernig hann
kyssti á hálsinn á þér. Ef hann vill kynlíf ekki
segja nei og gerðu bara það sem hann segir þér
að gera, veittu honum fullnægingu. Þessi gaur
hlýtur að vera hættulegur og ef hann verður
reiður drepur hann örugglega okkur bæði. Verstu
sterk elskan, ég elska þig! Konan svarar "Hann
var ekki að kyssa á mér hálsinn, hann var að
hvísla að mér og sagði að hann væri hommi og
fannst þú vera mjög sexy og spurði hvort við
ættum eitthvað vaselín inná klósetti. Vertu
sterkur ég elska þig líka!! |
|
Hann Pétur liðstjóri er búinn að vera monta sig
af nýja hundinum frá Akureyri og er spurður útí
nýja hundinn... "Svo hann er svona
einstakur, kann hundurinn þinn að tefla kannski?
Pétur; Ég get ekki sagt það, í morgun vann ég
hann í fjórum skákum af sex!!!! |
|
Einu sinni fóru hjón til læknis vegna þess að
þau gátu ekki stundað kynlíf. Læknirinn sagðist
vera með nýja leið, sem hann skyldi prófa á
þeim. Að setja segul í typpið á kallinum og stál
í konuna, þannig að þau myndu bara smella saman.
Allt þetta gekk vel,
og svo var komið að endurkomu, en þá kemur konan
bara ein og greinilega í uppnámi. “Hvar er
eiginlega maðurinn þinn?”, spurði læknirinn.
“Honum var stungið í fangelsi!” svarar konan.
“Ha, hvers vegna?”, spyr læknirinn
“já, við fórum í sund
og þar var strákur með spangir…” svarar konan |
|
Læknirinn;
Hvernig líður sjúklinginum?
Hjúkrunarkonan; Hann segist vera orðinn
heill heilsu og vill fara heim til konunnar
sinnar.
Læknirinn; Hann er þá enn með óráði
karl greyið. |
|
Gunnar Karl er hjá sálfræðingi að lýsa vandamáli
sínu....
Ég er með óeðlilegan áhuga á
bómullarskyrtum...segir hann hikandi,,
Það er nú ekkert óeðlilegt..segir
sálfræðingurinn.. ég hef líka áhuga fyrir
bómullarskyrtum..
nú er það segir Gunni.. hvort finnst þér þær
betri steiktar eða soðnar!!!!! |
|
Tvær konur á elliheimili voru að ræða saman og
ákváðu að gera eitthvað "villt" önnur sagðist
ætla að æsa karlanna aðeins upp og hlaupa nakin
um setustofuna. Og gerði hún það. Tveir karlar
sem sátu þar litu upp og sagði annar, var þetta
ekki hún Gunna sem hljóp hér í geng? Jú það held
ég , sagði hinn. Sástu í hverju hún var? Nei ,
svaraði hinn, en hvað svo sem það var þá sýndist
mér ekki veita af því að strauja það. |
|
Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð.
Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið
aðeins meira og kallaði til hennar: Afsakið,
geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn
fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.
Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10
metra hæð, milli 40. og 41. Norðlægrar
breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar
lengdargráðu.
Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði
loftbelgsmaðurinn.
Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það
?
Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er
tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða
gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég
enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið
mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu
helst tafið ferð mína.
Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.
Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?
Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né
hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið
þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem
þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú
ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi
þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar
við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín
sök. |
|
Einu sinni ákváðu 3 veiðimenn að fara í safarí
ferð til Afríku þeir Hjalti, Márus og Sigþór.
þeir ákváðu að fara allir sitt í hvora áttina og
hittast í lok dagsins og bera saman bækur sínar,
í lok dags hittast þeir og segir Hjalti fyrst "
ég skaut 10 gíraffa"
þá segir Sigþór " Hu það er ekkert því ég skaut
15 ljón" þá segir Márus " Ha!! það er ekkert ég
skaut 20 nono dýr" 20 nono dýr segja hinir
í kór hvað eru nono dýr?? Jú segir Márus þau eru
svona svört og segja NO NO!!!!! |
|
3 menn voru að sækja um vinnu í fyrirtæki, og
sátu þeir á biðstofu og biðu eftir að vera
kallaðir inn þegar sá fyrsti var búinn gekk
hann niðurlútur út og sagði hinum 2 að
inntökuprófið væri mjög þungt, " ég þurfti að
segja þeim hvar lifrin væri í líkamanum en vissi
ekki svarið" þá er annar kallaður inn og kemur
jafn slæmur út " ég þurfti að segja þeim hvar
botnlanginn væri en vissi ekki svarið" þá er
sá þriðji Danni hlátur kallaður inn og kemur
svo skellihlæjandi út og segir " strákar þetta
var ekkert mál " þeir spyrja þá báðir hvernig
hann hafi farið að því að svara rétt, Danni
bendir þá á hnéð á sér og segir " heilinn
strákar heilinn!!!! |
|
Hrólfur og Erla voru vistmenn á geðsjúkrahúsi.
Dag einn, er þau voru á
gangi við sundlaugina
kastaði Hrólfur sér útí og sökk til botns. Erla
stakk sér útí laugina
og bjargaði Hrólfi frá drukknun.
þegar yfirlæknirinn
frétti af björgunarafreki Erlu ákvað hann að
útskrifa hana af
sjúkrahúsinu, þar sem hún væri greinilega búin
að ná snerpu og andlegu jafnvægi á ný.
Daginn
eftir fór hann til fundar við Erlu til að boða
henni fréttirnar
og sagði þá:
"Erla mín, ég hef
bæði góðar og slæmar fréttir að færa þér!
Góða fréttin er
að ég ætla að útskrifa þig af spítalanum þar sem
þú hefur sýnt merki um bata,
sem sýnir sig í
því að þú bjargaðir honum Hrólfi frá drukknun.
Slæma fréttin er hins vegar sú að hann Hrólfur
er dáinn.
Karlgreyið hengdi
sig í beltinu sínu í gærkvöldi eftir að þú
hafðir
bjargað honum."
þá sagði Erla:
"Hrólfur hengdi
sig ekki. Ég festi hann upp til þerris í
gærkvöldi. En
hvenær má ég fara heim sagðirðu?" |
|
Gunnar og Brynja í C-skálanum voru að undirbúa
sig í að fara á grímuball en gátu ómögulega
komist að niðurstöðu í hvernig búningum þau ættu
að fara í, þá stingur Brynja uppá því að færu
sem frægt par " hvað segirðu um að fara sem Adam
og Eva? nei segir Gunni sjáðu til eitt lítið
laufblað getur aldrei hulið mig ég er með of
stóran til þess.. hvað með sem Tarzan og Jane
segir Brynja þá, nei segir Gunni ein lítil
lendaskýla er ekki nóg til að hylja mig, "hvað
með sem Cesar og Kleópatra þá spyr Brynja, nei
segir Gunni smá pils dugir ekki til að hylja
mig, þá fýkur soldið í hana brynju og hún segir
af hverju ferðu ekki bara í pappakassa skrifar
Esso framaná þig slengir typpinu yfir öxlina á
þér og ferð sem bensíndæla!!!!!!! |
|
Finnur smellti sér á fótbollaleik og eftir
leikinn þegar allir voru farnir sat hann einn
eftir og sagði í sífellu 10 þúsund áhorfendur 22
leikmenn og 3 dómarar, vallarvörðurinn kemur til
hans og spyr hvort allt sé ekki í lagi og þá
segir Finnur 10 þúsund áhorfendur 22 leikmenn og
3 dómarar og dúfu fjandinn þurfti að skíta á
hausinn á mér!!!! |
|
Gamall kúabóndi sem hafði alla tíð búið einn
vaknar eina nóttina við læti í einni kúnni,
hafði hún flækt sig í gaddavír og 30 cm rifa
komið á síðuna á henni svo sá gamli hringir í
dýralækni og segir læknirinn honum að fara í
apótek um morguninn og kaupa dömubindi til að
setja á sárið en sá gamli vissi ekki hvað
dömubindi var og nennti læknirinn ekki að
útskýra það fyrir honum svo hann sagði honum að
það væri bara stór plástur fyrir kýr, morguninn
eftir fer sá gamli í apótek og spyr eftir
dömubindum " hvernig dömubindi með vængjum
eða hvernig?? spyr afgreiðsludaman " það veit ég
ekki " segir sá gamli " það eina sem ég veit er
að rifan er 30 cm löng!!!!! |
|
Lukku Láki gengur inn á bar og virðist lukkan
ekki leika við hann því hann á bara 1 dollar
eftir þá rekur hann augun í spjald sem segir "
ef þú getur fengið hest til að hlæja vinnurðu
1000 dollara einungis kostar 1 dollar að taka
þátt" svo Lukku Láki slær til og er fylgt inn í
hliðarherbergi þar sem hestur er, hann hvíslar
einhverju að hestinum og hesturinn svoleiðis
steinliggur af hlátri, láki hirðir peninginn og
fer, stuttu síðar eftir að hafa tapað öllum
peningnum í póker nema 1 dollar sér hann annað
skilti " ef einhver getur fengið hest til að
gráta fær hann 1000 dollara" svo láki slær til
fer inn til hestsins og kemur stuttu seinna út
og er þá hesturinn hágrátandi barþjónninn býður
honum þá aðra 1000 dollara ef hann segi honum
hvernig hann hafi eiginlega farið að því að láta
hest fyrst hlæja og svo gráta " jú segir láki
fyrst sagði ég honum að ég hefði stærra tippi en
hann"
Svo mældum við!!!! |
|
Seint um kvöld fær slökkviliðið á Akranesi
hringingu frá henni Sæu " það er maður að reyna
að komast inn um gluggann hjá mér"
slökktuliðsmaðurinn svarar " villtu ekki tala
við lögregluna þá??
nei þú skilur ekki svarar Sæa, hann vantar
lengri stiga ;) hehehehe |
|
Óli og Anna Lísa giftu sig en í
brúðkaupsferðinni hrapaði flugvélin þeirra og
þau dóu, þau fóru beint til himnaríkis þar sem 2
risa englar tóku á móti þeim og leiddu í
sitthvort herbergið, Anna gengur fyrir annan
risa engil sem heldur á risa stórri bók, dimmri
röddu spyr hann hana til nafns " Anna Lísa "
segir hún varlega HMMM segir engillinn og
flettir í bókinni svo tekur hann upp risa nál og
stingur hana í handlegginn "aaaaa" segir Anna af
hverju gerðirðu þetta?? Fyrir hvert framhjáhald
færðu eina stungu og hleypir henni svo inn í
himnaríki, eftir um 3 daga fer hún að undrast um
hann Óla sinn svo hún spyr einn risa engilinn
hvar hann sé eiginlega og engillinn svarar "
Hann Óli já hann er ennþá undir
saumavélinni!!!!!!! ;) |
|
Jón er ofurölvi á bar og gubbar á skyrtuna sína, sem var glæný. “Andskotinn”,
segir hann við barþjóninn,”Ég ældi á skyrtuna
mína aftur, kona á eftir að drepa mig þegar hún
kemst að þessu”.
“Hafðu engar áhyggur,
settu bara 2000 kall í vasann hjá þér og þegar
hún spyr þig hvað gerðist, segðu að einhver hafi
ælt á þig og borgað þér skaðabætur fyrir
þvottinn.”
Morguninn eftir sér
konan æluna á skyrtunni,
og ætlar að skamma hann, hann bendir þá á
skyrtuna og segir konunni að tékka á vasanum í
skyrtunni einhver hafi ælt á sig og greitt
skaðabætur.
Konan teygir sig
í skyrtuna og finnur tvo tvöþúsundkalla. Konan
er eitt spurningarmerki.
“Ó, já”, segir
Jón,”Hann skeit líka í buxurnar mínar!” |
|
Sigþór er stoppaður af löggunni og segir löggan
við hann í miklum æsing " tókstu ekki eftir að
konan þín datt útum gluggann í síðustu beygju??
Úfff guði sé lof segir Sigþór, ég sem hélt að ég
væri orðinn heyrnarlaus!!!
aaahahahaha |
|
Bjössi gengur inn til læknis með stóran frosk á
höfðinu, eftir að hafa virt froskinn fyrir sér í
smá stund spyr læknirinn hvernig þetta hafi
komið til, þá svarar froskurinn " þetta byrjaði
sem bóla á rassinum á mér!!!!! |
|
Hann Arnar rafvirki var á gangi útí skógi þegar
hann rekst á gamlan kofa og fyrir framan kofann
er gömul ljót kerling svo Arnar spyr kerlinguna
hver hún sé " Ég er galdranorn " segir kerlingin
og ef þú sefur hjá mér mun ég gefa þér 3 óskir,
Arnar skoðar vörturnar á kerlingunni og vegur og
metur hvort þetta sé þess virði en ákveður að
slá til " 3 fríar óskir " hugsar hann og lætur
eftir kerlingunni, 4 tímum seinna spyr Arnar
kerlinguna um óskirnar sínar, þá svarar hún "
ert þú ekki heldur gamall til að trúa á
galdranornir??? |
|
Eins og flestir vita dó páfinn ekki fyrir löngu
síðan og þegar til himnaríkis var komið var
honum úthlutað litlu herbergi með litlu rúmi og
kommóðu, þegar páfinn er að skoða sig um rekst
hann á þessa risa höll uppá hæð með sundlaug og
öllu svo hann spyr næsta engil hver búi
eiginlega í þessari höll " það er lögfræðingur
segir engillinn" fokvondur fer páfinn til
lykla Péturs og segir " hvað á þetta að þýða
eiginlega? ég sem var talsmaður guðs á jörðu
páfinn sjálfur fæ lítið herbergi með litlu rúmi
og kommóðu en einhver lögfræðingur fær höll uppá
hæð með sundlaug og öllu!!!? jú sjáðu til segir
lykla Pétur hérna uppi er fjöldinn allur af
páfum en bara einn lögfræðingur |
|
Brúnka, rauðka og ljóska vinna saman á
skrifstofu. Þær taka eftir því að á hverjum degi
fer fröken Sigríður yfirmaður þeirra aðeins of
snemma heim úr vinnunni. Einn daginn spjalla þær
saman og sjá sér leik á borði að stelast fyrr úr
vinnunni með því að fara stuttu á eftir fröken
Sigríði. Næsta dag fer yfirmaðurinn og þær
læðast út stuttu síðar. Brúnkan fer heim til sín
og beint í rúmið, ákveðin í því að vakna snemma
næsta morgunn og nýta tímann vel. Rauðkan notar
aukatímann með því að fara í líkamsrækt áður en
hún fer út að borða með vini sínum. Ljóskan fer
heim, gengur inn í svefnherbergið og sér
eiginmann sinn í rúminu með fröken Sigríði,
yfirmanni hennar. Hún lokar hurðinni hægt og
læðist út. Næsta dag ræða brúnkan og rauðkan um
það að nota sömu aðferð og daginn áður. Þær
spyrja ljóskuna hvort hana langi ekki líka til
að fara snemma heim. “Nei” segir ljóskan. “Það
komst næstum því upp um mig í gær! |
|
Karl einn var að steikja egg handa sinni heitt
elskuð eiginkonu . Allt einu ryðst konan inn
eldhúsið. "Varlega, varlega...! Settu meira
smjör! Guuuð hjálpi mér...! þú ert að steikja Of
mörg egg einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM
NÚNA! Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður!
VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR! Eggin munu festast!
Varlega...VARLEGA! ég sagði VARLEGA! Þú hlustar
aldrei á mig þegar þú eldar! ............ALDREI!
Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjaður! Ertu
búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta
eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt.
NOTA SALT! S A L T!
Karlinn horfði á hana og sagði. " Hvað er
eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég
kunni ekki að steikja tvö egg?"
Eiginkonan svaraði rólega, "Mig langaði bara að
leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er
með þig í bílnum" |
|
Tveir menn í skógi. Annar þeirra fór á næsta tré að pissa. Eftir smá-
stund heyrðist öskur.
Hinn kom hlaupandi og spurði hvað hafi skeð.
Það beit mig eitruð
slanga í typpið á mér. Hinn hringir í ofboði í
neyðar-
línuna og fær samband
við lækni, en læknirinn sagði: “Slappaðu af, þú
sýgur eitrið út og
hann lifir.” Þegar hann kemur úr símanum þá spyr
... sá bitni, emjandi
af kvölum: “Hvað sagði læknirinn?”. “Þú deyrð”,
sagði hinn þá. |
|
Maður og sínaggandi kona hans voru á ferðalagi
um Jerúsalem.Í miðju fríinu deyr konan,manninum
var sagt að hann gæti fengið hana senda heim
fyrir 5000 dollara eða hann gæti jarðað hana á
staðnum fyrir 150 dollara. Maðurinn hugsar sig
um skamma stund og sagði síðan að hann vildi
láta senda hana heim. Hann var spurður af hverju
hann vildi eiða svona miklu fé.Maðurinn
svaraði:Fyrir löngu dó maður hérna og 3dögum
síðar"Reis hann upp frá dauðum"Ég tek ekki þá
áhættu! |
|
Þar sem þú ert 54 ára og skilur væntanlega,
eftir 30 ár í hjónabandi, þá eru ákveðnar þarfir
sem þú getur ekki lengur uppfyllt. Ég er mjög
hamingjusamur með þér og virði þig sem góða
eiginkonu. Þess vegna vona ég að eftir að hafa
lesið þessi skilaboð, munir þú ekki gera mikið
úr þeirri staðreynd að ég mun eyða kvöldinu með
18 ára gömlum ritara mínum á Hótel Borg.
.........
Góða mín farðu nú ekki í uppnám yfir þessu. Ég
mun verða kominn heim fyrir miðnætti”.
Þegar maðurinn
kom heim, fann hann eftirfarandi skilaboð:
“Minn kæri
eiginmaður :
Ég hef móttekið
skilaboðin frá þér og þakka hreinskilnina. Ég
vil nota tækifærið og minna þig á að þú ert líka
54 ára. Í leiðinni langar mig að segja þér að
þegar þú lest þetta verð ég á Hótel Holti með
tenniskennaranum mínum, sem eins og ritarinn
þinn er líka 18 ára. Við erum því í samskonar
málum … þó með einum smá mun:
18 gengur oftar
upp í 54 heldur en 54 í 18 …. og því verð ég
ekki komin heim fyrr en um hádegi á morgun. |
|
Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á
Íslandi, Norðmaður og Íslendingur.Íslendingurinn
var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða
brauð með ávaxtasultu og Norðmaðurinn var með
tyggjó.
Þá labbaði
Norðmaðurinn að Íslendinginum og spurði: "Borðar
þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já
auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
...
.. ...
-Norðmaðurinn:
"Ekki við í Noregi. Við sendum þær í
endurvinnslu og búum til brauð úr þeim og sendum
til Íslands".
Eftir dálitla
stund kom Norðmaðurinn aftur og spurði:
"Hvað gerir þú
við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn:
"Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Norðmaðurinn:
"Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum
til ávaxtasultu úr því og sendum hana til
Íslands".
Nú var
Íslendingnum nóg boðið og sagði:
"Hvað gerir þú
við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?
-Norðmaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í
ruslið".-
Íslendingurinn:
"Ekki við. Við
sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr
þeim og sendum til Noregs". :))) |
|
Hjón nokkur voru búin að
vera gift í 20 ár. Alltaf þegar þau nutu ásta
heimtaði maðurinn að ljósin væru slökkt. Eftir
20 ára hjónaband fannst frúnni þetta vera
fáránlegt. Henni datt í hug að nú skildi hún
venja mann sinn af þessum vana. Eina nóttina,
þegar þau voru í miðju kafi, í eldheitum
"argandi" ástarleik, kveikti hún ljósin. Hún
leit á manninn sinn… og sá að hann hélt á
verkfæri sem gekk fyrir
batteríum…
Víbrator!
-þykkum, titrandi, og mun stærri en alvöru.
Konan varð algerlega brjáluð. "Þú getulausa
kvikindi", öskraði hún á hann, hvernig gastu
logið að mér öll þessi ár? Það er eins gott að
þú útskýrir þetta fyrir mér! Eiginmaðurinn lítur
beint í augu konu sinnar og segir mjög rólega:
"Ég skal útskýra leikfangið . . . En þú ættir að
útskýra börnin." |
|
Guðrún fór einn daginn til prestsins í kirkjunni
sinni. "Séra," sagði hún, "ég á við svolítið
vandamál að stríða, eiginmaðurinn minn
steinsofnar alltaf í messunum þínum. Það er
orðið ansi vandræðalegt. Hvað get ég eiginlega
gert?"
"Ég er með hugmynd,"
segir presturinn. "Taktu þessa saumnál með þér
næst og þegar ég tek eftir því að hann sé að
sofna, þá gef ég þér merki með því að kinka
kolli og þ......ú
stingur hann í lærið með nálinni"
Næsta sunnudag í
kirkjunni tók presturinn eftir því þegar Einar,
maður Guðrúnar var að sofna og ákvað að setja
plan sitt í gang.
"Og hver var það
sem fórnaði sér fyrir syndir ykkar" sagði
presturinn, kinkandi kolli til Guðrúnar.
"Jesús Kristur!",
öskrar Einar þegar Guðrún stingur hann í lærið.
"Mikið rétt hjá
þér, Einar" segir presturinn brosandi.
Presturinn tekur
svo eftir því þegar Einar er að dotta aftur.
"Hver hefur gefið
ykkur frjálsan vilja og mun gefa ykkur eilíft
líf?" spyr hann söfnuðinn um leið og hann gefur
Guðrúnu merki.
"Guð, minn
góður!" öskrar Einar þegar hann fær nálina í
lærið.
"Rétt hjá þér á
ný, Einar" segir presturinn skælbrosandi.
Presturinn heldur
áfram að predika en tekur ekki eftir því þegar
Einar sofnar á ný. Presturinn gleymir sér í
ræðunni og þegar hann leggur áherslu á
setningarnar sínar kinkar hann óvart kolli.
"Og hvað sagði
Eva við Adam eftir að hafa fætt honum 99´unda
son hans?" spyr presturinn söfnuðinn hátt og
snjallt.
Nálin stingst í
lærið á Einari sem öskrar "EF ÞÚ STINGUR ÞESSUM
HELVÍTANS HLUT Í MIG EINU SINNI ENN, ÞÁ BRÝT ÉG
HANN Í SUNDUR OG TREÐ HONUM UPPÍ RASSGATIÐ Á
ÞÉR"
"Amen," svarar
söfnuðurinn.
|
|
Flugvél er að fljúga í gegnum óveður, allt í
einu einu drepst á öðrum hreyfilinum.
Ung kona tapar sér alveg og öskrar “Ég er of ung
til að deyja! Er einhver hér í flugvélinni sem
getur látið mér líða eins og sannri konu?”.
Þá stóð upp myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn
karlmaður upp aftarlega í vélinni. Hann gekk
rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér
skyrtunni, einni tölu í einu. Þegar hann kemur
að konunni hendir hann skyrtunni í konuna og
segir með þjósti:
“Straujaðu þessa skyrtu kona og færðu mér bjór”.
|
|
Arnar og Gisli voru að drepast úr brennivínsþörf
en áttu bara 200 kall , Arnar fékk brilljant
hugmynd, stökk á pylsubarinn og kom til baka með
1 pylsu, Hvað í andskotanum er að þér maður,
kaupirðu eina pylsu fyrir peninginn sagði
Gisli,,,, Bíddu bara, nú skulum við detta í það
segir Arnar og svo fara þeir á pöbbinn og panta
2 bjóra og 2 whisky. .Ertu klikkaður sagði Gisli
við erum ekki með neinn pening,,,
Slakaðu á, ég er með pottþétt plan sagði Arnar
og hló.
Þegar þeir höfðu
drukkið þetta þá stingur Arnar pylsunni í
buxnaklaufina og biður Gisla um að fara niður á
hnén og stakk pylsunni upp í hann, og um leið
kom barþjónninn og henti þeim út, án þess að
þeir þyrftu að borga. Svona héldu þeir áfram á
pöbbarölti og aldrei þurftu þeir að borga, Þegar
komið var að pöbb númer 10 þá segir Gisli ,,,nei
andsk. nú skiptum við ég er að drepast í hnjánum
og er orðinn pissfullur, Bíddu bíddu hvað með
mig segir Arnar..... ég týndi pylsunni á pöbb
númer 3 !!!! |
|
Lögga stoppaði ljóskuna sem ók á móti umferðinni
á einstefnugötu.
Löggan: "Sástu ekki
örvarnar?"
Ljóskan: "Ha? ég sá nú
ekki einu sinni Indjánana." |
|
Jónas var staddur á veitingahúsi í Borginni og
var að fá sér að borða þar.
Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum
og trúði honum fyrir því að hann væri með alveg
ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða lykt
sem væri, hversu lítið sem væri af henni
Þjónninn dró þessa staðhæfingu í efa, svo Jónas
bauð honum að prófa sig.
Þjónninn fór þá inn í eldhús, tók hreinan disk
og veifaði honum í góða
stund yfir einum pottinum.
Síðan fór hann með hann inn og rétti Jónasi.
Jónas þefaði vel af diskinum og sagði svo;
“Lambakjöt með dilli og örlítilli mintu!”
Þjónninn varð
forviða, en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann
diskinum yfir öðrum potti og rétti síðan Jónasi.
“Blandað grænmeti!” sagði Jónas.
Nú ákvað þjónninn
að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá
diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp
og fór svo með hann til Jónasar. Jónas þefaði af
diskinum, hleypti brúnum af undrun og þefaði
aftur. Í þriðja
sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo
“Er Magnfríður Jónatansdóttir frá Merkigili að
vinna hérna? |
|
Steini stammi hringdi
í 118 og spurði; hh..hv....hvaðð
ko...ko..ko...kost.....kostar að hr....
hriii....hr...hrin.....hringj....hringja...
til... Brr...Brr...
Bret.....Bretlll.....Bretlllaaa....Bretlands....?
Símadaman sagði; það
er örugglega ódýrara fyrir þig að fljúga þangað. |
|
Kona nokkur hélt fram hjá
manni sínum á daginn meðan hann var í vinnu.
Einn dag þegar konan í
rúminu með elskhuganum kemur húsbóndinn á
heimilinu óvænt akandi heim að húsinu. Konunni
brá að sjálfsögðu í brún og skipar elskhuganum
að grípa fötin sín og hoppa út um gluggann.
Elskhuginn lítur út um gluggann og segist ekki
geta farið út því það sé grenjandi rigning.
Ef maðurinn minn sér okkur
hérna drepur hann
okkur bæði, segir konan.
Elskhuginn hefur
því engin önnur ráð en að hoppa út um gluggann
og hraða sér á brott frá húsinu. Þegar hann
kemur út á götu lendir hann í flasinu á hóp af
skokkurum. Hann ákveður að slást í hópinn þótt
hann sé nakinn því hann vill komast óséður frá
húsinu. Hinum hlaupurunum verður starsýnt á
nakta manninn og einn þeirra spyr að lokum hvort
hann hlaupi alltaf nakinn. Já, sagði hann. Það
er svo notalegt að láta ferskt loftið leika um
sig meðan maður er að hlaupa. En hleypur þú
alltaf með fötin undir hendinni? spyr
skokkarinn. Já, svo ég geti klætt mig þegar ég
er búinn að hlaupa, áður en ég tek strætó heim,
sagði sá nakti. En hleypur þú alltaf með smokk?
spyr hlauparinn. Nei, segir sá nakti, bara þegar
það er rigning. |
|
Sölumaður nokkur var á
ferðalagi um sveitir
Finnmerkur, að selja
skordýrafælur. Hann kemur að
bóndabæ nokkrum nálægt Mazi
og segir við bóndann: "Herra
minn, þessi skordýrafæla er
svo öflug að þú verður
aldrei bitinn aftur, ég
ábyrgist það,"
Kálbjörn bóndi var efins.
"Ungi maður. Ég skal gera
þér tilboð. Ef ég fæ að
binda þig allsberan við
staur hérna úti á túni,
útbíaðan í þessari
skordýrafælu og þú sleppur
alveg við bit í svona 4 - 5
klukkutíma, þá skal ég kaupa
2 kassa af þér."
Sölumaðurinn var
himinlifandi. Þeir fóru
saman út á tún, sölumaðurinn
klæddi sig úr öllu saman og
Kálbjörn bóndi spreyaði
skordýrafælunni á hann hátt
og lágt. Þessu næst batt
hann sölumanninn við
staurinn. 5 tímum seinna
kemur bóndinn að
sölumanninum, þar sem hann
hangir gersamlega örmagna á
staurnum, fölur, móður og
algerlega búinn að vera.
Samt ekkert bitinn.
Kálbjörn var hissa á þessu:
"Félagi, hérna hangir þú og
lítur hörmulega út, en
ekkert bit. Hvað gerðist
eiginlega?"
Sölumaðurinn lítur
þreytulega upp og segir: "Í
öllum Guðs bænum. Eiga
þessir kálfar enga mömmu!!!"
|
|
|
Bindindispostuli var
að predika yfir lýðnum og sagði: "Ef asni mætti velja um
það, hvort hann vildi heldur drekka úr fötu fullri af vatni
eða fötu fullri af vodka - hvort haldið þið, að hann myndi
velja?!" Rödd úr hópnum: "Auðvitað vatnið!"
Bindindispostulinn: "Já, og hvers vegna haldið þið, að hann
gerði það!!!"
- Röddin: "Af því að hann er asni!"
Jóhanna
ljóska!!!Ein flott blondina
kemur inná skrifstofu Landsbankans í Reykjavík og hún
þarf að fá bankalán.
Hún segist þurfa að fara til suður
Evrópu í verslunarferð og verði endilega að fá 50.000
kr.
Starfsmaður bankans segir við hana
að bankinn þurfi að hafa einhverskonar tryggingu fyrir
láninu.
Hún afhendir honum lyklanna að
einum alveg splunkunýjum Bens, sem stendur út á
bifreiðastæði utan við bankann.
Þetta virkar fínt og bankinn
samþykkir bílinn sem banka tryggingu að láninu.
Bankastarfsmaðurinn og aðrir innan
bankans eru virkilega stoltir yfir
blondí að hún skuli setja
nýan Bens að verðmæti 18
millj.sem tryggingu fyrir 50.000
kr.
Starfsmaðurinn keyrir bílinn niður
í bílageymslu bankans.
Tveimum
vikum seinna kemur blondí
aftur og borgar sínar 50.000 kr,plú
310 kr
vexi.
Bankamaðurinn segir við hana:
Við erum virkilega ánægðir með að
þú sóttir um lán hjá okkur.
En við erum allir pínulítið
forvitnir....meðan þú varst í burtu,þá athuguðum við
þig,og komust að því,að þú ert margfaldur
milljóner.
Það sem undrar okkur
er,hversvegna,vildirðu 50.000 kr.lán.???
Blondínan
svarar:
Hvar annarstaðar í Reykjavík get
ég geymt bílinn minn í tvær vikur,fyrir 310
kr.???.
óli litli var nýbyrjaður í fyrsta
bekk, hann horfði á kennarann sinn skrifa á töfluna, og
segir "Fröken, þú hefur rakað þig undir hendinni.
Kennarinn verður fúll og segir, ekkert svona tal hér,
farðu heim og komdu aftur á morgun.
Daginn eftir sér Jói að
kennarinn lyftir hinni hendinni og segir" þú hefur líka
rakað þig undir hinni hendinni. Kennarinn verður mjög
fúll og segir höstug, farðu heim og
skammastu þín og komdu aftur í næstu viku.
Á mánudeginum kemur Jói og er
þá kennarinn að skrifa á töfluna en missir krítina á
gólfið og hún beygir sig niður til að ná í hana.
Jói tekur saman dótið sitt og segir" sjáumst í öðrum
bekk.
Eftir að hafa skoðað 45 ára unga
konu sagði læknirinn " hmmmmm
þetta er ansi skrítið, segðu mér ertu ekki gift? Hún :jú
og hef verið það síðustu 20 ár. Læknirinn: þetta er
alveg óskiljanlegt!!. Hvernig stendur á því að þú ert
enn hrein mey? Hún: Jú sko,, fyrst var ég gift
frímerkjasafnara og hann vildi bara sleikja mig og svo
giftist ég lögfræðing og hann tók mig í rassgatið og svo
er ég gift iðnaðarmanni núna og hann segir alltaf, ég
kem í næstu viku....
Einar bóndi í Túni
ók í hlað á næsta bæ og hringdi bjöllunni.
Níu ára strákur kom til dyra.
"Er pabbi þinn eða mamma heima" spurði Einar
"Nei þau skruppu í kaupstað"
"En hvað með bróður þinn, hann Halldór, er hann
heima?"
"Nei, hann fór með mömmu og pabba"
Einar stóð stundarkorn tvístígandi á tröppunum
og tautaði eitthvað fyrir munni sér.
"Ég veit hvar öll verkfærin eru, ef þú þarft að
fá eitthvað lánað – og
ég get líka tekið skilaboð til pabba ef þú vilt"
"Jæja", sagði Einar heldur vandræðalega "Ég þyrfti
helst að tala við pabba þinn.
Það er varðandi Halldór bróður þinn sem er búinn að
barna hana Siggu dóttur mína"
Stráksi velti þessu andartak fyrir sér...
"Þú mundir verða að tala um það við hann pabba,
sagði stráksi.
Ég veit að hann rukkar 45.000 kr
fyrir nautið og 7.000 kr
fyrir göltinn,..
en ég veit ekkert hvað hann rukkar fyrir Dóra
|
Að ljúga eða ljúga ekki!
Dag einn, þegar saumakonan sat
og vann á árbakkanum, þá missti hún fingurbjörgina
sína útí ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu
og henni til mikillar undrunar birtist Drottinn
sjálfur og spurði: Hvers vegna grætur þú ? Saumkonan
svaraði að fingurbjörgin hennar hefði fallið í
vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo
hún gæti aðstoða bónda sinn við að afla tekna til
heimilisins.
Drottinn hvarf ofan í vatnið
og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er þetta
fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan
svaraði neitandi og þá hvarf Drottinn aftur í vatnið
og kom upp með demantsfingurbjörg. "Er þetta
fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en saumkonan
neitaði því. Enn hvarf drottinn ofan í vatnið og kom
nú upp með silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta
væri sú rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn
var mjög ánægður með sannsögli konunnar og færði
henni allar fingurbjargirnar þrjár til eignar að
launum, og saumkonan hélt glöð heim á leið.
Nokkru síðar þegar saumakonan
var á göngu eftir árbakkanum með eiginmanni sínum,
datt hann í ána. Þegar hún hrópaði upp yfir sig í
örvæntingu, birtist Drottinn enn á ný og spurði
hvers vegna hún gréti? "Æi guð, maðurinn minn datt í
ána". Guð stakk sér í ána og kom til baka með Mel
Gibson. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann.
"Já" hrópaði saumakonan. Drottinn reiddist. "Þú
lýgur" sagði hann. "Æ, fyrirgefðu Drottinn, þetta á
sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei
við Mel Gibsons, hefðir þú næst komið með Tom Cruise
og ef ég hefði sagt nei við honum, þá hefir þú komið
með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt já við honum þá
hefðir þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er
ekki lengur eins hress og ég var þegar ég var yngri
hefði ég aldrei getað sinnt þeim öllum þremur. Þess
vegna sagði ég já við Mel Gibson.
Mórall sögunnar: Þegar konur
ljúga, er það af heiðvirðum ástæðum og öðrum til
heilla.
Þetta er okkar skoðun og við
stöndum við hana! |
|
Einn mánuð fram yfir
Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur
konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls
honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð fram
yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk,
heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki
fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr
rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þess
þangað til. Að morgni næsta dags kom maður frá
Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið, þar
sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning.
Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom
til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram
yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" Spurði
unga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í
tölvukerfi Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta
sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við
manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa
samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og
skellti hurðinni. Þegar eiginmaðurinn kom heim
fékk hann að heyra allt um persónunjósnir
Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á
fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu
Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað
eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með
það í skrám ykkar að við séum kominn mánuð fram
yfir, hvern andskotann að kemur ykkur það við?".
"Slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur
bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði
Alfreð. "Borga ykkur ert ekki í lagi, nú ef ég hafna
því hvað þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig
úr sambandi." "Og hvað á þá konan mín þá að gera?"
"Nú hún verður þá bara að nota kerti." Svaraði
Alfreð |
|
Eldri maður giftist mun yngri konu og voru þau mjög
ástfangin. Gallinn var þó sá að hversu mikið sem þau
reyndu gat maðurinn ekki veitt spúsu sinni
fullnægingu í rúminu. Ákváðu þau því að leita til
læknis. Sá hafði ráð undir rifi hverju og eftir að
hafa hlustað á söguna ráðlagði hann þeim að ráða til
sín ungan og glæsilegan mann. "Á meðan þið njótið
ásta skuluð þið fá hann til þess að veifa handklæði
yfir ykkur. Ímyndunarafl konunnar ætti þannig að
fara á fullt og hún ætti að fá sterka fullnægingu."
Hjónin ákváðu að reyna þetta og réðu til sín
fjallmyndarlegan og vöðvastæltan mann til að veifa
handklæðinu. Þrátt fyrir það gekk henni ekkert betur
að fá fullnægingu. Þau ákváðu því að tala aftur við
lækninn. Hann ráðlagði þeim að skipta um hlutverk.
"Nú skuluð þið fá unga manninn til að njóta ástar
með konunni á meðan þú veifar handklæðinu," sagði
hann við gamla manninn. Aftur ákváðu þau að fara að
ráðum læknisins og fór ungi maðurinn í rúmið með
konunni á meðan sá gamli sá um handklæðið. Ekki leið
á löngu þar til konan fékk gríðarlegar fullnægingar,
aftur og aftur svo herbergið lék á reiðiskjálfi.
Þegar þau höfðu lokið sér af leit sá gamli brosandi
á unga manninn. "Þarna sérðu," sagði hann sigri
hrósandi. "Það er SVONA sem maður á að veifa
handklæði." |
|
Mamma og pabbi eru búin að berjast við mosa í
blettinum hjá sér í mörg mörg ár. En í sumar fór
pabbi hamförum á blettinum með tætara, eitur og öxi
(það var þegar hann reyndi að murka líftóruna úr
mosanum)en ekkert dugði. Í Júlí gafst mamma svo
endanlega upp á öllu saman og ákvað að fara að ráðum
tengdapabba míns (sem er algjört garðséní) og þekja
blettinn algjörlega með sandi. Tengdó hefur
sambönd og sá um að senda sandinn (sem ég hélt að
kæmi í stóru fiski kari) og svo þyrfti bara að ferja
sandinn í hjólbörum inn í garð og dreifa. Ég bauð
mömmu aðstoð mína og mætti tilsettan dag heim til
hennar í verkefnið. Það var ansi heitt í veðri
og við töluðum um hvað við værum heppnar að geta
unnið úti í svona góðu veðri, mamma var búin að koma
fyrir dúkuðu borði úti, með kaffi og brauði á og þar
ætluðum við að hvíla okkur,svona á milli þess sem
við keyrðum hjólbörurnar inn í garðinn. Hann var af
stærstu gerð tank-bíllinn sem kom með sandinn og það
var alls ekkert kar, heldur var sandurinn inni í
bílnum og svo drösluðum við langri svartri slöngu
bak við hús og inn í garð og úr þessari slöngu átti
svo sandurinn að puðrast,. Frábært!... sagði
ég við mömmu, þetta verður auðvelt.... engar
fjandans hjólbörur. Þú byrjar bara?.. sagði ég
og fékk mér sæti við kaffi borðið. Mamma hélt í
slönguna og kallinn hvarf inn í bíl. Fyrst í
stað var þetta bara fínt, það rétt sullaðist
sandurinn úr slöngunni og við mamma gátum næstum
spjallað saman. Ég ákvað að fara og biðja
bílstjórann um að setja meiri kraft á , annars yrðum
við í allan dag að þessu., nú!.. sagði hann ég set
þá á meiri kraft.... já töluvert meiri sagði
ég. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar þessi líka
svaka hávaði byrjar og ég sé slönguna sem áður hafði
legið þarna hálf slöpp og aumkunnarverð lyftast
pinnstífa meter frá jörðu. Í sömu andrá heyri ég
þetta líka neyðaróp úr garðinum..Mamma!!!! ég
hentist af stað og inn í garð, Guð minn góður, þarna
var litla,sextuga móðir mín á fljúgandi siglingu um
allan garð eins og norn á óþekku kústskafti og
ríghélt sér í slönguna. Auðvitað hefði ég átt að
hlaupa til baka og láta bílstjórann slökkva á sand
draslinu, en mín fyrsta og eina hugsun var að bjarga
mömmu... ég fleygði mér á slönguna af öllu afli og
mamma sem áður hafði þeyst um í loftinu brotlenti
rétt fyrir framan mig. Hún leit á mig uppglenntum
augum og sagði; hva va a ske???? (mamma er sko þýsk
og talar mjög skemmtilega ísl.) Hún leit út eins og
litli svarti sambó... kolsvört í framan með
uppglennt rauð augu og hárið var eins og hún hefði
fengið rafstraum. ég missti mig alveg, ég hló svo
mikið að ég var alveg óundibúin þegar karlfjandinn
óumbeðinn jók kraftinn enn meir.
Sandurinn kom með svo miklum krafti að við réðum
ekki neitt við neitt... algjörlega á valdi
slöngunnar þutum við eins og tómir pokar í slagveðri
um garðinn. Þetta var ekki lengur spurningin um að
koma sandinum á grasið heldur að halda lífi og vona
að tankurinn færi að klárast. Ekki veit ég hvað að
mér var,sjálfsagt einhver bölvuð taugaveiklun... en
ég bara gat ekki hætt að hlæja og til að kóróna allt
pissaði ég í mig. Mamma er sjálfsagt hálfbiluð líka
því að hún hló ekkert minna en ég og nú vorum við
mæðgur eins og útúrdópaðir geðsjúklingar á fljúgandi
siglingu um allan garð á svartri sand slöngu . Ekki
veit ég hvað þetta tók langan tíma en allt í einu
var þetta búið og karlfjandinn, sem hafði ekki nennt
að hreyfa sig úr bílnum, stóð yfir okkur eins fáviti
(sem hann sjálfsagt er) og spurði; hvar er
allur sandurinn?..... Ég var skítug, sveitt og
búin að pissa í mig og mamma lá við hliðina á mér
algjörlega óþekkjanleg og veltist um af hlátri, ég
leit í kringum mig..... kaffiborðið var horfið
og stólarnir líka, fallega Gullregnið hennar mömmu
sem staðið hafði í miðjum garðinum var horfið og það
sem merkilegast var, var að það var nánast enginn
sandur í garðinum. Það voru 8 tonn af sandi sem við
höfðum fengið, minnst af því fór í garðinn hjá pabba
og mömmu, aftur á móti sandblésum við allar rúðurnar
á neðri hæðinni á húsinu þeirra svo og gróðurhúsið,
en mest allur sandurinn hafði farið upp á þak, á
svalirnar og nærliggjandi garða.,Borðið stólarnir og
kaffið endaði úti í móa en Gullregnið fundum við
aldrei, það var 4mtr. á hæð og 3mtr. í þvermál. |
|
Kona fann
Alladín-lampa liggjandi í fjörunni.
Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið?
Út úr lampanum steig
andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi
þrjár óskir uppfylltar.
Andinn svaraði: " Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs
samdráttar, lágra
launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar
samkeppni um allan heim, get
ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér
nú ? "
Án þess að hika sagði konan : " Ég óska friðar í
Mið-austurlöndum. Sérðu
þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast
hvert við annað."
Andinn leit á kortið og hrópaði : " VVVWaaaááááá, er
ekki í lagi með þig
manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir
ára. Ég bý yfir
miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki
! " " Ég held að þetta sé
ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers
annars. "
Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: " Okey,
ég hef aldrei
getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er
tillitsamur, skemmtilegur,
finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa
húsið, er góður í rúminu, semur
við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á
íþróttirnar og er mér trúr.
Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! "
Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : " Láttu
mig sjá þetta fjandans kort " |
|
Jæja kæra dagbók,
ég er byrjaður í ræktinni.
Ég fór í fyrsta sinn í dag. Þegar ég var búinn í
sturtunni hringdi GSM síminn. Ég svaraði símanum.
"Halló" "Hæ, ástin mín þetta er ég. Ertu enn í
ræktinni."
"Já ég var að koma úr sturtunni."
"Allt í lagi, ég ætla ekki að trufla þig lengi. Ég er
niðri í bæ. Mig langaði bara að spyrja þig hvort ég
mætti kaupa pelsinn sem ég sýndi þér um daginn. Hann
kostar ekki nema 450.000,-"
"Jæja ástin mín, fyrst þér líkar hann svona vel skaltu
bara kaupa hann"
"Æi krúttið mitt þú ert svo góður við mig. Ég set hann
þá á kortið. Heyrðu og svo var það þetta með bílinn,
ætlarðu að koma við og skoða bílinn sem við vorum að
spá í."
"Æi nei, nú vil ég að þú farir og gangir frá kaupum á
nýjum bíl. Ég hugsa meira að segja að við ættum að
leyfa okkur að kaupa nýjan Porsche frá Bílabúð
Benna. Komdu mér á óvart og vertu búin að ganga frá
því þegar ég kem heim, og hafðu hann með öflugum
aukahlutum."
"Ohh ástin mín þetta er aldeilis ólíkt þér. Þú sem ert
alltaf að leggja áherslu á að spara, en ég geri
þetta. Heyrðu fyrst þú ert í svona miklu stuði. Ég
sá að húsið sem okkur langaði svo í á Arnarnesinu er
enn til sölu. Það eru settar á það 45
milljónir. Ættum við kannski bara að slá þessu upp í
kæruleysi og kaupa það."
"Æi hjartað mitt, ég hef ekki tíma í það, getur þú
gengið frá því. Við þyrftum reyndar að taka 100% lán
fyrir því en það er nú í góðu lagi. Bjóddu 42
milljónir og vittu hvað kemur út úr því."
"Ohhhh spennó, ég er alveg viss um að við fáum húsið,
það er búið að vera svo lengi á sölu. Sjáumst svo í
kvöld ástin mín. Bless"
"Bless", sagði ég og lagði á.
Að þessu loknu ákvað ég að hegða mér heiðarlega,
veifaði símanum og spurði viðstadda, "Á einhver
ykkar þennan síma." |
|
Hjón í sumarfríi fóru í bústað
á Þingvallavatni. Eiginmanninum fannst best að veiða
við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn
morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra
klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó
konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að
fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir
stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og
kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu
seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát
sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr
hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með
sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu
veiðisvæði" segir vörðurinn. "Fyrirgefðu en ég er
ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar
hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema
að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að
fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta".
"Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir
nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig "
segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur
allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir
skamma stund". "Hafðu það gott í dag frú" sagði
vörðurinn og sigldi á brott.
Boðskapur sögunnar: Aldrei
rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún
geti líka hugsað ! |
|
Ýmsar leiðbeiningar
Leiðbeiningar aftan á þekktri "meik" tegund:
"Do not use on children under 6 months old."
(auðvitað byrjar maður ekki að mála börnin sín
fyrr en þau eru orðin 7 mánaða!!!)
Leiðbeiningar á Sears hárblásurum:
"Do not use while sleeping"
(Einmitt þegar mér finnst skemmtilegast að dúlla í
hárinu á mér)
Þetta stóð á umbúðum utan af Dial sápu:
"Use like regular soap"
(Og hvernig á aftur að nota svoleiðis?)
Á umbúðum af SWANN frystimat:
"Serving suggestion: Defrost"
(Mundu samt...þetta er bara uppástunga)
Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi,
og á boxinu stóð:
"Fits one head."
(Sérðu ekki fyrir þér...einhverja tvo vitleysinga...
með eina
baðhettu...)
Á botninum af Tiramisu dessertinum frá Tesco stendur:
"Do not turn upside down."
(Úps, of seinn)
Þetta stendur á búðing frá Marks & Spencer:
"Product will be hot after heating."
(Það er nefnilega það)
Á pakkningum af Rowenta straujárni:
"Do not iron clothes on body."
(En myndi það nú ekki spara mikinn tíma!)
Á hóstameðali fyrir börn frá Boots:
"Do not drive car or operate machinery"
(Þannig að Gunni litli fær ekkert að leika sér á
lyftaranum þegar hann kemur heim)
Á flösku af "Nytol sleep aid" má sjá þetta:
"Warning: may cause drowsiness"
(Maður skyldi nú rétt vona það!)
Hnífasett frá Kóreu var merkt þannig:
"Warning keep OUT OF children"
(okí dókí!!!)
Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt:
"For indoor or outdoor use only"
(En ekki hvar...???)
Matarvinnsluvél frá Japan var merkt svona:
"Not to be used for the other use."
(Ok...núna er ég orðinn mjög forvitin)
Hnetupoki frá Sainsburys:
"Warning:contains nuts"
(Jamm... ég fer mjög varlega)
Á poka af hnetum frá Amerísku flugfélagi stóð þetta:
"Instructions: open packet, eat nuts"
(Imbafrítt eða hvað?)
Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og
rauðköflóttri skyrtu
segir:
"Munið að þvo liti aðskilda"
(Ehhh...já...áttu nokkuð skæri)
Leiðbeiningar á ónefndri örbylgju popp tegund segir
manni að "taka
plastið af áður en sett er í örbylgju"
(Málið er, að til að geta lesið leiðbeingarnar verður
þú að vera búinn að
taka plastið af og fletta pokanum í sundur...)
Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af
strák sem er
klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur:
"Notice, little boy not included"
(Ohhhhh.......ég sem var farin að hlakka svo til að
eignast vin)
Ég keypti svona kisunammi fyrir köttinn minn. Á
pokanum stendur "new and
improved shapes"
(Aaaa...einmitt það sem kötturinn minn er búinn að
vera að nöldra út af)
Lítill miði var festur á "Superman" búning, á honum
stóð:
"Warning: This cape will not make you fly"
(Núúúúú...þá kaupi ég hann ekki)
Á keðjusögum stendur oft viðvörunin "Do NOT touch the
rotating chain"
(Er það ekki nú nokkuð ljóst..haaaa??)
Eitt sem ég skil ekki "Waterproof" maskarar...á þeim
stendur:
"Washes off easily with water"
(Hmmm...hver er þá tilgangurin |
|
Karlmenn
............................ :)
Reiður maður kom í kjötborðið
í Nóatúni og hélt á elduðu læri í hendinni - sagðist
vera með matarboð og lærið hefði rýrnað svo við
eldunina að hann gæti ekki gefið öllum matargestunum
sínum að borða. Nóatúnsmaðurinn þagði í smástund en
sagði svo: Þetta er stórundarlegt! Í síðasta mánuði
keypti ég mér lopapeysu og þegar hún varð skítug
henti ég henni í þvottavélina og þaðan í þurrkarann
og hún varð ekki neitt neitt - skildi þetta vera af
sömu rollunni!!! |
|
Það var einu sinni kona sem átti þrjár dætur. Í
hvert skipti sem einhver af dætrum hennar gifti sig
bað mamman þá dótturina sem var að gifta sig í það
skiptið að vera fljóta að skrifa heim eftir að hún
fluttist að heiman og segja gömlu konunni hvernig
kynlífið væri hjá hinni nýgiftu.
Jæja sú elsta gifti sig fyrst og aðeins tveimur
dögum seinna barst gömlu konunni bréfið frá dóttur
sinni.
Á því stóð aðeins "Myllukökur Myllubrauð".
Gamla konan átti bágt með að skilja þetta en fyrir
einhverja rælni tók hún eftir auglýsingu frá
Myllunni þegar hún vað að blaða í Dagblaðinu síðar
um kvöldið. En þar stóð "Myllukökur Myllubrauð......
ávallt seðjandi".
Gamla konan sá nú að hún þyrfti engar áhyggjur að
hafa að elstu dóttur sinni, henni væri vel sinnt.
En þar kom að miðdóttirin gifti sig og leið vika frá
brúðkaupinu þar til gömlu konunni barst bréfið frá
dóttur sinni. Þar stóð aðeins "Ingvar og Gylfi".
Kella var nú fljót að leita að Dagblöðunum og fann
að lokum auglýsingu frá Ingvar og Gylfa þar sem
stóða "Nýi rúmgaflinn frá okkur......King size og
extra langur".
Vissi nú kella að hún þyrfti heldur engar áhyggjur
af hafa af þessari dóttur sinni.
Jæja bréfið frá yngstu dótturinni var lengi á
leiðinni en barst loks kellu fjórum vikum eftir
brúðkaupið. Í bréfinu stóð aðeins eitt orð
"Flugleiðir".
Kella leitaði nú ákaft að auglýsingu frá Flugleiðum
í Dagblaðinu og á endanum fann hún eina. En eftir að
hafa lesið auglýsinguna leið yfir kellinguna því þar
stóð:
"Þrisvar á dag, sjö daga vikunnar, á alla
áfangastaði! |
|
Kona ein var að steikja egg handa sínum heitt
elskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í
eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör!
Guð hjálpi mér...! Þú ert að steikja Of mörg egg í
einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA! Við
þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA
SMJÖR! Eggin munu festast! Varlega...VARLEGA! Ég
sagði VARLEGA! Þú hlustar aldrei á mig þegar þú
eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð!
Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta
eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA
SALT! S A L T!!
Konan horfði á hann og sagði. " Hvað er eiginlega að
þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja
tvö egg?"
Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að
leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með
þig í bílnum" |
|
Pentagonið fattaði allt í einu að þeir voru með allt
of marga hershöfðingja og fóru að bjóða þeim elstu
að fara snemma á eftirlaun. Vegna dræmra undirtekta
höfðingjanna lofuðu að greiða þeim sem hættu strax
full eftirlaun og að auki hundrað þúsund fyrir hvern
sentimetra sem hægt væri að mæla í beinni línu eftir
líkama þeirra milli einhverra líkamshluta, sem þeir
sjálfir máttu velja. Einn samþykkti strax, gamall
flughermaður. Hann bað um að hann yrði mældur milli
táa og ennis. 1.85m var mælingin og hann labbaði út
með ávísun upp á 18.5 milljónir. Einn í viðbót greip
tækifærið þegar hann sá þetta og bað um að hann yrði
mældur milli táa og fingra, með hendurnar upp í
loft. Sá mældist 2.30m og labbaði út með 23
milljónir. Þá kemur þriðji hershöfðinginn sem
ákveður að taka boðinu og segir að hann vilji láta
mæla milli kóngs og eistna. Mælingamaðurinn er nú
hissa á þessu: "Ertu viss um þetta?" og bendir honum
á hversu mikið hinir hefðu fengið greitt og hvort
hann vilji ekki reyna að fá svolítið meira út úr
þessu. e n sá gamli var þrjóskur og heimtar að þetta
verði gert. "Allt í lagi," segir mælingamaðurinn,
"en ég vil þá að það komi hérna læknir og framkvæmi
mælinguna. Þegar læknirinn kemur biður hann
hershöfðingjann að taka niður um sig buxurnar, sem
hann og gerði. Hann byrjar að mæla, setur málbandið
á kónginn á hershöfðingjanum og byrjar að vinna sig
aftur. "Guð minn góður," æpir hann allt í einu,
"hvar eru eistun á þér?" "Í Víetnam.." |
|
Maðurinn varð fyrir slysi og litli "vinurinn"
kubbaðist af. Sérfræðingurinn á spítalanum
hughreysti manninn og sagði að nú á dögum væri allt
hægt og hann gæti grætt á hann nýjan vin en gallinn
væri bara sá að þetta væri ekki innifalið í þessari
slysaaðgerð heldur væri þetta sérfræðistörf og
kostnaður töluverður. Lítill kostaði $5.000 miðlungs
á $10.000 og svo risastór á $15.000. Maðurinn saup
alveg hveljur en róaðist svo og sagði að hvað sem
það kostaði yrði hann að fá nýjan strax og hann væri
að hugsa um miðlungsgerðina. Læknirinn tók því vel
en sagði að í svona málum væri nú best að hjónin
ræddu þetta saman og tækju sameiginlega ákvörðun.
"Hringdu bara í konuna, ég fer út á meðan, og þið
komið ykkur saman. Maðurinn hringdi í konuna og
læknirinn kom þá aftur inn á stofu og sagði: Jæja,
og hver er nú niðurstaðan? Maðurinn var alvarlegur á
svip gróf hendurnar í hár sitt og sagði: Fyrir
þennan pening vill hún heldur nýja
eldhúsinnréttingu!!!! |
|
Frú Klara kirkjuorganisti var á áttræðisaldri og
hafði aldrei verið við kynlíf kennd. Alltaf ógift og
aldrei í sambúð. Hún var dáð vegna elskulegheita
sinna og góðmennsku. Presturinn kom eitt
síðdegi að vori í heimsókn til hennar. Hún bauð
hann velkominn í "meyjarhofið" sitt og vísaði honum
til sætis meðan hún tæki til með kaffinu. Þar sem
hann sat varð honum litið á gamla pumpuorgelið. Ungi
presturinn tók þá eftir fullu vatnsglasi sem stóð á
orgelinu. Í vatninu flaut-af öllum hlutum!
SMOKKUR!! Hugsaðu þér sjokk prestsins og undrun!
Gerðu þér í hugarlund forvitnina sem hjá honum
vaknaði! "Klara gamla hefur áreiðanlega flippað
yfir" hugsaði klerkurinn. Í því kom Klara úr
eldhúsinu með kaffið og heimabakkelsið. Þau fóru að
spjalla um daginn og veginn. Presturinn reyndi
að hafa hemil á forvitni sinni,en að lokum gat hann
ekki setið á sér.Frú Klara, sagði hann gætirðu
nokkuð sagt mér um þetta? (benti á glasið).
Ó já, svaraði Klara gamla. Er þetta ekki dásamlegt?
Ég var á gangi niðri í bæ síðastliðið haust, þegar
ég fann lítinn pakka á götunni.Leiðbeiningarnar á
pakkanum voru svohljóðandi: Settu þetta á "organ",
haltu því blautu og þá mun lánið verða með Þér.Og
veistu hvað! Ég hef bara ekki orðið lasin í allan
vetur!! |
|
Sverrir fékk páfagauk í afmælisgjöf og komst fljótt
að því að sá var með afbrigðum skapvondur og
orðljótur. Sverrir gerði allt sem honum datt í hug
til að venja fuglinn af þessum ósið, hann notaði
sjálfur eintóm kurteisisorð, spilaði hugljúfar
ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum
gott fordæmi. Ekkert gekk upp. Hann prófaði að
skamma fuglinn sem svaraði honum fullum hálsi. Hann
hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og
dónalegri við það. Sverrir vissi nú ekki sitt
rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn
og setti hann í frystikistuna. Um stundarsakir
heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði
og öskraði og bölvaði -- en skyndilega datt allt í
dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í
langan tíma. Sverrir fór nú að óttast að hann hefði
meitt fuglinn og flýtti sér að opna kistuna.
Páfagaukurinn var hins vegar hinn rólegasti, steig
upp á útrétta hönd Sverris og sagði: "Að undanförnu
hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til
eftirbreytni og sennilegast orðið til að móðga þig.
Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta
þessari hegðun minni. Mér þykir verulega leitt
hvernig ég hef látið og mig langar til að biðja þig
innilega fyrirgefningar." Sverrir varð orðlaus af
undrun og var um það bil að fara að stama upp
spurningu um hvað hefði valdið breytingunni þegar
páfagaukurinn hélt áfram: "Bara svona fyrir
forvitnis sakir, hvað gerði kjúklingurinn
eiginlega?" |
|
Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var
þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um
einhvern þá þóttist hann þekkja hann. Einn daginn í
vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk
Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: "Já, Björk,
hún er nú góð stelpa"
Vinnufélagi: "Guðmundur, þekkir þú Björk?"
Guðmundur: "Já hún er mjög fín"
Vinnufélagi: "Djöfuls... kjaftæði Guðmundur. Við
erum komnir með nóg af þessu, þú þykist þekkja alla.
Í guðanna bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu
fyrir sjálfan þig".
Nokkrum dögum síðar í vinnunni.
Vinnufélagi: "Strákar, Svíakonungur er víst að koma
til landsins á morgun".
Guðmundur: "Svíakonungur, það er nú góður karl".
Vinnufélagi: "Þekkir þú líka Svíakonung?"
Guðmundur: "Já,já ég þekki hann mjög vel"
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir löngu búnir
að fá sig fullsadda af þessu kjaftaæði í Guðmundi og
létu þetta sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var
Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög
einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur
ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli að taka á móti
Svíakonungi, og heilsuðust Guðmundur og Svíakonungur
með virktum. Vinnufélagarnir voru mjög hissa og
sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum
Guðmundar. Tveimur dögum síðar tilkynnti yfirmaður
vinnunnar að hann, ásamt konu sinni, væri að fara
til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: "Páfinn, já, það er nú góður
maður".
Yfirmaður: "Guðmundur, þekkir þú páfann líka?"
Guðmundur: "Já, já, ansi fínn karl en svolítið
gamall".
Yfirmaður: "Guðmundur nú geri ég við þig samning. Þú
kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir
páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig
ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú".
Guðmundur: "Ok".
Á Ítalíu: Guðmundur og yfirmaðurinn voru komnir í
Vatíkanið í messu og var kirkjan fullsetin. Þegar
messan var búin gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina
og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir
heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman.
Síðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér
yfirmanninn ekki í fyrstu, loksins kemur hann auga á
hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk
stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til
yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að
vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: "Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi
að ég þekkti páfann?"
Yfirmaður: "Nei, nei - þegar þú varst að tala við
páfann bankaði Robert DeNiro á öxlina á mér og
spurði mig: "Who is that guy standing beside
Guðmundur?" |
Svo
var það konan sem fór til læknis sagði að fíll hefði
nauðgað sér. Læknirinn var ekki alveg tilbúinn að
trúa því og biður hana að fara úr. Jú viti menn,
kuntan á henni var meira en metri í ummál. En ekki
var læknirinn samt tilbúinn að trúa þessu og lítur í
dýralífsbækur og sér að fíll er ekki með svona stórt
typpi. Þá segir konan "Læknir hann byrjaði á því að
putta mig". |
|
Starfsmannastjórinn þurfti að ráða í eina stöðu og
eftir að hafa farið yfir umsóknirnar stóðu eftir
fjórir umsækjendur sem allir voru jafn hæfir. Hann
ákvað að boða alla á sinn fund og spyrja einnar
spurningar. Svörin myndu ákvarða hver fengi vinnuna.
Dagurinn rennur upp og allir fjórir umsækjendurnir
eru saman komnir í fundarherbergi fyrirtækisins og
starfsmannastjórinn spyr: "Hvað er það hraðasta sem
þið vitið um?"
Sá fyrsti svarar: "Hugsun. Mannshugurinn virkar
ótrúlega hratt og maður getur fengið ótrúlegustu
hugmyndir á nokkrum sekúndum."
"Mjög gott!" segir starfsmannastjórinn. "Og þú?"
spyr hann umsækjanda númer tvö.
"Hmm... látum okkur sjá. Blikk augans. Það kemur og
fer án þess að þú þurfir að hugsa um það."
"Frábært!" segir starfsmannastjórinn. "Augnablik er
einmitt mjög oft notað sem mælikvarði á eitthvað sem
gerist mjög hratt."
Hann snýr sér svo að þeim þriðja sem er tilbúinn með
svar:
"Það hlýtur að vera hraði ljóssins," segir hann,
"til dæmis, þegar ég er að fara út í bílskúr, þá
nota ég kveikjarann sem er við útidyrnar og áður en
ég get blikkað augunum, þá er ljósið komið á úti í
bílskúr. Hraði ljóssins er það hraðasta sem ég
þekki."
Starfsmannastjórinn var yfir sig hrifinn og hélt
hann hefði fundið sinn mann. "Það er erfitt að slá
út hraða ljóssins." Þessu næst snýr hann sér að
fjórða og síðasta umsækjandanum.
"Það er augljóst fyrir mér að það hraðasta í heimi
er niðurgangur."
"Ha?" spyr starfsmannastjórinn, steinhissa á
svarinu.
"Bíddu, leyfðu mér að útskýra. Sjáðu til, um daginn
leið mér ekki vel og dreif mig á klósettið. En áður
en ég gat hugsað, blikkað eða kveikt ljósin, þá var
ég búinn að drulla í buxurnar."
Hann var ráðinn. |
|
Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu sagði hann: "Nú á
ég tvær gjafir eftir handa ykkur, kúnstina að pissa
standandi og..".."Hana vil ég fá!" hrópaði Adam. Eva
kinkaði kolli játandi og Adam fékk gjöfina... Adam
skríkti af kæti, hljóp um allan lystigarðinn,
pissaði á trén upp og niður, þaut niður á strönd og
pissaði allskyns munstur í sandinn... Guð og Eva
fylgdust kímin með hamingju Adams og Eva spurði
"hver er hin gjöfin?"
Guð svaraði:
"Heilinn, Eva... heilinn.." |
|
Kona ein
átti elskhuga sem hún hitti meðan maðurinn hennar
var í vinnunni á daginn. Dag einn kom 9 ára sonur
hennar óvænt heim og í fátinu ýtti konan honum inn í
skáp. Maður hennar kemur heim rétt á eftir, svo hún
ýtti elskhuganum líka inn í skápinn.
Drengurinn rauf þögnina meðan þeir stóðu þarna tveir
og sagði lágt:
"Það er dimmt hérna inni".
Maðurinn svarar "Já, það er það"
"Ég á fótbolta"
"Það var nú flott"
"Viltu kaupa hann?"
"Nei"
"Pabbi stendur fyrir utan skápinn"
"OK, hve mikið?"
"5000 kall"
Maðurinn borgar umyrðalaust.
2 vikum seinna gerist aftur það sama. Þegar þeir
standa í skápnum segir drengurinn:
"Það er dimmt hérna inni"
"Já, það er það"
"Ég á markmannshanska"
Reynslunni ríkari segir maðurinn: "OK, hve mikið?"
"10000 kall"
Maðurinn er pirraður, en borgar þó.
Nokkrum dögum seinna kallar pabbinn á drenginn og
segir: "Sonur, náðu nú í boltann og
markmannshanskana. Við skulum fara út og spila
fótbolta"
"En ég get það ekki, pabbi, ég seldi bæði boltann og
hanskana" svarar drengurinn.
"Hvað fékkstu fyrir það?" spurði pabbinn.
"15000 kall" var svarið.
"15 þúsund kall? Það er okur! Það er ljótt að okra
svona á vinum sínum. Nú fer ég með þig í kirkjuna og
þú færð að játa syndir þínar fyrir prestinum"
Þegar þeir voru komnir í kirkjuna ýtir pabbinn
drengnum inn í skriftaklefann. Drengurinn veit ekki
hvernig hann á að byrja svo hann segir:
"Það er dimmt hérna inni"
Presturinn svarar: "NEI, NÚ BYRJARÐU EKKI MEÐ ÞETTA
HELVÍTI HÉRNA LÍKA! |
|
Maður nokkur var staddur í
Hagkaupum að kaupa sér kjúkling þegar gullfalleg
kona, sem stóð við kælinn, veifaði til hans og
brosti. Hann varð hálfvandræðalegur, en gekk til
hennar og spurði hvort þau þekktust. "Já, ég er ekki
frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns"
svaraði hún.
Varð nú okkar maður heldur
betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði
klúðurslega út úr sér "ha... ert þú stripparinn á
Bóhem sem ég dúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir
framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma
meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér... ó mæ
god, ég þekkti þig ekki!"
Konan svaraði svipbrigðalaust:
"Nei, ég er umsjónarkennari
sonar þíns!" |
|
Jói og Stína skruppu í viku
frí til Texas á sextugsafmælinu.
Dag einn er Jói að rölta í bænum þegar hann sér í
verslunarglugga einum,þessi líka glæsilegu
kúrekastígvél á niðursettu verði. Jói hafði alltaf
þráð að eiga kúrekastígvél og sér þarna tækifærið.
Hann kaupir stígvélin, skellir sér strax í þau og
spígsporar hróðugur heim á hótel, þar sem Stína
situr við að klippa táneglurnar. Stoltur stillir
hann sér upp fyrir framan Stínu og segir "Hvernig
líst þér á, Stína?" Stína gýtur augunum í átt til
hans "Á hvað?"
"Sérðu ekkert sérstakt?" segir Jói spenntur. Stína
mænir á hann "Neibb"
Sár og reiður strunsar Jói inn á baðherbergi, rífur
sig úr fötunum og rýkur síðan aftur fram til Stínu,
allsnakinn fyrir utan nýju stígvélin. "Tekurðu þá
eftir einhverju NÚNA?" segir hann og er fastmæltur.
Stína lítur upp "Hvað hefur svo sem breyst, Jói
minn? Hann lafir niður í dag, hann lafði niður í gær
og hann mun lafa niður á morgun, ef ég reynist
sannspá"
Og Jói stappar niður fæti í
bræði sinni "Veistu AF HVERJU hann lafir niður, ha?
Það er vegna þess, Stína að hann er að dást að nýju
kúrekastígvélunum mínum!!
Það rennur upp ljós fyrir
Stínu en síðan hristir hún höfuðið og segir full
samúðar "Þú hefðir miklu frekar átt að kaupa þér
hatt, Jói minn"
|
|
Við endalok jarðarinnar, dóu allir og fóru til
himna. Það hefur aldrei verið svona mikið að gera
við Gullna Hliðið, svo Guð mætir í eigin persónu
til að hjálpa til.
Hann segir: "Ég vil að allir karlmennirnir myndi tvær
raðir. Í aðra röðina fara karlmenn sem létu konurnar
sínar stjórna sér. 'I hina fara þeir sem stjórnuðu
konunum sínum. Konunnar fara svo með Lykla-Pétri."
Þetta tekur smá tíma, en að lokum eru allar konurnar
farnar og karlmennirnir hafa myndað tvær raðir.
Röðin af karlmönnum sem létu konuna stjórna var
fleiri þúsund kílómetrar. Hún ætlaði bara engan enda
að taka. Í hinni röðinni var einn gaur. Guð varð
alveg brjálaður: "Þið ættuð að skammast ykkar!. Ég
skapaði ykkur í minni mynd og þið voruð allir
rassskelltir af makanum. Lítið á eina son minn sem
gerði mig stoltan", segir Guð og bendir á þann sem
stendur einn. "Lærið af honum!! Segðu þeim það, kæri
sonur, hvernig fórstu að því að vera sá eini til að
komast í þessa röð?!" "Veit það ekki,"segir hann
skömmustulegur,
"konan mín sagði mér að standa hérna." |
|
·
Ungur maður heimskir
Afa sinn og Ömmu, afinn situr úti á palli í engu
nema skyrtu..: Afi af hverju ertu ber að
neðan?...Gamli maðurinn lítur á hann með hægð og
segir, um daginn sat ég hér ber að ofan og varð þá
stífur í hálsinum. Svo amma þín stakk upp á þessu. |
|
Hún var svo
mikil ljóska að hún....
1. skilaði treflinum sem hún keypti því hann var
alltof þröngur
2. gat ekki farið á vatnaskíði því hún fann ekkert
vatn með brekku
3. gat ekki unnið í apoteki því lyfjaflöskurnar
pössuðu ekki í ritvélina
4. varð yfir sig ánægð þegar hún kláraði púsluspil á
6mánuðum.. því það stóð 4-6 ára á kassanum
5. var föst í rúllustiga í 4 tíma útaf því að
rafmagnið fór af
6. gat ekki hringt í 112 því að hún fann ekki 12 á
símanum
7. þoldi ekki M&M því það er svo leiðinlegt að taka
utan af þeim
8. slasaðist alvarlega þegar hún var að raka saman
laufum... hún datt niður úr trénu
9. hvað þyðir "brrrúmmm.... skrenss! brrrrúúúúmmmm!!!.....
skrens... brúúúmmm... skrens..? ljóska á bíl við
blikkandi rautt ljós
10. tvær ljóskur læstu lyklana sína inní bílnum og
voru að reyna komast inní hann... önnur sagði, "við
verðum að vera fljótar, það er að fara að rigna og
toppurinn er niðri !!" |
|
Maður
hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim "misstu 5 kg
á 5 dögum" pakkann. Daginn eftir er barið á dyrnar
hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára
snót í engu nema Nike hlaupaskóm. Um hálsinn á henni
hangir skilti sem á stendur "...Ef þú nærð mér, þá
máttu eiga mig". Hann lætur ekki segja sér það
tvisvar og stekkur á eftir henni. Eftir nokkra
kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst
upp. Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum
næstu 4 dagana og það sama gerist í hvert skipti. Á
fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann
hefur misst 5 kg. Hæstánægður með árangurinn hringir
maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim
"misstu 10kg á 5 dögum" pakkann. Næsta dag er bankað
á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta
og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð.
Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó. Um hálsinn
á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér,
þá máttu eiga mig". Eins og elding tekur hann á rás
á eftir skvísunni. Hún er auðvitað í fantaformi og
þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki. Næstu
fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst
smám saman í betra form. Á fimmta degi vigtar hann
sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10
kg. Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og
hringir og pantar "misstu 25 kg á 7 dögum" pakkann.
"Ertu alveg viss?"spyr sölumaðurinn " Þetta er
erfiðasta prógrammið okkar" "Ekki spurning" svarar
félaginn, "mér hefur ekki liðið svona vel í mörg
ár". Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann
opnar stendur risastór, helmassaður karlmaður fyrir
utan í engu nema bleikum hlaupaskóm. Um hálsinn á
honum hangir skilti sem á stendur "Ef ég næ þér, er
rassinn á þér MINN!" Félaginn missti 32 kg í þeirri
viku. |
|
Maður sem lyktaði eins og bruggverksmiðja kom inn á
Subway og settist við hliðina á presti. Bindið á
manninum var drullugt, andlitið allt út í rauðum
varalit og hálffull ginflaska stóð út úr vasanum á
rifna jakkanum hans. Hann opnaði dagblað og byrjaði
að lesa. Eftir nokkrar mínútur snýr maðurinn sér að
prestinum og spyr, heyrðu faðir, hvað veldur
liðagigt?. Herra minn, henni veldur of mikið
næturlíf, að vera með ódýrum og rugluðum konum, of
mikið alkóhól og fyrirlitning á náunganum. Ég er svo
hissa sagði hálffulli maðurinn og hélt áfram að lesa
dagbaðið. Presturinn fór að hugsa um hvað hann hefði
sagt við manninn og ákvað að biðjast fyrirgefningar.
Ég biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að vera svona
ruddalegur, hvað hefurðu haft liðagigt lengi spurði
presturinn. Ég er ekki með liðagigt, ég var að lesa
að páfinn hefði hana. |
|
Þegar tannlæknirinn hennar Kristjönu lét af störfum
þurfti hún eðli málsins samkvæmt að verða sér úti um
nýjan tannlækni til að taka við skoðununum og
viðgerðunum. Þegar hún beið á biðstofunni hans á
leið í fyrsta tímann lét hún augun reika um
biðstofuna og rak m.a. augun í vottorð tannlæknisins
sem bar m.a. fullt nafn hans. Skyndilega mundi hún
eftir þessum hávaxna og myndarlega strák er bar sama
nafn og hafði verið með henni í bekk í
gagnfræðaskóla um það bil 40 árum fyrr. Hún var því
orðin nokkuð spennt þegar henni var boðið inn í
stólinn en þegar hún bar manninn augum varð henni
ljóst að ekki var um sama mann að ræða. Þessi
gráhærði maður, sem aðeins var byrjaður að fá
skalla, og skartaði djúpum hrukkum í andlitinu, var
alltof gamall til að hafa getað verið með henni í
bekk. Kristjana gat þó ekki hætt að hugsa um þetta
og þegar hann hafði lokið við að hreinsa tennur
hennar spurði hún hann hvort hann hefði gengið í
gagnfræðiskólann í hverfinu. - Hann játti því.
"Hvenær útskrifaðist þú?" spurði Kristjana þá. -
"Árið 1962," svaraði hann að bragði. "Nú?" hváði
hún. "Þú hefur þá verið í bekknum mínum." - "Nújá,"
sagði hann og horfði rannsakandi á Kristjönu. "Og
hvað kenndir þú?" |
|
Ríkisstarfsmenn eru margir hverjir óánægðir með nýtt
netfangakerfi hjá ríkinu. Það er víst þannig að
notaðir eru 9 stafir, svo att-merkið og nafn
viðeigandi stofnunar. Stafirnir 9 eru þrír fyrstu úr
fornafni starfsmanns, svo þrír fyrstu úr
föðurnafni/eftirnafni og svo þrír fyrstu stafirnir
úr starfsheiti.
Heyrst hefur
að Rúnar Karlsson, sérfræðingur sé hættur. |
|
Prestur
vaknaði á sunnudags morgni og nennti engan vegin í
messu
þannig að
hann hringdi í annan prest og sagðist vera veikur og
gæti engan vegin komist í messu
og hvort að
hann gæti komið í staðinn fyrir hann.
Þegar að
hinn presturinn sagðist geta gert þetta fyrir hann
þá lagði hann tólið á og fór í gólffötin
og var búin
að laumast alla leið upp á golfvöll og
þá sagði
lykla pétur við guð. "ætlarðu að láta hann komast
upp með þetta guð" rólegur pétur"
svo sló
presturinn 451 jarða og holu í höggi.
"þá sagði
lykla pétur aftur" guð ætlarðu að láta hann komast
upp með þetta.
vertu
rólegur pétur hann getur ekki sagt neinum frá þessu |
|
Kona kom með
kornabarn til læknis í skoðun."Hann er svolítið of
léttur",sagði læknirinn,er hann á pela eða brjósti?
Brjósti sagði konan. Láttu mig sjá brjóstin,sagði
læknirinn. Hún fór úr að ofan og hann strauk og
hnoðaði brjóstin á henni góða stund, og sagði
svo:Það er engin mjólk í brjóstunum á þér.
Ég veit,sagði konan,ég er amma hans, en ég er fegin að
ég skyldi koma. |
|
Systir
Margrét, sem er nunna, fer til himna og fregnar að
þar sé biðröð. Lykla-Pétur segir við hana: "Skrepptu
nú niður á jörðina aftur og taktu það rólega í
nokkrar vikur. En hafðu samband við mig vikulega."
Viku síðar hringir hún og segir: "Lykla-Pétur, þetta
er systir Margrét. Það er allt með kyrrum kjörum,
fyrir utan að ég reykti eina sígarettu."
"Það gerir nú ekkert til. Hringdu eftir viku."
Næst hringir hún og segir: "Pétur, þetta er
Margrét...ég fékk mér nokkur glös í gærkvöldi, ég
vona að það sé í lagi."
Lykla-Pétur svarar: "Ég býst við að við fyrirgefum
það. En þú ættir að komast inn eftir um það bil
viku."
Vikur síðar hringir hún:"Pési minn, þetta er Magga.
Við skulum bara gleyma þessu." |
|
Sissó var
eitt sinn að segja frá frækinni veiðiferð til
Afríku...
" Ég vaknaði eina nóttina við það að ofaná mér lá sú
stærsta og ógeðslegasta eiturslanga sem ég hef
nokkurntímann séð" og hvað gastu gert heyrðist
spurt?...
ég sá strax að ég gat ekkert gert svo ég hélt bara
áfram að sofa. |
|
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög
mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum. Hann
lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti
útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu.
Hann bætti svo við að hann myndi fara ítarlega í
verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því
að mæta of seint væri ef dauðsfall hefði orðið í
fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja
einhvern í rúmið.
Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og
spurði:,,En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir
geggjað kynlíf, kennari?"
Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með
að hafa valtað yfir kennarann.
Þegar nemendurnir höfðu jafnað sig eftir hláturinn ,
leit kennarinn á gæjann og sagði:
"Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa
með hinni hendinni."
|
|
Rauðhetta og úlfurinn. Einu
sinni þegar Rauðhetta fór í gegnum skóginn sem oftar
til ömmu sinnar,
varð hún vör við dökka þúst
sem titraði og stundi bak við tré sem var rétt við
göngustíginn.
Halló! hver er þarna kallaði
Rauðhetta í átt að trénu. Hún sér þá að úlfur lítur
skömmustulega upp.
Ert þetta þú ljóti úlfur segir
Rauðhetta í hneykslunartón og bætir við " Svakalega
ert þú með stór eyru"
Úlfurinn tekur þá undir sig
stökk og hverfur inn í skóginn.
Þegar Rauðhetta hefur gengið
dágóða stund, sér hún að úlfurinn er að kíkja á bak
við tré svo augun voru eins og undirskálar.
" Svakalega ert þú með stór
augu ljóti úlfur" sagði Rauðhetta við hann.
Úlfinum brá svo við að heyra
þetta, að hann tók undir sig stökk og var horfinn
inn í skóginn með það sama.
Þegar Rauðhetta er kominn að
hliðinu heima hjá ömmu sinni, sér hún dökka þúst
iðandi með tilheyrandi stunum bak við
hliðarstaurinn.
Ert þetta þú aftur ljóti úlfur
sagði Rauðhetta.
Við þetta brá úlfinum svo
mikið við, að hann leit á Rauðhettu eins og aumingi
með galopin kjaftinn og kom ekki upp orði.
" Svakalega ert þú með stórar
tennur ljóti úlfur" sagði Rauðhetta mikið hissa. Þá
hvæsti úlfurinn framan í hana og sagði
" Hvað er að þér, er ekki hægt
að fá frið til að skíta.?" |
|
Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var
fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of
Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo
stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að
njóta þess.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur
helvíti til sín hita.
Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að
sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles
sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en
hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi
skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis
breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni
þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að
sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið
út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá
kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar
sálir úr helvíti. Hinsvegar til að áætla hversu
margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða
mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest
þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert
ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis.
Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum
og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum
trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir
fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og
dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í
helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á
breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja
að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist
sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi
við fjölda sálna sem bætast við. Þetta gefur okkur
tvo möguleika: 1. Ef helvíti er að stækka með minni
hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti
og þrýstingur að hækka þar allt fer til helvítis. 2.
Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem
inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í
helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig,
hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane
bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í
fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég
sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún
svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera
svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi
frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin
á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar
frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini
valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og
sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir
að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig
"Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A. |
|
Ef
vinnudagurinn hefur verið hræðilegur prófaðu þá
þetta:
Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson &
Johnson hitamæli, enga aðra tegund. Þegar þú ert
komin/n heim lokaðu þá að þér, dragðu gluggatjöldin
fyrir og taktu símann úr sambandi. Farðu í mjög
þægileg föt, t.d. íþróttagalla, og leggstu upp í
rúmið þitt. Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á
náttborðið. Taktu bæklinginn sem fylgir og lestu
hann. Þú munt sjá að neðst stendur með litlum stöfum
: Allir endaþarmsmælar frá Johnson & Johnson
fyrirtækinu eru persónulega prófaðir.
Lokaðu nú augunum og segðu upphátt :
" Eg gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki á
prófanadeildinni hjá Johnson & Johnson fyrirtækinu."
Endurtaktu þetta fjórum sinnum.
Hafðu það svo gott og mundu að það er alltaf einhver
sem er í verra starfi en þú. |
|
Elsku mamma,
Fyrir ári síðan lét ég skipta um alla glugga í
húsinu okkar. Ég keypti þessa dýru tvöföldu með
orkuspanandi einangrunarhúðinni. Svo, ég meina það
sko, þá hringdi verktakinn sem seldi mér rúðurnar í
gær. Hann sagðist hafa lokið verkinu fyrir einu ári,
og ég hefði enn ekki borgað honum eina krónu.
Þó ég sé ljóska þarf ekki að þýða að ég sé
nautheimsk. Ég sagði honum að flinki og vel talandi
sölumaðurinn hans sem hefði talað við mig, hefði
fengið mig til þess á grundvelli þess að þessar
rúður myndu borga sig upp sjálfar á einu ári.
Hallóó!? Núna er nefnilega liðið nákvæmlega eitt ár!
Þá kom löng þögn í símann, svo ég lagði bara á.
Hann hringdi vitanlega ekki tilbaka, hann vill
náttúrlega ekki viðurkenna hversu vitlaus hann sé!
|
|
Íri hafði verið að drekka á barnum allt kvöldið. Að
lokum sagði barþjónninn að verið væri að loka
barnum. Írinn stendur því upp, en dettur strax aftur
á gólfið. Hann reynir einu sinni enn, en með sama
árangri. Loks ákveður hann að skríða á fjórum fótum
út af barnum. Kannski myndi ferskt loft hressa hann
við. Þegar hann er kominn út stendur hann upp, en
dettur aftur á götuna, þannig að hann ákveður bara
að skríða heim til sín. Þegar hann er kominn heim að
útidyrahurðinni heima hjá sér reynir hann að standa
upp, en dettur strax aftur. Hann skríður þess vegna
inn í svefnherbergi. Þegar hann kemur heim að rúminu
reynir hann enn einu sinni að standa upp, en dettur
strax í rúmið og sofnar. Morguninn eftir vaknar hann
við það að konan hans stendur yfir honum og segir:
„Þú hefur verið á fylliríi enn eina ferðina!!!" „Af
hverju heldurðu það?" segir Írinn og setur upp
sakleysislegan svip. „Það var verið að hringja frá
barnum. Þú gleymdir hjólastólnum þínum þar." |
|
Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það?" spyr apótekarinn.
"Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er
byrjaður að halda framhjá mér."
"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess," segir
apótekarinn, "jafnvel þó að hann sé farinn að halda
framhjá þér."
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum
samförum við konu apótekarans.
"Ó," segir apótekarinn, "ég gerði mér ekki grein
fyrir því að þú værir með lyfseðil." |
|
Jónas setti
upp verksmiðju í heimabæ sínum og fór að ráða
starfsmenn. Hann auglýsti í staðarblaðinu og tók
fram að hann ætlaði bara að ráða kvænta karlmenn.
Kvenréttindafrömuður bæjarins sá þessa auglýsingu og
fannst rétt að tala við Jónas tveim hrútshornum. Hún
hringdi í hann og spurði hann "Af hverju ætarðu að
ráða bara kvænta karlmenn? Er það vegna þess að þú
telur konur aumari, heimskari,
geðstirðari . eða hvað er málið? "Nei, alls ekki,
kona góð," sagði Jónas. "Það er vegna þess að þeir
kunna að hlýða skipunum, eru vanir að láta traðka á
sér, vita hvenær þeir eiga að halda kjafti og fara
ekki í fýlu þegar ég öskra á þá." |
|
Guðrún fór í læknisskoðun á heilsugæslustöðina.
Læknirinn byrjaði á að spyrja hversu þung hún væri
og Guðrún sagðist vera 55 kg. Læknirinn lét hana þá
stíga á viktina sem sýndi 94 kg. Næst spurði
læknirinn hversu há Guðrún væri. 168 cm svaraði hún.
Læknirinn bað hana að standa upp við vegg og mældi
hana með þar til gerðu málbandi. Niðurstaðan var 155
cm. Því næst mældi læknirinn
blóðþrýstingin hjá Guðrúnu og tilkynnti henni að
þrýstingurinn væri allt of hár. Nú var nokkuð fokið
í sjúklinginn sem sagði æst í bragði: Já ertu
eitthvað hissa á því. Þegar ég kom hingað var ég há
og grönn og núna er orðin lítil og feit.....
|
|
Dag einn,
þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti
hún fingurbjörgina sína útí ána. Hún hrópaði upp
yfir sig í örvæntingu og henni til mikillar undrunar
birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers vegna
grætur þú ? Saumkonan svaraði að fingurbjörgin
hennar hefði fallið í vatnið og hún þyrfti á
fingurbjörginni að halda svo hún gæti aðstoða bónda
sinn við að afla tekna til heimilisins.
Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með
gullfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?"
spurði Drottinn. Saumakonan svaraði neitandi og þá
hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með
demantsfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?"
spurði Drottinn en saumkonan neitaði því. Enn hvarf
drottinn ofan í vatnið og kom nú upp með
silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta væri sú
rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög
ánægður með sannsögli konunnar og færði henni allar
fingurbjargirnar þrjár til eignar að launum, og
saumkonan hélt glöð heim á leið.
Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir
árbakkanum með eiginmanni sínum, datt hann í ána.
Þegar hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu, birtist
Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna hún gréti?
"Æi guð, maðurinn minn datt í ána". Guð stakk sér í
ána og kom til baka með Mel Gibson. "Er þetta
eiginmaður þinn?" spurði hann. "Já" hrópaði
saumakonan.
Drottinn reiddist. "Þú lýgur" sagði hann. "Æ,
fyrirgefðu Drottinn, þetta á sér sínar skýringar.
Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei við Mel Gibsons,
hefðir þú næst komið með Tom Cruise og ef ég hefði
sagt nei við honum, þá hefir þú komið með eiginmann
minn. Ef ég hefði sagt já við honum þá hefðir þú
gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki lengur
eins hress og ég var þegar ég var yngri hefði ég
aldrei getað sinnt þeim öllum þremur. Þess vegna
sagði ég já við Mel Gibson.
Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af
heiðvirðum ástæðum og öðrum til heilla. Þetta er
okkar skoðun og við stöndum við hana |
|
Það er
náttúrlega nauðsynlegt að færa lestrarbækurnar til
nútímans svo börnin finni sig í þeim:
Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til
Egils Daða því hún var að verða of sein að
sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður
og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom
blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa
Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra
Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir
skruðningar - "#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega
mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var
Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi
nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin
alltof sein í afmælið. |
|
Eins og
venjulega fór Eddi snemma í háttinn, kyssti konuna
góða nótt og steinsofnaði. Seinna um nóttina vaknar
hann og sér gamlan mann inn í
svefnherberginu,klæddan í hvítan kufl. "Hvað í
andskotanum er tu að gera í svefnherberginu mínu ?"
segir Eddi reiður. "Þetta er ekki
svefnherbergið þitt," segir maðurinn, "þú ert kominn
til himna og ég er Lykla-Pétur." "HVAÐ? Ertu að
segja að ég sé dauður ? Ég vil ekki deyja... ég er
allt of ungur og á eftir að gera svo margt," segir
Eddi. " Ef ég er dauður þá vil ég að þú sendir mig
til baka á stundinni!"
"Það er nú ekki svo einfalt," Svarar Pétur. Þú getur
aðeins snúið tilbaka sem hestur eða hæna. Eða haldið
áfram að vera dauður auðvitað. Eddi hugsaði
þetta í nokkrar mínútur og komst að því að það er
örugglega ekkert auðvelt líf að vera hestur, úti að
hlaupa allan daginn með einhvern á bakinu, svo af
tvennu illu þá væri líklegra betra að snúa aftur sem
hæna. Það væri ábyggilega letilíf.
"Ég vil snúa aftur sem hæna..." samstundis var Eddi
kominn í hænsnakofa með fallegar fjaðrir og allar
græjur. En almáttugur hva ð honum var illt í
afturendanum. Það var eins og hann væri að springa!
Þá kemur haninn....
"Hæ þú hlýtur að vera ný hérna. Hvernig hefurðu það?
"Allt í lagi býst ég við" Svarar Eddi en mér finnst
eins og rassinn á mér sé að springa!
"Þú ert bara að fara að verpa. Hefurðu aldrei verpt
áður?
Nei hvernig geri ég það?
"Gaggaðu tvisvar og þrýstu svo af öllu afli" Svarar
haninn. Og Eddi gaggar tvisvar og rembist svo eins
og hann eigi lífið að leysa. skömmu síðar
liggur hans fyrsta egg á gólfinu. "Vá segir Eddi
þetta er meiriháttar svo gaggar hann aftur tvisvar
og byrjaði að rembast og eitt egg í viðbót liggur á
gólfinu.
Þegar hann gaggar í þriðja sinn heyrir hann konuna
sína öskra: "Vaknaðu Eddi, í öllum bænum. Þú ert
búin að skíta út um allt rúm! |
|
Kona í loftbelg villist af
leið.
Hún lækkaði flugið og sá mann einn á jörðu niðri.
Hún lækkaði sig enn meira kallaði á manninn.
"Afsakið, en getur þú hjálpað mér? Ég átti stefnumót
við vinkonu mína fyrir klukkutíma, en ég veit ekki
hvar ég er stödd!"
Maðurinn svaraði: Þú ert í
rauðum loftbelg í ca 30 feta hæð yfir jörðu
á 64º 09´ 117” norðlægrar breiddargráðu og 21º 57´
144” vestlægrar lengdargráðu.
"Þú hlýtur að vera
tæknimaður." sagði konan.
"Já það er ég,"
svaraði maðurinn, " en hvernig vissir þú það?
Thja," sagði konan, "
allt sem þú hefur sagt, er tæknilega rétt, en ég hef
ekki hugmynd um það hvernig ég á að nota
upplýsingarnar. Staðreyndin er, að ég veit ekki enn
hvar ég er og það eina sem ég hef fengið út úr okkar
samtali er að mér hefur seinkað enn meira."
Maðurinn á jörðinni
svaraði um hæl: " Þú hlýtur að vera
samfylkingarkona."
"Það er ég," svaraði
konan, "en hvernig vissir þú það?"
"Það er svosem einfalt.
Þú veist ekki hvar þú ert stödd, né hvert þú
stefnir. Þú kemst ferðar þinnar á loftinu einu. þú
ert búin að gefa loforð, sem þú ert ekki fær um að
efna, og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig
leysi þitt vandamál. Staðreyndin er, að þú ert í
sömu sporum og þú varst áður en að þú hittir mig en
allt í einu er það mér að kenna. |
|
Lárus var orðinn aldraður miljónamæringur og
kvæntist átján ára stúlkukind. Hann var nokkuð
ánægður með ráðahaginn, en eftir nokkrar vikur sagði
hún honum að hún færi frá honum ef hún fengi ekki
alvöru ástaratlot hið fyrsta. Þá lét hann
bílstjórann sinn aka sér til mjög frægs sérfræðings.
Sérfræðingurinn hann dr Jens skoðaði Lárus hátt og
lágt og sprautaði hann síðan með sérstakri útgáfu af
Viagra Simplex 10. "Sjáðu nú til," sagði læknirinn.
"eina leiðin til að ná honum upp er að segja 'Bíp'
og til að gera hann mjúkan aftur segirðu 'Bíp-bíp'."
"Þetta er stórkostlegt!" sagði Lárus .
"Já, en ég verð að vara þig við," sagði dr Jens.
"Þetta virkar ekki nema þrisvar áður en þú deyrð."
Á leiðinni heim gerði Lárus sér grein fyrir því að
hann mundi hvort eð er ekki lifa þrjá drætti, svo
hann ákvað að prófa hvort þetta virkaði. Hann sagði
"Bíp!" og undir eins fékk hann þessa ótrúlega flottu
flaggstöng. Hann brosti ánægjulega og sagði "Bíp-bíp,"
til að losna við hann. Hann var farinn að hlakka til
að koma heim. En þá kom lítill gulur Volkswagen-bíll
upp að hliðinni á limósínunni og flautaði einu sinni
"Bíp" og bíll á hinni akreininni svaraði með "Bíp-bíp"
og þar með var annar farinn.
Lárus varð nú hræddur og sagði bílstjóranum að flýta
sér. Þegar heim kom flýtti hann sér inn til að fá
síðasta góða dráttinn sinn. "Elskan mín," kallaði
hann, "ekki spyrja neins, farðu bara úr fötunum og
leggstu í rúmið." Hún sá að eitthvað stóð til og
gerði eins og hann sagði. Hann klæddi sig úr og elti
hana inn í herbergi. Þegar hann klifraði upp í rúmið
sagði hann "Bíp," og var stór og stinnur.
Hann var um það bil að byrja á konunni sinni ungu
þegar hún sagði "Hvaða 'Bíp-bíp' kjaftæði var þetta? |
|
Það var heitt í veðri og
ljóskan var á rölti um bæinn þegar
hún sá gossjálfsala og ákvað að nota tækifærið
og fá sér
ískalt gos. Hún gengur upp að sjálfsalanum og
setur pening
í raufina.
Peningurinn rennur út
aftur. Þetta gerist í hvert skipti
hjá henni þegar hún setur pening í raufina, en
alltaf gerir
hún þetta aftur og aftur-pening í og hann rennur
úr, pening
í og hann rennir út...
Þar sem það var mjög heitt
í veðri og margir að hugsa það
sama og ljóskan, að fá sér kalt að drekka var
komin röð
fyrir aftan hana. Einn ungur maður sem var orðin
ferlega
þreyttur og þyrstur segir ljóskunni að fara
drífa sig því
það séu fleiri sem þurfi að komast að.
“Ekki að ræða það,” segir
ljóskan um hæl og bætir
við....”Ég er að vinna fullt af pening, sérðu
það ekki?”
|
|
Hilmar í steypó
kemur til sálfræðings og segir "Læknir mér
finnst einsog allir séu að tala um að ég sé með
svo stóra fætur"
Svona,svona vinur farðu úr skónum og leggðu þeim
á bílastæðið og komdu svo og ræddu við mig
Hann Pétur liðstjóri er búinn að vera monta sig
af nýja hundinum frá Akureyri og er spurður útí
nýja hundinn... "Svo hann er svona
einstakur, kann hundurinn þinn að tefla kannski?
Pétur; Ég get ekki sagt það, í morgun vann ég
hann í fjórum skákum af sex!! |
|
Óli
litli var nýbyrjaður í 1. bekk, hann horfir á
kennarann sinn skrifa á töfluna og segir:
"Fröken, þú hefur rakað þig undir hendinni."
Kennarinn verður súr á
svipinn en segir svo við Jóa: "Svona talsmáta
vil ég ekki heyra, farðu heim og komdu ekki
aftur fyrr á morgun."
Daginn eftir sá sá Jói
litli kennarann lyfta hinni hendinni og segir:
"Þú hefur líka rakað þig undir hinni hendinni."
Kennarinn verður aftur
súr á svipinn og segir við Jóa litla: "Farðu
heim og komdu ekki aftur fyrr en á mánudaginn."
Á mánudeginum þegar
Jói litli mætir í skólann stendur kennarinn og
skrifar á töfluna, hún missir krítinni og beygir
sig því niður til að taka hann upp aftur. Jói
litli pakkar saman í töskuna sína, gengur að
dyrunum og segir: "Við sjáumst í 2. bekk.!!" |
|
Kæri sonur,
Ég skrifa þetta bréf
hægt af því að ég veit að þú getur ekki
lesið mjög hratt. Við búum ekki lengur þar
sem að við bjuggum þegar þú fórst að heiman.
Pabbi þinn las í blöðunum að flest slys
gerast innan við 20 mílur frá heimilunum,
þannig að við fluttum. Ég get ekki sent þér
heimilisfangið af því að fjölskyldan sem bjó
hérna á undan okkur tók húsnúmerið þegar þau
fluttu til þess að þau þyrftu ekki að breyta
heimilisfanginu sínu.
Veðrið er ekki slæmt
hérna. Það rigndi bara tvisvar í síðustu
viku; í fyrsta skipti í þrjá daga og í
seinna skiptið í fjóra daga.
Varðandi jakkann sem
þú vildir að ég sendi þér, þá sagði Stjáni
frændi þinn að hann væri of þungur til að
senda í pósti með tölunum, þannig að við
klipptum þær af og stungum þeim í vasana.
Jón læsti lyklunum
sínum inni í bílnum í gær. Við erum öll mjög
áhyggjufull vegna þess að það tók tvo tíma
að ná okkur pabba þínum út.
Systir þín eignaðist
barn í morgun; en ég hef ekki enn komist að
því hvers kyns það er þannig að ég veit ekki
hvort það er frænka eða frændi. Barnið lítur
alveg eins út og bróðir þinn...
Annars er ekki mikið
meira í fréttum. Það hefur ekkert mikið
gerst.
Ástarkveðjur,
mamma.
P.S. Ég ætlaði að
senda þér peninga en ég var búin að loka
umslaginu
|
|
Kona í eldri kantinum kom til heimilis
læknisins síns og bað hann um
getnaðarvarnarpillur. Læknirinn varð
íbygginn á svip og segir: En frú Jónína.
Kona á áttræðis aldri þarf varla að
óttast getnað. Nei, ég nota þær svo ég
sofi betur. Hmm. Hvernig geta svona
pillur haft áhrif á svefninn? Jú sagði
sú gamla. Ég lauma þeim í kvöldteið hjá
dóttur minni. Þá sef ég betur. |
|
Villta
Vigga hringir í junkfélaga sinn og
segir. Hurðu Gulli. Ég á í vandræðum
hér. Ég keyrði á hettumáf, og hann er
kolfastur í grillinu á bílnum og
spriklar enn. Farðu í skottið og náðu í
felgulykilinn segir Gulli, sláðu hann í
hausinn þar til hann hættir að sprikla.
Rífðu hann þá úr grillinu og hentu honum
út fyrir veg. Málið dautt... Skömmu
síðar hringir Vigga aftur. Hurðu Gulli.
Það er enn problem hér. Nú? Já ég kann
ekki að slökkva á blikkljósunum á
mótorhjólinu hans. |
|
UnBorgarstúlka kom í heimsókn á sveitabæ
og var að líta á dýrahaldið. Segið mér
herra minn, af hverju hefur þessi kýr
ekki horn. Það geta legið ýmsar ástæður
fyrir því, af hverju kýr hafa ekki horn.
Af sumum eru hornin söguð af. Aðrar eru
fæddar kollóttar. En viðvíkjandi þessari
þá er það vegna þess að þetta er hestur. |
|
Gutti við Nonna. Mamma er með stóran
munn. Pabbi sagði í gærkvöld „elskan
mín, þú er með báða tómadana mína í
munninum". Iss segir Nonni. Það er
ekkert. Mamma mín getur verið með heilan
standlampa í munninn sinn. Nú, segir
Gutti. Já hún sagði við pabba í
gærkvöldi. „Elskan, slökktu á lampanum,
ég ætla að taka hann í munninn". |
|
Ungur maður réði
sig til starfa í verslun og var mættur
til vinnu fyrsta daginn.
Verslunarstjórinn rétti honum kúst, og
sagði honum að sópa gólfið. En, mótmælti
ungi maðurinn. Ég er með háskólagráðu..
Oh, fyrirgefðu. Réttu mér kústinn, ég
skal sýna þér hvernig maður gerir |
|
Anna , skipaði Kalla sínum til Dr
Lárusar læknis því henni fannst hann
drekka of mikið og illa.
Kalli fór á endanum til læknisins.
Dr Lárus sagði honum að ef hann héldi
svona áfram þá yrði hann ekki gamall.
Þegar Kalli kom heim spurði Anna hvað
læknirinn hefði sagt:
“Ja hann vill að ég haldi bara áfram
drykkjunni, það heldur mér víst ungum”!! |
|
Palli litli sat hjá pabba sínum, honum
jóni og spyr pabba sinn:
Hvað er á milli fótanna á mömmu?
Jón svaraði með dreymnum svip “paradís:”
Palli litli spyr pabba sinn aftur.”Hvað
er á milli fótanna þinna ?
Jón svarar glaðklakkalegur :”Það er nú
sonur sæll ,lykillinn að paradís:”
Palli litli segir þá : “Smá ráð pabbi.
Ég myndi þá skipta um lás, því að
nágranninn er með auka lykilinn! |
|
Kona fann Alladín-lampa liggjandi í
fjörunni. Hún tók hann upp, pússaði hann
og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig
andi. Furðu lostin konan spurði hvort
hún fengi þrjár óskir uppfylltar. Andinn
svaraði: " Neeei--- vegna verðbólgu,
stöðugs samdráttar, lágra launa í löndum
þriðja heimsins og heiftarlegrar
samkeppni um allan heim, get ég aðeins
veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér
nú ? " ... Án þess að hika sagði konan :
" Ég óska friðar í Mið-austurlöndum.
Sérðu þetta kort ? Ég vil að þessi lönd
hætti að berjast hvert við annað."
Andinn leit á kortið og hrópaði : "
VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig
manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði
í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti,
en svona rosalega máttugur er ég ekki !
"Ég held að þetta sé ekki
framkvæmanlegt, þú verður að óska þér
einhvers annars. " Konan hugsaði sig um
augnablik og sagði svo: " Okey, ég hef
aldrei getað fundið rétta manninn, þú
veist : sem er tillitsamur,
skemmtilegur, finnst gaman að elda,
hjálpar til við að þrífa húsið, er góður
í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er
ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er
mér trúr. Já, það sem ég óska mér er :
Góður maður ! " Andinn gaf frá sér langt
andvarp og sagði : " Láttu mig sjá þetta
fjandans kort " |
|
Ég og
bóndinn vorum stödd á nautgripasýningu
og voru þar nokkur naut í röð.
-Hjá fyrsta
nautinu stendur á skilti : Þessi hefur
gert það 130 sinnum yfir árið, ég gaf
bóndanum olnbogaskot....
-næsta naut er
með skilti sem á stendur 210 sinnum yfir
árið, og aftur fékk bóndinn olnbogaskot
...
-á þriðja
stendur svo 365 sinnum yfir árið, og þá
hnippti ég nú almennilega í karlinn.....
Já.. já..
segir sá gamli.... það er nú ekki eins
og þau séu alltaf með sömu helvítis
beljunni . . |
|
Gömlu mennirnir Siggi og Jói, voru í
þann veginn að hefja leik golfvellinum
þegar Siggi gamli segir: Heyrðu mig Jói
minn,ert þú ekki með ágæta sjón?
Jú,jú,svarar Jói gamli.
Það er fínt,segir Siggi gamli.
Ég sé orðið fremur illa,værir þú til með
að segja mér hvar kúlan mín lendir.
Já,já,ekkert mál,segir Jói.
Siggi undirbýr nú höggið og slær, og
spyr síðan Jóa
Sérðu kúluna?
Já.
Og er hún lent?
Já,já.
Siggi bíður .
Og hvar lenti hún? spyr Siggi.
Jói svarar: Ha …. kúlan …. Jói klórar
sér í hausnum ….. ég …. bara man það
ekki. |
|
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að
útskýra ritgerðarefni fyrir nemendum
sínum. Allir ættu að skila á réttum
tíma, og engar afsakanir væru teknar
gildar. Mesti gæinn í bekknum rétti upp
höndina og spurði: ”En hvað ef maður er
gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf?”
Kennarinn leit
ekki einu sinni upp og svaraði:
“Ég býst við
að þú þurfir þá bara að læra að skrifa
með hinni hendinni.” |
|
Tveir drengir komu
í lyfjaverslun og báðu um dömubindi
Afgreiðslumaðurinn spurði eldri
drenginn; „Hvað ertu gamall“?
„Átta“ svaraði stráksi.
Afgreiðslumaðurinn: „Veistu til hvers
þetta er notað“?
Stráksi svaraði: „Ekki alveg, þetta er
ekki fyrir mig sko,
... þetta
er fyrir hann, og benti á yngri
strákinn,
Hann er
sko fjögurra ára.
Við sáum
í sjónvarpinu ef maður notar svona getur
maður bæði hjólað og synt en hann getur
hvorugt
... þetta
er fyrir hann, og benti á yngri
strákinn,
Hann er
sko fjögurra ára.
Við sáum í
sjónvarpinu ef maður notar svona getur
maður bæði hjólað og synt en hann getur
hvorugt |
|
Tveir menn sitja á
ísnum og eru að veiða í gegnum vök. Eins
og karlmanna er siður þá þurfa þeir ekki
að vera síblaðrandi en eftir langa þögn
segir annar: Ég held að ég verði að
skilja við kerlinguna mína.
Af hverju" spyr þá
hinn
" Hún hefur ekki
talað við mig í tvo mánuði" svarar
karlinn.
Þá kemur löng þögn
en svo segir vinurinn:
þú ættir nú að
hugsa þig vel um. Svona konur eru ekki
hverju strái! |
|
Ljóskan var að
keyra í Hafnarfirði þegar löggan
stoppaði hana og bað um að fá að sjá
ökuskírteinið hennar.
Hvað er það? -
spurði hún.
Það er svona
bleikt með mynd af þér.
Hún leitaði í
veskinu þangað til hún fann bleika
púðurdós, tók hana upp og opnaði og leit
í spegilinn.
Er það þetta?
spurði hún.
Löggan tók
dósina og leit í spegilinn og segir svo.
Nú! Ekki vissi
ég að þú værir í lögreglunni!! |
|
Vel klæddur
lögfræðingur fór inn á bar og pantaði
martini og sá að við hliðina á honum sat
róni sem muldraði og glápti á eitthvað í
hendinni á sér.
Lögfræðingurinn
hallaði sér lengra að honum og heyrði að
róninn sagði, þetta lítur út eins og
plast, síðan rúllaði hann því á milli
fingranna á sér og sagði síðan, en þetta
er eins og gúmmí viðkomu.
Lögfræðingurinn
spurði forvitinn, hvað ertu með þarna
manni?
Róninn sagði, Ég hef ekki hugmynd en það
lítur út eins og plast en er eins og
gúmmí viðkomu.
Má ég sjá,
sagði lögfræðingurinn og róninn lét hann
fá þetta.
Lögfræðingurinn rúllaði því milli
fingranna á sér og skoðaði þetta
gaumgæfilega. Já, þetta lítur út eins og
plast en er eins og gúmmí viðkomu en ég
veit ekki hvað þetta er, hvar fékkstu
þetta eiginlega? |
|
Drukkinn maður
gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi
heldur til, sest við barinn og pantar
sjúss.
Hann lítur í kring
um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara
sitjandi við borð. Hann stendur upp ,
staulast að borðinu, hallar sér fram,
horfist í augu við stærsta, ljótasta, og
illvígasta mótorhjólatöffarann og segir:
“Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og ég
sá hana á ganginum kviknakta. Maður
minn, hún
er stykki sem stingandi er í!”..
Mótorhjólatöffarinn horfir á hann og
segir ekki orð. Félagar hans eru
undrandi, því hann er hörkunagli og er
vanur að efna til slagsmála út af litlu
tilefni. Sá fulli hallar sér yfir borðið
aftur og segir:
“Ég fékk
það hjá ömmu þinni og hún er góð í
rúminu, sú besta sem ég hef nokkur tíma
prófað!”.
Félagar
mótorhjólatöffarans eru að verða alveg
brjálaðir úr reiði, en
mótorhjólatöffarinn segir ekki orð. Sá
fulli hallar sér yfir borðið einu sinni
enn og segir:
“Ég skal
segja þér svolítið annað, drengur minn,
ömmu þinni fannst það helvíti gott!”
Þá stendur
mótorhjólatöffarinn upp, tekur um
axlirnar á þeim fulla, Horfir í augun á
honum og segir…
“Afi,…….
Farðu heim, þú ert fullur” |
|
Ítalskur maður
labbar inn á uppáhalds veitingastaðinn
sinn.
Hann kemur auga á
gullfallega konu sem situr ein við
borð.Hann veifar þjóninum og segir honum
að færa henni dýrasta rauðvín hússins
vitandi það að eftirleikurinn verði
auðveldur.
Konan lítur á hann
og byrjar að skrifa honum orðsendingu:
Ef ég á að þiggja þessa flösku þarft þú
að eiga Mercendes í bílskúrnum, miljón í
bankanum og 7 tommur í nærbuxunum.
Maðurinn las
bréfið og sendi til baka:
Bara svo að þú
vitir þá á ég Ferrari Testarosa, BMV
850il og, Mercedes 560Elí í bílskúrunum,
plús ég á miljarða í banka en jafnvel
fyrir svona fallega konu eins og þig
myndi ég aldrei láta taka af 3 tommur,
sendu bara flöskuna til baka |
|
Hermaður
staðsettur í Afganistan fékk svokallað
„Kæri Jón“ bréf að heiman frá
kærustunni. Það hljómaði svona: Kæri Jón
Ég get því miður ekki haldið sambandi
okkar áfram. Fjarlægðin á milli okkar er
bara of mikil. Ég verð að viðurkenna að,
frá því þú fórst, hef haldið framhjá þér
tvisvar og það er ekki sanngjarnt fyrir
hvorugt okkar. Mér þykir þetta mjög
leitt. Vertu svo vænn að senda til baka
mynd.. |
|
Kona á
fimmtugsaldri fer til lýtalæknis til að
fá sér andlitslyftingu. Læknirinn segir
henni frá splunkunýrri aðgerð sem
kallast "Takkinn". Hún felist í því að
litlum takka sé komið fyrir aftan á
höfðinu og honum megi snúa hvenær sem er
til að strekkja á húðinni í andlitinu.
Þegar húðin fer að slakna aftur má svo
bara snúa meira. Með þessu móti geti
konur losnað við að koma aftur og aftur
í andlitslyftingu.
Konan vildi ólm fá "Takkann".
Fimmtán
árum síðar kemur konan aftur til
læknisins, með tvö vandamál. Takkinn
hefur virkað vel í öll þessi ár. Í hvert
skipti sem mér finnst húðin vera að
slakna, sný ég takkanum og húðin verður
slétt og fín. Nýlega er ég samt komin
með poka undir augun sem takkinn virðist
ekki ráða við. "Þetta eru ekki
augnpokar, heldur brjóstin á þér", segir
læknirinn. "Núúú", svarar konan, "ég
býst við að það útskýri hökutoppinn". |
|
5 ára gamall maður vaknar upp á
afmælisdaginn sinn og fer fram á bað og
horfir í spegilinn.
Þú lítur vel út miðað við aldur,horfir
svo niður á lappirnar á sér og þakkar
þeim fyrir að hafa borið hann öll þessi
ár. Síðan horfir hann á
fermingarbróðurinn og segir: "Þú ættir
afmæli í dag ef þú værir ekki dauður |
|
Guðrún fór í læknisskoðun á
heilsugæslustöðina.
Læknirinn byrjaði á að spyrja hversu
þung hún væri og Guðrún sagðist vera 55
kg. Læknirinn lét hana þá stíga á
vigtina sem sýndi 94 kg.
Næst spurði læknirinn hversu há Guðrún
væri. 168 cm svaraði hún.
Læknirinn bað hana að standa upp við
vegg og mældi hana með þar
til gerðu málbandi.
... Niðurstaðan var 155 cm.
Því næst mældi læknirinn blóðþrýstingin
hjá Guðrúnu og tilkynnti henni að
þrýstingurinn væri allt of hár.
Nú var nokkuð fokið í sjúklinginn sem
sagði æst í bragði:
Já ertu eitthvað hissa á því.
Þegar ég kom hingað var ég há og grönn
og núna er ég orðin lítil og feit..... |
|
Gamall kúreki í
fullum skrúða kom inn á krána, fór beint
á barinn og pantaði sér whisky.
Þar sem hann situr
og dreypir á drykknum kemur ung og
glæsileg kona og pantar sér drykk og
spyr gamla kúrekan hvort hann sé alvöru
kúreki?
Hann segir já, það
er ég og hef ég verið alla mína ævi. Ég
hef alla tíð stundað búgarð minn, rekið
kúahjarðir, verið á hestbaki, reist
girðingar, já ég er alvöru kúreki segir
hann........... Eftir smá stund spyr
kúrekin dömuna: Hver ert þú?
Ég hef nú
aldrei verið á búgarði, svo ég er ekki
kúreki sagði unga konan,,,,,,,,,, en ég
er lesbía.
Ég eyði
öllum mínum tíma í að hugsa um kvenmenn,
alveg frá því ég vakna á morgnana, þegar
ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar
ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er
kominn í rúmið á kvöldin, hvað sem ég
geri þá hugsa ég stöðugt um konur.
Stuttu
seinna fer unga konan og kúrekinn pantar
sér annan drykk.
Nokkru
síðar kemur par og sest við barinn og
maðurinn spyr gamla kúrekann hvort hann
sé virkilega alvöru kúreki?
Það hef ég
nú alltaf haldið,,,,,,,,,,,,,,,
þangað til rétt áðan að ég komst að því
að ég er LESBÍA. |
|
Sissó var eitt sinn að segja frá
frækinni veiðiferð til Afríku...
" Ég vaknaði eina nóttina við það að
ofaná mér lá sú stærsta og ógeðslegasta
eiturslanga sem ég hef nokkurn tímann
séð" og hvað gastu gert heyrðist
spurt?...
ég sá strax að ég gat ekkert gert svo ég
hélt bara áfram að sofa.... |
|
Hann Heiðar var orðinn þreyttur á að
segja forvitnu fólki hvað hafi komið
fyrir löppina á honum svo að þegar eldri
kona kemur til hans og spyr svarar
Heiðar " Jú frú mín góð ég féll útbyrðis
af bát og þá kom syndandi til mín hákarl
sem læsti kjaftinum utanum aðra löppina
á mér" Og hvað gerðuð þér spyr konan
skelkuð " Auðvitað lét ég hann hafa
löppina, mér er bölvanlega við að eiga í
illdeilum við Hákarla |
|
Hjalti hjá spákonu....." Þú verður
óhamingjusamur þar til þú verður 55 ára"
Hjalti... hvað gerist þá???
spákonan.... þá hefurðu vanist því!!!!! |
|
Getum ekki
lokað kistunni.....
Magga fór með
manninn sinn Jónas til læknisins vegna
þess að hann var orðinn dálítið gamall
og litli vinurinn hans var hættur að
geta lyft sér upp. Læknirinn skoðaði
Jónas vandlega og fann mikið til með
Möggu.
...
Hann sagði við hana „Samkvæmt
niðurstöðum rannsóknarinnar, þá á Jónas
stutt eftir, en vegna þess að ég finn
til með þér, þá skal ég gefa þér dropa
sem þú getur notað til að síðustu
dagarnir ykkar saman verði góðir.“ Hann
rétti henni lyfseðil. „Settu þrjá dropa
af þessu út í mjólkina hans áður en hann
fer að sofa og ég lofa þér að þú finnur
muninn.“ Magga þakkaði lækninum mikið og
vel fyrir og fór út með Jónas.
Tveim
vikum seinna kom Magga aftur til
læknisins og hann spurði hana hvernig
þetta hefði gengið. Magga roðnaði en
sagði síðan „Ja, ég setti dropana í
mjólkina hans og þetta hafði nákvæmlega
þau áhrif sem þú sagðir. En fyrir mistök
setti ég þrjátíu dropa í staðinn fyrir
þrjá, og nú getum við ekki lokað
kistunni. |
|
Ég skrapp í smá skoðun á helvíti um
daginn og mér til mikillar furðu var
helvíti allt þakið klukkum en engin
sýndi sama tíma eða gekk á sama hraða,
svo ég spurði skrattann af hverju þetta
væri svona og hann sagði
"ja í hvert skipti sem einhver á
jörðinni segir eitthvað dónalegt færist
vísirinn á hans klukku um 1 mínútu"
svo ég stóðst ekki mátið um að sjá
klukkuna mína og jú eitthvað hreyfðist
hún nú, svo ég bað um að sjá klukkuna
hjá Hjalta og hreyfðist hún álíka hratt,
svo bað ég um að sjá klukkuna hans Ella
en þá sagði skrattinn
" Sko klukkan hans Ella er eiginlega
inní svefnherbergi hjá mér ég nota hana
sem viftu!!!
Einhverju síðar fór ég í skoðunarferð
til himnaríkis og rakst ég þar á 3 gamla
vinnufélaga, fyrst hitti ég Hrólf og var
hann að kela við eina þá allra ljótustu
konu sem ég hef á æfi minni séð og ég
varð að spyrja af hverju hann væri að
þessu " Þetta er refsing mín fyrir að
svíkja undan skatti" svarar hann þá,
aðeins lengra sé ég Ella og er hann með
enn hrikalegri kerlingu svo ég spyr hann
hvað hann hafi gert " Skattsvik" svarar
Elli, áfram held ég og hitti þá hann
Hjalta en hann er með alveg svakalega
flotta ljósku uppá arminn svo ég spyr
"Hvað gerðir þú eiginlega til að hljóta
þetta" þá svarar ljóskan "
Skattsvik!!!!!! |
|
Ungur maður ákvað að sýna konunni sinni
að hann gæti verið duglegur heima fyrir
og ætlaði að setja bol í þvottavélina en
kunni ekki á kerfin í vélinni svo hann
kallar í konuna og spyr " elskan hvað á
ég að stilla vélina á?? hún svarar "
Hvað stendur á bolnum" hann "
Húsasmiðjan!!! |
|
2 yfirmenn sitja heima hjá þeim
þriðja og eru að metast um syni sína,
"sonur minn er yfirmaður verðbréfasviðs
í vinnunni sinni og gengur svo vel að
hann gaf vini sínum um daginn nýjan bíl"
segir sá fyrsti, það er ekkert segir
annar sonur minn er forstjóri í sínu
fyrirtæki og gengur svo vel að um daginn
gaf hann vini sínum íbúð sá þriðji hafði
verið að ná í bjór og settist nú hjá
hinum 2 og spyrja þeir hann hvernig
gengi nú hjá syni hans ," jú einsog þið
vitið er sonur minn atvinnulaus hommi en
honum gengur samt mjög vel hann er með 2
gaura í takinu núna og um daginn gaf
annar honum nýjan bíl en hinn gaf honum
íbúð!!!! |
|
Starfsmenn sitja á bar og eru að metast
um hvor geti sett stærri hlut uppí *** á
sér, ég get sett heilan banana uppí ****
á mér segir annar, það er ekkert segir
hinn ég get sett heila gúrku uppí **** á
mér, þá heyrist í þeim þriðja sem hafði
setið álengdar og hlustað á hina 2 "
strákar þið eruð viðvaningar " og renndi
sér svo niður barstólinn...... |
|
Forstjóri coka cola, gáfaðasti maður
heims, prestur og 10 ára gamall
skólastrákur á leið í skólaferðalag eru
í flugvél þegar vélin gefur sig og
einungis 3 fallhlífar um borð, Ég er of
mikilvægur til að deyja og verð því að
fá eina fallhlíf segir forstjórinn og
stekkur svo út, ég er of mikilvægur til
að deyja og verð því að fá fallhlíf
segir gáfaðasti maður heims og stekkur
út þá segir presturinn við strákinn" guð
mun bjarga mér því mátt þú fá síðustu
fallhlífina" þá segir strákurinn " það
eru enn 2 fallhlífar eftir gáfaðasti
maður heims stökk út með skólatöskuna
mína!!!! |
|
Lögreglumaður á Akranesi gengur fram á
hann Tóta þar sem hann er að skríða í
kringum ljósastaur svo löggan spyr hvað
hann sé að gera " ég týndi lyklunum
mínum segir Tóti svo löggan hjálpar Tóta
að leita en finnur enga lykla svo löggan
spyr hvar hann hafi týnt lyklunum "
einhverstaðar þarna lengra í burtu segir
Tóti og bendir eitthvað útí bláinn svo
löggan spyr af hverju hann sé þá að
leita í kringum ljósastaurinn " jú það
er miklu meira ljós hérna!!! |
|
Einhverju sinni er Tóti á fylliríi og er
orðinn áfengislaus, hann gengur niður í
fjöru og finnur þar flösku svo hann
opnar flöskuna en úr henni kemur andi
mikill sem gefur honum 2 óskir fyrir að
hleypa sér úr flöskunni Tóti hugsar sig
lengi um og segir svo " ég vil fá bjór
sem aldrei tæmist og ég get aldrei týnt"
púff bjórinn kominn svo Tóti prufar
hann, hann hellir og hellir en aldrei
tæmist flaskan svo reynir hann að kasta
henni en hún kemur alltaf aftur þá segir
Tóti Vá ég vil fá aðra!!! |
|
Farandssölumaður á ferðalagi finnur
gamlan lampa og þegar inn á hótel er
komið fer hann að pússa af honum og
birtist við það mikill andi, andinn
gefur honum eina ósk fyrir að losa sig
úr prísundinni, eitthvað virtist óskin
standa á sér að koma þegar það er allt í
einu bankað að dyrum og fyrir utan eru 3
ku klux klan menn sem segja" are you the
man who want´s to be hung like a
nigga!!!! |
|
Hann Steini hafði verið að skemmta sér í
bænum og náði sér í svaka gellu sem hann
fór síðan með heim til hennar, þegar
þangað var komið fóru þau að fækka fötum
og þegar allir spjarir voru farnar af
hélt gellan áfram að taka hluti af,
fyrst tók hún af sér hárkollu og setti á
kommóðu síðan tók hún úr sér tennurnar
og setti á kommóðuna svo annað augað,
síðan fóru gerfi brjóstin upp á kommóðu
gerfi hendi og gerfi fótur fóru sömu
leið þegar öllu þessu var lokið lagðist
hún uppí rúm og spurði Steina hvort hann
ætlaði ekki að koma til sín, þá sagði
Steini " ég er bara að ákveða mig hvort
ég eigi að snúa mér að þér eða
kommóðunni!!!!!! |
|
Eiginmaðurinn horfði stöðugt á
sauðdrukkna konu sem sat á næsta borði
og veifaði ginflöskunni óspart. Þekkirðu
hana? spyr eiginkonan. Já stynur
eiginmaðurinn, þetta er fyrrverandi
konan mín. Hún byrjaði að drekka eftir
að við skildum fyrir 7 árum og ég hef
heyrt að það hafi ekki runnið af henni
síðan. Guð minn almáttugur segir
eiginkonan, hverjum hefði getað dottið í
hug að manneskja gæti fagnað svona lengi |
|
3 trúarleiðtogar eru saman í flugvél
þegar vélin fer að hrapa og engar
fallhlífar um borð, fyrst gengur fram
leiðtogi kaþólikka og segir guð mun
bjarga mér þar sem mín trú er sönn og
stekkur út kemur til hans engill og
segir þú munt lifa af, lendir hann í
vatni og lifir af, þá gengur fram
leiðtogi mótmælenda og segir guð mun
bjarga mér því mín trú er sönn og
stekkur út þá kemur til hans engill sem
segir þú munt lifa af, lendir hann í
heysátu og lifir af, þá gengur fram
leiðtogi gyðinga og segir guð mun bjarga
mér því mín trú er sönn, stekkur út og
kemur til hans engill og segir þú munt
lifa af en hann lendir á húsi og deyr,
alveg fokvondur stendur hann við gullna
hliðið og heimtar útskýringar á því af
hverju guð hafi ekki bjargað honum,
engill hafi komið og lofað því, lykla
Pétur opnar stóra bók og segir " ég skal
athuga hvaða engill var á vakt" HITLER,
HITLER komdu aðeins hérna ........ |
|
Kennarinn var að reyna að kenna góða mannasiði, spurði hún nemendur sína
eftirfarandi spurningu:"Maggi, ef þú
værir á stefnumóti með fallegri ungri
dömu, hvernig myndir þú segja henni að
þú þurfir að fara á klósettið?"Maggi
sagði:" Augnablik Ég verð að fara pissa.
"Kennarinn brást við með því að segja:"
Það myndi vera dónaskapur og
ókurteisi.... ... Hvað um þig Sigmar.
Hvernig myndir þú segja það?......
"Sigmar sagði: " Afsakið, en ég þarf
virkilega að fara á klósettið. Ég kem
strax aftur.""Það er betra, en það er
samt ekki mjög gott að segja orðið
klósett við matarborðið.Og þú, litli Jón
er hægt að nota heilann í þér einu sinni
og sýna okkur góðu mannasiðina þína?
""Ég myndi segja: Elskan, má ég
forfallast eitt augnablik ég þarf að
taka í hendur á kærum vini mínum, sem ég
vonast til að geta kynnt fyrir þér eftir
kvöldmatinn?." |
|
Svíi, Dani og Íslendingur eru að metast
um hver eigi bestu læknana, fyrst segir
Svíinn " í Svíþjóð missti maður einn
handlegg og læknar græddu á hann nýjan
handlegg og nú spilar þessi maður með
handboltaliði Svía" þá segir Daninn " í
danmörku missti maður annan fótinn og
læknar græddu á hann nýjan fót og nú
spilar hann með landsliðinu í fótbolta"
það er ekkert segir Íslendingurinn, á
Íslandi missti maður einn höfuðið og
læknar græddu á hann kálhöfuð og núna er
þessi maður á Alþingi Íslendinga!!!!! |
|
Hann Pétur liðstjóri var í útreiðartúr
þegar hesturinn fældist útaf mús og
reynir að stíga á hana en pétur kippir í
tauminn og bjargar músinni en við það
breytist músin í óskadís sem segir"
fyrir að bjarga mér veiti ég þér 3
óskir" Pétur óskar sér strax að eignast
kastala fullan af gulli og púff hann
birtist, svo vil ég 1000 yngismeyjar
segir hann og púff þær birtast, svo vil
ég vera jafn vel niðurvaxinn eins og
hesturinn minn og púff óskadísin hverfur
við síðustu óskina, pétur virðir
nýfenginn auð sinn fyrir sér lítur svo
niður í buxurnar á sér og öskrar " Fór
ég ekki á andsk.....merinni í
morgun!!!!!!! |
|
Ég er ekki að segja að Sissó sé of
feitur en hann notar vigtina í
steypuskálanum til að vigta sig og þegar
hann setur á sig belti þarf hann að nota
búmerang, já ég vil ekki meina að hann
sé neitt sver en þegar hópmyndin var
tekin af vaktinni þurfti að taka eina
með gerfihnetti svo Sissó kæmist fyrir á
myndinni og um daginn mætti ég honum í
kerskálanum og ætlaði að beygja framhjá
honum en varð rafmagnslaus á rafbílnum á
leiðinni ég vil ekki meina að hann borði
of mikið en allir veitingastaðir með
hlaðborð eru með mynd af honum við
innganginn og loka þegar sést til hans,
já svo vil ég ekki segja að hann sé
neitt fátækur en ég mætti honum á gangi
um daginn og hann var að sparka í dós
svo ég spurði hvað hann væri að gera þá
sagðist hann vera að flytja....... |
|
Kiddi starði sorgmæddur á typpið á sér
og sönglaði:
"Við fæddumst saman. Við urðum
fullorðnir saman. Við giftumst saman.
Hví, ó hví þurftir þú að deyja á undan
mér....???? |
|
Á salernisaðstöðu á fínum veitingastað
standa viðskiptafræðingur, lögfræðingur
og bóndi hlið við hlið og nota
pissuskálarnar.
Viðskiptafræðingurinn klárar, rennir upp
og byrjar að þvo, eða bókstaflega
skrúbba á sér hendurnar... alveg upp að
olnbogum. Notaði síðan um það bil 20
bréf til að þurrka sér. Hann snýr sér að
hinum og segir, "Ég gekk í Harvard. Þar
kenndu þeir okkur að vera hreinlegir."
Lögfræðingurinn kláraði og bleytti
fingurgómana, greip eitt bréf og sagði,
"Ég lærði í Princeton, þar kenndu þeir
okkur að vera umhverfisvænir."
Bóndinn renndi upp og á leiðinni út
segir hann, "Ég lærði á Hvanneyri. Þar
var okkur kennt að pissa ekki á puttana
á okkur." |
|
Hvernig lauk rifrildinu á milli ykkar
hjónanna?
-Hún kom skríðandi til mín.
-Og hvað sagði hún?
-Komdu undan rúminu, bölvaður auminginn
þinn !! |
|
Drukkinn maður gengur inn á bar, eftir að hafa horft á konu í nokkra stund
gengur hann að henni og kyssir hana. Hún
stekkur upp og gefur honum utanundir.
„Afsakaðu“,
segir hann,“Ég hélt þú værir konan mín.
Þú lítur alveg eins út“.
Konan byrjar
þá úthúða honum, kallar hann öllum illum
nöfnum, aumingja og fylliraft.
„Fyndið“,
segir hann þá, „þú hljómar meira segja
eins og hún“ |
|
Daddi litli fór með ömmu sinni að leiði
afa síns. Og eftir að hafa verið hugsi
smá stund, spyr hann ömmu sína: ,,Amma
heldurðu að það sé bjór á himninum? ,,Ég
á nú ekki von á því, vinur!" ,,Frábært!
Þá verður hann ekki lengi þarna uppi. |
|
Badda bleika spurði Gúnda sinn:Þegar ég dey ætlar þú þá að giftast aftur?"Já
ábyggilega" svarar Gúndi.Badda:ætlarðu
að leifa henni að sofa í rúminu
okkar?"Já alveg örugglega"svarar
Gúndi.Ætlarðu að leifa henni að keyra
bílinn okkar?"Já auðvitað"svarar
hann."Ætlarðu að leifa henni að nota
golfsettið mitt,spyr Badda..Gúndi
gasalegi:Nei hún Hólmfríður hatar
golf... |
|
Einn daginn gekk gömul kona inn í búð og
greip hundamat svo fór hún að borga
fyrir það og gjaldkerinn sagði þú færð
ekki að kaupa hundamatinn við þurfum
vísbendingar um að þú sért með hund, svo
hún fór út og náði í hundinn og hún fékk
hundamatinn Daginn eftir sama gamla
konan og ætlaði að kaupa kattamat og
gjaldkerinn sagði þú getur ekki keypt
þennan kattamat við þurfum vísbendingar
um að þú eigir kött, svo hún fór heim og náði í köttinn og hún fékk kattarmatinn .
Næsta dag kom sama gamla konan aftur og
hún var með kassa með sér í þetta
skiptið hún labbaði upp að gjaldkeranum
og sagði gjaldkeranum að stinga
fingrinum inní kassann svo hún gerði það
svo sagði gamla konan hvað finnst þér,
þetta er hlýtt og mjúkt sagði
gjaldkerinn, já akkurat sagði gamla
konan get ég vinsamlegast fengið
salernispappír. |
|
Móðir gekk fram hjá lokaðri
herbergishurð dóttur sinnar, og heyrði
undarlegt suð berast út úr herberginu.
Hún opnaði dyrnar og fékk áfall. Dóttir
hennar var að leika sér með víbratorinn
sinn.
Hún öskraði á
hana: “Hvað í ósköpunum ertu að gera?”
Dóttirin
svaraði: “Mamma, ég er þrjátíu og fimm
ára gömul, ógift og þessi hlutur, er það
eina, sem ég á sem mér finnst koma nærri
því eiga eiginmann. Viltu
gjöra svo vel að fara og lofa mér að
vera í friði.”
Næsta dag
gekk faðir stúlkunnar fram hjá
herbergishurðinni hennar og heyrði þetta
sama undarlega suð. Sama sjón blasti við
honum og konunni hans daginn áður og
hann varð alveg agndofa. Áður en hann
gat komið upp orði sagði dóttirin:
“Pabbi, ég er þrjátíu og fimm ára, ógift
og þessi hlutur er það eina sem ég á sem
mér finnst koma nærri því að eiga
eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara
og lofa mér að vera í friði.”
Nokkrum
dögum síðar kom konan heim úr frá að
versla, lagði frá sér vörurnar á
eldhúsbekkinn, og heyrði þá þetta suð
sem hún hafði áður heyrt, koma frá
sjónvarpsherberginu. Hún fór að athuga
þetta og sá manninn sinn sitja í sófanum
og horfa á sjónvarpið. Víbratorinn lá
við hliðina á honum í sófanum, suðandi
eins og vitfirringur.
“Hvern
andskotann ertu að gera maður”, sagði
hún.
“Ég er að
horfa á fótboltann með tengdasyni
mínum”, sagði hann
|
|
Eitt kvöldið var
mér boðið út. Og sko bara með stelpunum.
Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin
um miðnætti. Jæja, tíminn leið og það
var mikið drukkið af kampavíni. Um
þrjúleytið um nóttina var ég orðin
pöddufull, og ég ákvað að drífa mig
heim. Um leið og ég gekk inn fyrir
dyrnar byrjaði gauksklukkan okkar að
gala og auðvitað galaði gaukurinn
þrjú,,kú-kú". Þegar ég heyrði það þá
reiknaði ég með
að hann myndi vakna, svo að ég,
kú-kú-aði níu sinnum til viðbótar. Ég
var ótrúlega stolt af sjálfri mér að
hafa fengið þessa snilldarhugmynd til
þess að sleppa við nöldur næsta dag.
Daginn eftir spurði maðurinn minn mig
hvenær ég hefði komið heim, og ég sagði
honum að ég hefði komið klukkan 12, eins
og samið var um. Hann virtist alveg
sáttur við það og ég hugsaði með mér:
Hjúkk ég komst upp með þetta. En þá
sagði hann: Við þurfum að fá okkur nýja
klukku. Þegar ég spurði hann hvers
vegna, sagði hann: Sko í gærkveldi
galaði gaukurinn þrisvar, sagði
síðan,,SJITT"; galaði fjórum sinnum til
viðbótar, ræskti sig, galaði aftur
þrisvar, flissaði, galaði tvisvar sinnum
enn og datt síðan um köttinn og PRUMPAÐI |
|
Menntaskólakennari
hafði nýlokið við að útskýra
ritgerðarefni fyrir nemendum sínum.
Allir ættu að skila á réttum tíma, og
engar afsakanir væru teknar gildar.
Mesti töffarinn í
bekknum rétti upp höndina og spurði: ”En
hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir
geggjað kynlíf?” og ætlaði greinilega að
slá kennarann út af laginu en kennarinn
leit ekki einu sinni upp og svaraði:
“Ég býst við að þú
þurfir þá bara að læra að skrifa með
hinni hendinni“ |
|
Kona ein hringdi á lögreglustöðina og
vildi láta lýsa eftir manni sínum.
Lögreglumaðurinn tók niður allar
upplýsingar , en spurði síðan,,
eru einhver skilaboð sem við getum fært
honum?
Já svaraði konan segið honum að móðir
mín sé hætt við að koma um jólin !
|
|
Jón fór inná bar
og pantaði sér bjór,
Þar sat maður sem var svaka niðurdreginn
og hélt á pínulitlum hesti.
Vá hvar fékkstu þennan pínulitla,
skrýtna hest ? Spurði Jón.
Og maðurinn svaraði niðurdreginn
... ... Æ.. það var bara maður í lampa
þarna hinum megin í ruslahaugnum, sagði
hann og strauk litla hestinn.
Jón stökk að ruslahaugnum fann þar
eldgamlan og hrörlegan lampa og þegar
hann strauk hann þá kom enn eldri og
hrörlegri andi uppúr lampanum og sagði
titrandi röddu
"Hvers viltu óska þér?"
Jón sagði
Ég óska þess að ég sé með fulla vasa af
peningum !
-Og andinn sagði titrandi rómi..
-verði þín ósk.
Jón fann að vasarnir tútnuðu út..
Hann varð ofsa glaður og kallaði !
-Ég býð öllum í drykk ! Þegar hann
ætlaði að fara að borga fór hann með
höndina í vasann en hvað !! Hann kom upp
með fullar hendur ef teningum !
TENINGAR!!FULLIR VASAR AF TENINGUM!!!!
Þá sagði dapri maðurinn á barnum...
Hélstu virkilega að ég hefði beðið um 30
cm langt tryppi ! |
|
Í menntaskólanum var eldri kennari sem
byrjaði allar kennslustundir á því að
segja brandara. Þeir voru flestir í
grófari kantinum og stúlkunum mislíkaði
þetta. Eitt sinn ákváðu stúlkurnar í
einum bekknum að ganga út og kæra
kennarann næst þegar hann segði grófan
brandara.
Kennarinn fékk
ávæning af þessu og næst þegar hann
mætti í kennslustund sagði hann um leið
og hann gekk inn í kennslustofuna:
„Góðan daginn, hafið þið heyrt að það er
alvarlegur skortur á hórum í Færeyjum?"
Stúlkurnar
stóðu allar upp og byrjuðu að ganga út.
„Bíðið rólegar stelpur," sagði
kennarinn,
„það er ekkert flug til Færeyja fyrr en
á morgunn!"
|
|
Konan var að horfa á matreiðsluþátt í
sjónvarpinu, þegar maðurinn kom heim.
Hann sagði: Til hvers ertu að horfa á
svona þátt, þú sem kannt ekki að elda.
Hún svaraði:
Núúú......þú horfir nú á klámmyndir... |
|
Kennari sem er að kenna lögfræði:
“Vitið þið hver er refsingin við
tvíkvæni?” ,spurði hann nemendurna.
Einn neminn réttir upp höndina og
svarar:
Tvær tengdamömmur |
|
Miðaldra hjón lágu upp í rúmi og karlinn
horfir niður á bringuhárin sem eru
aðeins farin að grána og segir: „Ef ég
hefði fleiri grá hár á bringunni, þá
væri ég orðinn ellilífeyrisþegi" Konan
lítur á karlinn og svarar um hæl: "Ef þú
horfir aðeins neðar vinur, þá sérðu að
þú ert orðinn öryrki“. :) |
|
Hjón í sumarfríi
fóru í bústað á Þingvallavatni
Eiginmanninum fannst best að veiða við
sólarupprás. Konunni fannst gaman að
lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn
aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar
og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki
ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að
fara á bátnum og sigla út á vatnið.
...Hún siglir stutta vegalengd út á
vatnið, setur út akkerið og kemur sér
vel fyrir
og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur
veiðivörður siglandi að henni á bát
sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að
gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók"
svarar hún (og hugsar með sér hvort það
sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu
veiðisvæði" segir vörðurinn. "Fyrirgefðu
en ég er ekki að veiða, ég er að lesa"
segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert
með allar græjur, hvað veit ég nema að
þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég
verð að fá þig í land svo ég geti gert
skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá
verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!"
svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig
" segir vörðurinn forviða. "Það er rétt
en þú hefur allar græjur og hvað veit ég
nema að þú byrjir eftir skamma stund".
"Hafðu það gott í dag frú" sagði
vörðurinn og sigldi á brott. Boðskapur
sögunnar: Aldrei rífast við konu sem
les. Það er mjög líklegt að hún geti
líka hugsað !! |
|
65 ára gamall maður vaknar upp á
afmælisdaginn sinn og fer fram á bað og
horfir í spegilinn.Þú lítur vel út miðað
við aldur,horfir svo niður á lappirnar á
sér og þakkar þeim fyrir að hafa borið
hann öll þessi ár. Síðan horfir hann á
fermingarbróðurinn og segir: "Þú ættir
afmæli í dag ef þú værir ekki dauður |
|
Ein aðal
ástæða þess að jólasveinninn er alltaf
hlæjandi og brosandi er vegna þess að
hann VEIT hvar allar óþekku stelpurnar
eiga heima!!! |
|
Tvær konur á
elliheimili voru að ræða saman og ákváðu
að gera eitthvað "villt" önnur sagðist
ætla að æsa karlanna aðeins upp og
hlaupa nakin um setustofuna. Og gerði
hún það. Tveir karlar sem sátu þar litu
upp og sagði annar, var þetta ekki hún
Gunna sem hljóp hér í geng? Jú það held
ég , sagði hinn. Sástu í hverju hún var?
Nei , svaraði hinn, en hvað svo sem það
var þá sýndist mér ekki veita af því að
strauja það. |
|
Hann; - Ég er búin að kaupa legsteininn
þinn og á honum stendur;
Hér hvílir Badda „köld“ eins og
vanalega.
Hún; - Já er það?!?!? Ég er líka búin að
kaupa þinn, og á honum stendur. …..Hér
hvílir Gúndi „stífur“ í fyrsta sinn
!!!!! |
Nonni litli kom hlaupandi
heim til sín og brosandi út að
eyrum. Pabbi, pabbi ég fæ að leika í
skólaleikritinu fyrir
árshátíðina, hrópar Nonni litli himinlifandi.
Flott hjá þér Nonni minn og hvaða hlutverk færðu
svo?, spyr pabbi sem var stoltur af stráknum.
Ég á að leika mann sem hefur verið giftur í 25.
ár.
Æ... Nonni minn, segir pabbi dapur í bragði.
Kannski næst, þá færðu að leika hlutverk þar sem
þú færð að tala!
|