Uppskriftir forsíðan: |
|
Deila (forsíðu):
|
||||||||||||
|
Pestókjúklingur með indverskum lauk Fyrir fjóra Pestó kjúklingur:
2 dl basilpestó 4 msk hlynsíróp salt og pipar Blandið pestóinu og sírópinu saman og marinerið kjúklinginn í blöndunni í 30 mín. Setjið í eldfast form og steikið svo kjúklinginn í ofni við 190°C í 20 mín. Indverskur laukur:
Snyrtið laukinn og skerið hann í þunna báta. Blandið sítrónusafa, olíu, hvítlauk, turmeric og salti saman og hellið yfir laukinn og látið standa í nokkrar mínútur. Hitið pönnu og náið upp góðum hita, svissið laukinn á pönnunni í tæpa mínútu og takið hann svo af hitanum. Setjið laukinn inn í ofn þegar kjúklingurinn á þrjár mínútur eftir. Berið svo matinn fram með jasmin hrísgrjónum |
|
|||
F. 4 2 stk. sætar kartöflur, skornar gróft
2 stk. rauðlaukar, skornir í fernt 2 stk. rauðar paprikur, skornar í breiða strimla 12 stk. baby maís
Þessu er öllu
komið fyrir í ofnskúffu og 4 msk. ólífuolíu og salti og pipar sáldrað
yfir.
2 stórir laukar, fínt saxaður 4 stk. hvítlauksrif, fínt saxaður 4 cm. engifer, fínt saxaður 3 msk. African rub frá NoMU* 1 tsk. salt 1 dós niðursoðnir plómutómatar*, saxaðir gróft 1 dós kókosmjólk 250 ml. grænmetissoð lúka af ferskum kóríander og myntu, gróft saxað Hitið laukinn í olíunni í 5 mín. á stórri pönnu. Bætið við hvítlauk og engifer og hitið í 3 mín. til viðbótar. Bætið African rub útí og hitið enn í 2 mín. Hellið svo tómat og kókosmjólk útá og látið malla í 15 mín. Bætið grænmetinu á útí og velltið því upp úr „sósunni“. Stráið ferskum kryddjurtum yfir og berið fram með hrísgrjónum, við mælum með Emperor´s Green Rice sem fást hjá okkur í Yndisauka. |
|
|||
1 glerkrukka E.Finnsson NABUCCO salsa Sósurnar hrærðar saman og dreyft úr þeim í botninn á fati eða glerskál m/ uppháum köntum. ( t. d. eldfast mót) Söxuðu grænmetinu stráð sett í lag yfir og þetta snætt með tortilla flögum, þunnu hrökkbrauði eða kexi. Má einnig nota í bakaðar kartöflur. Verði ykkur að góðu! Uppskrift frá Hildu Björk Línberg Reykjavík.
|
|
|||
BlaðlauksbakaDeig: 150 gr heilhveiti 75 gr smjör 1 tsk olía 1-2 msk kalt vatn Fylling: 200 gr blaðlaukur 2 dl grænmetissoð 200 gr kotasæla 3 egg 100 gr rifinn ostur 35 gr valhnetukjarnar saxaðir ½ tsk paprika ½ tsk sellerísalt ½ tsk hvítur pipar Hnoðið deigið í matvinnsluvél og geymið í ísskáp á meðan fyllingin er löguð. Skerið blaðlaukinn í 1-1 ½ cm bita og mýkið í sjóðandi grænmetissoði í 2-3 mín Takið upp úr soðinu og látið leka af lauknum. Hrærið vel saman kotasælu, eggi og rifnum osti, blandið varlega saman við soðna blaðlauknum og valhnetukjörnum, kryddið með papriku, sellerísalti og pipar. Smyrjið eldfast mót og fletjið deigið út um 3 mm þykkt og setjið í mótið, hellið fyllingunni yfir og bakið við 220°C í 25-30 mín.
Sælgætis - súkkulaðisneið m/ appelsínusalati. Svampbotn 4 egg 2 dl sykur 1 dl hveiti 1 dl kartöflumjöl ½ tsk lyftiduft Egg og sykur þeytt mjög vel saman, hveiti og kartöflumjöli blandað varlega saman við. Bakið deigið í ofnskúffu, ekki mjög þykkan botn. Bakað við 200°C í ca. 15 mín, Súkkulaðið 2 ½ dl Rjómi 500 gr suðusúkkulaði 75 gr smjör Grand Marnier líkjör Aðferð Hellið rjómanum í víðan pott. Brjótið súkkulaðið niður í litla bita. Hrærið smjörið og líkjörinn í. Kælið. Skerið svampbotinn í þrjár lengjur. Klæðið ílangt form að innan með plastfilmu. Setjið fyrstu lengjuna í formið sáldrið líkjörnum yfir, setjið súkkulaði yfir, síðan önnur lengjan, líkjör og súkkulaðið og svo þriðja lengjan líkjör og súkkulaði. Sett í kæli í 3-4 tíma.
|
|
|||
Síldarsalat1 dós niðursoðnir tómatar 1 dós tómatpurre 1 stk laukur hvítlaukur 1 msk basil 1 msk steinselja 2 stk lárviðarlauf 6 síldarflök (marineruð eða kryddsíld) 6 soðnar kartöflur 1 salatgúrka 3 stk epli ½ laukur 1 msk sinnep Sjóðið niður tómatsafann ásamt tómötunum, bætið tómatpurre í pottinn kryddið og maukið. Skerið síldina í bita, eplið og kartöflurnar í teninga og saxið salatgúrkuna, blandið öllu saman og skreytið með eggjum. |
|
|||
Eggjakökur
3 egg fylling olía til steikingar
Eggin eru hrærð saman, panna hituð eggjahræran sett út á heita pönnu og fylling sett ofan á og eggjakakan bökuð
Fylling 1. 100 gr beikon skorið í sneiðar og steikt 1 stk laukur saxaður og steiktur 5 stk saxaðar kartöflur 100 gr ostur
Fylling 2. 100 gr sveppir í sneiðum og steiktir 100 gr rækjur
Fylling 3. 100 gr rækjur 100 gr kræklingur úr dós 100 gr aspargus
Fylling 4. 100 gr skinka í bitum 100 gr rifinn ostur
Fylling 5. 2 stk tómatar í sneiðum 100 gr pylsusneiðar 100 gr blaðlaukur í sneiðum
Fylling 6. 100 gr sveppasneiðar 100 gr skinkusneiðar 100 gr paprikusneiðar
Fylling 7. 100 gr rækjur eða kræklingur 100 gr soðnir fiskafgangar 100 gr rifinn ostur
Fylling 8. 100 gr tómatar í sneiðum 100 gr eplabitar 100 gr gráðostur
|
|
|||
GrænmetisbakaBotn: 1 dl haframjöl 2 dl hveiti 100 gr smjörlíki 100 gr skyr 2 msk kalt vatn Grænmeti: 250 gr spergilkál 250 gr blómkál 50 gr sveppir 1 lítil græn paprika 1 lítil rauð paprika olía til steikingar Sósa: 2 stk egg 2 ½ dl rjómi 4 dl rifinn ostur Blandið saman haframjöli og hveiti, brytjið smjörlíkið út í, hrærið sykri saman við og vætið í með vatni. Hrærið vel saman og geymið deigið í ísskáp í 30-40 mín. Sjóðið spergilkál og blómkál í léttsöltu vatni í 10 mín. Sneiðið sveppina og skerið paprikurnar í bita, léttsteikið sveppi og paprikur í olíu. Fletjið deigið út og setjið í eldfast mót, sem er um 25-28 cm í þvermál, raðið grænmetinu ofan á deigskelina. Þeytið saman egg og rjóma, blandið rifna ostinum saman við, hellið blöndunni yfir grænmetið. Bakið við 180-200°C í 30 mín og berið fram. |
|
|||
Heitt rúllubrauð1 rúllutertubrauð 1 dós sveppaostur ½ dós aspas 250 gr skinka 2 eggjahvítur þeyttar 2 msk majones rifinn ostur Velgið sveppaostinn og þynnið með aspassafanum, kælið blönduna. Skerið skinku og aspas í bita og blandið saman við ostinn. Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp, látið samskeytin snúa niður, smyrjið þeyttu eggjahvítunni yfir og bakið brauðið í 15 mín við 180°1C. Berið fram. |
|
|||
Heitt brauð í eldföstu móti1 fransbrauð 250-300 gr skinka 1 dós aspas 1 dós sveppir 200 gr majones 3 eggjarauður 3 eggjahvítur þeyttar salt og pipar rifinn ostur
Smyrjið eldfast mót, takið skorpuna af fransbrauðinu og rífið það niður í botninn á mótinu. Hellið aspasnum yfir (safinn líka), hellið sveppasafanum yfir Hrærið majonesið út með eggjarauðunum, kryddið með salti og pipar. Saxið skinkuna og blandið saman við ásamt sveppunum. Hellið blöndunni yfir brauðið. Í lokin er eggjahvítunum dreift yfir, rifnum osti stráð ofan á og bakað í 30 mín við 180-200°C. ATH. Það má líka nota ananas í staðinn fyrir aspas og gott getur verið að nota hvítlaukssalt. Það má líka hræra eggjahvítunum saman við alla blönduna í lokin en passa að hræra ekki of mikið.
|
|
|||
Lasagne með kotasælu12 stk lasagneplötur 3 stk laukur saxaður 2 stk hvítlauksgeirar pressaðir eða fínsaxaðir 1 msk matarolía 500 gr dósatómatar ½ dl tómatmauk salt, pipar, oregano, timian, basilkum. 3-400 gr kotasæla 100 gr rifin ostur Kraumið lauk og hvítlauk í olíunni smá stund. Bætið tómötum og tómatmauki saman við og kryddið hæfilega, sjóðið í 10 mín. Takið af hitanum og hrærið kotasælunni saman við. Leggið lasagneplöturnar og sósu í lögum í eldfast mót. Stráið osti yfir hvert lag. ATH. Lagsangeplöturnar eiga að vera neðstar síðan þykkt lag af sósu með rifnum osti. Bakið í 20-25 mín við 200-225°C. |
|
|||
Smurt brauðRækjur. Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með smjöri eða majones. Rækjum raðað á brauðið (það á ekki að sjást í brauðið). Skreytt með majones, sítrónu, kavíar, tómötum og steinselju. Reyktur lax. Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með smjöri eða majones. Laxinn skorinn í þunnar sneiðar og settur þannig á sneiðina að hann rísi upp í miðjunni og passað að hann hylji brauðið. Skreytt með hrærðu eggi, aspas, tómötum, ólífum, steinselju, dilli og papriku. HangikjötHeilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferning, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning. Skreytt með ítölskusalati, ca. 1 tsk. á hverja sneið, gúrkusneiðum, gulrótum, tómötum, sveskjum, vínberjum, aspas, mandarínubátum, harðsoðnu eggi og steinselju. SkinkaHeilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning. Skreytt með ávaxtasalati, ítölskusalati, ananas, koktelberjum, smáttskornum ávöxtum, gúrku, steinselju og sveskju RoastbeefMaltbrauð er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning. Skreytt með remolaði, steiktum lauk, tómat, ferskju, sýrðri agúrku, papriku, sveskjum, svörtum ólífum og steinselju. SíldHveiti- heilhveiti- eða maltbrauð, er smurt eggjasneiðum raðað ofan á, skreytt með síld (marenaðri- eða kryddsíld), agúrku, tómötum, ólífum, steinselju og dilli.
|
|
|||
Spaghetti Carabonara500 gr spaghetti 5 stk egg 1 dl rjómi salt og svartur pipar úr kvörn 1-2 msk olífuolía 25 gr smjör 200 gr beikon skorið í teninga 100 gr parmeseanostur Þeytið egg og rjóma saman ásamt ögn af salti. Hitið smjör og olíu í stórum potti. Setjið beikonið út í pottinn og látið malla við vægan hita þar til fitan er orðin glær. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum, látið renna af því og setjið í pottinn með beikoninu hrærið vel saman, takið pottinn af hitanum og hrærið eggjablöndunni saman við ásamt dálitlu af ostinum. Eggin hlaupa við hitann af pastanu svo að það þarf að vera handfljótur. Hrærið þar til hver ræma af pastanu er þakin þykkri gulri sósu. Bætið nú afganginum af ostinum saman við og piprið eftir smekk. |
|
|||
Torrelini1 poki torrelini, past með kjötfyllingu 200 gr sveppir 2 stk paprika 1 dós ananas 200 gr skinka 1 stk púrrulaukur 2 stk piparostur Pasta soðið eftir leiðbeiningum á pakka. Sveppir, paprika, ananas, púrrulaukur og skinka steikt á pönnu. Piparosturinn bræddur í stórum potti og rjóma bætt saman við, þegar sósan er til er öllu blandað saman og borið fram
|
|
|||
Canneloni með spínati og sveppum16 stk cannelonipípur, soðnar í 5 mín og kældar 200 gr frosið spínat 250 gr ferskir sveppi skornir í sneiðar ½ l ostasósa 1-2 dl rjómi 5 msk smjör (75 gr) salt, pipar og múskat 50 gr parmesanostur Bræðið 4 msk af smjöri í potti og kraumið spínat og sveppi í um 2 mín. Blandið saman ostasósu og rjóma takið frá 1 dl, blandið afganginum saman við spínatið og sveppina. Kryddið með salti, pipar og múskati. Fyllið pastapípurnar með þessu og raðið í smurt eldfast fat, hellið 1 dl af sósu yfir, stráið ostinum yfir og bakið í ca, 20 mín við 200°C.
|
|
|||
Grænmetisbaka 2Botn: 1 dl haframjöl 2 dl hveiti 100 gr smjörlíki 100 gr skyr 2 msk kalt vatn Grænmeti: 250 gr spergilkál 250 gr blómkál 50 gr sveppir 1 lítil græn paprika 1 lítil rauð paprika olía til steikingar Sósa: 2 stk egg 2 ½ dl rjómi 4 dl rifinn ostur Blandið saman haframjöli og hveiti, brytjið smjörlíkið út í, hrærið sykri saman við og vætið í með vatni. Hrærið vel saman og geymið deigið í ísskáp í 30-40 mín. Sjóðið spergilkál og blómkál í léttsöltu vatni í 10 mín. Sneiðið sveppina og skerið paprikurnar í bita, léttsteikið sveppi og paprikur í olíu. Fletjið deigið út og setjið í eldfast mót, sem er um 25-28 cm í þvermál, raðið grænmetinu ofan á deigskelina. Þeytið saman egg og rjóma, blandið rifna ostinum saman við, hellið blöndunni yfir grænmetið. Bakið við 180-200°C í 30 mín og berið fram.
|
|
|||
Heitt gráðostapie200 gr hveiti 1 eggjarauða 100 gr smjör 2-3 msk kalt vatn ½ tsk salt Gráðostafylling4 stk laukur (ca.500 gr) 1 tsk timjan 30 gr smjör 200 gr gráðostur salt og nýmalaður pipar Eggjahræra2 egg og 3 eggjarauður 3 dl rjómi 1 dl mjólk rifinn ostur
Myljið saman smjör og hveiti og hnoðið vel. Blandið eggjarauðu og salti saman við og hnoðið. Blandið vatninu saman við litlu í einu, þar sem ekki er víst að nota þurfi það allt.Látið deigið standa í kæli í 30-60 mín. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Bræðið smjörið og látið laukinn krauma í því án þess að brúnast og kryddið með salti pipar og timjan. Setjið lok á pönnuna og látið laukinn krauma í u.þ.b. 30 mín, hrærið í öðru hverju. Myljið ostinn og setjið á pönnuna, hrærið í þangað til hann bráðnar. Hitið ofninn í 225°C. Fletjið deigið út og setjið í eldfast fat, látið deigið ná alveg upp á brúnir fatsins, stingið með gaffli í deigið í botninum, látið mótið í kæli í 10 mín. Bakið piskelina í 12-15 mín. Takið hana úr ofninum og kælið áður en fyllingin er sett í. Þeytið egg, eggjarauður, mjólk, rjóma og rifna ostinn, kryddið með salti og pipar. Setjið gráðostafyllinguna í skelina og hellið ¾ af eggjahrærunni yfir, bakið í 15 mín, hellið nú því sem eftir er af eggjahrærunni yfir og bakið áfram í 10 mín, fyllingin rís í ofninum en fellur aðeins þegar hún er tekin út úr honum. Berið fram með grænu salati.
|
|
|||
Innbökunardeig og bökunardeig.Innbökunardeig 11 kg hveiti 500 gr smjörlíki/smjör 20 gr salt 2 ½ dl vatn Hnoðið allt saman og kælið hnoðið saman aftur og haldið köldu.
Innbökunardeig 21 kg hveiti 5-600 gr smjörlíki 4 dl vatn salt og ögn af sykri
Öllu hnoðað saman og kælt. Deigið er unnið eins kalt og hægt er.
Innbökunardeig 3
250 gr hveiti ½ tsk gróft salt 1 tsk lyftiduft 150 gr kalt smjör ½ dl köld mjólk
Allt hnoðað aðeins saman og kælt í um það bil eina klukkustund.
Bökudeig 1
200 gr hveiti 150 gr smjör 2 msk rjómi
Myljið saman hveiti og smjör. Bætið vökvanum saman við smátt og smátt, það er ekki víst að þurfi að nota allan vökvann.Látið deigið standa á köldum stað í smá stund áður enn það er unnið. Bökur úr þessu deigi eru oftast bakaðar við 200°C í 25-30 mín.
Bökudeig 2
3 dl hveiti 75 gr smjör 2 msk vatn
Myljið hveiti og smjör saman bætið vatninu saman við og hnoðið vel, kælið deigið í 30 mín áður enn það er unnið, bakið við 200-225°C í 15-20 mín.
|
|
|||
Botn 3 dl hveiti 120 gr smjör 2 msk mjólk 1 eggjarauða Fylling 3 sneiðar beikon 2 stk laukur 200 gr sveppir 150 gr rifinn ostur 3 stk egg 2 dl rjómi 50 gr smjör salt og pipar
Setjið hveitið á borð og myljið smjörið saman við, bætið eggjarauðu og mjólk saman við og hnoðið deigið þangað til það verður þjált. Pakkið því inn í plastfilmu og geymið í kæli um 60 mín. Fletjið deigið síðan út og setjið í bökunarform, þrýstið vel upp að köntunum, pikkið í botninn með gaffli, leggið smurða örk af álpappír yfir og bakið í 10-15 mín við 200°C. Takið álpappírinn af þegar búið er að baka. Saxið laukinn og sveppina og skerið beikonið í bita og steikið allt saman á pönnu og hellið yfir botninn. Hrærið saman rjóma, eggjum og rifna ostinum saman í skál og kryddið með salti og pipar. Hellið yfir botninn og bakið við 180°C í 35-40 mín. Berið fram volgt með salati.
|
|
|||
Spaghetti Bolognese600 gr nautahakk 2 stk laukur saxaður 2 stk hvítlauksgeirar pressaðir eða fíntsaxaðir 3 msk olía eða smjör 1 stk gulrót hökkuð eða fíntsöxuð 1 stk sellerí fíntsaxað eða hakkað 500 gr dósatómatar með safa, grófsaxaðir 2-3 dl kjötsoð salt, pipar, timian, oregano og steinselja. Kraumið lauk og hvítlauk í olíu eða smjöri smástund ásamt kjöthakkinu. Kjötið á að brúnast og losna vel í sundur. Bætið grænmeti, tómötum og kjötsoði saman við. Kryddið hæfilega og látið sjóða loklaust þar til sósan fer að þykkna. Hrærið af og til í sósunni.
|
|
|||
Torrelini 21 poki torrelini, past með kjötfyllingu 200 gr sveppir 2 stk paprika 1 dós ananas 200 gr skinka 1 stk púrrulaukur 2 stk piparostur Pasta soðið eftir leiðbeiningum á pakka. Sveppir, paprika, ananas, púrrulaukur og skinka steikt á pönnu. Piparosturinn bræddur í stórum potti og rjóma bætt saman við, þegar sósan er til er öllu blandað saman og borið fram
|
|
|||
Mangó Sorbet5 dl. vatn 300 gr. sykur 500 gr. mangómauk
Vatn og sykur soðið saman þar til að blandan er orðin vel tær, kælið smá stund. Bætið mangómaukinu saman við og frystið í ísvél (sorbet vél) þar til blandan er orðin vel kremuð, setjið þá ísinn í frysti þar til hann er borinn fram.
|
|
|||
Sorbet Appelsínu1 l vatn 500 gr. sykur rifinn appelsínubörkur af 2 appelsínum safi úr 5 appelsínum safi úr 1 sítrónu
Allt hráefnið set í pott og látið sjóða smá stund. Blandan kæld. Þá er hún sigtuð og fryst í ísvél þar til blandan er orðin vel kremuð. Takið blönduna úr vélinni og setjið í frysti til geymslu.
|
|
|||
Sorbet Kíwí400 gr. þroskaðir kíwí-ávextir 125 gr. sykur ½ dl. vatn 1 tsk. sítrónusafi
Sykur, vatn og sítrónusafi sett í pott og látið krauma þar til sykurinn er bráðinn. Ávextirnir eru marðir eða hakkaðir og blandað saman við sykurlöginn. Blandan sett í álbakka eða skál. Fryst og hrært í af og til. Einnig má setja blönduna í þar til gerða "sorbet" vél og láta hana laga sorbetið.
|
|
|||
Sorbet Pipar170 ml. vatn 75 gr. sykur 30 gr. grænn madagaskar pipar, safinn notaður líka 170 ml. hvítvín
Vatn og sykur soðið þar til lögurinn er vel tær. Piparinn og lögurinn af honum maukaður í matvinnsluvél. Bætið honum út í sykurlöginn og frystið í vél.
|
|
|||
Ávaxtaábætir með sýrðum rjóma1-2 dl sýrður rjómi 1-2 dl þeyttur rjómi sykur ¼ ds ananas 1-2 appelsínur 1-2 epli 1-2 bananar vínber hnetur
Blandið saman sýrðum rjóma og þeyttum rjóma, bragðbætið með sykri ef vill. Skerið ávextina í jafna litla bita og skiptið þeim í ábætisskálar. Setjið rjómablönduna yfir og skreytið með vínberjum og hnetum.
|
|
|||
Hrísgrjónabúðingur með ávöxtum(hrísgrjón keisaraynjunnar)
Hrísgrjón 75 gr skoluð hrísgrjón 5 dl mjólk 2 gr salt
Skoluð hrísgrjón eru sett yfir til suðu í vatni, þegar þau sjóða er þeim hellt á sigti. Suðan látin koma upp á mjólkinni, hún söltuð og hrísgrjónunum bætt út í. Grjónin soðin þar til þau eru meyr og hafa soðið í sig mjólkina. Látið grjónin kólna.
Hindberjahlaup 1 ½ dl hindberjasafi 5 gr matarlím ½ dl grenadin
Leggið matarlímið í bleyti í ca 5 mín. Hitið saftina í ca 37°C, kreistið vatnið af matarlíminu og leysið það upp í saftinni. Kælið saftina með grenadin og hellið í form þannig að myndi rönd og látið hlaupa.
Ávextir 50 gr smátt skornir soðnir ávextir lagðir í líkjör 50 gr sykur 1 dl vatn 3 eggjarauður vanilla 4 gr matarlím 2 ½ dl rjómi
Vatn, sykur og vanillustöng soðið í ca. 2 mín. Eggjarauðurnar þeyttar yfir gufu eða í sjóðandi heitri hrærivélarskál, þeytið sjóðandi heitum sykurleginum saman við og þeytið í þykkan massa. Leggið matarlímið í bleyti og kreistið vatnið af, leysið upp í örlitlu vatni og hrærið saman við eggjahræruna. Blandið köldum hrísgrjónunum saman við. Þeytið rjómann og blandið honum saman við í lokin er ávöxtunum hrært saman við. Hellið blöndunni í formið ofan á hindberjahlaupið, setjið í kæli og látið standa í kæli í ca. 4 kls.
|
|
|||
KaramellubúðingurCréme caramel
Karamella úr ½ dl af vatni og 100 gr sykri 5 dl mjólk 1 Vanillustöng klofin langsum eða 1 ½ tsk vanilludropar 60 gr sykur 2 egg 2 eggjarauður 1 l frauðskál eða hitaþolið form
Lagið karamelluna og húðið skálina með henni. Hitið ofninn í 175°C og undirbúið vatnsbað. Setjið mjólkina í pott og látið suðuna koma upp (ef Vanillustöng er notuð er hún höfð með). Takið pottinn af hellunni og setjið lok yfir og látið standa í 10-15 mín. Bætið sykrinum saman við og hrærið í. Þeytið egg og eggjarauður, hellið mjólkinni út í og kælið svolítið. Ef notaðir eru Vanilludropar er þeim bætt saman við núna. Síið búninginn og hellið honum í hjúpaða skálina. Bakið búðinginn í heitu vatnsbaði í 40-50 mín. Eða þar til að hann er hlaupinn og loðir ekki við hníf sem stungið er í miðjuna. Rennið hníf meðfram búðingsbrúninni og hvolvið honum á disk, karamellan er þá búin að mynda sósu með búðingnum.
|
||||
|
|
|||
Þessi auðveldi brauðréttur slær alltaf í gegn
Fylling inn í brauðið:
Aðferð:
|
|
|||
Blandaðir sjávarréttir í smjördeigskörfumSmjördeig Rjómi Parmesanostur Hörpuskel, sniglar, rækjur, Sveppir, gulrætur, paprika, blaðlaukur.
Smjördeigið er flatt út í 1 cm þykkt lag og úr því eru lagaðar smjördeigskörfur. Deigið penslað með eggjarauðu og lagt í ofnskúffu með grind yfir. Bakað í 15-20 mín við 150°C. Þegar körfurnar eru bakaðar eru þær kældar og lokið á þeim opnað varlega. Gulræturnar eru tjúneraðar og forsoðnar í vatni með smjöri og salti. Rjómanum hellt í annan pott ásamt hvítvíni og fiskikrafti. Látið malla við vægan hita. Paprika, sveppi og blaðlaukur svissað á pönnu. Hörpuskelin skorin í tvennt og sett út í rjómann ásamt svissaða grænmetinu, og gulrótunum, rækjunni, sniglum og pamesanostinum. Jafnað með maisienamjöli og vatni. Smjördeigskörfurnar fylltar með blöndunni og skreytt með sítrónu.
|
|
|||
Blandaðir sjávarréttir með hrísgrjónum
900 gr blandaðar sjávarafurðir ¼ blaðlaukur ½ paprika ½ epli 5 sveppir 2 ananashringir ½ sítróna 2 dl hvítvín 20 gr smjörlíki 2 ½ dl rjómi 1 msk karrý 1 tsk soyasósa rósapipar, sítrónupipar, dill og pikanta
Smjörlíki hitað á pönnu og grænmetið svissað á pönnunni og karrýinu stráð yfir. Vökvanum hellt á pönnuna og þykkt með sósujafnara (ljósum). Að lokum er sósan krydduð og sjávarafurðunum bætt saman við og hitað hæfilega. Borið fram með soðnum hrísgrjónum og ristuðu brauði.
|
|
|||
Með epla og hvítlaukssósu
700 gr laxaflak 35 gr. salt 20 gr. sykur 4 gr. einiber 8 gr. græn piparkorn 30 ml ólífuolía
Beinhreinsið laxinn og setið í bakka. Blandið saman salt og sykri og stráið yfir laxaflakið. Steytið einiberin og piparkornin og stráið jafnt yfir flakið. Að lokum er ólífuolíunni dreift yfir flakið. Látið laxinn marinerast í kæli í 36 kls.
|
|
|||
700 gr smokkfiskur skorinn í 0,5 cm þykka hringi 50 gr blaðlaukur ½ rauð paprika skorin í litla bita ½ græn paprika skorin í litla bita 6 sveppir skornir í litla bita 2 dl baunaspírur 2 ½ dl rjómi ½ tsk karrí 1 tsk rifið engifer jurtasalt 3 msk hvítlaukssmjör
Setjið smokkfiskinn ásamt öllu grænmetinu nema baunaspírunum, í skál og kryddið með jurtasaltinu, karrí og engifer. Látið standa í 60 mín. Eftir 60 mín er panna hituð og blandan steikt í hvítlaukssmjörinu. Þegar smokkfiskurinn fer að taka lit er rjómanum og baunaspírunum bætt á pönnuna og rétturinn látinn sjóða við vægan hita í um 2 mín. ATH. Smokkfiskurinn má ekki sjóða of lengi þá verður hann seigur.
|
|
|||
Escargots Quiche (sniglar)(sniglar) 250 gr hveiti 100 gr smjör 5 gr salt 1 dl vatn
320 gr laukur 30 gr hvítlaukur 300 gr sniglar 100 gr smjör 200 gr beikon ½ l mjólk smjörbolla 60 gr smjör og 60 gr hveiti 2 eggjarauður salt og pipar
Deigið er hnoðað, ekki of mikið. Laukurinn er sneiddur og steiktur í smjöri þangað til að hann fer að brúnast. Sósa er löguð úr mjólkinni og jöfnuð með smjörbollunni, krydduð og kæld. Þegar hún er orðin köld er eggjarauðunum bætt út í. Beikonið skorið í strimla og soðið í nokkrar mín, og kælt. Deigið er flatt út og sett í form,(eitt stórt 6 minni). Sniglum, lauk, hvítlauk og beikoni blandað í formið sósan sett yfir og bakað í 20-25 mín við 200-220°C.
|
|
|||
Grafið laxaflak 1
60 gr salt 15 gr þurrkað dill eða mulin dillfræ 25 gr sykur 2 gr fennikel þurrkað 2 gr nýmulinn pipar 1 gott laxaflak
Hreinsið beinin úr laxaflakinu og snyrtið. Stráið kryddblöndunni á báðar hliðar flaksins og setjið létt farg ofan á í 1-2 sólarhringa.
|
|
|||
Grafinn lax 2
6 msk sykur 4 msk salt (gróft mulið) dill laxaflak
Hreinsið beinin úr flakinu og snyrtið það. Blandið saman salti og sykri og stráið yfir laxinn þekið síðan flakið með dilli.
|
|
|||
Grafinn lax 3
4 msk salt fíntukur ½ msk pipar 1 msk saxaður la 1 msk þriðjakryddið 3 msk dill þurkað 1 tsk saltpétur 1 tsk fennel laxaflak Sama aðferð og að ofan.
|
|
|||
Grafinn lax 4
1 tsk saltpétur 1 msk sykur 2 tsk hvítur pipar 2 msk salt 2 búnt ferskt dill eða 5 msk þurrkað
Sama aðferð og að ofan.
|
|
|||
GRÁÐOSTATARTALETTUR
1 bakki sveppir,
smátt skornir
|
|
|||
1 pakki spínat,
stönglar teknir af
|
|
|||
1 bolli long grain hrísgrjón ( ós) 2 meðalstórar kjúklingarbringur(án skinns, steiktar) 1 bolli laukur saxaður 1 bolli rauður og grænn bell pipar saxaður 1 bolli sveppir saxaðir 2 hvítlauksrif kramin 6 matsk tómatsósa 1 lítil dós tómatkraftur 2 tesk oreganó 2 tesk basil 1 ½ tesk svartur pipar 1 tesk salt 1 lítil dós kotasæla ½ bolli veggie slices ½ bolli fat free mozarella
Sjóddu hrísgrjónin eins og stendur á pakkanum. Hitaðu ofninn í 170°. Settu saxaðan kjúklinginn, laukinn, piparinn, sveppina og hvítlaukinn í pott á meðalhita og leyfðu því að mýkjast. Settu tómatsósuna, kraftinn, basil, oreganó, saltið og svarta piparinn saman og hrærðu vel. Settu helminginn af hrísgrjónunum í botninn á eldföstu móti og síðan helminginn af kjúklingahrærunni. Þar næst kemur helmingur af kotasælunni og ostunum. Endurtaktu. Stráðu ferskri steinselju yfir og bakaðu í ofni í 15 - 20 mínútur.
|
|
|||
Humar og Hörpuskél. Smáréttur fyrir 4.
Humarhalar, pillaðir = 200 gr. Hörpuskel = 200 gr. Niðursoðnir tómatar = 200 gr. Smjör = 50 gr. Hvítlauksrif, pressuð = 4 -6 stk. Steinselja, fínsöxuð = 2 –3 msk. Salt og pipar
1. Þerrið fiskinn vel með þurrum klút 2. Setjið smjör á pönnuna og ristið fiskinn við frekar háan hita, gullinbrúnan. Betra er að hafa fiskinn létt steiktan 3. Fjarlægið fiskinn af pönnunni, kreistið safan úr tómötunum, skerið þá frekar gróft og setjið á pönnuna ásamt hvítlauknum og steinseljunni, látið krauma í smá stund 4. Bætið fiskinum út í, kryddið með salti og pipar
Borið fram með ristuðu brauði og smjöri.
|
|
|||
Laxahringur með piparrótarrjóma
Fyrir 6
300 gr reyktur lax 300 gr laxaflak soðið og kælt 100 gr mæjonese 100 gr sýrður rjómi 50 gr mjúkt smjör smátt saxaður kerfill og dill salt og pipar.
Takið lítinn flanhring, klippið út fjórar lengjur af bökunarpappír, hver lengja á að vera jafnlöng og innanmál hringsins. Leggið þunnar sneiðar af reyktum laxi á pappírslengjurnar. Skerið út fjóra hringi úr sneiðunum í lok. Roð og beinhreinsið soðna laxinn. Takið hann í sundur í litla bita. Blandið saman sýrða rjómanum og mæjonesinu, smakkið til með kryddi. Blandið soðna laxinum, smjörinu ásamt reykta laxinum sem eftir er, skornum í litla bita út í. Setjið flanhringinn á þann disk sem bera á réttinn fram á, leggið pappírslengjuna innan í hringinn með pappírinn að hringnum. Setjið laxablönduna í sléttið yfirborðið. Lyftið hringnum upp og flettið pappírnum af, endurtakið á diskunum sem eftir eru, setjið lokin yfir og skreytið. Gott að bera fram með salati. Ef ekki er til flanhringur, má taka bolla og klæða hann að innan með plastfilmu og nota í staðinn. A.T.H. betra er að eiga við laxablönduna ef sett er út í hana 3 blöð af matarlími sem leyst eru upp í ½ dl. af góðu fiskisoði. Þessa uppskrift má einnig setja í lítið bökunarform og skera í sneiðar.
Piparrótarrjómi
1 dl rjómi 1 msk. rifin piparrót salt og pipar
Blandið saman rjóma og piparrót. Þeytið rjómann smakkið til með salti og pipar. Kælið vel áður en borið er fram.
|
|
|||
Laxapaté með graslauk
300 gr reyktur lax 100 gr bráðið smjör 300 gr sýrður rjómi 2 blöð matarlím salt og pipar 1 dl graslaukur
Skerið laxinn í bita og setjið í matvinnsluvél ásamt brædda smjörinu og maukið þar til blandan verður létt. Bætið sýrða rjómanum saman við og hrærið áfram stutta stund. Bleytið matarlímið í köldu vatni og leysið það síðan upp í tveimur matskeiðum af sjóðandi vatni. Bætið matarlíminu út í laxablönduna í smá skömmtum þannig að allt blandist vel saman. Kryddið með salti og pipar bætið graslauknum saman við. Hellið blöndunni í form og látið standa í ísskáp yfir nótt. Skreytið með graslauk um leið og borið er fram.
|
|
|||
Píta á hlaupum
(Pocket Meals on the Run) f/4 |
|
|||
Ristuð hörpuskel "Provenciale"
400 gr hörpuskel 2-300 gr niðursoðnir tómatar 2-4 msk fínsöxuð steinselja 6-8 pressuð hvítlauksrif 200 gr smjör salt og pipar
Hörpuskelin hreinsuð allir seigir vöðvar fjarlægðir og fiskurinn þerraður. Smjörið sett á pönnu og hitað fiskurinn ristaður á pönnunni við frekar mikinn hita. Fiskurinn tekinn af pönnunni. Safinn kreistur úr tómötunum þeir saxaðir frekar gróft og settir á pönnuna ásamt hvítlauk og steinselju, látið þetta krauma smá stund. Þá er fiskinum bætt út á pönnuna ásamt smjöri og látið krauma í nokkrar sek. Að lokum er kryddað með salti og pipar. ATH. Það er notað mikið smjör við steikinguna á fiskinum og er smjöri bætt í réttinn rétt áður en hann er borinn fram. Þannig að þegar hörpudiskurinn fer á diskinn/fatið á ekki að vera sósa heldur steikt hörpuskel, tómatar, ívafðir steinselju, hvítlauk og umflotið smjöri. Hörpudiskurinn er borinn fram með ristuðu brauði og smjöri.
|
|
|||
Rækjur GAMBAS PIL PILSpánskur rækjuréttur
500 gr rækjur 4 hvítlaukar gróft saxaðir 1 stk rauður chili pipar smátt saxaður 2-3 msk steinselja söxuð ólífuolía Blandið saman rækjum, hvítlauk, chili pipar og steinselju og skiptið í sex eldfastar skálar eða eina stóra, hellið 2-3 msk af olífuolíu yfir blönduna í hverri skál og bakið í 230°C heitum ofni þar til rétturinn er farinn að taka lit. Berið fram með góðu brauði
|
|
|||
Rækjur með melónum
500 gr rækjur ½ hunangsmelóna skorin í litla bita 200 gr sýrður rjómi 2-3 msk majonese salt og pipar örlítill sykur 1-2 tsk dijonsinnep sítrónusafi aromat krydd sítróna, tómatur, agúrka og steinselja til skrauts Hrærið saman sýrðum rjóma og majonesi, kryddið með sinnepi, salti, pipar, sykri, aromat og sítrónusafa. Blandið saman rækjum og melónu og skiptið í sex skálar, hellið sósu yfir hverja skál og skreytið með sítrónubátum, tómötum, agúrku og steinselju. Berið fram með ristuðu brauði.
|
|
|||
Snöggmarineraður lax í sítrónu, vermút og basil
1 kg laxaflak 2 tsk grófmalaður hvítur pipar 4 msk salt 3-4 msk sykur safi úr 1 sítrónu 0,5 dl þurr vermút 2 msk basilka (fersk og fínsöxuð)
Blandið saman salti, pipar og sykri. Stráið ca. helmingnum af blöndunni í bakka og leggið þunnar laxasneiðarnar yfir blönduna. Stráðu basilkunni yfir laxasneiðarnar, síðan restinni af sykur og saltblöndunni yfir og dreyptu með þurrum vermút og sítrónusafa. Látið standa við stofuhita í ca. 30 mín, eða eftir þörfum. Laxinn borinn fram um leið og hann er tilbúinn. Berið fram með piparrótar-rjómasósu og hrærðu eggi.
|
|
|||
Túnfisktatar
350 gr túnfiskur 50 gr skralottulaukur 30 gr graslaukur saxað koriander saxaður kerfill salt og pipar úr kvörn extra virgin ólifuolía 6 fransbrauðsneiðar
Allt hráefnið er saxað fínt og blandað saman ásamt nokkrum dropum af ólífuolíu og kryddi. Brauðið er ristað og stungið út, tatarinn mótaður og settur ofan á. Borið fram með marineruðu grænmeti. Marinerað grænmeti: gulrætur blaðlaukur (hvíti hlutinn) rauð paprika (afhýdd) Grænmetið er skorið fínt (julianne) og marinerað. Marinering. ½ dl ólífuolía ½ dl hvítvín safi úr sítrusávöxtum, (sítrónum, lime, appelsínu) hvítlaukur engifer kóriander salt og pipar Öllu blandað saman og hellt yfir grænmetið.
|
|
|||
Bakaðir humarhalar “mie du pain”. Forréttur fyrir: 4 Humaarhalar í skél = 24 st. (meðalstórir) skornir í tvent eftir endilöngu og görnin hreinsuð burt með hnífi. Hvítt brauð, ferskt = 2-300 gr. múllað í mixer. Hvítlaukur = 6-8 rif. Fínt söxuð. Steinselja = 2-4 msk. Fínt söxuð. Smjör = 200 gr. brætt. Salt og pipar. Eftir smekk.
1. Raðið humarnum í ofnskúffu, með sárið upp.
2. Mixið saman brauðið, hvítlaukinn, steinselju, salt og pipar í blandara.
3. Stráið brauðmixinu í þéttu lagi yfir humarinn í ofnskúffuni.
4. Dreypið bræddu smjörinu yfir brauðið og humarinn.
5. Bakið réttinn í ofni við háan yfirhita í nokkrar mínútur. Eða þar til að brauðið er orðið gullin brúnt, svo kölluð gratinering.
6. Humarkjötið á að vera létt eldað undir gullinbrúnu brauðinu, ef ekki þá er gott að minnka hitann og láta humarinn hitna í smá stund.
# Þessi réttur er borinn fram með ristuðu brauði og ef til vill hvítvíni.
|
|
|||
Rauðvíns marineruð kjúklingalifur með hvítlauk og steinselju.
Forréttur fyrir 4.
Kjúklingalifur = 400 gr. Rauðvín = 2 dl. Hveiti = 1 dl. Steinselja = 3-4 msk. Fíntsöxuð. Hvítlaukur = 6-8 rif. Fíntsöxuð. Smjör = 200 gr. Bacon = 40 gr. Skorin í litla bita. Sveppir = 60 gr. Skornir í sneiðar eða í báta. Salt og pipar,
1. Snyrtið kjúklingalifrina, en haldið henni heilli.
2. Leggið kjúklingalifrina í rauðvínið og látið hana liggja í rauðvíninu í 4-6 klst. Lifrin má liggja í víninu í 3-4 daga í kæli.
3. Hitið pönnu með smjörinu á, þar til smjörið byrjar að taka lit, léttbrúnast.
4. Á meðan smjörið er að bráðna, veltið þá lifrinni upp úr hveitinu og leggið á vel heita pönnuna.
5. Steikið lifrina miðlungs steikta (medíum-rare), fjarlægið lifrina af pönnunni.
6. Bætið smjöri á pönnuna og steikið sveppina og baconið létt brúnt í smjörinu.
7. Bætið lifrinni aftur á pönnuna og kryddið með salti og pipar, steinselju og hvítlauk.
# Þessi réttur á að vera frekar vel kryddaður og hafa mikið bragð af hvítlauk og steinselju
# Borið fram með ristuðu brauði og smjöri.
|
|
|||
Blandaðir sjávarréttir í tartalettum
900 gr blandaðar sjávarafurðir (rækja, hörpudiskur, skötuselur, humar) ¼ blaðlaukur ½ paprika ½ epli 5 sveppir 2 ananashringir ½ sítróna 2 dl hvítvín 20 gr smjörlíki ¼ l rjómi 1 msk karrý 1 tsk soyasósa krydd : grænn pipar, fiskkraftur, sítrónupipar, dill, pikanta.
Smjörlíki er sett á pönnu og hitað við vægan hita. Allt grænmeti er svissað á pönnunni og karrýinu stráð yfir. Öllum vökva er hellt á pönnuna og þykkt með ljósum sósujafnara. Kryddað. Sjávarafurðunum er bætt út í og suðunni hleypt upp. Borið fram í tartalettum.
|
|
|||
Lúða, lax, ýsa, þorskur, karfi, silungur, humar, eða hvaða ferskur fiskur sem er.
Grunnfars. Nýr fiskur: 500 gr. (roðlaus og beinlaus) Rjómi: 500 ml. Eggjahvíta: 3 stk. Salt: 10-15 gr. (eða eftir smekk) Cayenna: á hnífsoddi.
Ef nota á spínat, papriku eða saffran í farsið. Spínat: 200 gr. (ferskt spínat) Paprika: 200 gr. (fersk paprika) Saffran: 0,5 gr. (verður að liggja í rjómanum í minst 1 klst.)
Aðferð: 1. Fiskurinn er hakkaður eða skorinn í bita og settur í matvinnsluvél ásamt eggjhvítunni, salti og cayenna pipar. Þetta er maukað vel saman.
2. Að síðustu er rjómanum bætt út í matvinnsluvélina og hún keirð í nokkrar sek. Þetta á einnig við um ef notað er saffran í farsið, þá er saffranrjómanum bætt í síðast.
3. Ef nota á spínat eða papriku, þá er grænmetið maukað með fiskinum og eggjunum áður en rjóminn er settur út í blönduna.
Þegar notað er spínat í farsið er stöngullinn rifin frá blöðunum og blöðin soðin í vatni í 1/2 mínútu. Þá er spínatið veitt upp úr vatninu og það kælt í klakavatni. Þá er allur vökvi undin úr spínatinu og það saxað niður með hnífi og því síðan blandað út í farsið áður en rjómanum er bætt í.
Ef notuð er paprika í farsið þá er paprikan pennsluð með oíu og hún bökuð í ofni við 200°C. í smá stund eða þar til húðin er farin að losna. Síðan er húðin tekinn af paprikunni, kjarninn hreinsaður úr og paprikukjötið skorið í smáa bita áður en henni er blandað í farsið. Paprikan er maukuð saman við farsið í matvinnsluvél áður en rjómanum er bætt út í.
|
|
|||
Humar með eplarjómasósu
500 gr skelfléttur humar 50 gr smjör Sósa: 2 stk gul epli 2 stk skalottulaukur 1 dl hvítvín 1 ½ dl rjómi salt og pipar 1 tsk dijon sinnep ½ teningur fiskkraftur sósujafnari
Sósan er löguð áður en humarinn er steiktur. Saxið laukinn og steikið glæran í olíu á pönnu, bætið hvítvíni og rjóma saman við og sjóðið við vægan hita í 5 mín, þykkið ögn með sósujafnara, bragðbætið með súputeningi, salti, pipar og sinnepi. Afhýðið og kjarnhreinsið eplin, skerið þau smátt. Bræðið smjörið á pönnu og steikið humarinn ásamt eplum í 1-2 mín. Hellið sósunni á pönnuna og látið sjóða í 1 mín. Setjið á diska og skreytið með fallegu salati og tómatstrimlum.
|
|
|||
Innbakað grísapaté með skinkubitum
Deig: 450 gr hveiti 225 gr smjör 1 tsk salt 1 egg 5 msk volgt vatn Fars: lagað á sama hátt og grunndeig villibráðarpaté nema notað 1 kg grísahakk í staðinn fyrir villibráðarhakk. Blandið öllu saman nema vatninu og nuddið vel á milli handanna, bætið því næst vatninu smátt og smátt út í deigið og hnoðið vel saman. Rúllið deiginu út með kökukefli þannig að það verði u.þ.b. 3-4 mm að þykkt. Klippið smjörpappír þannig til að hann passi sem klæðning innan í mótið sem baka á í. Leggið smjörpappírinn síðan ofan á deigið og skerið það jafnstórt smjörpappírnum, leggið síðan smjörpappírinn og deigið í formið þannig að smjörpappírinn snúi að forminu, fyllið formið með grísapaté og bakið við 220°C í 10 mín, lækkið þá hitann í 190°C og bakið áfram í 45 mín, eða þangað til kjöthitamælir sýnir 70°C. Skerið patéið í sneiðar og berið fram með salati og týtuberjasósu
|
|
|||
Laxapaté
500 gr nýr lax 500 gr rækjur 500 gr reyktur lax 350 gr majonese 350 gr sýrður rjómi 700 gr þeyttur rjómi 25 blöð matarlím hvítvín til að leysa matarlímið upp
Ferski laxinn er soðinn kældur og beinhreinsaður. Hann hakkaður ásamt reykta laxinum og rækjunum. Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma og blandið saman við. Þá er matarlímið leyst upp í hvítvíninu og því blandað saman við í lokin er þeytta rjómanum jafnað varlega saman við. Patéið kælt og skorið í sneiðar. Sósa. 200 gr majonese 200 gr sýrður rjómi 3-4 msk þeyttur rjómi sítrónusafi eftir smekk örlítill sykur hvítvín eftir smekk
Öllu blandað saman.
|
|
|||
Laxatartar með kóriander, kavíar og lime-sósu
300 gr lax beinlaus og roðflettur 1-2 skalottlaukur fínt saxaður ¼ rauð paprika smátt söxuð lítið búnt ferskt kóriander saxað salt og pipar úr kvörn kavíar
Hakkið eða grófsaxið laxinn, gjarnan í matvinnsluvél, (ekki láta hann fara í mauk). Blandið saman við hann skalottlauknum, paprikunni og kórianderlaufunum og kryddið. Mótið litla turna úr þessu og setjið 1 tsk af kavíar ofan á. Sósa: 1 dl sýrður rjómi safi úr 1 lime 1 tsk dijon sinnep ½ tsk hlynsíróp salt og hvítur pipar Öllu blandað saman og kryddað efir smekk. Borið fram með laxinum.
|
|
|||
Rækjuforréttur
Stutt lýsing: Rækjuforréttur Efni:
Fyrir 4 Meðhöndlun:
Blanda rjómanum og
majónesinu saman. Fínhakka púrruna og setja hana í sósuna.
|
|
|||
Sjávarrétta þrenna
250 gr hörpudiskur 250 gr rækjur 250 gr lax eða lúða eða skötuselur ¼ ds sveppir eða ferskir 1 græn paprika 1-2 gulrætur 10-15 cm púrrulaukur 2 stk skalottulaukur 2 ½ dl rjómi 1 dl hvítvín 1 sítróna 1 tsk Turmeric 1 tsk dijon sinnep hvítlaukssalt eftir smekk sojasósa smjör og olía til steikingar maisenamjöl til að jafna sósuna með ef vill
Gulræturnar eru hreinsaðar og skornar í strimla (Julianne). Sveppirnir skornir í sneiðar, ef notaðir eru ferskir sveppir, púrrulaukurinn skorinn í strimla, paprikan skorin smátt og skalottulaukurinn líka. Panna hituð og grænmetið svissað, rjóma bætt út á og hvítvíni. Sjóðið aðeins og kryddið, sjóðið áfram þar til sósan fer að þykkna. Ef notaður er lax eða lúða er betra að sjóða fiskinn áður en hann er settur út í sósuna, hann er tekinn í smærri bita áður en honum er bætt út í sósuna. Hörpudiskurinn er hreinsaður (vöðvinn er skorinn frá). Þegar sósan er tilbúin er hörpudiskinum og rækjunni bætt út í og soðið í smá stund, eða þar til að hörpudiskurinn er soðinn. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er laxinum eða lúðunni bætt saman við. Borið fram með ristuðu brauði eða í skeljum úr smjördeigi.
|
|
|||
Pönnusteiktur smokkfiskurKryddaður með chilipipar, hvítlauk og appelsínusafa
540 gr smokkfiskur 3 marðir hvítlauksgeirar 1 ½ rauður chilipipar 1 ½ dl matarolía 2 appelsínur 100 gr maisinamjöl 100 gr smjör til steikingar 1 dl olía til steikingar salt eftir smekk
Skerið chilipaiarinn í litlar ræmur og leggið í matarolíuna. Skerið smokkfiskinn í sneiðar, þerrið og veltið upp úr maisinamjölinu. Hristið laust maisinamjöl af og steikið í mjög heitri olíu í um ½ mín, þá er chilipiparnum og hvítlauknum bætt út á pönnuna og kryddað með appelsínusafa og salti. Borið fram strax. ATH. Smokkfiskurinn á að vera mjög stökkur þegar hann er borinn fram.
|
|
|||
Rækjur í lárperum með piparrótarsósu
4 stk vel þroskaðar lárperur (avocado) 200 gr rækjur safi úr einni sítrónu nýmalaður pipar ¼ haus jöklasalat (iceberg) Piparrótarsósa: 100 gr fersk piparrót 2 dl sýrður rjómi sykur, salt og pipar
Lárperurnar eru skornar í tvennt, steinarnir teknir úr og kjötið hreinsað með skeið. Kjötið látið standa í skál og bragðbætt með sítrónusafa og númöluðum pipar. Rækjum og jöklasalati blandað saman við og lárperuhelmingarnir fylltir með blöndunni. Blandið saman piparrót og sýrðum rjóma, bragðbætið með sykri, salti og pipar.
|
|
|||
Campell’s
brauðréttur
|
|
|||
|
|
|||
1 stóri Dimon
|
|
|||
250 gr sveppasmurostur
|
|
|||
|
|
|||
Skinku- og blaðlauksbaka
|
|
|||
|
|
|||
1 dós Campell´s súpa sveppa
|
|
|||
Lasagneplötur Hakk (ca 500 - 800 gr) Hunts lasagnesósa sveppir (ca 300 gr.) laukur (1-2) hvítlaukur (slatti) svartur pipar (slatti!) kotasæla (800 gr) rifinn ostur (mjög gott að hafa parmesan ost í bland)
sveppir sneiddir og steiktir á pönnu ásamt lauk og hvítlauk. Hakkið steikt, Hunts-sósan sett út í ásamt (mikið af) svörtum pipar, hvítlauk, sveppum og lauk og látið malla vel og lengi (ca 1 klst). Kotasælu bætt út í - hrært. Sett í smurt eldfast form; lasagneplötur, hakksósa, rifinn ostur.... endurtekið. Endað á að hafa hakksósu efst, sett í ofninn á 200 °C í ca 40 mín. Restinn af rifna ostinum stráð yfir rétt áður en rétturinn er tilbúinn. Borið fram með fersku salati og nýbökuðu brauði. Þessi matur er svo enn betri upphitaður ;). Sniðugt að búa mikið í einu og frysta.
|
|
|||
Saumaklúbbsréttur
1.pk. Golden hrísgrjón frá Batchelors
|
|
|||
|
|
|||
Pizza
2 ½ dl vatn 30 gr pressuger eða 1 msk þurrger 2 msk matarolía 6 dl hveiti 1 tsk salt
Ef notað er pressuger er það hrært út í volgu vatni (37°C) eða stráið þurrgerinu yfir vökvann og látið bíða í nokkrar mín. Hrærið matarolíu, hveiti og salti saman við og hnoðið deigið þar til það er sprungulaust og gljáandi. Fletjið deigið út á bökunarplötu í eina stóra eða átta litlar kökur, jafnið tómatsósunni yfir og setjið fyllingu á ásamt osti. Látið pizzuna lyfta sér í 10-15 mín, bakið við 200°C í 15-20 mín.
Tómatsósa á pizzur: 1 lítil dós tómatpurre 1 msk oregano 1 msk timian 1 msk basil 1 msk merjam 1 tsk sykur 2-3 msk vatn
Allt sett í pott og hitað, kælið aðeins áður en smurt er á pizzuna.
Fylling á pizzur: 1 200 gr skinka skorin í bita Smyrjið tómatsósunni á pizzuna setið síðan 200 gr ananasbitar skinkukurlið, ananasinn og aspasinn yfir ½ ds aspas og að lokum ostinn. 3-400 gr rifinn ostur Fylling á pizzur: 2 400 gr hakkað nautakjöt Steikið hakkið og brúnið laukinn í olíunni. 2-3 laukar Kryddið með salti og pipar saxið laukinn 200 gr speppir steikið með. Jafnið fyllingunni á pizzuna 1-2 paprikur setjið papriku og sveppi yfir ásamt osti. 3 msk matarolía 2-300 gr rifinn ostur Fylling á pizzur: 3 200 gr pepperoni Smyrjið tómatsósunni á pizzuna og jafnið 200 gr sveppir fyllingunni yfir stráið ostinum yfir í lokin. 1-2 paprikur 10-12 ólífur sólþurrkaðir tómatar 2-300 gr rifinn ostur
|
|
|||
|
|