Jólasíđa Guđbjargar Sólar

 

SigfúsSig. Gamanogalvara

Íslenskir jólalagaga textar.

 

 

 

 

Adam átti syni sjö

Ađfangadagskvöld     

Ađventan

Af himnum ofan

Á Betlehemsvöllum    

Á dimmri nóttu

Á jólunum er gleđi og gaman 

Á ţeim langa vetri

Babbi segir

Bjart er yfir Betlehem

Bođskapur Lúkasar

Bráđum koma blessuđ jólin

Býsn fyrir löngu í Betlehem

Ding dong

Drengur Maríu

Ein handa ţér

Einu sinni í ćttborg Davíđs

Eitt lítiđ jólalag

Er líđa fer ađ jólum

Englakór frá himnahöll

Enn fagnar heimur

Ég hlakka svo til

Ég man ţau jólin mild og góđ

Ég sá hvar bátar sigldu ţrír

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Folaldiđ mitt hann Fákur

Frá borg er nefnist Betlehem

Frá ljósanna hásal

Friđur friđur frelsarans

Fögur er foldin

Fyrir jól

Fyrirgefđu ađ ég rotađi ţig um jólin

Gefđu mér gott í skóinn

Gekk ég yfir sjó og land

Gilsbakkaţula

Gleđileg jól

Gleđileg jól Baggal

Gleđi og Friđarjól

Grýla kallar á börnin sín

Grýlukvćđi

Guđs kristni í heimi

Göngum viđ í kringum

Hann er fćddur frelsarinn

Hátíđ fer ađ höndum ein

Hátíđ í bć

Heilög Lúsía

Heims um ból

Hin fegursta rósin er fundin

Hin fyrstu jól

Hinn forni söngur

Hljóđa nótt

Hugurinn fer hćrra

Hvađ fć ég fallegt frá ţér

Hvít jól

Höfuđ, herđar, hné og tćr

Í Betlehem er barn oss fćtt

Í dag er glatt í döprum hjörtum

Í skóginum stóđ kofi einn

Jesús ţú ert vort jólaljós

Jól alla daga

Jólafriđur

Jólahjól

Jólaklukkur

Jólakötturinn

Jólanótt

Jólaómar

Jólajólasveinn  Baggal

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar ganga um gólf

Jólasveinavísur

Jólasveinninn kemur í kvöld

Jólasveinninn minn

Jólin alls stađar

Jólin Jólin

Jólin koma

Jólin eru ađ koma

Jólin 1891

Kemur hvađ mćlt var

Klukknahljóđ

Klukknahreim

Klukkurnar dinga linga ling

Konungar úr austurátt

Kósíheit par exelans  Baggal

Krakkar mínir komiđ ţiđ sćl

 

Litla jólabarn

Litli trommuleikarinn

Ljósadýrđ loftin gyllir

Magga litla og jólin hennar

Međ gleđiraust og helgum hljóm

Međan hirđarnir fátćku

Meiri snjó

Nei, nei ekki um jólin

Nóttin var sú ágćt ein

Nú er Gunna á nýju skónum

Nú ljóma aftur ljósin skćr

Nú skal segja

Opin standa himins hliđ

Ó, Grýla

Ó, helga nótt

Ó, hve dýrđleg er ađ sjá

Ó, Jesúbarn blítt

Rúdólf međ rauđa trýniđ

Sjá himins opnast hliđ

Skín í rauđar skotthúfur

Skreytum hús međ greinum grćnum

Snjókorn falla

Snćfinnur snjókarl

Svo fjarri í jötu

Svo koma jólin

Svona eru jólin

Syng barnahjörđ

Um bjarta nóttu

Út međ köttinn

Viđ kveikjum einu kerti á

Vöggusálmurinn

Yfir fannhvíta jörđ

Ţađ aldin út er sprungiđ

Ţađ á ađ gefa börnum brauđ

Ţađ búa litlir dvergar

Ţađ dimmir og hljóđnar í Davíđsborg

Ţađ heyrast jólabjöllur

Ţađ koma vonandi jól - Baggal

Ţá nýfćddur Jesús

Ţegar englarnir syngja

Ţegar koma jólin

Ţú komst međ jólin til mín

Ţrettán dagar jóla

Ţyrnirósarkvćđi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein handa ţér - Stefán Hilmarsson

Texti: Stefán Hilmarsson

Ţađ er kalt og konungur Vetur

kominn er úr fríi og setur

mark sitt óđum á mannlífiđ eins og endranćr.

Sumum finnst sem fylgi honum ţungi

pínu deyfđ og ef til vill drungi.

En ađrir njóta hans nokkuđ vel.

Gróđurinn í garđinum sefur

fram á vor og skammdegiđ hefur

tekiđ völdin og hjúpar allt ćvintýrablć.

En ţó ađ dagarnir séu ekki langir

og frostiđ fari ađ bíta í kinn,

ţá er ljósatíđ í vćndum.

Fyrr en varir koma aftur jól.

Og viđ stöldrum viđ.

Jól. Og viđ finnum friđ.

Njótum ţess ađ eiga náđarstund.

Já, jól. Ţađ er lítiđ orđ,

en merkara en mörg önnur hér á storđ.

Ţau tákna upphafiđ sem eitt sinn var.

Ég vil

Mönnum gefin var

gjöf sem viđ eigum enn.

Henni má enginn gleyma.

Heyri ţađ allir menn.

Og ţví gefum viđ

gjafir í desember.

Ein fyrir andann

Ein fyrir lífiđ

Ein handa ţér

Stjörnubjart og börnin á nálum

Spennan ríkir í öllum ţeim sálum

Sem beđiđ hafa um langa hríđ, eftir morgninum.

Hjörtun örar slá í hverju brjósti

Eftirvćnting í húsinu

Ţví ţađ er gleđitíđ í vćndum

Fyrr en varir koma aftur jól

Og viđ stöldrum viđ

Jól, og viđ finnum friđ

Njótum ţess ađ eiga náđarstund

Já Jól, ţađ er lítiđ orđ,

en merkara en mörg önnur hér á storđ.

Sem marka upphafiđ sem eitt sinn var.

Ég vil

Mönnum gefin var

gjöf sem viđ eigum enn.

Henni má enginn gleyma.

Heyri ţađ allir menn.

Og ţví gefum viđ

gjafir í desember.

Ein fyrir andann

Ein fyrir lífiđ

Ein handa ţér

Ein gjöf fyrir lífiđ

Og ein handa ţér

 

 

 

 

 

 

 

Eitt lítiđ jólalag - Birgitta Haukdal

Texti: Magnús Kjartansson

Eitt lítiđ jólalag

um léttan jóladag

og allt sem jólin gefiđ hafa mér

og ég biđ ađ jólin gefa muni ţér.

Eitt lítiđ jólatré

og lítiđ jólabarn

og ţađ sem jólin ţýđa fyrir mig

ég biđ ađ jólin ţýđi fyrir ţig.

Í myrkri og kulda´ er gott ađ hlýja sér

viđ draum um ljós og betri heim

Og nýja jólaskó

og hvítan jólasnjó

og ţá sćlu og ţann friđ og ró

er viđ syngjum saman hć og hó.

Í myrkri og kulda´ er gott ađ hlýja sér

viđ draum um ljós og betri heim

Og lítiđ jólalag

og léttan jóladag

og lítiđ jólatré

og lítiđ jólabarn

Og nýja jólaskó

og hvítan jólasnjó

og fallegt jólaljós

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er líđa fer ađ jólum - Ragnar Bjarnason

Texti: Ómar Ragnarsson

Drungi í desember

dagskíman föl

svo skelfing lítil er

en myrkriđ er svo magnađ

og myrkriđ er svo kalt

Ţá kvikna kertaljós

og kvikir fćtur

tifa á hal og drós

senn frelsara er fagnađ

ţá fćrist líf í allt

Ţótt úti öskri hríđ

allt verđur bjart og hlýtt

ţađ er alls stađar tónlist

ylhýr og fín

sem ómar undurblítt

Er líđa fer ađ jólum (líđa fer ađ jólum)

og hátíđ fer í hönd (hátíđ fer í hönd)

Er líđa fer ađ jólum (líđa fer ađ jólum)

og hátíđ fer í hönd

Glóandi í gluggunum

glöđ ljósin víkja

burtu skuggunum

Allir gott nú gjöri

en gleymi sút og sorg

Áđur svo auđ og köld

uppljómast borgin

nú međ bílafjöld

fótataki og fjöri

sem fyllir strćti og torg

Ţó margir finni’ ei friđ

og fari viđ gćfuna á mis

ţá lífgar samt upp

og léttir ţungt skap

líflegur ys og ţys

:,:Er líđa fer ađ jólum (líđa fer ađ jólum)

og hátíđ fer í hönd (hátíđ fer í hönd)

Er líđa fer ađ jólum (líđa fer ađ jólum)

og hátíđ fer í hönd:,:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hlakka svo til - Svala Björgvinsdóttir

Texti: Jónas Friđrik Guđnason

Biđ, endalaus biđ sem bara styttist ei neitt

nú er hver dagur svo lengi ađ líđa

mér leiđist skelfing ađ ţurfa ađ bíđa

Langt, dćmalaust langt, er sérhvert augnablik nú

ég gćti sagt ykkur sögu ljóta

um sumar klukkur er liggja og hrjóta

Í sumar ţađ er satt

ţá leiđ hér tíminn skelfing hratt

og ţau flugu hjá í snatri

já fuglarnir og sólin

en nú er ţetta breytt

ţađ bara gerist ekki neitt

og tíminn rótast ekkert

og aldrei koma jólin

Ég hlakka svo til

ég hlakka alltaf svo til

en ţađ er langt ó svo langt ađ bíđa

og allir dagar svo lengi ađ líđa

Í sumar ţađ er satt

ţá leiđ hér tíminn skelfing hratt

og ţau flugu hjá í snatri

já fuglarnir og sólin

en nú er ţetta breytt

ţađ bara gerist ekki neitt

og tíminn rótast ekkert

og aldrei koma jólin

Ég hlakka svo til

ég hlakka alltaf svo til

Allir segja mér

ađ ég eigi ekki ađ láta svona

en ósköp er samt langt

ađ bíđa og vona

Ég hlakka svo til

ég hlakka alltaf svo til

en ţađ er langt ó svo langt ađ bíđa

og allir dagar svo lengi ađ líđa

:,:Í sumar ţađ er satt

ţá leiđ hér tíminn skelfing hratt

og ţau flugu hjá í snatri

já fuglarnir og sólin

en nú er ţetta breytt

ţađ bara gerist ekki neitt

og tíminn rótast ekkert

og aldrei koma jólin:,:

(Ég hlakka svo til)

(Ég hlakka svo til)

(Ég hlakka svo til)

Ţau flugu hjá í snatri

já fuglarnir og sólin

:,:(Ég hlakka svo til)

(Ég hlakka svo til):,:

Ég bara vil fá jólin,

ég bara vil fá jólin

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Texti: Hinrik Bjarnason

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

viđ jólatréđ í stofunni í gćr.

Ég lćddist létt á tá,

til ađ líta gjafir á,

hún hélt ég vćri steinsofandi

Stínu dúkku hjá.

Og ég sá mömmu kitla jólasvein

og jólasveinninn út um skeggiđ hlćr.

Já, sá hefđi hlegiđ međ,

hann fađir minn hefđi hann séđ,

mömmu kyssa jólasvein í gćr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirgefđu ađ ég rotađi ţig um jólin  Tvíhöfđi

Texti: Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson

Á síđastliđnum jólum

Kom jólasveinninn heim til mín

Međ fullan poka af pökkum

Og kumpánlega svipinn sinn

En ég varđ dálítiđ hissa

Hélt ađ einhver vćri ađ brjótast inn

Svo ég steinrotađi jólsveininn minn

Ég barđi hann međ baseball kylfu

Og sparkađi bumbuna í

Henti honum út um gluggann

Og sendi hann í sjúkrafrí

Ţađ er bara eitt sem ég vil segja

Viđ ţennan jólasvein

Fyrirgefđu ađ ég rotađi ţig um jólin

Já, fyrirgefđu ađ ég rotađi ţig um jólin

Ég vona ađ ţú komir aftur ţessi jól

Ţví nú ćtla ég ađ taka betur á móti ţér

Međ ólgandi pizzu og rafmagnshjólastól

Já, aumingja jólasveinninn

Hann fór alblóđugur heim

Sjúkrabíllinn sótt´ann

Á blóđiđ í skegginu skein

Hann var ekki međ neina međvitund

Ţađ sem eftir var af jólunum

Öll börnin sátu heima leiđ

Og biđu eftir pökkunum

Já, já, já

Fyrirgefđu ađ ég rotađi ţig um jólin

Ég vona ţú sért sáttur viđ rafmagnshjólastólinn

Já fyrirgefđu ađ ég rotađi ţig um jólin

:,:Ég ćtla ekki neitt ađ rota ţig um ţessi jól:,:

:,:Ég ćtla ekki neitt ađ rota ţig um ţessi jól:,:

(enda ertu bundinn í rafmagnshjólastól)

Ég ćtla ekki neitt ađ rota ţig um ţessi jól

(renna niđur skorsteininn í rafmagnshjólastólnum)

Ég ćtla ekki neitt ađ rota ţig um ţessi jól

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir jól - Björgvin Halldórsson og Svala

Björgvinsdóttir

Texti: Ţorsteinn Eggertsson

Fyrir jól fyrir jól förum viđ á ţan

ţví viđ ţurfum ađ gera svo ótal margt

lćkkar sól, lćkkar sól en viđ látum ţó,

ekkert aftra okkur í ţví ađ ösla snjó

Fyrir jól fyrir jól, ţegar spariféđ

ćtla kaupa margt fallegt sem ég hef séđ

Fallegt dót, jóladót, nokkrar plötur međ

líka skraut til ađ setja á jólatréđ

En ţađ borgar sig ađ vera mjög vel búinn

er viđ ţurfum ađ hrekjast um allan bć

eftir ferđina verđum viđ eflaust lúin,

fyrir jól, fyrir jól, svona endranćr

Niđrí bć, niđrí bć, lćđist ég í búđ

svolitla stund svo ţú getir mig ekki spurt

alltílaí, alltílaí, ţví ţá ég fer

til ađ kaupa eitthvađ dularfullt handa ţér

Fyrir jól fyrir jól, ţegar spariféđ

ćtla kaupa margt fallegt sem ég hef séđ

Fallegt dót, jóladót, nokkrar plötur međ

líka skraut til ađ setja á jólatréđ

Ţegar keypt höfum viđ dótiđ allt og tón

viđ lćđumst inn ţegar viđ förum uppá loft

ţađ er erfitt ađ kaupa inn fyrir jólin

en sem betur fer gerist ţett'ekk' oft

Fyrir jól fyrir jól, gaman er ţađ samt

kaupa gjafir svo hver og einn fćr sinn skammt

Fyrir jól fyrir jól flýgur dagurinn

ţví ţarf svo ađ pakka öllu dótinu inn

Fyrir jól fyrir jól, ţegar spariféđ

ćtla kaupa margt fallegt sem ég hef séđ

Fallegt dót, jóladót, nokkrar plötur međ

líka skraut til ađ setja á jólatréđ

En ţađ borgar sig ađ vera mjög vel búinn

er viđ ţurfum ađ hrekjast um allan bć

eftir ferđina verđur viđ eflaust lúin,

Fyrir jól fyrir jól svona endranćr

Fyrir jól fyrir jól ţegar allt er hreint

Fyrir jól síđan stund líđur alltof seint

Ţegar viđ höfum keypt okkur allt nema tólin

og viđ lćđumst međ ţađ um allan bć

stendur tíminn í stađ svo ađ blessuđ jólin

ćtla aldrei ađ koma svo endranćr.

Fyrir jól fyrir jól ţegar allt er hreint

Fyrir jól síđan stund líđur alltof seint

 

 

 

 

 

 

 

Gefđu mér gott í skóinn

Texti: Ómar Ragnarsson

Gefđu mér gott í skóinn

góđi jólasveinn í nótt.

Úti ţú arkar snjóinn,

inni sef ég vćrt og rótt.

Góđi ţú mátt ei gleyma,

glugganum er sef ég hjá.

Dásamlegt er ađ dreyma

dótiđ sem ég fć ţér frá.

Góđi sveinki gćttu ađ skó

gluggakistunni á,

og ţú mátt ei arka hjá

án ţess ađ setja neitt í ţá.

Gefđu mér einhvađ glingur

góđi jólasveinn í nótt.

Međan ţú söngva syngur

sef ég bćđi vćrt og rótt.

Ó, hve skelfing yrđi ég kát

ef ţú gćfir mér,

eina dúkku, ígulker,

eđa bara hvađ sem er.

Gefđu mér einhvađ glingur

góđi jólasveinn í nótt.

Međan ţú söngva syngur

sef ég bćđi vćrt og rótt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Gekk ég yfir sjó og land - Einar Júlíusson og barnakór

Texti: Ţjóđvísa

Gekk ég yfir sjó og land,

hitti ţar einn gamlan mann.

Sagđi svo og spurđi svo,

hvar áttu heima?

,,Ég á heima’ á Klapplandi,

Klapplandi, Klapplandi.

Ég á heima’ á Klapplandi,

Klapplandinu góđa.”

Gekk ég yfir sjó og land,

hitti ţar einn gamlan mann.

Sagđi svo og spurđi svo,

hvar áttu heima?

,,Ég á heima’ á Hopplandi,

Hopplandi, Hopplandi.

Ég á heima’ á Hopplandi,

Hopplandinu góđa.”

Gekk ég yfir sjó og land,

hitti ţar einn gamlan mann.

Sagđi svo og spurđi svo,

hvar áttu heima?

,,Ég á heima’ á Stapplandi,

Stapplandi, Stapplandi.

Ég á heima’ á Stapplandi,

Stapplandinu góđa.”

Gekk ég yfir sjó og land,

hitti ţar einn gamlan mann.

Sagđi svo og spurđi svo,

hvar áttu heima?

,,Ég á heima’ á Grátlandi,

Grátlandi, Grátlandi.

Ég á heima’ á Grátlandi,

Grátlandinu góđa.”

Gekk ég yfir sjó og land,

hitti ţar einn gamlan mann.

Sagđi svo og spurđi svo,

hvar áttu heima?

,,Ég á heima’ á Hlćlandi,

Hlćlandi, Hlćlandi.

Ég á heima’ á Hlćlandi,

Hlćlandinu góđa.”

Gekk ég yfir sjó og land,

hitti ţar einn gamlan mann.

Sagđi svo og spurđi svo,

hvar áttu heima?

,,Ég á heima’ á Íslandi,

Íslandi, Íslandi.

Ég á heima’ á Íslandi,

Íslandinu góđa.”

 

 

 

 

 

Gleđileg jól - Baggalútur

Texti: Bragi Valdimar Skúlason, Guđmundur Pálsson

Jafnan má á himni sjá

er jólin erađ bresta á

amerískan ístrubelg

og yfirlýstan kólasvelg

hann dúkkar upp í desember

međ djöfulgangjum sveitir fer

en hvađ hann vill er verrađ sjá

vandi er um slíkt ađ spá

Nafn mitt er Nikulás - kallađur Klás

norđan úr rassgati kem

á sleđanum hef ég af gjöfunum glás

međ gaddavír hreindýrin lem

í eldgömlu skinninu iđa og brenn

ég ćtla ađ syngja ţađ einu sinnenn

Gleđileg jól - og gćfuríkt ár!

Gleđileg jól - farsćlt nýtt ár!

Á tvöföldum ljóshrađa tćti ég um

týndur og ţambandi malt

nötrandá blóđrauđum náttfötunum

međ nábít og hálsbólgog allt

en ţó ég sé slćptur í slabbi og byl

af sleđanum heilagan bođskapinn ţyl

Gleđileg jól - og gćfuríkt ár!

Gleđileg jól - farsćlt nýtt ár!

:,:Gleđileg jól - og gćfuríkt ár!

Gleđileg jól - farsćlt nýtt ár!:,:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gleđi og friđarjól - Pálmi Gunnarsson

Texti: Magnús Eiríksson

Út međ illsku og hatur

inn međ gleđi og friđ.

Taktu á móti jólunum

međ Drottinn ţér viđ hliđ.

Víđa er hart í heimi,

horfin friđarsól.

Ţađ geta ekki allir haldiđ

gleđi- og friđarjól.

Mundu ađ ţakka Guđi

gjafir frelsi og friđ,

ţrautir, raunir náungans

víst koma okkur viđ.

Bráđum klukkur klingja,

kalla Heims um ból.

Vonandi ţćr hringja flestum

gleđi og friđarjól.

Biđjum fyrir öllum ţeim

sem eiga bágt og ţjást

víđa mćtti vera meir´ um

kćrleika og ást.

Bráđum koma jólin

bíđa gjafirnar

út um allar byggđir

verđa bođnar krćsingar.

En gleymum ekki guđi

hann son sinn okkur fól

gleymum ekki ađ ţakka

fyrir gleđi og friđarjól.

Biđjum fyrir öllum ţeim

sem eiga bágt og ţjást

víđa mćtti vera meir´ um

kćrleika og ást.

Bráđum koma jólin

bíđa gjafirnar

út um allar byggđir

verđa bođnar krćsingar.

En gleymum ekki guđi

hann son sinn okkur fól

gleymum ekki ađ ţakka

fyrir gleđi og friđarjól.

 

 

 

 

Göngum viđ í kringum

Texti: Ýmsir höfundar

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

einiberjarunn, einiberjarunn.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

snemma á mánudagsmorgni.

Svona gerum viđ er viđ ţvoum okkar ţvott,

ţvoum okkar ţvott, ţvoum okkar ţvott.

Svona gerum viđ er viđ ţvoum okkar ţvott,

snemma á mánudagsmorgni.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

einiberjarunn, einiberjarunn.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

snemma á ţriđjudagsmorgni.

Svona gerum viđ er viđ vindum okkar ţvott,

vindum okkar ţvott, vindum okkar ţvott.

Svona gerum viđ er viđ vindum okkar ţvott,

Snemma á ţriđjudagsmorgni.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

einiberjarunn, einiberjarunn.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

snemma á miđvikudagsmorgni.

Svona gerum viđ er viđ hengjum okkar ţvott,

hengjum okkar ţvott, hengjum okkar ţvott.

Svona gerum viđ er viđ hengjum okkar ţvott,

Snemma á miđvikudagsmorgni.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

einiberjarunn, einiberjarunn.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

snemma á fimmtudagsmorgni.

Svona gerum viđ er viđ teygjum okkar ţvott,

teygjum okkar ţvott, teygjum okkar ţvott,

svona gerum viđ er viđ teygjum okkar ţvott,

snemma á fimmtudagsmorgni.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

einiberjarunn, einiberjarunn.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

snemma á föstudagsmorgni.

Svona gerum viđ er viđ straujum okkar ţvott,

straujum okkar ţvott, straujum okkar ţvott,

svona gerum viđ er viđ straujum okkar ţvott,

snemma á föstudagsmorgni.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

einiberjarunn, einiberjarunn.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

snemma á laugardagsmorgni.

Svona gerum viđ er viđ skúrum okkar gólf,

skúrum okkar gólf, skúrum okkar gólf,

svona gerum viđ er viđ skúrum okkar gólf,

snemma á laugardagsmorgni.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

einiberjarunn, einiberjarunn.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

snemma á sunnudagsmorgni.

Svona gerum viđ er viđ greiđum okkar hár,

greiđum okkar hár, greiđum okkar hár,

svona gerum viđ er viđ greiđum okkar hár,

snemma á sunnudagsmorgni.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

einiberjarunn, einiberjarunn.

Göngum viđ í kringum einiberjarunn

seint á sunnudagsmorgni.

Svona gerum viđ er viđ göngum kirkjugólf,

göngum kirkjugólf, göngum kirkjugólf,

svona gerum viđ er viđ göngum kirkjugólf,

seint á sunnudagsmorgni.

 

 

 

 

 

 

 

Hátíđ í bć

Texti: Ólafur Gaukur

Ljósadýrđ loftin gyllir

lítiđ hús yndi fyllir

og hugurinn heimleiđis leitar ţví ć

man ég ţá er hátíđ var í bć.

Ungan dreng ljósin lađa

litla snót geislum bađar

Ég man ţađ svo lengi sem lifađ ég fć

man ég ţá er hátíđ var í bć.

Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna,

hönd í hönd ţau leiddust kát og rjóđ.

Sćlli börn sjaldgćft er ađ finna

ég syng um ţau mitt allra besta ljóđ.

Söngur dvín svefnin hvetur,

systkin tvö ei geta betur

er sofna hjá mömmu ég man ţetta ć

man ţađ ţá er hátíđ var í bć.

 

 

 

 

 

 

 

Heims um ból

Texti: Sveinbjörn Egilsson

Heims og ból, helg eru jól.

Signuđ mćr son Guđs ól,

frelsun mannanna, frelsisins lind,

frumglćđi ljóssins, en gjörvöll mannkind

meinvill í myrkrunum lá,

meinvill í myrkrunum lá.

Heimi í, hátíđ er ný.

Himneskt ljós, lýsir ský.

Liggur í jötunni lávarđur heims,

lifandi brunnur hins andlega seims

konungur lífs vors og ljóss,

konungur lífs vors og ljóss.

Heyra má, himnum í frá

englasöng, allelújá.

Friđur á jörđu ţví fađirinn er

fús ţeim ađ líkna, sem tilreiđir sér

samastađ syninum hjá,

samastađ syninum hjá

 

 

 

 

 

Hugurinn fer hćrra - Íslensku dívurnar

Texti: Kristján Hreinsson

Ég bíđ um vetrarnótt og vaki

Og veit, ađ bráđum koma jól

Og nú, er hugsun mín heit

Mín trú, er hrein og ég veit

Ađ ég öryggi finn og ađ fađmurinn ţinn er mitt skjól

Hugurinn fer hćrra,

Hjartađ ţađ berst í brjósti mér

ţegar byrjar hátíđ hér

Hugurinn fer hćrra,

höndin er styrk sem stjórnar mér,

um himingeiminn heim međ ţér

Hugurinn fer

Međ ţér, er lífiđ eins og leikur

Ţađ líf sem vekur hjá mér ţrá

Og ţú, ert ţađ sem ég vil

Og ţú, átt birtu og yl

Međan myrkriđ er kalt,

mun ég gefa ţér allt sem ég á

Hugurinn fer hćrra,

Hjartađ ţađ berst í brjósti mér

ţegar byrjar hátíđ hér

Hugurinn fer hćrra,

höndin er styrk sem stjórnar mér,

um himingeiminn heim međ ţér

Hugurinn fer

Hugurinn fer hćrra,

Hjartađ ţađ berst í brjósti mér

ţegar byrjar hátíđ hér

Hugurinn fer hćrra,

höndin er styrk sem stjórnar mér,

um himingeiminn heim međ ţér

Hugurinn fer hćrra

Hugurinn fer hćrra

Höndin er styrk sem stjórnar mér,

um himingeiminn heim međ ţér

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvađ fć ég fallegt frá ţér - Baggalútur

Texti: Bragi Valdimar Skúlason

Hvađ fć ég fallegt frá ţér?

Hvađ fannstu handa mér í ár?

Eitthvađ mjúkt? Eitthvađ hart?

Eitthvađ ofsalega smart?

Já, hvađ fćrđu fallegt frá mér?

Hvađ fann ég handa ţér?

Ţađ er komiđ jólafrí

og ég jólastuđi er ađ farast úr.

En ekki missa ţig í ţví.

Ć ég ţekki ţig, ţú verđur bara súr.

Skítt međ kćrleika og friđ,

skítt međ frelsarann og litlu krakkana

ţví innst inni vitum viđ

ađ vitanlega snýst ţetta allt um pakkana.

Út međ sprokiđ!

Ţú ţarft ađ bíđa!

Ég verđ ađ vita ţađ strax!

En ţú ţarft ađ bíđa til ađfangadags!

Seg mér, hvađ fć ég fallegt frá ţér?

Hvađ fannstu handa mér í ár?

Eitthvađ mjúkt? Eitthvađ hart?

Eitthvađ ofbođslega smart?

Kannski sportbíl...

Hvađ ţađ verđur veit ei neinn,

vandi er um slíkt ađ spá.

Ć má ég bara opna einn?

Get ég í ţađ minnsta kíkt' á ţá?

Ef ţú bíđur, elsku vin,

trúđu mér – ţá verđur ţađ svo gott.

Fjandakorniđ! Má ég giska?

Er ţađ trefill?

Ţú munt aldrei fattuppá ţví.

Ţá er ţađ peysa

– sjúklega hlý!

Seg mér, hvađ fć ég fallegt frá ţér?

Hvađ fannstu handa mér í ár?

Eitthvađ mjúkt? Eitthvađ hart?

Eitthvađ ofbođslega smart?

Já, hvađ fć ég fallegt frá ţér?

Hvađ fannstu handa mér í ár?

Eitthvađ hart? Eitthvađ mjúkt?

Eitthvađ algerlega sjúkt?

Hvađ fć ég fallegt frá ţér?

Viltu hvísla ţví ađ mér?

(Ţađ er ekki séns.)

Ći plís, gerđu ţađ.

Ég er orđinn svo tens!

Hvađ fć ég fallegt frá ţér?

Hvađ fannstu handa mér í ár?

Eitthvađ töff? Eitthvađ nýtt?

Eitthvađ klćđilegt og hlýtt?

 

Já, hvađ fć ég fallegt frá ţér?

Hvađ fannstu handa mér í ár?

Eitthvađ mjúkt? Eitthvađ hýrt?

Eitthvađ fáránlega dýrt?

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvít jól - Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson

Texti: Stefán Jónsson

Ég man ţau jólin, mild og góđ

er mjallhvít jörđ í ljóma stóđ.

Stöfum stjörnum bláum,

frá himni háum

í fjarska kirkjuklukknahljóm.

Ég man ţau jól, hinn milda friđ

á mínum jólakortum biđ

ađ ćvinlega eignist ţiđ

heiđa daga, helgan jólafriđ.

Ég man ţau jólin, mild og góđ

er mjallhvít jörđ í ljóma stóđ.

Stöfum stjörnum bláum,

frá himni háum

í fjarska kirkjuklukknahljóm.

Ég man ţau jól, hinn milda friđ

á mínum jólakortum biđ

ađ ćvinlega eignist ţiđ

heiđa daga, helgan jólafriđ.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfuđ, herđar, hné og tćr

Texti: Hermann Ragnar Stefánsson

Höfuđ, herđar, hné og tćr, hné og tćr.

Höfuđ, herđar, hné og tćr, hné og tćr.

Augu, eyru, munnur og nef.

Höfuđ, herđar, hné og tćr, hné og tćr.

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Betlehem er barn oss fćtt

Texti: Valdimar Briem

Í Betlehem er :,:Barn oss fćtt:,:

Ţví fagni gjörvöll Adamsćtt.

:,:Hallelúja :,:

Ţađ barn oss fćddi :,: fátćk mćr ;,;

Hann er ţó dýrđar Drottinn skćr.

:,:Hallelúja:,:

Hann var í jötu :,:lagđur lágt:,:

en ríkir ţó á himnum hátt.

:,:Hallelúja:,:

Vér fögnum komu :,:Frelsarans :,:

vér erum systkin orđin hans.

:,:Hallelúja :,:

Í myrkrum ljómar :,:lífsins sól:,:

Ţér, Guđ sé lof fyrir gleđileg jól.

:,:Hallelúja:,:

 

 

 

 

 

 

 

 

Í skóginum stóđ kofi einn

Texti: Hrefna Samúelsdóttir Tynes , Gylfi Garđarsson

Í skóginum stóđ kofi einn,

sat viđ gluggann jólasveinn.

Ţá kom lítiđ héraskinn

sem vildi komast inn.

Jólasveinn, ég treysti á ţig,

veiđimađur skýtur mig!

Komdu litla héraskinn,

ţví ég er vinur ţinn.

En veiđimađur kofann fann,

Jólasveinninn spurđi hann;

Hefur ţú séđ héraskinn

hlaupa um hagann ţinn?

Hér er ekkert héraskott.

Hypja ţú ţig héđan brott.

Veiđimađur burtu gekk,

og engan héra fékk.

 

 

 

 

 

 

 

Jólahjól - Sniglabandiđ

Texti: Skúli Gautason

Undir jóla hjóla tré er pakki

Undir jóla hjóla tré er vođalega stór pakki

í silfurpappír

og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn

Skild'ţađ vera jólahjól

Skild'ţetta vera hjólajól

Skild'ţađ vera jólahjól

Skild'ţetta vera hjólajól

Úti í jólahjólabć slćr klukka

úti í jólahjólabć hringir jólahjólaklukkan jólin inn

Ég mćni útum gráa glugga

og jólasveinninn glottir bakviđ ský

út í bćđi

Skild'ţađ vera jólahjól

Skild'ţetta vera hjólajól

Skild'ţađ vera jólahjól

Skild'ţetta vera hjólajól

Mamma og pabbi

ţegja og vilja ekkert segja

Skild'ţađ vera jólahjól

Vona ađ ţađ sé jólahjól

Vona ţetta séu hjólajól

óóóójeeeee

Undir jóla hjóla tré er pakki

Undir jóla hjóla tré er vođalega stór pakki

í silfurpappír

og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn

út í bćđi.

Skild'ţađ vera jólahjól

Skild'ţetta vera jólahjól

Skild'ţađ vera jólahjól

Skild'ţetta vera hjólajól

Skild'ţađ vera jólahjól

Skild'ţađ vera jólahjól

Skild'ţetta vera hjólajól

Skild'ţađ vera jólahjól

ćtli ţađ sé mótorhjól

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólajólasveinn - Baggalútur

Texti: Garđar Ţorsteinn Guđgeirsson, Bragi Valdimar Skúla

Oft er vont ađ vera jólasveinn,

ađ ég sé til, ţví trúir ekki neinn.

Hvađ get ég gert til ađ sannfćra ţig,

ţađ er ekki erfitt ađ trúa á mig.

Ég kem on'af fjöllum, á sleđa úr tré,

í eldrauđum galla, međ skegg niđrá hné.

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Ef einhver setur gott í skóinn ţinn,

ţá er ţađ ég, en ekki pabbi ţinn.

Ég hendist um, puđa eins og svín,

en heiđurinn, fćr mamma ţín.

Ég kem međ gjafirnar ár eftir ár,

er nema von, ađ ég verđi sár?

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Hefur mér tekist ađ sannfćra ţig?

ţađ er ekki erfitt ađ trúa á mig.

Sanniđ ţiđ til, ţiđ skuluđ sjá,

hér er ég kominn, fariđi frá.

Ójá, ég er jólasveinninn ykkar, og ég er víst til!

:,:Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.:,:

:,:Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.:,:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólakötturinn - Björk

Texti: Jóhannes úr Kötlum

Ţiđ kannizt viđ jólaköttinn

- sá köttur var griđarstór

Fólk vissi'ekki hvađan hann kom

eđa hvert hann fór

Hann glennti upp glyrnurnar sínar

glóandi báđar tvćr

Ţađ var ekki heiglum hent

ađ horfa í ţćr

Kamparnir beittir sem broddar

upp úr bakinu kryppna há

og klćrnar ŕ lođinni löpp

var ljótt ađ sjá

Ţví var ţađ, ađ konurnar kepptust

viđ kamba og vefstól og rokk

og prjónuđu litfagran lepp

eđa lítinn sokk

Ţví kötturinn mátti' ekki koma

og krćkja í börnin smá

Ţau urđu ađ fá sína flík

ţeim fullorđnu hjá

Og er kveikt var á jólakvöldiđ

og kötturinn gćgđist inn

stóđu börnin bísperrt og rjóđ

međ böggulinn sinn

Hann veifađi stélinu sterka

hann stökk og hann klórađi' og blés

og var ýmist uppi í dal

eđa úti' um nes

Hann sveimađi, soltinn og grimmur

í sárköldum jólasnć

og vakti í hjörtunum hroll

á hverjum bć

Ef mjálmađ var aumlega úti

var ólukkan samstundis vís

Allir vissu' ađ hann veiddi menn

en vildi ekki mýs

Hann lagđist á fátćka fólkiđ

sem fékk enga nýja spjör

fyrir jólin - og baslađi og bjó

viđ bágust kjör

Frá ţví tók hann ćtíđ í einu

allan ţess jólamat

og át ţađ svo oftast nćr sjálft

ef hann gat

Sum höfđu fengiđ svuntu

og sum höfđu fengiđ skó

eđa eitthvađ, sem ţótti ţarft

en ţađ var nóg

Ţví kisa máti' engan éta

sem einhverja flíkina hlaut

Hún hvćsti ţá heldur ljót

og hljóp á braut

Hvort enn er hún til, veit ég ekki

en aum yrđi hennar för

ef allir eignuđust nćst

einhverja spjör

Ţiđ hafiđ nú kannski í huga

ađ hjálpa, ef ţörf verđur á

máske enn finnist einhver börn

sem ekkert fá

Máske, ađ leitin ađ ţeim sem líđa

af ljósskorti heims um ból

gefi ykkur góđan dag

og gleđileg jól

 

 

 

 

 

Jól alla daga - Eiríkur Hauksson

Texti: Jónatan Garđarsson

Ţegar snjóa fer á fold

hverfa grasblettir og mold

og brosin breiđast yfir andlit barnanna.

Ţau smíđa hvíta kastala

og búa sér til snjókarla

og glöđ og reiđ ţau una sér í leik

og bíđa jólanna

Já ég vildi ađ alla daga vćru jól

Ţá gćtu allir dansađ og sungiđ jólalag

Já ég vildi ađ jólin kćmu strax í dag

látiđ klukkur hringja inn jólin

Ţegar ísinn leggur tjörn

skauta hraust og stálpuđ börn

renna rjóđ í kinnum saman frammá kveld

Ţegar frostiđ bítur kinn

Er svo gott ađ komast inn

fá sér flóađa mjólk og hlýja sér viđ opin arineld

Já ég vildi ađ alla daga vćru jól

Ţá gćtu allir dansađ og sungiđ jólalag

Já ég vildi ađ jólin kćmu strax í dag

látiđ klukkur hringja inn jólin

Ţegar snjóa fer á grund

kemur sveinki á ţinn fund

undan rauđri húfu glitra augun blá

Ţegar myrkvast okkar bćr

tindra jólaljósin skćr

yfir höfđum okkar blikar stjarna ein sú hrein og tćr

Já ég vildi ađ alla daga vćru jól

Ţá gćtu allir dansađ og sungiđ jólalag

Já ég vildi ađ jólin kćmu strax í dag

látiđ klukkur hringja inn jólin

Já ég vildi ađ jólin kćmu strax í dag

Ţá gćtu allir dansađ og sungiđ jólalag

Já ég vildi ađ jólin kćmu strax í dag

látiđ klukkur hringja inn jólin

Látiđ nú klukkur hringja inn jólin

Já ég vildi ađ jólin kćmu strax í dag

Ţá gćtu allir dansađ og sungiđ jólalag

Já ég vildi ađ jólin kćmu strax í dag

látiđ klukkur hringja inn jólin

Já ég vildi ađ jólin kćmu strax í dag

Ţá gćtu allir dansađ og sungiđ jólalag

óóóó já ég vildi ađ jólin kćmu strax í dag

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólanótt - Ragnheiđur Gröndal

Texti: Sigurbjörn Dađi Dagbjartsson

Dagurinn dimmur, ţađ er, kominn desember,

en ţađ er í lagi ţví núna, hef ég ţig hjá mér

viđ pökkum inn gjöfunum, ţađ eru skór í gluggunum

í ofninn steikin fer, og húsiđ allt ilmar ţví ţađ er

komin jólanótt

allt er orđiđ hljótt

já allt svo kyrrt og rótt

já ţađ er, komin jólanótt

einu sinni enn, já einu sinni enn.

Bjart inn um gluggann til mín, jólastjarnan skín

allt sem ég ţráđi var ađ, vera nćrri ţér

Í stofunni jólatré, ţađ eru pakkar undir ţví

og börnin loks fá ađ sjá,

hvađ leynist í ţeim ţví ţađ er

komin jólanótt, allt er orđiđ hljótt

já allt svo kyrrt og rótt

já ţađ er, komin jólanótt

einu sinni enn, já einu sinni enn

Syndra á himni stjörnur, snjókorn falla létt

kvöldiđ sem liđiđ er, og ljúft líđur jólanótt

í dagsins önn ég er, allt of sjaldan nálćgt ţér

en núna ertu hér, og sefur í örmum mér ţađ er

komin jólanótt, allt er orđiđ hljótt,

já allt svo kyrrt og rótt, já ţađ er,

komin jólanótt einu sinni enn

já einu sinni enn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólasveinar einn og átta

Texti: Ţjóđvísa

Jólasveinar einn og átta,

ofan komu af fjöllunum,

í fyrrakvöld ţeir fóru ađ hátta,

fundu hann Jón á Völlunum.

Andrés stóđ ţar utan gátta,

ţađ átti ađ fćra hann tröllunum.

Ţá var hringt í Hólakirkju

Öllum jólabjöllunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólasveinar ganga um gólf

Texti: Íslensk ţjóđvísa

Jólasveinar ganga um gólf

međ gyltan staf í hendi

móđir ţeirra sópar gólf

og flengir ţá međ vendi

:,:Uppá stól stendur mín kanna.

Níu nóttum fyrir jól ţá kem ég til manna:,:.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólasveinninn kemur í kvöld

Texti: Hinrik Bjarnason

Nú hlustum viđ öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll ţví áđan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann arkar um sveit og arkar í borg

og kynja margt veit um kćti og sorg.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann sér ţig er ţú sefur,

hann sér ţig vöku í.

og góđum börnum gefur hann

svo gjafir, veistu' af ţví.

Nú hlustum viđ öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll ţví áđan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólasveinninn minn - Elly Vilhjálms

Texti: Ómar Ragnarsson

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn,

ćtlar ađ koma í dag.

Međ poka af gjöfum og segja sögur

og syngja jólalag.

Ţađ verđur gaman ţegar hann kemur,

ţá svo hátíđlegt er.

Jólasveinninn minn, káti karlinn minn,

kemur međ jólin međ sér.

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn,

ćtlar ađ koma í kvöld.

Ofan af fjöllum međ ćrslum og köllum

hann arkar um holtin köld.

Hann er svo góđur og blíđur viđ börnin

bćđi fátćk og rík.

Enginn lendir í jólakettinum,

allir fá nýja flík.

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn,

arkar um holtin köld.

Af ţví ađ litla jólabarniđ

á afmćli í kvöld.

Ró í hjarta - friđ og fögnuđ

flestir öđlast ţá.

Jólasveinninn minn, komdu karlinn minn,

kćtast ţá börnin smá.

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn,

ćtlar ađ koma í dag.

Međ poka af gjöfum og segja sögur

og syngja jólalag.

Ţađ verđur gaman ţegar hann kemur,

ţá svo hátíđlegt er.

Jólasveinninn minn, káti karlinn minn,

kemur međ jólin međ sér.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólin allstađar

Texti: Jóhanna G. Erlingsson

Jólin, jólin alls stađar

međ jólagleđi og gjafirnar.

Börnin stóreyg standa hjá

og stara jólaljósin á.

Jólaklukka bođskap ber

um bjarta framtíđ handa ţér

og brátt á himni hćkkar sól,

viđ höldum heilög jól.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólin eru ađ koma - Í svörtum fötum

Texti: Einar Örn Jónsson

:,:Í kvöld jólin er'ađ koma:,:

:,:Í kvöld jólin er'ađ koma:,:

Ađfangadagur - ég bíđ eftir jólunum spenntur

mamma segir ađ jólasveinninn sé lentur

og hann kemur í kvöld

međ gjafir handa mér

á nálum nú ég er

ţví jólin eru ađ koma í kvöld

:,:Í kvöld jólin er'ađ koma:,:

Ađfangadagur - mig dreymir um gjafir í bađi

mamma segir ég ţurfi ađ ţvo mér međ hrađi

ţví röđin er löng

og nćst á eftir mér

er pabbi ađ flýta sér

ţví jólin eru ađ koma í kvöld

:,:Í kvöld jólin er'ađ koma:,:

Og ţó ég ţekki jólabođskapinn

um friđ og kćrleik hér á jörđ

ţá er sannleikurinn sá

ég gjafir verđ ađ fá

ţví jólin eru ađ koma í kvöld

:,:Í kvöld jólin er'ađ koma:,:

:,:Í kvöld jólin er'ađ koma:,:

Ađfangadagur og ljósin lýsa upp bćinn

ég er búinn ađ bíđa liđlangan daginn

en tíminn er kyrr

og nú koma ţau á ný

ég fć aldrei nóg af ţví

jólin er'ađ koma

jólin er'ađ koma

jólin eru ađ koma í kvöld

:,:Í kvöld jólin er'ađ koma:,:

:,:Í kvöld jólin er'ađ koma:,:

:,:Í kvöld jólin er'ađ koma:,:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klukkurnar dinga linga ling

Texti: Ólafur Gaukur Ţórhallsson

Klukkurnar dinga-linga-ling,

klingja um jól.

Börnin safnast saman,

sungin jólavísa,

komiđ er ađ kveldi,

kertin jóla lýsa.

Klukkurnar dinga-linga-ling

klingja um jól.

Klukkurnar dinga-linga-ling

klingja um jól.

Loftiđ fyllist friđi,

fagra heyrum óma,

inn um opinn gluggann

allar klukkur hljóma.

Klukkurnar dinga-linga-ling

klingja um jól.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kósíheit par exelans - Baggalútur

Texti: Bragi Valdimar Skúlason, Guđmundur Pálsson

Afsakađu allan ţennan reyk inni,

ég var barađ líta til međ steikinni.

Hún er meir og mjúk - hún er eins og hugur manns.

Loksins ertu kominn hingađ á minn fund;

finn svo gjörla - ţetter töfrastund.

Úti vindur og fjúk - kósíheit par exelans.

Smakka sósuna - ţví mér finnst hún í ţađ ţynnsta.

Hún ţarf kortér enn - í ţađ allra minnsta.

Viđ setjumst ađ borđum - ha-ha.

Já viđ setjumst og borđum - ha-ha.

Réttu rauđkáliđ, grćnu baunirnar

Viltu kartöflur, sykurbrúnađar?

Hvernig smakkast svo? - Ţetter yndislegt.

Jahá, en mest er ţó gaman - ha-ha

ađ viđ skulum vera saman - ha-ha.

Góđa veislu má ei skorta eftirrétt.

Eitthvađ sem er sađsamt, en um leiđ svo létt.

Fáđér rúsínubrauđ

-nćr algerlega fitusnauđ.

Allir ţurfa jú ađ passa línurnar.

Viljum ekki enda eins og svín - er ţađ?

Fokkitt - skítt međ ţađ - fáum okkur ögn meiri rjóma.

Viltu sérrítár? Eđa kamparí í órans?

Ć, manstu vikuna okkar í Flórens?

Er viđ drukkum ţađ saman - ha-ha.

Ć, hvađ ţađ var nú gaman - ha-ha.

Smökkum sörurnar, mömmukökurnar,

makkarónurnar - eplabökurnar.

Hvernig smakkast svo? Ţetter dásamlegt!

Jahá, en mest er ţó gaman - ha-ha

ađ viđ skulum vera saman - ha-ha.

Meira laufabrauđ? Eđa marensfrauđ?

Hvar er konfektiđ? Er ţađ uppuriđ?

Hvernig smakkast svo? Ţetter ćđislegt!

Jahá, en mest er ţó gaman - ha-ha

ađ viđ skulum vera saman - ha-ha.

Hvar er beilísiđ? Hvar er sjampeiniđ?

Bćttu toffíí ćriskoffíiđ!

Hvernig smakkast svo? Ţetter unađslegt.

Jahá, en mest er ţó gaman - ha-ha

ađ viđ skulum vera saman - ha-ha.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Krakkar mínir komiđ ţiđ sćl - Ómar

Ragnarsson

Texti: Ţorsteinn Ö. Stephensen

Krakkar mínir, komiđ ţiđ sćl,

hvađ er nú á seyđi?

Áđan heyrđi ég eitthvert vćl

upp á miđja heiđi.

Sjáiđ ţiđ karlinn, sem kemur ţarna inn,

:,:kannski ţađ sé blessađur jólasveinninn minn.:,:

Ég hef annars sjaldan séđ

svona marga krakka.

Eitthvađ kannske er ég međ

sem ekki er vont ađ smakka.

Blessađur karlinn, já, komdu hérna inn,

:,:hvađ er ţarna í pokanum, jólasveinninn minn?:,:

Ţađ fáiđ ţiđ seinna ađ sjá,

svona, engin lćti!

Ég er komin fjöllum frá

og fć mér bara sćti.

Segđu okkur, góđi, hvađ sástu í ţinni ferđ?

:,:Seinna máttu gefa okkur dáldinn jólaverđ:,:

Víđa kem ég viđ á bć,

varla er ég setztur

fyrr en börnin hrópa:

"Hć hér er jólagestur".

Velkominn sértu, og segđu okkur nú fljótt,

:,:sástu ekki álfa og huldufólk í nótt?:,:

Enga sá ég álfaţjóđ,

enda var ţađ bótin.

Álfar birtast, börnin góđ,

bara um áramótin.

Ja, ţú ert skrítinn og skemmtilegur karl,

:,:skeggiđ ţitt er úfiđ og bústađurinn fjall:,:.

Svo er ţađ. - En segđu mér,

Siggi eđa Gvendur,

til hvers ţetta áhald er,

sem okkar á milli stendur.

Ţetta er nú tćkiđ, sem tala verđur í

:,:til ţess ađ ţađ heyrist um sveit og víđan bý.:,:

Ef ég vćri gömul geit

gćtuđ ţiđ svona hjalađ,

ađ ţađ heyrist upp í sveit allt,

sem hér er talađ!

Ţér finnst ţađ skrítiđ, en svona er ţađ nú samt.

:,:Syngdu bara meira, ţađ heyrist langt og skammt:,:.

Er ţađ satt ađ okkar tal

eignist vćngi slíka?

fljúgi yfir fjöll og dal,

og fram á sjóinn líka.

Ţér finnst ţađ skrítiđ, en svona er ţađ nú samt.

:,:Syngdu bara meira, ţađ heyrist langt og skammt:,:.

Heyriđ börnin heil og sćl,

hausinn minn er ţröngur.

Ţetta, sem mér virtist vćl,

var ţá krakkasöngur?

Auđvitađ góđi, ţađ vorum bara viđ -

:,:viđ, sem hérna stöndum, ađ syngja í útvarpiđ:,:.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litla jólabarn - Andrea Gylfadóttir

Texti: Ómar Ragnarsson

Jólaklukkur klingja,

kalda vetrarnótt.

Börnin sálma syngja

sćtt og ofurhljótt.

Englaraddir óma

yfir fređna jörđ.

Jólaljósin ljóma

lýsa upp myrkan svörđ.

Litla jólabarn, litla jólabarn

ljómi ţinn stafar geislum

um ís og hjarn.

Indćl ásýnd ţín

yfir heimi skín,

litla saklausa jólabarn.

Ljúft viđ vöggu lága

lofum viđ ţig nú.

Undriđ ofursmáa

eflir von og trú.

Veikt og vesćlt aliđ

varnarlaust og smátt,

en fjöregg er ţér faliđ

framtíđ heims ţú átt.

Litla jólabarn, litla jólabarn

ljómi ţinn stafar geislum

um ís og hjarn.

Indćl ásýnd ţín

yfir heimi skín,

litla saklausa jólabarn.

Er ţú hlćrđ og hjalar,

hrćrist sála mín.

Helga tungu tala

tćrblá augu ţín.

Litla brosiđ bjarta

bođskap flytur enn.

Sigrar myrkriđ svarta

sćttir alla menn.

:,:Litla jólabarn, litla jólabarn

ljómi ţinn stafar geislum

um ís og hjarn.

Indćl ásýnd ţín

yfir heimi skín,

litla saklausa jólabarn:,:.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litli trommuleikarinn - Ragnar Bjarnason

Texti: Stefán Jónsson

Kom, ţeir sögđu, pa – rampa – pam –pam,

oss kóngur fćddur er, pa – rampa – pam – pam.

Hann hylla allir hér, pa – rampa – pam – pam,

međ heiđursgjöf frá sér, pa – rampa – pam – pam,

rampa – pam – pam, rampa – pam – pam.

Oss ţađ öllum ber, pa – rampa – pam – pam,

einnig ţér.

Litli kóngur, pa – rampa –pam –pam,

ég gjafir engar á, pa – rampa – pam – pam,

en ljúft er mér ef má, pa – rampa – pam – pam,

ég mína trommu slá, pa – rampa – pam – pam,

rampa – pam – pam – pam, rampa – pam – pam,

ţér til heiđurs ţá, pa – rampa – pam – pam,

hlusta á.

Heilög móđir, pa – rampa – pam – pam,

hann sér á armi bar, pa – rampa – pam – pam,

og blíđ og brosljúf var, pa – rampa – pam – pam,

hann brosti sjálfur ţar, pa – rampa – pam – pam,

rampa – pam – pam, rampa – pam – pam.

Ég hélt ţađ samţykkt svar, pa – rampa – pam – pam.

Og svo ţađ var.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meiri snjó

Texti: Ólafur Gaukur

Er lćgst er á lofti sólin,

ţá loksins koma jólin.

Viđ fögnum í friđi og ró,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Ţađ gleđst allur krakkakórinn,

er kemur jólasnjórinn.

Og ćskan fćr aldrei nóg,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Ţađ er barnanna besta stund,

ţegar byrjar ađ snjóa á grund.

Úti á flötinni fćđist hratt,

feikna snjókall međ nef og međ hatt.

Svo leggjast öll börn í bóliđ,

ţví bráđum koma jólin.

Ţau fagna í friđi og ró,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nei, nei ekki um jólin - HLH flokkurinn

og Sigga Beinteins

Texti: Ţorsteinn Eggertsson og Björgvin Halldórsson

Ţú ţarft ađ flýta ţér á fćtur sérhvern dag

Finna tannburstann ţinn, koma heilsunni í lag

Í dagsins amstri ţarftu ađ vera klár og kúl

vinnan kallar á ţig, ţetta er endalaust púl

og ţér leiđist svo, ţví tíminn eyđist og

ţú hefur fengiđ meira en nóg

Ég segi

:,:Nei, nei. Ekki um jólin

Nei, nei. Ekki um jólin

Nei, nei. Ekki um jólin

Nei, nei. Ekki um jólin:,:

Og ţér finnst ţetta vera allt svo tilgangslaust

engin framtíđarvon, ekki mikiđ um traust

Svona er ţađ sérhvern vetur, sumar, vor og haust

ţetta er ekki ţađ líf, sem ţú sjálfum ţér kaust

Ţví er ei neitandi, ađ ţetta er ţreytandi

og ţér er orđiđ um og ó......

Ég segi

:,:Nei, nei. Ekki um jólin

Nei, nei. Ekki um jólin

Nei, nei. Ekki um jólin

Nei, nei. Ekki um jólin:,:

Af hverju eru ekki jólin sérhvern dag

sérhvert andartak eins og fallegt lag

ţá yrđu jólin bara hversdagsleg og sljó

engin hátíđarblćr enginn friđur og ró

Viđ segjum

:,:Nei, nei. Ekki um jólin

Nei, nei. Ekki um jólin

Nei, nei. Ekki um jólin

Nei, nei. Ekki um jólin:,:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nóttin var sú ágćt ein

Texti: Einar Sigurđsson

Nóttin var sú

ágćt ein,

í allri veröld ljósiđ skein,

ţađ er nú heimsins ţrautarmein

ađ ţekkja' hann ei sem bćri

:,: Međ vísnasöng ég vögguna ţína hrćri:,:

Í Betlehem var ţađ barniđ fćtt,

sem best hefur andar sárin grćtt,

svo hafa englar um ţađ rćtt

sem endurlausnarinn vćri.

:,: Međ vísnasöng ég vögguna ţína hrćri:,:

Fjármenn hrepptu fögnuđ ţann,

ţeir fundu bćđi Guđ og mann,

í lágan stall var lagđur hann,

ţó lausnari heimsins vćri.

:,: Međ vísnasöng ég vögguna ţína hrćri:,:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er Gunna á nýju skónum

Texti: Ragnar Jóhannesson

Nú er Gunna á nýju skónum

nú eru' ađ koma jól.

Siggi er á síđum buxum

Solla á bláum kjól.

Mamma er enn í eldhúsinu

eitthvađ ađ fást viđ mat.

Indćla steik hún er ađ fćra

upp á stćrđar fat.

Pabbi enn í ógnar basli

á međ flibbann sinn.

“Fljótur Siggi, finndu snöggvast,

flibbahnappinn minn.”

Kisu er eitthvađ órótt líka,

út fer brokkandi.

Ilmurinn úr eldhúsinu

er svo lokkandi.

Jólatré í stofu stendur,

stjörnuna glampar á.

Kertin standa á grćnum greinum,

gul og rauđ og blá.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú skal segja

Texti: Ţjóđvísa

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig litlar stúlkur gera:

Vagga brúđu, vagga brúđu

-og svo snúa ţćr sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig litlir drengir gera:

Sparka bolta, sparka bolta

-og svo snúa ţeir sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig ungar stúlkur gera:

Ţćr sig hneigja, ţćr sig hneigja

-og svo snúa ţćr sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig ungir piltar gera:

Taka ofan, taka ofan

-og svo snúa ţeir sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig gamlar konur gera:

Prjóna sokka, prjóna sokka

-og svo snúa ţćr sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig gamlir karlar gera:

Taka í nefiđ, taka í nefiđ

-og svo snúa ţeir sér í hring.

Aattssjúu!!!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skín í rauđar skotthúfur

Texti: Friđrik Guđni Ţórleifsson

Skín í rauđar skotthúfur

skuggalangan daginn,

jólasveinar sćkja ađ

sjást um allan bćinn.

Ljúf í geđi leika sér

lítil börn í desember,

inn í friđ og ró, út í frost og snjó

ţví ađ brátt koma björtu jólin,

bráđum koma jólin.

Uppi á lofti, inni í skáp

eru jólapakkar,

titra öll af tilhlökkun

tindilfćttir krakkar.

Komi jólakötturinn

kemst hann ekki í bćinn inn,

inn í friđ og ró, út í frost og snjó,

ţví ađ brátt koma björtu jólin,

bráđum koma jólin.

Stjörnur tindra stillt og rótt,

stafa geislum björtum.

Norđurljósin loga skćr

leika á himni svörtum.

Jólahátíđ höldum vér

hýr og glöđ í desember

ţó ađ feyki snjó ţá í friđi og ró

viđ höldum heilög jólin

heilög blessuđ jólin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skreytum hús

Texti: Elsa E. Guđjónsdóttir

Skreytum hús međ greinum grćnum,

fa, la, la, la, la fa, la, la, la.

Gleđi ríkja skal í bćnum

fa, la, la, la, la fa, la, la, la.

Tendrum senn á trénu bjarta.

Fa, la, la, la, la fa, la, la, la.

Tendrum ljós í hverju hjarta,

fa, la, la, la, la, fa, la, la, la.

Ungir gamlir allir syngja,

fa, la, la, la, la fa,la, la, la.

Englar sorgir hugann ţyngja,

fa, la, la, la, la, fa, la, la, la.

Jólabjöllur blíđar kalla

fa, la, la, la, la, fa, la, la, la.

Bođa friđ um veröld alla,

fa, la, la, la, la, fa la, la, la.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Snjókorn falla - Laddi

Texti: Jónatan Garđarsson

Snjókorn falla á allt og alla

börnin leika og skemmta sér

nú ert árstíđ kćrleika og friđar

komiđ er ađ jólastund.

Vinir hittast og halda veislur

borđa saman jólamat

gefa gjafir - fagna sigri ljóssins

syngja saman jólalag.

Á jólaball viđ höldum í kvöld

ég ćtl'a' kyssa ţig undir mistilteini í kvöld

viđ kertaljóssins log.

Plötur hljóma - söngvar óma

gömlu lögin syngjum hátt

bar' ef jólin vćru ađeins lengri

en hve gaman vćri ţá.

Á jólaball viđ höldum í kvöld

ég ćtl'a' kyssa ţig undir mistilteini í kvöld

viđ kertaljóssins log.

Plötur hljóma - söngvar óma

gömlu lögin syngjum hátt

bar' ef jólin vćru ađeins lengri

en hve gaman vćri ţá.

en hve gaman vćri ţá,

en hve gaman vćri ţá.

Snjókorn falla á allt og alla

börnin leika og skemmta sér

nú ert árstíđ kćrleika og friđar

komiđ er ađ jólastund.

Vinir hittast og halda veislur

borđa góđan jólamat

gefa gjafir - fagna sigri ljóssins

:,:syngja saman jólalag:,:

syngja saman jólalag

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Snćfinnur snjókarl - Vilhjálmur Vilhjálmsson

Texti: Hinrik Bjarnason

Snćfinnur snjókarl

var međ snjáđan pípuhatt,

Gekk í gömlum skóm

og međ grófum róm

gat hann talađ, rétt og hratt.

"Snćfinnur snjókarl!

Bara sniđugt ćvintýr,"

segja margir menn,

en viđ munum enn

hve hann mildur var og hýr.

En galdrar voru geymdir

í gömlu skónum hans:

Er fékk hann ţá á fćtur sér

fór hann óđara í dans.

Já, Snćfinnur snjókarl,

hann var snar ađ lifna viđ,

og í leik sér brá

ćđi léttur ţá,

-uns hann leit í sólskiniđ.

Snćfinnur snjókarl

snéri kolli himins til,

og hann sagđi um leiđ:

"Nú er sólin heiđ

og ég sođna, hér um bil."

Undir sig tók hann

alveg feiknamikiđ stökk,

og á kolasóp

inn í krakkahóp

karlinn allt í einu hrökk.

Svo hljóp hann einn,

-var ekki seinnog

alveg niđrá torg,

og međ sćg af börnum söng hann lög

bćđi í sveit og höfuđborg.

Já, Snćfinnur snjókarl

allt í snatri ţetta vann,

ţví ađ yfir skein

nú sólin hrein

:,:og hún var ađ brćđa hann:,:.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona eru jólin - Björgvin Halldórsson og Eyjólfur Kristjánsson

Texti: Ţorsteinn Eggertsson

Svona eru jólin

:,:Svona eru jólin

Svona eru jólin:,:

Ađfangadagur er dagur jólagjafa,

jóladagur er svo friđarhátíđ mest,

annan jóladag vilja menn saman skrafa,

ţriđja jóladag má enn fá jólagest,

fjórđa daginn enn er fólkiđ önnum kafiđ

og ţann fimmta börnin sýna jóladót,

sjötta daginn síminn fćr víst margar tafir,

ţví ţann sjöunda ţá koma áramót,

en áttunda dag heilsar nýja áriđ,

daginn níunda burt álfar flytja og tröll,

nćstu daga ţrjá ţá birtist margan táriđ,

ţví ţann ţrettánda víst eru jólin öll,

:,:Svona eru jólin

Svona eru jólin:,:

Na na na na, na na na na

Na na na na na, na na na na

Na na na na, na na na na

Na na na na na, na na na na

Og viđ ţekkjum öll, jólaköttinn eina

Sem kom niđur fjöll til ţess ađ breima hátt

eđa rauđklćdda eldgamla jólasveina

međ sitt pakkadrasl ţeir hlćgja og syngja dátt

Enginn gleymir ţó ađ ţessir ţrettán dagar

Sem í myrkri og snjó samt leita birtu og yl

Eru hátíđ sú sem fylgir friđ og saga

Fćđing frelsarans sem verđur allaf til

:,:Svona eru jólin

Svona eru jólin:,:

Na na na na ,na na na na

Na na na na na, na na na na

Já svona er önnur jólasaga

um ţessa ţrettán jóladaga.

Svona eru jólin

Svona eru jólin

Svona eru jólin

Svona eru jólin

Svona eru jólin...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Út međ köttinn - Ţórđur húsvörđur og Bryndís Schram

Texti: Bjartmar Guđlaugsson

Út međ köttinn

kvikindiđ er lođiđ eins og ljón

út međ jólaköttinn

hann hefur unniđ heljarmikiđ tjón.

(já,svona farđu nú ađ koma ţér út, sjá ţetta kvikindi, međ

hnakk og beisli…)

Út međ köttinn

hann er búinn ađ drekka seinna kaffiđ mitt

út međ jólaköttinn

hann er búinn ađ borđa bjútíboxiđ ţitt.

(sérđu ţetta Bryndís? Ćtlarđu ekki hjálpa mér, Bryndís komdu hérna

og hjálpađu

mér međ ţetta og taktu ţarna Hurđastúf eđa hvađ hann nú heitir,

međ ţér)

Út međ köttinn

ég ţoli ekki ţetta skćlda skinn

út međ jólaköttinn

hann er búinn ađ éta besta kústinn minn.

(sjáiđ ţiđ krakkar hvernig hann er búinn ađ fara međ kústinn

minn! Ćtliđi ekki ađ hjálpa mér?)

Út međ köttinn

ţví hann á ekki lögheimili hér

út međ jólaköttinn

hann er kominn inn í taugarnar á mér.

(jćja, ţetta er nú alveg ađ koma! Ćtliđ ţiđ ekki ađ hjálpa

okkur ţarna Hurđastafur og Rassskellir…)

Út međ köttinn

kvikindiđ er lođiđ eins og ljón

út međ jólaköttinn

:,:hann hefur unniđ heljarmikiđ tjón:,:

(…ţetta flón! Já svona út međ ţig.)

 

 

 

 

 

 

 

 

Viđ kveikjum einu kerti á

Texti: Lilja S. Kristjánsdóttir

Viđ kveikjum einu kerti á,

Hans koma nálgast fer,

sem fyrstu jól í jötu lá

og jesúbarniđ er.

Viđ kveikjum tveimur kertum á

og komu bíđum hans.

Ţví Drottin sjálfur soninn ţá

mun senda´ í líking manns.

Viđ kveikjum ţremur kertum á

ţví konungs beđiđ er,

ţótt Jesús sjálfur jötu og strá

á jólum kysi sér.

Viđ kveikjum fjórum kertum á

brátt kemur gesturinn

og allar ţjóđir ţurfa ađ sjá

ađ ţađ er frelsarinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfir fannhvíta jörđ

Texti: Ólafur Gaukur

Yfir fannhvíta jörđ leggur friđ

ţegar fellur mjúk logndrífa á grund

eins og heimurinn hinkr' ađeins viđ

haldi niđri í sér anda um stund

Eftirvćntingu í augum má sjá

allt er eitthvađ svo spennandi í dag

jafnvel kisa hún tipplar á tá

ţorir tćplega ađ mala sitt lag.

Svo berst ómur

og samhljómur

til eyrna af indćlum söng

tvírćđ bros mćtast

og börnin kćtast

en biđin er börnunum löng.

Loksins kveikt er á kertum í bć

ţá er kátt um öll mannanna ból

og frá afdala bć út viđ sć

ómar kveđjan um gleđileg jól.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţađ á ađ gefa börnum brauđ

Texti: Ţjóđvísa

Ţađ á ađ gefa börnum brauđ

ađ bíta í á jólunum,

kertaljós og klćđin rauđ,

svo komist ţau úr bólunum.

:,:Vćna flís af feitum sauđ,

sem fjalla gekk á hólunum.

Nú er hún gamla Grýla dauđ,

gafst hún upp á rólunum.:,:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţađ búa litlir dvergar

Texti: Ţórđur Kristleifsson

Ţađ búa litlir dvergar í björtum dal,

á bak viđ fjöllin háu í skógarsal.

byggđu hlýjan bćinn sinn,

brosir ţangađ sólin inn.

Fjöllin enduróma allt ţeirra tal.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţađ koma vonandi jól - Baggalútur

Texti: Bragi Valdimar Skúlason

Allflestar útgönguspár

eru á eina lund;

ţetta var skelfilegt ár.

Hér út viđ heimskautsins baug

hnípin ţjóđ – ţráđbeint á höfuđiđ flaug.

Allt ţetta útrásarpakk

át á sig gat

svo loftbólan sprakk.

Nú eru lífskjörin skert,

mannorđiđ svert,

Hvađ hafiđ ţiđ gert?

Ţađ koma vonandi jól

međ hćkkandi sól.

Viđ skellum könnu upp á stól

og Sollu í kjól.

og ţrátt fyrir allt

ţrátt fyrir verđbólguskot

– ţjóđargjaldţrot.

Viđ áttum íbúđ og bens

og orlofshús.

Allt meikađi sens.

Góđgerđir gáfum og blóđ

greiddum í

– dulítinn séreignasjóđ.

En nú er allt ţetta breytt

og eftir er

nákvćmlega ekki neitt.

Já nú er útlitiđ dökkt

ljósiđ er slökkt

og viđ erum fökkt.

Ţađ koma vonandi jól

međ hćkkandi sól.

Ţó vanti möndlu í graut

og amerískt skraut.

og ţrátt fyrir allt

ţrátt fyrir háđung og smán

– myntkörfulán.

Ţađ koma vonandi jól

međ hćkkandi sól.

Viđ étum á okkur gat

af innlendum mat.

Og ţrátt fyrir allt

misnotum sykur og salt.

Ţađ koma vonandi jól

međ hćkkandi sól.

Viđ krössum afmćliđ hans

– heimslausnarans.

Ţví ađ ţrátt fyrir allt

drekkum viđ mysu í malt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţá nýfćddur Jesús

Texti: Björgvin Jörgensson

Ţá nýfćddur Jesús í jötunni ţá

á jólunum fyrstu, var dýrđlegt ađ sjá.

Ţá sveimuđu englar frá himninum hans,

ţví hann var nú fćddur í líkingu manns.

Ţeir sungu halelúja međ hátíđarbrag.

Nú hlotnast guđsbörnunum friđur í dag.

Og fagnandi hirđarnir fengu ađ sjá,

hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.

Ég biđ ţig ó, Drottinn, ađ dvelja mér hjá,

ađ dýrđlinga ţína ég fái ađ sjá.

Ó, blessa ţú, Jesú, öll börnin ţín hér,

ađ búa ţau fái á himnum međ ţér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţegar jólin koma - Á móti sól

Texti: Heimir Eyvindarson

Leita ađ ţér í ljósamergđ

Langt fram á kvöld

Vertu hjá mé-er

Ţegar klukkur hringj´inn jólin

Horfđu í augun á mér - eins og ný

Segđ´ađ ţú verđir hjá mér - ţegar jólin koma

Haltu í höndin´á mér - ađ eilífu

Segđu ađ ţú verđir mín - ţá mega jólin koma

Fć ekkert svar, ég sit hér einn

Og dagurinn dvín

Hljóđur viđ jólatréđ

Set ég gjöf frá mér til ţín

Horfđu í augun á mér - eins og ný

Segđ´ađ ţú verđir hjá mér - ţegar jólin koma

Haltu í hendin´á mé-er - ađ eilífu

Segđu ađ ţú verđir mín - ţá mega jólin koma

Hvert sem ég fer, hugsa ég um ţig

Hvar sem ţú ert,

ber ég eina ósk í brjósti mér

Ađ eiga gleđileg jól međ ţér.

Horfđu í augun á mér - eins og ný

Segđ´ađ ţú verđir hjá mér - ţegar jólin koma

Haltu í hendin´á mé-er - ađ eilífu

Segđu ađ ţú verđir mín - ţá mega jólin koma ohh

Horfđu í augun á mér - eins og ný

Segđ´ađ ţú verđir hjá mér - ţegar jólin koma

Haltu í höndin´á mér - ađ eilífu

Segđu ađ ţú verđir mín - ţá mega jólin koma

Ţá mega jólin koma-aaah

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţú komst međ jólin til mín - Björgvin

Halldórsson og Ruth Reginalds

Texti: Jónas Friđrik Guđnason

Ég trúi ţví ei hve allt er nú breytt

Ég leitađi einhverju ađ

en aldrei fann neitt

Í vonlausri villu og brasi

án enda var ćvinni eytt

Ef fengi ég bara ađ vera í friđi

ţá mátti fólk halda jól fyrir mér

Ég stóđ utan viđ allt ţetta vesen

ţađ gildir ekki lengur

Ég vil eiga jólin međ ţér međ ţér međ ţér

Ţađ er allt breytt vegna ţín

Ţú komst međ jólin til mín, til mín, til mín

Nú er allt annađ hjá mér, hjá mér, hjá mér

Nú á ég jólin međ ţér

Nú á ég jólin međ ţér

Allt ţađ sem mér áđur ţótti skrýtiđ

og ekki koma lífi mínu viđ

Er orđin fyllsta ástćđa ađ skođa

og ekki of seint ađ lćra nýjan siđ

Margt sem áđur var óţarfa glingur

er nú lent inní stofu hjá mér

Margt sem áđur var ađeins hjá hinum

okkur vantar líka

Ég vil eiga jólin međ ţér međ ţér međ ţér

Ţađ er allt breytt vegna ţín

Ţú komst međ jólin til mín, til mín, til mín

Nú er allt annađ hjá mér, hjá mér, hjá mér

Nú á ég jólin međ ...

Nú á ég jólin međ ţér

Enga leti nú lengur

ósköp lítiđ enn gengur

Jólin eru ađ koma

Ţađ er allt breytt vegna ţín (Ţađ er allt breytt vegna ţín)

Ţú komst međ jólin til mín, til mín, til mín

Nú er allt annađ hjá mér, hjá mér, hjá mér

Nú á ég jólin međ ...

Nú á ég jólin međ ţér

Ţađ er allt breytt vegna ţín

Allt annađ hjá mér, hjá mér, hjá mér

Já jólin međ ţér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţyrnirósarkvćđi

Texti: Páll Jónsson Árdal

Hún Ţyrnirós var besta barn,

besta barn, besta barn,

Hún Ţyrnirós var besta barn, besta barn.

Ţá kom ţar galdrakerling inn,

kerling inn, kerling inn.

Ţá kom ţar galdrakerling inn, kerling inn.

Á snćldu skaltu stinga ţig,

stinga ţig, stinga ţig.

Á snćldu skaltu stinga ţig, stinga ţig.

Og ţú skalt sofa' í heila öld,

heila öld, heila öld.

Og ţú skalt sofa' í heila öld, heila öld.

Hún Ţyrnirós svaf heila öld,

heila öld, heila öld.

Hún Ţyrnirós svaf heila öld, heila öld.

Og ţyrnigerđiđ hóf sig hátt,

hóf sig hátt, hóf sig hátt.

Og ţyrnigerđiđ hóf sig hátt, hóf sig hátt.

Ţá kom hinn ungi konungsson,

konungsson, konungsson.

Ţá kom hinn ungi konungsson, konungsson.

Ó vakna ţú mín Ţyrnirós,

Ţyrnirós, Ţyrnirós,

Ó vakna ţú mín Ţyrnirós, Ţyrnirós.

Og ţá varđ kátt í höllinni,

höllinni, höllinni.

Og ţá varđ kátt í höllinni, höllinni.

 

 

 

 

 

 

Hvít jól

 

Ég man ţau jólin, mild og góđ

er mjallhvít jörđ í ljóma stóđ,

stöfum stjörnum bláum, 

frá himni háum,

í fjarska kirkjuklukknahljóm.

Ég man ţau jól, hinn milda friđ

á mínum jólakortum biđ

ađ ćfinlega eignist ţiđ

heiđa daga, helgan jólafriđ.

 

                            Stefán Jónsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bráđum koma blessuđ jólin

 

Bráđum koma blessuđ jólin

börnin fara ađ hlakka til.

Allir fá ţá eitthvađ fallegt

í ţađ minnsta kerti´ og spil.

 

Hvađ ţađ verđur veit nú enginn,

vandi er um slíkt ađ spá.

En eitt er víst ađ alltaf verđur

ákaflega gaman ţá.

 

Máske ţú fáir menn úr tini,

máske líka ţetta kver.

Viđ skulum bíđa og sjá hvađ setur

seinna vitnast hvernig fer.

 

En ef ţú skyldir eignast kveriđ,

ćtlar ţađ ađ biđja ţig

ađ fletta hćgt og fara alltaf

fjarskalega vel međ sig.

 

                Jóhannes úr Kötlum

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţađ á ađ gefa börnum brauđ

 

Ţađ á ađ gefa börnum brauđ

ađ bíta í á jólunum,

kertaljós og klćđin rauđ,

svo komist ţau úr bólunum,.

Vćna flís af feitum sauđ,

sem fjalla gekk á hólunum.

Nú er hún gamla Grýla dauđ,

gafst hún upp á rólunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég sá hvar bátar sigldu ţrír

 

Ég sá hvar bátar sigldu ţrír

á jóladag, á jóladag.

Ég sá hvar bátar sigldu ţrír

á jóladag ađ morgni.

 

Og hverja báru bátar ţrír

á jóladag, á jóldag.

Og hverja báru bátar ţrír

á jóladag ađ morgni.

 

Maríu sćla' og sjálfan Krist

á jóladag, á jóldag.

Maríu sćla' og sjálfan Krist

á jóldag ađ morgni.

 

Og hvert tók byrinn báta ţrjá

á jóladag, á jóldag.

Og hvert tók byrinn báta ţrjá

á jóladag ađ morgni.

 

Hann bar ţá inn í Betlehem

á jóladag, á jóldag.

Hann bar ţá inn í Betlehem

á jóladag ađ morgni.

 

Og klukkur allar klingi nú

á jóladag, á jóladag.

Og klukkur allar klingi nú

á jóladag ađ morgni.

 

Og englar himins syngi söng

á jóladag, á jóldag.

Og englar himins syngi söng

á jóladag ađ morgni.

 

Og mannkyn allt nú syngi söng

á jóladag, á jóldag.

Og mannkyn allt nú syngi söng

á jóladag ađ morgni.

 

Já, flýtum oss ađ fagna međ

á jóladag, á jóldag.

Já, flýtum oss ađ fagna međ

á jóladag ađ morgni.

 

                  Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

 

Ég sá mömmu kyssa jólasvein,

viđ jólatréđ í stofunni í gćr.

Ég lćddist létt á tá

til ađ líta gjafir á,

hún hélt ég vćri steinsofandi

Stínu dúkku hjá,

og ég sá mömmu kitla jólasvein

og jólasveinnin út um skeggiđ hlćr.

Já sá hefđi hlegiđ međ

hann fađir minn hefđi' hann séđ

mömmu kyssa jólasvein í gćr.

 

                           Hinrik Bjarnason    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skín í rauđar skotthúfur

 

Skín í rauđar skotthúfur

skuggalangan daginn,

jólasveinar sćkja ađ

sjást um allan bćinn.

Ljúf í gleđi leika sér

lítil börn, í desember,

inni’ í friđi’ og ró, úti’ í frosti’ og snjó

ţví ađ brátt koma björtu jólin,

bráđum koma jólin.

 

Uppi’ á lofti, inni’ í skáp 

eru jólapakkar. 

Titra öll af tilhlökkun 

tindilfćttir krakkar. 

Komi jólakötturinn 

kemst hann ekki’ í bćinn inn, 

inn í friđ og ró, inn úr frosti’ og snjó, 

ţví ađ brátt koma björtu jólin, 

bráđum koma jólin. 

 

Stjörnur tindra stillt og rótt, 

stafa geislum björtum. 

Norđurljósin loga skćr, 

leika á himni svörtum. 

Jólahátíđ höldum vér 

hýr og glöđ í desember 

ţó ađ feyki snjó ţá í friđi’ og ró 

viđ höldum heilög jólin 

heilög blessuđ jólin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skreytum hús

 

Skreytum hús međ greinum grćnum,

tra-la-la-la-la, tra-la-la-la.

Gleđi ríkja skal í bćnum,

tra-la-la-la-la, tra-la-la-la.

Tendrum senn á trénu bjarta,

tra-la-la-la-la, tra-la-la-la.

Tendrum jól í hverju hjarta,

tra-la-la-la-la, tra-la-la-la.

 

Ungir, gamlir - allir syngja:

tra-la-la-la-la, tra-la-la-la.

Engar sorgir hugann ţyngja,

tra-la-la-la-la, tra-la-la-la.

Jólabjöllur blíđar kalla,

tra-la-la-la-la, tra-la-la-la,

bođa friđ um veröld alla,

tra-la-la-la-la, tra-la-la-la.

 

                Elsa E. Guđjónsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólin alls stađar

 

Jólin, jólin alls stađar

međ jólagleđi og gjafirnar.

Börnin stóreyg standa hjá

og stara jólaljósin á.

Jólaklukka bođskap ber

um bjarta framtíđ handa ţér

og brátt á himni hćkkar sól,

viđ höldum heilög jól.

 

          Jóhanna G. Erlingsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţá nýfćddur Jesús

 

Ţá nýfćddur Jesús í Jötunni lá

á jólunum fyrstu var dýrđlegt ađ sjá,

ţá sveimuđu englar frá himninum hans

ţví hann var nú fćddur í líkingu manns.

 

Ţeir sungu „hallelúja“ međ hátíđarbrag,

„nú hlotnast guđsbörnum friđur í dag“,

og fagnandi hirđarnir fengu ađ sjá

hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.

 

Ég biđ ţig, ó Drottinn, ađ dvelja mér hjá,

ađ dýrđina ţína ég fái ađ sjá,

ó blessa ţú, Jesú, öll börnin ţín hér,

ađ búa ţau fái á himnum međ ţér.

 

                             Björgvin Jörgensson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólasveinar ganga um gólf

 

Jólasveinar ganga um gólf

međ gildan staf í hendi, 

móđir ţeirra sópar gólf

og flengir ţá međ vendi. 

Uppi’ á stól stendur mín kanna, 

níu nóttum fyrir jól

ţá kem ég til manna.

 

Jólasveinar ganga um gátt

međ gildan staf í hendi.

Móđir ţeirra hrín viđ hátt

og hýđir ţá međ vendi.

Uppi’ á stól stendur mín kanna, 

níu nóttum fyrir jól

ţá kem ég til manna.

 

                       Ţjóđvísur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Grýla kallar á börnin sín

 

Grýla kallar á börnin sín,

ţegar hún fer ađ sjóđa

til jóla:

„Komiđ ţiđ hingađ öll til mín,

ykkur vil ég bjóđa,

Leppur, Skreppur,

Lápur, Skrápur,

Langleggur og Skjóđa,

Völustakkur og Bóla“.

 

eđa

 

Grýla kallar á börnin sín

ţegar hún fer ađ sjóđa til jóla:

„Komiđ ţiđ hingađ öll til mín,

Nípa, Típa,

Nćja, Tćja,

Nútur, Kútur,

Nafar, Tafar,

Láni, Sláni,

Leppur, Skreppur

Loki, Poki,

Leppatuska, Langleggur

og Leiđindaskjóđa,

Völustakkur og Bóla“.

 

          Ţjóđvísur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Grýlukvćđi

 

Grýla hét tröllkerling

leiđ og ljót

međ ferlega hönd

og haltan fót.

 

Í hömrunum bjó hún

og horfđi yfir sveit,

var stundum mögur

og stundum feit.

 

Á börnunum valt ţađ,

hvađ Grýla átti gott,

og hvort hún fékk mat

í sinn poka og sinn pott.

 

Ef góđ voru börnin

var Grýla svöng,

og raulađi ófagran

sultarsöng.

 

Ef slćm voru börnin

varđ Grýla glöđ,

og fálmađi í pokann sinn

fingrahröđ.

 

Og skálmađi úr hamrinum

heldur gleiđ,

og óđ inn í bćina

- beina leiđ.

 

Ţar tók hún hin óţekku

angaskinn,

og potađi ţeim

niđ'r í pokann sinn.

 

Og heim til sín aftur

svo hélt hún fljótt,

- undir pottinum fuđrađi

fram á nótt.

 

Um annađ, sem gerđist ţar,

enginn veit,

- en Grýla varđ samstundis

södd og feit.

 

Hún hló, svo ađ nötrađi

hamarinn,

og kyssti hann

Leppalúđa sinn.

 

Svo var ţađ eitt sinn

um einhver jól,

ađ börnin fengu

buxur og kjól.

 

Og ţau voru öll

svo undurgóđ,

ađ Grýla varđ hrćdd

og hissa stóđ.

 

En viđ ţetta lengi

lengi sat.

Í fjórtán daga

hún fékk ei mat.

 

Ţá varđ hún svo mikiđ

veslings hró,

ađ loksins í bóliđ

hún lagđist - og dó.

 

En Leppalúđi

viđ bóliđ beiđ,

- og síđan fór hann

ţá sömu leiđ.

 

Nú íslensku börnin

ţess eins ég biđ,

ađ ţau láti ekki hjúin

lifna viđ.

 

         Jóhannes úr Kötlum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guđs kristni í heimi

 

Guđs kristni í heimi, krjúp viđ jötu lága.

Sjá konungur englanna fćddur er.

Himnar og heimar lát lofgjörđ hljóma.

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

Guđs heilagi sonur, ó dýrđ sé ţér.

 

Hann ljós er af ljósi, Guđ af sönnum Guđi,

einn getinn, ei skapađur, sonur er.

Orđiđ varđ hold í hreinnar meyjar skauti.

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

Guđs heilagi sonur, ó dýrđ sé ţér.

 

Sjá himnarnir opnast. Hverfur nćtursorti,

og himneskan ljóma af stjörnu ber. 

Heilagan lofsöng himinhvolfin óma.

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

Guđs heilagi sonur, ó dýrđ sé ţér.

 

Á Betlehemsvöllum hirđar gćttu hjarđar.

Guđs heilagur engill ţeim fregn ţá ber.

Fćddur í dag er frelsari vor Kristur.

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

 

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

Guđs heilagi sonur, ó dýrđ sé ţér.

 

Já, dýrđ sé í hćđum Drottni, Guđi vorum, 

og dýrđ sé hanns syni, er fćddur er.

Lofsöngvar hljómi. - Himinhvolfin ómi:

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

Ó, dýrđ í hćstu hćđum.

Guđs heilagi sonur, ó dýrđ sé ţér.

 

                               Valdimar Snćvarr

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólasveinavísur

 

Segja vil ég sögu

af sveinunum ţeim,

sem brugđu sér hér forđum

á bćina heim.

 

Ţeir uppi á fjöllum sáust,

-eins og margur veit,-

í langri halarófu

á leiđ niđur í sveit.

 

Grýla var ţeirra móđir

og gaf ţeim tröllamjólk,

-en pabbinn Leppalúđi,

-ţađ var leiđindafólk.

 

Ţeir jólasveinar nefndust,

-um jólin birtust ţeir,

og einn og einn ţeir komu,

en aldrei tveir og tveir.

 

Ţeir voru ţrettán

ţessir heiđursmenn,

sem ekki vildu ónáđa

allir í senn.

 

Ađ dyrunum ţeir lćddust

og drógu lokuna úr.

Og einna helst ţeir leituđu

í eldhús og búr.

 

Lćvísir á svipinn

ţeir leyndust hér og ţar,

til óknyttanna vísir,

ef enginn nćrri var.

 

Og eins, ţó einhver sći,

var ekki hikađ viđ

ađ hrekkja fólk - og trufla

ţess heimilisfriđ.

 

Stekkjastaur kom fyrstur,

stinnur eins og tré.

Hann laumađist í fjárhúsin

og lék á bóndans fé.

 

Hann vildi sjúga ćrnar,

-ţá varđ ţeim ekki um sel,

ţví greyiđ hafđi staurfćtur,

-ţađ gekk nú ekki vel.

 

Giljagaur var annar,

međ gráa hausinn sinn.

Hann skreiđ ofan úr gili

og skaust í fjósiđ inn.

 

Hann faldi sig í básunum

og frođunni stal,

međan fjósakonan átti

viđ fjósamanninn tal.

 

Stúfur hét sá ţriđji,

stubburinn sá.

Hann krćkti sér í pönnu,

ţegar kostur var á.

 

Hann hljóp međ hana í burtu

og hirti agnirnar,

sem brunnu stundum fastar

viđ barminn hér og ţar.

 

Sá fjórđi, Ţvörusleikir,

var fjarskalega mjór.

Og ósköp varđ hann glađur,

ţegar eldabuskan fór.

 

Ţá ţaut hann eins og elding

og ţvöruna greip,

og hélt međ báđum höndum,

ţví hún var stundum sleip.

 

Sá fimmti Pottaskefill,

var skrítiđ kuldastrá.

-Ţegar börnin fengu skófir

hann barđi dyrnar á.

 

Ţau ruku’upp, til ađ gá ađ

hvort gestur vćri á ferđ.

Ţá flýtti’ ann sér ađ pottinum

og fékk sér góđan verđ.

 

Sá sjötti Askasleikir,

var alveg dćmalaus.-

Hann fram undan rúmunum

rak sinn ljóta haus.

 

Ţegar fólkiđ setti askana

fyrir kött og hund,

hann slunginn var ađ ná ţeim

og sleikja á ýmsa lund.

 

Sjöundi var Hurđaskellir,

-sá var nokkuđ klúr,

ef fólkiđ vildi í rökkrinu

fá sér vćnan dúr.

 

Hann var ekki sérlega

hnugginn yfir ţví,

ţó harkalega marrađi

hjörunum í.

 

Skyrjarmur, sá áttundi,

var skelfilegt naut.

Hann hlemminn o’n af sánum

međ hnefanum braut.

 

Svo hámađi hann í sig

og yfir matnum gein,

uns stóđ hann á blístri

og stundi og hrein.

 

Níundi var Bjúgnakrćkir,

brögđóttur og snar.

Hann hentist upp í rjáfrin

og hnuplađi ţar.

 

Á eldhúsbita sat hann

í sóti og reyk

og át ţar hangiđ bjúga,

sem engan sveik.

 

Tíundi var Gluggagćgir,

grályndur mann,

sem laumađist á skjáinn

og leit inn um hann.

 

Ef eitthvađ var ţar inni

álitlegt ađ sjá,

hann oftast nćr seinna

í ţađ reyndi ađ ná.

 

Ellefti var Gáttaţefur

-aldrei fékk sá kvef,

og hafđi ţó svo hlálegt

og heljarstórt nef.

 

Hann ilm af laufabrauđi

upp á heiđar fann,

og léttur, eins og reykur,

á lyktina rann.

 

Ketkrókur, sá tólfti,

kunni á ýmsu lag.-

Hann ţrammađi í sveitina

á Ţorláksmessudag.

 

Hann krćkti sér í tutlu,

ţegar kostur var á.

En stundum reyndist stuttur

stauturinn hans ţá.

 

Ţrettándi var Kertasníkir,

-ţá var tíđin köld,

ef ekki kom hann síđastur

á ađfangadagskvöld.

 

Hann elti litlu börnin,

sem brostu glöđ og fín,

og trítluđu um bćinn

međ tólgarkertin sín.

 

Á sjálfa jólanóttina,

-sagan hermir frá,-

á strák sínum ţeir sátu

og störđu ljósin á.

 

Svo tíndust ţeir í burtu,

-ţađ tók ţá frost og snjór.

Á Ţrettándanum síđasti

sveinstaulinn fór.

 

Fyrir löngu á fjöllunum

er fennt í ţeirra slóđ.

-En minningarnar breytast,

í myndir og ljóđ.

 

            Jóhannes úr Kötlum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólasveinninn minn

 

Jólasveinninn minn jólasveinninn minn

ćtlar ađ koma í dag

međ poka af gjöfum og segja sögur

og syngja jólalag.

Ţađ verđur gaman ţegar hann kemur

ţá svo hátíđlegt er.

Jólasveinninn minn, káti karlinn minn

kemur međ jólin međ sér.

 

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn

ćtlar ađ koma í kvöld.

Ofan af fjöllum međ ćrslum og köllum

hann arkar um um holtin köld.

Hann er svo góđur og blíđur viđ börnin,

bćđi fátćk og rík.

Enginn lendir í jólakettinum,

allir fá nýja flík.

 

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn

arkar um holtin köld,

af ţví ađ litla jólabarniđ

á afmćli í kvöld.

Ró í hjarta, friđ og fögnuđ

flestir öđlast ţá.

Jólasveinninn minn, komdu karlinn minn,

kćtast ţá börnin smá.

 

                  Ómar Ragnarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gleđileg jól

 

Gleđileg jól, nú gjörvöll látum hljóma,

gleđileg jól, um alla helgidóma.

Frelsari vor nú fćddur er á jörđu,

friđarins Guđ (ţú mikli), friđarins Guđ.

 

Lýs stjarn fjöld á ljóssins soninn bjarta.

Ljómar nú kvöld, og sćla’ í hverju hjarta.

Ţökkum í bćn ţví Guđ oss öllum gefur

gleđileg jól (oss öllum), gleđileg jól.

 

                   Margrét Ólafsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gekk ég yfir sjó og land

 

Gekk ég yfir sjó og land

og hitti ţar einn gamlan mann,

spurđi hann og sagđi svo:

„Hvar áttu heima?“

„Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi,

Klapplandi.

Ég á heima á Klapplandi,

Klapplandinu góđa.“

 

(Stapplandi, Grátlandi, Hlćlandi,Hvísllandi og Íslandi).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Á jólunum er gleđi og gaman

 

:/: Á jólunum er gleđi og gaman,

fúm, fúm, fúm :/: 

:/:Ţá koma allir krakkar međ

í kringum jólatréđ. 

Ţá mun ríkja gleđi og gaman,

allir hlćja og syngja saman

fúm, fúm, fúm! :/:

 

:/: Og jólasveinn međ sekk á baki

fúm, fúm, fúm :/:

:/:hann gćgist inn um gćttina

á góđu krakkana.

Ţá mun ríkja gleđi og gaman,

allir hlćja og syngja saman

fúm, fúm, fúm! :/:

 

:/: Á jólunum er gleđi og gaman

fúm, fúm, fúm :/:

:/:Ţá klingja allar klukkur viđ

og kalla á gleđi og friđ.

Ţá mun ríkja gleđi og gaman,

allir hlćja og syngja saman

fúm, fúm, fúm! :/:

 

                   Friđrik Guđni Ţórleifsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í skóginum stóđ kofi einn

 

Í skóginum stóđ kofi einn,

sat viđ gluggann jólasveinn.

Ţá kom lítiđ héraskinn

sem vildi komast inn.

„Jólasveinn, ég treysti á ţig,

veiđimađur skýtur mig!“

„Komdu litla héraskinn,

ţví ég er vinur ţinn.“

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hátíđ í bć

 

Ljósadýrđ loftin gyllir

lítiđ hús yndi fyllir

og hugurinn heimleiđis leitar ţví ć

man ég ţá er hátíđ var í bć.

 

Ungan dreng ljósin lađa,

litla snót geislum bađar.

Ég man ţađ svo lengi sem lifađ ég fć,

lífiđ ţá er hátíđ var í bć.

 

Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna,

hönd í hönd ţau leiddust kát og rjóđ.

Sćlli börn nú sjaldgćft er ađ finna,

ég syng um ţau mitt allra besta ljóđ.

 

Söngur dvín svefninn hvetur,

systkin tvö geta ei betur,

en sofna hjá mömmu, ég man ţetta ć,

man ţađ ţá er hátíđ var í bć.

 

                                 Ólafur Gaukur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ţrettán dagar jóla

 

(Athugiđ ađ á eftir hverri vísu bćtist viđ feitletrađi textinn í vísunum á undan,

ţ.e. textinn er ţá lesinn upp á viđ.)

 

 1.    Á jóladaginn fyrsta hann Jónas fćrđi mér

         einn talandi páfugl á grein.

        ---------------------------------------

        (og einn talandi páfugl á grein.)

 

 2.    Á jóladaginn annan hann Jónas fćrđi mér

        tvćr dúfur til,

 

 3.    Á jóladaginn ţriđja hann Jónas fćrđi mér

        ţrjú spök hćnsn,

 

 4.    Á jóladaginn fjórđa hann Jónas fćrđi mér

        fjögur nautin feit,

 

 5.    Á jóladaginn fimmta hann Jónas fćrđi mér

        fimmfaldan hring,

 

 6.    Á jóladaginn sjötta hann Jónas fćrđi mér

        sex ţýđa ţresti,

 

 7.    Á jóladaginn sjöunda hann Jónas fćrđi mér

        sjö hvíta svani,

 

 8.    Á jóladaginn áttunda hann Jónas fćrđi mér

        átta kýr međ klöfum,

 

 9.    Á jóladaginn níunda hann Jónas fćrđi mér

        níu skip í naustum,

 

10.   Á jóladaginn tíunda hann Jónas fćrđi mér

        tíu hús á torgi,

 

11.   Á jóladaginn ellefta hann Jónas fćrđi mér

        ellefu hallir álfa,

 

12.   Á jóladaginn tólfta hann Jónas fćrđi mér

        tólf lindir tćrar,

 

13.   Á jóladaginn ţrettánda hann Jónas fćrđi mér

        ţrettán hesta ţćga,

 

                                        Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólasveinar einn og átta

 

Jólasveinar einn og átta,

ofan komu af fjöllunum,

í fyrrakvöld ţeir fóru ađ hátta,

fundu hann Jón á Völlunum.

Andrés stóđ ţar utan gátta, 

ţađ átti ađ fćra hann tröllunum.

Ţá var hringt í Hólakirkju

öllum jólabjöllunum.

 

                       Ţjóđvísa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá borg er nefnist Betlehem

 

Frá borg er nefnist Betlehem

kom bođskapur svo hljótt

er fátćk móđir, ferđamćdd,

í fjárhúsi tók sótt.

Hún fćddi ţar sinn fyrsta son

ţá fyrstu jólanótt.

Vér bođum ţér fögnuđ og friđ,

fögnuđ og friđ.

Vér bođum ţér fögnuđ og friđ.

 

Á hćđum gćttu hirđar fjár

og heyrđu fögur hljóđ

er herskaranna himnakór

söng hallelújaóđ.

Međ fögnuđi hin fyrstu jól

ţeir fluttu sigurljóđ.

Vér bođum ţér fögnuđ og friđ,

fögnuđ og friđ.

Vér bođum ţér fögnuđ og friđ.

 

                       Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fögur er foldin

 

Fögur er foldin,

heiđur er Guđs himinn,

indćl pílagríms ćvigöng.

Fram, fram um víđa

veröld og gistum

í Paradís međ sigursöng.

 

Kynslóđir koma,

kynslóđir fara,

allar sömu ćvigöng.

Gleymist ţó aldrei

eilífa lagiđ

viđ pílagrímsins gleđisöng.

 

Fjárhirđum fluttu

fyrst ţann söng Guđs englar,

unađssöng , er aldrei ţver:

Friđur á foldu,

fagna ţú, mađur,

frelsari heimsins fćddur er.

 

                  Matthías Jochumsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klukkurnar 

 

Klukkurnar dinga-linga-ling,

klingja um jól.

Börnin safnast saman,

sungin jólavísa,

komiđ er ađ kveldi,

kertin jóla lýsa.

Klukkurnar dinga-linga-ling

klinga um jól.

 

Klukkurnar dinga-linga-ling

klingja um jól.

Loftiđ fyllist friđi,

fagra heyrum óma,

inn um opinn gluggann

allar klukkur hljóma.

Klukkurnar dinga-linga-ling

klinga um jól.

 

                Ólafur Gaukur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú skal segja 

 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig litlar telpur gera: 

Vagga brúđu, vagga brúđu 

og svo snúa ţćr sér í hring.

 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig litlir drengir gera: 

Sparka bolta, sparka bolta 

og svo snúa ţeir sér í hring.

 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig ungar stúlkur gera: 

Ţćr sig hneigja, ţćr sig hneigja

og svo snúa ţćr sér í hring.

 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig ungir piltar gera: 

Taka ofan, taka ofan 

og svo snúa ţeir sér í hring.

 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig gamlar konur gera: 

Prjóna sokka, prjóna sokka 

og svo snúa ţćr sér í hring.

 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig gamlir karlar gera: 

Taka í nefiđ, taka í nefiđ 

og svo snúa ţeir sér í hring.

Aattssjúu!!! 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Betlehem

 

Í Betlehem er  :/: barn oss fćtt:/:

Ţví fagni gjörvöll Adamsćtt.

:/: Hallelúja :/: 

 

Ţađ barn oss fćddi :/: fátćk mćr :/: 

Hann er ţó dýrđar Drottinn skćr. 

:/: Hallelúja :/: 

 

Hann var í jötu   :/:lagđur lágt :/:

en ríkir ţó á himnum hátt.

:/: Hallelúja :/: 

 

Hann vegsömuđu  :/: vitringar :/:

hann tigna himins herskarar.

:/: Hallelúja :/: 

 

Hann bođar frelsi' og  :/: friđ á jörđ :/: 

og blessun Drottins barnahjörđ

:/: Hallelúja :/:

 

Vér undir tökum  :/: englasöng :/: 

og nú finst oss ei nóttin löng.

:/: Hallelúja :/:

 

Vér fögnum komu  :/: Frelsarans :/: 

vér erum systkin orđin hans. 

:/: Hallelúja :/:

 

Hvert fátćkt hreysi  :/: höll nú er :/:

Ţví Guđ er sjálfur gestur hér.

:/: Hallelúja :/: 

 

Í myrkrum ljómar  :/: lífsins sól :/:

Ţér, Guđ sé lof fyrir gleđileg jól.

:/: Hallelúja :/: 

 

                   Valdimar Briem

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bjart er yfir Betlehem 

 

Bjart er yfir Betlehem 

blikar jólastjarna, 

stjarnan mín og stjarnan ţín, 

stjarna allra barna. 

Var hún áđur vitringum 

vegaljósiđ skćra. 

Barn í jötu boriđ var, 

barniđ ljúfa kćra. 

 

Víđa höfđu vitringar 

vegi kannađ hljóđir, 

fundiđ sínum ferđum á 

fjöldamargar ţjóđir. 

Barst ţeim allt frá Betlehem 

birtan undur skćra. 

Barn í jötu boriđ var, 

barniđ ljúfa kćra. 

 

Barni gjafir báru ţeir, 

blítt ţá englar sungu. 

Lausnaranum lýstu ţeir, 

lofgjörđ drottni sungu. 

Bjart er yfir Betlehem 

blikar jólastjarna, 

stjarnan mín og stjarnan ţín 

stjarna allra barna.

 

                Ingólfur Jónsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Magga litla og jólin hennar

 

Babbi segir, babbi segir: 

„Bráđum koma dýrleg jól.“ 

Mamma segir, mamma segir: 

„Magga fćr ţá nýjan kjól.“ 

Hć, hć, ég hlakka til, 

hann ađ fá og gjafirnar. 

Bjart ljós og barnaspil, 

borđa sćtar lummurnar.

 

Babbi segir, babbi segir:

„Blessuđ Magga ef stafar vel,

henni gef ég, henni gef ég

hörpudisk og gimburskel.“

Hć, hć, ég hlakka til

hugljúf eignast gullin mín.

Nú mig ég vanda vil,

verđa góđa telpan ţín.

 

Mamma segir, mamma segir:

„Magga litla ef verđur góđ,

henni gef ég, henni gef ég

haus á snoturt brúđufljóđ.“

Hć, hć, ég hlakka til,

hugnćm verđur brúđan fín.

Hć, hć, ég hlakka til,

himnesk verđa jólin mín.

 

Litli bróđir, litli bróđir

lúrir vćrt í ruggunni,

allir góđir, allir góđir

englar vaki hjá henni.

Hć, hć, ég hlakka til

honum sýna gullin fín;

bjart ljós og barnaspil,

brúđuna og fötin mín.

 

Alltaf kúrir, alltaf kúrir

einhvers stađar fram viđ ţil

kisa’ og lúrir, kisa’ og lúrir.

Kann hún ekki ađ hlakka til?

Hún fćr, ţađ held ég ţó,

harđfiskbita og mjólkurspón,

henni er ţađ harla nóg,

hún er svoddan erkiflón.

 

Nú ég hátta, nú ég hátta

niđur í, babbi, rúmiđ ţitt,

ekkert ţrátta, ekkert ţrátta,

allt les „Fađirvoriđ“ mitt.

Bíađu, mamma, mér,

mild og góđ er höndin ţín,

góđa nótt gefi ţér

Guđ, sem býr til jólin mín.

 

                Benedikt Gröndal 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Snćfinnur snjókarl

 

Snćfinnur snjókarl

var međ snjáđan pípuhatt,

gekk í gömlum skóm

og međ grófum róm

gat hann talađ, rétt og hratt.

Snćfinnur snjókarl,

bara sniđugt ćvintýr,

segja margir menn, en viđ munum enn

hve hann mildur var og hýr.

 

En galdrar voru geymdir

í gömlu skónum hans;

er fékk hann ţá á fćtur sér

fór hann óđara í dans.

Já, Snćfinnur snjókarl,

hann var snar ađ lifna viđ,

og í leik sér brá ćđi léttur ţá,

uns hann leit í sólskiniđ.

 

Snćfinnur snjókarl

snéri kolli himins til,

og hann sagđi um leiđ:

„Nú er sólin heiđ

og ég sođna, hér um bil.“

Undir sig tók hann

alveg feiknamikiđ stökk,

og á kolasóp  inn í krakkahóp

karlinn allt í einu hrökk.

 

Svo hljóp hann einn,

-var ekki seinn-

alveg niđu’r á torg,

međ sćg af börnum söng hann lag,

bćđi í sveit og höfuđborg.

Já, Snćfinnur snjókarl

allt í snatri ţetta vann,

ţví ađ yfir skein árdagssólin hrein

og hún var ađ brćđa hann.

 

                      Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litla Jólabarn

 

Jólaklukkur klingja,

kalda vetrarnótt.

Börnin sálma syngja

sćtt og ofurhljótt.

Englaraddir óma

yfir fređna jörđ.

Jólaljósin ljóma

lýsa upp myrkan svörđ.

 

Litla jólabarn, litla jólabarn

ljómi ţinn stafar geislum

ís og hjarn.

Indćl ásýnd ţín

yfir heimi skín,

litla saklausa jólabarn.

 

Ljúft viđ vöggu lága

lofum viđ ţig nú.

Undriđ ofursmáa

eflir von og trú.

Veikt og vesćlt aliđ

varnarlaust og smátt,

en fjöregg er ţér faliđ

framtíđ heims ţú átt.

 

Litla jólabarn.........

 

Er ţú hlćrđ og hjalar,

hrćrist sála mín.

Helga tungu tala

tćrblá augu ţín.

Litla brosiđ bjarta

bođskap flytur enn.

Sigrar myrkriđ svarta

sćttir alla menn.

 

Litla jólabarn..........

 

               Ómar Ragnarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nóttin var sú ágćt ein

 

Nóttin var sú ágćt ein,

í allri veröld ljósiđ skein,

ţađ er nú heimsins ţrautarmein,

ađ ţekkja hann ei sem bćri.

:/:Međ vísnasöng ég vögguna ţína hrćri:/:

 

Í Betlehem var ţađ barniđ fćtt

sem best hefur andar sárin grćtt.

Svo hafa englar um ţađ rćtt

sem endurlausnarinn vćri.

:/:Međ vísnasöng ég vögguna ţína hrćri:/:

 

Fjármenn hrepptu fögnuđ ţann

ţeir fundu bćđi Guđ og mann.

Í lágan stall var lagđur hann

ţó lausnari heimsins vćri.

:/:Međ vísnasöng ég vögguna ţína hrćri:/:

 

                            Einar Sigurđsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ađventan

 

Viđ kveikjum einu kerti á,

hans koma nálgast fer,

sem fyrstu jól í jötu lá

og Jesúbarniđ er.

 

Viđ kveikjum tveimur kertum á

og komu bíđum hans.

Ţví Drottinn sjálfur soninn ţá 

mun senda’ í líking manns.

 

Viđ kveikjum ţremur kertum á 

ţví konungs beđiđ er,

ţótt Jesús sjálfur jötu’ og strá

á jólum kysi sér.

 

Viđ kveikjum fjórum kertum á;

brátt kemur gesturinn

og allar ţjóđir ţurfa’ ađ sjá

ađ ţađ er frelsarinn.

 

                Lilja Kristjánsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţegar koma jólin

 

Ţađ er svo gaman ţegar koma jólin,

ţó ađ oss dyljist blessuđ himinsólin.

Ţó vetur andi úti,er inni bjart og hlýtt,

Sko, jólatréđ međ toppinn,

ţađ tindrar ljósum prýtt.

Öll í hring, ungar stúlkur, drengir.

Mamma syngur; svara ćskustrengir

svo í hring.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá himins opnast hliđ

 

Sjá, himins opnast hliđ, 

heilagt englaliđ

fylking sú hin fríđa

úr fagnađarins sal,

fer međ bođun blíđa

og blessun lýsa skal

:/: Yfir eymdardal. :/:

 

Í heimi' er dimmt og hljótt,

hjarđmenn sjá um nótt

ljós í lofti glćđast,

ţađ ljós Guđs dýrđar er,

hjörtu ţeirra hrćđast,

en Herrans engill tér:

:/: „Óttist ekki ţér“ :/:

 

Međ fegins fregn ég kem:

Fćđst í Betlehem

blessađ barn ţađ hefur,

er birtir Guđ á jörđ,

friđ og frelsi gefur

og fallna reisir hjörđ.

:/: Ţökk sé Guđi gjörđ :/:

 

                 Björn Halldórsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ađfangadagskvöld

 

Nú er Gunna á nýju skónum, 

nú eru ađ koma jól. 

Siggi er á síđum buxum, 

Solla á bláum kjól. 

 

Mamma er enn í eldhúsinu 

eitthvađ ađ fást viđ mat. 

Indćla steik hún er ađ fćra 

upp á stćrđar fat. 

 

Pabbi enn í ógnarbasli 

á međ flibbann sinn. 

„Fljótur, Siggi, finndu snöggvast 

flibbahnappinn minn“. 

 

Kisu er eitthvađ órótt líka, 

út fer brokkandi. 

Ilmurinn úr eldhúsinu 

er svo lokkandi.

 

Á borđinu ótal bögglar standa, 

bannađ ađ gćgjast í. 

Kćru vinir, ósköp erfitt , 

er ađ hlýđa ţví. 

 

Jólatréđ í stofu stendur, 

stjörnuna glampar á. 

Kertin standa á grćnum greinum, 

gul og rauđ og blá.

 

Loksins hringja kirkjuklukkur, 

kvöldsins helgi inn. 

á aftansöng í útvarpinu, 

allir hlusta um sinn.

 

Mamma ber nú mat á borđ 

og mjallahvítan dúk, 

hún hefur líka sett upp svuntu, 

sem er hvít og mjúk.

 

Nú er komin stóra stundin, 

stađiđ borđum frá, 

nú á ađ fara ađ kveikja á kertum, 

kćtast börnin smá.

 

Ungir og gamlir ganga kringum, 

grćna jólatréđ. 

dansa og syngja kátir krakkar, 

kisu langar međ.

 

Leikföng glitra, ljósin titra,
ljómar stofan öll,
klukkur hringja, krakkar syngja
kvćđi og lögin snjöll.

 

Stelpurnar fá stórar brúđur, 

strákurinn skíđin hál, 

konan brjóstnál, karlinn vindla, 

kisa mjólkurskál.

 

Síđan eftir söng og gleđi 

sofna allir rótt, 

ţađ er venja ađ láta ljósin 

loga á jólanótt.

 

                   Ragnar Jóhannesson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Adam átti syni sjö 

 

Adam átti syni sjö, 

sjö syni átti Adam. 

Adam elskađi alla ţá 

og allir elskuđu Adam. 

Hann sáđi, hann sáđi, 

hann klappađi saman lófunum, 

stappađi niđur fótunum, 

ruggađi sér í lendunum 

og sneri sér í hring.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heims um ból 

 

Heims um ból, helg eru jól, 

signuđ mćr son Guđs ól, 

frelsun mannanna, frelsisins lind, 

frumglćđi ljóssins, en gjörvöll mannkind 

meinvill í myrkrunum lá 

 

Heimi í hátíđ er ný, 

himneskt ljós lýsir ský, 

liggur í jötunni lávarđur heims, 

lifandi brunnur hins andlega seims, 

konungur lífs vors og ljós 

 

 

Heyra má himnum í frá 

englasöng: Allelúja. 

Friđur á jörđu ţví fađirinn er 

fús ţeim ađ líkna, sem tilreiđir sér 

samastađ syninum hjá 

 

                            Sveinbjörn Egilsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gilsbakkaţula

 

Kátt er á jólunum, koma ţau senn,

- ţá munu upp líta Gilsbakkamenn,

upp munu ţeir líta og undra ţađ mest,

úti sjái' ţeir stúlku og blesóttan hest,

úti sjái' ţeir stúlku, sem um talađ varđ:

„Ţađ sé ég hér ríđur hún Guđrún mín um garđ,

ţađ sé ég hér ríđur hún Guđrún mín heim.“

Út kemur hann góđi Ţórđur einn međ ţeim,

út kemur hann góđi Ţórđur allra fyrst,

hann hefur fyrri Guđrúnu kysst

hann hefur fyrri gefiđ henni brauđ

- tekur hana af baki, svo tapar hún nauđ,

tekur hana af baki og ber hana inn í bć.

„Kom ţú sćl og blessuđ“ segir hann ć.

„Kom ţú sćl og blessuđ, keifađu inn,

kannski ţú sjáir hann afa ţinn,

kannski ţú sjáir hann afa og ömmu ţína hjá,

ţínar fjórar systur og brćđurna ţrjá,

ţínar fjórar systur fagna ţér best;

af skal ég spretta og fóđra ţinn hest,

af skal ég spretta reiđtygjum ţín;

leiđiđ ţér inn stúlkuna, Sigríđur mín,

leiđiđ ţér inn stúlkuna og setjiđ hana í sess“

„Jᓠsegir Sigríđur, „fús er ég til ţess;“

„Jᓠsegir Sigríđur - kyssir hún fljóđ -

„rektu ţig ekki í veggina, systir mín góđ,

rektu ţig ekki í veggina, gakktu međ mér.“

Koma ţćr inn ađ húsdyrum og sćmilega fer;

koma ţćr inn ađ húsdyrum og tala ekki orđ.

- ţar situr fólkiđ viđ tedrykkjuborđ,

ţar situr fólkiđ og drekkur svo glatt,

fremst situr hann afi međ parrukk og hatt,

fremst situr hann afi og ansar um sinn:

„Kom ţú sćl, dóttir mín, velkomin inn,

kom ţú sćl, dóttir mín, sittu hjá mér,

- nú er uppi teiđ og bagalega fer,

nú er uppi teiđ, en ráđ er viđ ţví,

ég skal láta hita ţađ aftur á ný,

ég skal láta helst vegna ţín,

- heilsađu öllu fólkinu, kindin mín.

 

heilsađu öllu fólkinu og gerđu ţađ rétt.“

Kyssir hún á hönd sína og ţá er hún nett,

kyssir hún á hönd sína og heilsar án móđs;

allir í húsinu óska henni góđs,

allir í húsinu ţegar í stađ

taka til ađ gleđja hana, satt er ţađ,

taka til ađ gleđja hana, ganga svo inn.

Guđný og Rósa međ teketilinn,

Guđný og Rósa međ glóđarker.

Ansar hann afi: „Nú líkar mér;“

ansar hann afi viđ yngri Jón ţá:

„Taktu ofan bollana og skenktu ţar á,

taktu ofan bollana og gáđu ađ ţví,

sparađu ekki sykriđ ađ hneppa ţar í,

sparađu ekki sykriđ ţví ţađ hef ég til,

allt vil ég gera Guđrúnu í vil,

allt vil ég gera fyrir ţađ fljóđ;

 

langar ţig í sýrópiđ, dóttir mín góđ?

langar ţig í sýrópiđ?“ afi kvađ.

„Ći ja ja, dáindi ţykir mér ţađ.

Ći ja ja, daindi ţykir mér te.“

„Má ég bjóđa ţér mjólkina?“ - „Meira en svo sé.“

„Má ég bjóđa ţér mjólkina? Bíđ ţú ţá viđ.

Sćktu fram rjóma í trogshorniđ,

sćktu fram rjóma, Vilborg, fyrst,

- vertu ekki lengi, ţví stúlkan er ţyrst,

vertu ekki lengi, ţví nú liggur á.“

Jón fer ađ skenkja á bollana ţá,

Jón fer ađ skenkja, ekki er ţađ spé,

sírópiđ, mjólkina, sykur og te,

sírópiđ, mjólkina, sýpur hún á;

sćtt mun ţađ vera. „Smakkiđ ţiđ á.“

Sćtt mun ţađ vera, sýpur hún af lyst,

ţangađ til ketillinn allt hefur misst,

ţangađ til ketillinn ţurr er í grunn,

ţakkar hún fyrir međ hendi og munn,

ţakkar hún fyrir og ţykist nú hress.

„Sittu nokkuđ lengur til samlćtis.

sittu nokkuđ lengur, sú er mín bón.“

Kallar hann afi á eldra Jón,

kallar hann afi: „Kom ţú til mín,

- sćktu ofan í kjallara messuvín,

sćktu ofan í kjallara messuvín og mjöđ,

ég ćtla ađ veita henni, svo hún verđi glöđ,

ég ćtla ađ veita henni vel um stund.“

Brátt kemur Jón á föđur síns fund,

brátt kemur Jón međ brennivínsglas,

ţrífur hann staupiđ, ţó ţađ sé mas,

ţrífur hann staupiđ og steypir ţar á;

til er henni drukkiđ og teygar hún ţá,

til er henni drukkiđ ýmislegt öl,

glösin og skálarnar skerđa hennar böl,

glösin og skálarnar ganga um kring,

gaman er ađ koma á svoddan ţing,

- gaman er ađ koma ţar Guđný ber

ljósiđ í húsiđ, ţá húmiđ ađ fer.

Ljósiđ í húsiđ logar svo glatt,

amma gefur brauđiđ, og er ţađ satt,

amma gefur brauđiđ og ostinn viđ;

Margrét er ađ skemmta ađ söngvara siđ,

Margrét er ađ skemmta, ţađ er henni sýnt,

- ţá kemur Markús og dansar svo fínt,

ţá kemur Markús í máldrykkjulok,

leikur hann fyrir međ latínusprok,

leikur hann fyrir međ lystugt ţel

- Ljóđin eru ţrotin og lifiđ ţiđ vel.

 

             Kolbeinn Ţorsteinsson
                             (1731-1783)

                    prestur í Miđdal.

 

 

 

 

 

 

Svo koma jólin

 

Ótal mörgu er ađ sinna

ennţá margt sem ţarf ađ finna

enginn tími til ţess nú, ađ taka sér neitt frí

vantar ţetta vantar hitt

veskiđ löngu orđiđ milt,

autt og tómt og krítarkortin komi hćttu í

 

Á rölti milli búđa svo ég býsnast yfir ţví

ađ bođskapurinn eigi hvergi skjól

og ég sest loks uppí bílinn minn og lofa sjálfum mér

ađ ég láti ekki svona nćstu jól

 

En svo koma jólin, međ börnunum ég sit viđ jólatréđ

Svo koma jólin, og ennţá sama undriđ hefur skeđ
hver gjöf af ástúđ gefin er,

gleđin sem um húsiđ fer

allir syngja saman heims um ból

ég veit ađ svona, og ađeins svona vil ég halda jól

 

En svo koma jólin, međ börnunum ég sit viđ jólatréđ

Svo koma jólin, og ennţá sama undriđ hefur skeđ
hver gjöf af ástúđ gefin er,

og gleđin sem um húsiđ fer

allir syngja saman heims um ból

ég veit ađ svona, og ađeins svona vil ég halda jól

 

Björgvin Halldórsson / Bo

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Göngum viđ í kringum 

 

Göngum viđ í kringum einiberjarunn, 

einiberjarunn, einiberjarunn. 

Göngum viđ í kringum einiberjarunn, 

snemma á mánudagsmorgni. 

 

Svona gerum viđ er viđ ţvoum okkar ţvott, 

ţvoum okkar ţvott, ţvoum okkar ţvott, 

svona gerum viđ ţegar viđ ţvoum okkar ţvott, 

snemma á mánudagsmorgni. 

 

Snemma á Ţriđjudagsmorgni: Vindum okkar ţvott 

Snemma á Miđvikudagsmorgni: Hengjum okkar ţvott 

Snemma á Fimmtudagsmorgni: Teygjum okkar ţvott 

Snemma á Föstudagsmorgni: Straujum okkar ţvott 

Snemma á Laugardagsmorgni: Skúrum okkar gólf 

Snemma á Sunnudagsmorgni: Greiđum okkar hár 

Seint á Sunnudagsmorgni: Göngum kirkjugólf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kemur hvađ mćlt var

 

Kemur hvađ mćlt var viđ mannkyn fram:

Móđir leggur barn í hálm.

Englar allt um kring

hefja sćtan söng,

flytja ţakkargjörđ,

bođa friđ á jörđ.

 

Sveinninn sem hlýtur ţar hvílu' í kró,

hverjum Drottni' er ćđri ţó.

Englar allt um kring

hefja sćtan söng,

flytja ţakkargjörđ,

bođa friđ á jörđ.

 

Reisir sú barnshönd, sem ritađ er,

ríki Guđs í heimi hér.

Englar allt um kring

hefja sćtan söng,

flytja ţakkargjörđ,

bođa friđ á jörđ.

 

                Ţorsteinn Valdimarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hátíđ fer ađ höndum ein

 

Hátíđ fer ađ höndum ein,

hana vér allir prýđum.

Lýđurinn tendri ljósin hrein,

líđur ađ tíđum,

líđur ađ helgum tíđum.

 

Gerast mun nú brautin bein,

bjart í geiminum víđum.

Ljómandi kerti' á lágri grein.

Líđur ađ tíđum,

líđur ađ helgum tíđum.

 

Sćl mun dilla, silkirein,

syninum, undurfríđum.

Leiđ ei verđur ţá lundin nein.

Líđur ađ tíđum,

líđur ađ helgum tíđum.

 

           Jóhannes úr Kötlum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Drengur Maríu

 

Býsn fyrir löngu í Betlehem

bókin helga greinir frá:

Jólabarniđ Jesús var

í jötu lagđur ţá.

 

Heyrum engla hefja söng:

Vér hyllum konung ţann

er María fćđir mćt um jól

ţví mannkyn frelsar hann.

 

Ómur lúđra og englakór

ţann ungsvein hylla vann

er María fćddi mćt um jól

og mannkyn frelsar hann.

 

Hjarđmenn sinni hjörđ viđ ból

héldu ţessa nćturstund.

Af hćđum stjarna og himnakór

ţá helgađi ţeirra lund.

 

Heyrum engla hefja söng:

Vér hyllum konung ţann

er María fćđir mćt um jól

ţví mannkyn frelsar hann.

 

Til Betlehem ţađ kćra kvöld

komu María og Jósep međ.

Til ţess ađ fćđa frelsarann,

fann hún hvergi auđan beđ.

 

Heyrum engla hefja söng:

Vér hyllum konung ţann

er María fćđir mćt um jól

ţví mannkyn frelsar hann.

 

Loks fundu ţau sér lítiđ skjól

ţar í lágum kofa inn

og í fjárhúsjötu fyrstu jól

fćddi María drenginn sinn.

 

Heyrum engla hefja söng:

Vér hyllum konung ţann

er María fćđir mćt um jól

ţví mannkyn frelsar hann.

 

Býsn fyrir löngu í Betlehem

bókin helga greinir frá:

Jólabarniđ Jesús var

í jötu lagđur ţá.

 

               Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólasveinninn kemur í kvöld

 

Nú hlustum viđ öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll ţví áđan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann arkar um sveit og arkar í borg

og kynja margt veit um kćti og sorg.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann sér ţig er ţú sefur,

hann sér ţig vöku í.

og góđum börnum gefur hann

svo gjafir, veistu' af ţví.

Nú hlustum viđ öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll ţví áđan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!

 

Međ flautur úr tré og fiđlur í sekk,

bibbidíbe og bekkedíbekk.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Og brúđur í kjól sem bleyta hvern stól,

flugvélar, skip og fínustu hjól.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Og engan ţarf ađ hryggja

ţví allir verđa međ

er börnin fara' ađ byggja sér

bć og ţorp viđ jólatréđ.

Hć! Nú hlustum viđ öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll ţví áđan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld.

 

                          Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vöggusálmurinn

 

Sofđu, Jesús, sofđu rótt,

senn er nótt,

sćng viđ búum ţér nú hljótt.

Ţér viđ vöggum, vöggum, vöggum,

Ţér viđ vöggum, vöggum, vöggum.

Hvíldu undir okkar sćng

eins og fugl viđ móđur vćng.

 

Maríubarn, ó, blunda nú,

blunda nú,

Blíđra drauma njótir ţú.

Ţér viđ vöggum, vöggum, vöggum,

Ţér viđ vöggum, vöggum, vöggum.

Ţér viđ fylgjum ţína slóđ

og ţér viđ syngjum vögguljóđ.

 

                     Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jesús ţú ert vort jólaljós

 

Jesús ţú ert vort jólaljós,

um jólin ljómar ţín stjarna.

Ţér englarnir kveđa himneskt hrós,

ţađ hljómar og raust Guđs barna.

Skammdegismyrkriđ skyggir svart,

ţó skugga sjáum ei tóma.

Ţú ljósiđ á hćđum, blítt og bjart,

ţú berđ oss svo fagran ljóma.

 

Jesús ţú ert vort jólatré,

á jörđu plantađur varstu.

Ţú ljómandi ávöxt lést í te

og lifandi greinar barstu.

Vetrarins frost ţó hér sé hart

og hneppi lífiđ í dróma

ţú kemur veđ vorsins skrúđ og skart

og skrýđir allt nýjum blóma.

 

Jesús, ţú ert vor jólagjöf,

sem jafnan besta vér fáum.

Ţú gefinn ert oss viđ ystu höf,

en einkum ţó börnum smáum.

Brestur oss alla býsna margt.

Heyr barnavarirnar óma.

Ţú gefur oss lífsins gulliđ bjart

ţví gleđinnar raddir hljóma.

 

                     Valdimar Briem

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fjarri í jötu

 

Svo fjarri í jötu svo fagur ađ sjá

minn frelsari góđur í heyinu lá

og stjörnurnar ljómuđu’ og lýstu ţar inn

sem liggjandi í jötu svaf frelsari minn.

 

Og dýrin hann vakandi umkringdu öll

og umhverfiđ breyttist í skínandi höll.

Ó, ver hjá mér Drottinn og vak yfir mér

svo villist ég ekki í burtu frá ţér.

 

                            Hannes Flosason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólin 1891

 

Fullvel man ég fimmtíu ára sól,

fullvel meir en hálfrar aldar jól.

Man ţađ fyrst er sviptur allri sút

sat ég barn međ rauđan vasaklút.

 

Kertin brunnu bjart í lágum snúđ,

brćđur fjórir áttu ljósin prúđ.

Mamma settist sjálf viđ okkar borđ,

sjáiđ, ennţá man ég hennar orđ:

 

„Ţessa hátíđ gefur okkur Guđ,

Guđ hann skapar allan lífsfögnuđ,

án hans gćsku aldrei sprytti rós,

án hans náđar dći sérhvert ljós.

 

Ţessi ljós sem gleđja ykkar geđ

Guđ hefur kveikt svo dýrđ hans gćtuđ séđ.

Jólagleđin ljúfa lausnarans

leiđir okkur nú ađ jötu hans.“

 

Síđan hóf hún heilög sagnamál,

himnesk birta skein í okkar sál.

Aldrei skyn né skilningskraftur minn

skildi betur jólabođskapinn.

 

             Matthías Jochumsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ó, Jesúbarn blítt

 

Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt

ţitt ból er hvorki mjúkt né hlýtt.

Ţú komst frá háum himnastól

međ helgan friđ og dýrđleg jól.

Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt.

 

Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt

ţú bauđst mér gleđiefni nýtt.

Ţinn föđur á himnum ég einnig á

og ekkert mér framar granda má.

Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt.

 

Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt

ţú bróđir minn ert og allt er nýtt.

Ţú komst í heim međ kćrleik ţinn,

ţú komst međ gleđibođskapinn.

Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt

 

                            Margrét Jónsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag er glatt í döprum hjörtum

 

Í dag er glatt í döprum hjörtum

ţví Drottins ljóma jól.

Úr niđa myrkrum nćtursvörtum

upp náđar rennur sól.

Er vetrar geisar stormur stríđur

ţá stendur hjá oss friđarengill blíđur.

Og ţegar ljósiđ dagsins dvín

:/: oss Drottins birta kringum skín. :/:

 

Oss öllum mikinn fögnuđ flytur

sá friđarengill skćr:

„Sá Guđ er hćst á himni situr

er hér á jörđ oss nćr,

sá Guđ, er rćđur himni háum

hann hvílir nú í dýrastalli lágum,

sá Guđ er öll á himins hnoss

:/: varđ hold á jörđ og býr međ oss.“:/:

 

Ó, dýrđ sé ţér í hćstum hćđum,

er hingađ komst á jörđ.

Á međan lifir líf í ćđum

ţig lofar öll ţín hjörđ.

Á međan tungan má sig hrćra,

á međan hjartađ nokkuđ kann sig bćra,

hvert andartak, hvert ćđarslag

:/: Guđs englar syngi dýrđarlag. :/:

 

                          Valdimar Briem

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hin fyrstu jól

 

Ţađ dimmir og hljóđnar í Davíđsborg,

í dvala sig strćtin ţagga.

Í bćn hlýtur svölun brotleg sál

frá brunni himneskra dagga.

Öll jörđin er sveipuđ jólasnjó

og jatan er ungbarns vagga.

 

Og stjarna skín gegnum skýjahjúp

međ skćrum lýsandi bjarma.

Og inn í fjárhúsiđ birtan berst

og barniđ réttir út arma,

en móđirin, sćlasti svanni heims

hún sefur međ bros um hvarma.

 

Og hjarđmađur birtist, um húsiđ allt

ber höfga reykelsisangan.

Í huga flytur hann himni ţökk

og hjalar viđ reifarstrangann.

Svo gerir hann krossmark, krýpur fram

og kyssir barniđ á vangann.

 

                  Kristján frá Djúpalćk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá ljósanna hásal

 

Frá ljósanna hásal ljúfar stjörnur stara

og stafa um nćturhúmiđ geislakrans.

Fylkingar engla létt um loftiđ fara

og ljúfir söngvar hljóma

um lífsins helgidóma,

um eilíft heilagt alveldi kćrleikans.

 

Ó, heilaga stjarna rjúf ţú vođans veldi

og varđađu jarđarbarnsins myrka stig.

Ljósanna fađir lát á helgu kveldi

hvert fávíst hjarta finna

til friđar barna ţinna.

Gef föllnum heimi ráđ til ađ nálgast ţig.

 

                            Jens Hermannsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klukknahreim

 

Klukknahreim, klukknahreim

hljóma’ um fjöll og fell,

klukknahreim, klukknahreim

ber á bláskinssvell.

Stjarnan mín, stjarnan ţín

stafar geislum hjarn.

Gaman er ađ geta’ um jól

glađst sem lítiđ barn.

 

Ţótt ei sjái sól,

sveipar jarđarból

hug og hjarta manns

heilög birta’ um jól.

Mjöllin heiđ og hrein

hylur laut og stein.

Á labbi má ţá löngum sjá

lítinn jólasvein.

 

Klukknahreim, klukknahreim......

 

Komiđ, komiđ međ

kringum jólatréđ.

Aldrei hef ég eins

augnaljóma séđ.

Björn fćr hlaupahjól,

Halla nýjan kjól.

Sigga brúđu sína viđ

syngur „Heims um ból“.

 

Klukknahreim, klukknahreim......

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hinn forni söngur fór um jörđ

 

Hinn forni söngur fór um jörđ

og fagnađ var ţá nótt

er englar höfđu himnum frá

í heim til manna sótt.

 

„Vér fćrum yđur friđ á jörđ

og farsćld dćgrin löng.“

En mannkind hlýddi hljóđlát á

ţann hljóm af englasöng.

 

Um loftin myrk ţeir liđu skjótt

og lýstu sína slóđ,

en yfir jarđneskt blóđ og böl

ţá breiddist tónaflóđ.

 

Um auđnir, fjöll og úthöf víđ,

um ís og vötnin ströng

ţar heyra mátti hátt og skýrt

ţann hljóm af englasöng.

 

                      Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á ţeim langa vetri

 

Á ţeim langa vetri

oft var frost og hríđ,

fold í frera bundin,

fátt um veđur blíđ.

Ofan gaf ţá snjó á snjó,

snjó ofan á snjó,

á ţeim langa vetri

í eina tíđ.

 

Af himnum prins  var sendur

međ hjálprćđi til manns.

En voru trúir ţegnar

í víđu ríki hans?

Á ţeim langa vetri,

undir fjárhússvist,

í jötu fćddi María

Jesúm Krist.

 

Fráleitt má ég snauđur

fćra honum neitt.

Ef ég vćri ríkur

allt vćri ţađ breytt,

og lćrđur gćti látiđ

lćrdómsvitiđ sitt.

En eitt get ég ţó gefiđ:

Gefiđ hjarta mitt.

 

        Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enn fagnar heimur

 

Enn fagnar heimur helgri nótt

á himni stjörnur skína rótt

og kertaljósin lýsa húm

á litlum kveik viđ barnsins rúm.

 

Og ţjóđir gleyma ţraut og sorg

viđ ţrönga jötu' í Davíđs borg

og eygja bjarma enn af von. –

Ţar er hann fćddur, mannsins son.

 

Ţví hann, sem braut ei brákađ strá,

hann brýtur fjötra og virki há

og gerir frelsiđ lýđum ljóst

og leggur elsku ţeim í brjóst.

 

Og ţótt hans bíđi ţyrnikrans

og ţeirra, er ganga í fótspor hans,

og sálir nísti hörmung hörđ,

hans hugsjón mun ţó sigra' á jörđ.

 

                     Ţorsteinn Valdimarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Friđur friđur frelsarans

 

Friđur, friđur frelsarans,

finni leiđ til sérhvers manns.

Yfir höf og yfir lönd

almáttug nćr drottins hönd.

Hans er lífiđ, hans er sól,

hann á okkar björtu jól.

:/: Börn viđ erum börnin smá,

börn, sem Drottinn vakir hjá. :/:

 

Friđur, friđur fögur jól,

frelsarinn er vörn og skjól.

Verum örugg, verum trú,

verum glöđ á jólum nú.

Veitum öđrum von og yl

vermum allt sem finnur til.

:/: Börn viđ erum börnin smá,

börn, sem Drottinn vakir hjá. :/:

 

Friđur sé um fold og haf

friđarbođskap Jesús gaf.

Fátćkur hann fćddur var,

fađir ljóssins ţó hann var.

Ljóssins fađir, ljós ţín skćr

lýsi öllum nćr og fjćr.

:/: Börn viđ erum börnin smá,

börn, sem Drottinn vakir hjá. :/:

 

              Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hljóđa nótt

 

Hljóđa nótt, heilaga nótt.

Vćrđ á fold, vaka tvö

Jósep og María jötuna viđ,

jól eru komin međ himneskan friđ.

:/:Fćtt er hiđ blessađa barn. :/:

 

Hljóđa nótt, heilaga nótt.

Hirđum fyrst heyrin kunn

gleđirík, fagnandi engilsins orđ,

ómfögur berast frá himni á storđ:

:/: Fćddur er frelsari ţinn. :/:

 

Hljóđa nótt, heilaga nótt.

Sonur guđs signir jörđ.

Myrkriđ ţađ hopar viđ hćkkandi dag

hvarvetna sungiđ er gleđinnar lag:

:/: Kristur er kominn í heim. :/:

 

                Joseph Mohr – Sigurjón Guđjónsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Međan hirđarnir fátćku

 

Međan hirđarnir fátćku hvíldust svo rótt,

sinnar hjarđar ţeir gćttu um kalda nótt,

ţá kom engillinn sem fegursta bođskapinn bar

og hann birtist í söngnum er hljómađi ţar.

Halelúja, halelúja,

fćddur er lausnari mannanna.

 

Ţegar hirđarnir vakna ţeir sáu ţá sýn

hvar sindrandi leiftur í austrinu skín.

Var sem dagsbirtan sveipađi hauđur og haf.

Ţađ var himneska stjarnan sem birtuna gaf.

Halelúja, halelúja,

fćddur er lausnari mannanna.

 

Ţessi stjarna, sem vitringum vísađi leiđ

til ađ vitja ţess konungs sem heimurinn beiđ,

yfir Betlehemsvöllum hún benti ţeim á

hvar barniđ í fjárhúsajötunni lá.

Halelúja, halelúja,

fćddur er lausnari mannanna.

 

Inn til barnsins gengu vegmóđir vitringar

til ađ veita ţví tákn sinnar lotningar,

beygđu kné, en hjörtu ţeirra af fögnuđi full,

vildu fćra ţví reykelsi, myrru og gull.

Halelúja, halelúja,

fćddur er lausnari mannanna.

 

Litla barniđ, sem í jötu svo veikburđa var,

hefur veriđ oss tilefni fagnađar.

Látum hljóma ţennan frelsis og fagnađaróđ

ţar til friđurinn ríkir međ sérhverri ţjóđ.

Halelúja, halelúja,

fćddur er lausnari mannanna.

 

                       Guđmundur Guđbrandsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ó, hve dýrđleg er ađ sjá

 

Ó, hve dýrđleg er ađ sjá

alstirnd himins festing blá,

ţar sem ljósin gullnu glitra,

glöđu leika brosi' og titra

:/: og oss benda upp til sín. :/:

 

Nóttin helga hálfnuđ var,

huldust nćrfellt stjörnurnar,

ţá frá himinboga' ađ bragđi

birti' af stjörnu,' um jörđu lagđi

ljómann hennar sem af sól. :/:

 

Ţegar stjarna' á himni hátt

hauđur lýsir miđja' um nátt,

sögđu fornar sagnir víđa;

sá mun fćđast međal lýđa

:/: konungur sem ćđstur er. :/:

 

Vitringar úr austurátt

ei ţví dvöldu' en fóru brátt

ţess hins komna kóngs ađ leita,

kóngi lotning ţeim ađ veita

:/: mestur sem ađ alinn er. :/:

 

Stjarnan skćr ţeim lýsti leiđ,

leiđin ţannig varđ ţeim greiđ,

uns ţeir sveininn fundu fríđa.

Fátćk móđir vafđi´hinn blíđa

:/: helgri' í sćlu' ađ hjarta sér. :/:

 

             Grundtvig-Stefán Thorarensen

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um bjarta nóttu

 

Um bjarta nóttu barst um heim

fyrst blessađ jólaljóđ

er hersveit engla í heiminn kom

međ helgan gleđióđ.

„Nú sátt og friđur sé á jörđ

og sigruđ neyđ og ţröng.“

Í helgum kyrrţey heimur beiđ

og hlýddi' á englasöng.

 

Nú enn vér sjáum sömu dýrđ

og sömu englahjörđ,

og enn vér heyrum helgan söng

sem hljómar dimmri jörđ,

ţví hćrra gćfu, harmi, neyđ

og hversdags ys og ţröng

og hćrra öllum heimsins gný

vér heyrum englasöng.

 

Ó, ţér, sem byrđi beygir ţung

og brennheit felliđ tár,

sem gangiđ áfram grýtta leiđ

svo gróa engin sár,

ó, sjá, nú ljómar ljósiđ bjart

og líđur englahjörđ

á hvítum vćngjum himni frá

međ helgan friđ á jörđ.

 

              Bjarni Eyjólfsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Folaldiđ mitt hann Fákur

 

Folaldiđ mitt hann Fákur

fćddur var međ hvítan hóf.

Og er hann áfram sentist

öll varđ gatan reykjarkóf.

 

Hestarnir, allir hinir,

hćddu Fák og settu hjá.

Í stađ ţess ađ stökkva' í leikinn

stóđ hann kyrr og horfđi á.

 

Milli élja' á jólakvöld

jólasveinninn kom:

„Fć ég ţig nú Fákur minn

fyrir stóra sleđann minn?“

 

Ţá urđu klárar kátir,

kölluđu í einni hjörđ:

„Fákur međ fótinn hvíta

frćgur er um alla jörđ.“

 

            Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann er fćddur frelsarinn

 

Hann er fćddur frelsarinn.

Nú fagnar óbó og flautan skćra.

Hann er fćddur frelsarinn,

fögnum viđ ţeirri gleđigjöf.

 

Eins og vindur um veröld fór

vonin er ţú heim í fćddist.

Eins og vindur um veröld fór

vísar stjarnan á hirđakór.

 

Hann er fćddur...........

 

Lágt í stalli liggur hann,

liggur ţar í reifum vafinn.

Lágt í stalli liggur hann

lýsir stjarnan á sérhvern mann.

 

Hann er fćddur........

 

Ásýnd hans er heiđ og hrein,

hjarta mitt af gleđi syngur.

Ásýnd hans er heiđ og hrein,

hjartađ lofar hinn unga svein.

 

Hann er fćddur...........

 

Jesús, meistari, mćti son,

mannsins bur og göfgi herra.

Jesús, meistari, mćti son,

minning ţín er heimsins von.

 

Hann er fćddur...........

 

                        Gunnlaugur V. Snćvarr

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú ljóma aftur ljósin skćr

        (Lag: Viđ kveikjum einu kerti á)

 

Nú ljóma aftur ljósin skćr

um lönd og höf í nótt

og húmiđ lífsins ljóma fćr

er leiftrar stjarna gnótt.

 

Ţá flutt er mönnum fregnin sú

ađ fćddur oss sé hann

er fćrir birtu, friđ og trú

og fró í sérhvern rann.

 

Ó, stjarna lát ţú lýsa enn

ţitt ljós međ von og trú

svo öđlist friđ ţann allir menn

er ćtíđ bođar ţú.

 

Í sorgmćdd hjörtu sendu inn

ţín signuđ ljósin blíđ

og hugga hvern er harmar sinn

á helgri jólatíđ.

 

                 Gunnlaugur V. Snćvarr

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einu sinni í ćttborg Davíđs

 

Einu sinni í ćttborg Davíđs

ofur hrörlegt fjárhús var.

Fátćk móđir litverp lagđi

lítiđ barn í jötu ţar.

Móđir sú var meyjan hrein,

mjúkhent reifum vafđi svein.

 

Kom frá hćđum hingađ niđur

hann sem Guđ og Drottinn er.

Jatan varđ hans vaggan fyrsta,

vesćlt skýli kaus hann sér.

Snauđra gekk hann međal manna,

myrkriđ ţekkti' ei ljósiđ sanna.

 

Móđur blíđri barniđ helga

bernsku sinnar dögum á

hlýđni sýndi' og virđing veitti,

vann ţađ starf er fyrir lá.

Kristin börn í bernskurann

breyta vilja eins og  hann.

 

Ćska hans var ćsku vorrar

ćđst og sönnust fyrirmynd.

Hann var lítill, óx međ aldri,

átti bros og táralind.

Hann ţví skilur hryggđ í geđi,

hann er međ í leik og gleđi.

 

Loks vér sjá hann fáum frelsuđ

fyr' hans blóđ og sáttargjörđ.

Ţví ţađ barn, svo blítt og hlýđiđ,

ber nú allt á himni' og jörđ,

börn sín leiđir áfram öll

upp til sín í dýrđarhöll.

 

Ei á jörđ í jötu lágri

jólabarniđ sjáum ţá.

Viđ Guđs hćgri hönd hann situr,

hann ţar fáum vér ađ sjá,

er viđ stól Guđs standa glöđ

stjörnum lík hans börn í röđ.

 

                      Friđrik Friđriksson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klukknahljóđ

 

Hjúpar hvíta mjöll,

hćđir dali' og fjöll.

Sofa' um signuđ jól

svartálfar og tröll.

Í kvöldsins kuldablć

kafa djúpan snć

jólasveinar, jólasveinar

heim ađ bóndabć.

 

Klukknahljóđ, klukknahljóđ

enn um óttubil

bónda' og fljóđ, börnin góđ

bođa kirkju til.

Klukknahljóđ, klukknahljóđ,

duna fannkrýnd fjöll.

Kátt er nú í byggđ og borg,

bjart í koti' og höll.

 

Björt á grćnni grein

glitra ljósin hrein.

Bráđum börnin sjá

birtast jólasvein.

Hylur hvíta mjöll

hćđir dali' og fjöll.

Kátt er nú í byggđ og borg,

bjart í koti' og höll.

 

Klukknahljóđ, klukknahljóđ

enn um óttubil

bónda' og fljóđ, börnin góđ

bođa kirkju til.

Klukknahljóđ, klukknahljóđ,

duna fannkrýnd fjöll.

Kátt er nú í byggđ og borg,

bjart í koti' og höll.

 

                    Loftur Guđmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Konungar úr austurátt

 

Konungar úr austurátt

áfram héldu dag og nátt.

Lýsti för um fjallasali

friđarstjarnan ţrátt.

 

Ó, stjarnan dula, stjarnan heiđ,

stjarnan okkar konungs beiđ.

Fylg oss vestur fagri gestur,

fćr oss birtu' á vora leiđ.

 

Međ gullinkrónu ađ gjöf ég kem

til grćđara míns í Betlehem.

Er sá stćrri, ćđri' og hćrri

okkur kóngum ţrem.

 

Ó, stjarnan dula...........

 

Reykelsi úr fjarlćgđ fćr

frelsari vor jötu nćr.

Klukkum hringjum, kveđum, syngjum,

krýnum ţig, Drottinn skćr.

 

Ó,  stjarnan dula...........

 

Ilmandi myrra er vor gjöf

og var flutt um sollin höf.

Sorgum léttir, sárin sléttir,

sefar harm viđ gröf.

 

Ó, stjarnan dula...........

 

Almáttugur upp nú rís

eilífur Guđ í Paradís.

Hallelúja, hallelúja,

honum ég syngja kýs.

 

Ó, stjarnan dula...........

 

                Hinrik Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ding dong

 

Ding dong dinge dinge dong!

Nú klukkur himins klingja.

Fjölda engla fyrir ber,

um friđ á jörđu syngja.

Gloria. Hosanna in excelsis.

 

Hljóma klukkur heims um ból

til hátíđar skal bjóđa.

Fögnum öll um friđarjól

međ frelsaranum góđa.

Gloria. Hosanna in excelsis.

 

Ding dong yfir mörk og miđ

skal klukkan helga hljóma.

Bođar gleđi, farsćld, friđ,

vorn fögnuđ látum óma.

Gloria. Hosanna in excelsis.

 

                 Gunnlaugur V. Snćvarr

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hin fegursta rósin er fundin

 

Hin fegursta rósin er fundin

og fagnađarsćl komin stundin.

Er frelsarinn fćddist á jörđu

hún fannst međal ţyrnanna hörđu.

 

Ţá skaparinn himinrós hreina

í heiminum spretta lét eina,

vorn gjörspilltan gróđur ađ bćta

og gjöra hans beiskjuna sćta.

 

Ţú rós mín ert ró mínu geđi,

ţú rós mín ert skart mitt og gleđi,

ţú harmanna beiskju mér bćtir,

ţú bannvćnar girndir upp rćtir.

 

                         Helgi Hálfdánarson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meiri snjó

 

Er lćgst er á lofti sólin,

ţá loksins koma jólin.

Viđ fögnum í friđ og ró,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

 

Ţađ gleđst allur krakkakórinn,

er kemur jólasnjórinn.

Og ćskan fćr aldrei nóg,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

 

Ţađ er barnanna besta stund,

ţegar byrjar ađ snjóa á grund.

Úti á flötinni fćđist hratt,

feikna snjókall međ nef og međ hatt.

 

Svo leggjast öll börn í bóliđ,

ţví bráđum koma jólin.

Ţau fagna í friđ og ró,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

 

                         Höf. ókunnur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţađ aldin út er sprungiđ

 

Ţađ aldin út er sprungiđ

og ilmar sólu mót

sem fyrr var fagurt sungiđ

af fríđri Jesserót.

Og blómstriđ ţađ á ţrótt

ađ veita vor og yndi

um vetrar miđja nótt.

 

Ţú ljúfa lilju rósin

sem lífgar heiliđ kalt

og kveikir kćrleiks ljósin

og krýnir lífiđ allt.

Ó, Guđ og mađur greiđ

oss veg frá öllu illu

svo yfirvinnum deyđ.

 

         Matthías Jochumsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Krakkar mínir komiđ ţiđ sćl

 

Krakkar mínir komiđ ţiđ sćl,

hvađ er nú á seyđi?

Áđan heyrđi ég eitthvert vćl

upp á miđja heiđi.

 

Sjáiđ ţiđ karlinn, sem kemur ţarna inn,

kannske ţađ sé blessađur jólasveinninn minn.

 

Ég hef annars sjaldan séđ

svona marga krakka.

Eitthvađ kannske er ég međ,

sem ekki er vont ađ smakka.

 

Blessađur karlinn, já komdu hérna inn,

hvađ er ţarna í pokanum jólasveinninn minn.

 

Ţađ fáiđ ţiđ seinna ađ sjá,

svona, engin lćti!

Ég er kominn fjöllum frá,

og fć mér bara sćti.

 

Segđu okkur góđi, hvađ sástu í ţinni ferđ?

Seinna máttu gef okkur dáldinn jólaverđ.

 

Eitthvađ gaman gćti ég sagt,

og geri ţađ líka feginn.

Ég hef mikiđ á mig lagt

ykkar vegna greyin.

 

Segđu okkur góđi, hvađ sástu í ţinni ferđ?

Seinna máttu gefa okkur dáldinn jólaverđ.

 

Um minn bústađ enginn veit,

utan vetrarsólin.

En ég ţramma o´ní sveit

alltaf fyrir jólin.

 

Segđu okkur góđi, hvađ sástu í ţinni ferđ?

Seinna máttu gefa okkur dáldinn jólaverđ.

 

Víđa kem ég viđ á bć,

varla er ég setztur

fyrr en börnin hrópa: "Hć

hér er jólagestur".

 

Velkominn sértu, og segđu okkur nú fljótt,

sástu ekki álfa og huldufólk í nótt?

 

Enga sá ég álfaţjóđ,

enda var ţađ bótin.

Álfar birtast, börnin góđ,

bara um áramótin.

 

Ja, ţú ert skrítinn og skemmtilegur karl,

skeggiđ ţitt er úfiđ og bústađurinn fjall.

 

Ţegar ég kom í ţessa borg,

ţađ voru mikil lćti.

Vagnarnir međ óp og org

ćđa hér um strćti.

 

Ţú ert úr fjöllunum, ţađ er líka satt.

Ţetta eru bílar, sem aka svona hratt.

 

Eitt er ţađ sem mig undrar mest,

ađ ţau farartćki,

skyldu ekki hafa hest

og hund, sem eftir rćki.

 

Aumingja karlinn, ţú kannt ţetta ekki vel.

Kerran heitir bifreiđ og gengur fyrir vél.

 

Ţađ má leika á gamlan gest,

sem galdra ţekkir lítiđ.

Enda líka finnst mér flest

furđulegt og skrítiđ.

 

Ţú ert úr fjöllunum, ţađ er svo sem von.

Ţú munt heita Pottsleikir Leppalúđason.

 

Svo er ţađ. - En segđu mér,

Siggi eđa Gvendur,

til hvers ţetta áhald er,

sem okkar á milli stendur.

 

Ţetta er nú tćkiđ, sem tala verđur í

til ţess ađ ţađ heyrist um sveit og víđan bý.

 

Ef ég vćri gömul geit

gćtuđ ţiđ svona hjalađ,

ađ ţađ heyrist upp í sveit

allt, sem hér er talađ!

 

Ţér finnst ţađ skrítiđ, en svona er ţađ nú samt.

Syngdu bara meira, ţađ heyrist langt og skammt.

 

Er ţađ satt ađ okkar tal

eignist vćngi slíka?

fljúgi yfir fjöll og dal,

og fram á sjóinn líka.

 

Ţér finnst ţađ skrítiđ, en svona er ţađ nú samt.

Syngdu bara meira, ţađ heyrist langt og skammt.

 

Heyriđ börnin heil og sćl,

hausinn minn er ţröngur.

Ţetta, sem mér virtist vćl,

var ţá krakkasöngur?

 

Auđvitađ góđi, ţađ vorum bara viđ -

viđ, sem hérna stöndum, ađ syngja í útvarpiđ.

 

                     Ţorsteinn Ö. Stephensen

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ó, Grýla

 

Grýla heitir grettin mćr,

í gömlum helli býr.

Hún unir sér í sveitinni

viđ sínar ćr og kýr.

Hún ţekkir ekki glaum og glys

né götulífsins spé

og nćstum eins og nunna er,

ţótt níuhundruđ ára sé.

 

Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla

í gamla hellinum.

 

Hún sinnir engu öđru

nema elda nótt og dag,

og hirđir ţar um hyski sitt

međ hreinum myndarbrag.

Af alls kyns mat og öđru slíku

eldar hún ţar fjöll,

oní 13 jólasveina og 80 tröll.

 

Ó Grýla, ó Grýla, Ó Grýla

í gamla hellinum.

 

Já matseldin hjá Grýlu greyi

er geysimikiđ stređ.

Hún hrćrir deig, og stórri sleggju

slćr hún buffiđ međ.

Međ járnkarli hún bryđur bein

og brýtur ţau í mél

og hrćrir skyr í stórri og sterkri

steypuhrćrivél.

 

Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla

í gamla hellinum.

 

Hún Grýla er mikill mathákur

og myndi undra ţig.

Međ matarskóflu mokar alltaf

matnum upp í sig.

Og ef hún greiđir á sér háriđ,

er ţađ mesta basl,

ţví ţađ er reitt og rifiđ

eins og ryđgađ víradrasl.

 

Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla

í gamla hellinum.

 

Og hjá ţeim Grýlu og Leppalúđa

ei linnir kífinu,

ţótt hann Grýlu elski alveg

út úr lífinu.

Hann eltir hana eins og flón,

ţótt ekki sé hún fríđ.

Í sćluvímu sama lagiđ

syngur alla tíđ:

 

Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla,

ég elska bara ţig.

 

                Ómar Ragnarson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Englakór frá himnahöll

 

Englakór frá himnahöll

hljómar yfir víđa jörđ.

Enduróma fold og fjöll

flytja glađa ţakkargjörđ.

 

Gloría in exelcis deo.

 

Hirđar ţví er hátíđ nú,

hví er lofiđ fullt af söng.

Hver er fergnin helga sú

er heyrir vetrarnóttin löng.

 

Gloría in exelcis deo.

 

Kom í Betlehem er hann,

heill sem allir veröld fćr.

Kom í lágan lítinn rann,

lausnara sínum krjúptu nćr.

 

Gloría in exelcis deo.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ó, helga nótt

 

Ó helga nótt, ţín stjarna blikar blíđa,

Ţá barniđ Jesús fćddist hér á jörđ.

Í dauđa myrkrum daprar ţjóđir stríđa,

uns Drottinn birtist sinni barna hjörđ.

Nú glćstar vonir gleđja hrjáđar ţjóđir

ţví Guđlegt ljós af háum himni skín.

Föllum á kné, nú fagna himins englar.

Frá barnsins jötu blessun streymir,

blítt og hljótt til ţín.

Ó helga nótt, ó heilaga nótt.

 

Vort trúar ljós, ţađ veginn okkur vísi,

hjá vöggu Hans viđ stöndum hrćđ og klökk

Og kyrrlát stjarna kvöldsins öllum lýsi,

er koma vilja hér í bćn og ţökk.

Nú konungurinn Kristur Drottinn fćddist

hann kallar oss í bróđur bćn til sín.

Föllum á kné, nú fagna himins englar,

hjá lágum stalli lífsins kyndill,

ljóma, fagurt skín.

Ó helga nótt, Ó heilaga nótt.

 

               Sigurđur Björnsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á dimmri nóttu

 

Á dimmri nóttu bárust bođ

um bjartan nýjan dag.

Guđ sendi engla sína til

ađ syngja dýrđar lag.

Hann framtíđ jarđar börnum býr

og bođar fögnuđ ţeim,

ţví kćrleikur sem kuldinn flýr

nú kom í ţennan heim.

 

Ađ heyra bođin himni frá

fćr heimi ţínum breytt.

Ţau bođ ađ heilög himinsdýr

sé hjarta ţínu veitt.

Guđ lćtur ekkert aftra sér

og auđgar barniđ sitt.

Hann gefur jóla gleđi ţér

Og guđsríkiđ er ţitt.

 

Guđs engill flytur enn ţá bođ

međ undur skćrri raust

Um sálarfriđ, um frelsi til

ađ fagna ótta laust.

Á jólahátíđ heilög kyrrđ

fćr hugann leyst úr ţröng

ţví heimurinn á hljóđa stund

og heyrir engla söng.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólahjól

 

Undir jóla hjóla tré

er pakki

Undir jóla hjóla tré

er vođalega stór pakki

í silfurpappír

og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn

 

Skild'a vera jólahjól

Skild'etta vera jólahjól

Skild'a vera jólahjól

Skild'etta vera jólahjól

 

Úti í jólahjólabć slćr klukka

úti í jólahjólabć hringir jólahjólaklukkan jólin inn

Ég mćni útum grá glugga

og jólasveinninn glottir bakviđ ský

út í bćđi

 

Skild'a vera jólahjól

Skild'etta vera jólahjól

Skild'a vera jólahjól

Skild'etta vera jólahjól

 

Mamma og pabbi

ţegja og vilja ekkert segja

 

Skild'a vera jólahjól

Vona ađ ţetta sé nú jólahjól

Ađ ţetta sé nú jólahjól

óóóójeeeee

 

Undir jóla hjóla tré

er pakki

Undir jóla hjóla tré

er vođalega stór pakki

í silfurpappír

og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn

út í bćđi.

 

Skild'a vera jólahjól

Skild'etta vera jólahjól

Skild'a vera jólahjól

Skild'etta vera jólahjól

...

skildetta vera hjólajól?

ćtli ţađ sé mótorhjól

 

                 Sniglabandiđ

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólin koma

 

Er nálgast jólin lifnar yfir öllum

ţađ er svo margt sem ţarf ađ gera ţá

og jólasveinar fara upp á fjöllum

ađ ferđbúast og koma sér á stjá.

 

Jólin koma, jólin koma,

og ţeir kafa snjó á fullri fart,

jólin koma, jólin koma,

allir búast í sitt besta skart.

 

Hann er svo blankur auminginn hann pabbi

ađ ekki gat hann gefiđ mömmu kjól.

Svo andvarpađi' hann út af búđarlabbi:

„Ţađ er svo dýrt ađ halda ţessi jól.“

 

Jólin koma, jólin koma,

blessuđ krakkar forđist glaum og gól.

Jólin koma, jólin koma,

eignist kyrrđ og friđ um heilög jól.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gefđu mér gott í skóinn

 

Gefđu mér gott í skóinn

góđi jólasveinn í nótt.

Úti ţú arkar snjóinn,

inni sef ég vćrt og rótt.

Góđi, ţú mátt ei gleyma

glugganum er sef ég hjá.

Dásamlegt er ađ dreyma

um dótiđ sem ég fć ţér frá.

 

Góđi sveinki gćttu' ađ skó

gluggakistunni' á,

og ţú mátt ei arka hjá

án ţess ađ setja neitt í ţá.

Gefđu mér eitthvert glingur

góđi jólasveinn í nótt.

Međan ţú söngva syngur

sef ég bćđi vćrt og rótt.

 

Gefđu mér gott í skóinn

góđi jólasveinn í nótt.

Úti ţú arkar snjóinn,

inni sef ég vćrt og rótt.

Góđi, ţú mátt ei gleyma

glugganum er sef ég hjá.

Dásamlegt er ađ dreyma

um dótiđ sem ég fć ţér frá.

 

Ó, hve skelfing yrđi' ég kát

ef ţú gćfir mér

ein dúkku, ígulker

eđa bara hvađ sem er.

Gefđu mér eitthvert glingur

góđi jólasveinn í nótt.

Međan ţú söngva syngur

sef ég bćđi vćrt og rótt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfir fannhvíta jörđ

 

Yfir fannhvíta jörđ leggur friđ

ţegar fellur mjúk logndrífa á grund,

eins og heimurinn hinkri ađeins viđ,

haldi niđri sér anda um stund.

Eftirvćntingu í augum má sjá,

allt er einhvađ svo spennandi í dag.

Jafnvel kisa hún tiplar á tá,

ţorir tćplega ađ mala sitt lag.

 

Svo berst ómur

og samhljómur

til eyrna af indćlum söng.

Tvírćđ bros mćtast

og börnin kćtast,

en biđin er börnunum löng.

Loksins kveikt er á kertum í bć,

ţá er kátt um öll mannana ból.

Og frá afskekktum bć út viđ sć,

ómar kveđjan um Gleđileg jól.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Betlehemsvöllum 

Á Betlehemsvöllum ţar birtist um nótt, 
hinn blessađi engill, sem bođar oss skjótt: 
Nú fagniđ og gleđjist ţví frelsarinn er 
oss fćddur í heiminn á völlunum hér. 

Í lágreista jötu hér lausnarinn fyr 
var lagđur í hálminn viđ fjárhússins dyr. 
Ţar stjarnan á himninum blikađi blítt, 
og birtuna lagđi um andlit hans frítt. 

Og dýrin á völlunum vaka ţá nótt, 
en vindurinn sefur og allt er svo hljótt. 
Nú barniđ í jötunni brosir ţér viđ, 
og blessun ţví fylgir, ţađ gefur ţér friđ. 

Ó ver hjá mer Jesús, ó veit mér ţá bón, 
ađ vernda mig ćtíđ svo bíđi ei tjón, 
og blessa ţú ávallt öll börnin ţín smá, 
sem biđja ţess heitast ađ lifa ţér hjá.

                            Sigurđur Björnsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bođskapur Lúkasar

Forđum í bćnum Betlehem
var borinn sá sem er
sonur guđs sem sorg og ţraut
og syndir manna ber

Viđlag:
,;Hlustiđ englar himnum af
ţeim herra greina frá
sem lagđur var í
lágan stall, en lýsir jörđu á;,

Hirđum sem vöktu heiđum á
og hjarđa gćttu um nótt
englar gleđi fluttu fregn
um frelsun allri drótt

Viđlag

Vitringum lýsti langan veg
sú leiđar stjarna hrein
sem ljóma heimi breyskum ber
og bćtir hölda mein

Viđlag

                 Haukur Ágústsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heilög Lúsía

Hljóđ er hin höfga nótt.
Hćgum í blćnum
dormar nú sérhver drótt.
Dimmt er í bćnum.
Birtir af kertum brátt,
blíđ mćrin eyđir nátt:
heilög Lúsía,
heilög Lúsía.

Veröld í vćndum á
vonglađar stundir.
Ljósdýrđ frá himnum há
hríslast um grundir,
Drottins ţví bjarma ber
blessuđ mćr öllum hér,
heilög Lúsía,
heilög Lúsía.

Líđa um lönd og sć
ljúfsćtir ómar.
Streyma frá byggđ og bć
blćfagrir hljómar.
Hennar lof heyrast skal
himins um bjartan sal
helgrar Lúsíu,
helgrar Lúsíu!

            Elsa E. Guđjónsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólaklukkur

Ding dong dingadinga dong
Nú klukkur himins klingja.
Fjölda engla fyrir ber
um friđ á jörđu syngja
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría.
Hósanna in excelsis

Hljóma klukkur heims um ból
til hátíđar skal bjóđa.
Fögnum öll um friđar jól
međ frelsaranum góđa.
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría.
Hósanna in excelsis

Ding dong yfir mörk og miđ
skal klukkan helga hljóma
bođar gleđi, farsćld, friđ
vorn fögnuđ látum óma
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría.
Hósanna in excelsis

         Gunnlaugur V. Snćvarr

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţađ heyrast jólabjöllur


Ţađ heyrast jólabjöllur
og o´n úr fjöllunum fer
flokkur af jólaköllum til ađ
gantast viđ krakkana hér.
Beint niđur fjallahlíđar
ţeir fara á skíđum međ söng
og flestir krakkar bíđa
međ óţreyju síđkvöldin löng.

Svo dynja hlátrasköllin
svo hristast fjöllin af ţví
hópur af jólaköllum
eru´ ađ tygja sig ferđina í.
Ţađ bíđa spenntir krakkar
sem kátir hlakka svo til
ţví kannski berast pakkar
og gjafir um miđnćturbil.

Komdu fljótt, komdu fljótt,
kćri jólasveinn
Ţađ kveđa viđ hróp
og börnin litlu bíđa´
í stórum hóp.
Komdu fljótt, komdu fljót,
kćri jólasveinn
er kallađ á ný

Miklar annir eru á heimilinu allt á ferđ
ţví ađ elda skal nú krásirnar af bestu gerđ.
Bćđi hangikjöt, steik og rjúpur
svo er rauđkál afbragđs gott
ţykkur rúsínugrautur settur er í pott.
Og á jólatrénu loga skćru ljósin smá
ţar í löngum röđum bćđi fagurgrćn og blá
nú er stundin er renna upp
og koma ađfangadagskvöld

Ţađ heyrast jólabjöllur
og o´n úr fjöllunum fer
flokkur af jólaköllum til ađ
gantast viđ krakkana hér.
Beint niđur fjallahlíđar
ţeir fara á skíđum međ söng
og flestir krakkar bíđa
međ óţreyju síđkvöldin löng.

                                 Ólafur Gaukur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Syng barnahjörđ

Syng, barnahjörđ, syng Guđi dýrđ,
hann gaf sinn eigin son.
Bjóđ honum heim, bú honum stađ
međ bćn og ţakkargjörđ,
međ bćn og ţakkargjörđ,
međ bćn og hjartans ţakkargjörđ.

Syng, foldardrótt, um friđ á jörđ
er gefa vill oss Guđ.
Um lönd og höf, um loft og geim
allt lofi Drottins náđ, 
allt lofi Drottins náđ, 
allt lofi Drottins föđur náđ, 

Hverf burt frá allri synd og sorg
og sćst viđ alla menn.
Guđs náđar lind, Guđs góđi son
mun grćđa öll ţín mein,
mun grćđa öll ţín mein,
mun grćđa öll ţín sár og mein.

           Isaac Watts -Jóhann Hannesson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rúdolf međ rauđa trýniđ

Síglađir jólasveinar
sleđum aka niđur´ í byggđ,
og hreindýrin draga hreykin
hlössin ţung af mestu dyggđ.
En raunmćddur hreinninn Rúdolf
rauđa trýniđ strýkur ć,
útundan alltaf hafđur:
„Aldrei međ ég vera fć.“

Ţá rennur framhjá rammvilltur,
ragur jólasveinn:
„Ţokan er svo ţétt í nótt,
en ţitt er trýniđ skćrt og rjótt,
lýstu mér leiđ til bćja.“
Litli Rúdolf kćttist ţá,
en hreindýrin aldrei aftur
aumingjanum níddust á!


Af trénu Rúdolf ungur át
eintóm kerti rauđ,
síđan ć ef brosir blítt
blikar ljós um trýni frítt.
Nú hreinarnir aldrei aftur
allir níđast Rúdolfi´ á,
en óska sér upp til hópa
einnig trýni rauđ ađ fá!

            Elsa E. Guđjónsson

 

Opin standa himins hliđ

Opin standa himins hliđ
í helgum dýrđarljóma.
Loftin öll ţau óma viđ,
Ţar englatungur hljóma.
Gloria. Hosanna inexcelsis.

Allt sem lifir, undur blítt,
í auđmýkt Drottni syngi.
Ótal raddir ómi ţýtt
og allar klukkur hringi.
Gloria. Hosanna inexcelsis.

Héđan látum hljóma dátt,
til himins lofgjörđ sanna.
Guđ, sem gefur friđ og sátt,
nú gistir jörđu manna.
Gloria. Hosanna inexcelsis.

               G.R.Woodward - Sigurđur Pálsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólin, jólin

Jólin jólin jólin koma brátt,
jólaskapiđ kemur smátt og smátt.
Snjórinn fellur flygsum í
nú fagna litlu börnin ţví.

Jólin jólin jólin koma brátt,
jólabörnin ţvo sér hátt og lágt.
Klćđast fínu fötin í
og flétta hár og greiđa.

Hć hó og jólabjöllurnar
ţćr óma alls stađar
svo undur hljómfagrar.

Hć hó og jólagjafirnar
ţćr eru undarlega lokkandi
svo óskaplega spennandi.

Hć hó og jólasveinarnir
svo feikna fjörugir
og flestir gjafmildir.

Hć hó og jólakökurnar
ţćr eru blátt áfram ţađ besta sem ég fć.

                          Ólafur Gaukur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gleđi og friđarjól

 

Út međ illsku’ og hatur,

inn međ gleđi’ og friđ,

taktu’ á móti jólunum

međ Drottinn ţér viđ hliđ.

Víđa’ er hart í heimi,

horfin friđar sól.

Ţađ geta ekki allir haldiđ

gleđi’ og friđarjól.

 

Mundu ađ ţakka Guđi

gjafir, frelsi’ og friđ.

Ţrautir, raunir náungans

víst koma okkur viđ.

Bráđum klukkur klingja,

kalla heims um ból,

vonandi ţćr hringja flestum

gleđi’ og friđarjól.

 

Biđjum fyrir öllum ţeim

sem eiga bágt og ţjást.

Víđa mćtti vera meira’

um kćrleika og ást.

 

Bráđum koma jólin,

bíđa gjafirnar.

Út um allar byggđir

verđa bođnar krćsingar,

en gleymum ekki Guđi,

hann son sinn okkur fól.

Gleymum ekki’ ađ ţakka

fyrir gleđi’ og friđarjól.

 

              Magnús Eiríksson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólaómar

 

Ó, hve allt er nú friđsćlt

og óm um húsiđ ber.

Er ţađ söngurinn sami, pabbi minn,

sem ađ syngur á vetri jólin inn?

 

Er ţađ heilagt helgilag

er heyrđist fyrst ţann dag

ţegar frelsarinn fćddist okkar jörđ?

Er ţađ fjárhirđa bćn og ţakkargjörđ?

 

Sonur, ég man ţann óm frá ćsku,

auđlegđ ţá féll mér í skaut.

Og síđan hann vakađ í hug mér hefur

og huggađ í angist og ţraut.

 

Ţađ er hinna helgimál

sem heillar barnsins sál,

ber um ókunna vegi veikan hljóm

eins og vindurinn hjali milt viđ blóm.

 

Ó, hve dýrlegt á dimmum vetri

dagsbrún í austri ađ sjá

og hlusta á englanna helgisöngva

hljóma – og jólagjafir fá.

 

Ţegar hljóm ađ hjarta ber,

sem hlýjar mér og ţér,

ţađ er bođ um ađ bráđum komi jól,

ţađ er bođ um ađ aftur hćkki sól.

 

Ađ bráđum komi jól...........

 

                       Kristján frá Djúpalćk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólafriđur

 

Nú kviknar stjörnum öllum á,

til okkar ljómann ber.

Viđ kveikjum einnig kertaljós

í kvöld er húma fer.

 

Ţá tekur kyrrđ í veröld völd,

ţá verđur hlýtt og bjart.

Og friđur nćr og fjćr á jörđ

er fegurst jólaskart.

 

Og börn fá marga góđa gjöf

er gleđur hjarta hvert.

En gleyma ei ađ ţakka ţađ

sem ţó er mest um vert:

 

Ađ jólabarn í Betlehem

var boriđ ţetta kvöld,

og flytur enn um frelsi bođ

og friđ á hverri öld.

 

             Kristján frá Djúpalćk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţegar englarnir syngja

 

Í baráttu lífsins, sem blekkingin á,

í búđir ţú verđur ađ hlaupa,

ţú uppgefinn hugsar í einmana ţrá

um allt sem ţig langar ađ kaupa.

 

Ef veskiđ er tómt, finnst ţér leiđin svo löng

og ţig langar í ţćgilegt skjól.

Ef ađeins ţú hlustar á englanna söng

rćtist ósk ţín um gleđileg jól.

 

Ţú einmana mađur, ţú ćttir ţér von

ef ađeins ţú kćrleikann fyndir,

ţví alvaldiđ gaf ţér sinn elskađa son

sem einn getur bćlt ţínar syndir.

 

Ţú kallar á Guđ ţegar kreppan er löng,

ţú vilt kaupa ţér veraldlegt skjól.

Ef ađeins ţú hlustar á englanna söng

rćtist ósk ţín um gleđileg jól.

 

Ţú trúir í blindni á allt sem ţú átt,

á allt sem ţig langar ađ gera.

En jólin ţau sýna á jákvćđan hátt

ađ Jesús hann kom til ađ vera.

 

Ţú blessun munt hljóta ţó ađ biđin sé löng

ţví ţađ bíđur ţín fullkomiđ skjól.

Ef ađeins ţú hlustar á englanna söng

rćtist ósk ţín um gleđileg jól.

 

                            Kristján Hreinsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Af himnum ofan bođskap ber

 

Af himnum ofan bođskap ber
oss, börnum jarđar, englaher
Vér fögnum ţeirri fregn í trú,
af fögnuđ hjartans syngjum nú.

Í dag er heimi frelsi fćtt,
er fćr vor mein og harma bćtt,
ţađ barniđ ţekkjum blessađ vér,
vor bróđir Jesús Kristur er.

Og oss til merkis er ţađ sagt:
Í aumum reifum finnum lagt
ţađ barn í jötu', er hefur heim
í hendi sér og ljóssins geim.

Ţví gleđjumst allir, góđir menn,
og göngum ţangađ allir senn,
ţá jólagjöf, Guđs son, ađ sjá,
er sauđa hirđar gleđjast hjá.

Ć, velkominn oss vertu ţá,
er vorar syndir tókst ţig á.
Oss, Jesús, kenn ađ ţakka ţér,
ađ ţínir brćđur urđum vér.

Ó, Guđ, sem ráđ á öllu átt,
hví ertu kominn hér svo lágt,
í tötrum lagđur hart á hey,
sem hefđir dýrri bústađ ei?

Ţótt veröld öll sé víđ og löng,
sú vaggan er ţér samt of ţröng
og ţín ei verđ, ţótt vćri' hún full
af vegsemd ţeirri', er skín sem gull.

Svo hefur, Drottinn, ţóknast ţér,
og ţá vilt speki kenna mér,
ađ heimsins auđ og allt hans glys
ţú eigi virđir meira' en fis.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Međ gleđiraust og helgum hljóm

 

Međ gleđiraust og helgum hljóm
ţig herra Jesú Kristi
heiđri fagnandi og hvellum róm
hópur ţinn endurleysti.

Úr himna dýrđ ţú ofan stést
á jörđ til vor ţví sunginn best
sé ţínu nafni sóminn.

Ţađ von og fögnuđ góđan gaf
gjörvallt mannkyniđ syndum af
ađ frelsa ertu kominn.