Uppskriftir forsíðan:

Uppskriftir á GamanOgAlvara

Grill og grillréttir, svínakjöt, svínahnakki, svínarif, kjúklingur, beikon, hryggur, vöfði, fiskur, lax, silungur, lúða,nauta vöfði, nautakjöt, hamborgarar, kotelettur, lambahryggur, spjót ofl.

Heim á Aðalsíðu GamanOgAlvara

>Settu síðuna í minni<

Prenta uppskrift?

Veldu flokk:

Aðalréttir

Bakstur

Fiskréttir

Grillréttir

Smáréttir

Súpur salat sósur

Villibráð

English

Kjöt fiskur hakk buff roastfeef fugla kjúklinga sósur salad nauta kinda lamba uppskriftir

Rjóma súkkulaði marenge terta smákökur brauð kökur bökunaruppskriftir

Fisk réttir fiskuppskriftir humar rækjur ísa þorskur lúða steinbítur hákarl hrefna saltfiskur soðin hrár grillaður  stektur fiskur uppakriftir við allra hæfi - Salmon

Grill matur grillað kjöt fiskur huma grillaður hryggur læri grilluppskrftir

Smáréttir skindi biti matur örbylgju ofn pizza baka bökur osta skyr

Súpur salad ídýfur grautur grjóna kjúklinga tómat eppla salöt sósur krem

Villibráð á GamanOgalvara

English formulas - uppskriftir á ensku á GamanOgAlvar

 

Mynd lydheilsustod.is

 

(English (NB Google translate))

 

Ertu að hugsa um þig? Hvernig er þitt mataræði?

Hrár laukur, varúð.

Næringarefnin fyrir börnin okkar, og okkur (íslenskt.is)

Næring skólabarna

Misvísandi upplýsingar um mataræði og næringarefnin?

Uppbygging næringarefnanna (af vef fa.is)

Ráðleggingar um mataræði og næringarefnin

Ráðleggingar um mataræðið (Lýðheilsustöð)

Vefur Neytendasamtakanna

Veldu máltíð og reiknaðu út næringarefnin.

Vigtun - umbreyta vigt.

Vín upplýsingavefir. > http://www.vin.is +  www.ber.is

Mynd lydheilsustod.is

 

Til að finna orð:

Smelltu á Ctrl + F

Deila (forsíðu):

Share on Facebook
 Deila á Facebook.

Grillréttir á GamanOgalvara

Hér á Grillréttir finnur þú yfir 80 uppskriftir.

 

 

 

  Deila á Twitter
   

 

 

Grill leiðbeiningar.

Austurlenskur kjúklingur af grillinu

 

Grillaður svínahnakki undir mexíkó áhrifum

Beikonvafið svínakjöt á teini með '''''   Grilluð svínarif með kóríander og hvítlauk
Boullibase   Grillaður svínahnakki með pastasalati
Chilikryddaðar lambakótelettur   Grillaður lax með gúrkusósu
Chilkryddað grillað lambalæri   Grillaður kindahryggvöðvi
Entrécod – Nautahryggvöðvi     Grillaður fiskur með sósu
Fiskispjót með sítrónu og rósmarín     Grilluð lúða með tómatsmjöri
Framhryggjarfillet með grilluðum tómötum   Grilluð Tandoori kjúklingalæri
Framhryggjarsneiðar með hunangshjúp   Grilluð svínarif
Fylltar svínalundir með eplum og furuhnetum   Grilluð svínarif2
Fyllt lambalæri á grillið   Grillsmábrauð
Glóandi Snobbborgari   Grillsmábrauð2
Grillbrauð   Grillsteik með risarækjum
Grillsmábrauð 2   Grísk grillmarinering fyrir lambakjöt
Grillandi góð nautalund   Humar bisque, Grill.
Grillblanda (Spjót)     Ítalskar lambagrillsneiðar
Grillað lambalæri     Íslensk villigæs á ítölskum slóðum
Grillað lambalæri með chermoula     Kátur krakkaborgari
Grillað lamb með Mango Chutney     Kótilettur frá Texas
Grillaður lax með hvítlaukssósu 2     Lambalundir á teini með döðlum
Grillað svínakjöt fyllt með sólþurrkuðum tómötum     Lambakótelettur með grænmeti og kryddjurtasmjöri
Grillað lambakjöt á ítalska vísu     Lambalæri með sinnepi og rósmaríni
Grillaðar kótelettur með karrígljáa     Laxaflök á grillið
Grillaðar kjúklingabringur með sítrónu og tímían     Lúxus ostborgarar - Hreyfingar
Grillaðar lambakótelettur með hvítlauk og ólífuolíu   Nautagrillborgarar sem bragð er að
Grillaðar svínakótilettur með sumargrænmeti   Nautalundir á grillið
Grillaðar reyktar svínak. með camembertfylltum tóm   Nautaprime - GRAND-grillað
Grillaðar svínasneiðar með gráðostasósu   Nautasteik með beikonbelti
Grillaðar svínasneiðar með pestó og grilltómötum   Nautaspjót á grillið
Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar   Nautakjöt Satay
Grillaðar kartöflur – eins og í Svíþjóð   Piparlund - steik eða grill
Grillaðar svínakótelettur með Mango Chutney   Poppadom grill ídýfa
Grillaðar salsa nautalundir   Rauðvínslegnar lambakótelettur
Grillaðir mexíkóskir hamborgarar   Reyklausar á grill - nautahryggsneiðar
Grillaðir hamborgarar með Gorgonzola og beikoni     Rib- eye - Fagmannlegur framhryggur
Grillaðir kartöflubátar     Satry nautakjöt á pinna
Grillpinnar með hakki og grænmeti     Sítrónulegin lambagrillsteik
Grillaður lambahryggur     Sojamarineraðir lambagrillpinnar
Grillaðir kjúklingabitar     Stóru-Reykja grillsteikin
    Sælkera grillborgari
    Tandoori kjúklingur
      Whiský kjúklingur á grillið
       

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Góðar grill leiðbeiningar.

Þarf að fituhreinsa?

Það er umdeilt hvort fjarlægja eigi fituna af lambakjötinu áður en það er sett á grillið og þar togast á ýmis sjónarmið. Fitan er auðvitað ekki holl og þegar hún bráðnar og lekur niður í kolin eða á brennarana gjósa upp logar og þetta getur valdið því að kjötið brennur illa. En á hinn bóginn er það fitan sem gefur bragðið og mögru, fituhreinsuðu kjöti hættir mun frekar en öðru til að þorna um of við eldamennsku af því að búið er að fjarlægja fituna sem hlífir því.

 

Sumir lambakjötsbitar eru feitari en aðrir. Á kótelettum er t.d. oft nokkuð þykk fiturönd og það getur verið mjög gott að skera hana að miklu leyti í burtu áður en kjötið fer á grillið en þó er ráðlegt að skilja dálitla fitu eftir. Svo má fjarlægja alla fitu áður en kjötið er borið fram, ef óskað er. Eins er með framhryggjarsneiðar og aðra slíka bita; best er að skera burt þykkt fitulag en alls ekki hreinsa alla fitu. Sé það gert er hætt við að kjötið verði þurrt, seigt og bragðlítið.

 

Engin ástæða er hins vegar til að fituhreinsa lambalæri, nema hvað það getur verið gott að skera burt mörfitu sem kann að hafa fylgt með þegar lærið var skorið frá hryggnum og er þá ofarlega á lærinu innanverðu. Grillaður hryggur getur brunnið illa vegna fitunnar sem bráðnar af honum og lekur niður en koma má í veg fyrir það með því að grilla hann við óbeinan hita, eins og lýst er hér neðar á síðunni, og þá er hreint engin ástæða til að fjarlægja fituna áður en hann fer á grillið.

Svo er bara að fylgjast með kjötinu á grillinu, bregðast við ef logar gjósa upp og þá er enginn vafi á því að lambakjötið verður gott – hvort sem þið viljið hafa svolitla fitu með eða hreinsið hverja örðu af áður en kjötið er borðað.

Aðgát við grillið

Til eru þeir sem halda því fram að magakveisur og skot séu bara eðlilegur þáttur í grillmenningu Íslendinga – nánast sjálfsagður hluti af sumarstemmningunni – og virðast ekki telja neina sérstaka ástæðu til að viðhafa sérstakt hreinlæti og aðgát við grillið. Þeir um það. Við hin, sem langar ekkert til að leggjast í magapest í sumar, þurfum hins vegar að hafa eitt og annað í huga til að forðast sýkingar og kveisur.

 

Reyndar er ekki mjög algengt að lambakjöt valdi matareitrunum, þar eru aðrar kjöttegundir mun varasamari. Þeir sýklar sem algengast er að valdi matareitrun í grillmat eru kampýlóbakter, salmonella og E.-coli (saurgerlar). Algengast er að hinir tveir fyrrnefndu finnist í kjúklingum þótt þeir geti vissulega fundist víðar en saurgerlasýkingar tengjast mjög gjarna hökkuðu kjöti.

 

Alla rétti úr hakki er nauðsynlegt að steikja í gegn, þannig að ekki sjáist bleikur litur í miðju og allur safi sem rennur úr kjötinu á að vera tær. Hvað varðar rautt, óhakkað kjöt er þetta ekki jafnmikilvægt, þar sem sýklarnir berast yfirleitt í kjötið við slátrun og meðhöndlun og eru því eingöngu eða fyrst og fremst á yfirborðinu. Þetta kjöt má því vera bleikt í miðju og lamba- og nautakjöt má jafnvel vera vel rautt.

· Ef kjötið er keypt frosið eða tekið úr frysti þarf að gæta þess að það hafi náð að þiðna til fulls áður en það er sett á grillið. Kjöt sem enn er frosið eða ískalt í miðju grillast oft ójafnt og hætt er við að það brenni að utan áður en það nær að hitna nægilega í gegn.

· Kjöt grillast jafnar ef það er ekki tekið beint úr kæli, heldur látið ná nokkurn veginn stofuhita áður en það er sett á grillið, en þess verður þó að gæta vel að það bíði ekki lengi við stofuhita eða í heitu veðri utandyra. Slíkt skapar kjöraðstæður fyrir sýkla.

· Hrátt kjöt á aldrei að snerta mat sem búið er að elda eða á ekki að elda. Aldrei má leggja slíkan mat á borð, bretti eða fat sem hrátt kjöt hefur legið á, nema þvo það vel áður, né nota hnífa og önnur áhöld sem notuð hafa verið á hrátt kjöt.

· Í hvert sinn sem maður hefur snert hrátt kjöt þarf að þvo hendurnar vel á eftir. Sumum finnst kannski of mikið vesen að vera alltaf að hlaupa inn til að þvo sér en krossmengun frá hráu kjöti yfir í önnur matvæli er oft það sem veldur alvarlegustu sýkingunum.

· Grillið þarf að vera orðið vel heitt áður en kjötið er sett á það. Best er að snúa kjötinu oft og færa það til á grindinni svo að það grillist jafnt. Aldrei á að láta hrátt kjöt snerta full- eða hálfgrillað kjöt.

· Kjötið er ekkert endilega steikt í gegn þótt það sé farið að brenna að utan. Best er að hafa hitann jafnan og meðalháan, fremur en grilla við of háan hita svo að kjötið brenni fljótt.

· Ef kjötið hefur legið í kryddlegi eða sósu má ekki bera löginn eða sósuna fram með kjötinu á eftir nema sjóða hann fyrst rösklega í nokkrar mínútur. Ekki á heldur að pensla kjötið rétt áður en það er tekið af grillinu með kryddlegi sem það hefur legið í.

· Ef verið er að grilla mikið magn í einu getur verið góð lausn að byrja innandyra og steikja kjötið til hálfs eða meira í ofninum en ljúka síðan eldamennskunni á grillinu til að fá bragðið. Þetta flýtir fyrir, sparar tíma og dregur úr hættu á krossmengun.


Grillað við óbeinan hita

Þegar Íslendingar grilla mat setja þeir hann yfirleitt á grillristina á gas- eða kolagrillinu, beint yfir logana, og grilla hann við beinan og oftast fremur háan hita. Ef stykkin eru stór eða hráefnið viðkvæmt er maturinn þó stundum vafinn í álpappír áður en hann er grillaður til að hlífa honum og dreifa hitanum. En matur sem grillaður er á þann hátt er í rauninni að gufusjóða í eigin safa fremur en grillast og brúnast einungis af beinni snertingu við álpappírinn. Það eru hins vegar til aðrar aðferðir sem skila betri árangri.

Bandaríkjamenn og Ástralir eru á meðal þeirra þjóða sem hafa grillmat í mestum hávegum og kunna mest fyrir sér og þeir hafa ákveðnar - og raunar ólíkar - skoðanir á grilleldamennsku og þar á meðal muninum á  "grilling" og "barbecueing". En þegar kemur að því að ræða um hvað eigi að grilla við beinan hita og hvað við óbeinan hita eru grillsérfræðingar þessara þjóða þó að mestu sammála.

Grillsteiking við beinan hita (direct grilling) er sú aðferð sem flestir þekkja, þar sem maturinn er grillaður beint yfir eldinum við fremur háan hita og yfirleitt fremur skamman tíma. Þetta er aðferðin sem best er að nota til að grilla þunnar steikur, kjúklingabringur, fiskflök, grænmeti og annað slíkt. Maturinn nær að stikna í gegn án þess að brenna um of að utan eða þorna of mikið. En þegar steikja á stór kjötstykki, lambalæri eða hrygg, heilan kjúkling, þykkar svínahnakkasneiðar - reyndar flest sem er þykkara en 5 sm eða svo - eru

Hvað er til ráða?

Aðferðin sem yfirleitt er best að nota er óbein grillsteiking, eða grillun við óbeinan hita. Þá er kjötið ekki grillað beint yfir eldinum, heldur til hliðar við hann, svo að fitan lekur ekki beint niður á kolin og engir logar gjósa upp. Þetta er einungis hægt að gera á lokuðu grilli og í rauninni má segja að grillið virki eins og ofn; steikingin verður hægari og jafnari, hitinn lægri, en kjötið steikist í gegn án þess að brenna og þorna að utan og verður mun safaríkara og meyrara en við venjulega grillsteikingu. Það þarf lítið að fylgjast með grillinu, enda er engin hætta á að kvikni í fitunni eða kjötið brenni of mikið, og það er líka kostur fyrir þá sem eru að hugsa um hollustuna, þar sem brunnið grillkjöt getur innihaldið krabbameinsvaldandi efni.

En hvað verður um grillbragðið, þetta eina sanna?

Það kemur vissulega í kjötið - ekki kannski í sama mæli og við beina grillsteikingu - en ef kjötið hefur ekki tekið á sig nægan grillsvip, eða ef ykkur finnst brunabragð vera hið eina sanna grillbragð, er lítið mál að bæta úr því. Það þarf aðeins að ljúka grillsteikingunni með því að setja kjötið beint yfir logana í nokkrar mínútur og fylgjast vel með því. Það er líka hægt að breyta grillinu í reykgrill til að fá almennilegt barbeque-bragð af kjötinu. Það má gera með því að setja raka reykspæni á kolin, loka grillinu og láta reykinn leika um kjötið. Grillsérfræðingurinn Steve Raichlen, höfundur bóka á borð við The Barbecue Bible, segir að óbein grillsteiking sameini bestu kosti "grilling" og "barbecueing" - bragðið frá fyrrnefndu aðferðinni og mýktina og safann frá þeirri síðarnefndu.
 
 

Það er lítill vandi að gera þetta. Í stóru kolagrilli er álbakki settur í miðjuna eða til annarrar hliðarinnar og glóandi kolin höfð í kring, og kjötið er svo sett yfir bakkann; í litlu grilli er bakkinn settur ofan á kolin, og þá er best að nota rifflaðan bakka með götum. Ef þið eruð með gasgrill með tveimur brennurum er best að kveikja á báðum og þegar grillið er orðið vel heitt er slökkt á öðrum brennaranum og kjötið sett á ristina fyrir ofan hann en hinn brennarinn er hafður á hálfum straum eða meira, eftir því hvað hitinn á að vera hár. Ef brennarinn er aðeins einn er notaður álbakki sem settur er undir kjötið og raunar er alltaf gott að hafa bakka undir því til að taka við fitu sem bráðnar úr því. Ef mikil fita lekur ofan í bakkann getur verið gott að hella dálitlu vatni í hann svo að ekki kvikni í henni.

 

Grillið þarf að vera lokað næstum allan tímann því markmiðið er að breyta því í hálfgerðan ofn. Það þarf oftast að snúa kjötinu a.m.k. tvisvar eða þrisvar en best er að opna grillið eins lítið og mögulegt er, einkum ef gola er eða fremur kalt í veðri; í hvert einasta skipti sem það er opnað tapast hiti og nokkrar mínútur bætast við grilltímann. Ef hitamælir er á grillinu er best að hann sýni 180-200 gráður á Celsíus (350-400°F). Ytri aðstæður eins og hitastig og vindur ráða töluvert miklu um grilltíma og þess vegna getur verið gott að nota kjöthitamæli til að vita hvort kjötið er að verða tilbúið.

Óbein grillsteiking er aðferð sem hentar fyrir allan mat sem líklegt er að brenni að utan áður en hann er steiktur í gegn. Og það er hægt að grilla eitthvað annað við beinan hita samtímis, t.d. raða tómötum og öðru grænmeti yfir brennarann sem kveikt er á, eða baka kartöflur þeim megin á grillinu.

Upplýsingar af Lambakjöt.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Íslensk villigæs á ítölskum slóðum

 

 

Uppskrift fyrir átta:

6 gæsabringur, hamflettar og fituhreinsaðar (má einnig nota önd, þá þarf fleiri bringur)
2 box fersk kirsuber – steinhreinsuð og skorin til helminga
2 shallott laukar – saxaðir smátt
2 msk. sykur
1 ½ bolli púrtvín
12 msk. smjör í bitum
8 kvistir rósmarín
Salt og nýmalaður pipar
Ólífuolía

 

Ofninn hitaður í 180°. Saltið og piprið bringurnar. Steikið bringurnar við góðan hita á pönnu í örlítilli ólífuolíu. Færið bringurnar í eldfast fat og setjið í ofn í 12 mín. – varist að ofelda. Athugið að eldun heldur áfram í nokkrar mínútur eftir að þær koma úr ofninum. Meðan bringurnar bakast í ofninum eru kirsuberin sett á pönnuna ásamt lauknum, víninu og sykrinum. Sjóðið saman í 5 – 6 mín. eða þar til berin eru elduð. Takið af hitanum og þeytið smjörbita í einn í einu. Bragðbætið með salti og pipar. Takið bringurnar úr ofninum og látið jafna sig í nokkrar mín.. Skerið niður – raðið á diska setjið sósu yfir og einn rósmarín kvist á hvern disk. Berið fram með risotto með villisveppum og eplasalati með kóríander og engifer.

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Whiský kjúklingur á grillið

 

 

 
800 g Beinlausar kjúklingabringur

Marineringarlögur:
1 bolli Viskí
½ bolli dökkur púðursykur
1 bolli tómatsósa
2 tsk. Worcestershire sósa
¼ bolli hvítvíns edik
1 msk ferskur sítrónusafi
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
½ tsk þurrt sinnep
salt og pipar eftir smekk

Blandið saman viskí, púðursykri, tómatsósu, sítrónusafa, hvítlauk, salti og pipar í skál.
Penslið þunnu lagi yfir kjúklingabitana og setjið á grillið. Haldið áfram að pensla yfir bitana þegar þið snúið þeim meðan á grilltíma stendur

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Laxaflök á grilli

 

1 vænt laxflak
5 msk. góð olía
3-4 hvítlauksrif
1 msk. græn piparkorn
1 msk. söxuð steinselja
agnarögn af salti og pipar

Leggið laxflakið á álpappír með roðið niður. Brjótið upp á brúnir álpappírsins svo úr verði dálítið form eða skúffa.

Stráið fáeinum saltkornum og örlitlum pipar yfir flakið, látið standa í 10 mínútur og þerrið svo af með klút eða húsbréfi.

Saxið hvítlaukinn út í olíuna og penslið flakið vel og vandlega með þessu. Dreifið piparkornunum og steinseljunni saxaðri yfir þetta. Látið standa í dágóða stund áður en sett er á grillið.

Hitið grillið sæmilega. Setjið álformið með laxflakinu á ristina og látið krauma þar á lægsta hita. Gott að ausa olíunni úr forminu yfir flakið annað slagið. Um það bil sem þykkasti hluti laxins er að verða soðinn (ljósbleikur) er flakið tekið af, tilbúið til neyslu.

Mjög gott með góðu, fersku grænmetissalati og/eða kartöflusalati

 

 

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðir kjúklingabitar

 

Hráefni
400 g úrbeinaðar kjúklingabringur
4-5 ananashringir
2 bananar
1 rauð paprika

Kryddlögur
2 hvítlauksrif
2 tsk engiferrót
1 dl ananassafi
2 msk sojasósa
2 msk sérrí
1 msk sítrónusafi
1 tsk sinnep
2 msk ólífuolía
3 msk kryddedik
 

Matreiðsla
Merjið hvítlauksrifin, rífið engiferrótina og blandið saman við ananassafa, sérrí, sojasósu, sítrónusafa, sinnep, ólífuolíu og kryddedik.

Hamflettið kjúklingabringurnar og skerið í hæfilega bita. Hellið kryddleginum yfir bitana og látið bíða í kæli í 3-4 klukkustundir.skerið ananas, banana og papriku í bita og þræðið til skiptis upp á grillspjót ásamt kjúklingabitunum. Penslið vel með kryddleginum. Grillið í 10-15 mínútur á heitu grilli. Penslið með leginum á meðan og snúið nokkrum sinnum.

Berið fram á salatblöðum með hrísgrjónum sem blönduð eru með smávegis af villigrjónum ásamt brauði og sojasósu.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillsmábrauð 2

 

8-12stk
sérlega ljúffeng smábrauð, gerð samkvæmt indverskri uppskrift.
300 ml vatn, ylvolgt
2 msk ger
4 msk sykur
1 egg
3 msk mjólk
2 tsk salt
600 -700 gr hveiti, eða eftir þörfum
1-2 msk olía
setjið vatn, ger og 1msk sykur í skál og láið standa í nokkrar mín, eða þar til gerið er farið að freyða. Bætið þá eggi, mjólk, salti, afganginum

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Austurlenskur kjúklingur af grillinu

 

Kryddlögur
Setjið appelsínusafa, teriyaki sósu og muldar piparflögur í litla skál. Takið frá 3 msk af kryddleginum (miðað við f. 4) og penslið kjúklingabringurnar, paprikur, kúrbít og sveppi með afganginum af kryddleginum.

Matreiðsla
Látið volgt vatn renna á kjúklingabringurnar í 1-2 mín. Grillið kjúklingabringurnar í 20-25 mín. og snúið þeim einu sinni og penslið af og til með kryddleginum. Grillið paprikur, kúrbít og sveppi í 5 mínútur, snúið því einu sinni og penslið af og til með kryddleginum. Sjóðið á meðan hrísgrjón skv. leiðbeiningum á pakka og hrærið kryddleginum sem tekinn var frá, út í.

Framreiðsla
Berið kjúklingabringurnar fram ásamt hrísgrjónunum.

Hollráð
Í stað shiitake sveppanna má nota venjulega, hvíta sveppi.
 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Nautakjöt Satay

 

Uppskrift fyrir tvo til þrjá:

450 gr. nautakjöt eða annað kjöt, skinn og beinlaust
1 krukka Amoy Satay sósa
2 msk. Amoy sojasósa (ljós eða dökk)
1 hvítlauksrif, smátt saxað
2 skallottulaukar eða 1 lítill laukur, smátt saxaður
1 msk. kóríander duft
1 msk. sítrónusafi eða vínedik
1 msk. sykur

 

Skerið kjötið í 2-3 cm bita. Hrærið saman öllu öðru í uppskriftinni. Hellið yfir kjötið og marinerið í a.m.k. 1 klst. Þræðið kjötbitana upp á pinna. Penslið hvern Satay pinna með dálítilli olíu og grillið í ca. 10 mín. við 200°C eða þar til þeir eru tilbúnir. Gott er að snúa pinnunum oft til að ná jafnri steikingu.

Berið fram heitt eða kalt með Satay sósu.

Hægt er að nota bita af hvaða kjöti sem er, svína-, kjúklinga-, nauta- eða
lambakjöti.

Satay er margbreytilegt - hægt er að hafa það sem forrétt með drykk, sem nasl, eða sem létta máltíð borna fram með salati og hrísgrjónum.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar salsa nautalundir

 

Uppskrift fyrir fjóra:

500 gr. nautalundir
1 krukka Santa Maria Chunky salsasósa
1/4 bolli sítrónusafi
1/4 bolli vatn
2 msk. olía

 

Setjið salsasósuna, sítrónusafann og olíuna í skál og blandið vel saman. Leggið nautalundirnar ofan í skálina og þekið vel með marineringunni. Látið marinerast í ískáp í 6 klst. eða yfir nótt. Fjarlægið nautalundirnar úr skálinni og grillið þar til kjötið er tilbúið, eða eftir smekk (c.a. 8 til 10 mín. á hverri hlið fyrir "medium-rare"). Berið fram strax, t.d. með góðu

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðir mexíkóskir hamborgarar

 

Uppskrift fyrir fjóra:

500 gr. nautahakk
4 ostsneiðar
4 hamborgarabrauð
1/2 bolli Santa Maria salsasósa
1/4 bolli brauðmylsna

 

1. Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna.

2. Setjið nautahakkið, salsasósuna og brauðmylsnuna í skál og blandið vel saman. Búið síðan til 4 hamborgara úr blöndunni.

3. Grillið hamborgarana á grillinu í ca. 3 til 4 mín., eða þar til þeir eru steiktir í gegn.

4. Hitið hamborgarabrauðin á grillinu. Setjið hvern hamborgara í brauð og berið fram strax.

Gott er að bera hamborgarana fram með salati og eða frönskum kartöflum

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Tandoori kjúklingur

 

Uppskrift fyrir fjóra:
1 kjúklingur

Marinering:
2 msk. Patak´s Tandoori Paste
1 dós hrein jógúrt eða AB-mjólk

 

Hlutið kjúklinginn í 8 hluta og takið skinnið af. Hrærið saman marineringu og látið liggja í u.þ.b. sólarhring. Grillið eða steikið í ofni eða á útigrilli.

 

 


 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grilluð Tandoori kjúklingalæri

 

680 gr. kjúklingalæri
4 msk. Patak´s Tandoori Paste
4 msk. hnetusmjör með hnetubitum
1/2 bolli hrein jógúrt
2 tsk. eplaedik

 

Fjarlægið skinnið af kjúklingalærunum og ristið grunnt í kjötið með beittum hníf. Hrærið saman jógúrt, kryddmaukið, hnetusmjörið og edikið. Leggið júklingalærin í kryddlöginn. Lokið ílátinu og látið standa í klst. Grillið lærin við miðlungshita á grilli og snúið við öðru hvoru. Smyrjið restinni af kryddleginum á lærin á meðan grillað er.


 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillað lamb með Mango Chutney

 

Uppskrift fyrir fjóra:

4 lamba fillet
200 gr. Patak´s Mango Chutney
1 msk. hvítlaukur, maukaður
1 msk. svartur pipar, malaður
1 msk. sinnep
1 msk. salt
4 msk. olía

 

Setjið Mango Chutney í blandara. Bætið hvítlauknum, sinnepinu, piparnum,
saltinu og olíunni út í. Blandið vel. Þekið lambið vel með maukinu. Látið
marinerast í 2 klst. Grillið síðan lambið eftir smekk.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grilluð svínarif með kóríander og hvítlauk

 

Uppskrift fyrir tvo til þrjá:

1 kg. svínarif
3 msk. Patak´s Mild Curry Paste
3 hvítlauksrif, kramin
3 msk. hrein jógúrt
1 msk. hunang
2 msk. ferskur kóríander, niðurskorinn
100 ml. vatn

 

Blandið hvítlauknum, kryddmaukinu, jógúrtinni og hunanginu vel saman. Þekið svínarifin vel með maukinu. Leggið í form og lokið fyrir. Setjið til hliðar í 30 til 45 mín. Grillið síðan svínarifin á vel heitu grilli, eftir smekk. Á meðan hitið afgangin af maukinu á pönnu, bætið kóríandernum og vatninu út í. Látið malla í nokkra stund, eða þar til orðið ágætlega þykkt. Þegar svínarifin eru tilbúin, leggið þau á disk og ausið maukinu yfir.

Berið fram t.d. með salati og hrísgrjónum.

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar svínakótelettur með Mango Chutney

 

Uppskrift fyrir fjóra:

4 stk. svínakótelettur
3 msk. Patak´s Mango Chutney
1 tsk. Patak´s Vindaloo Paste
1/2 tsk. salt
1/3 tsk. svartur pipar
2/3 msk. olía

 

Kryddið kóteletturnar með salti og pipar. Setjið Mango Chutney og Vindaloo kryddmaukið í skál og blandið vel saman. Þekið síðan hverja kótelettu með maukinu. Setjið afganginn af maukinu til hliðar. Grillið kóteletturnar á heitu grilli, smyrjið olíu á hliðarnar á meðan steikingu stendur. Snúið kótelettunum reglulega við svo þær steikist jafnt á báðum hliðum. Þegar kóteletturnar eru alveg að verða tilbúnar, setjið afganginn af maukinu ofan á og grillið þar til kóteletturnar eru tilbúnar.

Berið fram með hrísgrjónum og agúrkusalati.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaður fiskur með sósu

 

Uppskrift fyrir tvo:

400 - 450 gr. fiskur að eigin vali, t.d. makríll eða vartari (allur hvítur fiskur er góður í þennan rétt)

Marinering:
4 msk. kóríander
2 msk. hvítlaukur, niðurskorinn
1 tsk. nýmalaður svartur pipar

Sósa:
3 msk. sítrónusafi
1 msk. hvítlaukur, niðurskorinn
1 msk. jalapeño chilli pipar, niðurskorinn
2 tsk. sykur

 

Setjið kóríanderinn, hvítlaukinn og piparinn í blandara. Hrærið vel saman. Þekið fiskinn með maukinu. Vefjið álpappír utan um fiskinn og grillið í ca. 5 til 6 mín. á hverri hlið, eða þar til hann er tilbúinn.

Á meðan fiskurinn er á grillinu, útbúið sósuna.

Setjið sítrónusafann, hvítlaukinn, jalapeño og sykurinn í blandara og hrærið vel saman. Setjið sósuna í skál og berið fram með fiskinum. Einnig er gott að bjóða upp á grænt salat með.

Þetta er mjög einföld aðferð til að útbúa gómsætan fiskrétt. Samkvæmt hefðinni ætti að vefja fisknum inn í laufblöð af bananatré, og glóðarsteikja síðan við opinn eld. Við verðum hins vegar að láta okkur nægja nútímalegri aðferðina, álpappír og grill.

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaður lax með hvítlaukssósu 2

 

 

Grillaður lax með bakaðri kartöflu, hvítlaukssósu og salati

Roð og beinlaus lax

hvítlaukssalt

sítrónupipar

sósa

sýrðurrjómi 10%

hvítlauksgeirar

sítrónupipar

pínulítið salt

Ég krydda laxinn og set hann á grillið í álpappír eða í eldfast mót í ofninn. Blanda öllu í sósuna saman svolítið fyrr svo það komi bragð í hana. Ber þetta svo fram með salati, það er líka rosagott að hafa asíur með

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar kartöflur – eins og í Svíþjóð

 

Í Svíþjóð eru flesti vitlausir í grillaðar kartöflur og hér kemur allavega ein einföld aðferð við að matreiða og bera þær fram. Skerið kross efst í kartöfluna og látið hana standa á efri grillgrindini á meðan grillið er að hitna, ekki er þörf á olíu eða álpappír. Athugið kartöfluna eftir um 15 mínútur. Þegar krossinn er farinn að opnast athugið þá hvort þær eru fulleldaðar, (þær eiga að vera mjúkar eins og þroskaður brie ostur). Þegar þær eru tilbúnar takið af grillinu og haldið heitum. Þegar þær eru bornar fram opnið þá skurðinn og setjið ca 2 msk af einhverri af Sauce Fraiche sósunum frá Bla Band og dreifið smávegis af ferskum smátt skornum graslauk, eða einhverjum öðrum ferskum kryddjurtum yfir. Svo auðvelt er þetta.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Poppadom grill ídýfa

 

Frumsamið af Sænska kokknum fyrir gjordusvovel.is

Poppadums frá Sharwoods er eitt það léttasta, fljótlegasta og besta snakk sem fáanlegt er og er frábært með þessari ídýfu. Passar einstaklega vel með öllum grilluðum mat- allt frá pylsum til lambasteikar.
Fyrir 4
1 pakki af “Sharwoods Poppadums plain”
Lesieur hvítlauksolía
1 búnt af steinselju
1 krukka af Rustico pastasósu frá Bertoli
½ krukka af fetaosti
Skolið steinseljuna vel undir köldu vatni og saxið smátt. Blandið í skál með Rustico sósunni frá Bertoli og fetaostinum með olíunni. Látið standa við stofuhita í ca 15 mín. Penslið popadums báðu megin með Lesieur hvítlauksolíunni, setjið á pappírsþurrku og inn í örbylgjuofninn í ca. 1 mín og 30 sek á mesta styrk. Haldið svona áfram þar til pakkinn hefur klárast. Brjótið popadums niður í stóra bita og berið fram í körfu á bómullarhandklæði. Njótið þess að bera fram ásamt Bertolli-feta sósunni með grilluðu lambakjöti.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grísk grillmarinering fyrir lambakjöt

 

3dl jógúrt
2 pokar af “Sauce Fraiche Sundried Tomatos” frá Bla Band msk. af ISIO4 eð hvítlauksolíunni frá Lesieur
Safa úr ¼ af sítrónu eða ½ lime
handfylli af ferskri minntu
mikið af nýmöluðum svörtum pipar.
Blandið öllu saman, setjið kjötið í og marinerið í ca 1 ½ klst við stofuhita, snúið kjötinu öðru hvoru .

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Rauðvínslegnar lambakótelettur

 

Gómsætar grillaðar kótelettur, maríneraðar í rauðvíni og kryddjurtum, bera með sér ósvikinn andblæ sunnan frá Miðjarðarhafi.

8-900 g lambakótilettur, helst nokkuð þykkar
200 ml þurrt rauðvín
3 msk ólífuolía
1 msk rauðvínsedik
3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk oregano, þurrkað
1 msk mintulauf, söxuð, eða 1 tsk þurrkuð
nýmalaður pipar
salt
2 msk þunnt hunang

Kóteletturnar fituhreinsaðar að hluta og raðað í eldfast fat. Rauðvín, olía, edik, hvítlaukur, oregano, minta og pipar hrært saman og hellt yfir. Látið standa í kæli í 3-4 klst og snúið nokkrum sinnum. Grillið hitað. Kóteletturnar teknar úr leginum og salti og hunangi hrært saman við hann. Kóteletturnar grillaðar í um 10 mínútur (eða eftir þykkt). Snúið nokkrum sinnum og penslaðar oft með leginum.

 

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Chilkryddað grillað lambalæri

 

Þetta er réttur fyrir þá sem vilja hafa lambalærið sitt dálítið krassandi. Nota má jalapeño-pipar úr krukku í kryddlöginn; það ásamt hvítlauk og sinnepi ætti að gera réttinn vel ,,heitan".

1 lambalæri, 2.5-3 kg
175 ml ólífuolía
125 ml rauðvínsedik
125 ml rauðvín
100 g niðursoðin græn chilialdin, söxuð smátt
6 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk ítölsk kryddjurtablanda
2 msk dijonsinnep
200 ml tómatmauk (puré)
3 msk hunang

Lærið úrbeinað og skorið í þykkasta vöðvann og honum flett í sundur, þannig að svipuð þykkt verði á öllu kjötstykkinu. Olía, edik, rauðvín, chili, hvítlaukur, kryddjurtablanda og sinnep sett í skál og hrært vel saman. Kjötið sett á stórt fat, kryddleginum hellt yfir og kjötinu velt upp úr honum. Plast breitt yfir og látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Snúið einu sinni. Grillið hitað vel. Kjötið tekið úr leginum og hann strokinn af því. Tómatmauk og hunang hrært saman og kjötið penslað með dálitlu af blöndunni. Sett á grillið og grillað við góðan hita í um 10 mínútur á hvorri hlið; penslað oft með tómatleginum.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillað lambalæri

 

Að grilla við óbeinan hita þýðir að það eru engir kola- eða gaslogar beint fyrir neðan kjötið og það er því ekki hætta á að það brenni. Þetta er mjög hentug aðferð fyrir öll stærri kjötstykki.

1 lambalæri, um <2.2 kg, helst nokkuð vel hangið
6-8 hvítlauksgeirar
2 tsk. þurrkað timjan
1 tsk. þurrkað oregano
2 tsk. paprikuduft
rifinn börkur af einni sítrónu
nýmalaður pipar og salt

Kveikið á grillinu og hitið það vel. Fitusnyrtið lærið e.t.v. dálítið, gerið djúpar raufar í það á nokkrum stöðum með hnífsoddi og stingið hvítlauksgeirum inn í það. Blandið saman timjani, oregano, paprikudufti, sítrónuberki, pipar og salti og núið vel á allt lærið.

 

Slökkvið á öðrum brennaranum á gasgrilli (ef notað er kolagrill eru kolin færð út til hliðanna og álbakki hafður í miðjunni). Setjið lærið á grillið þar sem ekki er eldur undir og lokið síðan. Grillið lærið í 1 klst og 10 til 30 mínútur eftir stærð og eftir því hve mikið það á að vera grillað (notið kjöthitamæli ef þið eruð ekki viss). Snúið lærinu tvisvar eða þrisvar en opnið grillið annars sem allra minnst. Ef óskað er eftir dekkri skorpu má færa það yfir eldinn seinustu mínúturnar og fylgjast þá vel með því. Best er að það fái að standa í 25-30 mínútur eftir að það er tekið af grillinu.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillbrauð

 

Það er afskaplega einfalt að baka brauð á grillinu og bera fram nýbakað og heitt brauð með lambakjötinu. Þessi smábrauð væri til dæmis hægt að baka þegar búið er að taka lærið af grillinu - það hefur hvort eð er gott af að standa nokkra stund áður en það er skorið.

3 dl vatn, ylvolgt
0.5 tsk hunang
1 msk ger
hveiti eftir þörfum, helst brauðhveiti
1 tsk salt
1 msk ólífuolía

Setjið vatn, ger og hunang í skál og þegar gerið freyðir er hveiti hrært saman við smátt og smátt ásamt salti og ólífuolíu. Haldið áfram að bæta við hveiti þar til deigið er vel hnoðunarhæft en þó lint. Hnoðið það vel, mótið það svo í kúlu og látið það lyfta sér í 1-1 1/2 klst, eða þar til það hefur tvöfaldast. Þá er það slegið niður, mótað í kúlu og látið bíða í um 10 mínútur. Þá er því skipt í 10-12 búta og hver bútur flattur út í þunnt, aflangt brauð. Raðað á heitt grillið, lokað og bakað í nokkrar mínútur á hvorri hlið, eða þar til brauðið hefur blásið vel út og tekið góðan lit.
 

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillað lambalæri með chermoula

 

Gómsætt, úrbeinað lambalæri að hætti Marokkóbúa, kryddað með chermoula, sem er kryddjurta- og kryddblanda sem mikið er notuð þar um slóðir. Kjötið má grilla hvort heldur sem er á útigrilli eða í ofni.

 

 

0.5 lambalæri

0.5 knippi steinselja

0.5 knippi kóríanderlauf

2 hvítlauksgeirar

0.5 tsk. kummin

1 tsk. saffran

1 tsk. harissa

1 dl ólífuolía

safi úr 0.5 sítrónu

 

Úrbeinið lærið, skerið í vöðvann þar sem hann er þykkastur og opnið hann þannig að kjötstykkið verði allt álíka þykkt. Setjið steinselju, kóríander, hvítlauk og krydd í matvinnsluvél og maukið það. Látið vélina ganga og hellið ólífuolíu og sítrónusafa saman við. Smyrjið maukinu á báðar hliðar kjötsins og látið standa í a.m.k. 2 klst. Hitið svo útigrill eða grillið í ofninum og grillið kjötið í 30-45 mínútur, eftir því hvað það á að vera mikið steikt. Snúið því nokkrum sinnum á meðan. Látið kjötið standa smástund, skerið það svo í sneiðar og berið fram.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Lambalundir á teini með döðlum

 

Lundirnar eru meyrasti bitinn af öllum skrokknum og þurfa mjög skamma eldun. Þær eru sérlega gómsætar ef þær eru snögggrillaðar við háan hita og það er tilvalið að þræða þær á teina.

6-700 g lambalundir
2 msk. ólífuolía
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2 tsk. villijurtablanda frá Pottagöldrum
nýmalaður pipar
1 sítróna
16-20 döðlur, helst ferskar

Skerið hverja lund í tvennt eða þrennt eftir endilöngu. Blandið ólífuolíu, söxuðum hvítlauk, villijurtum og pipar saman í skál. Rífið börkinn af sítrónunni yfir. Setjið lundirnar út í, blandið vel, og látið standa við stofuhita í um hálftíma. Hitið grillpönnu mjög vel (einnig má vitaskuld grilla kjötið á vel heitu útigrilli, en grillið í ofninum nær tæpast nægilega háum hita). Skerið döðlurnar í tvennt og fjarlægið steinana. Þræðið lundirnar upp á tréteina, tvær ræmur á hvern, og hafið hálfa döðlu á milli og annan döðluhelming á endanum. Saltið kjötið og steikið það síðan við háan hita í um 2 mínútur á hvorri hlið. Berið fram t.d. með klettasalatblöndu, spínati eða öðrum grænum salatblöðum.

Í staðinn fyrir döðlurnar mætti t.d. nota kirsiberjatómata.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Sítrónulegin lambagrillsteik

 

Þegar lambalæri er grillað getur verið mjög heppilegt að úrbeina það og móta svo kjötstykkið þannig að þykktin verði sem jöfnust og kjötið steikist jafnt á tiltölulega stuttum tíma. Þetta kallast á ensku ,,butterfly".

1 lambalæri, meðalstórt
2 sítrónur
0.5 dl ólífuolía
1 laukur, saxaður
3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
6 lárviðarlauf
2 tsk. óreganó
1 tsk. tímían
1 tsk. nýmalaður pipar
salt

Úrbeinið lærið, eða látið gera það í versluninni. Leggið það á bretti með skurðflötinn upp og skerið djúpan, láréttan skurð í vöðvann þar sem hann er þykkastur, þannig að unnt sé að opna vöðvann eins og bók og kjötstykkið verði allt álíka þykkt. Flysjið gula börkinn þunnt af sítrónunum og kreistið úr þeim safann. Setjið sítrónubörk og -safa, olíu, lauk, hvítlauk, kryddjurtir og pipar í pott, hitið að suðu og látið kólna. Setjið kjötið í eldfast fat, hellið kryddleginum yfir, breiðið plast yfir og látið standa í kæli í a.m.k. sex klukkutíma og gjarna yfir nótt. Snúið kjötinu e.t.v. nokkum sinnum. Takið það svo úr leginum og látið standa við stofuhita á meðan grillið er að hitna. Kveikið á báðum/öllum brennurunum á gasgrilli og hitið grillið vel; ef notað er kolagrill, bíðið þá þar til kolin eru rauðglóandi. Slökkvið svo á öðrum brennaranum, setjið kjötið á grillið þeim megin, lokið og grillið í 45-60 mínútur, eða eftir smekk. Snúið kjötinu e.t.v. tvisvar eða þrisvar á grilltímanum og penslið það með afganginum af leginum, en forðist annars að opna grillið, þá tapast svo mikill hiti. (Ef notað er kolagrill, setjið þá bakka í miðjuna, hafið kolin til beggja hliða og grillið kjötið yfir bakkanum.) Takið kjötið af grillinu þegar það er um það bil hæfilega grillað, setjið það á bretti, breiðið álpappír yfir og látið standa í um 10 mínútur áður en það er skorið.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Ítalskar lambagrillsneiðar

 

Ferskt rósmarín er krydd sem hentar mjög vel á grillað lambakjöt, gjarna með hvítlauk.

800 g lambaframhryggur, helst þykkt skornar sneiðar
3-4 rósmaríngreinar
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 sítróna
0.5 tsk timjan
0.5 tsk paprikuduft
4 msk ólífuolía
2 tsk hunang
nýmalaður pipar
salt

Kjötið skorið í 2-3 bita hver sneið og fitusnyrt eftir þörfum. Rósmarínnálarnar saxaðar smátt og börkurinn rifinn af sítrónunni. Rósmaríni og berki hrært saman við timjan, papriku, olíu og hunang. 2 msk af safa kreistar úr sítrónunni og hrært saman við kryddlöginn, ásamt pipar og salti eftir smekk. Kjötið látið marínerast í blöndunni á meðan grillið er hitað. Það er svo sett á grillið og grillað við meðalhita í 4-7 mínútur á hvorri hlið, eftir smekk og eftir því hve þykkir bitarnir eru. Þeir eru svo settir út á kant á grillinu og látnir jafna sig í 3-4 mínútur áður en þeir eru bornir fram, t.d. með grilluðum kartöflubátum og salati.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grilluð svínarif

 

Fyrir 4

Svínarif er mjög gott að grilla, en það þarf að snúa þeim oft svo þau brenni ekki við. Tilvalið er að sjóða rifin í léttsöltu vatni í 10-12 mín. áður en þau eru sett í kryddlög. Suðan styttir grilltímann um 10 mín.

4 stór svínarif
Kryddlögur: 1 dl tómatpúrra (þykkni)
1 msk. sojasósa
1 tsk. sæt chilisósa
2 msk. sítrónusafi
1 hvítlauksrif, pressað
grófmalaður pipar



Hrærið kryddleginum saman og penslið kjötið með honum. Látið bíða í 1-2 klst. Hitið grillið í tæka tíð. Stráið salti yfir rifin og grillið þau í um 30 mín. í 20-25 cm frá kolunum. Snúið kjötinu reglulega svo það brenni ekki við. Gott er að bera fram snittubrauð og grilluð grænmetisspjót með þessu

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Kótilettur frá Texas

 

Fyrir 4

4 stórar hnakkakótilettur
1/2 tsk. hvítlauksduft
1/2 tsk. sinnepsduft
1/2 tsk. salt
hnífsoddur af pipar

Blandið saman kryddinu og nuddið því á kótiletturnar. Látið bíða í 10-15 mín. á meðan grillið er að ná hita. Grillið í 10-15 mín., ekki of nálægt kolunum. Snúið kótilettunum nokkrum sinnum.

Tilvalið með kótilettunum: Grænmetisspjót

 

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Fylltar svínalundir með eplum og furuhnetum

 

 

Fyrir 4

800 g svínalundir
3 epli
4 msk. fersk, grófsöxuð steinselja
100 g furuhnetur
2 msk. ólífuolía
salt og pipar


Eplin eru afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í ræmur (svo eplin komist inn í lundirnar). Stungið er gat í gegnum svínalundina með mjóum hníf eða teini. Fyllið með eplum, hnetum og steinselju. Kryddið með salti og pipar og grillið í u.þ.b. 25 mín., snúið þeim reglulega og penslið með olíu. Sjóðið rósakálið, skerið kartöflurnar í sneiða, penslið með olíu og kryddið, grillið í 3-5 mín. á hvorri hlið og eplabátana sömuleiðis.
Berið fram með soðnu rósakáli, grilluðum kartöflusneiðum og grilluðum eplabátum.

Þessi uppskrift er úr Grillbók Hagkaups

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðir kartöflubátar

 

Það þarf alls ekki að vera seinlegt að matreiða kartöflurnar á grillinu. Til dæmis mætti skera þær í báta, krydda þær og grilla síðan við góðan hita þar til þær eru meyrar.

800 g kartöflur, stórar
3 msk ólífuolía
0.5 tsk kummin
0.25 tsk oregano
nýmalaður pipar
salt, gjarna Maldon-salt

Kartöflurnar þvegnar, þerraðar og skornar í 8-12 báta hver, eftir stærð. Ólífuolíu, kummini, oregano, pipar og salti blandað saman í skál og kartöflubátunum velt upp úr blöndunni. Raðað á heitt grill og þeir grillaðir þar til þeir eru stökkir að utan og meyrir í gegn. Snúið eftir þörfum.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar

 

Lambaframhryggur er góður biti og vel fitusprengdur, þannig að kjötinu hættir síður við að þorna en ýmsum öðrum bitum, ekki síst ef sneiðarnar eru þykkt sagaðar. Þá er gott að gefa þeim langan tíma á grillinu við fremur vægan hita.

1 kg lambaframhryggur, þykkar sneiðar
1 sítróna
3 msk ólífuolía
4 hvítlauksgeirar
0.5 tsk þurrkuð minta
nýmalaður pipar
salt

Kjötinu skipt í 2-3 bita hver sneið og það e.t.v. fitusnyrt svolítið en best er að skilja sem mest af fitunni eftir (það er betra að skera hana af þegar búið er að grilla ef ástæða er til). Börkurinn rifinn af sítrónunni og safinn kreistur úr henni. Sett í eldfast fat ásamt olíu, smátt söxuðum hvítlauk, mintu, nokkuð miklum pipar og svolitlu salti. Hrært vel saman. Kjötinu velt upp úr blöndunni og látið liggja í 1 klst (við stofuhita; ef það liggur lengur þarf það að vera í ísskáp). Grillið hitað vel og svo er kjötið saltað svolítið meira og sett á það öðrum megin, slökkt á brennaranum þeim megin (ef notað er kolagrill er kolunum ýtt til hliðar og álbakki settur undir kjötið) og svo er grillinu lokað og kjötið grillað í u.þ.b. 25 mínútur (fer annars eftir þykkt bitanna, vindkælingu o.fl.). Snúið einu sinni. Svo má færa það yfir eldinn í smástund til að fá meiri lit á það ef ástæða er til. Látið bíða í nokkrar mínútur áður en það er borið fram.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Framhryggjarsneiðar með hunangshjúp

 

Gómsætar framhryggjarsneiðar í heimagerðri barbeque-sósu. Rétt er að hafa í huga að kjötið getur verið fljótt að brenna vegna þess hve sæt sósan er og það mætti líka strjúka hana mjög vel af kjötinu áður en það er sett á grillið og pensla það svo aftur síðustu mínúturnar til að fá góðan hjúp án þess að kjötið brenni.

1 kg lambaframhryggur í sneiðum (einnig má nota lærissneiðar)
100 ml hunang
4 msk tómatsósa
2 msk sojasósa
1 msk púðursykur
1 msk sítrónusafi
0.5 tsk chilipipar
0.5 tsk hvítlauksduft (eða 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir)

Kjötsneiðarnar þerraðar og lagðar í eldfast fat. Allt hitt hrært saman, hellt yfir, kjötinu velt upp úr leginum og látið standa við stofuhita í 30-50 mínútur. Grillið hitað. Kjötið tekið úr leginum og sett á grillið. Grillað við nokkuð góðan hita og penslað öðru hverju með kryddleginum. Snúið öðru hverju og sneiðarnar færðar til eftir þörfum svo þær brenni ekki. Borið fram t.d. með kartöflusalati og grænmeti.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaður kindahryggvöðvi

 

Auðvitað má líka nota lambahryggvöðva í þennan gómsæta rétt en kjöt af fullorðnu er næstum jafnmeyrt og jafnvel enn bragðbetra. Með réttinum mætti t.d. bera fram salat úr steiktum fíflablöðum (þó aðeins á vorin, fíflablöðin þurfa að vera ung), eða þá gott grænmetissalat og soðnar eða grillaðar kartöflur.

800 g kindahryggvöðvi (fillet)
safi úr 0.5 sítrónu
2 msk. ólífuolía
2 msk.mintulauf, söxuð, eða 2 tsk. þurrkuð
0.5 laukur, saxaður smátt
nýmalaður pipar
salt

Skerið kjötið í um 10 sm langa bita. Kreistið safann úr sítrónunni í skál og hrærið olíu, mintulaufi, söxuðum lauk og pipar saman við. Veltið kjötinu upp úr kryddleginum og látið það liggja í honum í nokkra klukkutíma í kæli, og gjarna til næsta dags. Hitið grillið vel, saltið kjötið og grillið það í 3-4 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk og þykkt bitanna. Berið fram t.d. með steiktum fíflablöðum (sjá uppskrift) og e.t.v. kartöflum eða fersku grænmeti.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Lambakótelettur með grænmeti og kryddjurtasmjöri

 

Þegar lambakótilettur eru snyrtar fyrir steikingu eða grillsteikingu er best að skera ekki alla fituröndina af fyrir steikingu, jafnvel þótt ekki eigi að borða hana - kjötið verður safaríkara og mýkra ef fitan er ekki öll hreinsuð af því. Svo má fjarlægja fituna eftir steikingu ef vill.

1 kg lambakótilettur, tvöfaldar
1 sítróna
1 msk. olía
1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk. ferskt tímían, saxað, eða 1 tsk þurrkað
nýmalaður pipar
salt
600 g kartöflur, helst litlar
250 g gulrætur, litlar
250 g spergill
1 mintugrein (má sleppa)

Skerið rifjaendana af kótilettunum en skiljið fituröndina á kjötinu eftir. Kreistið safa úr hálfri sítrónu í skál og þeytið olíu, hvítlauk, tímíani og pipar saman við. Veltið kjötinu upp úr blöndunni og látið liggja í um 1 klst. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í bita ef þær eru stórar. Afhýðið eða skafið gulræturnar ef þarf. Skerið spergilinn í 6-8 sm búta. Hitið vatn í potti, saltið það og kreistið safa úr hálfri sítrónu út í. Setjið kartöflur og gulrætur í pottinn og sjóðið í um 10 mínútur. Bætið þá sperglinum út í ásamt mintugreininni, ef hún er notuð, og sjóðið áfram í 8-10 mínútur, eða þar til grænmetið er meyrt. Hellið þá vatninu af því og haldið því heitu. Hitið útigrillið á meðan grænmetið sýður (einnig má steikja kjötið á grillpönnu), saltið kjötið og grillið það við góðan hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Látið það bíða í nokkrar mínútur áður en það er borið fram. Veltið grænmetinu upp úr hluta af kryddjurtasmjörinu og berið afganginn fram með kjötinu.

Kryddjurtasmjör:

100 g smjör
3 msk. steinselja, söxuð
1 msk. tímían, saxað (einnig mætti nota ferska mintu)
0.25 tsk. villijurtablanda frá Pottagöldrum
0.5 hvítlauksgeiri, saxaður
nýmalaður pipar
salt

Bræiðið smjörið í potti og takið það síðan af hitanum. Blandið kryddjurtunum og kryddinu saman við og hrærið vel. Látið standa í nokkrar mínútur.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Chilikryddaðar lambakótelettur

 

Þessar kótilettur eru smurðar með sterku kryddmauki og látnar liggja nokkra stund áður en þær eru grillaðar eða steiktar. Þær eru því nokkuð krassandi en það fer þó eftir því hvað chilisósan í marineringunni er sterk.

12 lambakótilettur
4 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 msk rifinn engifer
1 msk matarolía
2 msk sítrónusafi
2 msk sojasósa
2 msk mild chilisósa (sweet chili sauce)
1 tsk sambal olek eða annað chilimauk
1 tsk kóríander (duft)
1 tsk kummin
1 tsk sesamolía
nýmalaður pipar
salt

Kóteletturnar e.t.v. fituhreinsaðar að hluta. Öllu hinu nema saltinu blandað saman og smurt á kóteletturnar. Þær eru svo látnar liggja í maukinu í hálftíma. Útigrillið hitað vel (einnig má nota grillpönnu og hita hana mjög vel). Kóteletturnar saltaðar og grillaðar eða steiktar við háan hita í 3 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaður lambahryggur

 

 

1 lambahryggur, fremur vænn
2-3 hvítlauksrif
1 tsk. kummin (cumin), steytt
1 tsk. tímían, þurrkað
1 tsk. óreganó, þurrkað
2 tsk. paprikuduft
1/4 tsk. chili pipar, eða eftir smekk
nýmalaður pipar
salt

Þerrið hrygginn, fitusnyrtið hann e.t.v. svolítið, og stingið svo beittum hnífsoddi í hann beggja vegna hryggbeinsins á nokkrum stöðum. Skerið hvítlaukinn í flísar og stingið í rifurnar. Blandið öllu kryddinu saman og núið inn í hrygginn á báðum hliðum. Látið standa við stofuhita í um klukkustund. Hitið grillið. Slökkvið svo á öðrum brennaranum þegar það er orðið vel heitt og setjið hrygginn á grillið þeim megin sem slökkt er; látið pöruna snúa upp. Lokið grillinu, lækkið hitann á brennaranum sem kveikt er á dálítið, og grillið hrygginn í 45-60 mínútur, eftir stærð, aðstæðum og smekk. Snúið honum tvisvar eða þrisvar en opnið annars grillið sem minnst. Færið hrygginn yfir eldinn í nokkrar mínútur áður en hann er tekinn af grillinu til að fá meiri lit ef þörf krefur en það ætti þó að vera óþarfi. Látið hrygginn standa smátíma áður en hann er skorinn.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar kótelettur með karrígljáa

 


Skammtar:4

Kótelettur eiga einkar vel heima á grillinu en það getur verið gott að skera dálítið af fitunni í burtu. Best er að þær séu nokkuð þykkar. Þessar hér eru dálítið austurlenskar, með súr-sætum karrígljáa.

 

12-16 lambakótilettur
1 msk karríduft
3 msk olía
3 msk vínedik
2 msk hunang
3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
0.5 tsk nýmalaður pipar
salt

Kóteletturnar snyrtar og fituhreinsaðar að hluta. Lítil panna hituð, karríinu stráð á hana og síðan er olíu, ediki, hunangi, hvítlauk, pipar og salti hrært saman við. Hitað að suðu og síðan tekið af hitanum og látið kólna ögn. Kóteletturnar penslaðar vel á báðum hliðum með blöndunni. Grillaðar við meðalhita í 3-5 mínútur á hvorri hlið, eftir smekk. Stráið e.t.v. svolitlu sesamfræi yfir kóteletturnar um leið og þær eru teknar af grillinu.
Afganginn af kryddleginum má setja í pott ásamt 1 smátt söxuðum lauk, 50 g af rúsínum og 1 söxuðu epli og láta malla í 10-12 mínútur. Þetta er svo borið fram sem kryddmauk með lambinu, ásamt kúskús eða soðnum hrísgrjónum og léttsoðnu eða grilluðu grænmeti.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Fyllt lambalæri á grillið

 


Skammtar:4

Fyllt lambalæri af grillinu er frábær veislumatur. Hér er notuð fylling úr fetaosti, sólþurrkuðum tómötum, furuhnetum, pestói og kryddjurtum. Best er að úrbeina lærið þannig að leggjarbeinið sé skilið eftir og lærið haldi alveg lögun.

1 lambalæri, um 2.2 kg
100 g fetaostur, grófmulinn
10-12 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
3 msk. furuhnetur
3 msk. rautt pestó
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
10-15 basilíkublöð, söxuð
1 tsk. ferskt rósmarín, saxað (má sleppa)
nýmalaður pipar
salt

Úrbeinið lærið að hluta en skiljið leggjarbeinið eftir. Blandið saman fetaosti, tómötum, furuhnetum, pestói, hvítlauk, kryddjurtum, pipar og dálitlu salti í skál og fyllið holrúmið með blöndunni. Lokið vel fyrir með grillpinnum (ef notaðir eru tréteinar er best að brjóta það sem út úr stendur af áður en lambið fer á grillið svo þeir brenni ekki). Kryddið lærið vel að utan með pipar og salti. Hitið grillið vel og hafið það lokað á meðan. Slökkvið síðan á öðrum/einum brennaranum. Ef notað er kolagrill, ýtið þá kolunum til hliðar í miðjunni og setjið álbakka þar. Leggið lærið á grindina þar sem enginn eldur er undir, lokið grillinu og grillið lærið við meðalhita í um eina klukkustund, eða eftir smekk. Grilltíminn fer líka eftir því hve mikill hiti er á grillinu og hann lengist ef hvasst er í veðri eða ef það er opnað oft, þá verður hitatapið svo mikið. Snúið lærinu þó einu sinni eða tvisvar ef grillið er aðeins með tvo brennara og hitinn því ekki jafn. Takið lærið af grillinu þegar það er tilbúið og látið það standa í a.m.k. 15-20 mínútur áður en það er skorið.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Lambalæri með sinnepi og rósmaríni

 


Skammtar:4

Gómsætt lambalæri sem er úrbeinað og ,,flatt" eða ,,butterflied" eins og það kallast á ensku, þ.e. þegar búið er að úrbeina lærið er skorið í þykkustu vöðvana og þeim flett í sundur þannig að þykktin á kjötstykkinu verði alls staðar sem jöfnust. Þannig grillast lærið jafnt og grilltíminn verður stuttur.

1 lambalæri, um 2.2 kg
3 msk. dijon-sinnep
2 msk. ólífuolía
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2 msk. ferskt rósmarín, saxað
1 tsk. óreganó, þurrkað
nýmalaður pipar
salt

Úrbeinið lærið og skerið 1-2 skurði í vöðvana þar sem þeir eru þykkastir til að stykkið verði sem jafnast að þykkt. Blandið öllu hinu saman í skál og smyrjið blöndunni á lærið; notið mun meira af henni á skurðflötinn en á pöruna. Setjið kjötið í eldfast fat, breiðið plast yfir og látið það standa í kæli í a.m.k. 2 klst. Hitið grillið og hafið það lokað á meðan. Slökkvið síðan á öðrum/einum brennaranum. Ef notað er kolagrill, ýtið þá kolunum til hliðar í miðjunni og setjið álbakka þar. Leggið kjötið á grillristina, þeim megin sem enginn eldur er, og látið pöruna snúa niður. Lokið og grillið við meðalhita í 25-35 mínútur, eftir smekk og aðstæðum (gott að skera í kjötið til að athuga hvort það er hæfilega steikt). Látið kjötið standa nokkra stund áður en það er skorið. Berið fram t.d. með grilluðum kartöflum og grænmeti.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Framhryggjarfillet með grilluðum tómötum

 

Skammtar:4
 

Þykkur og vel fitusprengdur framhryggjarvöðvi (fillet) hentar sérlega vel til grillsteikingar. Gott er að leggja hann nokkra stund í kryddlög úr olíu, sítrónusafa og kryddjurtum eins og hér er gert og grilla hann síðan hæfilega lítið. Grillaðir tómathelmingar eru mjög góðir með en einnig mætti grilla annað grænmeti, svo sem eggaldin, papriku og kúrbít.

800 g lambaframhryggjarvöðvi (prime rib)
4 msk ólífuolía
rifinn börkur og safi af 0.25 sítrónu
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk ferskt rósmarín, saxað
1 msk fersk minta, söxuð, eða 1 tsk þurrkuð
1 tsk óreganó, þurrkað
0.5 tsk kummin
nýmalaður pipar, gjarna regnbogapipar
salt
8 tómatar, vel þroskaðir
1 poki góð salatblanda, t.d. baby leaf eða klettasalatsblanda
2 msk basilíkuolía eða önnur góð bragðbætt olía

Kjötið skorið í 4 álíka stóra bita. Olía, sítrónusafi og börkur, hvítlaukur, kryddjurtir, kummin og pipar sett í skál og hrært vel saman. Kjötinu velt upp úr blöndunni  og látið standa í 1 klst við stofuhita. Snúið nokkrum sinnum. Grillið hitað. Kjötið saltað, sett á grillið og grillað við nokkuð góðan hita í um 4 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk; snúið 2-4 sinnum. Þegar búið er að taka það úr kryddleginum eru tómatarnir skornir í helminga, skurðfletirnir penslaðir með kryddleginum og saltaðir og tómötunum er svo raðað á grillið við hlið kjötbitanna með skurðflötinn upp. Grillaðir þar til þeir eru meyrir og vel brúnir á botninum og þá er þeim snúið og skurðflöturinn grillaður í um 2 mínútur. Salatblandan sett á fat, olíunni ýrt yfir, kryddað með pipar og salti og blandað vel. Kjötið sett í miðjuna og tómötunum raðað í kring.
 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar svínasneiðar með pestó og grilltómötum

 

Fyrir 4

800 g svínasneiðar úr innralæri eða hnakka, flattar með buffhamri
salt og pipar
1 dl pestósósa

Meðlæti:
4 stórir, ferskir tómatar
1 msk. parmesanostur
1 stk. jöklasalat
100 g baunaspírur
1 stk. stór rauðlaukur, skorinn í sneiðar



Svínasneiðarnar eru grillaðar í 6-8 mín. á hvorri hlið og smurðar með pestósósu á meðan. Skerið kross í tómatana, 1 cm djúpan, grillið þá í 3-4 mín. og stráið parmesanosti yfir.
Berið fram með grilluðum tómötum með parmesanosti, rifnu jöklasalati blönduðu baunaspírum og laukhringjum.

Þessi uppskrfit er úr Grillbók Hagkaups

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar svínasneiðar með gráðostasósu

 

Fyrir 4

4 sneiðar grísainnralæri eða annað beinlaust svínakjöt í u.þ.b. 2 cm þykkum sneiðum, t.d. hnakki eða filé
salt og pipar
4 stk. bökunarkartöflur
Gráðostasósa
1/2 stk. laukur, saxaður
1 msk. olía
1/2 estragon, þurrkað
150 g smjör
80 g gráðostur
2 dl rjómi



Steikið laukinn í olíunni, bætið estragoni í og síðan rjóma. Sjóðið niður um helming og setjið smjörið út í í litlum bitum á meðan sýður. Rífið gráðostinn út í og sjóðið í u.þ.b. 2 mín. Grillið kjötsneiðarnar í 5-7 mín. á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Bakið kartöflurnar á grillinu í 40-60 mín. eftir stærð.
Berið fram með gráðostasósu og bökuðum kartöflum.

Þessi uppskrift er úr Grillbók Hagkaups

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar reyktar svínakótilettur með camembertfylltum tómötum

 

Fyrir 4

1 kg reyktar svínakótilettur
1 stk. ferskur ananas

Fylltir tómatar
4 stk. stórir tómatar
½ stk. camembert ostur
½ dl rjómi
80 g pepperóní


Skerið lokið ofan af tómötunum og holið þá að innan með skeið, blandið saman camembert og rjóma í matvinnsluvél. Skerið peppróní í litla bita, blandið saman við ostablönduna og fyllið tómatana með blöndunni. Pakkið tómötunum í álpappír og grillið í u.þ.b. 10 mínútur.
Afhýðið ananasinn og skerið í sneiðar, skerið kjarnann úr og grillið sneiðarnar með kjötinu. Kótiletturnar eru grillaðar við meðalhita í 8 - 10 mínútur á hvorri hlið.

Úr Grillbók Hagkaups

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillað svínakjöt fyllt með sólþurrkuðum tómötum

 

Fyrir 4

4 sneiðar af beinlausum svínahnakka, 3,5 cm þykkar
3 msk. McCormick svínakjötskrydd
1-2 stk. kúrbítur (zucchini)
4 kartöflur, meðalstórar
8 stk. cherrytómatar

Kryddlögur:

1/2 dl ólífuolía
1/4 dl sojasóa
1 msk. rósmarín, saxað, ferskt

Fylling:

6 stk. sólþurrkaðir tómatar í sneiðum
100 g rifinn mozarellaostur
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
1 stk. laukur, fínt saxaður
80 g nýir sveppir í sneiðum

Laukurinn og sveppirnir eru steiktir í olíu, hvítlauknum, sólþurrkuðu tómötunum og rifna ostinum er bætt út í, allt þetta síðan kælt. Skerið djúpan vasa í kjötsneiðarnar frá hlið og fyllið með blöndunni, lokið fyrir með tannstönglum. Ólífuolíu, sojasósu og rósmarín er blandað saman og penslað á kjötið. Kjötið grillað í 8 mín. á hvorri hlið og kryddað með svínakjötskryddinu. Síðan er kjötið grillað áfram í 3 mín. á hvorri hlið.
Berið fram með sneiðum af grilluðum kúrbít, grilluðum kartöflubátum og ferskum cherrytómötum.

Þessi uppskrift er úr Grillbók Hagkaups

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Beikonvafið svínakjöt á teini með grænmeti og hunangssósu

 

Fyrir 4

600 g svínagúllas í bitum
30 sneiðar af úrvalsbeikoni
1 flaska tilbúin hunangsgrillsósa (t.d. Hunts Honey B.B.Q.)
2 paprikur, t.d. rauð og græn
2-3 rauðlaukar
1 zucchini (kúrbítur)
8 litlir sveppir
8 grillpinnar
svartur pipar úr kvörn


Setjið kjötið í skál og hellið 1/3 af grillsósunni yfir og blandið vel. Látið standa í a.m.k. 1 klst. Skerið allt grænmetið nema sveppina í bita, álíka stóra og kjötbitarnir eru. Vefjið beikonsneið þétt um hvern kjötbita og raðið síðan kjöti og grænmeti til skiptis á pinnana og setjið sveppina síðast. Grillið við mikinn hita, fyrst til að fá góða steikarhúð á kjötið en færið síðan yfir á minni hita. Snúið kjötinu og penslið með grillsósunni jafnt og þétt allan tímann.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grilluð svínarif

 

Fyrir 4

Svínarif er mjög gott að grilla, en það þarf að snúa þeim oft svo þau brenni ekki við. Tilvalið er að sjóða rifin í léttsöltu vatni í 10-12 mín. áður en þau eru sett í kryddlög. Suðan styttir grilltímann um 10 mín.

4 stór svínarif
Kryddlögur: 1 dl tómatpúrra (þykkni)
1 msk. sojasósa
1 tsk. sæt chilisósa
2 msk. sítrónusafi
1 hvítlauksrif, pressað
grófmalaður pipar



Hrærið kryddleginum saman og penslið kjötið með honum. Látið bíða í 1-2 klst. Hitið grillið í tæka tíð. Stráið salti yfir rifin og grillið þau í um 30 mín. í 20-25 cm frá kolunum. Snúið kjötinu reglulega svo það brenni ekki við. Gott er að bera fram snittubrauð og grilluð grænmetisspjót með þessu

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillsteik með risarækjum

 

Fyrir 6

12 stk. svínakótilettur (tvær á mann)
24 stk. risarækjur, hráar
Top Chop grill krydd (McCormick)
Sinneps grænpiparsósa
2 dl rjómi
1 msk. grænpiparsinnep (Denrosa)
1 msk. hunang
2 dl soð (eða vatn og kraftur)
salt og pipar
kjötkraftur
sósujafnari


Þíðið risarækjurnar og raðið á grillpinna. Penslið kótiletturnar með ólífuolíu og stráið grillkryddinu yfir. Grillið á útigrilli við meðalhita. Setjið ekki risarækjurnar á grillið ásamt grænmetinu fyrr en kótiletturnar eru hálfeldaðar.

Sósan:
Sjóðið saman rjóma, soð og hunang í potti í 3-4 mín. Bragðbætið með kjötkrafti, salti og pipar. Þykkið með sósujafnara, litið með sósulit. Grænpiparsinnepinu er bætt í undir lokin.
Berið fram með bökuðum kartöflum og smámaís sem fer á grillið með kótilettunum og risarækjunum.

Uppskriftin er úr Veislubók Hagkaups

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillblanda (Spjót)

 

Fyrir 2

4 spjót

300 g kjöt af hnakka, beinlaust
12 sveppir, meðalstórir
2-3 grillpylsur
8 beikonsneiðar
12-16 nálar af ferskum rósmarínkvistum
salt og pipar

Skerið kjötið í um 2 cm stóra teninga og þurrkið með eldhúspappír. Hreinsið sveppina. Skerið pylsurnar í um 2 cm langa bita. Setjið enda á beikoni á spjótið, þá kjöt, vefjið beikoni um kjötið og festið á spjótinu. Setjið pylsu, sveppi og kjöt með sama lagi. Stingið í lokin rósmarínnálum á milli beikon- og kjötbitanna. Grillið spjótin í 12-14 mín., 10-12 cm frá kolunum. Snúið spjótunum oft á grillinu. Kryddið með salti og pipar.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaður svínahnakki undir mexíkóskum áhrifum

 

Fyrir 4

1 kg svínahnakki
1 flaska sterk grillsósa eða mexíkósk kryddblanda (þurrkrydd) og venjuleg grillsósa

Meðlæti:
Bakaðar kartöflur
Salat
Nachos kornflögur
Salsasósa og ostasósa
Maís kornstönglar, soðnir eða grillaðir

Best er að sneiðarnar séu svolítið þykkar því þetta kjöt þarf góða eldun. Leggið kjötið í 1/3 af grillsósunni eða þurrkryddið vel. Byrjið að grilla við mikinn hita fyrst en lækkið síðan hitann og snúið og penslið kjötið, því oftar því betra. Gefið ykkur góðan tíma við þetta og berið svo fram þegar steikin hefur grillast vel.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaður svínahnakki með pastasalati

 

Fyrir 4

800 g svínahnakkasneiðar, beinlausar, 200 g hver

Kryddlögur:
1/2 dl sítrónusafi
1/2 dl matarolía
1 stk. hvítlauksrif, saxað
1 dl sojasósa
salt og pipar

Pastasalat:
250 g pastaskrúfur
1 stk. rauð paprika
1 stk. græn paprika
1 poki radísur
2 msk. ólífuolía
1 msk. sítrónusafi


Blandið saman sítrónusafa, matarolíu, hvítlauk og sojasósu. Leggið kjötið í skál, hellið kryddleginum yfir það og látið standa í tvo tíma. Sjóðið pastaskrúfurnar. Setjið í sigti og skolið með köldu vatni. Saxið papriku og radísur og blandið saman við pastaskrúfurnar. Dreypið ólífuolíu og sítrónusafa yfir. Grillið kjötið á meðalheitu grilli í 8-10 mín. á hvorri hlið. Penslið kjötið á meðan verið er að grilla með restinni af kryddleginum.
Berið fram með pastasalati og snittubrauði.

Þessi uppskrift er úr Grillbók Hagkaups

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar svínakótilettur með sumargrænmeti

 

Fyrir 4

1 kg svínakótilettur
salt og nýmalaður pipar
grillolía til penslunar

Salat:
1 stk. kínakál eða jöklasalat
3 stk. paprikur, rauð, gul og græn
1/2 stk. agúrka
2 msk. matarolía
4-6 tómatar
1/2 sítróna

Allt grænmeti er skorið niður og því blandað saman. Blandið safanum úr sítrónunni og matarolíunni og dreypið yfir salatið. Svínakótiletturnar eru penslaðar með grillolíunni, kryddaðar með salti og grillaðar í 7-10 mín. á hvorri hlið.
Berið fram með salati og grófu snittubrauði.

Þessi uppskrift er úr Grillbók Hagkaups

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Fiskispjót með sítrónu og rósmarín

 

500 g skötuselur
350 g lúða
200 g hörpuskelfiskur
250 g risarækja, hrá í skel  eða humarhalar
2 msk rósmarín, saxað
1-2 hvítlauksrif
1/2 mandarína
4 msk ólífuolía
safi úr 1 límónu / lime
nýmalaður pipar
salt

Skötuselurinn skorinn í 1 1/2 cm þykkar sneiðar.
Lúðan skorin á álíka bita einnig.
Sett í skál ásamt hörpuskel og risarækju.

Rósmarín, hvítlaukur og mandarína sett í matvinnsluvél og hún látin ganga þar til allt er orðið að mauki. Olíunni þeytt saman við og síðan límónusafa, pipar og dálitlu salti.
Hellt yfir fiskinn og blandað vel. Látið standa í a.m.k. hálftíma.
Grillið hitað vel.
Fiskbitarnir þræddir á teina til skiptis (ég setti hörpuskelfiskinn innst á teinana og raðaði þeim þannig á grillið að hitinn var ívið minni þar, af því að þeir þurfa svo litla eldun, og svo setti ég eina rækju á hinn endann). Sett á grillið (sem búið er að pensla með olíu) og grillað í 3-4 mínútur við góðan hita; snúið einu sinni. Borið fram strax.

Ath. ef notaðir eru tré-grillteinar, verður að leggja þá í vatn í ca. 1/2 klst. til 1 klst.
fyrir notkun.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Sojamarineraðir lambagrillpinnar

 



Kjötið er hér látið liggja í afar einföldum soja- og sítrónukryddlegi áður en það er grillað. Best er að hafa soðin hrísgrjón með kjötinu og e.t.v. einnig grillað grænmeti.

6-700 g meyrt lambakjöt, t.d. hryggvöðvi
(fillet / kindalundir)


Marnering/grillsósan
safi úr 2 sítrónum
4 msk sæt indónesísk sojasósa (t.d. ketjap manis)
2 msk kínversk sojasósa
2 msk ólífuolía
nýmalaður pipar
3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
e.t.v. fersk kóríanderlauf, söxuð

Lambakjötið fitu- og himnuhreinsað ef þarf og skorið í ræmur, 6-8 cm langar og um 1½-2 cm þykkar. Allt sósefnið þeytt saman, lambakjötsræmunum velt upp blöndunni og þær látnar liggja í leginum í nokkrar klukkustundir.

Kjötið er svo þrætt upp á teinana eftir endilöngu og grillað við háan hita í 5-6 mínútur alls og snúið oft.  (Ath:.. amerískir BBQ-grillsérfræðingar segja að það eigi aðeins að snúna kjöti tvisvar á grillinu !)
Sósuna má sjóða rösklega í 2-3 mínútur og bera fram sem ídýfu með kjötinu.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaður lax með gúrkusósu

 


800 g lax í sneiðum eða flak
Safi úr einni sítrónu
Salt og sítrónupipar
Kreistið sítrónusafann yfir fiskinn, látið standa í 30 mín.
Kveikið upp í grillinu ! Penslið ristina með olíu. Stráið salti og sítrónupipar yfir laxinn (penslið léttilega með olíu.. lang best með hvítlauksolíu) og grillið í u.þ.b. 5 mín. á hvorri hlið.

Gúrkusósu
1 ds sýrður rjómi
80 g sýrðar agúrkur eða asíur.
2 msk kapers
1 msk dill ferskt eða þurrkað
1/4 tsk. salt
Saxið gúrkur og kapers vel saman og blandið saman við sýrða rjómann ásamt kryddi. Látið bíða um stund. Berið sósuna fram með glóðuðum laxi, soðnum kartöflum og ferskri agúrku eða agúrkusalati.

 

 


 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grilluð lúða með tómatsmjöri

 



Fyrir 4
 
4 lúðubitar
2 msk. ólífuolía
sítrónupipar og sjávarsalt
Penslið lúðuna með ólífuolíu og stráið sítrónupipar og salti yfir. Glóðarsteikið við frekar mikinn hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með kryddsmjörinu og soðnumkartöflum og salati.

 Tómatkryddsmjör:
150 g mjúkt smjör
4 sólþurrkaðir tómatar í olíu
1 tsk. Dijon sinnep
½ tsk. jurtasalt
2 tsk. sítrónusafi
Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara og hrærið þar til tómatarnir eru fínt saxaðir. Setjið kryddsjörið í skál/disk og geymið í frysti eða kæli fram á meðan lúðusteikurnar eru grillaðar.
 

 

 


 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillsmábrauð2

 

8-12stk
sérlega ljúffeng smábrauð, gerð samkvæmt indverskri uppskrift.

300 ml vatn, ylvolgt
2 msk ger
4 msk sykur
1 egg
3 msk mjólk
2 tsk salt
600 -700 gr hveiti, eða eftir þörfum
1-2 msk olía

setjið vatn, ger og 1msk sykur í skál og láið standa í nokkrar mín, eða þar til gerið er farið að freyða. Bætið þá eggi, mjólk, salti, afganginum af sykrinum og u.þ.b. helmingnum af hveitinu út í og hrærið vel. Bætið við meira hveiti smátt og smátt, þar til deigið er vel hnoðunarhæft. hnoðið það þar til setjð það síðan í skál og látið það lyfta sér við stofuhita í 1 1/2 -2 klst. Sláið það þá niður, skiptið því í 8 til 12 búta og mótið kringlótta, þunnar kökur. Látið það lyfta sér í um hálftíma og hitið á meðan grillið vel. Penslið smábrauðin með olíu, setjið á grillið, beint yfir loga, og bakið í 2-3 mín á hvorri hlið á lokuðu grilli, eða þar til þau hafa blásið vel út og tekið góðan lit - gerir ekkert til þótt þau brenni ögn á smáblettum.


 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillað lambakjöt á ítalska vísu

 

 6 lambakótelettur, eða lambafillet bitar með fitunni á
2-3 rósmarín stönglar
2 hvítlaukar, niðursneiddir
4 msk. Sacla sósa með ólífum og tómat
3 msk. ólífuolía
2 msk. ferskt rósmarín, saxað
Safi úr einni sítrónu
1 msk. balsamik edik
Salt og nýmalaður pipar

 

Skerið rákir í kjötbitana og setjið í þær bita af rósmarín stilkum og hvítlauk, og leggið kjötið á disk. Blandið Saclá sósunni saman við annað innihald, olíuna, sítrónusafann, balsamik edikið og kryddið. Hellið og penslið blöndunni yfir kjötið og látið marinerast í u.þ.b. 1 klst. Grillið í u.þ.b. 10 til 15 mínútur eða eftir smekk, gott er að pensla sósunni yfir kjötið á meðan grillað er.

Berið fram með grilluðum tómötum eða salati. Einnig eru rósmarín steiktar kartöflur gott meðlæti með þessum rétti.

Í þennan rétt má einnig nota fisk eða kjúkling.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar lambakótelettur með hvítlauk og ólífuolíu

 

 

 Uppskrift fyrir fjóra:

8 lambakótelettur
2 hvítlauksrif, brytjuð niður
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar
6 msk. Carapelli Extra Virgin ólífuolía

 

Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna.

Setjið 4 msk. af ólífuolíunni í grunnan disk, ásamt hvítlauknum, saltinu og piparnum. Dýfið hverri kótelettu ofan í blönduna.

Grillið kóteletturnar við háan hita í ca. 5 mín., penslið með afgangnum af ólífuolíunni. Snúið kótelettunum við og grillið í 5 mín. til viðbótar, eða þar til steiktar í gegn.

Berið fram með góðu salati og eða kartöflum, t.d. rósmarín ristuðum kartöflum.

Til tilbreytingar:
* Bætið við fjórum tsk. af fersku, niðurskornu rósmarín út í hvítlauks- og ólífuolíublönduna.
* Bætið þremum msk. af ferskri, niðurskorinni salvíu og einni msk. af ólífuolíu út í hvítlauks- og ólífuolíublönduna.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðar kjúklingabringur með sítrónu og tímían

 

 

 Uppskrift fyrir fjóra:

4 kjúklingabringur
1 1/2 msk. sítrónusafi
1/4 tsk. tímían
1/2 tsk. rauð chilli piparkorn
1 hvítlauksrif, brytjað niður
1/4 bolli Carapelli Extra Virgin ólífuolía
1/4 tsk. salt
1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar

 

Setjið sítrónusafann, tímíanið, rauðu chilli piparkornin, hvítlaukinn, ólífuolíuna, saltið og piparinn í skál og blandið vel saman. Þekið kjúklingabringurnar með blöndunni. Grillið kjúklingabringurnar í ca. 10 mín. á hvorri hlið, eða þar til þær eru tilbúnar.

Berið fram t.d. með góðu salati.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillaðir hamborgarar með Gorgonzola og beikoni

 

 

 Uppskrift fyrir fjóra:

Hamborgararnir:
650 gr. nautahakk
8 beikonsneiðar
4 sneiðar af Gorgonzola osti frá Galbani
Salt og nýmalaður svartur pipar

Hamborgarabrauðin:
4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt
2 msk. ósaltað smjör, bráðið

Meðlæti:
Kálblöð, tómatar í sneiðum og niðurskorinn laukur.

 

Hamborgararnir:
Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna. Mótið nautahakkið í fjóra hamborgara og kryddið hvern hamborgara báðum megin, eftir smekk. Vefjið tveimur beikonsneiðum utan um hvern hamborgara. Grillið hamborgarana við miðlungshita í um 4 mín., eða þar til neðri hliðin er orðin brún að lit. Snúið hamborgurunum við og setjið Gorgonzola sneiðarnar ofan á. Grillið í ca. 4 mín. til viðbótar, eða þar til hamborgararnir eru steiktir í gegn.

Hamborgarabrauðin:
Á meðan, penslið skornu hliðar brauðanna með smjörinu. Grillið brauðin, með skornu hliðarnar niður, þar til létt ristuð.

Setjið hamborgarana ofan á brauðin, setjið kál, tómata og lauk ofan á, og berið fram strax.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillsmábrauð

 

8-12stk
sérlega ljúffeng smábrauð, gerð samkvæmt indverskri uppskrift.
300 ml vatn, ylvolgt
2 msk ger
4 msk sykur
1 egg
3 msk mjólk
2 tsk salt
600 -700 gr hveiti, eða eftir þörfum
1-2 msk olía
setjið vatn, ger og 1msk sykur í skál og láið standa í nokkrar mín, eða þar til gerið er farið að freyða. Bætið þá eggi, mjólk, salti, afganginum af

2 1/2 dl súrmjólk
2 msk síróp eða hunang
1 tsk hjartarsalt
4-5 dl hveiti
Hrært og geymt í kæli í 60mín
Flatt út og skipt í 12-15 1/2cm þykkar kökur
Grillað c.a 3mín á hvorri hlið.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Humar bisque, Grill.

 

humarsoð er smakkað og soðið niður, svo er svissað í potti laukur tarragon, timian, rósapipar, smá svartur úr kvörn og bætt í brandysoðið niður, bætt í soðinu og tómatpúrre kryddað með cayennapipar ,salt (kraftur,freyðivín) og svo rjómi og þykkt með smjör bollu, látið sjóða.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Boullibase -

 

 Grill uppskrift.

 

innihald:
10 pers.

1.25        kg       fiskibein(skötuselur, lúða, karfi)
75           gr        gulrætur
75           gr        laukur
75           gr        sellery
75           gr        blaðlaukur
30           gr        hvítlaukur
25           gr        steinselja
100         gr        þroskaðir tómata
25           gr        tómat mauk
0.25        dl        ólifuolía
15           gr        salt og pipar
2,5          gr        cayennapipar
5             gr        safran
12,5        gr         fennel
12,5        gr         rósmarin
12,5        gr         timian
5             L          vatn

aðferð: 

Svitið fiskibeinin og grænmetið í olíunni, bætið þá kryddinu. þá vatninu og tómat maukinu og sjóðið við vægan hita í 30-40 mín.
Sigtið síðan súpuna og pressið vel úr beinunum. Athugið þar sem krydd er afar mismunandi er oft betra að krydda eftir smekk og nota málin til viðmiðunar.
Þegar súpan er framreidd er soðið í henni stykki að lúðu, skötusel og karfa humar, hörpuskel, löngu og öðrum fisk sem finnst nýr hverju sinni.
Raðið fisknum þannig í pottinn að sá fiskur sem þolir mestu suðuna sé neðstur og síðan koll af kolli, sjóðið með steinselju, tómatbátum og lauk í 15 mín.
Framreitt með brauðsnittu og A’ioli.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Sælkera grillborgari

 

500 gr nautahakk

5 msk sólþurrkaðir tómatar - saxaðir

4 msk rifinn mozzarella ostur

2 rif hvítlaukur - saxaður smátt

Maldon salt

Pipar úr kvörn

 

Hrærið allt saman í skál. Skiptið hráefninu í fjóra borgara og hafið þá 1-2 cm á þykkt. Grillið á vel heitu grilli og berið fram með úrvals grænmeti, með eða án brauðs.

 

Ef úti er svalt má alltaf grípa til pönnunnar.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Stóru-Reykja grillsteikin

 

Einfalt og frábærlega gott - en gleymið ykkur ekki við grillið, verkið tekur aðeins örfáar mínútur.


Góður nautavöðvi skorinn í ca. 2 cm þykkar sneiðar

- sjá: Ráð undir rifi, vegna vals á vöðva

 

Kryddið að eigin smekk, en Gísli mælir ákveðið með að kryddað sé með Season all  u.þ.b. 12 klst áður en matreiðslan hefst.

  
Setjið á vel heitt grill og grillið í  u.þ.b. 3 mín á hvorri hlið.


Berið fram með góðri sósu t.d. ostapiparsósu, bökuðum kartöflum og öðru meðlæti.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Satry nautakjöt á pinna

 

500 gr nautakjöt - gúllaskjöt í bitum

1 krukka satay sósa
2 msk sojasósa

1 laukur - saxaður
1 hvítlauksrif -saxað
1 msk. kóríander duft
2 msk. sítrónusafi 

 

Blandið öllu saman í skál og látið bíða í a.m.k. 60 mínútur en gjarnan nokkrar klukkustundir. Setjið kjötbitana á grilltein og grillið á útigrilli eða í ofni. 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Rib- eye - Fagmannlegur framhryggur

 

300 gr framhryggjarsneiðara,

vel verkaðar og fallega fitusprengdar- ein á mann

salt, pipar og sítróna

 

Látið steikurnar ná stofuhita áður en þær eru penslaðar og settar á grillið. Grillið við snarpan hita í 3-4 mín. á hvorri hlið. Þá eru sneiðarnar léttsteiktar. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. 

 

Setjið á veglegt fat eða diska fyrir hvern og einn, kreistið 1 sítrónubát yfir hverja sneið. Setjið kryddsmjörið á steikurnar þegar þær eru komnar á diskana.

 

Tómata og gráðostakryddsmjör

 

 

 5 stk

 sólþurrkaðir tómatar úr krukku - saxaðir

 1-2 tsk

 hvítlaukur, fínt saxaður

 60 gr

 smjör

 100 gr

 gráðostur

 4 stk

 svartar ólífur - fínt saxaðar

 

 

Látið smjör og ost ná stofuhita, blandið öllu saman og kælið í hentugu formi, fallegri krús, rúllu (nota má smjörpappír eða álpappír, falleg ísmolabox, sprauta með sprautupoka í toppa á disk allt að eigin smekk og vali.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Reyklausar á grill - nautahryggsneiðar

 

Gott og einfalt og ekki spillir eldur eða reykur þessari grillstund.

 

 250 gr

 framhryggjarsneið -ein á mann

 1 msk

 grófmulinn svartur pipar

 1 msk

 grófmulinn grænn pipar

 1 msk

 grófmulinn rósapipar

 


Penslið steikurnar með olíu. Blandið saman pipartegundunum og nuddið á steikurnar. Grillið við snarpan hita í 3-4 mín á hvorri hlið. Þá eru steikurnar léttsteiktar en auðvitað má bæta við eða draga frá svo sem eins og mínútu til að koma til móts við sérstakar óskir.

 

Berið fram með meðlæti að eigin vali.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Piparlund - steik eða grill

 

800 gr        nautalundir

                   pipar, salt

 

Skerið vöðvan í fjóra bita 3-4 cm þykka. Kryddið með pipar að eigin vali 10-20 mín. fyrir steikingu og gefið steikunum tækifæri til að ná stofuhita. Grillið eða steikið í 3-4 mín. á hvorri hlið, hverja einustu steik eftir smekk. Saltið eftir steikingu.

 

Sósa - pipar  (ef vill)

 

1 msk         græn piparkorn í legi

1 msk         smjör

1 msk         dijon sinnep

1 msk         worchestershiresósa

2 msk         picant grænmetiskrydd

¾ msk        nautakjötskraftur

½ líter        rjómi

                   salt

                   sósujafnari

 

Brúnið piparinn í smjörinu, t.d. í góðum potti, bætið sinnepi, worchestershiresósu og kryddi út í og að síðustu rjómanum, látið suðuna koma upp, þykkið með sósujafnara ef vill.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Nautasteik með beikonbelti

 

matarmiklar sneiðar nautalund eða fille - ein eða tvær á mann

1-2 vænar beikonsneiðar fyrir hverja steik

matarolía

pipar

salt

 

Vefjið beikonsneið hringinn í kringum hverja steik eins og gjörð um tunnu og festið með blautum tré tannstönglum. Pennslið með matarolíu og kryddið með pipar helst beint úr kvörn.  Glóðið steikurnar við snarpan hita báðu megin, vandið ykkur við steikinguna og steikið hverja steik að smekk þess sem ætlar að njóta hennar. Kryddið með salti og berið fram með einföldu en góðu meðlæti.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Nautaspjót á grillið

 

1000 gr nautahakk

2 laukar

2 eggjarauður

4 cm engiferrót

2 tsk karrý

6 msk olía/smjör

pipar

salt

 

Leggið 20 tréspjót í kalt vatn í c.a. hálftíma. Afhýðið engifer og lauk og saxið smátt eða rífið. Steikið laukinn í smá olíu eða smjöri. Blandið öllu hráefninu saman í skál. Mótið hakkblönduna í langar rúllur og þræðið þær á grillspjótin. Pennslið að utan með olíu og grillið í 8-12 mínútur.

 

Ódýr, vinsæll og góður grillmatur hjá ungu fólki á öllum aldri.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Nautaprime - GRAND-grillað

 

Glæsilegur er einfaldur réttur frá meistarakokkunum á  Grand Hotel - Reykjavík.

 

Fyrir 4

 

nautaframhryggjarvöðvi

nautasoð

madeira

skarlottlaukur

timian

salt

pipar

 

Skerið nautavöðvann í fjórar jafnar steikur, grillið á heitri pönnu eða grilli, kryddið með salti og pipar. Bregið steikunum í 200°c heitan ofn í c.a. 5 mín eða ljúkið við að matreiða þær að eigin smekk á grilli.

Saxið laukinn smátt, brúnið létt á pönnu setjið madeira-vín og timian á pönnuna og kveikið í ! Tilbreyting og fjör - farið varlega. Bætið nautasoðið á pönnuna látið það sjóða niður um 1/3 þykkið með maisenamjöli/sósujafnara, þá er sósan tilbúin.

 

Berið fram með kartöflum og léttsteiktu grænmeti.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Nautalundir á grillið

 

steikur úr nautalund um 200 gr á mann

pipar úr kvörn nýmalaður

úrvals salt t.d. Maldon

 

Látið steikurnar ykkar ná stofuhita malið pipar að eigin vali yfir þær og nuddið þær þétt en mjúklega með piparmixinu. Grillið þær í 3-5 mínútur þegar allt meðlæti er tilbúið. Setjið þær á fat eða diska matargesta og gefið þeim smá stund til að kjötsafinn setjist í kjötinu áður en byrjað er að skera í steikurnar. Fylgist vel með á grillinu þetta eru örfáar mínútur.

 

Það getur einfaldað málið að baka kartöflurnar í ofninum inni í stað þess að grilla alla máltíðina. Ef þið kjósið heita sósu er kjörið að búa hana til nokkru áður en máltíðin hefst og geyma hana tilbúna í hitabrúsa. Nýtið ykkur kryddsmjör og kryddaðan sýrðan rjóma sem kalda sósu hvort heldur sem er með kjötinu, í kartöflurnar eða með grænmetinu.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Nautagrillborgarar sem bragð er að

 

800 gr    nautahakk

3           jalapenoaldin - niðursoðin - söxuð

100 gr    cheddarostur - rifinn

1/2        laukur

1/2 tsk   cummin

salt

pipar

hamborgarabrauð ef vill

 

Hrærið saman í skál nautahakki og salti, þá tolla hamborgararnir betur saman, bætið öllu hinu í og hrærið alveg saman. Mótið hamborgara 1-2 cm á þykkt. Grillið í útigrilli eða heilsugrilli á borði. Njótið með eða án brauðs og veljið meðlæti að eigin smekk.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Lúxus ostborgarar - Hreyfingar

 

Stórir og matarmiklir hamborgarar með osti, á útigrillið, grillaðir í ofni eða þurrsteiktir á pönnu, úr fitulitlu nautahakki. Osturinn er rifinn og notað minna af honum en venjulega og því má láta eftir sér að velja þann ost sem maður vill.

 

 1 dl

 kjúklingasoð

 1

 laukur - lítill

 1

 hvítlauksrif

 450 gr

 fitulítið nautakjöt t.d innralæri

 100 gr

 fitulítið nautahakk

 1/2 dl

 brauðmylsna

 1/2 -1 dl

 chili sósa

 1/2 tsk

 svartur pipar - nýmalaður

 1/2 dl

 rifin ostur að eigin vali

 4

 hamborgarabrauð

 2 1/2 dl

 jöklasalat -niðurskorið

 4

 tómatar

1. Saxið lauk og hvítlauk og setjið á pönnu ásamt kjúklingasoðinu. Látið suðu koma upp og sjóðið þar til laukurinn er mjög mjúkur og allur vökvi hefur gufað upp (um 5 mínútur). Setjið til hliðar og látið kólna.

 

2. Hitið grill. (Grillofn/pönnu)

 

3. Skerið kjöt í stóra bita og setjið í matvinnsluvél. Blandið saman í skál ásamt hakki, brauðmylsnu, 2 msk af chili sósu, pipar og lauknum. Blandið vel saman og mótið fjóra borgara.

 

3. Grillið borgarana í um 8 mínútur og snúið a.m.k. einu sinni. Dreifið osti ofan á borgarana og grillið aðeins lengur til að osturinn bráðni.

 

4. Hitið brauðið á grillinu í um 30 sek. svo það ristist örlítið. Raðið borgurum á brauðin og setjið kálið, niðursneidda tómata og afganginn af chilisósunni ofan á og berið fram.

 

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Kátur krakkaborgari

 

STÓR UPPSKRIFT - fyrir 10-12

 

2 kg nautahakk

1 pakki ritzkex -  mulið

3 egg

200 gr rifin pizzaostur

salt

pipar

 

Hrærið saman í skál nautahakkinu og saltinu, þá tolla hamborgararnir betur saman. Setjið Ritzkexið svo í sterkan plastpoka lokið pokanum og stappið ofan á kexinu, ekki sprengja pokan, auðveld og sniðug leið til að mylja kex.  Hrærið hráefnið vel saman og  mótið hamborgara 1-2 cm á þykkt. Grillið hamborgarana á útigrilli eða í heilsugrilli á borði ekki krydda þá of mikið en gefið krökkunum tækifæri til að bæta sjálf góðu hamborgarkryddi á sinn borgara. 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillpinnar með hakki og grænmeti

 

600 g   Nautahakk

6 msk  Brauð rasp

2 msk  Létt AB-mjólk

2 msk  Graslaukur/laukur, saxaður

½ tsk   Salt

¼ tsk   Piparmix

 

1 stk    Paprika, rauð bitar

1 stk    Eggaldin sneiðar

10 stk  Kirsuberjatómata

1 stk    Laukur, stór

8 stk   Sveppir

 

Hrærið saman hakkinu, raspnum, AB-mjólkinni, lauknum og kryddinu. Látið bíða á meðan grænmetið er skorið í bita sem gott er að þræða upp á grillpinna. Mótið litlar bollur, gætið þess að þær séu hæfilega fastar í sér. Ef deigið er of mjúkt er sniðugt að bæta meiri brauðraspi saman við. Þræðið bollurnar á grillpinnana og grænmetið að vild þar á milli. Grillið pinnana uns tilbúið. Einnig má steikja þá í ofninum.

 

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillandi góð nautapíta

 

Pítubrauð er hægt að geyma í hillu í búrinu eða sumarhúsinu og verður ljómandi matur með kraftmikilli fyllingu á örskammri stundu á grilli. Réttur sem má laga að smekk hvers einstaklings.

 

pítubrauð
nautahakk -steikt (sjá Forsteikta hakkið)
ostur

 

að eigin vali:

tómatar
gul paprika
laukur

 

Setjið ost og steikt hakk í pítubrauð ásamt grænmeti að vali hvers og eins, grillið smá stund á hvorri hlið. Berið fram í fallegri servettu með frískandi drykk.

 

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Grillandi góð nautalund

 

Látið nautalundina ykkar ná stofuhita.

Nuddið hana með grillsmjöri að eigin vali.

Grillið við háan hita uns hitinn í miðri lundinni er 54 gráður.

NOTIÐ KJÖTHITAMÆLIR.

Saltið með maldonsalti.

Kryddið með nýmöluðu piparmixi úr kvör.

Gefið kjötsafanum í lundinni tækifæri til að setjast eftir grillun og kryddi og salti að ganga inn í kjötið.

 

Njótið...

 

Sniðugt að baka kartöflur í ofni á meðan nautið er grillað.

 

 


 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Glóandi Snobbborgari

 

Hversdagslegt nautgripahakk sem veður að spennandi rétti á grilli eða pönnu.

nautgripahakk
laukur - ef vill paprika/sveppir
sinnep
Kastali - ostur

salt
pipar
hamborgarkrydd
jurtakrydd

 

Brúnið lauk létt á pönnu, hrærið saman í skál t.d með hreinum höndum, hakki, salti og kryddi að eigin vali, blandið síðan lauk og öðru grænmeti léttsteiktu, ef vill saman við hakkið.

Mótið bollur úr hakkinu, stingið vænni þunnri sneið af Kastala inn í bolluna og mótið úr henni hamborgarbuff.

 

 
Svo fer það einfaldlega eftir veðrinu hvort Snobbborgarinn er grillaður við meðal hita af natni og virðingu eða fer á pönnuna inni. Gott er að nota húðaða grillgrind sé sú leið valin.
Berið fram á heitri brauðsneið, af grillinu eða úr ristinni, og svo er það val hvers og eins hvort hann hefur það eins og í lagi Stuðmanna, "við viljum franskar, sósu og salat," eða snæðir réttin sem einfaldan skyndibita.


 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

Entrécod – Nautahryggvöðvi

 

1 – 2 kg      nautahryggvöðvi með fitu

                   Salt – pipar

 

Skerið í fituna og sinina undir fitunni, tíglamynstur, en passið að skera ekki niður í kjötið sjálft. Brúnið vöðvan á pönnu, snúið fitunni fyrst niður en brúnið allar hliðar. Nuddið kryddinu mjúklega inn í vöðvann.

 

Setjið vöðvann í 100°c heitan ofn, á eldföstu fati eða ofnskúffu. Notið kjöthitamælir en reiknið með að vöðvinn verði í ofninum í 45-50 mínútur. Þegar kjöthitamælirinn sýnir að hitinn í miðjum vöðvanum sé 58-60°c er kjötið tilbúið léttsteikt, 60-65°c þá er kjötið tilbúið meðalsteikt. Nautahryggvöði er líka kjörin á grillið en munið að fylgjast vel með veislumat á grillinu og vanda matreiðsluna.

 

Takið kjötið úr ofninum og MUNIÐ - látið vöðvann standa og jafna sig svo safinn setjist til í kjötinu en renni ekki niður, það skiptir miklu máli.

 

Entrecod er gott með hverju sem er grænmeti, kartöflum, bernessósu, ostasósu, piparsósu. Allt eftir þínum smekk.

 

 

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is

SigfúsSig. 8600860  iceland@internet.is