Undirbúningstími: 10 mín.
Matreiðslutími: 10 mín. Einfaldleiki: Mjög létt
Fyrir hve marga: 4 Hráefni:
1 meðal stór
pakki bacon
Sveppir eftir smekk 1 dós niðursoðnar perur
1 gráðostur (minni gerð) 1 matreiðslurjómi
1 pakki ostafyllt tortellini Salthnetur eftir smekk
Matreiðsla: Baconið skorið í meðalstóra bita og
steikt á pönnu með sveppunum. Matreiðslurjómanum hellt
yfir og gráðosturinn settur út í. Þegar osurinn er bráðnaður
má skera perurnar niður og bæta þeim út í.
Athugið að þær fara út í rétt áður en rétturinn er
borinn fram, rétt til að fá hita í sig. Eins er með
hneturnar þær fara út í rétt áður en rétturinn er borinn
fram. Mæli með hvítlauksbrauði með.

Spagettí með kjötsósu f/4
250 g spagettí Kjötsósa 400 g lambahakk 300
g heilir tómatar
100 g ferskt sellerí 50 g gulrætur 4 stk
hvítlauksrif
4 dl mysa 1 stk laukur salt og pipar
Kjötsósa Saxið lauk, sellerí, gulrót og hvítlauk og
steikið í olíu í 3 mínútur. Bætið hakkinu við, steikið og
hrærið í. Hellið mysu saman við og sjóðið í 10 mínútur.
Maukið tómatana og setjið í pottinn. Saltið og piprið.
Sjóðið sósuna í 60 mínútur.
Matreiðsla Sjóðið spagettíið í 20 mínútur og berið
fram með kjötsósunni

Taglatelli með rjómasósu
Beikon,
steikt á pönnu (í bitum) Laukur, saxaður og mýktur á sömu
pönnu Sveppir, brytjaðir og mýktir líka Rjómi + sýrður
rjómi (magn eftir smekk) hellt á pönnuna Basil, saxað og
sett með Sólþurrkaðir tómatar, brytjaðir og settir útí
Salt + pipar
Taglatelli soðið samkv. leiðb., sósu hellt yfir. borið
fram með
rifnum
parmesan, salati og brauðbollum

Cannelloni með kálfakjötsfyllingu f/4
250gr Barilla Cannelloni
Fylling: 400gr kálfahakk SS 1 1/4 dl hvítvín 2
msk hveiti 30gr parmesan nýrifinn 2 msk ólífuolía 2
stk eggjarauður 2 stk stöngulselja, leggir 1/4 tsk
timian 1 gulrót 1 laukur 1 tsk lárviðarlauf
McCormick 1/2 tsk rósmarín McCormick pipar og salt
Sósa: 5 dl mjólk 60 gr smjör 35gr hveiti
svartur pipar salt
Undirbúningur: Byrjið á því að saxa laukinn,
gulrótina og stöngulseljuna.
Sósa: Bræðið smjörið í potti og hrærið hveiti saman
við. Hitið mjólkina í öðrum potti og notið dálítið af
smjörblöndunni til að þykkja hana hæfilega. Látið sósuna
sjóða í 10 mín. og
kryddið hana með salti og pipar.
Matreiðsla:
Hitið olíuna á pönnu og brúnið kjötið og grænmetið.
Bætið kryddjurtum við undir lokin og kryddið með salt og
pipar. Hrærið hveiti og 1 1/4 af mjólkursósunni saman við
ásamt hvítvíninu og látið sjóða í 45 mín. Takið pottinn
af hitanum og blandið ostinum og eggjarauðunum saman við
fyllinguna. Látið hanba sjóða eftir það.
Fyllið rörin og raðið þeim í eldfast mót. Hellið
afganginum af mjólkur- sósunni ofan í og bakið réttinn í
200°C heitum ofni í 40 mín.
Berið fram með nýju salati.

Farfalle
og pylsur f/4
400 g Farfalle pasta 400 g niðursoðnir tómatar
5 stk SS vínarpylsur 2 stk hvítlauksrif 1 stk
laukur
Bertolli ólífuolía til steikingar mysa salt og
pipar
Matreiðsla Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á
pakka og látið vatnið síga af því í sigti. Saxið lauk og
hvítlauk smátt. Sneiðið pylsurnar í munnbitastærð. Hitið
lauk, hvítlauk og pylsur í olíunni. Hellið mysunni yfir og
hrærið síðan tómötunum saman við. Kryddið með salti og
pipar. Hellið sósunni yfir pastað og berið fram heitt,
gjarnan með nýju brauði og salati.

Pasta með sítrónu (Lasagnette al limone) f/4
350 g Barilla Lasagnette 6 msk ólífuolía
4 stk skalotlaukar 3 msk steinselja, söxuð 1 msk
paprikuduft
1 stk sítróna salt og pipar
Matreiðsla
Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakka. Skolið sítrónuna
og afhýðið. Afhýðið skalotlaukana og setjið þá á pönnu ásamt
sítrónuberkinum og safanum úr sítrónunni. Kryddið með salti
og pipar; bætið papriku og ólífuolíu saman við. Hitið sósuna
í nokkrar mínútur en látið ekki sjóða.
Framreiðsla
Berið fram heitt.
Hollráð Í stað Barilla Lasagnette má nota Barilla
Tagliatelle.

Spaghettí með spínati, ostasósu og salamí f/4
500 g spaghettí, Barilla
150 g spínat 100 g salamí-pylsa, frá SS 40 stk
ólífur, svartar
10 stk basilíkum, blöð 6 stk hvítlauksrif 5 dl
rjómi
4 msk ólífuolía 1 stk steinselja, knippi ostur,
parmesan
pipar salt
Undirbúningur Saxið spínatið
og steinseljuna, saxið síðan hvítlauksrifin og
basilíkublöðin fínt.
Matreiðsla Sjóðið spaghettíið
eftir leiðbeiningunum á pakkanum, skolið það og látið renna
af því. Hitið olíuna á pönnu og mýkið í henni hvítlaukinn.
Bætið við spínati, salami-pylsu, basilíku, ólífum og
steinselju og steikið stutta stund. Hellið rjómanum út á og
látið suðuna koma upp. Kryddið loks með salti og pipar.
Blandið spaghettíinu saman við og setjið réttinn á fjóra
diska. Stráið parmaosti ofan á og berið réttinn fram.

Tagliatelle með kjúklingi og sólþurrkuðum tómötum
1/2 krukka SACLÁ sólþurrkaðir tómatar 250 g
tagliatelle 120 g kjúklingabringur 50 g ferskt spínat,
saxað 3 ferskir tómatar, án hýðis og saxaðir 2-3
hvítlauksgeirar salt ólífuolía til steikingar
Steikið kjúklingabringurnar á pönnu í olíunni á
miðlungshita. Bætið við sólþurrkuðum tómötum, ferskum
tómötum og hvítlauksgeirunum í heilu. Steikið á pönnunni í 2
mínútur og saltið. Fjarlægið að því loknu
hvítlauksgeirana, bætið við soðnu pastanu og spínatinu.
Blandið vel saman og berið fram heitt.

Laugardagspizza
|
Það er
mjög fljótlegt og auðvelt að búa til pizzudeig.
Síðan ræður maður algjörlega fyllingunni
sjálfur. Sum bakarí selja líka tilbúin
pizzudeig, sem er mjög þægilegt.
Grunndeig:
1 msk. þurrger 2 dl
volgt vatn
1-2 msk. olía 1 tsk. salt 350 g (5
dl) hveiti
Hellið vatninu yfir gerið og hrærið á
meðan það leysist upp. Bætið öllu öðru út í og
hnoðið deigið vel í u.þ.b. 5 mínútur. Setjið
deigið í skál og diskaþurrku yfir skálina. Látið
deigið lyfta sér í klukkustund. Hvolfið deiginu
á borðplötu og hnoðið það vel í 5 mínútur.Formið
kringlótta köku úr deiginu og leggið á ofnplötu
sem klædd hefur verið með bökunarpappír. Byrjið
á að setja tómatmauk á pizzubotninn, síðan álegg
og svo ost.
Hugmyndir að pizzuáleggi:
Rauðlaukur, pepperoni, fetaostur og Maribo
ostur. Kúrbítur í sneiðum, spergilkál
(brokkoli), blaðlaukur, rúsínur og gráðostur.
Skinka, ferskur aspars og ostur. Steikt beikon,
sólþurrkaðir tómatar, svartar ólífur og
Mozzarella ostur. Hvítlaukur, klúklingabitar,
maís, ananas og ostur

|
Pizza
2 ½ dl
vatn
30 gr pressuger eða
1 msk þurrger
2 msk matarolía
6 dl hveiti
1 tsk salt
Ef notað er pressuger er
það hrært út í volgu vatni (37°C) eða stráið þurrgerinu yfir
vökvann og látið bíða í nokkrar mín. Hrærið matarolíu,
hveiti og salti saman við og hnoðið deigið þar til það er
sprungulaust og gljáandi. Fletjið deigið út á bökunarplötu í
eina stóra eða átta litlar kökur, jafnið tómatsósunni yfir
og setjið fyllingu á ásamt osti. Látið pizzuna lyfta sér í
10-15 mín, bakið við 200°C í 15-20 mín.
Tómatsósa á pizzur:
1 lítil dós tómatpurre
1 msk oregano
1 msk timian
1 msk basil
1 msk merjam
1 tsk sykur
2-3 msk vatn
Allt sett í pott og hitað,
kælið aðeins áður en smurt er á pizzuna.
Fylling á pizzur: 1
200 gr skinka skorin í
bita
Smyrjið tómatsósunni á pizzuna setið síðan
200 gr ananasbitar
skinkukurlið, ananasinn og aspasinn yfir
½ ds aspas
og að lokum ostinn.
3-400 gr rifinn ostur
Fylling á pizzur: 2
400 gr hakkað nautakjöt
Steikið hakkið og brúnið laukinn í olíunni.
2-3 laukar
Kryddið með salti og pipar saxið laukinn
200 gr speppir
steikið með. Jafnið fyllingunni á pizzuna
1-2 paprikur
setjið papriku og sveppi yfir ásamt osti.
3 msk matarolía
2-300 gr rifinn ostur
Fylling á pizzur: 3
200 gr pepperoni
Smyrjið tómatsósunni á pizzuna og jafnið
200 gr sveppir
fyllingunni yfir stráið ostinum yfir í lokin.
1-2 paprikur
10-12 ólífur
sólþurrkaðir tómatar
2-300 gr rifinn ostur

Bakaðir humarhalar “mie du pain”.
Forréttur
fyrir: 4.
Humaarhalar í skél
= 24 st. (meðalstórir) skornir í tvent
eftir endilöngu og görnin hreinsuð burt með hnífi.
Hvítt brauð,
ferskt = 2-300 gr. múllað í mixer.
Hvítlaukur =
6-8 rif. Fínt söxuð.
Steinselja =
2-4 msk. Fínt söxuð.
Smjör =
200 gr. brætt.
Salt og pipar.
Eftir smekk.
1.Raðið
humarnum í ofnskúffu, með sárið upp.
2.Mixið saman
brauðið, hvítlaukinn, steinselju, salt og pipar í blandara.
3.Stráið
brauðmixinu í þéttu lagi yfir humarinn í ofnskúffuni.
4.Dreypið
bræddu smjörinu yfir brauðið og humarinn.
5. Bakið
réttinn í ofni við háan yfirhita í nokkrar mínútur. Eða þar
til að brauðið er orðið gullin brúnt, svo kölluð
gratinering.
6.Humarkjötið
á að vera létt eldað undir gullinbrúnu brauðinu, ef ekki þá
er gott að minnka hitann og láta humarinn hitna í smá stund.
# Þessi réttur
er borinn fram með ristuðu brauði og ef til vill hvítvíni.

Gratíneraðar
fiskbollur
Fyrir 4
1 dós fiskbollur
3 blaðlaukar
2 msk. smjör
1 tsk. karrí
3 msk. hveiti
2 dl mjólk
1 tsk.salt
200 g rækjur
2-3 dl rifinn ostur
Látið renna vel af
bollunum í sigti og geymið soðið. Skolið blaðlaukinn og
skerið hann í bita. Sjóðið blaðlauksbitana í 5 mínútur í
fiskbollusoðinu. Takið laukinn upp með fiskispaða og geymið
soðið. Bræðið smjörið í potti, kryddið með karrí og
hrærið hveitinu saman við. Þynnið sósunna smátt og smátt með
fiskbollusoðinu og mjólk, látið krauma og hrærið vel í
sósunni. Saltið sósuna og setjið rækjurnar út í. Skerið
bollurnar í sneiðar og setjið þær í smurt, eldfast form
ásamt blaðlauksbitunum. Hellið rækjusósunni yfir og stráið
osti efst. Bakið í 15-20 mínútur. Berið fram með kartöflum
eða hrísgrjónum.

Fiskréttur í tómatsósu
2
fiskflök
1 peli kaffirjómi
1 lítil dós kryddostur
½ blaðlaukur (má vera
laukur)
paprika
smá tómatsósa
2-4 rif hvítlaukur
gulrætur
sítrónupipar
seson all
pastapizza krydd
… krydd að eigin vali
rifinn ostur
Fiskinum raðað í smurt
eldfast mót.
Allt hrært saman og hellt yfir og síðan
rifnum osti hellt yfir. Bakað í foni þar til osturinn er að
verða brúnn.
Borið fram
með hrísgrjónum og snittubrauði

Fylltar skarkolarúllur
6 skarkolaflök roðrifin
og snyrt
Fars:
350 gr laxaafskurður
½ tsk paprikuduft
1 tsk salt
2 eggjahvítur
3 ½ dl rjómi
½ dl koníak
Soð:
1 l vatn og fiskkraftur
2 dl hvítvín
Sósa:
3 dl þúsundeyjasósa
200 gr sýrður rjómi
1 dl hvítvín
gulrætur, sykurbaunir og ferskt dill til
skrauts
Setjið allt hráefnið nema paprikuna í farsið í matvinnsluvél
og vinnið vel saman. Smyrjið farsinu á flökin og stráið
saxaðri papriku yfir og rúllið upp, sjóðið rúllurnar í 5-6
mín í fisksoði sem bætt er með hvítvíni, látið rúllurnar
kólna. Blandið saman þúsundeyjasósu og sýrðum rjóma og
örlitlu hvítvíni. Setjið sósu á hvern disk eða á fat og
skerið fiskrúllurnar í sneiðar og setjið sneiðarnar ofan á
sósuna, skreytið með soðnum gulrótum sykurbaunum og fersku
dilli. Berið fram með góðu brauði og smjöri.

Innbakaður
fiskur í smjördeigi
smjördeig
fiskur ýsa eða lax
blaðlaukur
tómatar
rækjur
egg
oregano
sítrónupipar
hvítlaukssalt
Smjördeigið flatt út, fiskurinn settur á deigið ásamt
fyllingunni. Kryddað með hvítlaukssalti, sítrónupipar eða
öðru kryddi. Samskeytin pensluð með eggi og deiginu lokað.
Þrýstið á samskeytin með gafli. Smjördeigið síðan skreitt að
vild og penslað með eggi og kryddað með sítrónupipar,
oregano og hvítlaukssalti. Bakað í ofni við 200°C í 10 mín
og áfram við 140-150°C í 15-20 mín

Ofnbakaður fiskur
2 kg ýsuflök
400 gr rjómaostur
5 msk tómatsósa
karrý
dill
sítrónupipar
2 stk paprika
6 stk gulrætur
2 stk laukur (blaðlaukur eða rauðlaukur)
200 gr rifinn ostur
Ýsuflökin eru roðflett og beinhreinsuð, skorin í jafna bita.
Grænmetið er skorið í bita og steikt á pönnu, kryddað með
karrý og dilli. Tómatsósan sett saman við í lokin og
grænmetið sett í eldfast form. Fiskurinn léttsteiktur á
báðum hliðum og settur ofan á sósuna, rifna ostinum stráð
ofan á. Bakið við 200°C þar til osturinn er orðinn fallega
brúnn.

Reyksoðin ýsa með blaðlaukssósu
Fyrir 6 manns
1,5 kg ýsuflök
salt og sykur
harðviðarsag
Hreistraðu ýsuflakið og skerðu í hæfilega
bita, stráðu salti og sykri á fiskflökin og láttu
léttsaltast í 1 klst. þurrkaðu fiskinn og raðaðu honum á
grind sem er sett í pott sem hæfir.
Stráðu sagi í botninn á pottinum og settu
fiskgrindina ofaná og settu þétt lok á pottinn, settu yfir
gasloga í ca 20 mínútur þar til potturinn er orðinn 80°C
heitur að utan, láttu pottinn standa með lokinu þar til
mesti reykurinn er búinn þá máttu fyrst taka lokið af og
vertu með góða loftræstingu þar sem þú reykir og opnar
pottin. Ef fiskstykkin eru þykk þarf eflaust að full elda
þau í heitum ofni eftir reykinguna.
Berðu fram soðnar kartöflur og blaðlaukssósu
eða brætt smjör með þessum rétti.

Ristaður karfi
Með hvítvíns-graslaukssósu
800 gr
karfaflök roð og beinlaus
1 stór laukur fíntsaxaður
3-4 msk graslaukur
fíntsaxaður
1 ½ dl hvítvín þurrt
3 dl rjómi
3 msk olía
3 msk smjör
salt og pipar
Karfinn er skorinn í
hæfilegar sneiðar og ristaður á vel heitri pönnu og
kryddaður. Karfinn er tekinn af pönnunni. Smjöri bætt á
pönnuna og laukurinn kraumaður smá stund í smjörinu. Þá er
víninu og rjómanum og látið sjóða niður smá stund eða þangað
til sósan fer að þykkna. Þá er graslauknum bætt út í sósuna
og soðið í ½ mín og hún krydduð.
Þegar sósan er tilbúin er karfinn látinn
hitna í henni og borinn fram. Karfinn er lagður á fat eða
disk sósa er sett yfir karfann hann borinn fram með fersku
grænmeti og pasta.

Steinbítur með
spergilkáli
600 gr steinbítur roð og
beinlaus
2 msk matarolía
salt og pipar
400 gr niðursoðnir tómatar
½ blaðlaukur
1 tsk basilkum
½ tsk rósmarín
200 gr frosið spergilkál
1 msk brauðmylsna
2 tsk sítrónusafi
2 msk pameseanostur
eða annar rifinn ostur
Skerið steinbítsflökin í bita og kryddið.
Hitið pönnu og steikið fiskinn upp úr olíu, takið fiskinn af
pönnunni og setjið í eldfast fat. Hellið tómötunum ásamt
vökvanum á pönnuna og merjið þá vel. Skerið blaðlauk í
þunnar sneiðar og bætið honum í sósuna ásamt basilkum og
rósmarín. Látið krauma í 5 mín og saltið eftir smekk. Skerið
spergilkálið í bita og blandið því saman við sósuna. Hellið
sósunni yfir fiskinn, dreifið brauðmylsnunni yfir, dreypið
sítrónusafanum ofaná stráið ostinum að lokum yfir. Bakið
loklaust í 10-15 mín við 180°C.

Túnfiskur
frá Japan.
Fyrir: 4 pers.
Innihald.
Ferskur túnfiskur:
400 gr.
Hrísgrjóna núðlur:
250 gr.
Smjör:
50 gr.
Hunang:
4 msk.
Salatblöð:
1-2 höfuð.
Sesamfræ:
2 msk.
Sojasósa:
2 msk.
Engifer-rót:
1 msk. (fínt söxuð)
Gulrót:
1 stk. (meðalstór)
Olía til djúpsteikingar
Aðferð.
1.
Rífið
salatblöðin og skerið gultótina í ræmur. Djúpsteikið
núðlurnar í heitri olíu og leggið þær á eldhúsrúllupappír.
2.
Blandið
saman hunangi, sojasósu og engifer.
Skerið túnfiskinn í litla bita. Steikið fiskinn við háan
hita á pönnu í olíu í ca. 1 mínútu. (Ath. fiskurinn á að
vera hrár í miðju) Setjið sesamfræin á pönnuna með fiskinum
ásamt smjörinu og engiferblöndunni, hrærið rólega og hitið í
smá stund
3.
Skerið
túnfiskinn í litla bita. Steikið fiskinn við háan hita á
pönnu í olíu í ca. 1 mínútu. (Ath. fiskurinn á að vera hrár
í miðju) Setjið sesamfræin á pönnuna með fiskinum ásamt
smjörinu og engiferblöndunni, hrærið rólega og hitið í smá
stund.
4.
Takið
réttinn af pönnuni og blandið saman við salatið, leggið
réttin upp á fat og núðlurnar ofan á.

Fiskbollur með engifersósu |
Fyrir
6
Útbúið gott fiskfars og kryddið vel með
t.d. karrí eða kaupið fiskfars og bragðbætið
eftir smekk. Til að gera öllum til hæfis s.s.
börnunum er einnig ágætt að steikja venjulegar
bollur og bera síðan engifersósuna fram sér.
Engifersósa:
200 g ferskir sveppir 4 msk.
hrísgrjónaedik
6 msk. sykur (helst hrásykur) 2 dl vatn
3 msk. sæt sojasósa 2 litlir blaðlaukar
3 msk. rifin, fersk engiferrót safi úr
einum lime ávexti eða sítrónu
1 msk. maízenamjöl 1 dl kalt vatn
salt og pipar eftir smekk
Sneiðið sveppina í þunnar sneiðar og
léttsteikið í 2-3 mínútur. Setjið edik, sykur,
vatn og sojasósu í pott og bætið sveppunum út í.
Sjóðið við meðalhita í 5 mínútur. Saxið
blaðlaukinn og bætið honum út í ásamt
engiferrótinni. Setjið limesafann út í og hrærið
vel. Leysið maizenamjölið upp í vatninu og
hellið smátt og smátt út í, hrærið vel í á meðan
sósan þykknar. Bragðbætið með salti og pipar
eftir smekk. Berið fiskinn fram með sósunni og
jasmínhrísgrjónum. |

Fiskdeig
300-400 gr hakkaður
fiskur td, ýsa
½ -1 tsk salt
1/8 tsk pipar
1 laukur
3 msk hveiti
1 ½ -2 msk kartöflumjöl
1 egg
1-2 ½ dl mjólk
Setjið fiskhakkið í hrærivél hrærið saman við
mjölinu og kryddi, bætið eggi og mjólk smátt og smátt saman
við. Látið deigið standa smá stund áður en það er notað.
ATH. Þykkt deig er notað í soðnar fiskibollur
þynnra í steiktar og enn þynnra í fiskbúðing.

Humar og Hörpuskél.
Smáréttur fyrir 4.
Humarhalar,
pillaðir =
200 gr.
Hörpuskel =
200 gr.
Niðursoðnir
tómatar =
200 gr.
Smjör =
50 gr.
Hvítlauksrif,
pressuð = 4 -6 stk.
Steinselja,
fínsöxuð =
2 –3 msk.
Salt og pipar
1.
Þerrið fiskinn vel með þurrum klút
2.
Setjið smjör á pönnuna og ristið
fiskinn við frekar háan hita, gullinbrúnan. Betra er að hafa
fiskinn létt steiktan
3.
Fjarlægið fiskinn af pönnunni,
kreistið safan úr tómötunum, skerið þá frekar gróft og
setjið á pönnuna ásamt hvítlauknum og steinseljunni, látið
krauma í smá stund
4.
Bætið fiskinum út í, kryddið með
salti og pipar
Borið fram með
ristuðu brauði og smjöri.

Ofnbakaður fiskur 2
2 kg
ýsuflök
400 gr rjómaostur
5 msk tómatsósa
karrý
dill
sítrónupipar
2 stk paprika
6 stk gulrætur
2 stk laukur (blaðlaukur
eða rauðlaukur)
200 gr rifinn ostur
Ýsuflökin eru roðflett og beinhreinsuð, skorin í jafna bita.
Grænmetið er skorið í bita og steikt á pönnu, kryddað með
karrý og dilli. Tómatsósan sett saman við í lokin og
grænmetið sett í eldfast form. Fiskurinn léttsteiktur á
báðum hliðum og settur ofan á sósuna, rifna ostinum stráð
ofan á. Bakið við 200°C þar til osturinn er orðinn fallega
brúnn.

Ofnbakaður
plokkfiskur 3
100 gr smáttskorinn
laukur
100 gr smjör
100 gr hveiti
5 dl mjólk
500 gr soðnar kartöflur
500 gr soðinn fiskur
salt og pipar
Hitið laukinn í smjörinu þar til hann er
orðinn glær, stráið hveitinu yfir og hrærið vel saman. Bætið
mjólkinni smátt og smátt saman við og látið sjóða. Verið
búin að skera kartöflurnar og fiskinn hæfilega smátt, og
setjið út í sósuna og hitið. Kryddið með salti og pipar.
Setjið í eldfast mót, lagið hollander sósu eða góða mjólkur
sósu, setjið sósuna yfir fiskistöppuna og stráið rifnum osti
yfir, brúnið í ofni við meiri yfirhita og berið fram með
rúgbrauði og smjöri.

Tindabikkja í piparsósu
4 tindabikkjubörð
roðflett
nýmalaður svartur pipar
salt
1 msk smjör
1 ½ dl þurrt hvítvín
1 tsk græn piparkorn
1 tsk rósapipar
1 tsk dijonsinnep
1 tsk tómatþykkni
1 ½ dl rjómi
klípa af hrásykri
Skötubörðin krydduð með salti og pipar. Panna
smurð með smjöri og skötunni raðað á hana. Hvítvíni hellt
yfir piparkornum dreift á milli, lok sett á pönnuna og
hitað. Látið síðan malla við hægan hita í 8-10 mín. Þá er
skatan tekin af pönnunni og sett á heitt fat og haldið
heitri. Sinnepi, tómatþykkni, rjóma og sykri bætt á pönnuna,
hitinn hækkaður og soðið dálítið niður. Smakkið sósuna og
kryddið ef þarf.

Makkarónur með
reyktum laxi f/4
400 g makkarónur, Barilla
200 g lax, reyktur
10 stk sveppir 2½ dl rjómi 2 msk ólífuolía, góð
1¼ dl hvítvín 1 stk laukur 1 msk steinselja
pipar salt
Undirbúningur Skerið laxinn í
bita, saxið síðan laukinn, sveppina og steinseljuna.
Matreiðsla Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum. Hitið
olíuna og steikið lauk og sveppi létt. Hellið hvítvíninu út
í og sjóðið þar til helmingur er eftir. Bætið þá rjómanum
við ásamt steinselju, salti og pipar. Setjið makkarónurnar
og laxinn út í heita sósuna. Blandið vel og berið réttinn
fram strax.
Hollráð Einnig má skera laxinn í
þunnar sneiðar, blanda pastanu saman við sósuna og setjið
það ofan á sneiðarnar.

Snöggmarineraður lax í sítrónu, vermút og basil
með
piparrótar-rjómasósu og hrærðu eggi.
Innihald fyrir ca.
10 pers.
Laxaflak = 1 kg.
(beinhreinsað og skorið í þunnar sneiðar)
Hvítur pipar = 2
tsk. (grófmalaður)
Salt = 4 msk.
Sykur = 3-4 msk.
Sítróna =
1 stk. (safinn)
Þurr vermút = 0,5
dl.
Basilika =
2 msk. (fersk og fínsöxuð)
Aðferð:
1.
Blandaðu saman pipar, salti og
sykri.
2.
Stráðu hluta (ca. helmingnum) af
sykur og salt-blöndunni í gastróbakka og leggðu þunnar
laxasneiðarnar yfir blöduna.
3.
Stráðu basilikunni yfir
laxasneiðarnar, stráðu restinni af sykur og salt-blöndunni
yfir og dassaðu (dreyptu) með þurrum vermút og sítrónusafa.
4.
Láttu standa við stofuhita í ca.
30 mín. eða eftir þörfum.
5.
Fiskurinn er borinn fram um leið
og hann er tilbúinn.
Sósa.
Sýrður rjómi =
1 lítil dós.
Piparrót = 1
msk. (rifin)
Sítrnóna = 1/2
stk. (safinn)
Aðferð:
Öllu hrært vel
saman.
Eggjahræra.
Egg = 10 stk.
Rjómi = 2 dl.
Smjör = 2 msk.
Salt og pipar.
Aðferð:
(Lagað rétt fyrir
serveringu).
1.
Eggjunum, rjómanum og salti og
pipar blandað saman og þeytt vel.
2.
Smjörið sett í heitan pott og
brætt.
3.
Eggjablöndunni
hellt út í og hrært í á meðan eggjablandan hitnar (botninn
skafinn vel á meðan).
Eggjahræran á að vera sósukend, ekki harðelduð.
Meðlæti: fersk
salatblanda eða tómatar, ristað brauð og smjör.

Rauðspretturúllur
Fylltar
4 rauðsprettuflök
roðflett og snyrt
3 msk sítrónusafi
2 msk matarolía
salt og pipar
4 stk vorlaukar saxaðir
1 hvítlauksrif marið
1 tsk engiferrór rifin
1/8 tsk cayenna pipar
¼ tsk túrmerik
8 msk nýtt dill
Raðið flökunum í bakka og hellið sítrónusafa
yfir flökin, saltið og piprið þau og látið bíða um stund.
Blandið saman söxuðum vorlauk, mörðu hvítlauksrifi,
engiferrót, cayenne-pipar og túrmeriki. Hitið við vægan hita
í einni og hálfri matskeið af matarolíu þar til laukurinn
verður linur. Látið blönduna kólna og blandið söxuðu dilli
saman við. Skiptið blöndunni jafnt yfir flökin þeim megin
sem roðið var og rúllið upp þannig að breiðari endi flaksins
sé innst í rúllunni en sporðurinn yst. Penslið eldfast fat
með matarolíu og raðið rúllunum á fatið, setjið álpappír
yfir fatið og bakið í 15-20 mín við 180°C. Skreytið
með dilli og berið fram í fatinu.

Rauðsprettuflök
Steikt
400 gr rauðsprettuflök
½ dl hveiti
1 tsk salt
¼ tsk pipar
2 egg
50-100 gr möndluspænir
olía til steikingar
Blandið saman hveiti og
kryddi, léttþeytið eggin. Hitið olíu á pönnu, veltið
flökunum upp úr hveitinu og síðan eggjunum og þar eftir úr
möndluspónunum. Steikið flökin hæfilega á báðum hliðum í
olíunni, takið af pönnunni.

Rauðsprettuflök
Steikt með rækjum, möndlum og
rúsínum
400 gr rauðsprettuflök
½
dl hveiti
1
tsk salt
¼
tsk pipar
2
egg
100 gr smjör
50
gr möndluflögur
50-100 gr rúsínur
100 gr rækjur
olía til steikingar
Blandið saman hveiti og
kryddi, þeytið eggin. Veltið flökunum upp úr hveiti og síðan
eggi. Steikið flökin á báðum hliðum, hafðu hitann mátulegan
þannig að flökin brúnist mátulega. Takið flökin af pönnunni,
bræðið smjörið á pönnunni og setjið möndlurnar út í smjörið
og hitið þær þar til þær eru ljósbrúnar, hrærið í á meðan.
Bætið þá rúsínum saman við og síðan rækjum og hellið þessu
vel heitu yfir flökin. Berið fram með kartöflum og salati

Rauðsprettuflök
Steikt með rækjum, eplum og
vínberjum
400 gr rauðsprettuflök
½
dl hveiti
1
tsk salt
¼
tsk pipar
2
egg
1
epli
100 gr vínber
100 gr rækjur
2
dl rjómi
½
sítróna
olía til steikingar
Blandið saman hveiti og kryddi. Léttþeytið eggin. Flysjið
eplin og kjarnhreinsið skerið eplin í báta..Kljúfið vínberin
og takið steinana úr. Hitið örlitla olíu á pönnu veltið
flökunum fyrst upp úr hveitinu og síðan eggjunum, steikið
hæfilega báðum megin og takið af pönnunni. Hellið rjómanum á
pönnuna ásamt safanum úr sítrónunni, bærið eplabátunum saman
við og látið suðuna koma upp, þá er vinberjunum og rækjunum
bætt saman við og suðan látin koma upp, sósunni er hellt
yfir flökin og borið fram.

Rauðsprettuflök
Soðin með grænmeti
og súrsætri sósu
400 gr rauðsprettuflök
2
stk gulrætur
1
stk blaðlaukur
Roðflettið rauðsprettuflökin. Skerið grænmetið í fínar
ræmur. Rúllið flökunum saman með grænmetisræmum í miðjunni,
látið roðhliðina snúa inn og byrjið á breiðari endanum.
Gufusjóðið flökin í ofni í 15-20 mín eða í grind í
potti með loki. Berið fram með súrsætri sósu og hrísgrjónum.

Rauðsprettuflök
Steikt
með banana og gráðosti í rjómasósu
400 gr rauðsprettuflök
½
dl hveiti
1
tsk salt
¼
tsk pipar
2
egg
2
stk bananar
100 gr gráðostur
2
dl rjómi
½
sítróna
olía til steikingar
Blandið saman hveiti og kryddi, léttþeytið eggin. Hitið olíu
á pönnu, veltið flökunum upp úr hveiti og síðan eggi og
steikið hæfilega á pönnunni. Takið flökin af pönnunni. Takið
banana úr hýðinu og kljúfið eftir endilöngu, léttsteikið þá
á pönnunni, skerið gráðostinn í sneiðar. Leggið tvö og tvö
flök saman með roðhliðina inn og látið banana og gráðost á
milli. Hellið rjómanum á pönnuna og ef eitthvað er eftir af
gráðosti notið hann þá líka, látið suðuna koma upp og
kryddið með salti og pipar, ef vill með grænmetiskrafti og
sítrónusafa. Hellið sósunni yfir flökin.

Rauðsprettuflök
Steikt
með rækjum og camerbert
8
stk rauðsprettuflök
1
stk camerbertostur
2
dl fisksoð
2-3 dl rjómi
100 gr rækjur
salt og pipar
grænmetiskrydd
sítrónusafi
Steikið flökin á pönnu annaðhvort upp úr hveiti eða hveiti
og eggi. Skerið camerbertostinn í sneiðar, leggið flökin
saman tvö og tvö og setjið eina sneið af camerbertosti á
milli, setjið flökin á fat. Hellið rjómanum og fiskisoðinu á
pönnuna sem fiskurinn var steiktur á og hitið ásamt restinni
af camerbertostinum, kryddið með salti, pipar,
grænmetiskryddi og sítrónusafa. Hitið rækjurnar í sósunni og
hellið henni yfir fiskinn. Berið fram með soðnum hrísgrjónum
eða kartöflum og salati.

Soðin svið - Svið
2
3 sviðahausar
7 lítrar vatn
7 msk. gróft salt
1. Leggið sviðin
í bleyti í kalt saltvatn í 46 klst. Burstið þau síðan vel
með grófum bursta.
2. Fjarlægið
heilann, þvoið síðan sviðin vel, sérstaklega upp með
tungunni. Skerið eyrun af.
3. Hitið vatn og
salt. Vatnið þarf að vera brimsalt til þess að sviðin verði
góð og það þarf að vera það mikið að sviðin séu á kafi.
Notið meira saltvatn ef með þarf.
4. Raðið hausunum
ofan í sjóðandi vatnið. Leggið kjammana saman og reynið að
láta hausana liggja þétt saman. Sjóðið við hægan hita í 1
klst.
Meðlæti:
Kartöflujafningur og rófustappa.
Djúpsteiktar rækjur með beikoni.
beikon rækjur orly-deig: 3 dl. pilsner (má vera
vatn) 2 msk sykur hveiti til að þykkja með salt &
pipar eggjarauða eggjahvíta
öllu blandað saman nema eggjahvítunni. á að vera álíka
þykkt og vöffludeig. látið standa í 1 klst. eggjahvítan er
stífþeytt rétt áður en farið er að steikja. beikonsneiðarnar
eru skornar í tvennt á ská. nokkrar rækjur settar á
sneiðarnar og rúllað upp. velt upp úr hveiti og sett í
deigið og djúpsteikt. gott er að bera fram með þessu
hrísgrjón og súrsætasósu.
það er hægt að djúpsteikja í djúpri pönnu eða venjulegum
potti. ef það steikist hægt er um að gera að setja lok á í
smá stund og leyfa feitinni að hitna betur.

Djúpsteiktar rækjur Orly
Með súrsætri
hvítlaukssósu og hrísgrjónum.
Rækjur fyrir 4 pers.
Rækjur= 400 gr. (þyðnar og safinn látinn
renna af þeim)
"Orly"-deig. Fyrir 4 pers.
Pilsner = 3 dl.
Strásykur = 2 msk.
Salt = 1 tsk.
Olía = 1 msk.
Eggjarauða = 1 stk.
Hveiti = ertir þörfum.
(þar til deigið er orðið kremað)
Eggjhvíta = 1 stk. (stífþeytt)
Aðferð:
1.
Öllu
blandað saman með pískara, nema eggjahvítunni og hveitinu.
2.
Hveitinu
hrært út í með pískara, látið standa í eina klukkustund.
3.
Eggjahvítan er stífþeytt og snúið í deigið með sleif rétt
fyrir notkun eða steikingu.
Deigið á að vera álíka þykkt
og vöffludeig.
4.
Rækjunum
er difið í deigið og þær steiktar í djúpri feiti við ca. 170
°C. þar til þær eru gullinbrúnar.
5.
Rækjurnar
eru bornar fram með súrsætri hvítlaukssósu og hrísgrjónum.

Saltfiskur
„Portúgal“
800 gr útvatnaður saltfiskur roð og beinhreinsaður
hveiti
1
stk laukur fínt saxaður
olía
1
msk saxaður hvítlaukur
2
½ dl rjómi
4
stk tómatar skornir í sneiðar
1
½ dl hollensk sósa
2
msk rifinn gouda-ostur
Skerið saltfiskinn í ræmur 1x3 sm. Veltið saltfiskinum upp
úr hveiti. Léttsteikið laukinn í olíunni á pönnu. Setjið
saltfiskræmurnar á pönnuna, þegar þær fara að taka lit er
hvítlauknum bætt á pönnuna. Hellið rjómanum á pönnuna og
sjóðið saltfiskinn í 1-2 mín eða þangað til sósan fer að
þykkna. Setjið saltfiskinn í eldfast fat og raðið
tómatsneiðum ofan á fiskinn. Hellið hollensku sósunni yfir
og stráið ostinum yfir. Setjið fatið undir grill og látið
ostinn bráðna.

Saltfiskstrimlar í rjómatómatsósu
800 gr útvatnaður saltfiskur, roð og beinhreinsaður
1
½ bufflaukur fínt saxaður
1
stk gulrót skorin í mjóar ræmur
2
msk söxuð steinselja
4
dl rjómi
2
½ msk sojasósa
2-3 msk tómatsósa
4
stk hvítlauksgeirar fínt saxaðir
smjör
Skerið saltfiskinn í ræmur 1x3 sm. Bræðið smjörið á pönnu og
steikið laukinn í því, þegar hann er orðinn mjúkur er
gulrótarræmunum bætt á pönnuna. Bætið því næst saltfiskinum
á pönnuna ásamt rjómanum, hvítlauknum og tómatsósunni. Þegar
sósan fer að þykkna er steinseljunni og sojasósunni hrært
saman við.

Saltfiskur Orly-steiktur
Með súrsætir sósu
800 gr útvatnaður saltfiskur, roð og beinhreinsaður
hveiti
Orly-deig:
3
dl hveiti
1
egg
2
msk vatn
½
tsk sykur
½
tsk salt
½
tsk paprikuduft
1
msk rifinn ostur
½
dl bjór
1
stífþeytt eggjahvíta
Súrsæt sósa:
2
dl sykur
2
dl vatn
2
dl vínedik
1
msk tómatkraftur
½
laukur fíntsaxaður
1
gulrót fínsöxuð
1
msk japönsk sojasósa
½
tsk saxaður hvítlaukur
maísenamjöl og vatn
Skerið saltfiskinn í ræmur 1x3 sm. Hrærið saman hveiti,
eggi, olíu, vatni, sykri, salti, paprikudufti, rifnum osti
og bjór. Hrærið eggjahvítunni varlega saman við deigið.
Setjið í pottt sykur, vatn, vínedik, tómatkraft, lauk,
gulrót, hvítlauk og sojasósu. Sjóðið sósuna þar til gulrótin
er orðin mjúk. Hrærið þá maísenamjöl út í vatni og jafnið
sósuna með því.
Veltið saltfiskræmunum upp úr hveitinu og hristið allt laust
hveiti af þeim. Dýfið saltfiskræmunum í orly-deigið og
djúpsteikið þær í 170°C heitri olíu.

Krydd síld í sherrýsósu
3-4 kryddsíldarflök
5 msk matarolía
3 msk kryddedik
1-2 msk tómatpurre
1 dl sherrý
1-2 laukar
malaður pipar
Olía, edik og tómatpurre hrært saman.
Laukurinn saxaður, síldin skorin í bita þetta sett út í
löginn og kryddað með pipar.

Paprikusíld
Grunnlögur:
200 gr laukur
2 dl vatn
1 ½ l edik
1 kg sykur
4 stk lárviðarlauf
1 msk nýmulinn pipar
Skerið laukinn fínt og blandið öllu í pott og
sjóðið í 20 mín, kælið. Geymið löginn í 1 sólarhring og
sigtið.
1 kg kryddsíld
1 msk rósapipar
1 stk gul paprika
1 stk græn paprika
1 stk rauð paprika
Skerið paprikuna í smáa teninga og hleypið upp suðunni á
grunnleginum, setið paprikuna út í og takið af hitanum og
kælið. Skerið síldina í bita og setjið í skál, hellið
leginum á milli laga. Látið síldina marenerast í 1
sólarhring. Áður en hún er borin fram.

Paprikusíld 2
4 kryddsíldarflök
1 stór laukur
1 græn paprika
1 rauð paprika
5 negulnaglar
1 tsk hvít piparkorn
2 dl edik
2 dl vatn
1 ½ dl sykur
Sjóðið saman vatn, edik og sykur. Kælið
löginn. Saxið lauk og papriku. Skerið síldina í bita. Raðið
í lögum í krukku, síld og saxaða grænmetinu, hellið yfir
leginum og látið standa í kæli í 1 sólarhring.

Appelsínumarineruð
síld
1 kg síld
100 gr laukur
½ dl hreinn appelsínusafi
½ dl vatn
7 ½ dl edik
500 gr sykur
2 tsk sítrónusafi
2 tsk hunang
½ tsk hvítur pipar
2 stk lárviðarlauf
5 gr ferskt oregano (saxað)
5 gr fersk minta (söxuð)
rifinn börkur af einni appelsínu
Laukurinn er skorinn í þunnar sneiðar og
soðinn í appelsínusafanum og vatninu ásamt pipar og
lárviðarlaufi í 20 mín. Þá er edikinu, sykri og
hunangi bætt saman við og suðan látin koma upp aftur.
Oregano, mintu, sítrónusafa og appelsínuberki er bætt út í
löginn, potturinn tekinn af hellunni og lögurinn kældur. Þá
er lögurinn síaður í gegnum dúk. Köldum leginum hellt
yfir síldarflökin og þau látin marinerast í minnst 1
sólarhring.

Ísa - Bakaður fiskur
7-800 gr ýsuflök roðrifin
(eða smálúða, rauðspretta)
4 stk laukur
1 stk sítróna
1 biti ferskur engifer
1 msk sojasósa
50 gr smjör
Skerið fiskinn í smáar sneiðar. Rífið börkinn
af sítrónunni og pressið safann úr henni, rífið engiferinn.
Blandið saman sítrónuberki, safa, rifnu engifer og
sojasósu. Látið fiskinn marenerast í leginum í 20-30 mín.
Hreinsið laukinn og skerið í þykkar sneiðar, hitið laukinn í
smjöri á pönnu þar til hann er orðinn mjúkur. Leggið laukinn
í smurt eldfast fat, setjið fiskinn yfir og kryddið með
salti og pipar. Bakið í ofni við 200°C í 25-30 mín. Borið
fram með súrsætri sósu.

Ísa - Fljótlegur fiskréttur f/4
500 g ýsa
250 g Uncle Ben´s hrísgrjón (boil in bag) 220 g
niðursoðnir sveppir, án safa
4 msk majones 2½ dl rjómi 2 tsk karrí 1 stk
rauð paprika
1 stk sellerístilkur ostur smávegis blaðlaukur
Matreiðsla Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt
leiðbeiningum á pakka; setjið í eldfast mót. Látið ýsuna í
smábitum ofan á grjónin. Hrærið rjóma, majonesi og karrí
saman og látið smátt brytjað grænmetið út í. Hellið hrærunni
yfir fiskinn og þekið með rifnum osti. Bakið í ofni við
200°C þar til osturinn er gulbrúnn.
Framreiðsla
Berið fram með soðnum kartöflum og hrásalati

Ýsu-buff
500 gr hökkuð ýsa
2-3 msk hveiti
1 tsk salt
1/8 tsk pipar
2 laukar
50 gr smjörlíki
3 dl vatn eða fisksoð
2 msk hveiti
1 dl mjólk eða vatn
Blandið hveiti og kryddi saman við fiskhakkið
og hnoðið, mótið í aflangt deig á bretti. Skiptið deiginu í
8 jafnstóra bita og mótið í kringlóttar flatar buffkökur.
Skerið laukinn í sneiðar og steikið í helmingi feitinnar.
Brúnið buffin í því sem eftir er af feitinni og takið þau af
pönnunni. Hellið vatninu (soðinu) á pönnuna og jafnið með
hveitijafningi (2 msk hveiti og 1 dl mjólk eða vatn). Sjóðið
í 3-5 mín kryddið með salti og pipar gott er að krydda með
tómatsósu eða soðkrafti. Setjið buffin út í sósuna, laukinn
yfir og sjóðið í 3-5 mín. Berið buffin fram með soðnum
kartöflum og hrásalati.

Svínakótelettur Fylltar
8 svínakótelettur
heiti
brauðrasp
egg
smjörlíki
krydd
Vasi er skorinn í
kóteletturnar og þær fylltar með fyllingunni, barið létt á
samskeytin, kótelettunaum velt upp úr hveitinu, síðan
eggjunum og að lokum raspinu. Þær steiktar á pönnu á báðum
hliðum, settar í ofnskúffu og steiktar í ofni á gufu og
steikingu í 20-30 mín við 120-140°C

Svín - Grísasmásteik
(gúllas) að
suður-frönskum hætti.
Fyrir 10 pers.
Innihald:
Grísabógur =
ca. 2 kg. (skorinn í smáa bita
eða í strimla)
Laukur =
3 stk.
(skorinn í 1/4 sneiðar, frekar grófar)
Paprika =
3 stk.
(skornar í hálfar sneiðar)
Ananas =
1 kg.dós. (í bitum, ásamt safanum
sem notaður er í
sósuna)
Ólífur =
200 gr. (ásamt
safanum sem notaður er í sósuna)
Tómatar =
1 kg. dós. (gróft skornir eða kreistir út
í, ásamt
safanum sem
notaður er í sósuna)
Engiferrót =
1/2-1 stk. (rifinn)
Hvítlaukur =
5 rif.
(maukaður)
Strásykur =
1 dl.
Eplaedik =
1 dl.
Rjómi =
1/2 lítir.
Vatn =
2-3 dl.
Grísakraftur = x
(eftir smekk)
Grænmetiskraftur = x
(eftir smekk)
Aðferð:
1.
Grísabitarnir steiktir á pönnu og kryddaðir með salti og
pipar, síðan kláraðir í ofni á 110°C. að kjarnhita 72°C.
2.
Laukur og paprika brúnað á pönnu og sett í
pott ásamt ananas, ólífum, tómat, engifer, hvítlauk, sykri,
ediki, rjóma og vatni.
Suðan látin koma upp og soðið
í nokkrar mínútur.
3.
Sósan er
bökuð upp með smjörbollu, suðunni hleypt upp og smakkað til
með kjúklinga og grænmetiskrafti, salti og pipar.
4.
Sósuna
þarf mögulega að laga til eftir smekk með t.d. sykri, ediki,
krafti og rjóma.
Meðlæti:
Hrísgrjón, ferskt salat og nýbakað brauð.
Ath. grænmeti í réttin má vera meira, allt
eftir smekk hvers og eins.

Hamborgarhryggur
(Innbakaður) í rúgdeigi
2 kg rúgmjöl
vatn
hamborgarhryggur
Hnoðið rúgmjölið með sjóðandi vatni þar til
deigið er hæfilega þykkt. Fletjið deigið út í 1 cm þykkt
lag. Pakkið hamborgarhryggnum inn í deigið og mótið öskju,
mótið fyrir loki og setjið handfang á lokið. Bakið við 200°C
í 1 kls.
ATH. Ef kjötið er mikið salt er betra að
hleypa upp suðu á því í vatni áður en það er sett í deigið.
Sykurbráð:
sykur
tómatsósa
sætt sinnep
vatn
Brúnið sykurinn á pönnu og bætið saman við
tómatsósu og sinnepi út í sykurinn þegar hann freyðir ásamt
vatni og sjóðið niður þar til komið er fljótandi síróp.
Sykurbráðin er sett yfir hrygginn rétt áður
en hann er borinn fram.

Svínakjöt með bambus
450 svínakjöt af
hnakka 1 lítil rauð eða græn paprika, skorin í bita
100 g AMOY SLICED BAMBOO SHOOTS 3 msk olía 1 vorlaukur
1 tsk salt
1 tsk sykur 1 msk AMOY LIGHT SOY SAUCE 1 tsk AMOY
CHILI AND GARLIC SAUCE 1 tsk AMOY YELLOW BEAN SAUCE 1
msk hrísgrjónavín
Setjið svínakjötið í sjóðandi vatn. Látið bullsjóða
og fleytið ofan af. Lækkið hitann og látið malla í 25-30
mín. Slökkvið undir og látið kjötið liggja í lokuðum
pottinum í a.m.k. 2-3 klst. áður en það er kælt. Fjarlægið
bein og fitu af kjötinu og skerið það í bita á stærð við
frímerki. Skerið paprikuna í sömu stærð. Skolið bambusinn og
látið vatnið renna af. Hitið olíuna á pönnu. Steikið fyrst
laukinn, paprikuna og bambusinn í um 1 mín, bætið þá kjötinu
við. Síðast kemur salt, sykur, sojasósa, chili & garlic
sósa, yellow bean sósa og vínið. Hrærið saman í 1 mín og
berið fram heitt.
Rétturinn er fyrir 2-3.

Svínahnakki fylltur með döðlum Gljáður
Svínahnakki 1 ½ kg.
200 gr döðlur
salt og pipar
Steikingartímanum er skipt í þrennt :
Fyrst er steikt á gufu.
Síðan á gufu og steikingu
og að lokum á steikingu
Í venjulegum ofni er steikt í 1 1/2 kls
við 150°C miðað við 1 1/2 kg.
Svínahnakkinn er tekinn og gat gert í
gegn um hann með stáli eða öðru sem hægt er að stinga í gegn
um hann, döðlunum troðið í gatið. Kjötið kryddað með salti
og pipar.
Sykur gljái :
100 gr sykur, 25 gr smjör
1 dl rjómi, sætt sinnep
tómatkraftur, ananas
paprika, steinselja
Sykurinn bræddur, smjöri og rjóma bætt
út í og látið malla smá stund.
Paprikan skorin í bita og ananasinn í bita (bitastærð eftir
smekk). Steinseljan söxuð, þessu bætt út í sykurblönduna og
hellt yfir kjötið, þegar ca 20 mín eru eftir af
steikingartímanum.

Hamborgarhryggur Hunangsgljáður
1 stk
Hamborgarhryggur
2 l Vatn 2 dl Rauðvín 1 stk Laukur 1 stk
Sellerístilkur
10 stk Svört piparkorn 4 stk Negulnaglar
Hunangsgljái
Setjið hamborgarhrygginn í vatn ásamt víni, gróft
söxuðu grænmeti, pipar og negul. Látið suðu koma rólega upp
og sjóðið við vægan hita í 30-40 mín. Takið hrygginn úr
soðinu og látið kólna í 20 mín.
Blandið hráefnunum í hunangsgljáann og penslið hrygginn
með honum. Setjið í 180°C heitan ofn í 15 mín. Berið
fram með rauðvínssósu, brúnuðum kartöflum og rauðkáli.
Hunangsgljái 2 msk Sætt sinnep 2 msk Hunang
2 msk Púðursykur 1 msk Edik
Rauðvínssósa
7 dl Soð úr potti 40 g Hveiti 40 g Smjörlíki
1 dl Rauðvín 1 msk Rauðvínsedik 1 msk
Rifsberjahlaup
1 dl Rjómi Svínakjötskraftur
Fleytið og
sigtið soðið. Lagið smjörbollu úr smjörlíki og hveiti.
Hrærið soðið rólega út í. Bætið út í rauðvíni, ediki,
rjóma og hlaupi. Bragðbætið með svínakjötskrafti ef þurfa
þykir.

Svínakjöt chop suey f/4
600 g svínakjöt 480 g kínakál
40 g bambusspírur 40 g gulrætur 40 g sveppir
4 msk vatn 1 ½ tsk salt 1 ½ tsk þriðja kryddið
1 tsk kartöflumjöl hvítlaukur, ögn af fínsöxuðum
hvítvín, ögn af hvítvíni olía Sósa 4¾ dl
vatn
Undirbúningur Fínsaxið hvítlaukinn.
Matreiðsla Skerið kjötið í litla bita. Blandið saman í
skál salti, þriðja kryddinu, vatni og kartöflumjöli, og
látið kjötið liggja í því í 20-30 mínútur. Skerið grænmetið
í litla bita. Hitið pönnu, gjarnan Wokpönnu, vel og setjið
síðan dálítið af olíu. Steikið kjötið í 1 mínútu og hrærið
stöðugt í á meðan. Bætið síðan grænmetinu við ásamt ögn af
hvítvíni og hvítlauk og steikið í 3 mínútur. Blandið þá
sósunni saman við og látið þetta malla áfram í 1 mínútur.
Framreiðsla Berið réttinn fram með soðnum
hrísgrjónum.
Hollráð Í staðinn fyrir þriðja kryddið má nota sykur.

Humarhalar
“mie du pain” Bakaðir
Forréttur fyrir: 4.
Humaarhalar í skél =
24 st. (meðalstórir) skornir í tvent eftir endilöngu og
görnin hreinsuð burt með hnífi.
Hvítt brauð, ferskt = 2-300
gr. múllað í mixer.
Hvítlaukur =
6-8 rif. Fínt söxuð.
Steinselja =
2-4 msk. Fínt söxuð.
Smjör =
200 gr. brætt.
Salt og pipar. Eftir smekk.
1.
Raðið humarnum í ofnskúffu, með sárið upp.
2.
Mixið saman brauðið, hvítlaukinn, steinselju, salt og pipar
í blandara.
3.
Stráið brauðmixinu í þéttu lagi yfir humarinn í ofnskúffuni.
4.
Dreypið bræddu smjörinu yfir brauðið og humarinn.
5.
Bakið
réttinn í ofni við háan yfirhita í nokkrar mínútur. Eða þar
til að brauðið er orðið gullin brúnt, svo kölluð
gratinering.
6.
Humarkjötið
á að vera létt eldað undir gullinbrúnu brauðinu, ef ekki þá
er gott að
minnka hitann og láta humarinn
hitna í smá stund.
# Þessi réttur er borinn fram með
ristuðu brauði og ef til vill hvítvíni.

Kjúklingalifur
með hvítlauk og steinselju -
Rauðvíns marineruð.
Forréttur fyrir 4.
Kjúklingalifur =
400 gr.
Rauðvín =
2 dl.
Hveiti =
1 dl.
Steinselja =
3-4 msk. Fíntsöxuð.
Hvítlaukur =
6-8 rif. Fíntsöxuð.
Smjör =
200 gr.
Bacon =
40 gr. Skorin í litla bita.
Sveppir =
60 gr. Skornir í sneiðar eða í báta.
Salt og pipar,
1.
Snyrtið kjúklingalifrina, en haldið henni heilli.
2.
Leggið kjúklingalifrina í rauðvínið og látið hana
liggja í rauðvíninu í 4-6 klst.
Lifrin má liggja í víninu í 3-4
daga í kæli.
3.
Hitið pönnu með smjörinu á, þar til smjörið byrjar að taka
lit, léttbrúnast.
4.
Á meðan smjörið er að bráðna, veltið þá lifrinni upp úr
hveitinu og leggið á vel heita pönnuna.
5.
Steikið lifrina miðlungs steikta (medíum-rare),
fjarlægið lifrina af pönnunni.
6.
Bætið smjöri á pönnuna og steikið sveppina og
baconið létt brúnt í smjörinu.
7.
Bætið lifrinni aftur á pönnuna og kryddið með salti
og pipar, steinselju og hvítlauk.
# Þessi réttur á að vera frekar
vel kryddaður og hafa mikið bragð af hvítlauk og
steinselju
# Borið fram með ristuðu brauði og
smjöri.

Hörpuskél
“provenciale” Ristuð
Foréttur fyrir 4.
Hörpuskél =
400 gr.
Niðursoðnir tómatar =
2-300 gr. Gróft skornir.
Steinselja =
2-4 msk. Fíntsöxuð, eftir smekk.
Hvítlauksrif =
6-8 rif. Fíntsöxuð eða pressuð.
Smjör =
200.gr.
Salt og pipar =
eftir smekk.
1.
Fjarlægja
skal seiga vöðvan á fiskinum, þerrið síðan fiskinn vel með
þurrum klút.
2.
Setjið smjör á pönnuna og ristið
fiskinn við frekar háan hita, gullinbrúnan.
Betra er að hafa fiskinn
léttsteiktann.
3.
Fjarlægið fiskinn af pönnunni, kreistið safann úr
tómötunum, skerið þá frekar gróft og setjið á pönnuna ásamt
hvítlauknum og steinseljunni, látið krauma smá stund.
4.
Bætið fiskinum út í, látið krauma í nokkrar sek.
Og kryddið með salti og pipar.
5.
Það er notað
frekar mikið smjör við steikinguna á fiskinum og er smjöri
bætt á pönnuna þegar rétturinn er svo að segja tilbúinn.
Þegar rétturinn er lagður á disk eða á fat skal
smjörið/fitan fljóta um kring á diskinum/fatinu.
Ekki skal vera sósa á disknum
heldur steikt hörpuskel og tómatar ívafðir steinselju og
hvítlauk og umflotið smjöri.
# Borið fram með ristuðu brauði og
smjöri. Einnig er gott að drekka með þessum
frekar kryddað og
karakterríkt hvítvin.

Svínakótelettur
Fylltar m. Duxelles fylling
8 svínakótelettur
heiti
brauðrasp
egg
smjörlíki
krydd
Vasi er skorinn í kóteletturnar og þær
fylltar með fyllingunni, barið létt á samskeytin,
kótelettunaum velt upp úr hveitinu, síðan eggjunum og að
lokum raspinu. Þær steiktar á pönnu á báðum hliðum, settar í
ofnskúffu og steiktar í ofni á gufu og steikingu í 20-30 mín
við 120-140°C
Duxelles fylling
1 laukur saxaður
3 msk olía
240 gr saxaðir sveppir
2 msk timian
2 msk steinselja söxuð
6 msk ókryddað brauðrasp
2-3 msk rjómi
Laukurinn og sveppirnir steiktir á pönnu,
byrjið á að steikja laukinn og bætið síðan sveppunum við,
blandið brauðraspi og steinselju saman við. Kælið fyllinguna
aðeins áður en hún er sett í kóteletturnar.

Kjúklingur frá Kasmír.
Fyrir: 3-4 pers.
Innihald.
Kjúklingur:
1 stk. (meðalstór, skorinn í 8 bita)
Olía til steikingar
Mulið kúmen:
1 tsk.
Mulið kóríander:
1 tsk.
Cayenne pipar: 1/4 tsk.
Salt, eftir smekk.
Laukur:
2 stk. (skornir í sneiðar)
Hrein jógúrt:
1 dós.
Vatn:
1/2 dl.
Ferskjur úr dós:
400 gr. (þunnt skornar)
Garam Masala: 1 msk.
Aðferð.
1.
Steikið
kjúklingabitana á vel heitri pönnu og raðið þeim í eldfast
ílát. Steikið síðan kryddið og laukinn á pönnunni við hægan
hita í ca. 2 mín. Hellið jógúrtinu og vatninu saman við og
látið suðuna koma upp. Hellið blöndunni yfir kjúklingabitana
og bakið í ofni við 170°C. í 20 mín. Takið kjúklinginn út úr
ofninum.
2.
Hellið
öllum safa af ferskjunum og skerið í sneiðar. Raðið
ferskjunum á kjúklingin (geymið nokkrar til skreytinar).
Bakið áfram í aðrar 20 mínútur.
3.
Takið
kjúklinginn út úr ofninum og hellið soðinu af þeim í pott og
hrærið Garam Masala saman við. Látið suðuna koma upp
og hrærið í á meðan. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og
skreytið með ferskjum
Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum.

Lifur frá Malasíu – jafnvel fyrir þá sem alla
jafna borða ekki lifur.
Fyrir: 3-4 pers.
Innihald.
Lifur:
500 gr. (kálfa, lamba eða kjúklinga, skorin í strimla)
Laukar:
2 stk. (skorinn í sneiðar)
Olía til steikingar.
Mulinn kóreander:
1 tsk.
Hvítlauksrif:
eftir smekk. (maukaður eða fín saxaður)
Chilli pipar:
1/2 tsk.
Turmerik:
1/4 tsk.
Soja sósa:
1 msk.
Mjúkt hnetusmjör:
1 msk.
Kókósmjólk:
1 dós. (285 ml. dós)
Aðferð.
1.
Steikið
lifrina brúna á vel heitri pönnu, takið hana síðan af
pönnunni. Steikið laukinn á pönnunni þar til hann er orðinn
ljósbrúnn. Takið helminginn frá til skreytinga. Bætið þurra
kryddinu, nema salti, út í laukinn á pönnunni og steikið við
vægan hita í eina mínútu.
2.
Setjið
lifrina saman við. Bætið sojasósu, hnetusmjöri og salti
saman við og hellið síðan kókósmjólkinni út í. Látið sjóða í
20-30 mínútur og skreytið síðan með restinni af lauknum.
Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum sem
soðin hafa verið með saffran eða turmerik.

Uppskrift vikunnar Lifur og
hjörtu í sláturtíðinni
SLÁTURTÍÐIN
stendur nú sem hæst og þar af leiðandi má vænta þess að menn
séu farnir að huga að sláturgerð enda slátur einhver
ódýrasti matur, sem hægt er að hugsa sér. Um leið og slátrið
er tekið freistast margir til að taka lifur og hjörtu enda
er slíkur innmatur fremur ódýr líka miðað við annað kjötmeti
hérlendis. Til þess að fá hugmyndir frá fagmanni leituðum
við á náðir matreiðslumeistarans Þórarins Guðmundssonar,
yfirmatreiðslumeistara á Múlakaffi, og komum svo sannarlega
ekki að tómum kofunum hjá honum varðandi eldamennsku á lifur
og hjörtum. Í uppskriftabókinni hans var m.a. að finna hinar
ýmsu útfærslur á lambalifur, m.a. lambalifrina hennar mömmu,
lifrarpaté í sparifötum og lifur á austurlenska vísu.
Uppskrift af lambahjörtum fær líka að fljóta með og er sá
réttur í gráðostarjómasósu.
Lambalifrarpaté
með
cumberlandsósu
250 g lambalifur
500 g svínahakk
200 g svínaspekk
1 meðalstór
laukur
dl rjómi
1 egg
dl rauðvín
1 hvítlauksrif
salt
pipar
1 tsk. meiran
6 beikonsneiðar
2 lárviðarlauf
Lambalifrin
hökkuð ásamt svínaspekki og svínahakki (einnig má nota
nautahakk). Fínsaxaður laukur, rjómi, egg, rauðvín og marin
hvítlaukur sett saman við hakkið og kryddað með salti, pipar
og meiran. Hrært saman í matvinnsluvél. Sett í eldfast mót,
beikoni og lárviðarlaufum raðað ofan á og álpappír settur
yfir. Bakað í vatnsbaði við 170-190 gráður á Celcíus í
klukkutíma. Þegar bakað er í vatnsbaði er vatn sett í
ofnskúffuna og mótið með réttinum í látið standa í vatninu á
meðan rétturinn bakast.
Cumberlandsósa
rifinn
appelsínubörkur af einni appelsínu
rifinn
sítrónubörkur af einni sítrónu
2 dl púrtvín
3 msk.
rifsberjahlaup
Allt sett í pott
og soðið saman í tvær mínútur. Sósan síðan þykkt með
maisenamjöli. Sósan látin standa í kæli áður en hún er borin
fram.
Lambalifur á
austurlenska vísu með grænmeti og sojasósu
400 g lambalifur
matarolía til
steikingar
2-3 msk. sojasósa
30 g smjör til
steikingar á grænmeti
2 meðalstórar
gulrætur
150 g spergilkál
150 g agúrka
100 g blaðsellerí
2 tsk. hunang
1 tsk.
sítrónusafi
Lifrin skorin í
strimla og léttsteikt í matarolíu. Grænmetið síðan
léttsteikt í smjörinu, en rétt er að minna á að þó hér séu
gefin ákveðin hlutföll af grænmeti fer það auðvitað eftir
smekk hvers og eins. Að þessu loknu er lifrinni bætt út á
grænmetispönnuna ásamt hunangi og sítrónusafa. Rétturinn er
þar með tilbúinn og þarf ekkert að sjóða frekar. Bera má
hann fram með soðnum hrísgrjónum og brauði.
Einnig er hægt að
hugsa sér sósu með þessum rétti, en þá er smávegis af
lambasoði sett á pönnuna og þykkt með maisenamjöli. Vart
þarf að geta þess að þar með er rétturinn orðinn óhollari.
Léttsteikt
lambalifur með
kartöflustöppu og
lauksósu að hætti mömmu
500 g lambalifur
2 laukar
30 g smjörlíki
1 l vatn
2 teningar
kjötkraftur
1 dl rjómi
Lambalifur brúnuð
á pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið. Látin svo í eldfast
mót og lauksósu hellt yfir. Sósan er gerð þannig að laukur
er léttsteiktur í potti. Lambasoði, sem gert er t.d. úr 1
lítra af vatni og tveimur kjötkraftsteningum, hellt yfir
laukinn og suðan látin koma upp. Sósan þykkt með smjörbollu
og látin sjóða í um 5 mínútur eða þar til hveiti-bragðið er
ekki lengur til staðar.
Alvöru
kartöflumús er kjörin með þessum "mömmurétti", en hana má
búa til með því að sjóða 1 kg af kartöflum, afhýða þær og
hakka í matvinnsluvél. Þá er 200 g af smjöri bætt út í ásamt
salti og sykri og mjólk eftir smekk, allt eftir því hvað
menn vilja músina þykka.
Lambahjörtu
í
gráðostarjómasósu
500 g hjörtu
ólífu-olía
1 hótellaukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
200 g steinlausar
sveskjur
2 msk. tómat-puré
200 g gráðostur
1 dl rjómi
salt
pipar
Hjörtun
fituhreinsuð og skorin í strimla. Brúnuð á pönnu í olíu,
kryddað með salti og pipar, og síðan soðin í 40 mínútur í
einum lítra af vatni. Á meðan hjörtun sjóða er laukur
brúnaður á pönnu, þá paprikurnar með lauknum og loks er
sveskjum, tómat-puré og gráðosti bætt út í og látið malla
þar til osturinn bráðnar. Því næst er hjörtunum og soðinu
hellt yfir grænmetið og jafnað með smjörbollu, sem gerð er
úr smjörlíki og hveiti. Að síðustu er rjóma bætt út í.
Lesendum skal bent á það að svokallaður hótellaukur er ívið
stærri en venjulegir laukar og er nú farið að selja þá í
verslunum hérlendis.
Þórarinn
Guðmundsson, yfirmatreiðslumeistari á Múlakaffi

Rauðrófusúpa frá Rússlandi.
Fyrir: 6-8 pers.
Innihald.
Sýrður rjómi:
200 gr.
Rauðrófur:
4 stk. (meðal stórar)
Vatn:
1, 5 líter.
Epli:
1 stk. (jonagold)
Gulrót:
1 stk. (meðalstór)
Kartafla:
1 stk. (meðalstór)
Laukur:
1 stk. (meðalstór)
Mysa:
1 dl.
Grænmetiskraftur:
eftir smekk.
Salt og svartur pipar: eftir semkk.
Olía til steikingar
Aðferð.
1.
Flysjið
grænmetið, skerið í teninga og snöggsteikið í vel heitri
olíu í potti. Hellið vatninu út í og sjóðið í 30 – 40
mínútur.
2.
Maukið
grænmetið í matvinnsluvél. Bragðbætið með mysu, pipar,
grænmetiskrafti og örlitlu salti.
Borin fram með 1 msk af sýrðum rjóma sem settur er á miðjan
diskinn og stráið saxaðri ferskri steinselju yfir.

Túnfiskur frá Japan f. 4.
Fyrir: 4 pers.
Innihald.
Ferskur túnfiskur:
400 gr.
Hrísgrjóna núðlur:
250 gr.
Smjör:
50 gr.
Hunang:
4 msk.
Salatblöð:
1-2 höfuð.
Sesamfræ:
2 msk.
Sojasósa:
2 msk.
Engifer-rót:
1 msk. (fínt söxuð)
Gulrót:
1 stk. (meðalstór)
Olía til djúpsteikingar
Aðferð.
1.
Rífið
salatblöðin og skerið gultótina í ræmur. Djúpsteikið
núðlurnar í heitri olíu og leggið þær á eldhúsrúllupappír.
2.
Blandið
saman hunangi, sojasósu og engifer.
3.
Skerið
túnfiskinn í litla bita. Steikið fiskinn við háan hita á
pönnu í olíu í ca. 1 mínútu. (Ath. fiskurinn á að vera hrár
í miðju) Setjið sesamfræin á pönnuna með fiskinum ásamt
smjörinu og engiferblöndunni, hrærið rólega og hitið í smá
stund.
4.
Takið
réttinn af pönnuni og blandið saman við salatið, leggið
réttin upp á fat og núðlurnar ofan á.

Bakaður fiskur
7-800 gr ýsuflök roðrifin (eða
smálúða, rauðspretta)
4 stk laukur
1 stk sítróna
1 biti ferskur engifer
1 msk sojasósa
50 gr smjör
Skerið fiskinn í smáar sneiðar. Rífið börkinn af sítrónunni
og pressið safann úr henni, rífið engiferinn. Blandið saman
sítrónuberki, safa, rifnu engifer og sojasósu. Látið
fiskinn marenerast í leginum í 20-30 mín. Hreinsið laukinn
og skerið í þykkar sneiðar, hitið laukinn í smjöri á pönnu
þar til hann er orðinn mjúkur. Leggið laukinn í smurt
eldfast fat, setjið fiskinn yfir og kryddið með salti og
pipar. Bakið í ofni við 200°C í 25-30 mín. Borið fram með
súrsætri sósu.

Blandaðir sjávarréttir í smjördeigskörfum
Smjördeig
Rjómi
Parmesanostur
Hörpuskel, sniglar, rækjur,
Sveppir, gulrætur, paprika, blaðlaukur.
Smjördeigið er flatt út í 1 cm þykkt lag
og úr því eru lagaðar smjördeigskörfur. Deigið penslað með
eggjarauðu og lagt í ofnskúffu með grind yfir. Bakað í 15-20
mín við 150°C. Þegar körfurnar eru bakaðar eru þær kældar og
lokið á þeim opnað varlega.
Gulræturnar eru tjúneraðar og forsoðnar í
vatni með smjöri og salti.
Rjómanum hellt í annan pott ásamt
hvítvíni og fiskikrafti. Látið malla við vægan hita.
Paprika, sveppi og blaðlaukur svissað á pönnu. Hörpuskelin
skorin í tvennt og sett út í rjómann ásamt svissaða
grænmetinu, og gulrótunum, rækjunni, sniglum og
pamesanostinum.
Jafnað með maisienamjöli og vatni.
Smjördeigskörfurnar fylltar með
blöndunni og skreytt með sítrónu.

Blandaðir
sjávarréttir í tartalettum
900 gr
blandaðar sjávarafurðir (rækja, hörpudiskur, skötuselur,
humar)
¼ blaðlaukur
½ paprika
½ epli
5 sveppir
2 ananashringir
½ sítróna
2 dl hvítvín
20 gr smjörlíki
¼ l rjómi
1 msk karrý
1 tsk soyasósa
krydd : grænn pipar, fiskkraftur,
sítrónupipar, dill, pikanta.
Smjörlíki er sett á pönnu og hitað við
vægan hita. Allt grænmeti er svissað á pönnunni og karrýinu
stráð yfir. Öllum vökva er hellt á pönnuna og þykkt með
ljósum sósujafnara. Kryddað. Sjávarafurðunum er bætt út í og
suðunni hleypt upp. Borið fram í tartalettum

Ýsa í karrí
Efni:
2 ýsuflök
paprika ananas(litil dós)kurl rjómi hveiti
salt karrý
Meðhöndlun:
hreinsa
fiskinn blanda saman hveiti karrý og salt velta
fiskinum upp úr hveiti blöndunni steikja fiskinn og
setja í eldfast mót brytja paprikuna og mýkja í
afgangs feitinni bæta ananas kurli á pönnuna hræra
restinni af karrý hveitinu út á pönnuna hella ananas
safanum útí
hella rjóma útá og láta krauma smá stund hella
sósunni yfir fiskinn í mótinu strá osti yfir setja
í heitan ofn þar til osturinn er gullinn bera fram
með hrísgrjónum og fersku salati.

Ýsa í
hátíðar búningi
Efni:
Ýsuflök (1
stórt, eða 2 lítil) 1 banani 2 dl. rjómi 2 egg
100 g rækjur 1 paprika ostur hveiti salt og
pipar kjöt og grill krydd rasp
Meðhöndlun:
Eggin eru
þeytt með 1/2 dl af rjóma og hveitið hrært út í.
Fiskurinn er kryddaður beggja megin með salti, pipar
og kjöt og grillkryddi. Fiskinu er dýft í þessa sósu
og steiktur við hagan hita á pönnu örlitla stund.
Hann er síðan lagður í eldfast fat. Rækjurnar, bananinn
og paprikan eru steikt í smjöri og lögð ofan á
fiskinn. Afgangurinn af rjómanum er settur yfir og
síðan rifinn ostur og rastp. Bakað við 200 gráður í ca
20 mín.
Gott að leggja álpappír yfir til að byrja með.

Rækjuréttur í karrísósu
Frábær réttur
ef óvænta gesti ber að garði. Fljótlegur og hráefnið
yfirleitt til á hverju heimili
Efni:
Uppistaðan í
þessum rétti er ca 1 ltr af MJÖG góðri karrýsósu,
svona 2 bollar soðin hrísgrjon annað eins af úthafsrækju
frá Meleyri á Hvammstanga (hún er mjög góð) þessu er
öllu blandað saman.Sett í eldfast mót og osti stráð
yfir bakað við 200 gr hita þar til osturinn er orðinn
gullinn borið fram með hvítlauksbrauði. Til
tilbreytingar er gott að setja svolítinn ananas í og
síðan svo sem hvað annað sem okkur þykir gott með
rækjunum. Eins er magnið af rækjunum og grjónunum það
er eitthvað sem við gerum upp við okkur hvert og
eitt fyrir sig. Verði ykkur að góðu

Sjávarréttarkaka:
200 g flökuð ýsa
100 g humar
100 g léttsoðin
hrísgrjón
1 ½ tsk.salt
¼ tsk hvítur
pipar
1 msk. Ferskur
sítrónusafi
2 eggjahvítur
3 dl rjómi
2 msk. Smjör
Ýsuflakið er roðflett og hreinsa.
Það er skorið í litla bita og sett í matvinnskuvél, ásamt
salti, pipar, sítrónusafa og eggjahvítum og maukað.
Síðan er rjómanum blandað varlega saman við og að lokum
léttsoðnum hrísgrjónunum.
Smyrjið 6 lítil bökunarmót með
smjörinu. Takið u.þ.b. 2/3 hluta af deiginu og
klæðið formið að innan með því. Takið humarinn úr
skelinni ef hann er ekki keyptur án hennar og skerið í bita.
Skiptið humarbitunum á milli formanna og lokið þeim síðan
með afganginum af deiginu.
Raðið formunum í eldfast mmót sem
hefur verið fyllt til hálfs með vatni.
Bakist við 200°C
í 15-20 mínútur.
Sósan:
100 g humar
1 msk.
Ferskur sítrónusafi
1 tsk.
Estragon
2 dl rjómi
½ dl hvítvín
Humarinn er settur í
matvinnsluvél, ásamt sítrónusafanum og kryddinu, og
maukaður.
Rjómanum er síðan
blandað varlega saman við.
Sett í pott og
látið sjóða þar til sósan þykknar.
Að síðustu er
hvítvíninu blandað saman við.
Sjávarréttarkökunum er hvolft úr mótunum á heita, skreytta
diska og sósunni síðan hellt yfir. Berið fram.

Ýsa með
hamsatólg.
Efni:
Ýsa - flökuð
eða þverskorin, magn fer eftir hvað margir ætla að
borða. Kartöflur - magn í hlutfalli við magn ýsunnar.
Hamsatólg.
Meðhöndlun:
Kartöflurnar
eru settar í pott og soðnar í u.þ.b. 20 mín. Ýsan er
sett í annan pott, söltuð lítillega og soðin í u.þ.b.
15-20 mín. Hamsatólgin er sett í lítinn skaftpott og
hituð þangað til hún er fljótandi.
Svo er þetta
borið fram heitt. Einnig er mjög gott að hafa tómatsósu
með.

Suðrænn fiskréttur með hrísgrjónum og ananas
2 bollar hrisgrjón (4
skammtar)
600 g ýsuflök
100 g hveiti
salt
pipar
matarolía til steikingar
200 g sveppir
1/2 dós ananasbitar
8 msk majones eða léttmajones
3 tsk karrí
2 dl ananassafi
rifinn ostur 26%
1. sjóðið hrísgrjónin samkvæmt
leiðbeiningum á pk
2. roðflettið ýsuna og skerið í
hæfinlega bita.
blandið saman
hveiti, salti og pipar og veltið fiskinum upp úr
því.
Léttsteikið fiskinn í matarolíu.
3. smyrjið eldfast mót með smjöri,
setjið hrísgrjónin í botninn og raðið
fiskinum þar ofan á.
4. skerið sveppina í sneiðar og raðið
þeim og anansbitunum
ofan á fiskinn.
5. kryddið majonesið með karríi og
blandið ananssafa varlega út í
hellið sósunni yfir
réttinn
6. rífið ostinn og stráið yfir réttinn
7. bakið í 175°c heitum ofni i 20-30
mín
sósan á fiskinum
raðið fiskbitunum nokkuð þétt saman þannig að
sósan haldist ofan á fiskinum
og blandist ekki um of saman við hrísgrjónin
berið fram með hrásalati og ef til vill
brauði

Súrsætar fiskibollur
Stutt lýsing:
Fínar
fiskibollur
Efni:
200 gr.
rækjur 250 gr. fiskhakk 4 msk valhnetur 1 msk
sítrónusafi 1 tsk soya 1/2 tsk sesamolía 1/2
tsk hvítlaukur
1 1/4 tsk salt hnífsoddi pipar 2 msk
kartöflumjöl 2-3 msk ananassafi
Hakkaður fiskurinn, rækjurnar og valhneturnar. Öllu
blandað saman í fars. Búnar til litlar bollur sem
eru steiktar í matarolíu.
Meðhöndlun:
Sósa:
1/2 bolli hvítvín 1 1/2 bolli ananassafi 2 tsk
sesam olía 3 mtsk edik 2 tsk soya 2-3 tsk sykur
1/2 tsk salt 1 1/2 msk kartöflumjöl 4 msk vatn
1 1/2 bolli ananasbitar matarolía
Olían hituð. Ananasbitarnir brúnaðir. Þá er vökva og
kryddi blandað saman við og síðan jafnað með
kartöflumjölsjafningnum.
Sett yfir fiskibollurnar.

Filet Mignon fyllt m/ gæsalifur og vafið
beikoni m/Armagnac sósu.
800 gr nautalund
80 gr gæsalifur
8 sn bacon
1msk smjör
Salt og hvítur pipar (úr hvörn)
Timian
3 cl Armagnac (eða annað gott Brandý)
Sósan
5 dl Nautasoð
5 cl Armagnac (eða annað gott Brandý)
2 msk Smjör
Salt og hvítur pipar (úr hvörn)
Aðferð
1.
Setjið nautasoð í pott og
sjóðið niður um helming. Bætið timian og öðru kryddi
í.
2.
Skerið nautalundina í
jafnar steikur. Bankið þær til.
Skerið með oddhvössum hníf lítinn vasa í þær
miðjar. Látið í þær gæsaliframúsina og dreypið smá
Armagnac með og lokið vel.
Vefjið baconinu utan um sneiðarnar og festið
með tannstöngli eða sláturgarni.
3.
Látið góða stálpönnu yfir
hita og bræðið smjörið. Steikið kjötið við meðalhita
jafnt á öllum hliðum til að fá sem jafnasta steikarhúð c.a.
1 - 2 mín. á öllum hliðum. Hellið smávegis af Armagnac
yfir og kveikið í. Takið steikurnar af og setjið á
hitaþolið fat, sett ínn í ofn þar til kjörhiti hefur náð
55°C.
4.
Hellið nautasoðinu yfir
pönnuna og sjóðið til helminga. Bætið salti, pipar og
Armagnac í eftir smekk.
5.
Gufusoðið grænmeti borið
með.

Humar í skel m/mildum hvítlaukskeim
1 kg humarhalar í skel
75 gr smjör
1-2 hvítlauksrif
1 msk söxuð steinselja
safi úr einni sítrónu
salt og hvítur pipar(úr kvörn)
1 dl brauðrasp
1.
Kljúfið humarhalana
langsum. Best er að gera það meðan enn er smá frost í
honum. Fjarlægið svörtu görnina.
2.
Bræðið smjörið og látið
hvítlaukinn og steinseljuna út í.
3.
Best er að bræða smjörið
í vatnsbaði, svo að smjörið brenni ekki.
4.
Leggið humarhalana í
ofnskúffu með skelina niður. Penslið humarinn með
hvítlaukssmjörinu. Stráið að lokum brauðraspi yfir.
5.
Bakið undir grilli í 6- 9
mín.
6.
Borið fram með salati

Kínverskur pottréttur
500 gr lambakjöt smátt skorið
1 ds Thai red curry sósa
½ ds (200 ml)kókosmjólk
1 msk soya sósa
Hitið
olíu á pönnunni og snöggsteikið kjötið.
Hellið
kókosmjólkinni og Red curry sósunni út
á
pönnunna og látið sjóða í 20 mín.
Bragðbætið með soya sósu, og þykkið örlítið
með
maizenamjöli. Borið fram með grjónum
eða núðlum. Verði ykkur að góðu.

Núðluréttur
Fyrir 4-6
250 gr kínverskar eggjanúðlur
vatn og kjúklingateningur
1 ham og beinlaus kjúklingabringa
1 msk olía
1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 lítil dós bambussprotar
6 kínverskir sveppir, útvatnaðir
og skornir í sneiðar
150 gr grænmetsstrimlar, s,s
sellerí blaðlaukur, snjóbaunir eða annað
1 dl kjúklingakraftur(teningur og vatn)
1 tsk maizenamjöl, hrært út í 2 msk af vatni
150 gr rækjur
50 gr kasíuhnetur (má sleppa)
sojasósa og fimmkryddaduft
(five spice powder) eftir smekk
Sjóðið núðlunar í vatninu sem bragðbætt hefur verið með
kjúklingateningi, Skerið kjúklingabringuna í strimla,
hitið olíuna á wok pönnu eða annarri djúpri pönnu og
snöggsteikið kjúklingabitana. Bætið hvítlauknum,
bambussprotunum, sveppunum og grænmetisstrimlunum saman við
og steikið í 5 mínútur. Lækkið hitann og hellið
kjúklingakraftinum saman við . Látið suðuna koma upp,
bætið maizenamjölinu út í og hrærið. Setjið rækjurnar
og hneturnar út í og bragðbætið með kryddinu og sojasósunni
eftir smekk.

Lamb
í karrý
að kínverskum hætti
500 gr lambaframpartur smátt skorið
1 laukur, saxaður eftir smekk
1 msk karrý
½ msk paprikuduft
¼ l Tropí ananassafi
½ ds kókosmjólk
½ msk koriander
1 msk sojasósa
1 msk chili garlic sósa
½ púrrulaukur
3 gulrætur
rifinn engiferrót
4-5 ananashringir og
safinn úr dósinni er notaður
1 msk púðursykur
salt eftir smekk
Hitið olíuna á
pönnu og snöggsteikið kjötið, setjið síðan laukinn, karrýið,
og paprikuduftið út í og steikið í smá stund. Bætið
síðan ananassafanum, kókosmjólkinni, engiferinu, koriander
og sojasósunni út í. Látið sjóða í smá stund, síðan er
ananasinn, púrrulaukurinn og gulræturnar settar út í og
látið sjóða í ca:
15 mín.
Smakkið til og bætið salti og púðursykri í eftir smekk.

Roast beef Innanlæris vöðvi.
Roast beef er gert úr innanlæris vöðva,
afturstykki/þykkusteik og fyrir smurt brauð er notuð
flatsteik. Steikurnar eru bundnar upp með seglgarni,
brúnaðar á pönnu og settar í 160°C heitan ofn og steiktar
þar til kjarnhiti verður 55¨C í miðju kjötsins. Að steikingu
lokinni er hreint stykki breitt yfir steikina og hún látin
standa í 20 mín áður en hún er skorin niður.

Krebinettur
750 gr lambahakk
500 gr nautahakk
4-5 dl brauðrasp
3 dl mjólk
2 stk egg
½ blaðlaukur
1 msk karrý
1 msk soyasósa
1 tsk grillkrydd
¼ tsk pipar
1 tsk hvítlaukssalt
Eggi, brauðraspi og mjólk blandað saman við hakkið.
Blaðlaukurinn saxaður og honum blandað saman við ásamt
kryddi. Hakkblandan er mótuð í sporöskjulaga kökur sem velt
er upp úr brauðraspi (veltið öllum kökunum upp úr raspinu
áður en byrjað er að steikja). Kökurnar steiktar á pönnu og
settar í ofnskúffu og gufusteiktar í 15-20 mín við
140-150°C.

Hreindýrasteik með einiberjasósu |
Fyrir 6
2 kg hreindýrahryggur 1 ½ tsk. salt
½ tsk. pipar 2 tsk. mulin einiber
Leggið hrygginn í ofnskúffuna og kryddið
hann með salti, pipar og einiberjum. Hitið
ofninn í 125 gráður og stingið kjötmæli í
þykkasta hluta kjötvöðvans. Steikið þar til
mælirinn sýnir 77 gráður. Slökkvið á ofninum og
útbúið sósuna.
Einiberjasósa
1 tsk. einiber
2 msk. smjör 3 msk. hveiti 4 dl
villikraftur (teningur og vatn eða viltfond í
flösku + vatn) 3 tsk. sojasósa 2 msk.
mysingur 1 msk. rifsberjahlaup
2 ½ dl rjómi
Myljið einiberin,
bræðið smjörið í potti og látið berin krauma í
þeim í 5 mínútur. Stráið hveitinu yfir, hrærið
vel og þynnið smátt og smátt með kjötkraftinum.
Bætið sojasósunni út í og sigtið sósuna yfir í
annan pott. Hitið sósuna og setjið mysinginn og
rifsberjahlaupið út í. Látið suðuna koma upp og
bætið rjómanum út í.
Skerið
hreindýrahrygginn í þunnar sneiðar og berið fram
með einiberjasósunni, léttsoðnu grænmeti og
rjómakartöflum.
Rjómakartöflur
600-800 g
kartöflur
½ blaðlaukur 1 msk. smjör ½ tsk.
tímían
salt og svartur pipar eftir smekk 3 dl
matreiðslurjómi
½ dl mjólk 1 dl rifinn ostur 3 msk.
mulinn gráðostur
Flysjið kartöflurnar og skerið þær í 3-4
mm þykkar sneiðar. Geymið kartöflurnar í köldu
vatni á meðan rjómasósan er útbúin. Saxið
blaðlaukinn fínt og mýkið í smjörinu. Kryddið
laukblönduna og hellið rjómanum og mjólkinni
yfir. Hitið ofninn í 200 gráður. Takið
kartöfluskífurnar úr vatninu og setjið út í
rjómablönduna og sjóðið í 10-15 mínútur við
meðalhita, hrærið í öðru hvoru á meðan.
Bragðbætið með meira kryddi ef þurfa þykir.
Setjið rjómakartöflurnar í smurt, eldfast mót og
dreifið rifna ostinum og gráðostinum yfir. Bakið
í 10-12 mínútur. |

Fituhreinsaður lambahryggvöðvi með rifbeinum
1 lambahryggur
kryddblanda
dijonsinnep
brauðmylsna (ókrydduð)
Lambahryggurinn er hogginn í tvennt og
úrbeinaður, en fremstu rifin skilin eftir. Öll fita hreinsuð
af en himnan á kjötinu skilin eftir. Kryddblanda að eigin
vali er útbúin. Kjötið er brúnað á heitri pönnu og kryddað.
Smurt með dijonsinnepi og brauðmylsnu stráð yfir. Sett í
ofnskúffu og steikt í ofni við 180°C í 10-15 mín. Borið fram
með grænmeti, kartöflum og sósu að eigin vali.

Fylltur lambsbógur með farsi
1 stk úrbeinaður lambaframpartur
4-5 sneiðar beikon
200 gr hakkað lambakjöt
1-2 msk rjómi
1 tsk estragon
1 tsk hvítur pipar
1 tsk karrý
1 tsk timian
1 tsk rósmarín
1 tsk salt
Framparturinn er snyrtur ef þarf.
Hakkaða kjötið, beikonið, kryddið og rjóminn er sett í
matvinnsluvél og blandað vel saman. Blöndunni er smurt inn í
frampartinn, honum rúllað upp og sett í net. Nuddað utan með
salti og pipar. Kjötrúllan er sett á grind í ofnskúffu og
inn í 175-180°C. heitan ofn steikt í 1 kls, þá er slökkt á
ofninum og kjötið látið standa inn í honum í 20 mín. Þá er
það tekið út og skorið í hæfilegar sneiðar og borið fram með
soðsósu, kartöflum og grænmeti.

Grátandi lambalæri
Crying leg of lamb
1 lambalæri
4
msk ólífuolía
6
hvítlauksgeirar 2 skornir í ræmur 4 saxaðir
1
msk saxað rósmarín
2
msk saxað timjan
1500 gr kartöflur þunnt sneiddar
40
gr smjör
Nuddið kjötið með olíu. Skerið litlar, djúpar rifur í kjötið
og stingið hvítlauksræmum þar í. Stráið kryddjurtunum, salti
og pipar yfir kjötið. Raðið kartöflunum á smurt eldfast fat,
sem er heldur lengra en lærið. Stráið salti,pipar og söxuðum
hvítlauk yfir ásamt smjöri. Fatið sett á grind neðst í
ofninn og kjötið á grind þar yfir, svo að safinn úr því
drjúpi á kartöflurnar. Steikið við 200-225°C í 90 mín eða
þar til kjötið er steikt. Lækkið hitann ef kartöflurnar
brúnast of mikið. Hrærið tvisvar til þrisvar sinnum í
kartöflunum á meðan steikingu stendur.

Innbakað Lambafille með villisveppafyllingu.
Lamb:
2 meðal stór lambafille
salt og pipar
olía til steikingar
150 gr smjördeig
1 eggjarauða til penslunar
Sveppafylling:
100 gr villisveppir
50 gr furuhnetur
1 stk skalottlaukur
½ dl madeira
½ dl rjómi
salt og pipar
brauðraspur (ekki paxo)
Sveppir, laukur og hnetur er saxað mjög fínt.
(hnetur ekki of fínt). Steikt á pönnu og madeira hellt saman
við og soðið niður. Rjómanum bætt saman við og raspinum
soðið þar til hæfileg þykkt er komin.
Lambafilleið er snyrt og brúnað á pönnu og
kryddað. Kælið kjötið.
Smjördeigið er gatað og kjötið sett ofan á
það, fyllingunni smurt ofan á kjötið og smjördeiginu lokað
með samskeytin undir kjötinu, penslið deigið með eggjarauðu.
Bakað við 180°C og tekið út áður en kjötið er of steikt.
Þetta tekur 15-25 mín eftir smekk.

Lambakrebenettur
1200 gr lambahakk
3-4 egg
1-1
½ dl
brauðrasp
1-1
½ dl rjómi
½ dl saxaðar kryddjurtir (steinselja,
graslaukur, kerfill)
salt og pipar
hveiti eða brauðrasp
olía til steikingar
Hrærið hakkið saman með eggjum, raspi, rjóma
og kryddjurtum. Kryddið með salti og pipar. Formið í buff,
1-2 á mann, veltið upp úr hveiti eða raspi og steikið á
pönnu við meðal hita í 3-5 mín á hvorri hlið.

Lifrar swing
½ kg lifur
40 gr smjör
½ tsk gróft salt
¼ tsk pipar
2 laukar í sneiðum
3 tómatar í sneiðum
½ tsk salt
½ tsk pipar
½ tsk rósmarín
1 ½ dl mjólk
100 gr hreinn rjómaostur
Lifrin er hreinsuð og þerruð, skorin í þunnar
sneiðar og krydduð með salti og pipar. Steikið lifrina á
heitri pönnu, takið af pönnunni og haldið heitri. Brúnið
laukinn og tómatana í feitinni og kryddið. Hellið mjólkinni
á pönnuna og bætið ostinum saman við. Hrærið þar til
osturinn er bráðinn. Hellið sósunni yfir lifrina og berið
fram.

Mömmusteiktur
lambahryggur
1 stór lambahryggur
salt og nýmalaður svartur pipar
1
stk gulrót
½
laukur
1
stk sellerístilkur
6
stk piparkorn
1
stk lárviðarlauf
1
½ l vatn
Skeriðgrænmetið gróft og setið í ofnskúffu
ásamt 1 ½ l af vatni. Skerið rákir með 1 cm millibili í
fituna á hryggnum, kryddið með salti og pipar. Steikið í 60
mín við 180°C á blæstri annars 190°C. Látið hrygginn standa
undir þurru stykki í 10 mín áður en hann er skorinn og
borinn fram.

Saltkjötsfars
1 kg saltkjötshakk (lambakjöts)
125 gr hveiti
4-5 stk egg
¾ l mjólk
pipar
Hrærið hakkið saman með pipar,
bætið hveitinu saman við og hrærið áfram. Bætið eggjunum
einu og einu saman við, og hrærið áfram, mjólkinni er í
lokin bætt saman við í litlum skömmtum

Fyllt lambalæri x
1 meðalstórt lambalæri
úrbeinað
fylling
½ dós sveppir
1 stór laukur
6-8 sn. beikon
½ tsk.
sítrónupipar
1 sítróna
½ tsk.
aromat-krydd
salt og pipar
Fylling:
Rífið börkinn
utan af sítrónunni, saxið beikonið, laukinn og sveppina.
Steikið beikonið uns það er nærri stökkt og bætið þá lauknum
út í og steikið með smá stund. Bætið þá sveppunum saman við
og kreistið sítrónusafann yfir. Hellið helmingnum af
sveppasafanum smá saman saman við. Takið af hitanum og
kryddið með sítrónupiparnum, aromatinu og bætið
sítrónuberkinum saman við. Kælið fyllinguna. Setjið
fyllinguna innan í lærið og vefjið það með rúllupylsugarni,
en ekki mjög þétt. Geymið kjötið í 1-2 tíma fyrir steikingu.
Hitið ofninn í 200°C. kryddið kjötið að utan með salti og
pipar, og steikið í 55-60 mín. Best er að nota sem minnst
steikarílát, svo að safinn sem rennur frá kjötinu brenni
ekki. Borið fram með sósu lagaðri úr soðinu, rjómakartöflum,
blómkáli og rósinkáli.

Fylltur lambsbógur með
sveskjum og eplum
1 úrbeinaður lambaframpartur
salt og pipar
epli og sveskju
Eplin skræluð og kjarnhreinsuð, skorin í bita og sveskjur í
tvennt. Ávöxtunum jafnað á frampartinn og honum rúllað upp,
hann settur í net. Kryddaður að utan með salti og pipar.
Settur í 160°C heitan ofn og steiktur í 1 kls. Slökkt á
ofninum og hann látinn standa inni í ofninum í 20 mín.
Tekinn út og skorinn í sneiðar og borinn fram með
sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli og soðsósu.

Innbakað
lambafille með Duxelles
1 góður lambahryggir
1200 gr smjördeig
salt og pipar
fylling:
1 laukur
3 msk olía
240 gr saxaðir
sveppir
2 msk timian
2 msk steinselja
6 msk ókryddað
brauðrasp
Hryggurinn er úrbeinaður og
filleið snyrt, lundirnar saxaðar og það kjöt sem hægt er að
skafa af beinunum. Laukurinn saxaður og sveppirnir,
fyllingin steikt á pönnu byrjið á að steikja laukinn, síðan
sveppi og kjöt, blandið brauðraspi og kryddi saman við.
Filleið skorið í
bita og lokað á pönnu kryddað með örlitlu salti og pipar.
Smjördeigið flatt
út í jafnmargar kökur og kjötbitarnir eru, setjið fyrst
kjötið á smjördeigið síðan fyllingu ofan á lokið kökunni og
penslið samskeitin með sundurslegnu eggi.
Bakið í 225OC
heitum ofni í 20-30 mín.Þessi tími og hiti miðast við að
allt sé vel kalt þegar það fer inn í ofninn, annars er
tíminn skemri eða um 15 mín hitinn fer eftir gæðum ofnsins
og því hvað við viljum að kjötið sé mikið steikt.

Kálbögglar
750 gr saltkjötsfars
1 hvítkálshaus
½ l kjötsoð
mjólk
smjörbolla
Skerið hvítkálið í tvennt og
fjarlægið stikilinn, sjóðið kálið og losið blöðin í sundur,
jafnóðum og þau eru orðin mjúk. Pakkið ca. 60 gr af
saltkjötfarsi inn í hvert blað og leggið á smurða pönnu eða
ofnskúffu með samskeytin niður. Setjið inn í ofn og bakið í
20 mín við 150°C. Hellið kjötsoði yfir kálbögglana og bakið
áfram í 20-30 mín til viðbótar. Lagið sósu úr soðinu af
pönnunni, bætið í það mjólk og jafnið með smjörbollu. Borið
fram með kartöflum og sósunni.

Lambalæri x2 1
1 lambalæri
2 tsk estragon
2 tsk timian
1 tsk salt
1 tsk pipar
lambalærið þvegið, þerrað og fitusnyrt. Mjaðmabeinið
fjarlægt og lærið kryddað með kryddblöndunni. Ofninn hitaður
í 200°C. Lærið sett á grind yfir ofnskúffu og steikt í 70
mín, eða þar til kjarnhiti hefur náð 65 °C.
Lambalæri
2
1 lambalæri
2 tsk timian
2 tsk rósmarin
10 stk einiber
salt og pipar
Lambalærið þvegið, þerrað og
fitusnyrt, mjaðmabeinið fjarlægt. Kryddblandan útbúin,
einiberin mulin og jurtum, salti og pipar blandað saman,
kryddinu nuddað á kjötið. Olía hituð á stórri pönnu kjötið
brúnað á öllum hliðum sett á grind yfir ofnskúffu og steikt
við 110°C í 120 mín eða þar til kjarnhiti hefur náð 65 °C.

Lifur í
ostahjúp
1 lambalifur
1 sneiddur laukur
1 ½ dl rjómi
6 litlir sveppir
1 dl brauðmylsna
1 tsk salt
¾ tsk aromat
50 gr smjör
125 gr 26% ostur, rifinn
Hreinsið lifrina og skerið í
þunnar sneiðar. Bankið þær létt. Blandið saman brauðmylsnu,
salti og aromati og veltið lifrarsneiðunum upp úr blöndunni.
Steikið lifrina upp úr smjöri og raðið í eldfast mót.
Steikið laukinn og dreifið honum yfir lifrina ásamt
britjuðum sveppunum. Hellið rjómanum yfir og stráið rifna
ostinum að lokum yfir. Bakið í 200°C heitum ofni í 20 mín.
Borið fram með grænmetissalati og kartöflustöppu.

Lifur með rjómasinnepssósu og pasta
1 stór lambalifur
1 tsk jurtasalt
½ tsk hvítur pipar
3 msk smjör
2 laukar saxaðir
2 ½ dl rjómi
2 msk dijon sinnep
Tagliatella soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum
Hreinsið lifrina og skerið í strimla. Kryddið með jurtasalti
og snöggsteikið á heitri pönnu, þar til hún er brúnuð á
öllum hliðum. Takið lifrina af pönnunni og steikið laukinn í
smjörinu í um 5 mín. Hellið rjómanum yfir laukinn og látið
suðuna koma upp, bætið sinnepinu saman við og hrærið vel í
sósunni. Blandið saman lifur, sósu og pasta og berið fram
með grófu brauði

Pönnusteik úr lambalæri
Fyrir 6. 1200 gr lambalærisvöðvar.
Olía til steikingar
Kryddblanda
1 msk rósmarin
1 msk oregano
1 msk basil
1 msk timian
½ tsk cayennepipar
1 msk salt
ný malaður pipar
Kjötið er skorið í sneiðar og
barið létt, kryddi stráð yfir rétt fyrir steikingu. Kjötið
er steikt á báðum hliðum á snarpheitri pönnu, látið hvíla á
pönnunni í ca. 5 mín.
Ef vöðvarnir eru steiktir heilir er þeim lokað á pönnu og
þeir settir inn í 180°C heitan ofn og steiktir áfram í ca 20
mín eða þar til kjarnhiti hefur náð 65 °C.

Soðið lambalæri
1 stk úrbeinað lambalæri
3 l vatn
1 stk lárviðarlauf
10 hvít piparkorn
4 stk gulrætur
1 lítill laukur
2 msk salt
Lambalærið sett út í sjóðandi
vatnið ásamt kryddi og grænmeti og soðið í 1 kls. Síðan
látið standa í pottinum í 1/2 kls. Lærið tekið upp úr og
skorið niður og borið fram.

Villigæsabringa
Bringur af tveimur villigæsum
Salt (gróft)
Pipar svartur úr kvörn
Matarolía 2 msk
Smjör 50 gr.
Sósan:
Perlulaukur 300 gr hreinsaður
Sykur 4 msk
Rauðvín 2 dl
Rauðvínsedik 3 msk
Sveppir 200 gr, gjarnan villisveppir
Smjör 25 gr
Blóðberg 1 teskeið
Eða timjan 1 tsk
Lárviðarlauf ½ blað
Gæsasósa 3 dl
Smjör 50 gr kalt skorið í bita
Salt og pipar
Úrbeinið gæsabringurnar og kryddið
með salti og pipar. hitið ofninn í 150°C hitið síðan olíu og
smjör á pönnu, brúnið bringurnar rólega í 5-10 mín. Takið
þær þá af pönnunni og setjið í ofninn í um 10 mín á meðan
sósan er löguð.
Brúnið perlulaukinn á
pönnu. Þegar laukurinn hefur brúnast, stráið sykrinum út á
og látið hann verða að karamellu. Hellið víni og ediki út á
þegar laukurinn er orðinn vel gljáður og sjóðið þetta síðan
þar til helmingurinn er eftir. Hellið lauknum og
rauðvínsleginum af pönnunni í skál og haldið því heitu.
Setjið nú smjör á pönnuna og brúnið sveppina. Stráið
kryddinu út á og látið það fá á sig örlítinn lit. hellið þá
lauknum í rauðvínsleginum út í og gæsasósunni einnig. Látið
sósuna sjóða og samlagast vel, kryddið með salti og pipar ef
þurfa þykir. Berið villigæsabringurnar fram með sósu og
perlulauk.

Einiberjagrafinn lambavöðvi m. sósu
með melónu og
sinnepslimesósu.
Innihlad fyrir ca. 10-12
pers.
Lambavöðvi = 1 kg.
(snyrtur og jafnþykkur,
ca. 5 sm).
Sykur =
0.5 dl.
Gróft salt =
0.5 dl.
Svartur pipar =
1 og 1/2 msk. (grófmalaður).
Einiber =
1 tsk. (mulin).
Aðferð:
1.
Blandðu kryddinu saman.
2.
Leggðu
kjötbitana (bitann) í plastpoka, helltu kryddblöndunni í
pokann, hníttu fyrir og hristu vel saman. Eða leggðu kjötið
í bakka og kryddaðu vel undir og yfir, leggðu plastfilmu
yfir.
3.
Láttu
kjötið liggja í kæli í ca. 3-4 daga.
4.
Taktu
kjötið úr kælinum, skafðu kryddið af og skerðu kjötið í
örþunnar sneiðar með beittum hnífi eða frystu kjötið og
skerðu í örþunnar sneiðar í áleggshnífi.
5.
Kjötið er
lagt í þunnu lagi á disk eða rúllað upp í rós.
6.
Borið
fram með þunnum sneiðum af hunangsmelónu, sinnepslimesósu,
brauði og smjöri.
Skreyta má með ferskri basiliku eða með
saxaðri steinselju.
Sósa.
Sýrður rjómi = 1 litil dós.
Hunang = 1 msk.
Dijon sinnep = 1 msk.
Lime = 1/2 til 1 stk.
(safinn)
Aðferð:
Öllu hrært vel saman.

Frönsk eggjakaka
með ristuðum sveppum.
Innihald fyrir 2 pers.
Egg =
4 stk.
Rjómi =
0.5 dl.
Salt =
0.5 tsk.
Smjör = 2
msk.
Sveppir =
200 gr. (í sneiðum).
Steinselja = 1 msk.
(fíntsöxuð).
Aðferð:
1.
Hrærðu vel saman eggjunum, rjómanum og saltinu.
2.
Hitaðu steikarpönnu og bræddu smjörið á henni.
3.
Steiktu sveppina í smjörinu og kryddaðu örlítið með salti og
pipar.
4.
Helltu eggjablöndunni yfir sveppina og hitaðu (steiktu)
blönduna þar til hún er næstum því gegnbökuð.
5.
Rúllaðu þá saman eggjakökunni eins og hálfmána og stráðu
steinseljunni
yfir.
Eggjakakan er borin fram
með ristuðu brauði og smjöri.

Kjúklingur úrbeinaður og fylltur
1 kjúklingur
Fars
150 gr hakkað svínakjöt
30 gr skorpulaust Fransbrauð skorið í
teninga
1 egg
½ dl rjómi
½ tsk saxað rósmarón
½ tsk söxuð salvía
Hrærið vel saman Fransbrauði, kryddi,
eggjum og rjóma í matvinnsluvél. Blandið svínahakkinu saman
við og látið standa í kæli í 1 kls.
Fylling
50 gr kjúklingalifur
25 gr smjör
1 msk koníak
½ msk pistasíur
25 gr bananar
25 gr mangó
salt og pipar
Lifrin skorin í 1 cm bita og steikt í
smjöri á pönnu og látin kólna í koníakinu. Þegar lifrin er
orðin köld er ávöxtum og kryddi blandað saman við og að
lokum öllu hrært saman við farsið.
Kjúklingurinn úrbeinaður frá bringu og
öll bein hreinsuð úr honum. Kjúklingurinn flattur út á
bretti og fyllingunni jafnað á hann, öllu rúllað upp,
kjúklingurinn saumaður saman, penslaður með smjöri.
Hann steiktur í ofni við 150°C
þar til kjarnhiti er 75°C í miðju. Kjúklingurinn látinn
jafna sig í ca 30 mín áður en hann er skorinn niður. Borinn
fram með soðsósu með viðeigandi kryddi.
Saltkjöt
og baunir eru ómissandi á
sprengidaginn en
þessi ljúffengi og
næringarríki réttur er
auðvitað góður allt árið.
Það er austfirskur siður að
hafa túkall (soðhringi) með
á sprengidaginn og mælum við
eindregið með því.
Soðhringirnir eru sérlega
matarmiklir og góð
uppfylling fyrir þá sem
vilja ekki borða of mikið af
kjöti í einni máltíð.
Uppskriftinni má
svo auðveldlega breyta að
þörf, ss. bæta beikoni,
krydd eða fleiri
grænmetistegundum út í, td.
seljurót, steinseljurót,
radísum, sætum kartöflum eða
blómkáli.
2,5 l |
Vatn |
1 kg |
Saltkjöt |
300 g |
Gular
hálfbaunir |
1 stk |
Laukur, sneiddur |
3-4 stk |
Gulrætur,
sneiddar |
1-2 stk |
Gulrófur, í
bitum |
4 stk |
Kartöflur |
6 stk |
Túkall |
Túkall (soðhringir)
200 g |
Rúgmjöl |
50 g |
Heilhveiti |
2 dl |
Sjóðandi vatn |
Gott er að byrja á
soðhringjunum. Sjóðandi
vatni er helt yfir rúgmjölið
og hrærið saman. Heilhveiti
er bætt smám saman við og
hnoðað þykkt en meðfærilegt
deig.
Skiptið deiginu og mótið
sex kúlur. Fletjið þær út og
gerið gat í miðjuna (á að
líta út eins og
kleinuhringur).
Gott er að láta
soðhringina þorna svolítið
áður en þeir fara í súpuna.
Látið gulu baunirnar,
saltkjötið og laukinn í
vatnið og látið suðuna koma
upp. Fleytið ofan af. Setjið
soðhringina út í, einn í
einu og passið að suðan komi
upp á milli. (Sumir hafa
þann sið að sjóða bara 1-2
bita af saltkjötinu með
baununum og afganginn í sér
potti til að halda
saltmagninu niðri, en það er
smekksatriði).
Látið malla í 30-40 mín.
Bætið þá út í
rótargrænmetinu og látið
malla í aðrar 30-40 mín.
Smakkið til.
Ef súpan ætlar að verða
of þykk, bætið þá út í vatni
en ef hún er of þunn, látið
þá súpuna sjóða án loks
síðustu mínúturnar.
Soðhringirnir eru
yfirleitt bornir fram á sér
disk og smjör haft með þeim.
Verði ykkur að góðu.
Kjarnafæði

|