Drottinn Guð Bænir Trú Kristur Vísa Sálmur Sálmar Boðorðin

Jólasíða Guðbjargar Sólar

 

 

Íslenskir lagatextar

Íslenskir jólatextar

Islensk jólalög með textum

Jólatextar á ensku 1

Jólatextar á enski 2

Bænir og sálmar

Sérstök tónlistarmyndbönd

Bangsimon textar

Erlendir lagatextar

Ensk video og textar

Video, önnur tungumál

Senda okkur texta

 

Share on Facebook

 

 

Bænir, vögguvísur og sálmar.

 

Boðorðin tíu

 

Skírnarskipunin

 

 

Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.

Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkin mín,Drottinn, þóknist þér,
þau láttu allvel takast mér,
ávaxtasöm sé iðjan mín,
yfir mér vaki blessun þín.
(Hallgrímur Pétursson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þú, Guð sem stýrir stjarnaher
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni
(Valdimar Briem)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég tigna kærleiks kraftinn hljóða

Kristur sem birtist oss í þér

Þú hefur föður hjartað góða

Himnanna ríki opna mér

Ég tilbið undur elsku þinnar

Upphaf og takmark veru minnar.

Amen.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guð komi til mín 
og varðveiti mig frá öllu illu, 
til lífs og sálar 
þennan dag 
og alla tíma, 
í Jesú nafni, 
Amen. 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(Hallgrímur Pétursson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljúfi  Jesús, láttu mig 
lífs míns alla daga 
lifa þér og lofa þig 
ljúft í kærleiks aga. 
(Þorkell G Sigurbjörnsson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vertu, góði Guð, hjá mér,
gleði sönn er veitt af þér.
Gjörðu bjart mitt bernskuvor,
blessa, faðir, öll mín spor.

 

Alltaf veist þú um minn veg,
allt þú veist, sem tala ég,
öll mín verk sér auga þitt,
einnig hjartalagið mitt.
(Einar Jónsson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem Gullblómið grær
ekkert illt þar að finna
þó að flestum finnist fjær
þá vil ég á það minna

Kærleikans móðurmál
er Guð í þinni sál.
Guðdómsins viskuskál
er hjartans innsta bál.

Garðar Jónsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi faðir þér ég sendi.
Bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf Jesús, vertu hjá mér.

Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð,þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)     

 

 

 

 

 

 

 

 

Vaktu, minn jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt.
(Matthias Jochumsson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Láttu nú ljósið þitt
lýsa upp rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti
signaður Jesús mæti.
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vörn og skjól þar ég finn
(Hallgrímur Pétursson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Boðorðin tíu

1. Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.

2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.

3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.

4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.

5. Þú skalt ekki morð fremja.

6. Þú skalt ekki drýgja hór.

7. Þú skalt ekki stela.

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.

10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á.
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hið bjarta ljós sem berst til mín
með blessun sendi heim til þín
og með því kveðju kæra.
Megi það líkna og lækna þá
sem lífið kærleiksríka þrá.
Gleði og frið þeim færa

Guðm. Ingi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Passíusálmur

1.
Upp. upp, mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með.
Hugur og tunga hjálpi til.
Herrans pínu ég minnast vil.

2.
Sankti Páll skipar skyldu þá,
skulum vér allir jörðu á
kunngjöra þá kvöl og dapran deyð,
sem drottinn fyrir oss auma leið.

3.
Ljúfan Jesúm til lausnar mér
langaði víst að deyja hér.
Mig skyldi og lysta að minnast þess
mínum drottni til þakklætis.

4.
Innra mig loksins angrið sker,
æ, hvað er lítil rækt í mér.
Jesús er kvalinn í minn stað.
Of sjaldan hef ég minnst á það.

5.
Horfi ég nú í huga mér,
herra minn Jesú, eftir þér.
Dásamleg eru dæmin þín.
Dreg ég þau gjarnan heim til mín.

6.
Þú vildir ekki upphlaup hart
yrði, þegar þú gripinn vart.
Út í grasgarðinn gekkstu því.
Gafst þig í manna hendur frí.

7.
Af því læri ég að elska ei trekt
eigin gagn mitt, svo friður og spekt
þess vegna raskist. Þér er kært
þolinmæði og geð hógvært.

8.
Sorgandi gekkstu sagða leið.
Særði þitt hjarta kvöl og neyð.
Hlæjandi glæpa hljóp ég stig.
Hefur þú borgað fyrir mig.

9.
Vort líf er grasgarðs ganga rétt.
Gröfin er öllum takmark sett.
Syndugra leið ei leik þér að.
Lendir hún víst í kvalastað.

10.
Iðrunartárin ættu vor
öll hér að væta lífsins spor.
Gegnum dauðann með gleði og lyst
göngum vér þá í himnavist.

11.
Þá Jesús nú á veginum var,
við postulana hann ræddi þar,
henda mundi þá hrösun fljót.
Harðlega Pétur þrætti á mót.

12.
Frelsarinn Jesús fyrir sér,
þá fall og hrösun er búin mér.
Hann veit og líka lækning þá,
sem leysa kann mig sorgum frá.

13.
Aldrei, kvað Pétur, ætla ég
á þér hneykslast á nokkurn veg
þó allir frá þér falli nú.
Fullkomleg var hans lofun sú.

14.
Sú von er bæði völt og myrk
að voga freklega á holdsins styrk.
Án guðs náðar er allt vort traust
óstöðugt, veikt og hjálparlaust.

15.
Gef mér, Jesú, að gá að því,
glaskeri ber ég minn fésjóð í.
Viðvörun þína virði ég mest,
veikleika holdsins sér þú best.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Ó, ljóssins faðir, lof sé þér,
að líf og heilsu gafstu mér
og föður minn og móður.
Nú sest ég upp, því sólin skín,
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður!
     Matthías Jochumsson


 

 

 

 

 

 

 

 

 




Frelsarinn góði, ljós mitt og líf,
lífsins í stormum vertu mér hlíf,
láttu þitt auglit lýsa yfir mig,
láttu mig aldrei skiljast við þig.

Gjörðu mig fúsan, frelsari minn,
fúsari að ganga krossferil þinn,
fúsari að vinna verk fyrir þig.
Vinurinn eini, bænheyrðu mig.

    
Bjarni Jónsson
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skírnarskipunin

Jesús segir: “Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá til nafns föður, sonar og hins heilaga anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður. Og sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.”
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig,
Guð í faðmi þínum.

Vaki englar vöggu hjá,
varni skaðanum kalda,
breiði Jesús barnið á
blessun þúsundfalda.
 

Legg ég nú bæði líf og önd, 
ljúfi Jesús, í þína hönd, 
síðast þegar ég sofna fer 
sitji Guðs englar yfir mér
 
(Hallgrímur Pétursson)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Endar nú dagur, en nótt er nær
náð þinni lof ég segi, 
að þú hefur mér, Herra kær 
hjálp veitt á þessum degi 

Vertu nú yfir og allt um kring 
Með eilífri blessun þinni 
Sitji Guðs englar saman í hring 
Sænginni yfir minni. 
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum)

 

 

 

 

 

 

 

 

Æðruleysisbænin

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt...
kjark til að breyta því
sem ég get breytt...
og vit til að greina
þar á milli.

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



 

 

 


Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur, nærir,
eins og foldarblómin smá.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég trúi á Guð, föður almáttugan,
skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason,
Drottin vorn,
sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs, föður almáttugs,
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda,
heilaga almenna kirkju,
samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna,
upprisu mannsins
og eilíft líf.
Amen.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
 

Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað er að deyja.

 

Ég stend á strönd og horfi á skip sigla í morgunblænum út á hafið.

Það er falleg smíði og ég stend þar og horfi á það unz það hverfur

sjónum mínum út við sjóndeildarhring.

Það er farið!”

Farið!Hvert? Farið úr minni augsýn.

Það er allt og sumt.

Það er þó enn jafnstórt í möstrum, bol og siglutrjám og þegar ég sá það

Og getur flutt jafnmikinn farm og mannfjölda á ákvörðunarstað.

Minnkandi stærð og hvarf þess úr minni augsýn er í huga mér en ekki í því.

Og einmitt þegar einhver nálægur segir;

Það er farið!”

Þá eru aðrir, sem horfa á það koma og aðrar raddir heyrast kalla;

Þarna kemur það!”

Og þannig er að deyja.”

 

Brent biskup

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái' að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ, styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi' í mínu hjarta.
 

Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Faðir vorið.:

Faðir vor, þú sem ert á himnum,
helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
[Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin
að eilífu.]
Amen.

 

 

 

Faðirvorið á grísku, sennilega elsti skrái textinn:

Pater hēmōn, ho en tois ouranois
hagiasthētō to onoma sou;
elthetō hē basileia sou;
genethetō to thelēma sou,
hōs en ouranōi, kai epi tēs gēs;
ton arton hēmōn ton epiousion dos hēmin sēmeron;
kai aphes hēmin ta opheilēmata hēmōn,
hōs kai hēmeis aphiemen tois opheiletais hēmōn;
kai mē eisenenkēis hēmas eis peirasmon,
alla rhusai hēmas apo tou ponērou.
[Hoti sou estin hē basileia, kai hē dúnamis, kai hē doxa eis tous aiōnas;]
amēn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég krýp og faðma fótskör þína

Frelsari minn á bænastund

Ég legg sem barnið bresti mína

Bróðir í þína líknarmund

Ég hafna auðs og hefðarvöldum

Hyl mig í þínum kærleiks öldum.

 

            Höf:Guðmundur Geirdal

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Drottinn, lát mig vera verkfæri friðar þíns.
Hjálpa mér til að leiða inn kærleika,
þar sem hatur ríkir,
trú, þar sem efinn ræður,
von, þar sem örvæntingin drottnar


Hjálpa mér að fyrirgefa, þar sem
rangsleitni er höfð í frammi,
að skapa eindrægni þar sem sundrung ríkir
að dreifa ljósi þar sem myrkur grúfir
og flytja fögnuð þar sem sorgin býr.


Meistari, hjálpa mér að kappkosta ekki
svo mjög að vera huggaður sem að hugga,
ekki svo mjög að vera skilinn sem að skilja,
ekki svo mjög að vera elskaður sem að elska.


Því að það er með því að gefa að vér þiggjum
með því að fyrirgefa að oss verður fyrirgefið
með því að týna lífi voru að vér vinnum það.
Það er með því að deyja að vér
upprísum til eilífs lífs


AMEN
þýð. sr. Sigurjóns Guðjónssonar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heilagi faðir!  Borðbæn.

Lífið og heilsan er helgidómur, sem þú hefur gefið okkur,
því er allt heilagt sem viðheldur lífinu.
Gef okkur því visku til að njóta matar og drykkjar
með fögnuði og þakklátum huga og gæta jafnframt hófs.
Blessaðu líf okkar og starf og gef okkur náð og þrótt
til að vera trúir þjónar á akri þínum.
Send snauðum og sjúkum hjálp og syrgjendum huggun.
Blessaðu og helgaðu lífið sérhverja stund í Jesú heilaga nafni.

A M E N

Guðmundur L. Friðfinnsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brostu til barnsins litla,
sem bugast við táraský.
Það brosir aftur með opnum vörum
og augu þess ljóma á ný.

Brostu til sjúklingsins særða
er sársaukinn hnyklar brá,
hann brosir aftur og eymslin dvína
og örvast hans bata þrá.

Brostu til syrgjandans sollna,
er sýtir og harmar um nótt,
hann brosir aftur og sorgirnar sefast
og sálin fær nýjan þrótt.

Brostu til magnþrota mannsins,
sem mæðist á torsóttri leið,
hann brosir aftur og fjörgast á fæti
og finnst nú að brautin sé greið.

Brostu til félagans fallna
í foræði lasta og synd,
hann brosir aftur og lítur lífið
í ljósari fegurri mynd.

Brostu til örvasa öldungs,
sem allt virðist fokið á glæ,
hann brosir aftur og yngist í huga
og ellin fær ljúfari blæ.

Brostu til deyjandans dapra,
það dregur úr helstríði manns,
hann brosir aftur og brosið lifir
í brestandi augum hans.

Brostu, í hvívetna brostu,
því brosið á sefjandi afl,
en brostu þannig, að breytist sífellt
til batnaðar mannlífsins tafl.

Brostu til alls og allra
í árvakri mannúðargjörð,
og brosið mun birtast þér aftur
í brosi - frá himni - og jörð.

Magnús frá Skógi á Rauðasandi  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í grenndinni veit ég um vin sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.

Og yfir til vinarins aldrei ég fer,
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er
því viðtöl við áttum í símann.

En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.

?Ég hringi á morgun?, ég hugsaði þá,
?svo hug minn fái hann skilið?,
en morgundagurinn endaði á
að enn jókst á milli okkar bilið.

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.

Sjálfur ef vin þú átt góðan í grennd,
gleymdu ekki hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send,
er sannur og einlægur vinur.

Höf.: ókunnur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Drottinn, þú gefur og drottinn þú tekur,
Drottinn, vér lofum þitt heilaga nafn!
Drottinn, þú lífið og dauðann eins vekur,
Drottinn í vísdómi og kærleika jafn!
Drottinn, þú gleðina? sorgina sendir;
sælu von hvor tveggja í skauti sér ber.
Drottinn, þá lífstíðardags kemur endir,
dýrð lífs þú gefur um eilífð með þér.
 

Höf.: Ókunnur

 

 

Blítt mér kenn að biðja,
bænin veitir fró.
Indæl bænaiðja
eykur frið og ró.

Kenndu mér að krjúpa
kross þinn, Jesú við.
Láttu, Drottinn, drjúpa
dýrð í hjarta og frið.

Florentínus Hellzon.

björgvin Jörgensson þýddi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fylg mér Guð um farinn veg svo forðist slysin öll;
geymi mig náð hans guðdómleg
um grundir, byggð og fjöll.
Hans englar beri á höndum mig,
hvar sem um veginn fer,
varðveitandi frá villustig
vara taki á mér;
vegbróðir sjálfur veri minn
vegur, líf, ljós og sannleikurinn.
En þegar héðan halda fer
og heim til föðurlands,
taki þá hýrt í hönd á mér
heilsugjafarinn manns
og leiði inn í ljós með sér
svo lendi? eg í englakrans.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

 

 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

Sálmur 1: Um herrans Kristí útgang í grasgarðinn

Upp, upp, mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til.
Herrans pínu ég minnast vil.

Sankti Páll skipar skyldu þá,
skulum vér allir jörðu á
kunngjöra þá kvöl og dapran deyð,
sem drottinn fyrir oss auma leið.

Ljúfan Jesúm til lausnar mér
langaði víst að deyja hér.
Mig skyldi og lysta að minnast þess
mínum drottni til þakklætis.

Innra mig loksins angrið sker,
æ, hvað er lítil rækt í mér.
Jesús er kvalinn í minn stað.
Of sjaldan hef ég minnst á það.

Sál mín, skoðum þá sætu fórn,
sem hefur oss við guð, drottin vorn,
fordæmda aftur forlíkað.
Fögnuður er að hugsa um það.

Hvað stillir betur hjartans böl
en heilög drottins pína og kvöl?
Hvað heftir framar hneyksli og synd
en herrans Jesú blóðug mynd?

Hvar fær þú glöggvar, sál mín, séð
sanna guðs ástar hjartageð,
sem faðir gæskunnar fékk til mín,
framar en hér í Jesú pín?

Ó, Jesú, gef þinn anda mér,
allt svo verði til dýrðar þér
uppteiknað, sungið, sagt og téð.
Síðan þess aðrir njóti með.

Að liðinni máltíð lofsönginn
las sínum föður Jesús minn.
Síðasta kvöldið seint það var.
Sungu með hans lærisveinar.

Guðs sonur, sá sem sannleiks ráð
sjálfur átti á himni og láð,
þáði sitt brauð með þakkargjörð,
þegar hann umgekkst hér á jörð.

Þurfamaður ert þú, mín sál,
þiggur af drottni sérhvert mál,
fæðu þína og fóstrið allt.
Fyrir það honum þakka skalt.

Illum þræl er það eilíf smán,
ef hann þiggur svo herrans lán
drambsamlega og dreissar sig.
Drottinn geymi frá slíku mig.

Eftir þann söng, en ekki fyrr,
út gekk Jesús um hússins dyr.
Að hans siðvenju er það skeð.
Til Olíufjallsins ganga réð.

Lausnarans venju lær og halt,
lofa þinn guð og dýrka skalt.
Bænarlaus aldrei byrjuð sé
burtför af þínu heimili.

Yfir um Kedrons breiðan bekk
blessaður þá með sveinum gekk.
Sá lækur nafn af sorta ber.
Sýnir það góðan lærdóm mér.

Yfir hörmungar er mín leið,
æ meðan varir lífsins skeið.
Undan gekk Jesús, eftir ég
á þann að feta raunaveg.

Horfi ég nú í huga mér,
herra minn Jesú, eftir þér.
Dásamleg eru dæmin þín.
Dreg ég þau gjarnan heim til mín.

Þú vildir ekki upphlaup hart
yrði, þegar þú gripinn vart.
Út í grasgarðinn gekkstu því.
Gafst þig í manna hendur frí.

Af því læri eg að elska ei frekt
eigin gagn mitt, svo friður og spekt
þess vegna raskist. Þér er kært
þolinmæði og geð hógvært.

Sorgandi gekkstu sagða leið.
Særði þitt hjarta kvöl og neyð.
Hlæjandi glæpa hljóp ég stig.
Hefur þú borgað fyrir mig.

Vort líf er grasgarðs ganga rétt.
Gröfin er öllum takmark sett.
Syndugra leið ei leik þér að.
Lendir hún víst í kvalastað.

Iðrunartárin ættu vor
öll hér að væta lífsins spor.
Gegnum dauðann með gleði og lyst
göngum vér þá í himnavist.

Þá Jesús nú á veginum var,
við postulana hann ræddi þar,
henda mundi þá hrösun fljót.
Harðlega Pétur þrætti á mót.

Frelsarinn Jesús fyrir sér
þá fall og hrösun er búin mér.
Hann veit og líka lækning þá,
sem leysa kann mig sorgum frá.

Aldrei, kvað Pétur, ætla ég
á þér hneykslast á nokkurn veg
þó allir frá þér falli nú. -
Fullkomleg var hans lofun sú.

Sú von er bæði völt og myrk
að voga freklega á holdsins styrk.
Án guðs náðar er allt vort traust
óstöðugt, veikt og hjálparlaust.

Gef mér, Jesú, að gá að því,
glaskeri ber ég minn fésjóð í.
Viðvörun þína virði eg mest,
veikleika holdsins sér þú best.

Amen

Sálmur 2: Um Kristí kvöl í grasgarðinum

Jesús gekk inn í grasgarð þann,
Getsemane er nefndur hann.
Af olíuþrúgan sá auknafn bar.
Olíutréð rétta herrann var.
Olíum hjálpræðis allra fyrst
af hans lífi þar pressaðist.

Í aldingarði fyrst Adam braut.
Aftur Jesús það bæta hlaut.
Aldingarðseikin ávöxt gaf.
Eymd, synd og dauði kom þar af.
Í aldingarði ljúft lífsins tréð
lífgunar frjóvgun veita réð.

Júdas þekkti vel þennan stað.
Þar hafði hann lengi umhugsað,
helst mundi pláss það hentugast,
herrann mætti þar forráðast,
svo fæstir hefðu að segja af því,
og svik hans lægju svo hylming í.

Satan hefur og sama lag.
Situr hann um mig nótt og dag,
hyggjandi að glöggt, hvar hægast er
í hættu og synd að koma mér.
En þó í þeim stað allra mest,
sem á ég drottni að þjóna best.

Heimsbörnin hafa list þá lært,
lygð og svikræði er þeim kært,
fótsporum djöfuls fylgjandi,
falsráðin draga þó í hlé.
Frá hans og þeirra hrekkjastig
herrann Jesús bevari mig.

Oft hafði Jesús í þann stað
áður gengið. Því veit ég það,
hefur sannlega herrann minn
hugsað um pínu og dauða sinn,
fulltingis beðið föðurinn þar,
svo fengi hann staðist píslirnar.

Jurtagarður er herrans hér
helgra guðs barna legstaðir.
Þegar þú gengur um þennan reit,
þín sé til reiðu bænin heit.
Andláts þín gæt, og einninn þá
upprisudaginn minnstu á.

Lærisveinana lausnarinn kær
lét suma bíða nokkru fjær.
Þrjá tók þó með sér hjartahreinn.
Hann girntist ekki að vera einn.
Sála mín, þar um þenkja skalt.
Þér til lærdóms það skeði allt.

Guðs kristni er grasgarður einn.
Guðs sonar ertu lærisveinn.
Sittu hvar sem hann segir þér.
Sönn hlýðni besta offur er.
Til krossins ef hann þig kallar þar,
kom þú glaðvær án möglunar.

Freisting þung ef þig fellur á,
forðastu einn að vera þá.
Guðhræddra selskap girnstu mest,
gefa þeir jafnan ráðin best.
Huggun er manni mönnum að.
Miskunn guðs hefur svo tilskikkað.

Hjartanlega varð harmþrunginn
herrann Jesús í þetta sinn.
Holdið skalf við það feiknafár,
flutu í vatni augun klár.
Sagði grátandi: Sál mín er
svo allt til dauða hrygg í mér. -

Hartnær steinsnari frá þeim fór,
féll strax til jarðar drottinn vor
flatur sitt blessað andlit á,
ógnarleg kvöl hann mæddi þá.
Hjartað barðist í brjósti heitt.
Bæði var líf og sálin þreytt.

Samviskan mig nú sjálfan slær.
Sé ég það gjörla, Jesú kær,
mín synd, mín synd, hún þjáði þig,
þetta allt leiðstu fyrir mig.
Aví, hvað hef ég, aumur þræll,
aukið þér mæðu, drottinn sæll.

Mér virðist svo sem mín misgjörð
sé meiri að þyngd en himinn og jörð,
því Jesús það föðursins orðið er,
sem allt með sínum krafti ber,
flatur hlaut þó að falla þar,
þá fyrir mig bar hann syndirnar.

Hjartans gleði og huggun traust
hér gefst þér, sál mín, efalaust.
Það gjald fyrir mína misgjörð
er meira vert en himinn og jörð.
Hans sorg, skjálfti og hjartans pín
hjá guði er eilíf kvittun mín.

Fram þegar Jesús fallinn var,
fegurstu bæn hann gjörði þar:
Abba, faðir ástkæri minn,
af mér tak þennan kaleikinn,
þó svo sem helst þú sjálfur vilt,
sagði herrann með geðið stillt.

Úrræðin best er auðmjúkt geð,
angrað hjarta og bænin með.
Hvenær sem þrengir hörmung að
hugsaðu, sál mín, vel um það.
Óþolinmæði og möglun þver
meiri refsingar aflar sér.

Óbljúgur skaltu aldrei neitt
útheimta, sem þér girnist veitt
til holdsins muna hentugt þér.
Hugsa jafnan, að drottinn sér,
hvað lífi og sál til liðs er nú,
langtum betur en sjálfur þú.

Eins líkaminn og sálin sé
sannauðmjúklegt í bæninni.
Álítur drottinn innra hitt;
ei að síður skal holdið þitt
fyrir guð með blygðun ganga fram.
Gjörði svo forðum Abraham.

Jesú, þín grátleg grasgarðspín
gleður örþjáða sálu mín.
Þitt hjartans angur hjartað mitt
við hryggð og mæðu gjörði kvitt.
Því skal míns hjartans hjartaþel
heiðra þig, minn Emanúel.

Amen

Sálmur 3: Um herrans Kristí dauðastríð í grasgarðinum

Enn vil ég, sál mín, upp á ný
upphaf taka á máli því:
Upp stóð Jesús, þó þreyttur sé,
þrisvar sinnum frá bæninni.
Lærisveinarnir sváfu fast,
sankti Pétur því ávítast.

Til og frá gekk hann þrisvar þó.
Þar fékkst ei minnsta hvíld né ró.
Undanfæri því ekkert fann:
Alls staðar drottins reiði brann.
Gegnum hold, æðar, blóð og bein
blossi guðlegrar heiftar skein.

Himnaljósið var honum byrgt,
helst því af nótt var orðið myrkt.
Ástvina huggun öngva fann;
allir sváfu um tíma þann.
Jörðin var honum óhæg eins.
Engin fékkst bót til þessa neins.

Í þessum spegli það sé ég:
Þeim sem drottinn er reiður mjög,
hvorki verður til huggunar
himinn, ljós, jörð né skepnurnar.
Án guðs náðar er allt um kring
eymd, mæða, kvöl og fordæming.

Framar sést hér, hvað fárleg sé
fordæmdra kvöl í helvíti.
Frá einni plágu til annarrar
í ystu myrkrum þeir hrekjast þar.
Ó, hvað syndin afskapleg er.
Allt þetta leiðir hún með sér:

Í þriðja máta af þessu sést,
það lær þú, sál mín, allra best,
guðs reiðield og eilíft fár
útslökktu og lægðu herrans tár.
Allt honum því til ama var,
svo allt verði þér til huggunar.

Hryggðarsporin þín, herra minn,
í himnaríki mig leiða inn.
Í næturmyrkrum lá neyð á þér;
náðar og dýrðar ljós gafst mér.
Vinir þér öngva veittu stoð,
svo vinskap fengi eg við sjálfan guð.

Þar kom loksins á þeirri tíð,
þreytti Jesús við dauðann stríð.
Andlát mitt bæði og banasótt
blessaðist mér þá sömu nótt.
Dauðinn tapaði, en drottinn vann.
Dýrlegan sigur gaf mér þann.

Á gekk svo dauðans aflið ríkt,
ekkert dæmi má finnast slíkt:
Allur líkami lausnarans
litaðist þá í blóði hans.
Sá dreyrasveitinn dundi á jörð,
drottins pína því mjög var hörð.

Í Adams broti var blóðskuld gjörð.
Bölvun leiddi það yfir jörð.
Jesú blóð hér til jarðar hné,
jörðin aftur svo blessuð sé,
ávöxtur, gróði og aldin klár
oss verði að notkun sérhvert ár.

Sárkalda dauðans sveitabað
um síðir þá mér kemur að,
sárheiti dreyrasveiti þinn
sefi og mýki, Jesú minn.
Angistarsveita eilíft bál
aldrei lát snerta mína sál.

Mér er svo kvöl þín minnileg,
á morgni hverjum þá upp stend ég,
fyrst ég stíg niður fæti á jörð,
færi eg þér hjartans þakkargjörð.
Blóðsveitinn þinn mér bið ég sé
blessun og vernd á jörðunni.

Hörmung þá særir huga minn,
hef ég mig strax í grasgarð þinn.
Dropana tíni eg dreyra þíns,
drottinn, í sjóðinn hjarta míns.
Það gjald alleina gildir best
hjá guði fyrir mín afbrot verst.

Upphaf alls mesta ófögnuðs,
áklögun ströng og reiði guðs,
bætt er, friðstillt og forlíkað.
Faðirinn lét sér lynda það.
Sonurinn bar hans bræði frí.
Borgaðist þrællinn út með því.

Þess meir sem pínan þrengdi að,
því innilegar Jesús bað.
Heilagur engill himnum frá
herra sinn kom að styrkja þá.
Enn hefur þú hér einn lærdóm.
Iðka og lær hann, sál mín fróm.

Ef hér verður, sem oft kann ske,
undandráttur á hjálpinni,
bið, styn, andvarpa æ þess meir,
sem aukast vilja harmar þeir.
Föðurlegt hjarta hefur guð
við hvern sem líður kross og nauð.

Sjá þú að engill sendur var
syni guðs hér til huggunar.
Þeir góðu andar oss eru nær
alla tíma, þá biðjum vær,
helst þá lífs enda líður að;
Lazarí dæmi kennir það.

Heiður, lof, dýrð á himni og jörð,
hjartanleg ástar þakkargjörð,
drottinn Jesú, þér sætast sé
sungið af allri kristninni
fyrir stríðið, þig þjáði frekt:
Það er vort frelsi ævinlegt.

Amen

Sálmur 4: Samtal Kristí við lærisveinana

Postula kjöri Kristur þrjá
í kvölinni sér að vera hjá,
bauð þeim: Vakið og biðjið víst,
bráðleg freistni svo grandi síst.

Strax sem Jesús um steinsnar nær
sté fram lengra, þess gætum vær,
allir sofnuðu sætt með ró.
Sjálfur herrann einn vakti þó.

Áður var svoddan um þig spáð.
Ásett fram kom nú herrans ráð.
Þú hlaust guðs reiði þrúgu einn
þreyttur að troða, Jesú hreinn.

Ef ég skal ekki sofna í synd,
svo er náttúran veik og blind,
um steinsnar máttu eitt mér frá
aldrei, minn Jesú, víkja þá.

Næturhvíldin mín náttúrlig
nóg er mér trygg, þá veit ég þig
hjá mér vaka til hjálpræðis.
Hvert kveld vil ég þig biðja þess.

Þrisvar Jesús til þeirra fór,
því að hann mæddi pína stór.
Hann bað Petrum með hýrri lund
hjá sér að vaka um eina stund.

En hann sofnaði æ því meir,
svo ekki vissi hann né þeir,
hverju svöruðu honum þá.
Herrans pínu mjög jók það á.

Mig hefur ljúfur lausnarinn
leitt inn í náðar grasgarð sinn,
vakandi svo ég væri hér;
vitni skírnin mín um það ber.

Ungdóms bernskan, sem vonlegt var,
vildi mig of mjög svæfa þar.
Foreldra hirting hógværlig
hans vegna kom og vakti mig.

Aldurinn þá mér öðlaðist,
á féll gjálífissvefninn mest.
Kennimenn drottins komu þrátt,
kölluðu mig að vakna brátt.

Fullvaxinn gleymsku svefninn sár
sótti mig heim og varð mjög dár.
Dimman heimselsku dróst að með.
Dapurt varð mitt til bænar geð.

Þá kom guðs anda hræring hrein.
Í hjartað mitt inn sá ljóminn skein.
En í heimskunni svo ég svaf,
sjaldan mig neitt að slíku gaf.

Fárlega var mín fíflskan blind.
Forlát mér, Jesú, þessa synd,
hvar með að jók ég hugraun þér,
en hefnd og refsing sjálfum mér.

Láttu þó aldrei leiðast þér,
ljúfi Jesú, að benda mér.
Hugsi til mín þitt hjartað milt.
Hirtu mig líka sem þú vilt.

Vil ég nú hjartans feginn fá,
frelsari minn, að vaka þér hjá.
Andinn til reiðu er í stað.
Of mjög holdið forhindrar það.

Jesús unnti með ljúfri lund
lærisveinum að hvíla um stund,
því hann vorkynnti þeim og mér.
Það eitt mín blessuð huggun er.

Síðast allra, þá sá hann þar
svikara lið fyrir hendi var,
bauð þeim: Vakið og biðjið best;
burt er nú værðartíðin mest. -

Svoddan áminning, sála mín,
sannlega skyldi ná til þín,
svo þig ei skaði svefninn vær.
Svikarinn er þér ekki fjær.

Dauðinn forræður fjörið þó,
fyrr en varði því margur dó.
Hann er í nánd, þó sjáist síst.
Sérhvern dag er hans áhlaup víst.

Dauðinn þá mætir dapur þér,
dóminn hefur hann eftir sér.
Djöfullinn bíður búinn þar,
í bálið vill draga sálirnar.

Sjá þú vel til, að svoddan her
sofandi komi ekki að þér.
Í hreinni iðran því hvern dag vak.
Herskrúða drottins á þig tak.

Bænin má aldrei bresta þig.
Búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að drottins náð.

Andvana lík til einskis neytt
er að sjón, heyrn og máli sneytt.
Svo er án bænar sálin snauð,
sjónlaus, köld, dauf og rétt steindauð.

Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér;
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.

Amen

Sálmur 5: Um komu Gyðinga i grasgarðinn

Meðan Jesús það mæla var,
mannfjöldi kom í garðinn þar,
Júdas, sá herra sinn forréð,
sveinar prestanna og stríðsfólk með,
skriðbyttur báru, blys og sverð,
búnir mjög út í þessa ferð.
Um það ég framar þenkja verð.

Verður það oft, þá varir minnst,
voveifleg hætta búin finnst.
Ein nótt er ei til enda trygg;
að því á kvöldin, sál mín, hygg.
Hvað helst sem kann að koma upp á,
kjós Jesúm þér að vera hjá.
Skelfing engin þig skaðar þá.

En Júdas hafði áður sagt
auðkenni þeim og svo við lagt:
Hvern ég kyssi, handtakið þann,
höndlið með gætni og bindið hann. -
Varastu, sál mín, svik og prett,
þó sýnast megi í hylming sett.
Drottinn augljóst það dæmir rétt.

En Jesús áður allt fornam,
hvað átti við hann að koma fram.
Því gekk hann sjálfur þeim á mót,
þanninn ræddi með kærleikshót:
Að hverjum leitið hingað þér? -
Hópur illmennis aftur tér:
Jesúm naðverska nefnum vér. -

Ég er hann, sagði Jesús þá.
Júdas sjálfur stóð flokknum hjá.
Öflugt var drottins orðið það;
allir til jarðar féllu í stað.
Hvað hans óvini hrelldi mest,
huggar nú mína sálu best.
Í allri nauð það auglýsist.

Þá ég fell eður hrasa hér,
hæstur drottinn vill reiðast mér,
þá segir Jesús: Eg em hann,
sem endurleysti þann syndarann
með mínu blóði og beiskri pín.
Bræði, faðir kær, stilltu þín. -
Eflaust er það afsökun mín.

Djöfull, synd og samviskan ill
sálu mína þá kvelja vill,
eins segir Jesús: Eg em hann,
sem afmá þína misgjörð vann,
líka sem vindur léttfær ský
langt feykir burt og sést ei því.
Á mig trú þú, svo ertu frí. -

Þegar mig særir sótt eða kvöl,
sorgleg fátækt og heimsins böl,
ég veit þú segir: Eg er hann,
Jesús, sem lækna vill og kann.
Auðlegð á himnum áttu víst;
eymd þín og hryggð í fögnuð snýst.
Heiminn sigraði eg, hræðstu síst. -

Á dauðastund og dómsins tíð,
drottinn, það skal mín huggun blíð,
orð þitt er sama: Eg em hann,
sem inn þig leiði í himnarann;
þjón minn skal vera þar ég er. -
Því hefur þú, Jesú, lofað mér.
Glaður ég þá í friði fer.

Ég segi á móti: Ég er hann,
Jesú, sem þér af hjarta ann. -
Orð þitt lát vera eins við mig:
Elska ég, seg þú, líka þig. -
Eilíft það samtal okkar sé
uppbyrjað hér á jörðunni.
Amen, ég bið, svo skyldi ske.

Amen

Sálmur 6: Um Júdas koss og Kristí fangelsi

Frelsarinn hvergi flýði,
fjandmenn þó lægi senn.
Herrann beið þeirra hinn þýði,
þeim leyfði á fætur enn.
Hvern helst þeir hyggi að finna,
hann spyr, sem ljóst ég get.
Jafnt sem fyrr Júðar inna:
Jesúm af Nazaret.

Eg em hann, aftur sagði
annað sinn Jesús hátt,
lærisveinunum lagði
líknarorð þetta brátt:
Ef mín yður lystir leita,
þá látið þessa frí. -
Búinn var hann að heita
hjálpræðisorði því.

Hér af má heyra og skilja
herrans vors Jesú makt.
Ekki gat án hans vilja
á hann neinn hendur lagt.
Við mig þó hatri hreyfi
heiftarmenn illgjarnir,
enginn kann, utan hann leyfi,
eitt skerða hár á mér.

Föðurnum hjartahlýðinn
hann gafst á þeirra vald.
Sál mín, því sért ókvíðin.
Sjá, þitt óhlýðnisgjald
viljugur vildi hann bæta.
Víst er þín skylda auðsén:
Ást og auðsveipni mæta
áttu að leggja ígen.

Júdas kom fljótt sem kunni,
kyssandi Jesúm nú,
mælti fláráðum munni:
Meistari, sæll vert þú. -
Herrann hógværðarríkur
hann sagði: Þú, minn vin,
með kossi son mannsins svíkur. -
Síst mun því hefndin lin.

Evu munn eplið eina
aumlega ginnti um sinn.
Falskoss því fékk að reyna,
frelsarinn, munnur þinn.
Blíðmælum djöfuls bægðu,
svo blekkist ég ekki á þeim.
Heims hrekki líka lægðu.
Líf mitt og æru geym.

Auðsén eru augum þínum
öll vél og launsvik hér.
Hritt þeim úr huga mínum.
Hreint skapa geð í mér.
Virstu mig vin þinn kalla.
Verða lát raun þar á.
Holds brest og hræsni alla
hindra og tak mér frá.

Í hryggð og háska mikinn
hefur mig satan leitt.
Æ, hvað oft eg verð svikinn.
Ei get ég hjá því sneitt.
Son mannsins svikum mætti
sannlega upp á það,
svikanna háskinn hætti
hjá mér ei fyndi stað.

Munnur þinn, að ég meina,
minnist við Jesúm bert,
þá hold og blóð hans hreina
hér fær þú, sál mín, snert.
Guðs vegna að þér gáðu;
gef honum ei koss með vél.
Í trú og iðrun þig tjáðu
og til bú þitt hjarta vel.

Þangað þegar að stundu
þusti illræðislið,
ljúfasta lamb guðs bundu,
lokið var öllum frið,
harðsnúnum reipum reyrðu,
ranglætis míns hann galt,
drottin í dróma keyrðu,
dofnaði holdið allt.

Júðar þig, Jesú, strengdu,
ég gaf þar efni til.
Syndir mínar þér þrengdu.
Þess nú ég iðrast vil.
Glæpabönd af mér greiðir
og gef mér frelsið þitt,
andlegum dofa eyðir,
sem á féll hjartað mitt.

Guðs son var gripinn höndum,
gefinn svo yrði eg frí.
Hann reyrðist hörðum böndum;
hlaut ég miskunn af því.
Fjötur þung og fangelsi
frekt lá, minn herra, á þér.
Djöfuls og dauðans helsi
duttu því laus af mér.

Bið ég þín böndin hörðu
bindi nú hvern minn lið
frá alls kyns glæpa gjörðum
og göldum heimsins sið.
Laus og liðugur andi,
lífs meðan dvelst ég hér,
þér sé jafnan þjónandi.
Þessa bæn veittu mér.

Amen

Sálmur 7: Um vörn sankti Péturs og Malkus eyrasár

Lausnarans lærisveinar
þá líta atburð þann
og Júða athafnir einar,
allir senn spurðu hann:
Eigum vér ekki að slá
óvina sveit með sverði,
svo hér ei þyngra af verði? -
Sál mín, þar gjör að gá.

Ef þú áforma vildir
eitthvað sem vandi er á,
þarfleg ráð þiggja skyldir
og þig vel fyrir sjá,
af því oftlega sker:
sá sem er einn í ráðum,
einn mætir skaða bráðum.
Seint þá að iðrast er.

En með því mannleg viska
í mörgu náir skammt,
á allt kann ekki að giska,
sem er þó vandasamt,
kost þann hinn besta kjós:
Guðs orð fær sýnt og sannað,
hvað sé þér leyft eða bannað.
Það skal þitt leiðarljós.

Pétur með svellu sinni
sverð úr slíðrum dró,
hans trúi eg bræðin brynni,
og beint í flokkinn hjó.
Malkus hlaut hér af tjón:
Hann missti hið hægra eyra,
höggið tók ekki meira.
Þessi var biskups þjón.

Lausnarinn ljóst nam svara
lærisveinunum fyrst:
Látið þessa fram fara
frekast að sinni lyst. -
Pétri svo sagði nú:
Sverðdauða sá skal sekur,
sem sverð án leyfis tekur.
Sverð slíðra, Símon, þú.

Meinar þú faðirinn mildi
mundi ei senda hér,
ef ég þess óska vildi,
engla til fylgdar mér,
fleiri en tólf fylkingar?
Eða mun skylt ég ekki
áskenktan kaleik drekki,
sem mér þó settur var? -

Svo mun uppfyllast eiga,
hvað er í ritning tjáð,
og síðan sannast mega,
hvað sést fyrir löngu spáð.
Svo eftir sermon þann
eyrað þjónsins áhrærði,
sem áður Pétur særði,
og læknaði að heilu hann.

Sál mín, lærum og sjáum
með sannri hjartans lyst,
tvenns lags sverðs glöggt við gáum,
greina skal þar um fyrst:
Sverð drottins dómarinn ber,
sverð eigin hefndar annað,
sem öllum verður bannað.
Það kennir Kristur hér.

Bið ég hér glöggt að gætir,
góð valdstjórn heiðarlig,
saklausan síst þú grætir
né sjálfan meiðir þig.
Virð sverð guðs vandlætis.
Blóð skaltu ei því banna.
Burt sníddu grein lastanna.
Merk dæmi Móisis.

Þitt sverð, sem þitt er eigið,
fyrir þína eigin sök
skal ekki úr skeiðum dregið.
Skýr eru til þess rök:
Jesús það bannar bert.
Honum er skylt þú hlýðir,
hógvær umberir, líðir,
það móti þér er gjört.

Ræn ei guð sínum rétti,
því reiknast hefndin hans;
valdstjórn til verndar setti
víða um byggðir lands.
Ellegar að því gá:
Sverð drottins, sem hér nefnist,
sannlega á þér hefnist.
Tjón þitt tvefaldast þá.

Malkus sem missti eyra,
merkir þá alla frí,
sem orð guðs ekki heyra,
eiga þó kost á því.
Heyrn er þeim hægri sljó,
vinstri hlust heilli halda,
háð og spélni margfalda
nóg geta numið þó.

Skálkamark mátti kalla
Malkus hér fengi rétt.
Á guðs óvini alla
auðkenni slíkt er sett,
orð hans ei akta hér.
Ég bið og jafnan segi:
Jesú minn, láttu eigi
þau merki sjást á mér.

Enn finnur þú hér framar
frelsarans dæmið best.
Hörmungar hættusamar
á honum lágu mest.
Sitt traust þó setti hann
á guðs föðurs gæsku ríka.
Gjörðu það, sál mín, líka,
ef kross þig henda kann.

Kvöl sína Jesús kallar
kaleik áskenktan sér.
Kross þinn og eymdir allar
eins máttu nefna hér,
því drottinn drakk þér til,
fyrir þig þá hann píndist,
svo þú, mín sál, ei týndist.
Gjör honum gjarnan skil.

Þú mátt þig þar við hugga,
hann þekkir veikleik manns.
Um þarftu ekki að ugga
ádrykkjuskammtinn hans;
vel þín vankvæði sér.
Hið súrasta drakk hann sjálfur;
sætari og minni en hálfur
skenktur er skerfur þér.

Heift mína og hefndar næmi
hefur þú, Jesú, bætt;
mér gafst manngæsku dæmi,
þá Malkum fékkstu grætt.
Eg þarf og einninn við
eyrað mitt læknað yrði,
svo orð þitt heyri og virði.
Þýðlega þess ég bið.

Hjálpa mér, herra sæli,
að halda krossbikar minn,
svo mig ei undan mæli
né mögli um vilja þinn.
Eg bið: Almætti þitt
vorkynni minni veiki;
ef verða kann ég skeiki,
hresstu þá hjartað mitt.

Amen

Sálmur 8: Prédikun Kristí fyrir Gyðingum

Talaði Jesús tíma þann
til við óvini sína,
sem komnir voru að höndla hann.
Heyrum þá kenning fína.

Sem til illvirkja eruð þér
útgengnir mig að fanga.
Áður gat enginn meinað mér
í musterinu að ganga.

Daglega hef ég sýnt og sagt
sannleiksins kenning mæta.
Enginn gat hendur á mig lagt;
ættuð nú þess að gæta.

Yfir stendur nú yðar tíð,
uppfyllt svo ritning verði.
Myrkranna geisar maktin stríð. -
Mæla svo Jesús gjörði.

Ljúflyndi blessað lausnarans
líttu hér, sál mín kæra.
Sá vill ei dauða syndugs manns.
Svoddan máttu nú læra.

Jesús þeim sýndi í sannri raun
sálarheill, náð og frelsi.
Guðs syni Júðar guldu í laun
grimmd, hatur og fangelsi.

Furða það, sál mín, engin er,
ei skalt því dæmi týna,
þó veröldin launi vondu þér
velgjörð mjög litla þína.

Gyðinga dæmi skynja skalt,
skil þig við ódyggð slíka.
Þakklæti fyrir góðgjörð gjalt
guði og mönnum líka.

Ég læt mér þessu jafnframt sagt,
Jesú, af orðum þínum:
Enginn gat hendur á þig lagt
af eigin vilja sínum.

Þann takmarkaða tímans punkt
tilsetti faðirinn mildi,
nær það ánauðar okið þungt
yfir þig ganga skyldi.

Eins upphaf líka og ending með
allrar hörmungar minnar,
faðir himneski, er fyrir séð
í forsjón miskunnar þinnar.

Þessi nú tíminn yðar er,
óvinum Jesús sagði.
Herrans ég þetta máltak mér
í minni og hjarta lagði.

Nú stendur yfir mín náðartíð.
Nauðsyn er þess ég gætti.
Líður mig drottins biðlund blíð,
brot mín svo kvittast mætti.

Ef ég þá tíð sem guð mér gaf,
gálaus forsóma næði,
drottins tími þá tekur af
tvímælin öll í bræði.

Því lengur sem hans biðlund blíð
beðið forgefins hefur,
þess harðari mun heiftin stríð,
hefndar þá drottinn krefur.

Guðs vegna að þér gá, mín sál,
glæpum ei lengur safna.
Gjörum iðran, því meir en mál
mun vera synd að hafna.

Í dag við skulum skipta um skjótt,
skal synd á flótta rekin.
Hver veit nema sé nú í nótt
náðin í burtu tekin?

Talar Jesús um myrkra makt.
Merkið það, valdstjórnendur.
Yður skal nú í eyra sagt:
Umdæmið heims tæpt stendur.

Ljósið myrkrin burt leiðir frí
með ljóma birtu sinnar.
Varast að skýla skálkinn því
í skugga maktar þinnar.

Minnstu að myrkra maktin þverr,
þá myrkur dauðans skalt kanna.
Í ystu myrkrum og enginn sér
aðgreining höfðingjanna.

Myrkri léttari er maktin þín.
Minnst þess fyrir þinn dauða.
Þá drottins hátignar dýrðin skín,
hann dæmir eins ríka og snauða.

Fyrst makt heims er við myrkur líkt,
mín sál, halt þér í stilli.
Varastu þig að reiða ríkt
á ríkismannanna hylli.

Drottinn Jesú, þú lífsins ljós,
lýstu valdstjórnarmönnum,
svo þeir sem ráða yfir oss
eflist að dyggðum sönnum.

Jesú, þín kalda kvalastund
kvalatíð af mér svipti.
Guðs barna gafst mér gleðifund.
Góð voru þau umskipti.

Myrkranna þrengdi maktin þér,
mig svo leystir úr vanda.
Kvalanna ystu myrkur mér
mega því aldrei granda.

Amen

Sálmur 9: Um flótta lærisveinanna

Þá lærisveinarnir sáu þar
sinn herra gripinn höndum
og hann af fólki verstu var
vægðarlaust reyrður böndum,
allir senn honum flýðu frá,
forlétu drottin hreinan
í háska einan.
Að svoddan skulum við, sál mín, gá.
Sjáum hér lærdóm beinan.

Án drottins ráða er aðstoð manns
í öngu minnsta gildi.
Fánýtt reynist oft fylgið hans,
sem frekast hjálpa skyldi.
Hver einn vill bjarga sjálfum sér,
ef sýnist háskinn búinn
að hendi snúinn.
Far því varlega, að fallvölt er
frænda og vina trúin.

Í sama máta sér þú hér,
sál mín, í spegli hreinum,
að hryggilegar sé háttað þér
en herrans lærisveinum.
Þeir höfðu leyfi lausnarans
lífi að forða sínu
frá sárri pínu,
nauðugir misstu návist hans.
Nú gæt að ráði þínu.

Hvað oft, Jesú, þér flúði eg frá
frekt á mót vilja þínum,
þá glæpaveginn gekk ég á,
girndum fylgjandi mínum?
Forskuldað hafði eg fyrir það
flóttamaður að heita
til heljar reita.
En þú virtist mér aumum að
aftur í miskunn leita.

Einn varstu, Jesú, eftir því
í óvina látinn höndum,
einn svo ég væri aldrei í
eymd og freistingum vöndum.
Allir forlétu einan þig,
allt svo mig hugga kynni
í mannraun minni.
Ég bið: Drottinn, lát aldrei mig
einsamlan nokkru sinni.

Lærisvein, sál mín, sjá þú þann,
sem Jesú eftir fylgdi.
Ranglát ungmenni ræntu hann,
rétt nakinn við þá skildi.
Bersnöggur flótti betri er
en bræðralag óréttinda
í selskap synda.
Ávinning lát þig öngvan hér
í þeirra flokki binda.

Burt þaðan Jesúm færði fljótt
flokkur illræðismanna.
Lamb guðs saklaust, þá leið að nótt,
leiddu þeir til kvalanna.
Miskunnarlaus sú meðferð bráð
mér virðist eftir vonum;
í náttmyrkrunum
þeir hafa bæði hrakt og hrjáð,
hrundið og þrúgað honum.

Í dauðans myrkrum ég, dæmdur þræll,
dragast átti til pínu,
en þú tókst, Jesú, son guðs sæll,
saklaus við straffi mínu.
Þanninn til bjóstu ljóssins leið
ljómandi sálu minni,
þó líf hér linni.
Andlátskvölum og kaldri neyð
kvíði eg því öngu sinni.

Hröktu því svo og hrjáðu þig,
herra minn, illskuþjóðir,
hér svo nú bæru á höndum mig
heilagir englar góðir.
Mæðusöm urðu myrkrin þér,
mæta létu þig hörðu
og hindran gjörðu,
guðs dýrðar ljós svo lýsi mér
á lifandi manna jörðu.

Kvalaför, Jesú, þessi þín,
sem þá gekkstu einu sinni,
veri kraftur og verndin mín,
svo veginn lífsins ég finni.
Lát ekki djöful draga mig
í dofinleik holdsins blinda
til sekta og synda.
Ég bið af ást og alúð þig
ákefð hans burt að hrinda.

Amen

Sálmur 10: Um það fyrsta rannsak fyrir Kaífa

Til Hannas húsa herrann Krist
harðráðir Júðar leiddu fyrst.
Beisk frá ég bönd hann særi.
Honum strax þaðan vísað var,
viðtekt fékk ei né hvíldir þar,
mjög svo þó mæddur væri.

Burt sendi því með beiskri pín
bundinn Kaífas mági sín
Hannas vorn herrann sæta.
Höfuðkennimanns hæstu stétt
hafði sá þetta árið rétt,
guðs lögmáls átti að gæta.

Úr himnaríkis hvíldarstað
höfðum við, sál mín, forskuldað
útrekin víst að vera.
En Jesús tók nú upp á sig
ónáðan slíka fyrir þig.
Lof sé þeim ljúfa herra.

Hjartað bæði og húsið mitt
heimili veri, Jesú, þitt,
hjá mér þigg hvíld hentuga.
Þó þú komir með krossinn þinn,
kom þú blessaður til mín inn.
Fagna eg þér fegins huga.

Kaífas hafði hér um spáð,
hentugast mundi þetta ráð,
að dæi einn fyrir alla.
Embættis mælti andinn þar,
af því hjartað ei vissi par,
sannleik guðs sinnti varla.

Balaams dæmi eins var eitt,
andagift sú var honum veitt,
spaklega tungan spáði.
Hann hafði í sinni hrekkjaráð,
hjartað fékk ekki sannleiks gáð,
því hann fégirndin þjáði.

Ó, Jesú, láttu aldrei hér
anda þinn víkja burt frá mér,
leið mig veg lífsins orða,
svo hjartað bæði og málið mitt
mikli samhuga nafnið þitt.
Holdsgirnd og hræsni forða.

Til Kaífas voru komnir senn
kennivaldið og stjórnarmenn.
Biskupinn þegar að bragði
leitar andsvars til lausnarans
um lærisveina og kenning hans,
en Jesús aftur sagði:

Opinberlega, en ekki leynt,
í musterinu kennda eg beint.
Hvað spyr þú mig um þetta?
Kunngjöra mega þar um þér
þeir sem lærdóminn heyrðu af mér.
Þá láttu þig leiðrétta. -

Gæt að, mín sál, og sjáðu þar,
sonur guðs undir rannsak var
krafður það kvöldið eina.
Á kvöldi hverju þú koma skalt,
kvöldreikning við þig sjálfan halt,
með kvöldoffurs iðrun hreina.

Þú guðs kennimann, þenk um það,
þar mun um síðir grennslast að,
hverninn og hvað þú kenndir.
Að lærisveinum mun líka spurt,
sem lét þitt gáleysi villast burt.
Hugsa glöggt, hvar við lendir.

Jesús vill, að þín kenning klár
kröftug sé, hrein og opinskár,
lík hvellum lúðurs hljómi.
Launsmjaðran öll og hræsnin hál
hindrar guðs dýrð, en villir sál,
straffast með ströngum dómi.

Vangæslan mín er margvíslig.
Mildasti Jesú, beiði eg þig:
Vægðu veikleika mínum.
Forsómun engin fannst hjá þér,
fullnaðarbót það tel ég mér.
Styrk veittu þjónum þínum.

Eins er hér öllum einninn rétt
alvarleg kenning fyrir sett,
að orð guðs elski og læri.
Trúin innvortis efli geð,
einarðleg játning líka með
ávöxt hið ytra færi.

Biskupsþjón einn í bræði þó
blessaðan Jesúm pústur sló.
Svo það ritningin segir.
Hógværlegt forsvar herrann gaf.
Honum, sál mín, það lærðu af,
um sakleysi þitt ei þegir.

Óvart samviskan Adam sló,
illan kinnroða fékk hann þó
í fyrsta falli sínu.
Þess vegna Jesús höggið hast
hlaut að líða og roðna fast
allra fyrst í hans pínu.

Drottinn Jesú, ég þakka þér,
þetta leiðstu til frelsis mér.
Eg bið ástsemi þína:
Samviskuslögin sviðaskæð
á sálu minni þú mýk og græð,
burt taktu blygðun mína.

Amen

Sálmur 11: Um afneitun Péturs

Guðspjallshistorían getur,
gripinn þá Jesús var,
allir senn, utan Pétur,
yfirgáfu hann þar,
og lærisveinn einn annar,
álengdar gengu hljótt
herrans hryggðarbraut sanna.
Harla dimmt var af nótt.

Kaífas kennimanni
kunnugur lærisveinn
inn gengur ört með sanni,
úti stóð Pétur einn;
ambátt uppljúka beiðir,
ókenndan Petrum þá
í forsal til lýðsins leiðir.
Lærdóm hér finna má.

Krossferli að fylgja þínum
fýsir mig, Jesú kær.
Væg þú veikleika mínum,
þó verði eg álengdar fjær.
Þá trú og þol vill þrotna,
þrengir að neyðin vönd,
reis þú við reyrinn brotna
og rétt mér þína hönd.

Koleld, því kalt var næsta,
kveikt hafði þrælalið,
Pétur með sturlun stærsta
stóð hjá þeim logann við.
Ambátt hann ein sproksetti,
af sér það heyra lét:
Mun þessi mann, hún frétti,
með Jesú af Nazaret? -

Hann neitar hratt að bragði,
hræddur við orðin byrst,
þann sig ei þekkja sagði.
Þá gól nú haninn fyrst.
Ætlar sér út að rýma,
önnur þerna hann sá,
talar í annan tíma
til þeirra, er stóðu hjá:

Frá Nazaret nú er þessi
nýkominn Jesú með. -
Hinna geð trúi eg það hvessi,
hver maður spyrja réð:
Ertu einn af hans sveinum? -
Enn Pétur neita vann,
sagði með eiði einum:
Aldrei þekkta eg hann. -

Þriðja sinn þar til lögðu
þjónar Kaífas bert.
Málfærið, sumir sögðu,
segir til hver þú ert. -
Frændi Malkus réð mæla:
Mundi eg þig ekki sjá,
get ég síst grun mig tæla,
í garðinum Jesú hjá?

Pétur með bljúgu bragði
bráðlega sagði nei,
sór sig og sárt við lagði,
svoddan mann þekkti hann ei.
Glöggt þegar gerðist þetta,
gól haninn annað sinn.
Síst mátti sorgum létta.
Sút flaug í brjóstið inn.

Sál mín, þér fári forða,
freklega hættu síst
án leyfis drottins orða.
Óstyrkt er holdið víst.
Þykistu stöðugt standa,
stilla þinn metnað þarft.
Hver sér vogar í vanda,
von er sá falli snart.

Áður í aldingarði
óhræddur Pétur var.
Karlmennskuhugurinn harði
hans sig auglýsti þar.
Auðvirð ambátt hann hrelldi,
of mjög því skelfast vann,
frá sannleik síðan felldi.
Sama þig henda kann.

Koleldi kveiktum jafnast
kitlandi veraldar prjál.
Þrælar syndanna safnast
saman við losta bál,
fullir með fals og villu,
forðastu þeirra glys.
Ætíð er með þeim illu
einföldum búið slys.

Ambátt með yggldu bragði
er þessi veröld leið,
mörgum meinsnöru lagði,
mjög á spottyrðin greið.
Þýið með þrælum sínum
þjóna guðs lastað fær.
Styrk mig með mætti þínum
mót henni, drottinn kær.

Eftir afneitun eina
út vildi Pétur gá,
hugði hann braut sér beina
búna þeim solli frá.
Þá kom eitt öðru verra,
umkringdu þrælar hann,
af sór sinn sæla herra
sér og formæla vann.

Hægt er hverjum að stofna
í hættu og vanda spil.
Forvitnis dælskan dofna
dregur þar margan til.
Ógæfu gildran þröngva
greip þann hún kunni að ná,
útkomu von fékk öngva.
Að því í tíma gá.

Oft má af máli þekkja
manninn, hver helst hann er.
Sig mun fyrst sjálfan blekkja,
sá með lastmælgi fer.
Góður af geði hreinu
góðorður reynist víst;
fullur af illu einu
illyrðin sparir síst.

Hryggileg hrösun henti
heilagan drottins þjón.
Syndin mjög sárt hann spennti,
sálar var búið tjón.
Hvað mun ég máttarnaumur
mega þá standast við,
vangætinn, vesall og aumur,
vélum og hrekkja sið?

Í veraldar vonskusolli
velkist ég, Jesú, hér.
Falli það oft mér olli,
óstöðugt holdið er.
Megnar ei móti að standa
mín hreysti náttúrlig.
Láttu þitt ljós og anda
leiða og styrkja mig.

Amen

Sálmur 12: Um iðrun Péturs

Pétur þar sat í sal
hjá sveinum inni,
tvennt hafði hanagal
heyrst að því sinni.

Búinn var þrisvar þá
þvert hann að neita
sér Jesúm sælan frá;
sorg má það heita.

Drottinn vor veik sér við,
víst um það getur,
ljúfur með líknar sið
og leit á Pétur.

Strax flaug í huga hans,
hvað þó síst varði,
lausnarans orð og ans
í aldingarði.

Blygðaðist brátt við það
brjóst fullt af trega,
gekk út úr greindum stað
og grét beisklega.

Sjá þú með sannri trú,
sál mín ástkæra,
hvað framar hefur þú
hér af að læra.

Hátt galar haninn hér
í hvers manns geði,
drýgðar þá syndir sér,
sem Pétur skeði.

Sárlega samviskan
sekan áklagar,
innvortis auman mann
angrar og nagar.

Fær hann sig frjálsan síst,
þó finnist hrelldur;
sem fugl við snúning snýst,
sem snaran heldur.

Víkja þó vilji hann
frá vonsku hætti,
orka því ekki kann
af eigin mætti.

Upp þó hér ætli brátt
aftur að standa,
fellur hann þegar þrátt
í þyngri vanda.

Lögmál guðs hrópar hátt,
hanagal annað,
segir og sýnir þrátt,
hvað sé þér bannað.

Það þvingar, þrúgar með,
það slær og lemur,
sorgandi, syndugt geð
særir og kremur.

Það verkar sorg og sút
þeim seka manni,
hjálpar þó öngum út
úr synda banni.

Holdið þar þrjóskast við
og þykir illa.
Eykst á þann synda sið
svik, hræsni og villa.

En Jesú álit skýrt
anda guðs þýðir,
sá gjörir hægt og hýrt
hjartað um síðir.

Lætur hann lögmál byrst
lemja og hræða.
Eftir það fer hann fyrst
að friða og græða.

Orð Jesú eðla sætt
er hans verkfæri.
Helst fær það hugann kætt,
þó hrelldur væri.

Hann gefur hreina trú,
hann fallinn reisir,
hann veikan hressir nú,
hann bundinn leysir.

Ekki er í sjálfs vald sett,
sem nokkrir meina,
yfirbót, iðrun rétt
og trúin hreina.

Hendi þig hrösun bráð
sem helgan Pétur,
undir guðs áttu náð,
hvort iðrast getur.

Heimska er versta víst
við það að dyljast,
þú megir þá þér líst
frá þrautum skiljast.

Ef Jesús að þér snýr
með ástar hóti,
líttu þá hjartahýr
honum á móti.

Gráta skalt glæpi sárt,
en guði trúa,
elska hans orðið klárt,
frá illu snúa.

Ónýt er iðrun tæp,
að því skalt hyggja,
ef þú í gjörðum glæp
girnist að liggja.

Pétur þá formerkt fékk
fallhrösun slíka,
úr syndasalnum gekk.
Svo gjörðu líka.

Ó, Jesú, að mér snú
ásjónu þinni.
Sjá þú mig særðan nú
á sálu minni.

Þegar ég hrasa hér,
hvað mjög oft sannast,
bentu í miskunn mér,
svo megi eg við kannast.

Oft lít ég upp til þín
augum grátandi.
Líttu því ljúft til mín,
svo leysist vandi.

Amen

Sálmur 13: Um falsvitnin og Kaífas dóm

Foringjar presta fengu
falsvitni mörg til sett,
fúslega fram að gengu,
fullir með svik og prett.
Samhljóða urðu eigi,
uppdiktað margt þó segi.
Jesús þá þagði slétt.

Lærðu, ef lygum mætir,
lífsreglu, sál mín, hér:
Með forsi og þjóst ei þrætir.
Þrálega svo til ber,
hógvær þögn heiftir stillir;
heimskorður sannleik spillir
oft fyrir sjálfum sér.

Hirt aldrei, hvað sem gildir,
að hætta á ósatt mál,
hvort verja eða sækja vildir;
verður það mörgum tál.
Munnur, sá löngum lýgur,
frá lukku og blessun hnígur.
Hann deyðir sína sál.

Sannleiks vitni þó segi
sekan mig guði hjá,
óttast þarf ég nú eigi,
afsökun hef ég þá:
Ljúgvotta lygi megna
leið Jesús minna vegna,
klögun mig frelsti frá.

Kaífas frétti fyrstur
falsklega herrann að,
sjálfur hvort sé hann Kristur,
og svo enn framar kvað:
Við sannan guð þig ég særi,
ef sonur hans ertu hinn kæri,
segðu oss satt um það. -

Jesús játar að stundu,
jafnframt því svo nam tjá,
son mannsins sjá þeir mundu
sitja þaðan í frá
til kraftarins hægri handar
og hér eftir komanda
skærasta skýi á.

Kennimann reif sín klæði,
kvað: slíkt guðlöstun er. -
Að spyr með ógnabræði:
Um það hvað haldið þér? -
Allt ráðið undir tekur:
Er hann víst dauðasekur;
svoddan samþykkjum vér. -

Jesús ei ansa hirti
áður, þá logið var,
en guðs nafn gjarnan virti,
gaf því Kaífas svar.
Lygð heims þó lítið sætir,
lausnarans dæmis gætir,
leita guðs lofdýrðar.

Hygg að og herm hið sanna,
hvenær sem til er reynt,
hræðst ei hótanir manna,
halt þinni játning beint,
gæt vel að geymir þetta,
guðs orð og trúna rétta
meðkenndu ljóst og leynt.

Kaífas lögsögn leiða
lært hafa margir enn.
Hvað sem höfðingjar beiða,
hinir álykta senn,
vinskap sig villa láta,
viljandi röngu játa.
Forðist það frómir menn.

Sú er mín huggun sama,
sem þín var, Jesú minn,
krossinn þá að vill ama,
ofsókn og hörmung stinn.
Hjá þinni hægri hendi,
hér þó nú lífið endi,
fagnaðar nægð ég finn.

Þér til guðlöstun lagði
ljúgandi kennimann,
dauðasekan þig sagði.
Sannlega úrskurð þann
átti eg að heyra heldur,
hart með réttu sakfelldur.
Víst ég nóg til þess vann.

Andlegt vald einum rómi
úrskurðar dauðann þér.
Drottinn í náðardómi
dæmir því lífið mér.
Þakka ég elsku þinni,
þú keyptir sálu minni
fríun og frelsi hér.

Amen

Sálmur 14: Um þjónanna spott við Kristum

Eftir þann dóm sem allra fyrst
andlegir dæmdu um herrann Krist,
hafa þeir, því að þá var nótt,
þegar til hvíldar gengið skjótt.

Drottinn vor eftir þreyttur þar
þrælum til gæslu fenginn var.
Gjörði að honum gys og dár
guðlausra manna flokkur þrár.

Háðung, spottyrði, hróp og brigsl
hver lét með öðrum ganga á víxl,
hræktu og slógu herrann þar;
hann þó á meðan bundinn var.

Sjáðu og skoða, sála mín,
saklausa lambsins beisku pín.
Hugsa vandlega um það allt,
af þessu hvað þú læra skalt.

Hann sem að næturhvíld og ró
hverri skepnu af miskunn bjó,
í sinni ógna eymda stærð
öngvan kost fékk á neinni værð.

Hvíldarnótt marga hef ég þáð,
herra Jesú, af þinni náð.
Kvöl þín eymdum mig keypti frá,
kannast ég nú við gæsku þá.

Nær sem ég reyni sorg eða sótt,
seinast að kemur dauðans nótt,
næturkvala, sem neyddu þig,
njóta láttu þá, Jesú, mig.

Samviskuslög og satans háð
sefi, Jesú, þín blessuð náð.
Ofboð dauðans og andlátspín
af taki og mýki gæskan þín.

Margur, og víst það maklegt er,
mjög þessum skálkum formælir.
Þó finnast nokkrir hér í heim
að hegðun allri líkir þeim.

Hvað gjöra þeir sem hér á jörð
hafa að spotti drottins orð,
lifa í glæpum ljóst til sanns,
lasta og forsmá þjóna hans?

Sá sem guðs náð og sannleikann
sér, þekkir, veit og skynja kann,
kukl og fjölkynngi kynnir sér,
Kaífas þrælum verri er.

Soninn guðs ekki þekktu þeir;
því syndga hinir langtum meir,
sem kallast vilja kristnir best,
Kristum þó lasta allra mest.

Hræsnarar þeir, sem hrekki og synd
hylja, þó undir frómleiks mynd,
líkjast þessum er lausnarann
lömdu blindandi og spjöðu hann.

Hverjum sem spott og hæðni er kær,
hann gengur þessum selskap nær.
Forsmán guðrækins, fátæks manns
fyrirlitning er skaparans.

Ó, vesæll maður, að því gá,
eftir mun koma tíminn sá,
sama hvað niður sáðir hér
sjálfur án efa upp þú sker.

Ef hér á jörð er hæðni og háð,
hróp og guðlastan niður sáð,
upp skorið verður eilíft spé,
agg og forsmán í helvíti.

Ætla þú ekki, aumur mann,
af komast muni strafflaust hann,
sem soninn hefur hér hætt og spjað,
horfi faðirinn upp á það.

Hvað Jesús nú um næturskeið
nauðstaddur hér af mönnum leið,
óguðlegur um eilífð þá
af illum djöflum líða má.

Ókenndum þér, þó aumur sé,
aldrei til leggðu háð né spé.
Þú veist ei hvern þú hittir þar,
heldur en þessir Gyðingar.

Sjálfan slær mig nú hjartað hart;
hef ég án efa mikinn part
af svoddan illsku ástundað.
Auðmjúklega ég meðgeng það.

Sáð hef ég niður synda rót,
svívirðing mín er mörg og ljót.
Uppskerutímann óttast ég,
angrast því sálin næsta mjög.

Herra minn, Jesú, hörmung þín
huggun er bæði og lækning mín.
Sakleysi víst þú sáðir hér.
Sælunnar ávöxt gafstu mér.

Blóðdropar þínir, blessað sáð,
ber þann ávöxt sem heitir náð.
Þann sama guð mér sjálfur gaf.
Sáluhjálp mín þar sprettur af.

Hæddur varstu til heiðurs mér;
högg þín og slög mín lækning er.
Aldrei má djöfull eiga vald
á mig að leggja hefndar gjald.

En þér til heiðurs aftur á mót
iðrast vil ég og gjöra bót,
holds vilja gjarnan hefta minn.
Hjálpi mér, Jesú, kraftur þinn.

Amen

Sálmur 15: Um ráðstefnu prestanna yfir Kristó

Mjög árla uppi vóru
öldungar Júða senn,
svo til samfundar fóru.
Fyrstir þó kennimenn
í ráðslag létu leiðast,
líkar það öllum vel,
hverninn þeir gætu greiðast
guðs syni komið í hel.

Heimtu með heiftarlundu
herrann vorn til sín brátt,
orsök því öngva fundu,
allir senn mæltu hátt:
Seg oss, ef ertu Kristur,
einasti son guðs sá. -
Græðarinn gæsku lystur
gaf andsvar þar upp á:

Þó eg það yður segi,
ekki samt trúið þér,
andsvarið mér og eigi,
ef ég spyr nokkurs hér.
Mannsins son sjáið sitja
senn hjá guðs hægri hlið,
í skýi mun einu vitja
aftur með dýrðarsið. -

Ertu guðs son? þeir sögðu.
Svaraði drottinn: Já. -
Djarfir þann dóm á lögðu:
Dauðamaður er sá. -
Upp stóðu strax að stundu,
stríð þeim í hjarta brann,
frelsarann fjötrum bundu,
færðu Pílató hann.

Hér máttu, sál mín, sanna,
svo gengur það til víst;
ástundan illvirkjanna
umhyggju vantar síst.
Árla þeir blundi bregða,
binda fast öll sín ráð,
klóklega hrekkjum hegða;
hver sem þess fengi gáð.

En þú sem átt að vera
útvalinn drottins þjón,
verk hans og vilja að gjöra
og varast þitt sálartjón,
andvara öngvan hefur,
umhyggjulítill sést,
við glys heims gálaus sefur.
Guð náði svoddan brest.

Margir upp árla rísa,
ei geta sofið vært,
eftir auð heimsins hnýsa,
holds gagnið er þeim kært.
Sálin í brjósti sofnuð
sýnist að mestu dauð,
til allra dyggða dofnuð,
sem drottinn helst þó bauð.

Forsjónar verkmenn vísir
víngarði drottins í,
fyrst þá dagsljóminn lýsir,
ljúft bið ég gái að því,
um sitt embætti hyggi,
árla gjörð bænin sé,
iðjulausir ei liggi
í líkamans gjálífi.

Hatursmenn herrans vaka,
hugsandi að gjöra tjón.
Eftir því áttu að taka,
ef ertu hans tryggðaþjón.
Viljir þú við þeim sporna
og varast þeirra háð,
árla dags alla morgna
við orð guðs haltu ráð.

Þenk nú í þínu hjarta
þar næst í annan stað,
hvar um herrann réð kvarta,
hyggja máttu þar að.
Orðum hans ekki treystu
illgjarnir Júðar þeir,
úr spurning öngri leystu,
æ því versnuðu meir.

Hver trúir nú, hart þó hóti
herrann forhertum lýð?
Allfæstir inna á móti
iðrunar svörin blíð.
Hirtingar hjálpa ekki;
heimur versnandi fer.
Blindleikinn trúi eg oss blekki.
Búið straff nálægt er.

Víst er ég veikur að trúa,
veistu það, Jesú, best,
frá syndum seinn að snúa,
svoddan mig angrar mest.
Þó framast það ég megna
þínum orðum ég vil
treysta og gjarnan gegna.
Gef þú mér náð þar til.

Þar næst að þessu gætir,
það er og lærdómsgrein,
ef þú órétti mætir,
afsökun dugir ei nein,
hafðu þá biðlund hýra;
herrann mun til þín sjá.
Lát þolgeðsdæmið dýra
drottins þig hugga þá.

Mér er sem í eyrum hljómi
úrskurður drottins sá,
árla á efsta dómi,
upp þegar dauðir stá,
afsökun ei mun stoða,
andsvör né spurningar.
Sá stendur víst í voða,
sem verður sekur þar.

Hér er nú kostur að heyra
herrann talandi í náð.
Jesús opni mitt eyra,
svo að því fengi eg gáð.
Hógvær vors bata bíður,
blessaður, þessa tíð.
Annars heims er hann stríður
öllum forhertum lýð.

Árla úrskurðinn lögðu
á þig Gyðingar þó,
Jesú, og sekan sögðu,
seldu þig Pílató.
Árla á efsta degi
afsökun gildir sú,
til dauða eg dæmist eigi,
drottinn, þess minnist þú.

Árla dags uppvaknaður
ætíð ég minnist þín.
Jesú minn hjálparhraður,
hugsa þú æ til mín.
Árla á efsta dómi
afsökun vertu mér.
Minnstu þá, frelsarinn frómi,
hvað fyrir mig leiðstu hér.

Amen

Sálmur 16: Um Júdasar iðrun

Júdas í girndar gráði
af Gyðingunum fyrst
þrjátíu peninga þáði,
því sveik hann herrann Krist.
Ljóst þegar líta vann,
drottinn var nú til dauða
dæmdur og þungra nauða,
iðraðist eftir hann.

Greitt í musterið gengur,
greinir svo ritning frá,
um silfrið sinnti ei lengur,
senn vill það prestum fá,
sagði með sárum móð:
Ó, hvað ég gjörði illa,
þá yfir mig kom sú villa,
að sveik ég saklaust blóð. -

Liðsemd prestarnir lögðu
litla, sem von var að,
harðlyndir honum sögðu:
Hvað eigum vér með það?
Þú mátt einn sjá um þig. -
Silfrinu á gólfið grýtti,
gekk þaðan, mjög sér flýtti,
og hengdi sjálfan sig.

Ráðstefnu herrar héldu,
hættu þar síðast við,
fyrir akur sjálfir seldu
silfrið leirkerasmið.
Áður sagt um það var
í spádóms sögnum sönnum;
sá var vegferðarmönnum
gefinn til greftrunar.

Sjá hér hvað illan enda
ótryggð og svikin fá.
Júdasar líkar lenda
leiksbróður sínum hjá.
Andskotinn illskuflár
enn hefur snöru snúna
snögglega þeim til búna,
sem fara með fals og dár.

Ótrú sinn eigin herra
ætíð um hálsinn sló.
Enginn fékk af því verra
en sá meinlausum bjó
forræði, fals og vél.
Júdas því henging henti,
hann fölskum til sín benti
eins og Akítófel.

Fégirndin Júdas felldi.
Fyrst var hans aðtekt sú,
guðs son Gyðingum seldi,
gleymdi því æru og trú.
Svo til um síðir gekk,
kastaði keyptum auði,
þá kvaldi sorg og dauði,
huggun alls öngva fékk.

Undirrót allra lasta
ágirndin kölluð er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarnir,
sem freklega elska féð,
auði með okri safna,
andlegri blessun hafna,
en setja sál í veð.

Annaðhvort er í vonum,
auðurinn fagur nú
hafnar þér, ellegar honum
hryggur burt kastar þú,
þá dauðinn þrengir að.
Ágirndin ótæpt svelgir,
af því sálina velgir
í köldum kvalastað.

Falsi og fégirnd rangri
forða þér, sál mín blíð,
svo mætir ei ógn né angri,
þá að fer dauðans tíð;
virð lítils veraldar plóg.
Hver sem sér lynda lætur,
það lénar drottinn mætur,
sá hefur alls nægta nóg.

Oft Jesús áður hafði
áminning Júdas gjört.
Hrekkvísin hjartað vafði;
hann hélt það einskis vert.
Nú kom þar einninn að
tilsögn hataði hreina,
huggun fékk því ei neina.
Varastu víti það.

En hvað framleiddi hann illa
áður lífernið sitt;
þessi þó var hans villa
verri en allt annað hitt,
að hann örvænting með
sál og líf setti í vanda.
Synd á mót heilögum anda
held ég hér hafi skeð.

Í drottni ef viltu deyja,
drottni þá lifðu hér,
til ills lát ei þig teygja,
orð guð s sé kærast þér.
Sæll er sá svo við býst.
En ef þig ófall hendir,
aftur í tíma vendir,
undan drag iðrun síst.

Brot þín skalt bljúgur játa,
en bið þó guð um náð,
af hjarta hryggur gráta,
en heilnæm þiggja ráð.
Umfram allt þenktu þó:
Son guðs bar þínar syndir
og, svo þú miskunn fyndir,
saklaus fyrir sekan dó.

Drottinn, lát mig ei dyljast
dárlega syndir við,
þó hér um stund megi hyljast.
Herra trúr, þess ég bið:
Nær heimi fer ég frá,
örvænting ei mér grandi,
orð þitt og sannleiks andi
hjartað mitt huggi þá.

Amen

Sálmur 17: Um leirpottarans akur

Svo sem fyrr sagt var frá,
silfurpeninga þá,
hverjir loks Júdas hrelldu,
höfuðprestarnir seldu.

Og keyptu einn til sanns
akur pottmakarans.
Þar má fullt frelsi hafa
framandi menn að grafa.

Þar finnst ein þýðing fín;
þess gættu, sála mín.
Af guðs ásettu ráði
um það Sakarías spáði.

Líkist leirkerasmið
líknsamur drottinn við,
sem Esajas fyrr sagði,
sjálfur það rétt út lagði.

Af leir með lífsins kraft
lét hann mannkynið skapt,
hrein ker til heiðurs setur,
hin önnur lægra metur.

Drottinn einn akur á,
er honum falur sá.
Minnstu, hann miskunn heitir,
mæddum lýð huggun veitir.

Jesús er einn sá mann,
sem akurinn keypti þann,
en hans blóðdropar blíðir
borgunargjaldið þýðir.

Framandi fólkið það,
sem fékk ei neinn hvíldarstað,
erum vér, sorgum setnir,
af syndugu eðli getnir.

Illskunnar eðlið vort
útlenda hefur gjört
oss frá eilífri gleði.
Í Adams falli það skeði.

Sálin í útlegð er,
æ meðan dvelst hún hér
í holdsins hreysi naumu,
haldin fangelsi aumu.

Dauðinn með dapri sút
dregur um síðir út
hana, þá hreysið brotnar,
holdið í jörðu rotnar.

Eins og útkastað hræ,
ef ég rétt skynjað fæ,
hjálparlaus sál má heita,
hvíldar ei kann sér leita.

Hættu og hörmung þá
herrann minn Jesús sá,
önd vora af ást og mildi
úr útlegð kaupa vildi.

Faðirinn falt það lét,
friðarstað sálum hét,
ef sonurinn gjald það greiddi,
sem guðs réttlæti beiddi.

Opnaði sjóðinn sinn
sonur guðs, Jesús minn,
húðstrýktur, kvalinn, krýndur,
á krossi til dauða píndur.

Blóðdropar dundu þar,
dýrasta gjald það var,
keyptan akur því eigum,
óhræddir deyja megum.

Hér þegar verður hold
hulið í jarðarmold,
sálin hryggðarlaust hvílir.
Henni guðs miskunn skýlir.

En þú skalt að því gá,
akursins greftrun þá
öngvir utan þeir fengu,
í Jerúsalem gengu.

Kristnin guðs hér í heim
heitir Jerúsalem.
Í hana inn komast hlýtur
hver sem miskunnar nýtur.

Í henni hver einn sá er,
á Jesúm trúir hér,
skírður og alla vega
iðrun gjörir daglega.

Ókvíðinn er ég nú,
af því ég hef þá trú,
miskunn guðs sálu mína
mun taka í vöktun sína.

Hverninn sem holdið fer,
hér þegar lífið þver,
Jesú, í umsjón þinni
óhætt er sálu minni.

Ég lofa, lausnarinn, þig
sem leystir úr útlegð mig.
Hvíld næ ég náðarspakri
nú í miskunnar akri.

Þú gafst mér akurinn þinn,
þér gef ég aftur minn.
Ást þína á ég ríka,
eigðu mitt hjartað líka.

Eg gef og allan þér,
æ meðan tóri eg hér,
ávöxtinn iðju minnar
í akri kristninnar þinnar.

Eins bið ég, aumur þræll,
að unnir þú, Jesú sæll,
liðnum líkama mínum
legstað í akri þínum.

Hveitikorn þekktu þitt,
þá upp rís holdið mitt.
Í bindini barna þinna
blessun láttu mig finna.

Amen

Sálmur 18: Sú fyrsta áklögun Gyðinga fyrir Pílató

Árla, sem glöggt ég greina vann,
með guðs son bundinn fara
prestarnir, svo að píndist hann,
til Pílatum landsdómara.
Í þinghús inn
það sama sinn
sagt er þó enginn kæmi,
svo ekki meir
saurguðust þeir.
Sjá hér hræsninnar dæmi.

Inngang um húsdyr heiðingjans
héldu þeir synd bannaða,
saurgast á blóði saklauss manns
sýndist þeim öngvan skaða.
Heimsbörnum hér
óvirðing er
aumstöddum hjálp að veita,
en guðs orðs forakt,
ágirnd og prakt
engin misgjörð skal heita.

Pílatus, sem það formerkt fékk,
fyrst ei þeim metnað sætti,
án dvalar sjálfur út því gekk,
embættisskyldu gætti.
Sakargift þá
vill fulla fá
fram borna af þeirra munni.
Dáryrði fljót
drambsemi á mót
dómarinn gefa kunni.

Lát þér ei vera afmán að,
ef þú vilt frómur heita,
af Pílató ljóst að læra það,
sem loflegt er eftir að breyta.
Ranglætið hans,
þess heiðna manns,
halt þér minnkun tvefalda.
Þeim miður fer
en honum hér,
hver vill þann kristinn halda?

Álitið stórt og höfðingshátt
hræðast skyldir þú ekki.
Sannleiksins gæta ætíð átt,
engin kjassmál þig blekki.
Ærugirnd ljót,
hofmóðug hót,
hlýðir síst yfirmönnum.
Dramblátum þar
þú gef andsvar,
þó byggt á rökum sönnum.

Öldungar Júða allra fyrst
upp báru sök þrefalda:
Fólkinu þessi frásnýr víst,
fyrirbýður að gjalda
keisarans skatt, _
það segjum vér satt,
sjálfur vill kóngur heita
og Kristur sá,
sem koma á,
kvittun og frið að veita. -

Hér koma fram þau réttu rök
ræðu og þanka minna:
Þér, Jesú, gefin var þreföld sök,
það kann ég glöggt að finna.
Þrefaldleg sekt
mig þjáði frekt,
þar um ég klagast mætti.
Þrefalda styggð
og þunga lygð
þú leiðst með sögðum hætti.

Frásnúið guði allt mitt er
eðli og líf fáneyta.
Öðrum því gef ég oft af mér
ill dæmi, svo að breyta.
En hér á mót
með elsku hót
öll guðsbörn rétt því trúa,
frá bölvan, deyð,
djöfli og neyð
drottinn réð lýðnum snúa.

Guði átti eg að greiða frí
gjald, hlýðni og þakkarskyldur.
Ranglega hef ég haldið því,
höndlað sem þræll ógildur.
Auðsveipnin þín
fyrir öllum skín,
ástsemdar herrann kæri.
Þú bauðst: gefið,
gafst sjálfur með,
hvað guðs og keisarans væri.

Sannlega hef ég hrokað mér
hærra en vera skyldi,
boð og skipun míns herra hér
haldið í minnsta gildi.
Kóngdóm í heim
og heiðri þeim
hafnaðir þú og flýðir.
Hátignin þín
á himnum skín.
Hún mun birtast um síðir.

Rægður varstu fyrir ranga sök,
réttláti Jesú mildi,
upp á það öll mín illskurök
afplánuð verða skyldi.
Áklögun sú
sem þoldir þú,
þess bið ég, herrann frómi,
sé mitt forsvar,
þá finnst ég þar
fyrir þeim stranga dómi.

Amen

Sálmur 19: Um Kristí játning fyrir Pílató

Gyðingar höfðu af hatri fyrst
harðlega klagað Jesúm Krist,
sem áður sagt er frá.
Landsdómarinn gjörði að gá
glöggt, hvað þýðir framburður sá.

Áklögun fyrsta andleg var,
um það Pílatus sinnti ei par,
önnur um skylduskatt.
Hann vissi vel, þeir sögðu ei satt,
svoddan málum þegjandi hratt.

En sem þeir nefndu kónginn Krist,
kom honum þá til hugar fyrst,
hvað fyrri heyrði og nam
af Júðum mælt um Messíam,
ef mætti ske, það kæmi nú fram.

Pílatí sinni í sumum finnst,
sem um guðs dýrkun hugsa minnst,
höfðingjum hræsna títt.
Undirsáta frelsið frítt
fjárplógsgjarnir rækja nú lítt.

Hirðstjórinn spurði herrann þá,
hvort hann sé Júða kóngur sá.
En Jesús aftur tér:
Talar þú svo af sjálfum þér,
eða sögðu aðrir þvílíkt af mér? -

Þá varð Pílatí þelið kalt.
Þig hatar, sagði hann, fólkið allt.
Hvað illt hefur þú gjört? -
Aftur Jesús ansar bert,
er það næsta þenkingarvert:

Mitt ríki er ekki héðan af heim;
hart mundi annars móti þeim
stríða minn máttarher,
sem nú mig seldu í nauðir hér,
svo næðu ekki Gyðingar mér. -

Pílatus aftur ansa vann:
Ertu þá kóngur? sagði hann.
Játaði Jesús því:
Hingað kom ég heiminn í,
svo herma skyldi eg sannleikinn frí.

Hver af sannleiknum sjálfur er,
sá mína röddu heyrir hér. -
Hæðnissvar hinn til fann:
Hvað er sannleikur? sagði hann.
Svo gekk út með úrskurðinn þann.

Hér máttu, sál mín, heyra fyrst,
herrann Jesús er kóngur víst,
þó ekki að heimsins hátt.
Svoddan vel þú athuga átt;
það eykur gleði hjartanu þrátt.

Kóngstign þín, Jesú, andleg er.
Allir hafa sín völd af þér
höfðingjar hér um heim.
Þú lénar, gefur, lánar þeim
löndin, ríki, metorð og seim.

Fyrir þinn kraft og frelsishönd
forsvara kóngar ríki og lönd,
sem er þeim undir lagt.
En móti djöfli og dauðans makt
dugir engin höfðingja prakt.

Þú hefur sigrað synd og deyð,
sjálfan djöful og vítis neyð,
háðir eitt herlegt stríð,
allan svo þinn leystir lýð.
Lof sé þér um eilífa tíð.

Andlegt þitt ríki og eilíft er;
orð sannleiksins því rétt stjórnar hér.
Þinn veldis vöndur sá
óvini slær mér alla frá.
Í þeim krafti sigra ég þá.

En fyrst þitt ríki andlegt var,
um það heimurinn sinnti ei par.
Hann fann ei hofmóð sinn
hjá þér, Jesú, herra minn,
hataði allan góðvilja þinn.

Undrast því, sál mín, ekki þarft,
þó aðkast veraldar líðir margt;
þar um þér þenkja ber:
Ertu enn í útlegð hér,
annars heims þitt föðurland er.

Sannleikakóngsins sannleiksraust
sá þarf að elska hræsnislaust,
sem er hans undirmann,
því slægð og lygi hatar hann,
hreinhjörtuðum miskunnar ann.

Ef þú, mín sál, í guði glödd
girnist að heyra kóngsins rödd,
gættu þá gjörla hér,
hvað boða drottins þjónar þér;
þeirra kenning raustin hans er.

Rannsaka, sál mín, orð það ört,
að verður spurt: Hvað hefur þú gjört?
Þá herrann heldur dóm,
hjálpar öngum hræsnin tóm,
hrein sé trú í verkunum fróm.

En sökum þess þú ei saklaus ert,
sjálfur spyr þig: Hvað hefur þú gjört?
á hvern umliðinn dag;
iðran gjör og grát þinn hag,
guðs son bið það færa í lag.

Allt hef ég, Jesú, illa gjört.
Allt það að bæta þú kominn ert.
Um allt því ég kvittur er.
Allt mitt líf skal þóknast þér;
þar til, bið ég, hjálpa þú mér.

Amen

Sálmur 20: Önnur áklögun Gyðinga fyrir Pílató

Pílatus hafði prófað nú
píslarsök Jesú gefna.
Klén virtist honum kóngstign sú,
þá Kristur sannleik réð nefna.
Heims sannleik heiðra lést,
hæddi guðs sannleik mest.
Sannindin elska ber;
orð drottins láttu þér
kærast þó allra efna.

Jafnótt þá ganga jarlinn réð
til Júða út að bragði:
Öngva sök þessum manni með
má ég finna, hann sagði.
Gyðingar heldur hart
herrann klöguðu um margt
með æði, ógn og dramb.
En rétt sem meinlaust lamb
lausnarinn ljúfur þagði:

Hann hefur upp æst lýðinn lands,
lengi mjög víða kenndi,
frá Galílea og svo til sanns
um síðir allt hingað vendi. -
Pílatus hugði hér
hrinda þeim vanda af sér.
Heródes hafði því
hirðstjórn þeim parti í;
til hans því herrann sendi.

Fyrir mig, Jesú, þoldir þú
þjáning og beiska pínu.
Hjartað gleðst, því ég heyri nú
hrósað sakleysi þínu.
Syndin lá sárt á mér;
sök fannst engin hjá þér.
Svo er sakleysið þitt
sannlega orðið mitt;
við málefni tókstu mínu.

Lögmál drottins þá hefndum hart
hótar mér eftir vonum,
aftur minn Jesús ansar snart:
Engin sök finnst hjá honum.
Sakleysið mitt til sanns
segi eg nú orðið hans.
Engin áklögun fljót
orka skal neitt á mót
mínum þollyndis þjónum. -

Ónytjuhjal og mælgin mín
mér til falls koma ætti.
En, Jesú, blessuð þögnin þín
það allt fyrir mig bætti.
Skylda mín aftur er
eftir að breyta þér,
þegjandi í þýðri trú
þola, nær líð ég nú.
Þörf er ég þess vel gætti.

Pílatus meinti mannvits slægð
mundi óbrigðul standa,
koma vill því með kænskunægð
kóng Heródí í vanda.
Kunna þá atferð enn
allmargir veraldarmenn.
Bið guð og gæt þín vel.
Gjarn er heimur á vél.
Gálausum svikin granda.

Krossgangan, Jesú, þessi þín
þar fyrir eflaust skeði,
svo hvílast mætti sála mín
sætt í eilífri gleði.
Embættis ómak langt
oft þó mér finnist strangt,
til lofs og þóknunar þér
það vil ég gjarnan hér
líða með ljúfu geði.

Amen

Sálmur 21: Um Heródis forvitni og hvíta klæðið

Þegar Heródes herrann sá,
hann varð mjög glaður næsta.
Af honum heyrt hafði og helst vill fá
hans ásýnd líta glæsta.
Forvitinn mörgu frétti að;
fýsn holdsins kapp á lagði
með byrstu bragði.
Jesús tók ekki undir það,
við öllum spurningum þagði.

Margir finnast nú hér í heim
Heródis líkar réttir.
Guðs orð er skemmt og gaman þeim
sem glens eða nýjar fréttir.
Holdsins forvitni hnýsir þrátt
í herrans leyndardóma
með fýsn ei fróma,
aumri skynsemi ætla of hátt,
aldrei til skilnings koma.

Mannvits forvitni og menntaglys
margir þá vilja reyna,
að orði drottins gjöra gys,
gaman loflegt það meina.
Varastu, sál mín, vítin reynd,
virtu í hæsta gildi
þá mestu mildi,
alvarlega með góðri greind
guð við þig tala vildi.

Guð gjörir ekki að gamni sér
glæpamönnum að hóta.
Kallsmælgi honum og engin er,
að þú megir miskunn hljóta.
Auðmjúklega með allri gát
áttu um slíkt að ræða
og fleiri fræða.
En af þér heyrast aldrei lát,
orð drottins skulir þú hæða.

Heyri eg um þig, minn herra, rætt
í hjálpræðisorði þínu,
allt sýnist mér þá búið og bætt
bölið í hjarta mínu.
Í sakramentinu sé ég þig,
svo sem í líking skærri,
með náð mér nærri.
Ó, hvað gleður sú ásýnd mig.
Engin finnst huggun stærri.

Heródis fýsn var holdleg sú,
hann réð forvitnin ginna.
En mín sála af ást og trú
andvarpar þig að finna.
Lofsamleg er sú lukkustund,
þá lít ég þig, herrann þýði,
í þinni prýði.
Gef mér loksins þann fagnaðarfund,
þó fyrst um sinn hér bíði.

Það kennir herrans þögnin fróm
þar næst í annan máta,
hann vill ei sínum helgidóm
fyrir hunda kasta láta.
Drottinn forsmáir drambsamt geð,
dárlega margs þó freisti
og frekt sér treysti.
Hugstoltum niður hrinda réð,
hógværa sál við reisti.

Heródes og hans hoffólk lítt
um herrann akta vildi,
færði hann í eitt fatið hvítt,
forsmán það heita skyldi.
Til Pílatum síðan sendur var;
svo komst í friðarstilli
ofstopinn illi.
Drambsöm öfundin áður bar
óvinskap þeirra á milli.

Hvítt klæði gjörði háðung þér,
herra minn, Jesú sæti,
dýrðarskrúða svo skenktir mér,
skínandi guðs réttlæti.
Sakleysismerki þetta þitt
þíns föðurs gæskan hreina
þá þekkti alleina.
Hann sér og prófar hjartað mitt,
hvað sem illgjarnir meina.

Heilagra sálna hópur skær
á himnum með skikkun fríða
til heiðurs þér, Jesú, herra kær,
hvítum klæðum sig skrýða.
Eins hér á jörðu upp frá því,
eflaust í minning slíka
með röksemd ríka,
birtust snjóhvítum búning í
blessaðir englar líka.

Veittu, Jesú, þá miskunn mér,
meinleysis skrýddur klæði,
þjóni eg tállaust í tryggðum þér
með trú, von og þolinmæði.
Réttlætisskrúða skartið þitt
skíni á sálu minni,
þó líf hér linni.
Eins láttu holdið einninn mitt
afklæðast þrjósku sinni.

Forlíkast gjörðu fjandmenn tveir,
þá fórstu þar, Jesú, milli.
Eg veit mér gefst því miklu meir
miskunn og friðarstilli.
Hjá guði föður svo til sanns
sést engin reiði lengur
né styggðar strengur.
Daglega milli mín og hans
minn trúr frelsari gengur.

Hvar sem ófriður hreyfir sér
af holdsins veikleik bráðum
millum kristinna manna hér
móti guðs vilja og ráðum,
gakktu þar, Jesú, milli mest
með þínum friðaranda
og varna vanda.
Hjálpa þú, svo vér hugsum best
í hreinum kærleik að standa.

Amen

Sálmur 22: Um krossfestingarhróp yfir Kristó

Frá Heróde þá Kristur kom,
kallar Pílatus snjöllum róm
Gyðingalýð og ljós gaf rök,
lausnarinn hefði öngva sök;
samþykkur væri og sér til þess
sjálfur kóngurinn Heródes.

Sannlega drottinn sakleysið
sér, elskar bæði og styrkir með.
Hjarta og munnur hvers eins manns
hlýtur að þjóna vilja hans.
Málefnið gott fær góðan róm.
Gæt þess, mín sál, og vertu fróm.

Siður Gyðinga sá var þá,
sakamann einn þeir skyldu fá
um páskatímann frá píslum frí,
Pílatus átti að gegna því,
í frelsisminning úr Egyptó.
Aldrei bauð drottinn svoddan þó.

Sjá til, mín sál, að siðvaninn
síst megi villa huga þinn;
forðast honum að fylgja hér
framar en guðs orð leyfir þér.
Góð minning öngva gjörir stoð,
gilda skal meira drottins boð.

Pílatus Júðum sagði svo:
Sjáið nú glöggt um kosti tvo:
Eg býð hér Jesúm yður fram
eða morðingjann Barrabam. -
Hann meinti yrði helst með því
herrann frá dauða gefinn frí.

Þú fær nú glöggt af þessu séð,
þar sem drottinn er ekki með
í verki, áformi og vilja manns,
verða til einskis ráðin hans.
Sérviska holdsins svikul er,
svo sem Pílatum skeði hér.

Yfirmennirnir allra fyrst
óskuðu að drottinn krossfestist;
almúgann svo í annan stað
eggjuðu mest að biðja um það;
Barrabas útlausn skyldi ske,
skilinn Jesús frá lífi sé.

Veraldar dæmin varast skalt;
voga þú ekki að gjöra það allt,
sem höfðingjarnir hafast að,
þó heimurinn kalli loflegt það.
Þá blindur leiðir blindan hér,
báðum þeim hætt við falli er.

Hver þig eggjar á illverk bráð,
aldrei gakktu með þeim í ráð.
Vinn þú það ei fyrir metorð manns
að missa guðs náð og vinskap hans;
hvorugur annars bætir böl,
þó báðir rati í straff og kvöl.

Yfirmönnunum er því vant,
undirsátarnir hnýsa grannt
eftir því sem fyrir augun ber;
auðnæmast þó hið vonda er.
Hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir meina sér leyfist það.

Ill eftirdæmi á alla grein
eru samlíkt við mylnustein.
Viljir þú vera af fári frjáls,
festu hann aldrei þér við háls.
Í guðs ótta frá þér glæpum hrind;
góð vertu öðrum fyrirmynd.

Húsfrú Pílatí holl gaf ráð,
hefði hann betur að því gáð.
Góðar kvinnur þess gæti mest,
gjarnan ástundi dæmin best.
Abígail fær æru og sæmd;
illa Jessabel verður ræmd.

Set ég það nú í sinni mér,
sæti Jesú, að gá að þér.
Allir hrópuðu allt um kring
yfir þig dauða og krossfesting.
Sem lamb meinlausast þagðir þú;
þar af stendur mér huggun trú.

Lögmálsins bölvan bitur og sterk,
banvænn djöfull og öll mín verk,
þó hrópa vilji nú hvert um sig
hefnd og fordæming yfir mig,
nýt ég, minn Jesú, þín í því,
frá þeirra klögun verð ég frí.

Áfellisdómsins ógna hróp,
ystu myrkranna vein og óp
aldrei mun koma að eyrum mín,
eyrun blessuð því heyrðu þín
kalls og háreysti kringum þig;
frá kvöl og angist það frelsti mig.

Hrópar nú yfir mér himinn og jörð
helgun, frið, náð og sáttargjörð.
Hvort sem ég geng nú út eða inn
í þínu nafni, Jesú minn,
bænarhróp mitt í hreinni trú
himneskum guði þóknast nú.

En þér til heiðurs allan tíð
englar drottins og kristnin fríð
hrópar nú bæði á himni og jörð
hósanna, lof og þakkargjörð.
Amen segir og upp á það
önd mín glaðvær í hverjum stað.

Amen

Sálmur 23: Um Kristí húðstrýking

Pílatus herrann hæsta
húðstrýkja lætur þar.
Nakinn við stólpann stærsta
strengdur þá Jesús var.
Stríðsmenn með svipum hröktu hann.
Sál mín, hér sjá og skoða,
hvað sonur guðs fyrir þig vann.

Helgasta holdið fríða
frá hvirfli iljum að
drottni varð sárt að svíða,
svall allt af benjum það.
Hver hans líkama limur og æð
af sárum sundur flakti,
sú hirting mjög var skæð.

Blessaður dreyrinn dundi
drottins lífsæðum úr,
sem regn það hraðast hrundi
himins í dimmu skúr.
Blánaði hold, en bólgnaði und.
Sonur guðs sárt var kvalinn
saklaus á þeirri stund.

Ég var sem fjötrum færður
fangelsi þungu í,
á önd og samvisku særður,
syndin mín olli því.
Sú dauðleg sálar sóttin hér
um hverja æð út sér dreifði,
ekkert fannst heilt á mér.

Svipan lögmálsins lamdi
líf og sál heldur frekt,
óttinn kvalanna kramdi,
kominn var ég í sekt.
Banvænlegt orðið mitt var mein,
hjartað af hryggðum stundi,
hvergi fékkst lækning nein.

Sástu þá, Jesú sæli,
sár mín óbærilig.
Til lausnar þínum þræli
því léstu binda þig;
gekkst svo undir þá grimmdarkvöl,
að ég kvittaður yrði
við eilíft hryggðarböl.

Sjúkdóm minn sjálfur barstu,
svo varð ég heill. Með því
hörmungum hlaðinn varstu,
frá hryggðum er ég nú frí.
Hegning þú leiðst svo hefði eg frið.
Benjar þínar mér bættu,
bót sú þar átti við.

Hræðslan vill hjartað krenkja
með hörðum sorgarsting,
þegar ég gjöri að þenkja
um þína húðstrýking.
Aví, ég gaf þar efni til.
Þú einn galst þrjósku minnar,
þess nú ég iðrast vil.

Því fell ég nú til fóta,
frelsarinn Jesú, þér.
Láttu mig nafns þíns njóta.
Náð og vægð sýndu mér.
Ég skal með hlýðni heiðra þig
nú og um eilífð alla.
Þá huggar þú, herra, mig.

Gleðstu, mín sál, mig græddi
guðs sonar heilagt blóð,
þó synd og sorgin mæddi.
Sjá, hér er lækning góð.
Náð fyrir reiði nú er vís.
Brot þrælsins herrann bætti,
bar því síns föðurs hrís.

Skoða þú skyldu þína
skýrlega, sál mín, nú.
Sonur guðs sig lét pína,
svo læknuð yrðir þú.
Heilbrigð þjóna þú honum rétt
með trú, hollustu og hlýðni.
Haf gát á þinni stétt.

Þóknist honum að þjaka
þitt hold örkumslum með,
þýðlega því skalt taka.
Þolinmótt hjartageð
á sér drottinn og elskar best.
Lausnara að líkjast þínum
lof er þér allra mest.

Ekkert má sóma síður:
Síkátur þrællinn er,
þá herrann hörmungar líður.
Haf slíkt í minni þér.
Hryggðarmynd hans er heiður þinn.
Lát mig það læra og halda,
ljúfasti Jesú minn. -

Amen

Sálmur 24: Um purpuraklæðið og þyrnikórónuna

Illvirkjar Jesúm eftir það
inn í þinghúsið leiddu,
afklæddu fyrst, og fljótt þangað
fólkið allt koma beiddu.
Purpuraklæðis forna flík,
fást mátti varla háðung slík,
yfir hans benjar breiddu.

Helgunarklæðið hafði eg misst,
hlaut því nakinn að standa.
Adam olli því allra fyrst,
arf lét mér þann til handa.
Syndanna flík ég færðist í,
forsmán og minnkun hlaust af því
með hvers kyns háska og vanda.

Burt tók Jesús þá blygðun hér,
beran því lét sig pína,
réttlætisklæðnað keypti mér,
kann sá fagurt að skína.
Athvarf mitt jafnan er til sanns
undir purpurakápu hans,
þar hyl ég misgjörð mína.

Þyrnikórónu þungri þeir
þrengdu að herrans enni.
Báleldi heitum brenndu meir
broddar svíðandi í henni.
Augun hans bæði og andlit með
allt í blóðinu litast réð.
Slíkt trúi eg kvala kenni.

Fyrir óhlýðni Adams var
öll jörðin lýst í banni,
ávöxt því slíkan af sér bar,
orð guðs trúi eg það sanni.
Þessum bölvunar þyrnikrans
þrengt var að höfði lausnarans
til huggunar hrelldum manni.

En Jesú hlýðni aftur hér
allri jörð blessun færir,
heilnæman ávöxt hún því ber,
hverja skepnu vel nærir.
Fyrir gæskunnar gjörning þann
gjarnan lofi og prísi hann,
hvað sig um heiminn hrærir.

Bölvan mér yfir höfði hékk,
hótuð í lögmáls bræði,
en Jesús hana undir gekk,
svo aftur ég blessun næði.
Guð minn kórónu gaf mér þar
gæsku og dýrðar eilífrar
hér og á himnum bæði.

Reyrstaf honum í hönd með spé
hirðstjórans þrælar fengu,
heilsuðu kóngi og krupu á hné,
kallsorð á víxl þá gengu;
reyrnum hröktu um höfuð hans,
hræktu í andlit lausnarans
með kvala kappi ströngu.

Þá þú gengur í guðshús inn,
gæt þess vel, sál mín fróma,
hæð þú þar ekki herrann þinn
með hegðun líkamans tóma.
Beygðu holdsins og hjartans kné.
Heit bæn þín ástarkveðja sé.
Hræsnin mun síst þér sóma.

Sjálfs míns verðskuldan sé ég hér,
svoddan átti eg að líða
um eilífð þá sem aldrei þver,
með ógn og sárum kvíða,
hefði mér ekki háðung þín
hjálpað, Jesú, frá þeirri pín.
Blessað sé nafn þitt blíða.

Öll þín læging er upphefð mín,
ástkæri Jesú mildi.
Heiður er mér að háðung þín,
hver sem mér niðra vildi.
Höggin, sem leiðstu, hressa mig;
á himnum verð ég nú fyrir þig
metinn í mesta gildi.

Meðan lífs æð er í mér heit,
eg skal þig, drottinn, prísa,
af hjartans grunni í hverjum reit
heiður þíns nafns auglýsa.
Feginn vil ég í heimi hér
hlýða og fylgja í öllu þér.
Lát mér þína liðsemd vísa.

Amen

Sálmur 25: Um útleiðslu Kristí úr þinghúsinu

Landsdómarinn þá leiddi
lausnarann út með sér,
Gyðingum andsvör greiddi
glögglega og svo tér:
Þér sjáið þennan hér.
Sannlega yður ég segi,
sök finnst með honum eigi,
sem dauðadóms verð er. -

Þá gekk Jesús út þanninn,
þyrni og purpurann bar.
Sagði: Sjáið hér manninn,
sjálfur dómarinn þar.
Gyðingar gáfu svar:
Burt með hann, svo þeir segja.
Sá skal á krossi deyja. -
Ósk þeirra ein sú var.

Orð og afsökun gilti
engin í þessum stað;
heiftin svo hugann fyllti,
hjartað varð forblindað.
Síðast þeir sögðu það:
Ljóslega lífsstraffs krefði
lögmálið, því hann hefði
gjört sig guðs syni að.

Rétt lög, sem rituð finnast,
rangfærðu Júðar hér.
Oss ber þar á að minnast,
ill dæmi forðumst vér.
Dómurinn drottins er.
Hinn þó með heiftum klagi
og hreinan sannleik aflagi,
sjái valdsmenn að sér.

Þá ég heyri, minn herra,
hversu þú kvalinn vart,
gjörvöll vill gleðin þverra;
galstu mín næsta hart,
því ég braut mikið og margt.
En þá mér guðspjöll greina
glöggt þitt sakleysið hreina,
hjartað fær huggun snart.

Athuga, sál mín, ættum
útgöngu drottins hér,
svo við rétt minnast mættum,
hvað miskunn hans veitti þér.
Hyggjum að, hann út ber
þyrnikórónu þétta,
þar með purpurann létta,
blár og blóðugur er.

Með blóðskuld og bölvan stranga,
beiskum reyrð kvalahnút
áttum við greitt að ganga
frá guðs náð rekin út,
hrakin í heljar sút,
íklædd forsmánar flíkum,
fráskúfuð drottni ríkum,
nakin og niðurlút.

Ó, synd, ó, syndin arga,
hvað illt kemur af þér.
Ó, hversu meinsemd marga
má drottinn líða hér.
Þitt gjald allt þetta er.
Blindað hold þig ei þekkti,
þegar þín flærð mig blekkti.
Jesús miskunni mér.

En með því út var leiddur
alsærður lausnarinn,
gjörðist mér vegur greiddur
í guðs náðar ríki inn
og eilíft líf annað sinn.
Blóðskuld og bölvan mína
burt tók guðs sonar pína.
Dýrð sé þér, drottinn minn.

Út geng ég ætíð síðan
í trausti frelsarans
undir blæ himins blíðan
blessaður víst til sanns.
Nú fyrir nafnið hans
út borið lík mitt liðið
leggst og hvílist í friði,
sál fer til sæluranns.

Dýrðar kórónu dýra
drottinn mér gefur þá;
réttlætis skrúðann skíra
skal ég og líka fá
upprisudeginum á,
hæstum heiðri tilreiddur,
af heilögum englum leiddur
í sælu þeim sjálfum hjá.

Svo munu guðs englar segja:
Sjáið nú þennan mann,
sem alls kyns eymd réð beygja
áður í heimsins rann;
oft var þá hrelldur hann.
Fyrir blóð lambsins blíða
búinn er nú að stríða
og sælan sigur vann.

Þá muntu, sál mín, svara,
syngjandi fögrum tón:
Lof sé mínum lausnara.
Lamb guðs á hæsta trón
sigur gaf sínum þjón.
Um blessaðar himnahallir
honum segjum vér allir
heiður með sætum són.

Son guðs ertu með sanni,
sonur guðs, Jesú minn.
Son guðs syndugum manni
sonararf skenktir þinn,
son guðs einn eingetinn.
Syni guðs syngi glaður
sérhver lifandi maður
heiður í hvert eitt sinn.

Amen

 

Sálmur 26: Samtal Pílatí við Kristum

Hér þá um guðs son heyrði
heiðinn landsdómari,
hann spyr, því hræðast gjörði,
hvaðan vor drottinn sé.
En Jesús þýður þagði,
það og vel maklegt var.
Pílatus brátt að bragði
byrstist og aftur sagði:
Viltu ei veita svar?

Mín er, það máttu játa,
maktin svo tignarlig;
ég má vel lausan láta
og líka krossfesta þig. -
Jesús svarar og segir:
Síst áttu vald á mér,
ef þér væri það eigi
að ofan gefið, svo megir
heiðri þeim halda hér.

Sá hefur synd enn meiri,
er seldi mig þér á hönd. -
Pílatus hygg ég það heyri;
hann grundar efnin vönd.
Gjörði strax griða að leita.
Gáfu prestarnir ans:
Vægð ef þessum vilt veita,
víst máttu ekki heita
kær vinur keisarans. -

Heiðingjar halda gjörðu,
hjáguðir þeirra senn
börn ættu alin á jörðu
eins og holdlegir menn.
Hann óttast hér ef væri
herrann goðanna kyns,
hugði því helst að bæri,
hentuglega fram færi
rannsókn réttdæmisins.

Skurðgoð sín heiðnir héldu
hafandi í mestu akt,
forgefins hug sinn hrelldu,
hræddir við þeirra makt.
Ó, hversu framar ætti
einn sérhver kristinn mann
óttast drottins almætti
með ást og blygðunarhætti,
sem stoltum steypa kann.

Af stórri makt sig réð stæra
stoltur Pílatus hér,
rétt mál til rangs að færa
reiknaði leyfilegt sér.
Kann vera margan megi
meining sú villa þrátt,
þó lögin brjóti og beygi,
bannað sé þeim það eigi,
fyrst vald þeir hafa hátt.

Guð er sá völdin gefur,
gæti þess æðri stétt;
sitt léni hver einn hefur
hér af drottni til sett.
Hann lét þig heiður hljóta,
heiðrast því af þér vill;
virðingar vel mátt njóta,
varast drambsemi ljóta,
róg og rangindin ill.

Yfirvald einn guð sendi,
undirmenn gái þar að,
sverð drottins hefur í hendi,
heiðra skulum vér það,
hlýðugir friði halda,
hlífð og forsvari ná.
Þverlyndis þrjóskan kalda
þunglegri hefndargjalda
að vísu sér vænta má.

Eins sem hver einn misbrýtur,
eftir því straffast hann.
Harðari hefndir hlýtur
hinn sá meira til vann.
Þeim mun ei plágan þverra,
sem þrjóskast í illsku rót.
Sá þjón á von hins verra,
sem vilja þekkir síns herra,
þó gjörir þvert á mót.

Varðveiti valdsmenn alla
vor guð í sinni stétt,
svo varist í vonsku að falla,
vel stundi lög og rétt.
Hinir í hlýðni standi,
hver svo sem skyldugt er.
Hrein trú og helgur andi
haldist í voru landi.
Amen, þess óskum vér.

Amen

Sálmur 27: Pílatí samtal við Gyðinga á dómstólnum

Pílatus heyrði hótað var
honum keisarans reiði þar,
út leiddi Jesúm annað sinn,
upp sest þegar á dómstólinn.

Gyðingum síðan sagði hér:
Sjáið, þar yðar kóngur er. -
Þeir báðu: Tak þennan burt frá oss,
bráðlega lát hann deyja á kross. -

Skal ég krossfesta kóng yðvarn?
kallar Pílatus hæðnisgjarn.
Öngvan kóng, segja þeir aftur hér,
utan keisarann höfum vér. -

Guðspjallshistorían hermir frá,
heiti sá staður Gabbatá.
Háa steinstræti þýðir það.
Þar máttu, sál mín, gæta að.

Vei þeim dómara, er veit og sér,
víst hvað um málið réttast er,
vinnur það þó fyrir vinskap manns
að víkja af götu sannleikans.

Pílatus keisarans hræddist heift,
ef honum yrði úr völdum steypt.
Þetta, sem helst nú varast vann,
varð þó að koma yfir hann.

Ó, vei þeim sem með órétt lög
umgangast og þau tíðka mjög,
sannleiknum meta sitt gagn meir,
svívirðing drottni gjöra þeir.

Huga sný ég og máli mín,
minn góði Jesú, enn til þín.
Pílatus kóng þig kallar hér,
krossfesting Júðar óska þér.

Víst ertu, Jesú, kóngur klár,
kóngur dýrðar um eilíf ár,
kóngur englanna, kóngur vor,
kóngur almættis tignarstór.

Þá stóðstu bundinn þar fyrir dóm,
þó leiðstu hróp og kvala róm,
afsegja gjörðu allir þig;
undrar stórlega þetta mig.

Ó, Jesú, það er játning mín:
Ég mun um síðir njóta þín,
þegar þú, dýrðar drottinn minn,
dómstól í skýjum setur þinn.

Frelsaður kem ég þá fyrir þinn dóm,
fagnaðarsælan heyri eg róm:
Í þínu nafni útvaldir
útvalinn kalla mig hjá sér.

Kóng minn, Jesú, ég kalla þig.
Kalla þú þræl þinn aftur mig.
Herratign öngva að heimsins sið
held ég þar mega jafnast við.

Háa steinstrætið heimsins sleipt
hefur mér oft í vanda steypt.
Þangað lét Jesús leiða sig,
svo líknin hans kæmi yfir mig.

Jesú, þín kristni kýs þig nú,
kóngur hennar einn heitir þú.
Stjórn þín henni svo haldi við,
himneskum nái dýrðar frið. -

Amen

Sálmur 28: Um Pílatí rangan dóm

Pílatus sá að sönnu þar,
sín ráð máttu ei gilda par.
Upphlaup sér búið hræddist hann,
hugði að stilla vanda þann;
fullnægja vildi fólksins bón,
fá skyldi Jesús dauðans tjón.
Sannleika öngum sinnti meir,
svo dæmdi allt sem beiddu þeir.

Hendur í vatni þá nam þvo,
þar næst við Júða mælti svo:
Sjálfir um yður sjáið þér.
Saklaus við réttlátt blóð ég er. -
Allur almúginn upp á það
andsvarar greitt í þessum stað:
Hans blóð, þó nú hann kvelji kross,
komi yfir börnin vor og oss. -

Pílatus hafði prófað þar,
píslarsök drottins engin var;
fyrir og eftir eins réð hann
úrskurða Jesúm saklausan;
þó mót samvisku sinni þvert
sjálfur viljandi dæmdi bert.
Guð gefi að yfirvöldin vor
varist þau dæmin glæpa stór.

Hvað margur nú í heiminum
hér fyrir lastar Pílatum,
sem þó elskar og iðkar mest
athæfið hans og dæmin verst.
Óttinn í dómi oft fær sess;
yfirherrarnir njóta þess.
Almúgans hrósun olli því,
illgjarnir skálkar hlaupa frí.

Ábatavon og vinahót
verkin dylja þó séu ljót.
Líka kemur sú fordild fram,
sem forsvarað getur Barrabam.
Gefst þá raunin hvað gilda skal
gulltungan sú sem Achan stal.
Máske og þiggi mútur hinn
meir en Pílatus þetta sinn.

Eg spyr hvað veldur, ódyggð flest
eykst nær daglega og fjölgar mest?
Umsjónarleysi er orsök hæst,
eigin gagnsmunir þessu næst.
Miskunn, sem heitir skálkaskjól,
skyggnist eftir um fánýtt hól.
Óttinn lögin svo þvingar þrátt,
þora þau ekki að líta hátt.

Fyrir fólkinu þegar þar
þvoði Pílatus hendurnar,
fyrir guði sér þann gjörði grun,
gilda mundi sú afsökun.
Varastu, maður, heimsku hans.
Hér þó þú villir sjónir manns,
almáttug drottins augsýn skær
allt þitt hjarta rannsakað fær.

Viltu þig þvo, þá þvo þú hreint
þel hjartans bæði ljóst og leynt.
Ein laug er þar til eðlisgóð:
iðrunartár og Jesú blóð.
Grát þína synd, en set þitt traust
á sonar guðs pínu efalaust.
Lát af illu, en elska gott.
Allan varastu hræsnisþvott.

Blóðshefnd á sig og börn sín með
blindaður lýður hrópa réð.
Efldist svo þessi óskin köld,
enn í dag bera þeir hennar gjöld.
Athugagjarn og orðvar sért,
einkum þegar þú reiður ert.
Formæling illan finnur stað,
fást mega dæmin upp á það.

Drottinn Jesú, sem dæmdur vart,
dómari kemur þú aftur snart.
Dómsmenn láttu til dýrðar þér
dómana vanda rétt sem ber.
Þvo þú vor hjörtu og hendur með.
Hrein trú varðveiti rósamt geð.
Þitt blóð flekklaust sem flóði á kross,
frelsi það börnin vor og oss.

Amen

Sálmur 29: Um Barrabas frelsi

Seldi Pílatus saklausan
son guðs til krossins dauða.
Upphlaupsmaður sá víg eitt vann,
þá frelsi fann,
fékk líf, en missti nauða.

Í myrkvastofu sá bundinn beið,
Barrabas frá ég hann heiti.
Má hér finnast ein merking greið
um mannkyns neyð,
mjög skýr að öllu leyti.

Barrabas frá ég að föður og nið
flestir lærðir menn þýði.
Adam líkist þar eflaust við
og allt hans lið,
sem á féll dauðans kvíði.

Upphlaupsmaður hann orðinn var,
þá eplið í munn sér leiddi,
sjálfs guðs boðorði sinnti ei par,
og síðan þar
sig og allt mannkyn deyddi.

Í djöfuls fjötrum fastur lá
fanginn til eilífs dauða.
Allir hans niðjar út í frá
með eymd og þrá
áttu von kvala og nauða.

Hér þá Jesú var helið kalt
af heiðnu dæmt yfirvaldi,
fékk Adam sjálfur frelsið snjallt
og fólk hans allt,
sem fagnar því lausnargjaldi.

Nú fyrst ég Adams niðji er,
nær mér gengur það dæmi.
Sál mín, set slíkt fyrir sjónir þér,
og sjáðu hér
sannferðugt lærdóms næmi.

Ó, hvað oft hef ég aumur gjört
uppreisn mót drottins anda,
daglega því hans boðorð bert
svo braut ég þvert.
Mér bar þó í hlýðni að standa.

Mun ég ekki við manndráp frí:
mína sál þrátt ég deyddi.
Ill dæmin gáfust af mér ný
og nauðir í
náungann þar með leiddi.

Ófrægður er ég orðinn mest.
Allar skepnur það sanna.
Fáráðum ekkert forsvar sést;
fangelsið verst
fyrir því hlýt ég að kanna.

Í myrkvastofu ég bundinn bíð,
bölvan lögmáls mig hræðir;
dapurt nálægist dauðans stríð
og dómsins tíð;
daglega sorgin mæðir.

Heyri ég nú þann hjálpar róm,
að hafir þú, Jesú mildi,
fyrir mig liðið lífláts dóm;
þín líknin fróm
lausan mig kaupa vildi.

Sú heilaga aflausn hryggð og sút
af hjarta mínu greiðir,
syndanna leysir hlekkja hnút
og hér með út
úr hörðu fangelsi leiðir.

Hvað dauða saknæmt sást á mér,
svoddan miskunn ég þekki,
til dauða allt var dæmt á þér,
minn drottinn, hér;
dóminum kvíði eg því ekki.

Líf mitt og sál þig lofar nú,
leyst frá dauðans fangelsi.
Eg lifi eða dey, það er mín trú
óbrigðul sú,
í þínu, Jesú, frelsi.

Himneskri páskahátíð á
hef ég nú þess að bíða.
Myrkvastofunni frelstur frá
ég fagna þá
í flokki útvaldra lýða.

Svo er nú Barrabas orðinn frí,
Adam og ég, hans niðji.
Hver kristin sála heimi í
vorn herra því
heiðri, lofi, tilbiðji.

Amen

Sálmur 30: Um Kristí krossburð

Stríðsmenn Krist úr kápunni færðu
og klæddu hann sínum búning í.
Sollnar undir sárt við hrærðu;
þær sviðu og blæddu upp á ný.
Á blessuðu sínu baki særðu
hann bar sinn kross og mæddist því.

Skeði svo á samri stundu,
Símon nokkurn bar þar að,
framandi maður er gekk um grundu,
gripu Júðar þann í stað,
krossinum á hans herðar hrundu,
en hann gekkst nauðugur undir það.

Þeir sem, sál mín, syndir drýgja
samviskunni þvert á mót,
undir drottins endurnýja,
ef ekki gjöra á löstum bót.
Við skulum frá þeim flokki flýja
og fyrirgefningar biðja af rót.

Upp á heimsins óþakklæti
er hér dæmi ljóst til sanns.
Margan læknaði son guðs sæti
sjúkan meðal almúgans.
Nú var ei neinn sá bölið bæti
og bæri með honum krossinn hans.

Símon bæði og syni hans báða
sjálf hér nefnir historían,
því guðhræddur skal njóta náða
og niðjar margir eftir hann.
Miskunnsemd við menn fáráða
minnast guð og launa kann.

Framandi maður mætti Kristi,
með honum bar hans þunga kross.
Hér má finna, hvern það lysti,
hreina þýðing upp á oss:
Gyðingafólk þá guðs náð missti,
gafst heiðingjum dýrðarhnoss.

Synda undir ýfast mínar
oft á hverri stundu nær,
samviskunnar sár ei dvínar,
sviðameinið illa grær.
Blessaðar, Jesú, benjar þínar
bið ég mýki og lækni þær.

Þessi krossins þunga byrði
þér var, drottinn, lögð á bak,
svo fyrirmyndan fylld sú yrði,
þá fórnarviðinn bar Ísak.
Sá þinn gangur sorga stirði
af sálu minni tók ómak.

Minnist ég á þjáning þína.
Þig sú mæddi byrðin stríð.
Sannlega fyrir sálu mína
svoddan leið þín gæskan blíð.
Vegna þess mér virstu að sýna
vorkunnsemi, nær ég líð.

Hold er tregt, minn herra mildi,
í hörmungunum að fylgja þér.
Þó ég feginn feta vildi
fótspor þín, sem skyldugt er,
viljinn minn er í veiku gildi,
þú verður því að hjálpa mér.

Elskugeð svo þitt ég þekki,
þjáðum viltu sýna lið.
Láttu mig, drottinn, einan ekki
í ánauð minni, og þess ég bið,
nafnið mitt, þó nauðir hnekki,
náð þín blessuð kannist við.

Komir þú undir krossinn stranga,
kristin sála, gæt þess hér,
ef holdið tekur að mögla og manga,
minnstu hver þín skylda er.
Láttu sem þú sjáir ganga
sjálfan Jesúm undan þér.

Undir krossi illvirkjanna
aldrei hér þig finna lát.
Varast glæpi vondra manna,
á verkum þínum hafðu gát.
Iðkaðu bæn og iðrun sanna,
elska gjarnan hóf og mát.

Hafðu, Jesú, mig í minni,
mæðu og dauðans hrelling stytt.
Börn mín hjá þér forsjón finni,
frá þeim öllum vanda hritt.
Láttu standa á lífsbók þinni
líka þeirra nafn sem mitt.

Amen

Sálmur 31: Prédikun Kristí fyrir kvinnunum

Fólkið, sem drottni fylgdi út,
fylltist margt angri hörðu.
Kvinnurnar grétu sárt með sút,
sem hans kvöl aumka gjörðu.

Sneri til þeirra son guðs sér,
sagði þá herrann mætur:
Grátið þér ekki yfir mér,
ó, Jerúsalems dætur.

Sona yðra og eigin eymd
eflaust þér gráta megið.
Nálgast sú tíð sem nú er geymd,
nær þér harmandi segið:

Sæl nú óbyrjan barnlaus er
og brjóst þau ei sogin vóru.
Hrynji yfir oss hálsarnir,
hæðir og björgin stóru. -

Ef gjört er svo því græna tré,
geta hver til þess næði,
hvað hið þornaða þá mun ske.
Það frá ég Jesús ræði.

Ó, hvað veraldar virðing er
völt og svikul að reyna.
Gæt þess, mín sál, og sjáðu hér
sannprófað dæmið eina.

Á pálmasunnudag sjálfur inn
son guðs í borg nam ríða.
Ástvinir hans það sama sinn
sungu lof án alls kvíða.

Fám dögum síðar sjálfur út
særður með kross nam ganga.
Það hlutu hans vinir að sjá með sút,
sorg hjartans báru stranga.

Hafi svo verið völt og flá
veröldin herra sínum,
hvers má sér vænta þrællinn þá?
Þess gæt í huga þínum.

Þeim sem hún býður blíðleik sinn,
búin er sorgin mesta.
Hirtu því aldrei huga þinn
við hana, mín sál, að festa.

Sannlega skyldugt segi eg mér
sára þá kvöl að gráta,
sem, drottinn Jesú, þungt að þér
þrengdi í allan máta.

Samt er þér ekki þént með því,
þó ég þig aumka vildi.
Eilífa hátign ertu í
upphafinn, Jesú mildi.

Þar má nú heldur aukast af
angur samvisku minnar,
orsök ég til og efni gaf
allrar hörmungar þinnar.

Erfiði hef ég aukið þér
of þungt með syndum mínum.
Glæpanna, sem ég gjörði hér,
galstu á holdi þínu.

Hræðist ég mér sé hulin geymd
sú hefndar pínan stranga,
því ég vann til að eilíf eymd
yfir mig skyldi ganga.

En þó gleð ég mig aftur við
ávöxtinn kvala þinna.
Þar af öðlast ég frelsi, frið
og forlát synda minna.

Angistin sár og sorgarlát,
er sál helst þjáði mína,
snýst í fögnuð og fegingrát
fyrir þá miskunn þína.

Bið ég nú, Jesú blíði, þig,
sem bót mér gjörðir vinna:
Lát öngvan gjalda eftir mig
illsku né synda minna.

Amen

Sálmur 32: Um það visnaða og græna tréð

Greinir Jesús um græna tréð,
getur hins visna einninn með.
Við skulum, sál mín, skoða á ný
skýran lærdóm í máli því.

Frjóvgunareikin vökvuð, væn,
vel blómguð stóð með laufin græn,
þegar á jörðu sást til sanns
son guðs íklæddur holdi manns.

Lífsins ávöxtu ljúfa bar,
læknaði Jesús sóttirnar,
frá djöfli leysti og dauðans pín,
daufum gaf heyrn, en blindum sýn.

Af hverri grein draup hunang sætt:
Hjálpræðiskenning fékk hann rætt.
Öll hans umgengni ástúðleg
angraðar sálir gladdi mjög.

Guði var þekkt það græna tréð;
glöddust himnar og jörðin með:
Í hans fæðing það vitnast vann
og við Jórdan þá skírðist hann.

Réttlætis allan ávöxt bar:
Inn til krossdauða hlýðinn var,
saklausa lambið, son guðs einn,
af synd og lýtum klár og hreinn.

Þó mátti ei það eðla tré
angurlaust vera á jörðunni.
Guðs reiðistormur geisa vann.
Gekk því refsingin yfir hann.

Ef þú spyrð að hvað valda vann,
vildi guð láta saklausan
soninn komast í sorgir þær,
sem honum þó var hjartakær,

þú skalt vita að visnað tré
var mannkyn allt á jarðríki,
ofan að rótum uppþornað,
ávöxt ranglætis færði það.

Skaðsemdartréð, sem skemmdi jörð,
skipaði drottins reiði hörð
upphöggva svo það ekki þar
akrinum sé til hindrunar.

Vor Jesús mönnum vægðar bað.
Vinnast mátti ei að fengist það,
utan hann tæki upp á sig
illvirkjagjöldin hryggilig.

Herrann íklæddist holdi þá,
hingað kom til vor jörðu á.
Visnaðri eik gafst vökvan góð,
þá varð úthellt hans dýra blóð.

Saklaus því leið hann sorg og háð,
syndugt mannkyn svo fengi náð.
Hið græna tréð var hrakið og hrist.
Hér af það visna blómgaðist.

Guðs dýrðarsæti sitt hold í
sonurinn mátti ei hefja því,
fyrr en í heimi harða neyð
hafði þolað og krossins deyð.

Ó, hvað manns hold er heimsku fyllt,
hræðilega úr máta villt,
viljandi í löstum liggur það,
leikur sér alls kyns glæpum að.

Margur ætlar, fyrst ekki strax
á fellur hefndin sama dags,
drottinn þá aldrei muni meir
minnast á það sem gjörðu þeir.

Því góða trénu þyrmt var síst.
Þurrum fausk mun þá bálið víst.
Hafi faðirinn hirt sinn son,
hefndar mun þrællinn eiga von.

Ef nú guðs mildin ástsamlig
óhegnda, sál mín, líður þig,
hans þolinmæði haltu hér
hjálpræðismeðal gefið þér.

Visnað tré ég að vísu er.
Vægðu, réttlætis herrann, mér.
Gæskunnar eikin, græn og fín,
geymdu mig undir skugga þín.

Von er að mér sé mótkast víst.
Mun ég umflýja dauðann síst.
Holdið má ei fyrir utan kross
eignast á himnum dýrðar hnoss.

Tæpti ég mínum trúarstaf
á tréð sem drýpur hunang af.
Sjón hjartans öllu angri í
upplýsist nær ég smakka á því.

Þegar mér ganga þrautir nær,
þér snú þú til mín, Jesú kær.
Hjartað hressi og huga minn.
himneskur náðarvökvi þinn.

Amen

Sálmur 33: Um Kristí krossfesting

Kom loks með krossins byrði
Kristur í Hausastað.
Örþjáður trúi eg hann yrði.
Edik galli blandað
honum þeir héldu að.
Drottinn vor dýrðar mildi
drekka þó ekki vildi,
þá hann smakkaði það.

Fals undir fögru máli
fordildar hræsnin ber,
vinátta tempruð táli,
trúarlaus iðrun hér
edik gallblandað er.
Svoddan súrdreggjarvíni,
þó sjáist glyslega skíni,
herrann hrindir frá sér.

Það tek ég víst til þakka,
þá þú vilt, drottinn kær,
súrt með þér sjálfum smakka.
Sé þín miskunnin skær
í hverri neyð mér nær.
Gallbeiskju bölvaninnar
og bikarinn heiftar þinnar
burt settu frá mér fjær.

Nakinn Jesúm á jörðu
Júðar krossfestu þar
með heiftar sinni hörðu.
Hendur og fæturnar
teygt allt og togað var;
gekk svo járngaddur nístur
gegnum lófa og ristur,
skinn og bein sundur skar.

Tveggja morðingja á milli
miskunnar herrann hékk,
spádóminn frá eg að fylli,
sem fyrr meir um það gekk.
Ræðir svo ritning þekk:
Þjón minn, sá einn útvalinn,
er með spillvirkjum talinn,
forsmán mjög þunga fékk.

Nú ég minnist á næsta
nakinn þá Adam stóð
við tréð með hörmung hæsta,
hjartasorg, böl og móð,
því verk hans voru ei góð,
innvortis angrið kvaldi,
undir trjánum sig faldi.
Þess galt öll heimsins þjóð.

Nú aftur Jesús nakinn
negldur á trénu stóð,
píndur, húðstrýktur, hrakinn,
hjartans bar sáran móð.
Þó voru verk hans góð.
Einn fyrir öngum faldist,
opinberlega kvaldist.
Þess naut öll heimsins þjóð.

Horfi eg á hendur þínar,
herra minn, Jesú kær.
Fyrir misgjörðir mínar
meinin slík liðu þær.
Blóðdreyrinn dundi skær,
saurgun sálar og handa,
sem mér oft kom í vanda,
af hreint með öllu þvær.

Fús var ég fram að halda
feril glæpanna hér.
Þess fætur þínir gjalda;
það varð til líknar mér.
Drottinn, ég þakka þér.
Fram á friðarins leiðir
fótspor mín jafnan greiðir
héðan af, hvar ég fer.

Guð gæfi að mitt hold mætti
með þér krossfestast nú
frá öllum illskuhætti;
ósk mín er dagleg sú.
Minn herra, það veist þú.
Upp á það önd mín kynni
óhindruð gæsku þinni
þjóna með þýðri trú.

Einn með illræðismönnum
allir þig héldu þá,
sem í heilagleik sönnum
sjálfur komst himnum frá:
Nú ég þess njóta má,
af því ég er útvalinn
einn með guðs börnum talinn.
Þar treysti eg eflaust á.

Ég mun, meðan ég hjari,
minnast á krossinn þinn,
heimsins ljúfi lausnari;
lífgar það huga minn,
hvort ég geng út eða inn,
af innstum ástar grunni,
ætíð með huga og munni
segjandi hvert eitt sinn:

Jesú Kristí kvöl eina,
á krossinum fyrir mig sken,
sé mín sáttargjörð hreina
og syndakvittunin,
af sjálfum guði sén.
Upp á það önd mín vonar
í nafni föðurs og sonar
og heilags anda. Amen.

Amen

Sálmur 34: Það fyrsta orð Kristí á krossinum

Þegar kvalarar krossinn á
keyra vorn herra gjörðu,
flatur með trénu lagður lá
lausnarinn niður á jörðu.
Andlitið horfði í þeim stað
og augun hans blessuð himnum að.
Hann stundi af angri hörðu.

Sinn faðm allt eins og barnið blítt
breiddi mót föðurnum kæra,
blóðið dundi og tárin títt,
titraði holdið skæra.
Hér skoða, maður, huga þinn,
hvað kunni meira nokkurt sinn
drottin til hefndar hræra?

Óvinum friðar blíður bað
brunnur miskunnarinnar.
Hann vill þeir njóti einninn að
ávaxtar pínu sinnar.
Sagði: Faðir, þeim fyrirgef þú;
forblindaðir ei vita nú
sjálfir, hvað vont þeir vinna. -

Lausnara þínum lærðu af
lunderni þitt að stilla,
hógværðardæmið gott hann gaf,
nær gjöra menn þér til illa.
Blót og formæling varast vel,
á vald guðs allar hefndir fel,
heift lát ei hug þinn villa.

Þótt þú við aðra saklaus sért,
sannlega skalt þess gæta,
samt fyrir guði sekur ert,
sá á frjálst þig að græta.
Illir menn eru í hendi hans
hirtingarvöndur syndugs manns.
Enginn kann þess að þræta.

Óvinum ills þó óskir hér,
ei minnkar heiftin þeirra,
óþolinmæði eykur þér,
afrækir boð þíns herra.
Þú styggir guð með svoddan sið,
samviskan mjög þar sturlast við,
böl þitt verður því verra.

Upplýstu hug og hjarta mitt,
herra minn, Jesú sæti,
svo að ég dýrðar dæmið þitt
daglega stundað gæti.
Þeir sem óforþént angra mig,
óska ég helst að betri sig,
svo hjá þér miskunn mæti.

Heimsins og djöfuls hrekkja vél
holdið þrálega villa.
Þess vegna ekki þekki eg vel,
þó nú margt gjöri illa.
Beri svo til ég blindist hér,
bið þú þá, Jesú, fyrir mér.
Það mun hefnd harða stilla.

Eg má vel reikna auman mig
einn í flokk þeirra manna,
sem í kvölinni þjáðu þig,
það voru gjöld syndanna.
En þú sem bættir brot mín hér,
bið þú nú líka fyrir mér,
svo fái eg frelsun sanna.

Fyrst þú baðst friðar fyrir þá,
er forsmán þér sýndu mesta,
vissulega ég vita má,
viltu mér allt hið besta,
því ég er guðs barn og bróðir þinn,
blessaði Jesú, herra minn.
Náð kann mig nú ei bresta.

Allra síðast þá á ég hér
andláti mínu að gegna,
sé þá, minn guð, fyrir sjónum þér
sonar þíns pínan megna,
þegar hann lagður lágt á tré
leit til þín augum grátandi.
Vægðu mér því hans vegna.

Amen

Sálmur 35: Um yfirskriftina yfir krossinum

Útskrift Pílatus eina lét
yfir krossinum standa:
Jesús nefndur af Nazaret,
nýr kóngur Gyðingalanda. -
Drottni með sann
dómarinn fann
dauðasök öngva hærri.
Margur las það
í þessum stað,
því hann var borg svo nærri.

Það var ritað og þanninn sett
í þrenns lags tungumáli.
Valdsmenn Júða það vissu rétt,
vilja því Pílatus brjáli.
Hann ansar greitt,
ei skyldi neitt
um breytt, og framar tjáði:
Hvað skrifað er,
skal standa hér. -
Svo skeði af drottins ráði.

Þar nú á krossi herrann hékk,
hér að, mín sála, gætum,
virðingartitil fagran fékk
með forprís sakleysis mætum,
að hjálparfús
heiti Jesús
heimsins lausnarinn góði,
hver djöfli frá
oss frelsa má
flekklaus með sínu blóði.

Nazarenus hann nefnist þar.
Náttúruspilling manna
fráskilinn einn að vísu var;
vel þekka hlýðni sanna
sýndi hann hreint,
ljóst bæði og leynt
lifandi guði einum,
hans tignar son,
trúr, forsjáll þjón,
tryggur í öllum greinum.

Kóngur Gyðinga klár og hreinn
í krafti guðlegum drottnar,
sá Davíðs stól skal erfa einn,
aldrei hans ríki þrotnar.
Ísraels hrós,
heiðinna ljós,
heitinn forfeðrum lengi.
Svoddan titil
sómdi rétt vel,
sál mín, þinn herra fengi.

Svoddan virðingu vildu hann
vondir Gyðingar sneyða.
Heiftaröfundin í þeim brann,
af því Pílatum beiða
orðtak það brátt
á allan hátt
úr færa settum máta.
Hann kvað við nei,
því það vill ei
þeim drottinn veitast láta.

Dramblátum setur drottinn skammt
með djörfung þeirra og hrekki.
Þeim líðst svo sem hann lofar framt,
lengra komast þeir ekki.
Allt skal mitt traust
efunarlaust
á hans makt jafnan standa.
Hvað munu mér
þá mennirnir
mega í nokkru granda?

Í þrenns lags tungum var þetta skráð,
því að vor herrann mildi
vildi sín elska, ást og náð
allri þjóð boðast skyldi.
Hvert tungumál
með huga og sál
heiðri þig, Jesú góði,
sem kvölin þín
og krossins pín
keypti frá syndamóði.

Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt út breiði
um landið hér
til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.

Handskrift var ein yfir höfði mér,
hver mína sálu grætti.
Önnur stóð, Jesú; yfir þér,
sem angrið míns hjarta bætti.
Jesú, þú ert
útvalinn bert.
Undir kóngsstjórnan þinni
árla og síð
um allan tíð
óhætt er sálu minni.

Amen

 

Sálmur 36: Um skiptin á klæðunum Kristí

Stríðsmenn þá höfðu krossfest Krist,
klæðnað hans tóku snart,
skiptu í staði fjóra fyrst,
fá skyldi hver sinn part.
Á kyrtil prjónaðan ljóst með list
lögðu þeir hlutfall djarft,
fólskuverk meðan fullgjörðist;
fólkið á horfði margt.

Ritning sú eina uppfyllt er,
áður var þar um skráð:
Skrúða mínum þeir skiptu sér. -
Skýrlega svo er tjáð:
Hlutfallið yfir fat mitt fer, -
fæ ég þess einninn gáð.
Set, maður, slíkt fyrir sjónir þér,
sjá drottins miklu náð.

Nú máttu skilja, nakinn var
negldur drottinn á kross.
Opinbert sáu allir þar
útrunninn dreyra foss.
Svoddan forsmán guðs sonur bar
sannlega fyrir oss.
Hér bauðst öllum án hylmingar
himneskt miskunnarhnoss.

Kalla ég merki klæðin hans
kristnina í heimi hér:
Um fjórar álfur foldarranns
flokkur sá dreifði sér.
Lífkyrtill þessi lausnarans
líknarorð blessað er:
Vilji því skipta skynsemd manns,
skilning sannleiksins þverr.

Ei lét vor drottinn auðlegð há
eftir í þessum heim,
klæðin sem hann bar holdi á,
en hvorki gull né seim.
Þó mátti ei hans móðir fá
hið minnsta af öllum þeim.
Illir menn hendi yfir þau slá.
Aldrei því dæmi gleym.

Safna hóflega heimsins auð.
Hugsýkin sturlar geð.
Þigg af drottni þitt daglegt brauð,
duga lát þér þar með.
Holdið þá jörðin hylur rauð,
hlotnast má ýmsum féð.
Svo þig ei ginni girndin snauð,
gæt vel hvað hér er skeð.

Stríðsmanna heift og harðýðgi
herrans kvöl gat ei mýkt.
Þó viti nóg hann særður sé,
sinnið var illskuríkt.
Þeir sem fátækan fletta fé,
fólskuverk drýgja slíkt.
Guð láti þig ekki glæp þann ske,
að gjörir annað þvílíkt.

Nakinn á krossi hékkstu hér,
herra minn, guð og mann:
Fullnaðarborgun fengin er
fyrir mig syndugan.
Þá fórn drottinn og sál mín sér,
sú gleðst, en blíðkast hann.
Brullaupsklæðnað til bjóstu mér
þann besta eg girnast kann.

Hentuglega féll hlutur sá,
herra minn, Jesú kær:
Þú lést mig auman finna og fá
fagnaðarorð þín skær.
Þeim klæðafaldi þreifa eg á,
þegar mig hryggðin slær.
Straumur eymdanna stöðvast þá,
styrk nýjan hjartað fær.

Hér þó nú skipti heimurinn
hlæjandi auði sín,
endast sá glaumur eitthvert sinn,
þá ævin lífsins dvín.
Láttu mér hlotnast, herra minn,
hlutfall næst krossi þín,
svo dýrðar fegursti dreyri þinn
drjúpi á sálu mín.

Amen

Sálmur 37: Annað orð Kristí á krossinum

Uppreistum krossi herrans hjá
hans móðir standa náði.
Sverðið, sem fyrr nam Símeon spá,
sál og líf hennar þjáði.
Jóhannes einninn, Jesú kær,
jafnt var þar líka staddur nær.
Glöggt sá að öllu gáði.

Sinni móður hann segja réð:
Son þinn líttu þar, kvinna. -
Við lærisveininn líka með
lausnarinn blítt nam inna:
Sjá þú og móður þína þar. -
Þaðan í frá, sem skyldugt var,
sá tók hana til sinna.

Sá sem hlýðninnar setti boð,
sinni blessun réð heita
þeim eð foreldrum styrk og stoð
stunda með elsku að veita.
Svoddan dyggðanna dæmið hér
drottinn vor sjálfur gaf af sér
börnunum eftir að breyta.

Girnist þú, barn mitt, blessun fá,
björg lífs og gæfu fína,
foreldrum skaltu þínum þá
þóknun og hlýðni sýna.
Ungdómsþverlyndið oftast nær
ólukku og slys að launum fær.
Hrekkvísa hefndir pína.

Ekkjurnar hafa einninn hér
ágætis huggun blíða.
Jesús allt þeirra angur sér,
aðstoð þeim veitir fríða,
ef þær með hreinum hug og sið
halda sér drottins pínu við
og hans hjálpræðis bíða.

María, drottins móðir kær,
merkir guðs kristni sanna:
Undir krossinum oftast nær
angur og sorg má kanna.
Til hennar lítur þar herrann hýrt,
huggunarorðið sendir dýrt
og forsjón frómra manna.

Það reynist oft í heimi hér
hlutfall drottins ástvina,
hörmungarsverðið sárt þá sker,
sæld lífsins gleður hina,
hverjir þó Kristum hæða mest;
hefur svo löngum viðgengist.
Lítt vill því angri lina.

En þeir sem Jesúm elska af rót,
undir krossinum standa,
herrans blóðfaðmi horfa á mót,
hvern þeir líta í anda.
Trúar og vonar sjónin sett
sár hans og benjar skoðar rétt.
Það mýkir mein og vanda.

Jesús einninn með ást og náð
aftur til þeirra lítur,
gefur hugsvölun, hjálp og ráð,
harmabönd af þeim slítur.
Aðgætin föðursaugun klár
öll reikna sinna barna tár;
aðstoð þau aldrei þrýtur.

Ég lít beint á þig, Jesú minn,
jafnan þá hryggðin særir.
Í mínum krossi krossinn þinn
kröftuglega mig nærir.
Sérhvert einasta sárið þitt
sannlega græðir hjartað mitt
og nýjan fögnuð færir.

Þá ég andvarpa, óska og bið,
augunum trúar minnar
lít ég hvert einast orðið við
upp til krosspínu þinnar.
Strax sýna mér þín signuð sár,
syndugum manni opinn stár
brunnur blessunarinnar.

Gleðistund holds þá gefur mér
guð minn að vilja sínum,
upp á þig, Jesú, horfi eg hér
hjartans augunum mínum.
Auðlegðar gæðin líkamlig
láttu þó aldrei villa mig
frá krossins faðmi þínum.

Jónas sat undir einum lund,
öngra meina sér kenndi.
Hádegissólar hitastund
hann ei til skaða brenndi.
Jesú krossskugga skjólið hér
skýlir þó langtum betur mér
fyrir guðs heiftar hendi.

Hvort ég sef, vaki, sit eður stá
í sælu og hættum nauða,
krossi þínum ég held mig hjá
horfandi á blóð þitt rauða.
Lát mig einninn, þá ævin þverr,
út af sofna á fótum þér;
svo kvíði eg síst við dauða.

Amen

Sálmur 38: Um háðung og brigsl sem Kristur leið á krossinum

Þeir sem að Kristí krossi senn
komu og fram hjá gengu,
hristu með háðung höfuðin,
honum til brigslis fengu,
heitorð sín hefði hann haldið lítt,
herrans musteri að brjóta,
á þremur dögum annað nýtt
efna með bygging fljóta.

Tveir lugu svoddan falsmenn fyrst
fyrir Kaífas dómi;
af því hafði það út borist
eftir fjölmennis rómi.
Þessir þó hafi heyrt og séð
herrans jarðteiknir fríðar,
lygin þeim betur gafst um geð.
Gengur svo enn til víðar.

Öldungar landsins, fólkið flest
og flokkur heiðinn stríðsmanna
herrann vorn Jesúm hæddu mest
með höfðingjum prestanna;
sögðu: Ef ertu son guðs kær,
sá þig með krafti styður,
kom þú hér, svo það sjáum vær,
sjálfur af krossi niður.

Hann, sá eð öðrum hefur hér
hjálpað og læknað marga,
megnar nú ekki að sönnu sér
sjálfum úr neyð að bjarga. -
Svoddan háðyrði, hróp og dár
hlaut þá Jesús að líða.
Stóð það yfir um stundir þrjár.
Stutt var andláts að bíða.

Þá fram hjá Kristí krossi nú
kallsandi held ég ganga,
sem ekki af hjartans ást og trú
elska hans pínu stranga,
heilagleik sínum hrósa frí,
við holdsins fýsn sig binda,
síðan falla örvænting í
eða forherðing synda.

Að þínum krossi, Kriste kær,
kem ég sem einn framandi.
Gef þú mér leyfi að ganga nær.
Geð mitt styrki þinn andi,
svo ég hugleiði hvað til kom,
háðung, brigslyrði og pínu
leiðstu, manngæsku mildin fróm,
móti andláti þínu.

Sál mín og líf þær sæmdir hlaut
sjálfs guðs musteri að heita,
í skírninni því ég þín að naut;
það nam guðs andi veita.
Síðan hefur það syndin mörg
sárlega gjört að brjóta.
Holds náttúran mjög elskar örg
athæfið heimsins ljóta.

Á þremur dögum þar á mót
því hét ég mörgu sinni,
með iðrun, trú og yfirbót
aftur það bætast kynni.
Æ, hvað veitir slíkt erfitt hér,
efnin og dug vill þverra.
Brigslið sem til var búið mér,
bar nú Jesús, minn herra.

Í velgengninni ég hrósa hátt
hraustleika trúarinnar.
Í mótlætinu hún bilar brátt;
brest finn ég stóran hennar.
Enginn fullkominn á mér sést
ávöxtur dyggða sætur.
Bar því fyrir mig brigslið verst
blessaður Jesús mætur.

Hjálpa læst ég með heilnæm ráð
hinum sem illa breyta,
sjálfs míns lýta þó síst fæ gáð;
svoddan má blindi heita.
Mér var þar stærsta minnkun að,
mátti háðyrðum kvíða.
Burt tók nú Jesús bölið það,
brigslin því vildi hann líða.

Jesú, í þínu andláti
yfir þig brigslin dundu,
að svo í friði önd mín sé
á minni dauðastundu.
Hæddur varstu af öllum, einn
alla frá háðung leystir.
Aldrei tapast sá nokkur neinn,
sem nafn þitt upp á treystir.

Nær sem hrekkvísra háðung ný
hjartað mitt sárt vill stanga,
undir þinn kross ég feginn flý,
fram hjá skal eigi ganga.
Þar stend ég kyrr, þó kalls og spé
kveiki mér heims óblíða.
Upp á þig, Jesú, einn ég sé.
Allt vil ég með þér líða.

Fyrst þú varst hæddur, herra, þá
harmakvöl leiðstu slíka,
svo heiðri þig nú héðan í frá
himnar og jörðin líka.
Allir englar og öll heims mynd
undir þitt vald sig hneigi.
Og ég þar upp á, aum mannkind,
amen af hjarta segi.

Amen

Sálmur 39: Um ræningjans iðrun

Annar ræninginn ræddi,
sem refsað í það sinn var,
herrann vorn Jesúm hæddi,
hann gaf þetta andsvar:
Ef þar von er til nokkur,
að þú guðs sonur sért,
hjálpa þér og svo okkur
úr þessum kvölum bert. -

En hinn þar upp á gegndi:
Ekki hræðist þú guð.
Hverjum straffs heiftin hegndi,
hún var rétt forþénuð.
Við megum vel meðtaka
verkabetaling þann.
En þessi er alls án saka. -
Eftir það sagði hann:

Hugsaðu til mín, herra,
þá heldur þú ríkið þitt. -
Ást drottins ei nam þverra,
andsvar lét heyra sitt:
Sannlega þér ég segi,
sú er huggunin vís,
þú skalt á þessum degi
mér þjóna í Paradís. -

Sjá hér fyrst straffið synda,
sála mín, hryggilegt:
forherðing hjartans blinda
þó holdið kveljist frekt.
Gefðu mér, Jesú góði,
ég gegni vel hirting þín,
með trú og táraflóði
tjái þér brotin mín.

Ræningjans iðran eina
athugum líka með.
Hann gjörði iðran hreina,
hataði illverk skeð.
Því sagði hann væri að vonum
verðlaunin ranglætis,
ávítun veitti honum,
sem vildi ei gæta þess.

Hann trúði, á himnaríki
hefði vor Jesús ráð,
þó syndugra sýndist líki;
svo treysti upp á hans náð.
Með blygðun og hrelldum huga
herrann sín minnast bað,
ljúflega lét sér duga,
loforð ef fengi það.

Hróp og háreysti gjörðu
heiðnir og Júðar þar
kringum krossinn á jörðu
með kalls, brigsl og háðungar.
Svaraði ei son guðs neinu,
þó sjálfan það gilti hann,
en syndugs manns orði einu
án dvalar gegna vann.

Sætt mér fyrir sjónum skartar,
sæll Jesú, gæskan þín:
Þér gekk heldur til hjarta
hans neyð en sjálfs þíns pín.
Sama hefur þú sinni
við syndugar skepnur hér,
því aldrei elsku þinni
aftur, minn herra, fer.

Illvirkinn hafði unnið
ódáðaverkin stærst,
götu glæpanna runnið
greitt fram í dauðann næst.
En Jesús ekki vildi
á það neitt minnast nú;
svo var mikil hans mildi;
mín sál, það hugleið þú.

Enginn örvænta skyldi,
þó iðrast hafi seint.
Söm er guðs sonar mildi,
sé annars hjartað hreint,
því hvorki við staði né stundir
stíluð er drottins náð:
Allt fram andlátið undir
oss býðst hans hjálparráð.

En þú skalt ekki treysta
óvissri dauðastund,
né guðs með glæpum freista,
gjörandi þér í lund,
náðartíminn sé næsta
nógur höndum fyrir.
Slíkt er hættusemd hæsta.
Henni guð forði mér.

Svo margt ég syndgað hefi,
sorgin mig sturlar nú.
Iðran guðs náð mér gefi,
glóandi von og trú.
Herra Jesú hjartkæri,
hugsa þú til mín, þá
dapur er dauðinn nærri,
og drag mig kvölum frá.

Amen

Sálmur 40: Þriðja orð Kristí á krossinum

Upp á ræningjans orð og bón
ansaði guðs hinn kæri son:
Þú skalt, sannlega segi eg þér,
sæluvist hafa í dýrð hjá mér. -

Sjáðu með gætni, sál mín kær,
sönn iðrun hverju kraftað fær.
Upp á það dæmið er hér rétt
öllum til lærdóms fyrir sett.

Reiði drottins þá upp egnd er
yfir ranglæti mannsins hér,
iðranin blíðkar aftur guð;
ei verður syndin tilreiknuð.

Þó komi höstug hefndin bráð,
hrein iðran jafnan finnur náð.
Mitt í standandi straffi því
stillist guðs reiði upp á ný.

Samvisku orma sárin verst
sönn iðran jafnan græðir best,
hugsvalar sál og huggar geð,
heilaga engla gleður með.

Bæn af iðrandi hjarta hýr,
hún er fyrir guði metin dýr.
Herrann Jesús á hverri tíð
henni gaf jafnan andsvör blíð.

Sem Móises með sínum staf
sætt vatn dró forðum steini af,
eins fær iðrandi andvarp heitt
út af guðs hjarta miskunn leitt.

Játning mín er sú, Jesú minn,
ég er sem þessi spillvirkinn,
já, öngu betri fyrir augsýn þín,
ef þú vilt reikna brotin mín.

Kem ég nú þínum krossi að,
kannastu, Jesú minn, við það.
Syndanna þunginn þjakar mér,
þreyttur ég nú að mestu er.

Alnakinn þig á einu tré,
út þínar hendur breiðandi,
sárin og blóðið signað þitt
sér nú og skoðar hjartað mitt.

Þar við huggar mín sála sig,
svoddan allt leiðstu fyrir mig.
Þíns hjartadreyra heilög lind
hreinsar mig vel af allri synd.

Krossins burt numinn kvölum frá
kóngur ríkir þú himnum á.
Herra, þá hér mig hrellir pín,
hugsaðu í þinni dýrð til mín.

Segðu hvern morgun svo við mig,
sæti Jesú, þess beiði eg þig:
Í dag þitt hold í heimi er,
hjartað skal vera þó hjá mér.

Í dag, hvern morgun eg svo bið,
aldrei lát mig þig skiljast við.
Sálin, hugur og hjartað mitt
hugsi og stundi á ríkið þitt.

Eins þá kemur mín andlátstíð,
orðin lát mig þau heyra blíð:
Í dag, seg þú, skal sálin þín
sannlega koma í dýrð til mín.

Herra minn, þú varst hulinn guð,
þá hæðni leiðst og krossins nauð.
Þó hafðir þú með hæstri dáð
á himnaríki vald og ráð.

Dauðanum mót mér djörfung ný
daglega vex af orði því:
Í dag, - þá líður ei langt um það,
leidd verður önd í sælustað.

Ó, Jesú, séu orðin þín
andláts síðasta huggun mín.
Sál minni verði þá sælan vís
með sjálfum þér í Paradís.

Amen

Sálmur 41: Það fjórða orð Kristí á krossinum

Um land gjörvallt varð yfrið myrkt
allt nær frá sjöttu stundu,
sólin því ljóma sinn fékk byrgt
senn til hinnar níundu.
Guð minn, Jesús svo hrópar hátt,
hvar fyrir gleymdir þú mér brátt? -
Svoddan, mín sál, vel mundu.

Enginn skal hugsa að herrann þá
hafi með efa og bræði
hrópað þanninn né horfið frá
heilagri þolinmæði.
Syndanna kraft og kvalanna stærð
kynnir hann oss, svo verði hrærð
hjörtun frá hrekkjaæði.

Sólin blygðast að skína skær,
þá skapara sinn sá líða.
Hún hafði ei skuld, það vitum vær,
þess voðameinsins stríða;
ó, hvað skyldi þá skammast sín
skepnan sem drottni jók þá pín,
með hryggð og hjartans kvíða.

Aví, hvað má ég, aumur þræll,
angraður niður drjúpa,
þá ég heyri, minn herra sæll,
sú harma bylgjan djúpa
gekk yfir þig þá galstu mín;
gjarnan vil ég að fótum þín
feginn fram flatur krjúpa.

Í ystu myrkrum um eilífð er
óp og gnístran tannanna.
Hefndarstraff það var maklegt mér
fyrir margfjöldann glæpanna.
Frá því, Jesú, þú frelstir mig.
Frekt gengu myrkrin yfir þig,
svo skyldi eg þá kvöl ei kanna.

Í svörtu myrkri það sama sinn
sorgarraust léstu hljóma,
þá hrópaðir þú mig, herra, inn
í himneskan dýrðarljóma.
Í því ljósi um eilíf ár
úthrópa skal mín röddin klár
lof þinna leyndardóma.

Synda, sorga og mótgangs með
myrkrin svo oft mig pína,
að glöggt fær ekki sálin séð
sælugeislana þína.
Jesú, réttlætissólin sæt,
syrgjandi ég það fyrir þér græt.
Harmaraust heyr þú mína.

Guð minn, segi ég gjarnan hér,
geyst þó mig sorgin mæði;
Jesú, ég læri nú það af þér;
þau skulu mín úrræði.
Gjörvöll þá heimsins gleðin dvín,
guð minn, ég hrópa vil til þín.
Guð minn allt böl mitt græði.

Yfirgefinn kvað son guðs sig,
þá særði hann kvölin megna;
yfirgefur því aldrei mig
eilífur guð hans vegna.
Fyrir þá herrans hryggðarraust
hæstur drottinn mun efalaust
grátbeiðni minni gegna.

Þá sólarbirtunni eg sviptur er,
sjón og heyrn tekur að dvína,
raust og málfæri minnkar mér,
myrkur dauðans sig sýna,
í minni þér, drottinn sæll, þá sé
sonar þíns hróp á krossins tré.
Leið sál til ljóssins mína.

Amen

Sálmur 42: Það fimmta orð Kristí á krossinum

Í sárri neyð,
sem Jesús leið,
sagði hann glöggt: Mig þyrstir, -
svo ritning hrein
í hverri grein
uppfylltist ein.
Um það mig ræða lystir.

Strax hljóp einn að,
sem heyrði það,
hitta njarðarvött kunni;
lét á reyrprik,
drap í edik
með ill tilvik,
og bar Jesú að munni.

Forundrast má,
mín sál, þar á
maðurinn, hver þess gætir,
að hann sem ráð
hefur með dáð
á himni og láð,
hörmung þvílíkri mætir.

Hann, sá sem vín
af valdi sín
úr vatni sætt til reiddi,
með sorgarskikk
fékk súrt edik
fyrir svaladrykk,
þá sárt hann þorstinn neyddi.

Því mundi ei hér
til hlífðar sér
herrann edikið líka
sem vín ágætt
gjöra vel sætt,
fyrst gat það bætt
hans guðdómsmaktin ríka?

Komin var tíð,
kraftaverk fríð
Kristur ei gjöra skyldi.
Hin stundin þá
fyrir hendi lá,
hryggð, kvöl og þrá
herrann vor líða vildi.

Kraftaverk hrein
kenndu þá grein,
að Kristur guðs sonur væri.
En kvölin hans
sýndi til sanns,
að syndugs manns
sektir og gjöld hann bæri.

Guðs einkason
gjörðist vor þjón,
þá græddi hann mein og kvíða.
En offurlamb best
hann orðinn sést
fyrir utan brest,
í því hann kvöl nam líða.

Af stríði því,
sem stóð hann í,
styrkleiki manns náttúru
þreytast mjög vann;
því þyrsti hann,
þáði vökvann,
þó af ediki súru.

Í annan stað
merk, maður, það,
og minnst þess hverju sinni,
að herrann Krist
hefur mest þyrst
af ást og lyst
eftir sáluhjálp þinni.

Ó, maður, nú
þenk þar um þú;
þinn hugur blygðast skyldi:
Guð þyrstir hér
að hjálpa þér,
en hjarta þitt er
óþyrst eftir hans mildi.

Heyr þú, sál mín,
talar til þín
tryggða brúðguminn góði:
Þyrstur ég er
í hryggðum hér,
svo hjálpi eg þér
úr hættu kvalanna flóði.

Ber honum síst,
þess bið ég víst,
beiskan drykk hræsnis anda.
Orðin hans hrein
á alla grein
fyrir utan mein
óbrjáluð láttu standa.

Upp á orð þín
svarar sál mín,
sorgin þó málið heftir:
Sjálf þyrsti eg nú,
þýði Jesú,
og það veistú,
þinni miskunnsemd eftir.

Ekki er hjá mér
það þyrstum þér
þori eg nú fram að bjóða,
nema fá tár,
trú veik, þó klár,
sem til þín stár;
tak það og virð til góða.

Lof, dýrð sé þér,
lausn fékkstu mér,
og lést þig svo miklu kosta.
Hjartað á ný
huggast af því,
að eg er frí
frá eilífum kvalaþorsta.

Amen

Sálmur 43: Það sjötta orð Kristí á krossinum

Eftir að þetta allt var skeð,
edikið Jesús smakka réð,
þrótt og lífskrafta þverra fann:
Það er fullkomnað, sagði hann.

Orð þíns herra með ást og trú
athuga skyldir, sál mín, þú.
Ef þeirra grundvöll sannan sér,
sæta huggun þau gefa þér.

Fyrst skaltu vita að guð út gaf
greinilegt lögmál himnum af.
Hann vill að skuli heimi í
hver maður lifa eftir því.

Algjört réttlæti ljóst og leynt,
líkama, sál og geðið hreint,
syndalaus orð og atvik með
af oss lögmálið heimta réð.

Hugurinn vor og hjartað sé
í hreinni elsku rétt brennandi,
fyrir utan hræsni, bræði og bann
bæði við guð og náungann.

Hver þetta gæti haldið rétt,
honum var lífið fyrir sett,
en ef í einu út af brá,
eilíf fordæming við því lá.

Enginn maður frá Adam fyrst,
eftir þann tíma hann syndgaðist,
fullnægju gat því gjört til sanns.
Gengur það langt yfir eðli manns.

Óbærileg varð allra sekt,
eftir því drottinn gekk svo frekt,
annaðhvort skyldi uppfyllt það
eða mannkynið fortapað.

Jesús eymd vora alla sá,
ofan kom til vor jörðu á,
hæðum himna upprunninn af,
undir lögmálið sig hann gaf.

Viljuglega í vorn stað gekk,
var sú framkvæmdin guði þekk,
föðurnum hlýðni fyrir oss galt,
fullkomnaði svo lögmál allt.

En svo að synda sektin skeð
sannlega yrði forlíkt með
og bölvan lögmálsins burtu máð,
beiska kvöl leið og dauðans háð.

Þá hann nú hafði allt upp fyllt,
sem oss var sjálfum að gjöra skylt,
og bæta öll vor brotin frí,
berlega vildi hann lýsa því.

Þess vegna herrann hrópa nam,
hart nær á krossi stiginn fram,
að oss í voru andláti
öll hans verðskuldan huggun sé.

Svoddan aðgættu, sála mín,
sonur guðs hrópar nú til þín,
hvað þér til frelsis þéna kann:
Það er fullkomnað, segir hann.

Fullkomnað lögmál fyrir þig er,
fullkomnað gjald til lausnar þér,
fullkomnað allt hvað fyrir var spáð;
fullkomna skaltu eignast náð.

Herra Jesú, ég þakka þér,
þvílíka huggun gafstu mér;
ófullkomleika allan minn
umbætti guðdómskraftur þinn.

Hjálpa þú mér, svo hjartað mitt
hugsi jafnan um dæmið þitt
og haldist hér í heimi nú
við hreina samvisku og rétta trú.

Upp á þessi þín orðin traust
óhræddur dey ég kvíðalaust,
því sú frelsis fullkomnan þín
forlíkað hefur brotin mín.

Amen

Sálmur 44: Það sjöunda orðið Kristí

Hrópaði Jesús hátt í stað,
holdsmegn og kraftur dvínar:
Ég fel minn anda, frelsarinn kvað,
faðir, í hendur þínar. -

Þú, kristinn maður, þenk upp á
þíns herra beiskan dauða;
að orðum hans líka einninn gá,
eru þau lækning nauða.

Jesús haldinn í hæstri kvöl,
hlaðinn með eymdir allar,
dapurt þá að kom dauðans böl,
drottin sinn föður kallar.

Herrann vill kenna þar með þér,
þín ef mannraunir freista,
góðlyndur faðir guð þinn er,
gjörir þú honum að treysta.

Fyrir Jesúm þú fullvel mátt
föður þinn drottin kalla.
Enn þó þig krossinn þvingi þrátt,
það mýkir hörmung alla.

Eins og faðirinn aumkar sig
yfir sitt barnið sjúka,
svo vill guð einninn annast þig
og að þér í miskunn hjúka.

Einninn sýna þér orð hans klár
ódauðleik sálarinnar.
Þó kroppurinn verði kaldur nár,
krenkist ei lífið hennar.

Hvar hún finnur sinn hvíldarstað,
herrann sýnir þér líka.
Hönd guðs þíns föðurs heitir það,
hugsa um ræðu slíka.

Viljir þú eftir endað líf
eigi þín sál þar heima,
undir hönd drottins hér þá blíf,
hans boðorð skaltu geyma.

Láttu guðs hönd þig leiða hér,
lífsreglu halt þá bestu:
Blessuð hans orð sem boðast þér,
í brjósti og hjarta festu.

Hrittu ei frá þér herrans hönd,
hún þó þig tyfta vildi;
legg heldur bæði líf og önd
ljúflega á drottins mildi.

Hér þegar mannleg hjálpin dvín,
holdið þó kveini og sýti,
upp á hönd drottins augun þín
ætíð með trúnni líti.

Að morgni og kvöldi minnst þess vel,
málsupptekt láttu þína:
Af hjarta eg þér á hendur fel,
herra guð, sálu mína.

Svo máttu vera viss upp á,
vilji þér dauðinn granda,
sála þín mætir miskunn þá
millum guðs föðurs handa.

Hún finnur ekkert hryggðarstríð,
hörmung né mæðu neina,
í friði skoðar ætíð blíð
ásjónu drottins hreina.

Eftirtekt mér það einninn jók,
er ég þess gæta kunni,
andlátsbæn sína sjálfur tók
son guðs af Davíðs munni.

Bæn þína aldrei byggðu fast
á brjóstvit náttúru þinnar.
Í guðs orði skal hún grundvallast;
það gefur styrk trúarinnar.

Vér vitum ei hvers biðja ber,
blindleikinn holds því veldur.
Orð guðs sýnir þann sannleik þér.
Sæll er sá þar við heldur.

Vertu, guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.

Höndin þín, drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi.
En nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.

Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja.
Meðtak þá, faðir, mína önd;
mun ég svo glaður deyja.

Minn Jesú, andlátsorðið þitt
í mínu hjana eg geymi.
Sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.

Amen

Sálmur 45: Um Jesú dauða

Þá frelsarinn í föðursins hönd
fól nú blessaður sína önd,
niður sitt höfuð hneigði fyrst
herrann, í því hann sálaðist.
Drottinn vor þanninn dó á tré.
Dásemd kunni ei meiri ske.

Sankti Páll segir, í sannri raun
syndarinnar sé dauðinn laun.
Banaspjót hans eru brotin ljót
boðorðum drottins gjörð á mót.
Sá skal deyja sem syndgar hér.
Svoddan úrskurður réttur er.

En það hér heima átti síst,
af því Jesús er saklaus víst.
Af helgum anda með hreinum sið
hann var getinn í meyjar kvið;
guðs föðurs veru fegurst mynd
frjáls lifði og dó af allri synd.

Hvorki refsing né heljarbað
hafði nú Jesús forskuldað.
Hvað kom þá til, að herrann leið
harða pínu og beiskan deyð?
Eða hvar fyrir hirtist hann,
hirtingar til sem aldrei vann?

Guðs andi þar á gjörir skil,
greinir þvílíka orsök til:
Vegna misgjörða vorra hér
vissulega hann særður er,
því drottinn lagði svo fyrir sann
syndirnar vorar upp á hann.

Sjá hér, mín sál, fyrir syndir þín
sonur guðs líður kvöl og pín.
Hann dó fyrir þig sem dauðans bað
dárlega hafðir forskuldað.
Hann lét sitt líf svo lifðir þú.
Lífs eilífs von því áttu nú.

Á mig var fallin þyngsta þraut,
því að ég drottins lögmál braut.
Samvisku særði syndagráð;
svo fékk dauðinn sterk yfirráð.
Til fordæmingar mér fjötrin hans
fastlega héldu víst til sanns.

Lögmál safnaði sektum mér.
Sektinni dauðinn eftir fer.
Dauðinn til dómsins dregur snar.
Dómurinn straffið úrskurðar.
Straffið um eilífð aldrei dvín,
eilíf því var hin þyngsta pín.

Lögmálið hér sig forgreip fyrst;
felldi það dóm yfir herrann Krist.
Það bauð að sá bölvaður sé,
sem bana líður á einu tré.
Djarflega eftir því dauðinn gekk,
drottin frá lífi skilið fékk.

Sekt þá, sem lögmál setti mér,
saklaus borgaði Jesús hér.
Það missti sína makt í því,
mig verður nú að láta frí.
Dauðans broddur var brotinn þá;
burt hans fangelsi slapp ég frá.

Eilífur dauði deyddur er.
Dauðinn Jesú það vinnur hér.
Dýrt metur drottinn dauða minn.
Dauði, hvar er nú broddur þinn?
Dauðinn til lífsins nú stutt er stig.
Stórlega því dauðinn batar mig.

Dauðinn því orkar enn til sanns,
út slokkna hlýtur lífið manns,
holdið leggst í sinn hvíldarstað.
Hans makt nær ekki lengra en það;
sálin af öllu fári frí
flutt verður himna sælu í.

Í þínum dauða, ó, Jesú,
er mín lífgjöf og huggun trú.
Dásemdarkraftur dauða þíns
dreifist nú inn til hjarta míns.
Upp á það synd og illskan þver
út af deyi í brjósti mér.

Þú hneigðir þínu höfði ljóst,
herra, þá þú á krossi dóst.
Með því bentir þú mér það sinn
að minnast jafnan á dauða þinn.
Eins, þá ég dey, skulu augun mín
upp líta, drottinn sæll, til þín.

Fyrir þann deyð sem þoldir þú,
þig bið ég, Jesú, um það nú,
að gefi mér þín gæskan blíð
góða kristins manns dauðatíð.
Hold mitt lát hvílast hægt í frið.
Hönd þín sálunni taki við.

Amen

Sálmur 46: Um teiknin sem urðu við Kristí dauða

Þegar Kristur á krossins tré
kannaði dauðann stríða,
teikn og stórmerki mestu ske,
mælir svo ritning fríða.
Musteristjaldið mjög umvent
í miðju varð að rifna í tvennt.
Hristist jörð harla víða.

Sundur klofnuðu björgin blá,
byrgð leiðin opnast fóru,
líkamir dauðra lifna þá;
lít ég þau undrin stóru;
eftir lausnarans upprisu
inn í borgina vitjuðu,
af sumum þar sénir vóru.

Hvað hér historían hermir rétt,
hygg að því, sál mín mæta.
Þér til lærdóms er það fram sett;
þess áttu vel að gæta.
Jörðin sjálf, þegar Jesús dó,
jafnvel þeir hörðu klettar þó
sýndu meðaumkun sæta.

Steini harðara er hjartað það,
sem heyrir um Jesú pínu,
gefur sig þó þar ekki að,
ann meir gjálífi sínu.
Kann nokkuð svoddan kalt hugskot
Kristí dauða að hafa not?
Guð stjórni geði mínu.

Það má undra, hin þunga jörð
þreyði ei kyrru að halda.
Blágrýtis einninn björgin hörð
bresti liðu margfalda.
Holdið þó ei né hjartað manns
hryggist við pínu skaparans,
sem hans þó hlaut að gjalda.

Fortjaldið sýnir sannleik þann,
sundur þá rifna náði,
af takast skyldi öll fyrir sann
eftir guðs settu ráði
Gyðingakynsins kóngleg stjórn,
kennivaldið og lögmálsfórn,
sem ritning sjálf um spáði.

Hindrun réð öllum ærið stór
inn í guðs ríki banna.
Því veldur syndasektin vor
og saurugleikinn verkanna.
En fyrir Jesú dýrstan deyð
drottinn til bjó oss opna leið
héðan upp til himnanna.

Hér í kristninnar helgidóm
höfum vér frelsi að ganga.
Þar boðast náð og blessun fróm.
Burt er þá sorgin stranga.
Sálin vor hefur búna braut
beint í Abrahams gleðiskaut
eftir heims hörmung langa.

Frelsarans dauða einninn að
önduð líkin hér njóta;
guðlegur kraftur gjörði það,
grafirnar opnast hljóta;
því drottins Jesú dauði á kross
dauðann sigraði fyrir oss,
afl hans og brodd nam brjóta.

Merk að úr jörðu mátti ei neinn
maður frá dauðum standa,
fyrr en tjáði vor herra hreinn
hold sitt aftur lifanda.
Fyrstur því allra upp reis hann
af eigin krafti og þar með fann
endurlausn oss til handa.

Höfðinginn krossi herrans hjá,
hér með allt fólkið líka,
jafnframt er svoddan jarðteikn sjá,
játning þeir gjörðu slíka:
Sannlega hefur saklaus hann
og sonur guðs verið, þessi mann, -
brjóst slá og brátt heim víkja.

Fólkið sem harða krossins kvöl
Kristó fyrst óska náði,
fann nú hið þyngsta í brjósti böl,
beiskleg samviskan þjáði.
Of hastarlegan úrskurð flý,
ef þú vilt vera af sorgum frí.
Hætt er rasanda ráði.

Dauðinn þinn, Jesú drottinn, þá
dýrlegan kraft út sendi.
Heiðnum manni svo hér við brá,
hann þig guðs son meðkenndi.
Ég bið gæskunnar geðið þitt,
gefðu við lifni hjartað mitt,
að svo frá illu vendi.

Amen

Sálmur 47: Um Kristí kunningja sem stóðu langt frá

Kunningjar Kristí þá
krossinum langt í frá
stóðu með þungri þrá,
þessa tilburði sjá.

Var þar og viðstatt með
að vísu margt kvenfólkið,
sár Jesú fengu séð,
sorgandi báru geð.

Af þessu, mín sál, þú sér
sannlega hversu er
valt allt í heimi hér.
Haf slíkt í minni þér.

Dvínar og dregst í hlé
á dauðastundinni
vinskapur, frændur, fé.
Fallvalt hygg ég það sé.

Þó vildu vinirnir
veita hjálp nokkra þér,
vörn þeirra ónýt er.
Enginn dauðanum ver.

Lífinu hjúkar hönd,
þá herðir sóttargrönd.
Hjálpa þó engin önd
upphugsuð ráðin vönd.

Vinskap í synda sið,
sála mín, þess ég bið,
bittu ei veröld við,
viljir þú sofna í frið.

Hreinan vinskap halt þú
við herrann þinn Jesúm nú
í helgri hjartans trú.
Frá heimsins elsku þér snú.

Hann einn má hjálpa þér,
þá hjástoð mannleg þver,
heim þig á höndum sér
í himna sælu ber.

Það hér í sannleik sést,
er sonur guðs andaðist,
sorgin þá særði mest,
sem hann elskuðu best.

Krists börn eru krossbörn,
við Kristum hlýðnisgjörn.
Hann sýnir þeim hjálp og vörn,
þó hörð sé sútar kvörn.

Þú skyldir þar að gá,
þó þeir stæðu langt frá,
allir samhuga sjá
son guðs kross festan á.

Komið svo, konur og menn,
að krossinum Jesú senn.
Þó nauðin þrengi þrenn,
þar fæst nóg lækning enn.

Kom þú, sál kristin, hér,
sem kross og mannraunir ber.
Settu fyrir sjónir þér
son guðs sem píndur er.

Upp á hans heilög sár
horfi þín trúin klár.
Það mýkir trega og tár,
temprar allt sorgarfár.

Sértu, syndugur mann,
særður um hyggjurann,
horfðu beint upp á hann,
sem hjálp þér á krossi fann.

Hver sem eirorminn leit
af Ísraelsmanna sveit,
eitrið ei á þann beit,
öll stilltist plágan heit.

Svo stór synd engin er,
að megi granda þér,
ef þú iðrandi sér
í trúnni Jesúm hér.

Sé ég þig, sæll Jesú,
svo sem álengdar nú.
Von mína og veika trú
við bið ég hressir þú.

Þá ég sé sárin mín,
særir mig hjartans pín.
En sárin þá sé ég þín,
sorg öll og kvíðinn dvín.

Lát mig, ó, Jesú kær,
aldrei svo vera þér fjær,
að sjái eg ei sár þín skær,
þá sorg og eymd mig slær.

Veit mér, ég verði og sé
vin þinn og kunningi.
Þó hverfi heilsa og fé,
hjálp mun þá nóg í té.

Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn.
Vernd og skjól þar ég finn.

Amen

Sálmur 48: Um Jesú síðusár

Að kveldi Júðar frá ég færi
til fundar greitt við Pílatum
og þess beiddu að ekki væri
önduð lík á krossinum,
því hátíðin var harla nærri.
Hér svo ritning greinir um.

Stríðsmönnum hann bauð að brjóta
beinin þeirra, og svo var gjört.
Heljarstund því hrepptu fljóta
hinir tveir, sem greini eg bert,
en Jesúm létu síns lífláts njóta,
limina hans ei fengu snert.

Stríðsmann einn með heiftar hóti
harðlyndur gekk krossi að,
í lausnarans síðu lagði spjóti,
lagið nam í hjarta stað.
Blóð og vatn þar frá ég út fljóti.
Fyrir var áður spáð um það.

Umhugað er einum drottni
allra sinna barna lík.
Í jörðu hér þó holdið rotni,
huggun traust mig gleður slík,
hann vill ei týnist bein né brotni.
Blessuð sé sú elskan rík.

Guð drottinn með gæsku ráði
gjörði Adams síðu af
fríða kvinnu fyrst á láði,
fast hann þó á meðan svaf;
vaknaður þess að vísu gáði
og veglegt henni nafnið gaf.

Sofnaður á sinni síðu
sárið drottinn Jesús bar,
svo af vatni og blóði hans blíðu
byggðist heilög kristnin þar;
náði hún eðla nafni fríðu,
nær til himna stiginn var.

Skoðaðu hverninn skírnin hreina
skiljast nú með réttu á:
Að vísu jafnan vatnið eina
vor líkamleg augu sjá,
en trúarsjónin, svo skal greina,
sonar guðs blóð þar lítur hjá.

Æ, hvað má ég sælan sanna
sankti Tómas, postula þinn,
þá síðu mátti hann sár þitt kanna,
sína hönd þar lagði inn.
Þú munt ei mér þjáðum banna
það að skoða, Jesú minn.

Allar Jesú æðar stóðu
opnaðar í kvölinni.
Dreyralækir dundu og flóðu
um drottins líf og krossins tré.
Nægð af lausnargjaldi góðu
guðs son fyrir mig lét í té.

En svo ég skyldi sjá og játa
sanna elsku drottins míns,
vildi hann ekki læstar láta
lífsæðarnar hjarta síns.
Því er, sál mín, mikil úr máta
miskunnsemi lausnara þíns.

Opnar dyr á arkar síðu
inn um gengu skepnurnar,
sem sjálfur drottinn bauð með blíðu
bjargast skyldu inni þar
fyrir vatnsins flóði stríðu.
Frelsi og líf þeim gefið var.

Lífsins dyr á síðu sinni
setur Jesús opnar hér,
svo angruð sála aðstoð finni,
öll þá mannleg hjálpin þver.
Hver sem hefur þar athvarf inni,
frá eilífum dauða leystur er.

Nói um sinn arkarglugga
upp til himins litið fékk,
haldinn dimmum hryggðarskugga,
hátt þá vatnsins flóðið gekk,
svo hann mátti um síðir hugga
sólarljóma birtan þekk.

Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má.
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.

Guðs var máttug mildin prúða,
Móises þá steininn sló,
út til allra Ísraels búða
ágætt svalavatnið dró,
hressti þyrsta, þjáða, lúða,
þeim svo nýja krafta bjó.

Þá sjálfur guð á sonarins hjarta,
sínum reiðisprota slær,
um heimsins áttar alla parta
út rann svalalindin skær.
Sálin við þann brunninn bjarta
blessun og nýja krafta fær.

Við þennan brunninn þyrstur dvel ég,
þar mun ég nýja krafta fá.
Í þessi inn mig fylgsnin fel ég,
fargar engin sorg mér þá.
Sælan mig fyrir trúna tel ég,
hún tekur svo drottins benjum á.

Hjartað mitt er, herrann góði,
hryggilega saurgað mjög.
Þvo þú það með þínu blóði.
Þess af auðmýkt beiði ég.
Vinni mér bót á mæðu og móði
miskunnsemin guðdómleg.

Hjartans innstu æðar mínar
elski, lofi, prísi þig.
En hjartablóð og benjar þínar
blessi, hressi, græði mig.
Hjartans þýðar þakkir fínar
þér sé, gæskan eilíflig.

Amen

Sálmur 49: Um Kristí greftran

Jósef af Arimathíá,
eðalborinn ráðsherra sá,
Gyðinga svik, við son guðs skeð,
samþykkt hafði þeim aldrei með.

Hann var lausnarans lærisveinn,
lífernisfrómur, dyggðahreinn,
Gyðinga hræddist hefnda raun,
hélt sig að Kristó því á laun.

Þessi um kvöldið þangað gekk,
þá af Pílató leyfi fékk,
að mætti Jesúm andaðan
ofan taka og jarða hann.

Jósef tók strax af krossi Krist,
keypti þó nýjan líndúk fyrst.
Nikódemus kom þegar þar,
þangað kostuleg smyrslin bar.

Jósef gröf eina átti þar,
útklöppuð sú í steini var,
í aldingarði allskammt frá.
Enginn fyrr dauður í henni lá.

Dýrlega smurðu drottins lík,
dæmin má önnur finna slík,
byrgðu með steini búna gröf,
burt gengu strax fyrir utan töf.

María, Jakobs móðir ein,
Magdalena á sömu grein,
Salóme einninn sat þar hjá,
sáu vors herra greftrun á.

Í þeirra selskap, sál mín blíð,
settu þig niður litla tíð.
Greftran þíns herra gæt vel að.
Gagnslaust mun ekki vera það.

Við Jesú greftran ég fæ séð
Jósef og Nikódemum með.
Áður þorðu þeir ekki Krist
opinberlega að játa fyrst.

Nú fá þeir næsta nýjan dug,
nóga djörfung og styrkan hug,
augljóslega svo allir sjá
elsku sem drottni höfðu á.

Rjúkandi trúar hörinn hér
helgur andi svo viðnærir,
ljómandi þar af ljósið skín.
Lífgar hann allt með krafti sín.

Huggist þeir nú sem hjartað deigt
hafa og trúarmegnið veikt,
biðji um styrk og stöðugt geð,
stundi og læri guðs orð með.

Veittu, Jesú, að veik trú mín
vaxi daglega og elskan þín
eflist svo með mér innvortis,
ytra góð sjáist merki þess.

Annað þú líka minnast mátt;
mislíkar drottni á öngvan hátt,
þó heiðarleg sé hér á jörð
holdi útvaldra líkför gjörð.

Mætast guðs anda musteri
manns var rétt kristins líkami.
Því má honum veitast virðing rétt,
vel með hófi og stilling sett.

Erfisdrykkjur og ónýtt prjál
ekki á skylt við þetta mál.
Heiðingja skikkan heimskuleg
hæfir kristnum á engan veg.

Ætíð þá sér þú sálað hold
sett vera niður í jarðarmold,
hryggur þú vert og hugsa brátt,
hér við þú líka skiljast átt.

Lagt þegar niður líkið sér,
láttu sem dauðinn hvísli að þér:
Langt máske ekki líði um það,
legg ég þig eins í slíkan stað.

Góði Jesú, fyrir greftran þín
gefðu síðasta útför mín
verði friðsöm og farsæl mér,
frelsuð sál nái dýrð hjá þér.

Í þriðja lagi huggun hrein
hér veitist mér á alla grein,
guðs sonar hold því greftrað var
greftrun minni til virðingar.

Helgum guðs börnum herrans hold
helgaði bæði jörð og mold.
Gröfin því er vort svefnhús sætt,
svo má ei granda reiðin hætt.

Svo að lifa ég sofni hægt,
svo að deyja að kvöl sé bægt,
svo að greftrast sem guðs barn hér
gefðu, sætasti Jesú, mér.

Amen

Sálmur 50: Um varðhaldsmennina

Öldungar Júða annars dags
inn til Pílatum gengu strax,
sögðu: Herra, vér höfum mest
í huga fest,
hvað sá falsari herma lést.

Eftir þrjá daga ótt fyrir sann,
upp rísa mun ég, sagði hann.
Við slíku er best að leita lags,
lát geyma strax
þessa gröf inn til þriðja dags.

Máske líkið með leyndum hljótt
lærisveinar hans taki um nótt
og lýðnum segi það lyga skin.
Þá líst ei kyn,
þó verði sú villan verri en hin. -

Pílatus víst þeim varðhald fékk.
Vaktin strax út af staðnum gekk,
gröfinni blifu herrans hjá
og svo til sjá,
settu innsigli steininn á.

Gyðinga hörð var heiftin beisk,
hjartans blindleiki og villan treisk.
Þeim kunni ei nægjast kvöl og bann,
sem Kristur fann.
Líka dauðan þeir lasta hann.

Forðastu svoddan fíflskugrein,
framliðins manns að lasta bein.
Sá dauði hefur sinn dóm með sér,
hver helst hann er.
Sem best haf gát á sjálfum þér.

Gyðingar vildu veita rýrð
vors lausnara upprisu dýrð.
En drottins vald og vísdóms ráð
þess vel fékk gáð.
Verk sitt framkvæmdi víst með dáð.

Hefði ei vaktin geymt og gætt
grafarinnar, sem nú var rætt,
orsök var meiri að efast þá,
hvort upp réð stá
drottinn vor Jesús dauðum frá.

En þeir sjálfir, og er það víst,
upprisu drottins hafa lýst,
þó kennimenn Júða af kaldri styggð,
kvaldir í blygð,
keyptu þá til að bera lygð.

Öll svikráð manna og atvik ill
ónýtir drottinn, þá hann vill.
Hans ráð um eilífð stöðugt stár
og stjórnin klár.
Slægðin dramblátra slétt forgár.

Hvíli eg nú síðast huga minn,
herra Jesú, við legstað þinn.
Þegar ég gæti að greftran þín,
gleðst sála mín.
Skelfing og ótti dauðans dvín.

Sektir mínar og syndir barst
sjálfur þegar þú píndur varst.
Upp á það dóstu, drottinn kær,
að kvittuðust þær.
Hjartað því nýjan fögnuð fær.

Þú grófst þær niður í gröf með þér,
gafst þitt réttlæti aftur mér.
Í hafsins djúp, sem fyrir spáð finnst,
þeim fleygðir innst.
Um eilífð verður ei á þær minnst.

Svo er nú syndin innsigluð,
iðrandi sála kvitt við guð,
eilíft réttlæti uppbyrjað
í annan stað.
Trúuð manneskja þiggur það.

Dauðinn þinn, Jesú, deyði hér
dárlega holdsins girnd í mér.
Gröfin þín hylji glæpi mín
fyrir guðs augsýn.
Efli mér styrk upprisan þín.

Steinþró míns hjarta úthöggvin sést.
Heilagur andi vann það best.
Líndúk trúar ég læt í té,
minn lausnari.
Ilmandi smyrsl iðranin sé.

Svo finni eg hæga hvíld í þér,
hvíldu, Jesú, í brjósti mér.
Innsigli heilagur andi nú
með ást og trú
hjartað mitt, svo þar hvílist þú.

Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst,
viska, makt, speki og lofgjörð stærst
sé þér, ó, Jesú, herra hár,
og heiður klár.
Amen, amen, um eilíf ár.

Amen

Allir sálmarnir voru fengnir á kirjan.is

 

 

 ©Sigfús Sig.Iceland@Internet.is